Heimskringla - 23.01.1924, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.01.1924, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. JANOAR, 1924. HEIMSKRINQLA ÍHHB) ftt ft hrerjaai ■Mriknlcct Eiffendur: THE VIKLNG PRESS, LTD. ftftl mrn 9AKGBNT AVE^ WINNIPEG, TaUlmi: lf-«5S7 r«iU UaVfliii ei Iflt fyrir fram. £3.00 ftrr«B|1irlBi bfliff- Allar borffflBÍr bm4M rAhimanBÍ UafflÍBfl. STEFÁN EINAR&ON, ritstjóri. H. ELlASSON, ráðsmaður. Uta krlft tii blatfllBfli hm. Heim.skrlnicla Nrws & Publlshlns Lessee of rHH TIKIIfd PRES8, Ltá^ Box SlTl. Wlnnlpev, Ifnn. VtBnáflkrtft tll rltartjftramfli KDITOR HKINSKRIftGLA, Box ftlTl Wlnalpec, Maa. The ‘Heimskringrla” is printed and pub- lished by Heimskringrla Newi and Publishing Co., 853-855 Sargcnt Ate. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537 WINNIPEG, MANITOBA, 23. JANOAR, 1924 t Leiðin um Hudsonsflóa. 'Hafi íbúar Vesturfylkja Canáda verið sammála um nokkurt mál á síðari árum, hafa t)eir verið það í kröfum sfnum lun að fullgera iHudsonsflóa-járnbrautina. Svo að segja allir stjórnmálaflokkar hafa verið á eitt sáttir um þörf þessarar brautar og hafa allir að einhverju leyti beitt sér fyrir það mál. En eins og Vesturfylkin hafa verið málinu fylgjandi, svo hafa Austurfylkin ver- ið því andstæð. Og frá andblæstri þeirra stafar það, að sambandssjórnin hefir oft- ast lítið sint málinu. Sé því nokkurt mál til sem Austur- og Vesturfylkin greinir á um, er það lagning Hudsonsflóa járnbrautarinnar. Hvernig stendur á þessu? Það er mjög óflókið mál. Vestur-fylkin krefjast braut- arinnar vegna þess, að með því græða þau stórfé á flutningi á framileiðslu sinni til mark- aðar í Evrópu. Austurfylkin stórtapa aftur við það, að varan sé ekki flutt um Montreal. Vesturfylkin halda því fram, að gróði sá, er Austurfylkin nú sitja að, í sambandi við flutning framleiðslunnar, sé úr vasa bænda eða framleiðenda tekin og þannig hafi þau Vesturfylkin að féþúfu, og hafi haft frá öndverðu. En úr því óréftlæti sé bætt, með Hudsonsflóa járnbrautinni. Hvernig víkur því við? Þegar litið er á vegalendina frá bæjum í Vesturfylkjunum til Liverpool á Skotlandi, sézt glögt, hve styttrf hún er með Hudson- flóa-leiðinni, en um Montreal, eða New York. Sjóleiðin er nálega hin sama frá Montreal, New York og Port Nelson við Hudsonsfló- ann. En landvegurinn ær alt að því 1000 mílur styttri. Að sjóleiðin er ekki lengri f'a Port Nel- son til Englands, en frá áður nefndum höfn- um, stafar af því, að sú 'höfn er nærri á sama nor^læga breiddar( stiginu og Lon- don. Labrador-skaginn gerir að vísu krók á leiðiria, en miklu minni, ef nákvæmlega er gætt að, en ætla mætti, vegna þess, að Port Nelson er vestan megin flóans og ekki nærri við syðstu víkur hans. Á landabréf- inu virðist Hudsonsflóa Ieiðin nærri beint í auslbr .frá Saskatoon til Liverpool, en mjög mikill krókur suður á við á leiðinni um Montreal. Vegalengdin til Liverpooi frá bæjum í Vestur Canada er í mílum talin þessi: Frá Winnipeg um Hudsonsflóan: 660 mílur með járnþ'aut og 2966 mílur á sjó, eða alls 3625 mílur. Um Montrea! er hún m|eð járnbraut 1465 mílur og 2763 mílur á sjó, eða a!!s 4228 mílur. Er vegalengdin því 602 mílum styttri Hudsonsflóa leiðina. Frá Saskatoon um Hudsonsflóan: 748 # mílur með járnbraut og 2965 mílur á sjó, eða al'ls 3714 mílur. Um Montreal er hún iheð járnbraut 1842 mílur og á sjó 2763, eða alls 4605 mílur. Hudsonsflóa leiðin verð- ur því þaðan til Liverpool 891 mílu styttri. Frá Edmonton um Hudsonsflóan: 974 mílur með járnbraut og 2966 á sjó, eða alls 3940 mílur. Um Montreal er hún 2168 mílur með járnbraut og 2763 á sjó, eða alls 4931 mílur. Hudsonsflóa leiðin því 991 mílu styttri. Frá Vanqouver um Hudsonsflóan: 1650 mílur með járnbraut og 2966 á sjó, eða alls 4616 míhir. Um Montreal er hún 2937 mjeð járnbraut og 2763 á sjó, eða alls 5700 míl- ur: Hudsonsflóa leiðin verður þá 1084 mílur styttri. i Munurinn á þessum vegalengdum er sláandi. Krafan um Hudsonsflóabrautina er á þeim bygð. Að hún sé sanngjörn, sú krafa, af hálfu Vesturfylkjanna, þar sem að hún hefir í för með sér sparnað á flutnings- gjaldi á alt að því 1000 mílna vegalengd, verður ekki véfengt. Nú kunna einhverjir að segja, að British Columbia noti ekki þessa braut vegna þess, að þaðan sé hægt að flytja framleiðsluna á sjónum um Panama-skurðinn til Englands og það kosti ekki svo að um muni meira en þó flutt væri Hudsonsflóa leiðina. Að því er kornvöru snertir, má þetta til sannsvegar færa. Þó leiðin sé miklu lengri og hægara sé farið yfir, gerir það ef til vill lítið með hana, þó vissulega geti það haft tap í för með sér. En að því er flutning á búpeningi snertir, er Ieið sú mjög óheppileg og getur haft hinar vestu afleiðingar í för með sér. Vegna þess, að búpeningsrækt er að fara í vöxt í Vesturfylkjunum, er ennlþá auðsærri en ella þörfin fyrir Hudsonsflóa brautina. Þá er það og víst, að þegar sú braut er fullger, nota nyrstu fylkin í Bandaríkjunum hana. Frá Oregon verður t. d. 1570 mílum styttra að flytja vörur til Englands Hudsons- flóa Ieiðina en um New York. Jafnvel frá Duluth er Hudsonsflóaleiðin nærri 500 míl- uml styttri til Liverpool, en um New York. Hvað er því líklegra en að þessi fyrirhugaða Hudsonsflóábraut njóti góðs af þessu? Að lagning þessarar brautar efli Vestur- fylki þessa lands og hafi miikla þýðingu fyr- ir framför þeirra, ér ekki að efa. Hún stytt- ir svo leiðina til, heimsmarkaðarins að Vest- ur-Canada á, að henni fullgerði, greiðari veg og styttri en mörg eða flestt þau lönd er við það keppa nú á þeim markaðr. Frá Argen- tínu, frá Indlandi, Jrá Ástralíu og frá Rúss- landi, verður vegalengdin til Englands meiri en héðan. Þessir skæðu keppinautar Vest- ur-Canada eiga lengri leið að fara með vör- ur sínar, og er þar með miklu betur en áður trygð og aukin sala á afurðum héðan. Þýðing Hudsonsflóa járnbrautarinnar í þessu efni verður því mjög mikil. Að áhugi virðist á ný vaknaður hjá stjórn þessa fylkis fyrir því, áð fullgera þessa þraut, er því góðsviti og boðar stór- stigara spor og víðtækara í framfaraátt Vestur-fylkjanna, en þau hafa nú um nokk- urt skeið átt að fagna. Bændafundurinn. i. arsí inn Eins og áður hefir verið miinst á, var rundur Bændafélagsins í Manitoba hald- i í St. Steþhens kirkjunni í Winnipeg, þ. 8., 9. og 10. þ. m* Vegna þess hve sjald- an er minst í íslenzkumi blöðumá það, sem fram fer á fundum þessum, sem þó er oft mikilsvert, og með því að áhrifin af starfsemi Bændafélagsins koma þar svo greinlléga í ljós, skal þessa síðasta fundar, getið hér að nokkru. 2. Fyrir Bændafélagssaknum hefir s. 1. ár verið reynslu tími, eins og fyrir fleiri félög-- umí og stofnunum. En Iþrátt fyrir það, að fé- laga talan hefir minkað mjög tilfinnanlega á árinu, virðist áhugi þeirra er ársfundinn sóttu, engu minni en áður. Árið 1922 var félagatala Bændafélags- 16,000. Upp að 31. desember 1923 höfðu aðeins 5881 borgað fdlagsgjald sitt, eða 10,000 færri en árið áður. Af alls 464 deild- um, sem tilheyrðu Bændafélaginu árið 1922, höfðu nú ekki nema 265 sent inn til'lög sín. Líta eflaust margir á þ,etta sem sönnun þess, að^áhuginn fyrir starfsemi þeirri er Bænda- félagið 'hefir með höndum, sé að dofna. Svo 'hafa flest blöð lagt það út. En ekki var það skoðun þeirra, er ársfundinn sóttu, heldur kendu þeir erfiðum ástæðum bænda hag sínum án þess. Enda væri sannleikurinn sá, að í stjórnmálakolum bændaflokksins lifði miklu betur, en í kolum eldra flokkanna, þrátt fyrir allan blástur þeirra. Afnám tollá og að ljúka við Iagningu Hudsonsflóa-braut- arinnar, væri krafa bænda til sambands- þingmanna sinna. Verði samlbandsstjórnin ekki við þeim kröfum, þyrfti hún ekki að vænta stuðnings frá bændum í Vesturland- inu. Að sjá Canada klofið í tvent, eins og nú væri oft minst á, væri 'hann ekki með. En ef réttur Vesturfylkjanna yrði ekki bráð- lega viðurkendur og tapið sem þau yrðu ár- lega fyrir vegna pólitízks óréttlætis að engu bætt, yrði að Iíkindum erfitt að segja, til hverra ráða Vesturfylkin yrðu að grípa. Að ræðu hans var gerður góður rómur. Var Burnell endurkosinn forseti félagsins, og sungið á eftir: He is a jolly good fellow. Svaraði Burnell því þannig, að það þyrfti mikið meirii til þess en að vera góður ná- ungi, að vera formaður Bændafélagsins og komta einhverju mikilsverðu til leiðar á þess- um tímum. 4. Að ræðu Burnells lokinni, 'hélt Mrs. J. 'Elliott, forseti kvendeildanna sem stofnaðar hafa verið í sambandi við Bændafélagsskap- inn, fróðlega ræðu uml starfsemi kvenfélag- anna. Á þessum ársfundi var einn dagur- inn helgaður kvenfélaginu og lögðu starfs- konur þess fram skýrslur um verk deildanna. Er af þeim augljóst, að störf konanna eru hin mikilsverðust. Alt sem að auknu hrein- læti og hagsmunum búsins og heimilisins lít- ur, láta konur sig skifta, svo sem hreinlæti við smjörgerð og matartilbúning allan, hvernig hægt sé að auka tekjur heimilisins mseð hænsna- og býflugnarækt og voru íróð Iegar skýrslur birtar um starfsemi. kvenna nú þegar í þessu efni. Þá er ekki hannyrð- um og svipuðum; störfum gleymt. Meðferð ungbarna og mentun æskulýðsins er og þeirra áhugamál. Hjónabandslög og ýmis- Iegt fleira snertandi löggjöf láta þær sig einnig skifta. Að vekja áhuga kvenþjóðar- innar fyrir öllu því er heimilislífið gerir farsælla og betra virðist mega segja tilgang kvenfélagsins fólginn í. Mrs. Elliott var endufkosin fcfrseti kvenféla^sins, jenoa er hún kona skörugleg og gáfuð vel og sívinn- andi að áhugamálum félagsins. Hve miklu góðu þessi fríði hópur kvenna getur með tímanum komið til leiðar með bættum heim- ilishag og bættri l^ggjöf, dreymir ef til vill fáa um, sem ekki hafa kynst starfsemi þeirra. , 5. A. J. M. Poole varaforseti, las upp sffórn- arnefndar skýrslu félagsins, og um hag þess. Kvað hann félagið hafa reynt að koma því í verk, er ákveðið var á ársfundi 1922, en vegna þess að félaga-gjöldin hefðu illa borg- ast í ár, hefði ýmislegt orðið að sitja á hak- anum. Um $4000. sagði hann félagið ætla að spara af starfskostnaði á komandi ári, og myndi það jafna reikningana. Tap félags- ins við hrun Homebankans, nam $1200. Lán bauðst félaginu frá Grain Growers félag- inu. Vildu sumir ekki þyggja það og sögðu að Bændafélagið væri að “binda sig” með því. En með flestra atkvæðum var lánið þegið og þótti ekkert óeðlile^ra að taka lán- ið hjá félagi sem í sama anda starfaði og Bændafélagið, en hjá öðrum lánfélögum. Lán G. G. félagsins til Bændafélagsins nem- ur því nú $7,500; var hélmingm af því tekin árið 1923 en hinn helmingurinn í ár (1924). Um $45. hefir félagið á hendi við byrjun þessa árs, sairikvæmt því er reikningarnir sína. Alls nemur umsetning þess $18.000 s. I. ár. Frekari fræðsiu um um það og vonuðu þeir, að það myndi á ársreikning félagsins geta menn veitt sér A L ' f L • I -vi / v 1 ri l / ii -v• /> • næsta ári sannast, að bágum efnahag, væri um þetta að kenna, en ekki skorti á ‘hluttöku í hugsjónum þeim, er Bændafélagið berðist fyrir. _ Ársfundinn sóttu í iþetta sinn 408 full- trúar. Auk þess var fjoldi héðan úr bæ á fundunum einkum þau kvöldin, er fyrirlestr- ar voru flutti. Um 500 fulltrúar sóttu árs- fundinn 1922, svo í ár urðu þeir nokkru færri. Forseti félagsins C. H. Burnel'l stýrði fundi. Hélt hann ræðu um leið og fundur- inn byrjaði. Sagði hann aðal hugsjón fé- lagsins þá, að stuðla að öllu er liti að því, að gera bændalífið og heimili þeirra sem blóm- legast. Á því hvíldi framför fylkisins. Verzl- un og iðnaður hér stæði og félli með bú- skapnum. En til þess að búnaði hér gæti vegnað vel, þyrfti samjvinnu, samvinnu í sölu búskapar afurðanna. Það væri fyrsta og stærsta sporið tiþþess að bæta hag bænda. Á Hudsonsflóábrautina mintist hann, og kvað nauðsynlegt, að fullgera hana sem fyrst Þá mintist hann á, að Iþað væri hugarbu^ð- ur þeirra,, sem kysu að sjá bændaflokkinn með því að líta hann upp í blaðimi Grain Growers Guide, 16. jan. 1924. 1 þessari skýrslu er ennfremur minst á útbreiðslu starfsemi Bændafélagsins, á sam- tök um sölu bænda-afurða og konunglega rannsókn í samlbandi við kornsölu, á lækkun á “express” gurðargjaldi o. fl. 6. Dr. J. R. Martin Vá Neepawa, flutti fyr- irlestu'' eitt kvöldið um berklaveiki. Fór hann talsvert út í sögu berlaveikinnar og sýndi með Ijósum orðum fram á hve mik- ilsvert það væn, að mljólkurkýr væru rann- sakaðar, svo að menn gætu verið öruggir um, að enginn neyti mjólkur úr berklaveik- um kúm — og yrðu að sæta hinum 'hörmu- legu afleiðingum af því. Var erindi Jians mjög tímabært og athugunarvert. Þá flutti Robert Forke, sambandsþing- maður og leiðtogi bændaflokksins á þingi, Iangt erindi. Sagði hann frá reynslu sinni á sambandsþi^ginu og kvað hana lúta mjög að því, að erfitt væri að koma málum bænda þar fram. Samt sagði hann, að hann sjálf- ur og flokkur bænda þar, ætluðu í engu að sálast, að félagsskapurjnn ætlaði ekki að láta hopa, heldur halda stöðugt áfram að brýna sig stjórnmál skifta. Vesturfylkin gætu ' fyrjr löggjöfunum kröfur bændaflokksins; ekki hugsað sér neinar verulegar bætur á I sagðist hann ekki efa réttmæti þeirra. væru Ástandið í þessu landi sagði hann beina af eiðingu af ástand- inu í Evrópu vegna þess, að það gæti engin þj'óð lifað fyrir sjálfa sig eingöngu. Það værí mikið taJ- að um bróðurhug sem lækningu meina vorra, og vísindin, sem fleyja ættu öllu áfram. En þrátt fyrir þessar góðu bendingar, væri mannkymð ofarsælt og '-óánægt. Það liti út fyrir, að hinar andlegu °g vísindalegu framfarir eigi síður til ills en góðs. Canada kvað hann erfitt að stjórna sem heild, vegna stærðar þess og ólíkra staðhátta. Fyrir Bændaflokkinum vekti að snikka svo til Iöggjöfina, að alt Iandið nyti góðs af henni í réttum hlut- föllum. Iðnaður væri hér þarfur, en hann ætti að byggja upp á kostnað allra. Akuryrkjunnar væri fyrst og mest þörf. Ef henni væri ekki sint ætti þetta land ekki glæsilega framtíð, því hún væri undirstaðan fyrir vel- ferð allra annara stofnana í þjóð- félaginu. Sem stæði væri þessu of lítill gaumur gefin. Annað, sem mjög ilt væri fyr- ir þetta land, væri útflutningur fólks til Bandaríkjanna. En við því meini væri ekkert gert utan það, að reyna að telja mönnum trú um, að syðra væri svo kostn- aðarsamt að lifa. Sannlejkurinn væri sá, að það væri hvergi kostn aðarsamt að Iifa fyr en atvinnu- leysið sækti að. Að því leyti væri Canada eitt af kosnaðarsömustu löndum að búa í. Viðvíkjandi deilunni um flutn- ingsgjáldið á skipunum á stór- vötnunum, sagði hann, að maður hefði komið frá skipaeigendun- um á þingið og hefði hann sagt, að ef stjórnin gerði frumvarpið að lögum sem á döfinni væri, færu þeir með öll sín skip til Banda- ríkjanna. Þar með var það frum- varp kveðið niður. Sýnir þett^ hvað stjórnin sjálf eða stjórnir eiga erfitt með að koma sumu fram, sem þær vilja, þegar auð- félögin eiga hlut að máli. Forke sagði alla kvarta undan háum sköttumi. Til þess að lækka skatta, væri sá vegur beinastur, að lækka kostnað alllra stjój’na. landsins, fylkja og bæja. Á eftir Forke talaði Bracken stjórnarformaður í Manitöba. Sagðist hann hafa litið í huga til mannanna sem fyrir 21 ári hefðu stofnað þennan félagsskap, og þegar hann nú virti fyrir sér hve mikils vert starf þeirra hefði ver- ið, findist sér þeim ekki hafa ver- ið sýncj sú yirðing og þakklát- semi sem þeir verðsku'lduðu. I Það er ekki Iangt síðan, sagði hann, að þessi hluti landsins, sem kallaður væri sléttufylkin, hefði verið nefndur “eyðimörk Ame- ríku”. Á 40 árum hefði hveiti- rækt þeirra aukist úr engu upp í 350,000,000 búshela árlega. Kvað hann það einn níunda allrar hveitiframleiðslu heimsins og helming alls útflutts hveitis í heiminumi. Það er sagt, að ofmik- ið sé famleitt af hveiti. Með tilliti til hagnaðar af framleiðslunni, væri eflaust of mikið framleitt. Ekrufjöldann undir hveiti kvað hann hafa minkað; sömuleiðis 'hefði uppskeríin rninkað úr 19 búshelum niður í 15 af ekrunni. Þegar uppskeran færi minkandi af hverri ekru, minkaði hreini á- góðinn einnig af framleiðslunni. Er þar ein v af ástæðunum fyrir tapi bænda. 1 Wisconsin stóð Iíkt á og hér fyrir nokkrum árum. En þá var farið að gefa iþví gaum, hvemig hægt væri að búa svo um, að bóndinn bæri eitthvað úr bítum. Og það bætti úr skák. Markað- urinn var rannsakaður, til þess að sjá hvað seldist bezt. Svo var búnaðinum hagað eftir því. Jarðvegurinn var einnig rannsak- aður. Hann má ekki heldur tapa. Hér þarf að gera hið sama. Það er hægt að framleiða alt að 40 búshel á ekru hér. En ekki ár eft- Dodd’s nyrnaptílur eru bezts nvrnameðaliíS. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun^ þvagtepDlk 02 önnur veikindi, sem stafa frí nvnmum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. 50, og fást hjá öllum lyfsöl- «ða frá The Dodd’s Med>c%ut r’*»- Ltd., Toronto. OnL ir ár, án þess að jarðvegurinn geldist. Það sem hér ríður á, er því að snúa huga að því, að reka búnað á vísmdalega og hagfræði- lega rannsakaðan hátt. Á skólamálin mintist hann, og kvað stjórnina hafa allan hug á að Ieggja það fé fram, sem þyrfti til þess að allir skóíar gætu starf- i að. / Viðvíkjandi hveitisölu samtök- unum, sagði hann að stjórmn hefði ekki viljað gera frumvarp- íð um þau á síðasta 'þingi, að stjórnarfrumivarpi vegna þess, að aðeins 16 þingmanna stjórnarinn- ar hefðu verið irveð slíkri sölu á hveiti. 7. Eitt stærsta og markverðasta málið á bændafundinum var *iim stofnun 'hveitisölu samtaka. Var samþykt, að gangast nú þegar fyr~ ir því, að stofna þai^ og vinna með Al'berta og Saskatchewan fylki að allsherjar samtökum í því efni. Voru menn kosnir til þess að fara um þetta fylki með samning og fá bændur ti'l að skrifa undir hann til þess að tryggja samtökunum sölu á hveiti þeirra. Heimsækja þessir menn því með vorinu eða eins fljótt og við verður komið íslenzka bænd- ur sem aðra. Samningurinn er hinn sami og í Vesturfylkjunum og voru aðal atriði hans tekin fram í grein í Heimsknnglu s. I. haust. 8. Þetta síðast talda mál ásamt ^amþykt um að flýta Iagningu Hudsonsflóa brautannnar, og um kosningu efrideildar þingmanna voru veiga mestu mál fundarins. Ef til vill er það málið er síðast Var talið stærst. Það fer fram á, að efrideildar þingmenn Canada séu kosnir af almenningi en ekki útnefndir. Er þar um stjórnar- skrá breytingu að ræða. Og samt er bændaflokkinum brugðið um það, að hann þori ekki að halda fram neinni pólitízkri stefnuskrá. Viðvíkjandi Homebanka hruninu var krafist að þeim, er fé áttu þar inni væri greitt það að fullu af Bankafélagi Canada, eða sam- bandsstjórninni. Að aukinni félagatölu verður eflaust unnið sleitulcrtist á þessu nýbyrj- aða ári. Á víkkun bændastefn- unnar í stjórnmiálum var minst af forseta og á *þann eina veg, að henni yrði ekki ansað. jS. J. Farmer borgarstjóri í Winnipeg ávarpaði fundarmenn og mæltist til aukinnar samvinnu millli verkamanna og bænda. Bauð hann Bændafélaginu að hafa næsta ársfund sinn í Winni- peg- Þetta er nú orðið alllaflgt mál. En þó er ekki nema helztu atriða, er á þessum ársfundi Bændafé- lagsins gerðist minst. Það eru til- tölullega fáir af öllum þeim, er Bændafélaginu heyra til, sem kost eiga á að sækja ársfundi þess og frétta hverju þar fram vindur. Þetta fregrihrafl ætti að gefa nokkra hugmynd um það. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.