Heimskringla - 23.01.1924, Side 6

Heimskringla - 23.01.1924, Side 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. JANÚAR, 1924. K Eftir Mary Roberts Rinehart. Honum var?5 orðfátt ofurlitla stund. Svo sá hann alt í einu, Ið þaS skifti engu máli, hvort húp þekti sig sem 'Le Moyne, eða sem Edwardes. Það sem mest reið á var það, að hann yrði að reyna að bjarga Wilson hennar vegna. Ef það mishepnað- ist. — Honum flaug í hug, að ef sér mishepnaðist myndi hún hata sig meðan hún lifði, einmitt vegna þess: svo að Iworn veginn sem þetta færi, hlyti hann að tapa. Doktor Ecjwardes segir ^ð þú eiigir ekki að horfa á uppskurðinn, en eigir að bíða einhvers- staðar nálægt. Hann lofa að láta kalla á þig, ef — ef eitthvað verður að.” Hún varð að gera sig ánægða með þetta. Alt sem gerðist þá nótt var mjög þokukent í huga Sidney. Hún sat í svæfingarherberginu og eftir nokkra stund varð hún þess vör, að hún var ekki ein þar; hún sá, eins og í þoku að Carlotta var þar líka, og að húif gekk fram og aftur um gólf- ið. Hún var ekki viss um, hvort Carlotta hefði numið staðar fyrir framan hana og horft á hana með Ieiftrandi augum, eða hvort það var aðeins ímyndun. í “Svo þú hélst að hann mlyndi giftast þér? sagði Carlotta, eða dreymdi hana, að hún heyrði þetta. “Jæja, þú sérð nú, að það verður ekkert af því!” Sidney reyndi að svara en gat það ekki, eða var það bara svona í dr^umnum? “Eg nreyndi balda að þú hefðir gert það, ef þú hefðir nógu mikið þrek. Hvernig veit eg nema þú hafir elt okkur og skotið hann, þegar hann fór út úr herberginu?” Hún 'hlaut að hafa heyrt þetta, það gat ekki verið draumur, því hugur hennar greip það, sem var aðalatriðið og hélt því föstu. Hann hafði þá verið með Carlottu þetta kvöld. Og hann hafði lofað — svarið, að það skyldi ekki koma fyrir. Það hafði komið fyrir. Hún undraðist það, og henni fanst sem að ekkert gæti sært sig framar. Af umganginum milli uppskurðar stofunnar og næstu 'herbergja stóð hu'ðin opin ofurlitla stund. Hár maður — en hvað hann var líkur K. — rétti sig upp og hél^ á einhverju í hendinni. “Kúlan”, hvíslaíi Carlotta. Svo varð bið. Það heyfrðist umgangur hinu megin við hurðina. Carlotta stóð og studdi sig upp við hurðina og huldi andlitið í höndum sér. Sidney vorkendi henni alt í einu. Henm hlyti að þykja vænt um hann. En hvað það væri átakanlegt að láta sér vera svona ant um nokkurn mann. Sjálf hefði hún enga slíka tilfinningu, hún væri of Iömuð til þess. Ú’ti hinu megin við auða svæðið fyrir aftan spítalann var hesthúsið. Þar höfðu hestar verið áður, en mótorvagnarnir útrýmdu þeim, og þeir höfðu biðið óiþreyjufullir eftir kallinu, með hring- aðan makká, og spert eyru, eins og slökkviliðs- hestar, sem bíða eftir að klukkurnar hringi. Þegar Sidney sá móta fyrir þakinu á hesthúsinu, vissi hún að korrtinn var dagrenning. Borgin lá enn í svefni, en þessi kvalafulla nótt var á enda. Og í dögun komu spítalalæknarnir, fölir, þreytulegir og eldri að sjá en þeir voru, út um dyrnar og gengu hægt að lyftivélinni.% Þeir töluðu saman í lágum hljóðuml Sidney hlustaði og varð þess áskynja, að þeir hefðu séð mikið undur og að þeir voru enn sem höggdofa yfir því. j Carlotta fór út á eftir þeim. Rétt á eftir þeim kom K. Hann var í hvítri treyju og hann var, að Sidney fanst, svo undarlega llíkur manninum, sem hún hafði séð um nóttina rétta sig upp og halda á einhverju í hendinni. Sid- ney hafði ákafan höfuðverk og gat varla gert sér grein fyrir því sem hún sá. Hún sat þarna á stól og var eitthvað svo sma og barnaleg. Dagrenningin var orðin að degi — fyrstu sólargeislamir féllu á þakið á hesthúsinu og á röð af flöskum, sem stóðu á hreinum dúk í gluggakistunni á svæfingarherberginu. Hái maðurinn — eða K., ef það var hann — leit á hana og teygði sig svo upp og slökti raf- magnsljósið. Já, auðvitað var það K., og hann var að slökkva ljósið í ganginum heima, áður en hann færi upp á loftið. Þegar ljósið dó, varð alt grátt. Hún gat ekki séð neitt. Hún hneig hægt niður af stólnum og lá við fætur hans í öngviti. K. bar hana út að lyfúvélinni. Hann hélt á henni eins og hann hafði gert daginn, sem hún datt í ána, mjög gætilega og mjúklega, rétt eins og sá sem ber einhvern fágætan dýrgrip í höndunum. Hún opnaði ekki augun fyr en hann var búinn að leggja hana í rúmið hennar. En hún hafði samt komist aftur til meðvitundar fyr. Hún var þreytt, og það var svo gott að vera borin svona á sterk- um örmum, án þess að vita, eða kæra sig um, hvert maður væri að fara. Hjúkrunarkonan, sem hann hafði kallað á, flýtti sér út, til þess að ná í ammoníu. Sidney Iauk upp augunum og leit á K. “Hvernig líður honum?” .“Honum líður betur. Það er mögulegt að hann lifi, góða mín”. “Eg hefi verið svo utan við mig. Allan tím- ann, sem eg sat og beið, hélt eg þú værir að gera uppskurðinn! Heldurðu áreiðanlega að honum batni?” “Það er gott.útlit með það.” “Eg vildi að eg gæti þakkað doktor Edwardes”. Hjúkrunarkon^n var lengi að ná í ammoníuna. Hún hafði á svo margt að minnast við hinar stúlk- urnar: Það að doktor Mcix hefði verið “úti” með Carlottu og að hann hefði verið skotinn af ein- hverjum afbr^ðissömum kvenmanni, og það að hinn mikli læknir, doktor Edwardes hefði alt í einu komið fram, rétt eins og hann hefði risið upp frá dauðum; og að síðustu — og það hefði hún horft á með sínum eigin augum, og á því voru hinar stúlkurnar alveg hissa — að þessi doktor Edwardes, ný upp risinn, mátti segja, sjálfur kraftaverk og gerði kraftaverk >■— hann já, einmitt hann hefði kyst á ennið á Sidney meðan hann var að bera hana inn í herbergið hennar og leggja hana í rúmið. Þessu gátu hmar ekki trúað. Hvernig ætti hann að geta þekt Sidney Page. Og svo kom það upp úr kafinu, að hjúkrunarkonan hefði séð þetta í speglinum, begar hún var að lagfæra á sér húfuna. Stúlkurnar féllust á að trúa að kraftaverk hefði kom- ið fyrir, en þær neituðu að trúa þessu með kossinh. Hér var vitanle^a ekki um neitt undur„að ræða. En K. sjálfur vár að taka breytingum, sem voru undraverðar; hann var að byrja að fá traust á sjálf- um sér aftur; að vísu hvorki mikið né skyndilega, en smám saman og með allri hógværð. Honum hafði verið þvert um geð, að taka upp byrði sína aftur; en nú þegar hann var búinn að taka hana upp bað hann í huganum að sér mætti auðnast að bera hana. Og þar sem menri hafa leitað að táknum og merkium frá því sögur f/ira fyrst af, vildi K. verða var við eitthvert tálcn. 'Hann o,-ðaði það náttúrlega ekki þannig og hann var ekki að reyna» að komast að samningurn við forsjónina. Hann hugsaði sér það svona: ef Wilson batnaði, þá skyldi hann halda. áfram við starf sitt. Hann myndi, ef til vill. finna að það væri tilgangurinn með því. Ef Wilson • Sidney rétti honum hendina. “Hvað gæti eg gert, ef eg ætti þig ekki að?” spurði hún hálf raunalega. í “Þú þarft ekki annað en að æskja eftir hjálp frá / »* _ mer . __ __________________ Rödd hans var ekki sem styrkust og hann þreifaði á slagæðinm til þess að hún skyldi ekki taka eftir því. “En hvað þú veizt og kant margt. Þú þreif- ar á slagæðinni alveg eins og læknir.” Hann sagði henni ekki um 'hver hann væri. Hon- um fanst hann jafnvel ekki vera viss um, að hún kærði sig um að vita það. Það var enginn tími til þess núna að segja þá sögu /neðan tvísýnt væri um/ líf Wilsons. Það væri r/ógur tími til þess seinna. "Viltu drekka kjötseyði, ef eg sendi með það til þín?” “Eg er ekki svöng, en eg skal náttúrlega gera það.” “Og viltu reyna að sofna?” “Sofa, meðan hann .— ” “Eg lofa að láta þig vita, ef nokkur breyting verður. Eg skal vera hjá honum.” “Eg skaJ reyna að sofna.” En þegar hann sttóð upp af stólnum við hlið- ina á lága rúminu hennar, rétti hún út hendina til hans. “K.” Ja, goöa mm . * “Hann var með Carlottu. Hann sveik Ioforð sitt.” “Hann hefir máske haft góðar og gildar ástæð- ur. Hvernig væri að við biðum þangað til hann getur skýrt frá því sjálfur?” I “Hvernig getur hann gefið nokkrar útskýringar á því?” Þegar hún sá að hann hikaði, bætti hún við: “Eg kem míeð öll mín vandamál til þín, eins og þú hafir enginn sjálfur. Eg get einhvern vegin ekki sagt Harriet frænku minni frá þeim, og mamma — Carlottu þykir vænt um hann. Hún seg- ir, „að eg hafi skotið hann. Trúir nokkur maður því?” “Nei auðvitað ekki. Gerðu það -fyrir mig, að reyna að hætta að hugsa.” “En hver gerði það, K. ? Hann átti svo marga vini, en engan óvin, sem eg vissi um.’” Það var sem hugur hennar færi stöðugt í kring. Hann byrjaði á einhverju viðfangsefni en kom á- vált aítur að því sama. j “Einhver drukkipn maður í veitingarhúsi Ssh- witters”. Hann iðraðist eftir að hafa sagt þetta um eið og liann var búinn að sleppa orðunum. “Þau voru þá þar?” y “Það er ekki rétt að dæma nokkurn mann fyr en maður veit um alla málavöxtu”. Hún hreyfði sig hálf óróleg. "Hvað er klukkan?” “Hálf sjö”. “Eg verð að fara á fætur og fara að vnna”. Honum þótti vænt um að fá tækifæri til þess að vera byrstur við hana. Hann bannaði henni að rísa upp. Þegar hjúkrunarkonan kom loksins seint og síðar meir, með ammoníuna, var K. að gefa Sid- ney fyrirskipanir og hún horfði á hann með mótþróa- svip. Miss Page á ekki að gera neitt í dag. Hún á að vera í rúminu þangað til öðru vísi verður fyrirskip- að.” “Gott og vel, doktor Edwardes.” ( Sidney sá alt í einu hvernig í öllu lá. K. væri doktor Edwardes! Það væri hann, sem hefði gert þennan undraverða uppskurð — ha(jn hefði þorað það og ef til vill hepnast það! Þetta var henn- ar gamli, góði K. mleð löngu og lipru læknis- fing- urna! Hún snéri sér við og grúfði andlitið ofan í koddann og grét. Hun sá fram í tímann jafnframt því, sem það liðna rann upp fyrir henni eins og á sér stað með druknandi menn og þá sem hafa orðið fyrir einhverri afarmikilli geðshræringu, og hún sá þaðí að litla húsið mundi ekki framvegis verða heimili'hennar. Elskhugi hennar væri ekki trúr og væri, ef til vill að dauða kominn; vinur hennar mundi fara burt og komast aftur í sitt rétta um- hverfi, sem væri ekki á srætinu. K. skildi við hana og fór aftur til númer seytján, þar sem doktor Ed sat enn við rúmið. Hann var orð- inn utan við^ sig af því að geta ekkert gert. Ef Max aðeins gæti opnað augun, svo að hann gæti sagt honum það, sem honum hefði búið í huga öll þessi ár — hvað hann væri stoltur af honum og þess konar. I Hann tók töskuna, með eins konar seinum ásetn- ingi að hreinsa úr henni dálítið, sem Max hafði á- valt verið svo illa við — óhreinar bómullartætlur, brot af gamalli hlustarpípu, glerbrot, pappírsblað, sem eitthvað hafði verið skrifað á til minnis með hans ólæsilegu hönd viðvíkjandi því að senda Max peninsaávísun fyrir ný föt áður en hann úskrifað- ist. Hann hélt á gömlu hálsgjörðinni af hundinum, þegar K. kom ínn. “Hún er af gömilum skozkum fjárhundi, sem við áttum”, sagði hann hálf raunalega. Mjólkurvagn fór yfir hann og drap hann. M'ax elti vagninn og barði ökumanninn með hans eigin svipu.” Það komu sorgardrættir á andlitið. “Aumpngja Babbie Burns!” sagði hann. “Við ólum hann upp. Fengum hann svolítinn hvolp í dálítilli körfu.” í Veiki maðurinn opnaði augun. 26. KAPfTULI. Max hrestist við fljótt og útlitið fyrir honum var ágætt. Sjúklingarnir, þem hann stundaði, þurftu hans ekki með í bráð; en K. vildi umffram alt ná í Joe, og þess vegna símaði hann og fékk lausn frá störfum sínum í skrifstofunni þann daginn. Það var auðvelt fyrir hann að gera sér grein fyrir þess- um raunalega og viðbjóðslega Ieik. En hann var sömlu skoðanar og Joe með það, að ferðalag þeirra Wilsons og Caríottu til Schwitters hefði ekki verið í góðum tilgangi. Hann var hugsjúkur út af því að hann hefði vafalaust bjargað Wilson til þess að gera Sidney óhamingjusama. I Það mátti óhætt treysta því, að það myndi ekki breiðast út fyrst um sinn, hver K. væri þótt það væri komið í Ijós. Leyndarmál eru vel geymd í spítölum. Og svo væri það vafasamit, hvort fólkið á “strætinu” myndi kæra sig mikið um það, hver hann væri í raun og veru, þótt það vissi það. Það hefði aldrei heyrt getið um doktor Edwardes lækn- ingastofnun hans og uppskurðinn, sem var kendur við hann; þekking þess á lækningum næði ekki legrá en það, að það þekti Wilson bræðurna og nuddlækninn á næsta strætinu. Þegar það frétti um slysið, sem Max Wilson hefði orðið fyrir, sem hlyti að verða innan skajmms, þá miyndi það hugsa meira um það. að honum batnaði héldur en það með hvaða aðferð hann hefði verið læknaður. Og það væri líka rétt eins og það ætti að vera. En nágrannamir hefðu allir vitað um kunnings- skap þann sem var milli Joe og Sidney. Hyrfi hann burt myndi það vekja ilt umtal. Tuttugu manns að minsta kosti hefðu séð hann hjá Schwitter og þeir myndu þekkja hann aftur. Fyrsta áhyggjuefnið fyrir K. var það, aí* bjarga Joe. Það |eit út fyrir það fyrst, að Joe myndi ætla að sleppa úr greipum hans. Hann hafði ekki koiro- ið heim alla nóttina. Christine, sem beið eftir K. í ganginum heima, sagði honum það. “Mrs. Drummlond kom hingað”, sagði hún. “Hún var alveg utan við sig. Hún segir, að Joe hafi ekki komið heim alla nóttina. Hún segir, að honum finnist mikið til um þig ef að þú gætir fund- ið hann ofe talað við hann — ” “Joe var með mér í gærkvöldi. Við borðuð- uml saman í White Springs hótelinu. Segðu Mrs. Drummond, að það hafi Iegið vel á honum, og að hún þurfti ekki að gera sér áhyggjur út af þessu. Eg er viss um að hún fréttir-til hans í dag. Það hefir ef til vill eitthvað bilað í bifreiðinni hans, eftir að við skldum.” / K. rakaði sig í flýti og fór í bað. Katie færði honum kaffi upp í herbergið hans og hann drakk það standandi. Hann var að reyna að gera sér grein fyrir. hvað Joe hefði tekið til bragðs. Skamt frá gistihúsi Schwitters lá aðalvegurinn, þvert yfir ríkið, breiður og sléttur. Annaðhvort hefði hann farið eft- ir honum og látið bifreiðina renna mílu eftir mílu alla nóttina, eða K. gat varla hugsað sér greinilega það sem hann var hræddur um, að hefði getað komið fyrir. Hann sá Mrs. MacKee í húsdyrunum og dálítinn hóp af fólki umhverfis hana er hann gekk niður eft- ir strætinu. Fréttirnar af því, sem hafði komið fyr- ir um nóttina, voru famar að berast út á “strætinu.” Hann leigði sér bifreið í biðreiðarskála einum þar f grendinni og ók í henni út úr bænum. Hann kærði sig ekki um að 'láta fólk horfa á sig þann dag. Fyrst fór han til Schwitters. S<hwitter sjálf- ur sást hvergi. Bill var að þvo gólfið í fordyrinu og vinnudrengur var að tína upp tómar flöskur úr grasinu kringum húsið og Iáta þær í kassa. Ljós- kerin bærðust í morgungolunni og frá engjum hinu- megin við hæðina heyrðist hljóðið í sláttuvél, sem verið var að slá með þar. “Hvar er Schwitter?” ! “Hann er í hlöðunni hjá honum. Hann 'hefir eign- ast son.” i Bill glotti. Hann kannaðist við K. Hann þurk- aði blett á gólfinu og ýtti stól þangað. ‘Sestu niður. Jæja, hvernig líður manninum, sem fékk það sem hann átti skilið í gærkvöldi? Er hann dauður?” “Leynilögreglumjenú komu hingað í morgun. þeir voru að leita eftir manni konunnar sem var með honum. Eg býst við að við missumJ leyfið út af 1 *** pessu . “Hvað segir Schwitter um það?” Hann-” Það lá djúp fyrirlitning í málrómi BiIIs. Hann vonar að það verði. Hann hatar þennan stað. Hann er sá eini maður, sem eg hefi þekt, sem er ílla við pemnga. Þetta hús er rétt- nefnt peningauppspretta.” Sástu manninn, sem skaut doktor Wilson í gærkvöldi?” Andhtið á Bill varð alt í einu eitthvað svo þoku- kent rétt eins og hann hefði dregið einskonar skýlu yfir augun á sér. En hann svaraði fljótt: “Já, áreiðanlega. Var ekki léngra frá honum en þú ert frá mér núna. Dökkhærður maður, úm þrítugt, með Iítið efrivararskegg — ” “Bill, þú Iýgur þessu; eg veit það. Hvar er hann?” Veitingamaðurinn stilti sig vel, en hann skifti lit- um. , I “Eg veit ekkert um hann.” Hann deif gólfþvög- unni ofan í fötuna. K. stóð upp. “Veit Schwitter hvar hann er?” “Hann veit ekkert. Hann hefir verið úti í hlöð- unni í alla nótt.” Drengurinn var búinn að fylla kassann með flösk um, og var farinn burt. K. lagði hendina á hand- legginn á Bill. i “Við megum til með að reyna að koma honum burt héðan, Bill.” * “Koma hverjum burt?” “Þú veizt við hvern eg á. Lögreglumennirnir geta komið aftur og Ieitað í húsinu”. “Hvernig get eg vitað nema að þú sért einn þeirra?” “Þú veizt vel að eg er það ekki. Hann er vinur minn. Sannleikurinn er, að eg elti hann hing- að, en eg varð of seinn. Fór hann með skamm- byssuna með sér?” ,! ' ** “Eg tók hana af honum. Hún er undir borð- inu á drykkjustofunni.” “Náðu henni fyrií mig”. K. varð alt í einu hughægri. Heimurinn væri ekki sem verstur, þegar öllu væri á botninn hvolft: Tillie sæti með barnið sitt í kjöltu sinni; Wilson væri kominn til meðvitundar aftur og honum væri að batna; Joe væri óhultur, hann hefði ekki skamm- byssuna, óhultur fyrir sjálfum sér. Honum flaug og fleira í hug. — Sidney hvítnaði mátlaus í örmum hans, og það hvernig hún leitaði til hans, þegar í nauðirnar rak. Sláttuvélin sást núna þaðan sem hún stóð. Hún hafði numið staðar utan í hæðina. Tveir menn stóðu hjá henni og voru að drekka úr fötu, sem glampaði á í sólskininu. ) I Aðeins eitt væri öðru vísi en það átti að vera. Hvernig gat Wilson gert sig sekan í svona hættulegu athæfi? K., sem var einn af þeim mönnum, sem eru einni konu trúir, gat ekki skilið það. Bill athugaði Le Moyne vel innan úr drykkju- stofunni. Hann tók eftir að hann var hár vexti óg 'heldur illa til fara nokkuð lotinn- í herðum og hárið farið að grána fyrir ofan eyrun. Veitingarmenn eru mannþekkjarar. Það fylgir atvinnu þeirra. Þegar hann var búinn að ^\rða hann fyrir sér nákvæmlega fór hann inn fyrir drykkjuborðið og tók þar skamm- byssuna undan fötu, sem var hvolft yíir hana. K. stakk henni í vasa sinn. “Og hvar er hann nú?” spurði hann rólega. “I herberginu mínu uppi á efra loftinu.” “K. fylgdi Biil upp stigann. Hann mundi eftir deginum, þegar hann hafði setið í stofunni niðri og hlustað á Tillie ganga um uppi á loftinu og koma ofan stigann með hægð. Og kvöldið áður hafði hann borið Wilson meðvitundarlausan niður stigann. Já, sannarlega væru laun syndarinnar eymd og fár. Ekkert af þessu væri tilvinnandi; enginn kæmist af með það án hegningar. Herbergið uppi á loftinu var heitt og loftlaust. f horninu stóð rúm, sem ekki hafði verið búið um. Spariföt BiIIs héngu á nöglum, sem höfðu veiið reknir í sperrurnar. I glugganum stóð bolli úr blikki og sprungin vatnskanna með uppsprettuvatni í. /

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.