Heimskringla - 02.04.1924, Síða 4

Heimskringla - 02.04.1924, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. APRÍL, 1924. HEIAISKRINGLA Kemr 41 ft fcverjom ■l®Tlknl«#L ElgreDdnr i IHE VIKiNG PiæSS, LTD. MH »K «55 SARGBNT AVB, WINJIIPEG, Talalmd W-Ma? Vm» WUSalaa 0 H.N ár(a*(«rtaa bai*- M trrU fruL Allar burcaalr »iaát0 rátaaaDnl blaWalaa. SIGFOS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. HÁVARÐUR ELÍASSON, Ráðsmaður. Vtaaftakrltá tiá blaWalaai THR TlKlHtt PRMSI, Ltá, Nax 11«, Wtanlprv, Mai. VteMakrtft tU rltartjdromo CDVTOft HKINPKttlNðLA* Boz Wfl WlDDtpofK. Mas. The *‘Helmskrlng:laM ls printed and pub- lished by The Vlklng Press Ltd., 853-855 Sargrent Ave., Winnlpeg, Manitob.a. Telephone: N 6537 * "" WINNIPEG, MAN., 2. APRÍL, 1924. Enn um birting < hveitisamningsins. t. Fyrverandi ritstjóri “Heimskringlu”, hr. Stefán Einarsson, birtir grein í síðasta tölu- blaði “Lögbergs”, er heitir “óverðskulduð aðfinsla”. Telur hann oss þar hafa gert óverðs'kuldað frumhlaup á hr. Burnell út af birting hveitisamningsins. Telur hann ó- mögulegt að sjá nókkra ástæðu fyrir þeirri grein, aðra en þá, að “Heimskr.” hafi ekki náð í jafnstóra auglýsingu og “Lögberg”; að greinin sé árás á hr. Burnell og að hún sé fremur lastmlálg og fljótfærnisleg. Ennfrem- ur klykkir hann út með að hæla oss fyrir ritstjórnargrein í sama blaði, þar sem mælt er fram með hveitisambandinu og segir, að gott sé að vita, að þar stjórni ólíkur andi penna og í greininni til hr. Burnell. — Ó-já, það er nú það. I sjálfu sér er ekkert um þetta að segja annað en það, að þessar áðfinslur hr. S. E. eru á engum rökum bygðar. Oé oss koma þær því einkennilegar fyrir sjónir, sení vér áttum langt stmtal um þetta við hr. S. E. og skýrðum fyrir honum, ástæður þær, er vér höfðum lil þess að rita greinina, míklu betur en vér í jafnstuttu máli gátum skýrt lesend- um vorum frá. Er það annaðhvert, að móð- urmálið vefst svo óþægilega fyrir oss, að vér höfum ékki getað gert oss skiljanlegan, eða þá, að hr. S. E. þykist hafa ástæðu til þess, að efast mjög svo tilfinnanlega um sann- sögli vora. En til þess þykjumst vér satt að segja ekki hafa gefið honum, né neinum öðr- um hér, nokkra minstu ástæðu, enn sem komið er. Hvað þá snertir það, að aðfinslur vorar við hr. Burnell hafi aðeins verið sprottnar af því, að “Heimskringla” hafi ekki fen<? jafnfeita auglýsingu og “Lögberg”, þá end- urtökum vér það hér á prenti, er vér sögð- um S. E. munnlega, að sú ástæða er ráka- laus ósannindi. Vér álitum og álítum enn, sérstaklega samkvæmt því viðtali, er ráðs- miaður “Heimskringlu” hr. Háv. Elíasáon, skýrði oss frá, að hann hefði átt við hr. Bumell og hr. Thomassen, auglýsingamann bráðabyrgðarnefndarinnar að framkoma hr. Th. þessu máh stappi lítilsvirðmgu næst gegn lesendum “iHeimskr.” Frá hvaða rótum það álit þeirra, sérsta'kl. hr. Thomas- sens, er runnið, skulum við láta ósagt. En vér höfum enga ástæðu til þess að ætla, að hr. Elíasson hafi farið með rangt mál. Hr. S. E. var þessari hlið málsins eins vel kunng og os? en virtist. ekk”rl tillit til henr.ar vilja táka, og helzt lýsa öll ummæli hr. H. E. þar að lútandi dauð og ómerk; kanske einmitt fyrir þá sök, að á þeim ummælum var auð- séð, að hlutdrægni’ hafði átt sér stað frá hr. Thomassen hálfu. í þessu sarribandi getur hr. S. E. þess, áð “þeir lsl.,s-sem þdkt hafa hr. Burnell í fleiri ár og unnið hafa með honum að framfara- málum bænda, gefa að líkindum lítið fyrir hvað þeir rausa um hann, sem hvorki hafa heyrt hann né séð, o. s. frv.” Það vill nú svo heppilega til, að vér höfum nýlega átt tal við þann Islending hér, er einna meát mun hafa haft saman við hr. Burnell að sælda á þessum sviðum; ólíku rneira en hr. S. E., með allri tilhlýðilegri virð- ingu fyrir kunnleikum hans og hr. Burnell’s; mann, sem nýtur hvers manns virðingar, er hann þekkir, fyrir hreinskilni sína og ósér- plægni í opinberum rnálum, einnig hr. S. E., að bví er vér vitum bezt — mann, sem undir- skrifar flest þau lofsyrði, er hr. S. E. ber á hr. Burnell. Og það einkennilega skeði, að þessi mað- ur lítur á málið mjög á sama veg og vér gjörum, en á bágt með að skilja afstöðu hr. Burnell’s til þess og enn þá bágra með, að því er oss virtist, að skilja afstöðu fyrver- andi ritstjóra “Heimskringlu”, — hr. Stefáns Einarssonar. Einkennilega sögðum vér. Nei, það er ekkert einkennilegt við það. Munurmn á hr. S. E. og oss tveimur hinum — og vonandi mætustu lesendum blaðsins yfirleitt — í þessu máli, er nfl. sá, að vér vorurn að hugsa um málefnið en ekki manninn. Hr. S. E. hef- ir auðsjáanlega starað sig svo blindann af aðdáun á hr. Burnell, að hann telur það ódæði næst, að finna að við hann — ef manni finst það viðeiga — vegna þess að hann sé mannkostamaður. Vér höfum aldrei látið í Ijósi efa um, að hr. Burnell gæti verið mannkostcimaður, vér erum meira að segja einlæglega sann- færðir um það nú, að hann er það. En vér erum jafn — einlæglega sannfærðir um, að hann átti aðfinslu vora skilið, og því meiri mannkostamenn sem menn eru, því meiri heimting eiga þeir á, að fundið sé að við þá,' ef þeir gera rangt viljandi eða óviljandi. Og einmitt vegna þess er það enri missikiln- ingur hjá hr. S. E., þar sem hann heldur að igreinin er hvetur bændur til hveitisölu sam- takanna, og aðfinslugreinin í garð hr. Burnell séu af ólíkum anda ritaðar. Greinarnar eru báðar frá sömu uppsprettu, þeirri, er streym- ir í þá áttina, að leggja góðum málefnum hðsyrði, og styrkja þá er fyrir þeim berjast: líka einmitt með því, að finna að við þá, ef þ eir eru að fara villir vegarins á leið sinni að takmarkinu. Með því móti er þeim og málefnumnn hjálpað betur, en með blindu dálæti. Það leiðir aðeinj til skurðgoðadýrkunar. Um lastmælgi vora í áminnstri ritstjórnar- grei, er það að segja, að vér komum ekki almennilega auga á hana. En það fýkur nú líka svo margt við í stórviðrinu nú á dög- um, að það getur orðið erfitt, að táka eftir bjálkanum í sínu eigin auga. Annars hefði hr. S. E. átt að taka tilboði voru um að birta grein sfna í “Heimékringlu”, svo lesendur gætu lesið saman prófarkirnar hjá oss. Þá hefðu þeir t. d. getað sannfærst um, að hr. s. E. ber enn eina tilhæfulausa ásökun oss á hendur. Hann segir um starf hr. Burnells í bráðabyrgðarnefndinni: “. . . . að þar virðist alt ganga vel, þó það sé torskilið “Heimskringlu”, og að fyllilega má vonast eftir, að nægar undirskriftir fáist, o. s. frv.” Vér vitum ekki annað en að “Heims- kringla” hafi sífelt undanfarið verið að skýra lesendum sínum einmitt frá þessu sama, er S. E. nú er að skýra lesendum “Lögbergs” frá. Hr. S. E. fer því ekki rétt með, að það sé oss torskilið. Hafi hann lesið “Heims- kringlu síðan hann fór frá, eru þessi um- mæli hans tæplega ærlegur Jeikur á borði. Hafi hann ekki Ieriið blaðið, átti hann sem alla—allra mínst að fullyrða. Það hefði á- reiðanlega ekki bakað honum) nokkurt tjón. Málefninu ekki heldur. Sambandið við ísland. Vór höfum emu sinni áður vikið að því hér í blaðinu, að oss væri uggur á, að eftir- tekt manna heima á Islandi væri ekki svo vakandi gagnvart baráttu vorri hér vestan liafs fyrir tungu vorri og þjóðerni, s(em vera bæri. Vér skrifuðum þau orð í þeirri von, að þau kynnu að finna leið að hjarta og hug- skoti emhvers eða einhverra góða manna heima, sem svo vildu taka það mál upp á sína arma. Vér ,vitum að vísu, að til eru þar rrjenn, sfem bera þetta mál einlæglega fyr- ir brjósti, t. d. Steingrímur læknir Matthías- son, er svo skynsamlega og öfgalaust hefir mikið um þetta mál rætt og ritað, hér og heima. En oss dylst ekki að þessir mienn eru of fáir, oss dylst ékk: að flestir málsmetandi menn heima fyrir láta enn sem komið þet^ta mál sig Iitlu s'kifta. Vér erum/ þess og fullvissir, {að þetta af- skiftaleysi er þó ékki sprottið af nokkrum kala til vor, hér vestra. Það orsakast af hugsunadeysi. Menn eru alment rikki fam- ir að gera sér grein fyrir því, hversu mikils virði það er fyrir Island að færa grindur þjóðerniskvíanna út fyrir landhelgina, að svo miklu leyti sem hægt er. Allar þjóðir verja stórfé í það. að kynna sig sem flestum öðrum þjóðum sem bezt og Islendingar fara þar að dæmi annara þjóða, enda er þeim pen- ingum áreiðanlega vel várið. Island ætti ekki að þurfa að verja stórfé til þess að halda nánu vinarsambandi við Canada um ófyrirsjáanlega framtíð. Vér vilj- um ekki segja að það þurfi ekkert fé af mörkum að láta tll þess, vér álítum með dr. Steingrími, að það ætti að gera það, en vak- andi eftirtekt og skilningur að heiman á þjóðernisbaráttunni hér vestra myndi gera undraverk í því efni. En, sem sagt, þess er ekki að dyljast, að hvorugt hefir nægilega komið fram alment heima. Vér viljum í þetta sinn aðeins nefna eitt dæmi máli voru til stuðnings. Á síðastliðnum 5—6 árum hafa verið gefnar út einar 4—5 ljóðabækur hér vestra. Allar eða flestar þessar bækur hafa verið sendar heim, 'blöðum og tímaritum til um- sagnar, og undantekningarlítið hefir þeirra aldrei verið minst þar. Oss skortir því mið- ur nægan kunnugleika á öllum þessum bók- um, en vér göngum að því vísu, að þær m|uni hafa verið misjafnar að gæðum. En svo mikið höfum vér þó séð að þar er ýmislegt á borð borið, sem mun lifa í íslenzkum bók- menturn. Upp og niður standa þessar bæk- ur fyllilega á sporði töluverðum hluta af þeirri ljóðagerð, er birst hefir síðust árin heima, og getið hefir verið þar í mqrgum dálkum. En þó svo hefði ekki verið, þá hefði þó ekki verið nema 'kurteisisskylda, að geta þeirra að einhverju. Menn hér vestra eru alment hissa á þess- um viðtökum heimafyrir, sem vonlegt er. Is- lenzk bókaútgáfa hér vestra borgar sig tæp- lega eða ekki. En hvernig á að selja þær bækur heima, sem að engu er getið? Haldi því blöð og tímarit heima þessari þagnar- stefnu áfram er enginn efi á því, að dauða- dómur er kveðinn upp yfir íslenzkri bókaút- gáfu hér vestanhafs, og að þeim dómi verð- ur af sjálfu sér skjótlega fullnægt. En þá er um leið kveðmn upp dauðadómur yfir ís- lenzkum bókmentum hér yfirleitt, íslenzkri Ijóðagerð og ritvísi, og þar með íslenzfku þjóðerni, því þar sem engin bókin er, þar deyr íslendingurinn. Það er dansk-íslenzkt félag heima í Reykjavík, þýzk-íslenzkt félag “Germania”, að vér hyggjum, — og ensk-íslenzkt félag, er víst öll standa með töluverðum blóma, og eru mikið starfandi. Og um daginn sáum vér, að tillaga kom fram um að stofna sænsk-ís- lenzíkt félag. Þetta er alt saman gott og blessað, sérlega lofsvert, að halda við og velkja samúð og samvinnu við bræðraþjóðir vorar. „Það mun og vera vestur-íslenzkur félagsslkapur til heima. En ef dæmia má af fjörkippunum, er frá honum berast hér vest- ur yfir hafið, þá lifir hann við magrann kost. Stæði nú ekki næst þar heima að mynda, eða auka íslenzk-íslenzkann félagsskap, sem starfaði í þá átt, að treysta blóðböndin er liggja heimanað hingað vestur, þann megin- þráð “er lönd og lýði bindur, lifandi orði suður og norður”. Það er varlá ofmælt, að íslenzku frum- bygg^jarnir og elstu niðjar þeirra, sem nú eru að falla í valinn, deyji flestir með ásjónur sínar vitandi austur yfir hafið. Einhver hefir sagt oss, að flestir menn deyji um sólarupp- komu eða laust fyrir. Væri ékki töluvert til- vinnandi að gera fyrir menn heima, ef svo mætti fara, að starf þeirra yrði til þess að fyrstu ættliðir íslenzkra niðja hér í þessu landi fyndu þann. yl leika um sálir sínar heinianað, í lifandi lífi, að þeir í dauðanum ósjálfrátt sneru ásjónum sínum móti sólinni og Ijósinu — í austur — heim til Islands. Ritstj. “Lögbergs” heí- ir verið beðinn að birta eftirfylgjandi grein. Winnipeg, 31. marz, 1924. Hérra ritstjóri! Með því að þér hafið gert mál þess fé- lagsskapar, er vér veitum forstöðu, “Sam- bandssafnaðar í Winnipeg”, að umtalsefni í ekki allfáum ritgerðum í blaði yðar síð- ustu vikurnar, og með því að þér skýrið svo frá fjárhagsmálum þess félagsskapar í síð- asta tölublaði, að ekki er hugsanlegt annað, en að þeir, sem| legðu trúnað á þá frásögn hlytu að fá afarrangar hugmtyndir um þau, og m°ð því að töluverð ástæða er til þess að ætla, að öðrúvísi sé skýrt frá, en orðið hefði, ef þér hefðuð látið dómgreind yðar og sam- vriku emi eina stýra pennanum, þá getur það nauma't talist ósanngjörn krafa, þó vér mæl- umrt til, að fá að gefa eftirfarandi auglýsing- ar blaði yðer. Þér fullyrðið, herra ritstjóri, að Sam- bandssöfnuður sé ómyndugur og eigi ekki neitt. Vér höfum áður rikýrt frá sumum eign- um sáfnaðarins í yðar eigin blaði, og hlýt- ur yður þar af leiðandi að vera kunnugt um, að þétta eru ósannindi. Vér höfum skýrt frá, að kifkjan á horninu á Sargent ave. og Bann ing str., ásamt prestshúsinu og meðfylgjandi lóðum sé eign safnaðarins, með því fyrir- komulagi er vér skýrðum frá í yfirlýsing vorri. Þér fullvrðið ennfremur, að kirkjveignin á horninu á Sargent ave. og Sherbrooketótr. sé eign fjögurra manna, er þér nafngreinið. Þetta eru ennfremur cisannindi. Kifkjueign þessi er eign Sambandssafnaðar. Hún hefir aldrei verið eign þessara fjögra manna, en er eign Sambandssafnaðar, samkvæmt fund- arsamþykt hin fyrsta unitariska safnaðar, og landslöguml. Sambandssöfnuður getur hve- qær, sem honum þóknast látið skrásetja eign þessa í sínu nafni. 1 þriðja lagi fullyrðið þér, að bankaviðskifti Sam'bandssafnaðar séu ekki gerð í hans nafni. Þetta eru ennfremur ósannindi. Sam- bandssöfnuðurinn, hjálparnefnd safnaðarins, sunnudagaskóli hans, ungmennafélag og kvenfélag hafa öll bankareikning og bankavið- skiftin eru gerð í nafni safnaðar- ins. Um alt þetta hefðuð þér, herra ritstjóri, getað fengið upp- Iýsingar hjá forstöðunefhd safnað- arins, ef þér hefðuð meira metið að komast að sannleikanum, en að gera tilraun til þess að sverta söfnuðinn í augum almennings. Bersýflilegt er, að yður hefir þótt mikils viðþurfa, i ð ná þessu síð- asta takmarki, er þér hafið tekið á yður það ómak að láta ljós- mjynda ávísun í júlímánuði síðast- liðið ár, án þess að fengið hafi verið til þess samþykki þess manns, er hún var stíluð. Og . sannar þessi mynd yðar vitaskuld ekki neitt, eins og iþér ef til vill kunnið að geta áttað yður á. Tal yðar um “undirhyggju” í sambandi vjð safnaðarstarfið telj- um vér ekki ástæðu til þess að gera að umtalsefni hér. En mikið skjátlast oss, ef alþjóð manna e'kki kann að meta þá aðdróttun yðar, sem og aðiri framJkomu í garð þess félagsskapar, sem þér eigið áreiðanlega ekki neitt ilt upp að inna. Um leið og vér sendum ofan- greindar skýringar krefjumst vér jþess, að þér biðjið hlutaðeigandi j fólk velvirð'ngar á missögnum þessum í blaði yðar. M. B. Halldórsson, Fred Swanson, S. B. Stefánsson, Fr. Kristjánsson, Jón Ásgeirsson, H. Pétursson, S. Jakobsson, P. S. Pálsson, R. E. Kvaran. • ' Jón í Nöp. ___ i Þess gerist dkki þörf að rita langt mál gegn ritstjórnargrein- I ínni í síðasta “Lögb.” Eru marg- I ar ástaeður til þess. 1 fyrsta lagi, að ritstj. er nú all-langt kominn út frá hinu upphaflega málefni, er vitanlega var aldrei annað en átylla, eins og vér bentum á í ■ fyrstu grein vorri, og svo í öðru lagi, að ósannindin í þessu síð- asta ritsmu'ði hans eru rækilega rekin ofan í hann af öðrum hér í blaðinu. Tilgangurinn með þess- um greinum; hans er nú löngu kominn í ljós, að hann er sá, að ófrægja mrnn og málefni hér vestra, en eigi hinn, að bera blak af Isl. hér gegn ímyndaðri árás manrta helma á Islandi. Enda gat j honum ekki Iengi haldist uppi með j það. Að hann hóf umræðurnar j á því, verður eigi rikilið á annan j veg en að honum hafi hugsast að með því væri hann að vinna hugi, ást og virðingu manna hér, (vissi hann að í því efni var hægt að bæta við sig) og að því öllu fengnu átti svo að leiða allan þtnna aðdáenda-her móti hinu Sameinaða Kirkjufélagi, Sam- bandssöfcuði í Winnipeg, Steph- ani G. Stephanssyni og öllum þeim nafngreindum og ónafngreindum j mönnum er frjálsri hugsun og ó- i þvinguðum lífssíkriðunum unna | hér á meðal vor. Að þetta var tilgangurinn, sannar bezt síðasta ritgerð hans og myndin af barika- ávísanmni, er búin er til í júlí- mánuði s. I. sumar, og með hann beðið í 9 mánuði eftir átyllu til að birta hana, En alt þetta hefir mistékist fyr- ir honum, svo að honum hefir orð- ið thfsamt af finna orðum sínum stað um árásirnar að heiman. I stað þess að fyrir honum yrði blás- ið sem frelsara Vestur Islendiriga, Jiefir hann staðið afhjúpaður sem j sá, er árás hefir hafið á þjóðarinn- 1 ar beztu menn, og'með þeirri árás fvrir veíferðarmálumi þjóð- arinnar á meðal vor. Með rekstri þessa máls, eftir því sem séð verð-'' ur, er gerð til raun til þess að-sýna oss sem eina þjóðflokkinn í Vest- urheimi, 'sem teljum eftir, og telj- uriist undan að eiga hlut í með heimaþjóðinni, að þeim fyrir- taskjum er til góðs mega leiða. Þjóðin heima hefir trú á Iandinu. Dodd’s nýmapillur eru beztt- nvrnameðalið. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun^ þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa fr» nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr, 42 50, og fást hjá öllum lyfsöl- •■m »2a frá The Dodd’s Medici*** Co.. Ltd., Toronto. Ont. beztu mlenn hennar hafa trú% land- ínu, þeir ala þá von í brjósti, að þar geti öllum liðið vel ef réttum skilyrðum verði fullnægt, þeir vilja því ekki að fólk flytji umvörpum burtu. Betra og göfugra hlutverk er eigi unt að hugsa sér en oss mætti auðnast, að vinna að því með þeim að vonirnar ’fengu að rætast. Háleitara hlutverk getur j enginn sett sér, en að vinna að því i að vonirnar rætist. í stað þess, því að víta þá fyrir þessar skoð- anir — þessar vonir, ættum vér af j alefh að stuðla að því, að þær L fengu að rætast. Aðdáenda herinn hefir ekki vaxið að því skapi sem ritstj. hafði gert sér hugmynd um, bumlbuslátturinn og básúnuhljóm- unnn orðið nrtmni, og af öllum ó- frægingarorðunum að heiman er nú ekki annað eftir en glensyrði Gröndals gamla í fjörutíðu ára gömlum póhtískum bæklingi. Er nú lokaslagurinn í þessum hildar- leik ritstj. “fyrir sæmd Vesfur- ísl. / háður við gröf Gröndals, öxinni höggvið í leiði hans og spjótunum lagt í kistu hans. Það er máske vottur um vanþakklæti meðal þjóðarinnar hér, en vér þorum að fullyrða.-að þeir verða fáir sem ritstj. kunna þakkir fyrir iþá frámmistöðu. Telur hann það “viðurstygð heintóku” ( — vit?) af vorri hálfu, að telja þenna bæk- íng Gröndals mjög ósa'knæman, og segir að vér viljum með því gefa í sikyn, “að Einar H. Kvaran og Vestur-lsl. er skutu saman fé til Jóns heit. Ólafsstínar hafi ekki vit- að hvað þeir voru að segja”. Vér gáfum aldrei neitt þvílíkt í skyn. Vér sögðum, að “Lögb.” er þá var nýslofnað hefði gett útfluntings- \ mál frá Islandi efst á stefnuskrá. sína, að sumir stofnendurnir hefði haft útflutningsmá’Iin að atvinnu um það leyti, og því mátt búast við að ntlingi Gröndals yrði and- mælt j blaðinu. Þessu getui ritstj. ékik neitað, og þó hann neii því, er blaðið til sýnis, og margir sem enn miuna, hverjir voru vesturfara agentar á þeim árum. Vér gát- um þess, að þessi margumræddi bæklingur Gröndals, hefði verið jafn stórorður um þá lsl. er heima sátu sem hina er burtu fluttu og ætlum vér að það sé satt, ástæða sé því engin fyrir Isl. hér fremur en heimia, að fjargviðrast yfir P.onum, en blátt áfram loddara- skapur að vera að draga hann inn ' í þessar umræður. Ritstj. getur þess, að það sé fjarri því, að stofnendur “Lögb.” hafi haft ^itvinnu við útflutninga, en aftur á móti standi það í slkýrslum akuryrkjumáladeíldar Canadastjórnarinnar í Ottawa 1887, ”að nokkur þúsund af blaðinu “Heimskringlu” hafi verið sent ókeypis heim til Is- lands”, alt svo ári áðdr en að Gröndal skrifar fyrra bæklinginn. Ekki það, að oss sé ekki sama. heldur af því, að vér vitum að þetta eru ósannindi, þá viljum vér biðja ritstj. að birta þenna lið úr ákuryrkjumálaskýrslunni, og sanna þannig mál sitt, eða að öðr- um kosti að heita ósannindamað- ur. Um þitt er oss personulega kunnugt, að Frímann B. Andcr- son, hefir nokkrum sinnum sagt frá því, áð hann hafi verið prett- /

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.