Heimskringla - 11.06.1924, Blaðsíða 4

Heimskringla - 11.06.1924, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JÚNl, 1924. heimskrinqla' (Itofaal 18M) Kmbiv At 8 hveriara mitlTlkaiftogl Elgoodun THE VIKJLNG PÍŒSS, LTD. Ni •* K65 9ARGENT AVE., WINRIPEO, Talalmit IT-ESST Tw* bUMu «r N M *rK>ncarlin> bwg- M 17 rir fram. AJlar borcanlr aaaillat rMaaanal VlaHalaa. SIGFCS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. HÁVARÐUR ELÍASSON, Ráðsmaður. UtanAakrlft ttt blaValaai THE VIKING PRESS, Ltd>, Box 3105 Wlaalpef, Maa. CtaaAokrlft til ritatJAraaa EDITOK H^^SKmNGLA, Box 3105 Wlanlpog, Maa. The “Heimskrlngla’* is printed and pub- lished by The Viking Press JAd., 853-865 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, II. JÚNÍ, 1924. Winnipeg fimtug. Á miðvikudaginn 18. júní fer fram skrúð akstur og og skrúðganga hér í borginni, sem einn Iþáttur í hátíðahaldinu til minningar um 50 árin, sem liðin eru frá þeim tíma, að Winnipeg komst í borgatölu. Skrúðfylkingunni verður skift niður i ýmsar deildir og verða veitt þrenn verð- laun innan hverrar deildar, mismunandi há, fyrir þau vagnfleyin, er fegurst og frumleg- ast eru skreytt og fyrirkomið. Hæst verð- laun verða gefin innan sögudeildinnar. Auk sögudeildar er ákveðið að hafa verksmiðju- og verzlunardeild, iðndeild (handverksmenn) flutningadeild, bæjardeild, almenna deild (skift í tvent, vagn- og hestdeild) og svo deild er sýni ýms atriði, aðallega gaman söm, frá fyrri tímum. Það er talið sjálfsagt að ýmlsir þjóð- flokkar hér í borginni taki þátt í þessari skrúðfylkingu, sem sérstakt þjóðarbrot, Að undanskildum Bretum, Frökkum og Mennon- ítum, munu Islendingar vera elzti þjóðflokk- urinn í þessu fylki. Væri því ekki vanza- laust fyrir oss að taka engan þátt í hátíða- haldi þessa dags. Það mun vera alment álit Islendinga sjálfra, og nú orðið alment viðurkent af brezika stofninum hér, að Islendingar taki fram öllum öðrum þjóðflokkum, er hér hafa sezt að, í flestu því er telja má til borgara- legra dygða og dugnaðar. Vér vitum að þetta er enginn innantómur lúðurblástur fyr- ir sjálfum oss, því vér höfum iðuglega séð þetta látið í ljósi af Bretum hér í riti, og heyrt Það í viðræðum við þá, fláttskapar- laust. Að fara að telja upp einstakiega eitt- hvað af ölluml þeim dæmum er fyrir hendi liggja til þess að færa sönnur á réttmæti þessa álits, yrði hér of 'langt mál, enda ó- þarft, því allir skynbærir Vestur-íslending- ar vita betur, og meira um þann fjölda and- legra atgervismanna og kvenna er í þessu landi eru af íslenzkumi kynstofni — í hlut- falli við aðrar þjóðir — en vér gerum, er of stutt höfum verið hér, til þess að kynnast sögu kynflokksins svo rælkilega* sem æski- legt væri. En um líkamlegt atgervi ungu kynslóðarinnar hér getum vér borið það vitni, Þar sem vér höfum noldkuð víða far- ið, að það virðist vera í bezta lagi. Það má yfirleitt segja um íslenzk ungmenni hér, að þau eru svo úr grasi vaxinn, að norræina kynstofninum er sómi að. Og aðeins heima ó gamJa landinu og í Skandinavíu minnumst vér að hafa séð slíka kynsíóð. Og þarf þá annarsstaðar hvergi til að jafna. Og ekki stendur eldra og elsta fólkið stéttarbræðr- um sínum og jafnöldrum meðal annara þjóð- flokka meir að baki. En vegna alls þessa, er það nauðsynlegt, að þátttáka vor í þessari hátíð, verði hún nokkur, sé svo að oss sé sómi að. Að vér sýnuml einungis eitthvað af því bezta sem vér eiguiri, á smiekklegan hátt. Það var hug- mynd mannsins, er fyrst hvatti til þátttöku Islendinga í sögudeild skrúðfylkingarinnar, sem og þeirra er boðuðu til almenns Islend- ingafundar um það efni um daginn; og á- kvað sá fundur að Islendingar skyldu gefa sig fram til þátttölku. Var Því þar kosin 9 manna nefnd til þess að sjá um þáttökuna. Skal í stuttu máli hér gerð grein fyrir hvern- ig fnxmkvöðull þessa móls, hr. Baldvin Bald- vinsson hefir hugsað sér hana, í stórum drátt- um, en að mestu leyti má segja að nefndin hafi fallist á tillögur hans í því efni. Með svo stuttum fyrirvara að minsta kosti, höfum vér ekkert að sýna, nema oss sjálfa. Er það um að gera, að framkoma vor geti orðið sem prúðust og áhrifamest. flugmyndin er þá að búa vagn sem vík- ingaskip, og hafa sem stafnbúa víking með alvæpni og í öllum herklæðum. Mætti hann vel skoðast, sem ímynd Leifs hepna, en hann og skipið sem tákn um kynstofn vorn. Að baki hans, með litlu millibili kæmi þá bópur karla og kvenna, eirihverra þeirra er fyrstir Islendingar stigu fæti í þetta fylki, og erjuðu jörðina, sem frumbýlingar. Þá kæmi lítið bil, og þá annar flokkur og skyldi það vera einvalalið kvenna og manna, bor- ið og barnfætt hér í fylkinu. Þá kœimi enn lítið bil, og iþá floikkur barna, eða unglinga, um og yfir 10 ára, er tókna skyldi þriðju kynslóðina. Rétt fyrir aftan þann hóp, eða mitt í honum, skyldi svo sitja ung stúlka, klædd sem gyðja, og ímynd Canada eða Manitobafylkis. Tíminn er orðinn naumur til stefnu, og því aðeins hægt að búast við glæsilegum á- rangri að Islendmgar séu nú einu sinni enn sairihuga og samtaka um heiður sinn. En til þess að hann ekki fari forgörðuim þarf tvent: að leggja lítið eitt af m(örkum fjár- hagslega, og að það fólk er nefndin biður um að taka þátt í skrúðfylkingunni geri það með glöðu geði og hiklaust án nokkurra eft- irgangsmuna. Skal þess getið í því sam- bandi, að ýmsir af mætustu frumherjunum hér í Winnipeg hafa þegar fúslega og orða- laust lofað aðstoð sinni og nærveru á þilfari víkingaskipsins fyrirhugaða, að baki Leifs hins heppna. Sjái önnur kynslóðin jafnljóst sóma sinn og þjóðarinnar, í því, að taka fljótt og vel í Það, að styðja að þessu, þá er engin efi á því, að þessi þátttaka vor verður oss til stórsóma og bezta auglýsing á þjóðerni voru, er vér eigum kost á að semja. Þess vegna má enginn maíur og e^gin kona er nefndin leitar til um persónulega þátt- töku, segja nei við þeirri beiðni, nema ó- umflýjanleg nauðsyn krefji. Kostnaðurinn við það, að gera þetta sómasamlega úr garði er áætlað að verði að minsta kosti $300.00. Verður leitað sam- , skota meðal Islendinga, til þess að greiða ' þann kostnað. Hafa þegar safnast $100. 00. Verða gjaflistar birtir í næstu blöðum. Ef allir Islendingar hér eru einhuga um að leggja eitthvað af mörkum, þarf ekki nema svo litla upphæð frá hverjum, að engann munar um. Þeir sem vilja leggja einhvern skerf til Þessa fyrirtækis eru beðnir að senda peninga til ritstjóra annarshvers blaðsins, “Heimskringlu” eða “Lögbergs”. Þess skal getið, að ef einhverjir vilja fylgjast með í skrúðfylkingunni í sínum eig- in bílum, eða vögnum, þá verða þeir að prýða þá, og hlíta úrskurði nefndar þeirr- ar er kosin hefir verið, að sjá um skrúð- gönguna. Með hverjum vagni mega ganga 50 manns, ef vilja. Allir verða að vera komnir á vissan stað í skrúðfylkingu f síðasta lagi kl. I eftir há- degi. Fylkt verður í hhðargötunum milli Broadway og Portage Avenu, vestanvið Main Street, að vestanverðu og horft m(ót suðri. Haldið verður á stað frá horninu á Main Street og Broadway, og svo haldið eft- ir Main Street frá Broadway að Burrows Avenue, snúið við þar, og farið til baka eft- ir Main Street og Portage Avenue, haldið vestur Portage Avenue að Sherbrooke Street, suður Sherbrooke að Broadway, og svo aust- ur Broadway, og á þann stað þar sem fylkt var. Þar skiljast menn svo og heldur hver til síns heima. Stampasmíði. Ein er sú list, er herra aðalritstjóran - um mun ekki síður lagin en aðrar íÞróttir, og oss hefir láðst að geta um undanfarið, en það er smíðaíþróttin. Hefir herra aðal- ritstjórinn nú tnribrað saman heljarmikinn stamp niðri á vinnustofu “Lögbergs”, fylt hann ilmvatni þeirrar stofnunar, og kveðst hafa rekið oss á hann með ritsnild sinni. (Oss líður þar, I. s. g., bærilega). Aldrei hefir hún borið glæsilegri, en þó um leið yfirlætisminni ávexti, en í síðasta tölriblaði “Lögbergs”, en ávöxtur aðal-ritsriildarinn- ar er þar ritstjóraspjall er nefnist “Ritstjóri Heimskringlu á stampinum”. Getum vér ekki stilt oss um að prenta upp fyrstu grein þess erindis, bæði sem ljómandi dœmi um við- brigðilegar gáfur og málsnild herra aðal- ritstjórans, sem og vegna þess, að hann þar lemur mærðartimbrið saman svo hund- sterklega, að hvorki vér, né irtargir oss gáf- aðri menn, er vér höfum spurt ráða, erum vissir um að skilja meiningar hinna ýms'.’ setninga til fulls. En inngangsklausan hljóð- ar svor “I síðasta tölriblaði Heimskringlu stend- ur löng grein, ritin af ritstjóranum þeim, sem snældugangurinn er nú orðinn tamastur, sem að öllu sjálfráðu á að hafa það til síns á- gætis, að bera brigður á ritstjórnarhæfileika vora, en sem tekst þó ekki giftusamlegar en svo, að hver maður semi greinina les, sér gjörla, að hún er vindhögg eitt í því efni, en opiriberar aftur Þeim mun átakanlegar samvizkubit ritstjóra Heimskringlu út af framhleypni þeirri og fruntaskap, sem hann er orðinn uppvís að í samibandi við deilu- mál vor út af hag og ástandi Canada og sér- staklega Manitobafylkis.” Vér viljumi biðja lesendur blaðsins að lesa þessa grein vel. Lesa hana svo aftur. Lesa hana svo aftur með verulegri athygli. . Lesa hana svo ennþá einu sinni. Haldi ein- hver góðfús og gáfaður lesandi, að þvi búnu, að hann hafi brotið þar hverja setn- ingu til mergjar, sérstaklega þessa sýnilega djúphugsuðu lýsingu á oss, “ritstjóranum þeimi, .... sem að öllu sjálfráðu á að hafa það til síns ágæbs, að bera brigður á rit- stjórnarhæfileika vora”, þá viljum vér biðja þann sama vinsamlega að senda oss þýðing- una. Munum vér þá festa hana ásamt frum- ritinu uppi yfir rúmi voru, að vér fyrst meg- um á hana líta á miorgnana og síðast á kvöld- in. Annars er engu líkara en að herra aðal- ritstjórinn sé hálfergilegur. Af hverju, myndi nú margur spyrja. Tæplega getur Það þó verið yfir þeim gllælsilega sigri, er hann hef- ir borið frá borði í vorum viðskiftuml, er endaði með því, að hann tylti oss ofan á síð- ustu listsmíði sína, stampinn með ilmlvatn- inu lögbergska. Nei, það geta tæplega ver- ið nema tvær ástæður til þess. Hin fyrri sú, að hann virðist ímynda sér, að vér höfum verið að “öllu sjálfráðu”, að bera brigður á ritstjórnarhæfileika herra aðalritstjórans. “Eg sló þá á mitt Iær er eg sá þetta”. Hvfílíkt hugmyndaflug! En um leið, hvílík- ur sorglegur misskilningur! Að efast um slíkan hlut! Vér þykjumst vita, að heira aðalrits'tjórinn mluni þegar vera fallinn frá þessari hugmynd sinni, og komum vér þá að hinni ástæðunni, er oss þykir miklu senni- legri, eftir því sem herra aðalritstjóranum far ast orð um þann hlut. Ásteytingarsteinninn miun vera sá, að vér undireins og tölur Þær voru véfengdar, er vér höfðum tekið upp úr MacLean’s Maga- zine, viðvíkjandi kornuppskeru Manitoba- fylkis, leituðum skýringar hjá tímaritinu, hvaðan þær tolur væru teknar, birtumi svar þess, og játuðum' hreinskilnislega og vífi- lengjulaust, að herra aðalritstjórinn hefði haft rétt fyrir sér í því efni. Vér gerðum það meira að segja ótilknúðir af öðrum mönnum,. Herra aðalritstjórinn ætti manna bezt að vita, að það er erfitt, að knýja menn til þess að kannast við, að mútstöðú- maðurinn hafi / nokkurntímri rétt fyrir sér, nema þá kannske með aðstoð Iagastafsins. Herra aðalritstjóranum verður það að minsta kosti aldrei á, það vér til vitum. Ef ein- hverjum “verður það á”, að játa að njót- stöðumaðurinn hafi rétt fyrir sér í einhverju atriði, þá kallar herra aðal- ritstjórinn það, að sá maður “éti ofan í sig’ . Herra aðalritstjóranum, er afarilla við að kannast við það, Þó mótstjöðumaður hans hafi í deilunum borið sannleikann á borð. Honum er svo afarilla við þann rétt í hönd- um mótstöðumanns síns, að hann missir al- gerlega lystina á honum, og snýr sér und- an, með viðbjóð og hryllingi; með megnustu ógleði. Mun honum finnast, að vér óvhða ritstjórastéttina með þannig löguðum viður- kennin|um. Annars míinnir þessi Ijómandi ritstjóm- argrein herra aðalritstjórans, engu síður en hinar fyrri, oss á kafla þann í Friðþjófssögu, er segir frá sleðaferð Hrings konungs og drotningar hans. Beittu þau hestum fyrir sleðann og keyrðu sem harðast yfir gljáís- inn, en Friðþjófur hinn fræikni, lék sér á skautum alt í kringum sleðann. Var hann svo skjótur, að þó að hestamir færu sem óð- ast þá hnitaði hann hvem hringinn á fætur öðrum, í kring um sleðann, og hafði þó næg- an tíma til þess að skreyta hringina með ýmislegu útflúri, svo sem nafni sínu og drotningar samanbundnu, og öðru þvílíku, er ungir menn og ástfangnir láta helzt eftir sig sjást. Líku iriáli finst oss gegna er vér virðum fyrir oss kærleiksatlot herra aðalritstjór- ans við sannleikann. Sannleikurinn reynir að þramma beina stefnu, eins og hann er vanur, hvar sem hann er, en herra aðal- ritstjórinn, skautar alt í kring um hann yfir ritstjórnardál'kana, með Því ofurkappi sann- leikselskunnar, og svo flughröðum hunda- kúnstum, útflúrs og orðfimi, að hann að síðustu veit varla, hvert hann stendur á hölfði eða fótum, eða hvar sanrileikurínn muni staddur. Væri herra aðalritstjórinn ekki iweð þeim undrum fæddur, að sann- leikurinn, eins og ósjálfrátt hamaði sig upp að honum í sífellu, og sennilega að eilífu, vætri hann líklega alveg búinn að missa af honum út í buskann. Annars er herra aðallritstjórinn ekkert að fara út í röksemtdarfærslur um aðaldeilu- efni vort. Mun hann ætla að bíða irieð það unz hann hefir safnað nægum gögnum s?ínu rriáli til stuðnings í orlofi 9Ínu úti á Lund- ar, hjá dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Þó legg- ur hann fram þriár spurningar viðvíkiandi arðberandi og óarðberandi skuldum. Hljóða þær þannig: “Veiit ritstjóri Lögbekgs annars ncíkk- urn skapaðan hlut um þetta? Vita stjórn- ir eða stjórnmála- og fésýslumenn vestan hafs nokkra rninstu vitund um slíkt? Veit eiginlega nokkur lifandi ræfiJsrola um bau mál nema snældu-ritstjórinn á Heims- kringlu.” Vér getum aðeins svarað þess- um spurningum fyrir hönd vor sjálfs. Verða lesendur að svara fyrir sig. Við fyrstu spurningunni er því að svara, að vér höfum satt að segja ekki hugmynd um það. Við annari spurningunni, að vér telj- um það vafalaust, þó vér ékki höfum kynt oss það nákvæmlega. Við þriðju spumingunni (cvörrim vér afdráttarlaust já, enda er það samikvæmt því, er vér tókumi fram um daginn. Annars stingur mjög í stúf við hinar fyrri lýsingar á oss í þess- ari megingrein herra aðalritstjór- ans. Áður vorum vér valmenni og gáfnaljós, eða eitthvað annað í þá átt jafnágætt; (vér munumj ekki bókstaflega öll hólsyrðin) nú erum vér Iíkur “óstýrilátum ang- urgapa” og í fari voru finnur hann “fleðulega uppgerð”, og sumiar greinar vorar eru “ekkert annað en útúrsnúningur og ó- geðslega rembingsleg langloka” og vér erum þar orðnir “uppvísir að fruntaskap og franvhleypni”, uiri leið og vér “þjáumst af sairt- vizíkubiti”. Á skammiri stund skipast veður í lofti! Það ber sem sagt meira á siða- vandaranum hjartafróma, en mannfélags- og fjármálaspekingn- um f jölvitra, í þessu sfðasta krafta- vtírki Lerra aðalritstjórans. Þó má ekki gleyma því, að iwálmynda fræðingurihn launvitjri girðir siig irtegingjörðum, og rékur höfuðið upp úr orðabókarhlaðanumi, við aðalritstjóraborðið. Hefir hann nú fyrir utan ýms önnur afreks- verk, færst það í fang, að slá upp í bæði Cleasby og Fritzner, og gert þá merkilegu uppgötvun, að þeir séu sammála um það, að “orðið orka sé samistofna við orðin yrkja, verk o. s. frv.” Já, vér erum nú svo sem alveg grall- aralausir! Þýkist hann nú hér- með fyllilega hafa sannað að “orkuafl” eigi ''ekkfert skylt við tvítekning (tautologi). Hvílíkt ó- endanlegt starfssvið opnar ekki hugvit herra aðalritstjórans þarna í víðlendum iriálfræðisvísindanna. Það skyldi nú aldrei vera, að orðið afl sé samstofna við orðið afli, er nú er venjulega not'að1 í merkingunni fiskiafli? Og hvílík- ar undursamlegar orðmyndir hlýtur ekki að rriega leiða af því, með “orkuafls” aðferðinni. Orð- hagir lesendur ættu að spreyta sig á því sér til dægrastyttingar. Hexra aðalritstjórinn kveður oss hafa haft í heitingum við sig Ek’ki minnunust vér þess og von- um að sú ógæfa hendi oss aldre’. Þó segist hann unna oss þess full- komlega og minnast “umi leið gamla málsháttarins, að oft verð- ur heimskur maður heitingum feginn”. Ekki fáum vér skilið,—og erum þó ritstjóri “Heimskringlu” vifi alritstjórinn þyrfti endilega að verða svo sárfeginn þó vér hefð- um í heitingum við hann. Oss finst satt að segja að afarmenn- ið ætti að láta sér í léttu rúmi liggja þó ritstjóri “Heimskringlu” veifi snældusnúðs (eða “hnúðs”) hal- anum, eins og herra aðalritstjórinn svo meinfyndnislega og einkar- heppilega kemst að orði. ------------0------------- “ísland tekur upp ó- breytta lifnaðarháttu og bannar influtning á klœðnaði og skófatnaði” Grein með ]>&ssari fyrirsögn stóð nýskeð (6. maí), í stórblaðinu ame- níska, “The New York World”. Er hún rituð út af samlþykt Alþingis er takmarkar innkaup fná útlönd- um á ýmsum útlendum vörum. Var samlþykt sú gerð til þesis að reyna að reisa við gengi íslenzku krón- unnar með því að koma á fót meira viðskiftajafnvægi við útlönd en ver ið hefir, og fá landsm'enn til að nota sem meist það sem 'heima fæst, og framleitt er af þeim sjálfum. Grein- in er sertd hlaðinu með sérstöku skeyti frá “The World’s Bureau”, í Washington, D. C. Kennir þar skilningsleysis á menningar ástandi þjóðarinnar er segja má að furðu gegni. Fréttin hljóðar á þessa leið: Dodd’s nýmapillur eru bezta nvmameðaliS. I-ækna og gigt bakverk, hjartabilun( þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilk kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ■r S2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eSa frá The Dodd’s MedkW Co.. Ltd., Toronto, Ont. “island hefir ákveðið að taka upp óbreytta liifnaðanháttu og Ihverfa nú til baka til hins einfalda lífs frummenningarinnar, áður en mann- kyninu lærðist að láta vélar og iðn- stofurnar bæta úr þörfum íínuin. Aðairæðismaður vor, Marion Leteher í Kaupmannahöfn, hefir nú samjstundis sient verzlunarmája- deildinni ágrip af lögum er gilda eiga i tvö ár, og atfgreidd hafa ver- ið af íslenzka þinginu, er stórum auka við tölu þeirra hluta, er eigi má flytja inn í landið. Tilhúinn kiæðnaður og skófiatn- aður er nú iagður undir hann. 3>eg- ar þær ibyrgðir af skófatnaði þrjóta 'er nú eru til, verða íhiiarnir að takia upp hina íslenzku loðnu sels- skinsskó. Sem næst er hannaður innf.lutningur á allri vefnaðar- vöru svo að vaðmáls- Og prjóna- fatnaður verður senn móðins. Þiá er og sett á hannskrána, lall- ar tegundir hrauða, smjör og margarine, ostur, saltað sviínakjöt, saltað kjöt nýtt svínakjöt, langar, egg aldini, leðurvarningur, olíur, sápa, húsgögn, myndir, hreyfi- myndaáhöld, úr, klukkur, mótor- hjól, hifreiðar og alt gull og silfur skraut og glingur. Ixig þessi voru afgreidd sem spor í áttina til að íieiaa við .gengi ís- ilenzku krónunnar.” ---------XXX--------- Söngment í sveitum. Eitt merki þess, hve skilningur manna er smásaman að ibreytast á félagsmálum Islendingia hér í landi, er sá vaknandi áhugi sem virðist vera víða í sveitum fyrir að auka söngmlent í bygðariögunum, mönn- um til gagns, uppbyggingar og skemtunar. Fyrir viðburðanna rás, hefir svo farið, að langnuest af tilraunum manna til þess að vinna eitthvað sameiginlega, hafa verið bundnar við 'kirkjumálin. Á því getur ekki ’heldur naumast nokkur vafi leikið, lað ef duglegir og á- hugasamir menn 'hafðu ekki frá öndverðu haldið vakandi áhugan- um fyrir þeim málum, þá væri með öllu horfin tilfinning allra þeirra manna fyrir því, að þeir ættu nokkuð sameiginiegt, sem flrænd- ur og sérstakur kynstofn. 3>að er kunnugt og margreynt mál, að þeir íslendingar, sem ekki hafa liát- ið sig þau mál neitt varða, hafa undiarlega fljótt horfið inn í þok- una og gleymst og sjálfir gleymt, að þeir væru íslenzkir menn að upp- runa. Það er einnig kunnugt, að margir gáfaðir og mikilhæfir menn vor á meðal, hjafa vísvitandi og með opnum augum viljiað hvetja til þei-rrar hreytingar — að við legðum niður allar bollaieggingar og hug- leiðingar um samvinnu á grundveHli þjóðstofnsins. Ennþá hefir almenn- ingur ekki viljað hlusta á þær naflck ir í neinni alvöru. Þrátt fyrir alt, hefir 'heilhrigð dómgreind manna verið drýgri, sú dómgreind, sem fullyrti, að það væri landinu og sjálfum mönnunum betra, að þeir gætu látið sér að einhverju leyti ant um einhverja menn — í þesisu tilfelli islienzku þjóðina hér í landi — h'eidur en alls enga. Og vafa- iaust lifir sú skoðun töluvert lengi enn, að við munum ekki græða neitt á því, að slíta sainfylgdina. Hitt er vafalauet ekki síður rétt, að við verðum að fara að víkka út að auðga okkar félagslegu viðifangs-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.