Heimskringla - 19.11.1924, Side 4

Heimskringla - 19.11.1924, Side 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINOLA WINNIPEG, 19. NOV., 1924. (Stofnnfi 1886) Kemur út A hverjum mií5vIkude^L EIGENDDRi VIKING PRESS, LTD. 853 ob 855 SABGEHT AVB., WINPÍIPEO, TuIníiuí: N-6537 VerS blatSsins er $3.00 á.rgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganlr sendlst THE VIKING PREKS LTD. SIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtnnA««krifÉ tll blfltlNlnN: THE VIKING PRESS, Ltd.f Box 3105 UtnnAMkrlft tll rlt.st jórmiM: EDITOIl HEIMSKRINGLA, llox 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlklng Pren.M Ltd. and printed by CITY PRINTING Æ PUBUISHIJfO CO. 853-S55 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 19. NÓV. 1924. Siðmenning vor og mentun ■ Það bar við nýlega á skrifstofu einni, í stórum bæ hér í Vestur-Canada, að maður af ómenguðu Indíánablóði var ráð- inn þar til starfa. Á skrifstofunni voru að vinnu um fimtíu manns, þar á meðal einn íslendingur. Hitt var “allra landa lits og blands”, frá Evrópu, en yfirgnæf- andi meiri hluti þó ættaður frá Stór- Bretlandi. Indíánitin var lýtajaust |og blátt á- fram til fara. Hann hafði auðsjáanlega fengið gott uppeldi, að því er sögumaður vor sagði, íslendingurinn, það er að segja, gott uppeldi á mælikvarða vorn hvítra manna, hafði lært að ganga á stígvélum og tala góða ensku, betra mál og auð- ugra að orðum en allur þorri samverka- manna og kvenna hans þarna á skrifstof- unni talaði (Það er rétt að geta þess, að flest skrifstofufólkið var af þeirri tegund mannkynsins, sem einhvernveginn hefir hlotið nöfnin “fagra” eða “veikara” kyn- ið.) En hann bar öll ótvíræðustu ein- kenni kynflokks síns prentuð í andlits- drætti og hörundslit. Hann bar það með sér, að hann var ekki hvítur maður. Hann bar það með sér, að hann hafði ekki dropa af hvítu blóði í æðum sér, að hann var ekki “siðaður” (civilized) maður. Að minsta kosti fanst samverka- mönnum hans það ekki. Sérstaklega ekki stúlkunum. Þær ýmist gerðu sér ákaflega dátt yfir því, eða þóttust vera móðgaðar af því, að “villimaður” skyldi vera settur til þess að vinna með þeim. Og þetta skrifstofufólk lpt tilfinningar sínar svo ótvírætt í ljósi, með þeirri þægi legu og góðgimislegu hreinskilni, sem svo mikill meiri hluti fólks hefir til að bera í ríkum mæli, að íslendingurinn sagði, að sér hefði fundist, sem ennþá myndi vera eftir svolítill dropi af fornnorrænu berserkjablóði í æðum sér; sig hefði dauðlangað til þess að “hreinsa” skrif- stofuna. En hann vissi að það var alveg árangurslaust að tala um þetta fyrir- brigði þrælslundarinnar við fólkið; það hefði ekki skilið hann þó hann hefði mælt á ensku, fremur en ef hann hefði talað íslenzku. Og Indíáninn hefði mátt vera úr til- finningarlausum steini gjör, ef hann hefði ekki fljótlega orðið var við þær hugsanir, er þjóðerni hans vakti meðal samverka- manna hans, meðal siðaða fólksins hvíta, er honum þarna hafði verið skipað með til vinnu, meðal þessara hispursmeyja, — jafnvel málaðra og forfeður hans voru bezt á fyrritímum, meðan það var til siðs, að skera upp herör við og við og flá hauskúpuna á náunganum, sér til stundastyttis. — En hann var tilfinninganæmur, eins og alt það fólk, sem er alið upp við ein- falda og óbrotna lifnaðarháttu, og éin- falt og óbrotið siðalögmál. — Hann gekk á fund yfirmanns síns, og bað kur- teislega um að mega fara af skrifstof- unni. Y|firmaður hans var prúðmenni, hafði tekið eftir viðtökunum, sem hann fékk; skildi tilfinningar hans, og fékk honum komið fyrir á annari skrifstofu. Og svo kunnum vér hans sögu ekki lengri. En þessi saga segir aðra sögu. Hún segir ljóta sögu, um menningarástand mjkils hluta hvítra manna. Því ekki skulu menn ímynda sér annað, en að þetta skrifstofufólk sé eins og fólk flest, sem mannað er á engilsaxneskan hátt. Og telja ekki Bretar sig, og eru þeir ekki taldir einhver mesta siðmenningarþjóð heimsins? Það mun verða að svara þessu játandi. Og þótt vitanlegt sé öllum, er til þekkja, að öll alþýða manna á Norður- löndum, og í miklum hluta Þýzkalands, sé stórum betur að sér en brezk alþýða, þá eru þó svo mörg þjóðlönd bygð af hvít- um mönnum, þar sem^ alþýðan er ver ment að mörgu leyti en á Bretlandi, að það mun vera óhætt að telja Engilsaxana í betur menta helmingnum meðal hvítra manna. Sagan þessi bendir á, að þarna á með- al fimtíu manna, er aðeins einn maður — Islendingur — sem ekki er algjörlega bú- inn að gleyma æðsta velsæmisboðorði prýðilegrar háttsemi: að taka vel og kur- teislega á móti ókunnum manni, og því nákvæmar, sem hann er lengra að kom- inn. Það er meira að segja líklegt, að allur fjöldinn af þessu fólki hafi aldrei heyrt getið um tillitssemi í umgengni, eða það sem á ensku máli er nefnt “tact”; og að svo langt sé síðan að feður þeirra og mæður hafi iðkað þá íþrótt, að hún sé kynslóðinni ekki meðfædd lengur. En skortur á meðfæddri tillitssemi þótti merki um þrælslund hjá forfeðrum vor- um, og þykir það enn þann dag í dag hjá öllum þeim þjóðum, er hvítir menn leyfa sér að kalla hálfsiðaðar (t. d. Kínverjum, Japönum, Malayum o. fl., o. fl.), en sem í raun og veru standa oss miklu framar að siðgæði í flestum greinum. Og sem betur fer er afarmikið til af þessari með- fæddu tillitssemi meðal íslendinga. En það er áreiðanlegt, að henni er hætta bú- in, eins og mörgum öðrum ágætum ís- lenzkum eiginlegleikum, þegar skríl- menning stórþjóðanna freyðir brimandi í kringum hana. Hávamál, þessi ágæti og djúpvitri siðferðislagabálkur forfeðra vorra leggur meðal annars svo fyrir: At augabragði skala maðr annan hafa þótt til kynnis komi býður einmitt þetta, að sýna ókunnug- um kurteisi og tillitssemi með því að forð ast að draga dár að honum. Þeim sem vki geta stilt sig um það, er lýst á þessa leið: Vesall maðr ok illa skapi hlær at hvívetna; Forfeður vorir, höfðinglyndari en aðr- ir menn, töldu það vott um vesalmensku og óhræsisskap, að flissa að öllu sem fyr- ir ber; slíka skapsmuni töldu þeir með- fætt brennimark þrælslundar og þý- mensku. Vér, niðjar þeirra, erum á góð- um vegi með að gleyma þeim sannleika og allur þorri hinna hvítu menningar- j þjóða, er búinn að steingleyma honum. Allir þeir menn, sem eitthvað til muna hafa um jörðina ferðast, og nent að kynn ast öðrum kynflokkum, ljúka upp sama munni um það, að hvergi sé ókurteisi í allri háttsemi og sannefndur skríldómur á hærra stígi en einmitt meðal hvíta kyn- þáttarins. Og langöflugastur er hann í þeim löndunum, þar sem helztu hugsjóna- stefnu Jú,ðanna, kaupmenskunni (com- mercialism) er haldið hæst á lofti. Og þetta er ósköp eðlilegt. Vakandi og sof- andi eru allir á harða hlaupum eftir því að handsama eitthvað af gulldölunum, sem velta á röndum út um allar jarðir. Menn hafa ekki tíma til þess að sinna neinu öðru en því, hvernig eigi að kló- festa dalinn. Hafa ekki tíma til þess að tala um annað, lesa um annað, eða hugsa um annað, og týna svo öllum menningar- siðum í eltingaleiknum. Nú myndi mörgum þykja nokkuð langt gengið í því að virða háttprýðina á móts við, eða meira en mikla peninga, þó þeir kannske ekki vildu taka jafndjúpt í árinni og einn sérkennilega einstakur merkisberi skrílmenningarinnar, er sagði við þann er þetta ritar: “Kurteisi! hvem — á maður að gera með kurteisi? Það er j bara alóþörf tímaeyðsla”. En þó ekki væri nú svo gáfulega að i orði komjst, þá myndi vafalaust ein- j hver vilja halda því fram, að samtals sé siðmenning hvítra þjóða miklu meiri en annara kynþátta, er þar koma næst, af því að mentunin sé á svo miklu hærra stigi hjá oss, og mentun sé siðmenning. Já, satt er það, að samfara sannri mentun, hlýtur jafnan að fara siðmenn- ! ing. En þar er líka skerið, er vér strönd- um svo illa á. Þrátt fyrir öll þau ósköp, j sem ausið er út til skólahalds í öllum ! löndum, til þess að “menta” fólkið, þá i er það alveg stórfurðulegt, hve lítilli j sannri mentun er hægt að koma inn í j höfuð almennlngs fyrir jafnmikla pen- inga. Og fyrir bragðið stöndum vér yfir- leitt svo sáralítið betur að vígi, þegar meðaltalið skal tekið, en “ósiðaðar” eða “hálfsiðaðar” þjóðir, er vér köllum. Stór- kostlegur meiri hluti fólks er mentaður rétt nægilega til þess að geta tekið þátt í kaupmeúsku á einhvern hátt, og ekki sýnt inn í aðra heima en matarstritsins. Þegar sú mentun er fengin, sem nægir tíl þess að tína upp gulldalina einstöku, sem sigurvegararnir í kapphlaupinu höfðu ekki tíma til að lúta að ,og sem nægir til þess að safna saman molum þeim, er féllu af borðum drotnanna og bókfæra þá, þá er látið staðar numið. En menn skyldu ekki láta blekkja sig á því, að sú list að reikna út hundraðs- ágóða sé mentun, hvað þá heldur sið- j menning. Og allur þorri alþýðu manna i í menningarlöndum hvítra manna, er . aðeins örlítið nxentaðri að hægt er að [ kalla, en stéttarbræður hennar meðal annara kynþátta. Þar á milli er áreiðan- lega bita munur, en ekki fjár. Nú getum vér hugsað oss að mörgum ofbjóði. En það má taka dæmi. Tökum t. d. skrifstofustúlkurnar, sem mest flissuðu að “villimanninum”, og reynum að gera oss dálítið í hugarlund um mentunarástand þeirra og bera það svo saman við mentunarástand verulegs villimanns, eða t. d. mentunarástand malayiskrar alþýðustúlku, sem engrar mentunar hefir notið. Skrifstofustúlkan hefir það þá fram yfir stallsystur sína, sem “vilt” er, að hún er skrifandL— á verzlunarbréf — og kann betur að reikna. En svo teknar séu almennar mentagreinir, þá er þekking beggja í mannkynssögu álíka og eins- kisvirði. 1 landafræði mjög áþekk; báð- ar vita þó nokkuð um sitt eigið land, og dálítið óljósara um næst liggjandí lönd skildra þjóða. í náttúrusögu er bókleg þekking beggja einskisvirði, en þar hefir malayiska stúlkan af reynslunni fengið töluverða yfirburði, sérstaklega af því að neyðast til þess að brjóta heilann um ýms dagleg fyrirbrigði lofts og lagar, og dýra- og jurtaríki. Tungumál kunna báðar eitt, sitt eigið, og malayiska stúlkan þö áreiðanlega miklu betur. Til bókmenta nota þær lestrarkunnáttu sína þannig, að önnur les æfintýri, hetju- og goðasögur, oft samdar af mikilli snild, og háleitri einfeldni, en hin ótrúlegar dellusögur eftir Elinor Glyn, og aðra hennar jafn- ingja, eða þá enn vitlausari glæpamanna- reyfara. Um alþjóðastjórnmál vita báð- ar jafnmikið og kötturinn veit um tungl- ið og sjöstirnið. Og um stjórnarfar og alla þjóðfélagsskipun síns eigin lands niá líkt segja, báðar hafa ákaflega þoku- kendar hugmyndir um þau efni. Báðar ganga smekklega til fara, og malayiska stúlkan engu síður, en þó hún liti fing- urgóma sína og neglur með penna, þá bíður hún algerðan ósigur fyrir skrif- stofustúlkunni í því að mála andlit sitt. Svo íburðarmikil málverk sjá menn ekki utan Ameríku, nema á sérstökum stöðum, þar sem áhyggjur eiga ekki heima. Um málara- og myndhöggv- aralist eru þáðar ^jaínólfróðar, hafi skrifstofustúlkan eitthvað örlítið meiri hugmynd um þá hluti, þá veit hin mikið meira um skrautlegar hannyrðir og glitvefnað. Önnur hefir á- nægju af að heyra bumbu barða tilbreytingarlítið heilt kvöld, en hinnar æðsta sæla í hljómanna heimi er að hlusta á gormæltan Englending eða Ameríkumann vella tf gegnum grammófón eitthvert álíka göf- ugt lag og “The Rosary”, eða þá að heyra “saxophone” myrða heimsfræg lög, eftir heimsfræga höfunda, lög, sem samvizkuliðugir og fingralangir danslagasmiðir kenna sjálfum sér. Önnur skemtir sér við að horfa á bendingaleiki, (panto- mime), en hin grætur söltum tárum yfir Gloriu Swanson, þegar hún er “manhand|ed”, eins og stóð hér á auglýsingun- um í vetur, eða þá að hún ætlar að springa af hlátri yfir skrípa- leik frá Mack Sennett. En í danslistinni vinnur skrifstofu- stúlkan frægan sigur. Og nú geta menn virt það fyr ir sér, hvílíka yfirburði mikill hluti hinnar hvítu “mentuðu” alþýðu mun hafa fram yfir “villimennina.” Ef menn halda að mentunar- ástandi skrifstofustúlkunnar sé gert til muna lágt undir höfðí hér að framan, þá erum vér vissir um að þeim mönnum skjátlast stórkostlega. — Því máli til styrktar er vert að geta þess hér, að í haust voru 112 námsmenn við Stanford Leland háskólann í Californíu teknir að þeim óvörum, og fyrir þá lagðar nokkrar afareinfaldar landafræðisspumingar, að því er blaðið “Lijterary Digest” segir frá. Þessir námsmenn voru allir á öðru og þriðja ári í “college”. Fávizka þessara manna um landafræði og um sögu, reyndist svo afskapleg, að allir stóðu forviða. Vér viljum aðeins nefna tvö dæmi: Af þessum 112 námsmönnum vissi aðeins 31 í hvaða landi Varsjá (Warsawa) liggur, og aðeins 18 vissu hvar Singapore liggur. Til þess að vita ekki hvar Varsjá liggur, höfuð- borg Póllands að fornu og nýju, þarf algerða vankunnáttu í landafræði, og sérstaklega þó í veraldarsögu, bæði fyr og nú. T. d. mun varla hafa liðið dag- ur svo á ófrijíarárunum 1914 —1918, að það nafn væri ekki pefnt. Um Singapore, einhvern allra merkilegasta verzlunar og hafnarbæ heimsins, þarf litlu minni vitleysu til að vita ekki neitt. — Þegar nú hið græna tréð, nemendur við einn af helztu háskólum í Bandaríkj- unum eru þannig að sér, hvers halda menn þá að sé að vænta af vesalings skrjfstofustúlk- unurn? Það dugar lítið að hörundið sé hvítt, eða eins og Davíð skáld kemst að orði “að Jík- aminn sé, sem laufguð björk”, ef “sálin er ægileg eyðimörk”. Og vér verðum vel að oss að gá, ef vér eigum ekki mjög bráðlega að kafna í algerðri skrílmenning. Þessi kaupmenskuöld, er vér nú lifum á, hefir að vísu aukið dálítið, en þó sáralítið á ment- un vora, en hún hefir stórspilt siðmenningu vorri. — Auðg- ast og margfaldast höfum vér. Vér erum, að heita má, búnir að leggja undir oss allann heim inn, en það er líka jafn-áreið- anlegt, að vér erum á góðum vegi með að líða tjón á sálum vorum — að svo rniklu leyti sem hægt er að glata ódauð- lugri sálinni í þessum heimi. ——0---------- DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðaiið. Lætkna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co,, Ltd.r Toronto, Ontario. Ræða á vopnahléshátíð (Eramh. frá bls. 1.) Skoðum glöggur dæmisöguna: Aust urríki — litli fingurinn — reis upp með hroka og reiö á vaöiö; vildi held ur blása aÖ litlum neista og kveikja heimsbál — jarðneskt helvíti — en að brjóta odd af oflæti sínu og semja sættir. Þýzkaland — langa- töngin — var dauðadrukkið af of. metnaði yfir styrkleika sínum og kröftum; vildi neyta þeirra krafta til þess að mola hvert bein í sínum veikari bræðrum til þess, að verða fremri aðalkeppinaut sínum á brautum heimsverzlunarinnar. Eng- lendingar — baugfingurinn — sem lýstu því yfir fyrir öllum heimi að þeir treystu á auðinn, dýrkuðu gull- kálfinn til að veita sér sigur me5 vald yfir öllum heimshöfum, og þar með yfir allri verzlun. Bandaríkin — þutnalfingurinn — sjálfstæð og sérgóð, kváðust geta ráðið úrslitum éftir vild, græddu lengi fé á því aí? þykjast vera hlutlaus og selja morð. vopn til beggja parta. iHolland — vísifingurinn — sem benti öllum heiminum á það, að samvinna en ekki stríð er öllum til heilla. Þar réði kona ríkjum. Vi'll nokkur halda því fram í ein- lægni og alvöru, að Holland sé ó- kristnari eða verri þjóð fyrir það, að hún sat hjá í friði og tók ekki þátt í hryðjuverkunum? Nei, nu loksins virðist sem 'mönnum sé að skiljast það, að hnefaréttur og fall- byssur geta aldrei skorið úr því hvor hafi á réttu máli að standa, þegar tvær þjóðir eða fleiri deila — ekki fremur en skammbyssa eða hnefa- högg geta skorið úr málum mil'li ein- staklinganna. Fyrir þennan skiln. ing, fyrir þetta ljós, fyrir þessa fram. för er oss skylt að þakka í dag. Vér erum stödd í kirkju. Verald- legu völdin ibrugðust köllun sinni svo að segja öll þegar eldraunir strjðsins bar að höndum. Þess mátti jafnve! vænta. En hitt var sorglegra og óvænt ara, að hin andlegu öflin — kirkjan og svokaílaðar siðferðisstofnanií skyldu einnig bregðast. Til er dæmisaga í ljóðum eftir Bandarikjaskáldið James Russell Lowell. Er þar drottinn sjálfur lát- inn heimsækja kirkju sína á jarð. ríki. Dæmisagan er þannig á ís. lenzku: “Eg ætla”, kvað drottin við sjálfan sig: “að sjá hvernig mennirnir trúa á mig” Um getnað og fæðing ei leið hans lá; hann lifendum birtist jörðu á. Þá heyrðist frá stjórnanda, kóngi og klerk: “Sjá, Kristur, sem gjörði öll dásemd- arverk er kominn á ný; látum fagnaðarfund verða fullkomna, dýrðlega hátíðar- stund”. Og glitofin klæði og gullinn sveig . á götuna lögðu þeir hvar sem hann steig; í háreistum sölum, með sykruð orð, þeir settu hann instan við konung. legt borð. Og hvelfingar skulfu við hljóðöldu. fffll, þeir hástöfum lofuðu verk hans öll. Mót dyrum í kirkju og dómssölum lands hékk dýrðlega máluð ímynd hans.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.