Heimskringla - 10.12.1924, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.12.1924, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 10. DES., 1924. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA Gullfoss Cafe (fyr Riooney’s Lunch) 629 Sargent Ave. Hreinlæti og smiekkvísi ræðujr ) mabartilbúninig-i vorum. Lítið hér inn og fáið yður að borða. SEEöfum ©innig altaf á boðstól- nm: kaffi og allskonar bakninga: tóbak, vindla. svaladrykki og skyr (Þeta iitla vxsnakver er eigulegt í alla staöi, og góSur vottur þess að vísnagerð er ekki í afturför hjá sveita fólki á íslandi. “Ferskeytlur” eru til sölu hjá Jón. as Jónassyni, 663 Pácific ave. hér í bænum og Finni bóksala Jónssyni, kostar einn dollar. SELMA LAGERLÖF: HELREIÐIN. KjaStan Hclgason, þýddi. |Eg held naumast að þaS unt væri að segja, að það væri ógætilegur dómur, þó fullyrt væri, að íslenzk blöð hafi yfirleitt verið heldur ó. fundvís á góðar skáldsögur, er þau hafa valið til þýðingar og birting. ar í dálkum sínum . Svo hefir að minsta kosti orðið um sögurnar, er þýddar hafa verið í vikublöðin okkar hér í Winnipeg, að mikið af þeim skrifum hefir verið þeim til lítillar sæmdar. í þvi efni gætu þau áreið. anlega tekið “Sameininguna”, rit lút. kirkjufélagsins til fyrirmyndar. Bók sú, er hér er getið um að ofan, hefir verið prentuð þar, en kemur nú út í laglegu formi í bókasölu hr. Finns Jónssonar. Þeim er þessar Xllífntir ritar, er það mjög ljúft verk, að vekja athygli lesenda “Heimskringlu” á bókinni, því hún hefir um langt skeið verið ein af eftirlætisbókum hans. Ber þar margt til. Fyrst og fremst er það andrúmsloft, er hvílir yfir ibókum Selmu Lagerlöf og með öllu er einstætt af því er ég hefi lesið. Frásögustillinn er undursamlega al- þýðulegur. Einfaldleikinn gerir hann í senn draumgjöfulann og tignarleg. ann. Það er eins og maður sé sest. ur að fótum gamallar fóstru, sem í senn er margfróð og forspá. Hug- myndin um gamlar völur fornaldar. ir.nar vaknar í huga manns, svo er Efsreynsian mikil og mannþekkingin. I þetta sinn er frásagan fléttuð ut- an um gamla þjóðsögu um “Hielreið- ina”, en svo nefnist farkostur sá, er ökumaður dauðans notar á ferðum sínum dánarbeðanna á milli. Er svo fyrirmælt, að sá er síðastur deyr á gamlárskvöld skuli gegna þessum starfa árlangt. Vitjar hann þeirra er. deyja og hjálpar þeim til að losna úr | læðingi líkamans. Er hugmynd þessi ] notuð með þeirri afburða leikni, sem ! óskabörnum listarinnar einum er gef. [ in. En þá er ekki minna um vert þá lífsskoðun, sem höf. flytur í viti sínu. Trúin á manneðlið er svo magnmikii, að það hefir ekki ósvipuð áhrif á mann því, sem Victor Hugo lýsir, er Jean Valjean fékk ekki sofnað í rúmi biskupsins, þótt hann væri ör_ þreyttur — af því að sængin var svo góð. Trú Selmu Lagerlöf er svo heil. brigð og sterk, að manni verður erf. itt um andardráttinn, eftir að hafa sogað að sér innibyrgðu lofti alvör. leysisins og lífsleiðinnar, sem sam- fara er rnestu af þvi er maður les. En sjálfsagt er það ekki öðru hent en slíku atgjörfi, sem þessi sænska kona býr yfir, að reyna flytja mönn. «m boðskap slíkan, sem hér er á ferð. inni. Ef snildin væri minni, frásag. an veikbygðari, þá mundi maður ekki gea fest trúnað á þá breytingu, sem hér er látin verða á hálfri nótt á einu því mesta úrþvætti, sem mynd hefir verið af dregin og maður refnist. En hér er þann veg skilið VIS frásöguna, að engin lausn er hugsanleg önnur en sú breyting, er verður á Davíð Holm, er hann ligg- ur fjötraður í Helreiðinni tvær fyrstu klukkustundir nýja árins. Yfirleitt hygg ég, að mörgum muni finnast einmitt þetta vera uijdunsam!! egasta einkenni bókarinnar — hvað hún er sönn. Og þau áhrif eru engu minni fyrir það þó frásagan sé klædd í þann dulræna búning, er hún ber. Er þetta auðvitað mikið fyrir þá sök, að höfundurinn trúir sýnilega sjálf svo ákveðið á þau áhrif, sem til mann.. anna geti borist, og 'berist, frá æðri heimi ,þegar mennirnir spyrni ekki sjálfir á móti þeim. íAð sjálfsögðu mundi það spilla á- nægju væntanlegra lesenda, /þf hér væri rekinn þráður sögunnar. Fyrir þá sök er því einnig slept. En ann. a,rjs er sá þráður óvenj u^ega hajg- lega fléttaður. Og fáum mun hent að nota svo óbrotnar persónur og alþýð- legar, er þeir fjalla um efni, sem svo er vandfarið með, sem hér er gert, þessar ómentuðu og einföldu Hjálp- ræðishersstúlkur hefjast upp í það veldi, sem ofan er allri mentun og veraldarvizku, þegar höf. hefir kent oss að lesa letur sálar þeirra. Eg held að það sé einhverju öðru en bókinni að kenna, ef menn leggja hana frá sér — eftir að hafa lesið 10 —20 fyrstu blaðsíðurnar — fyr en þeir hafa lokið við hana. Ojg ég held að flestir byrji á henni aftur, eftir nokkura daga. Þýðingin á bókinni er ágæt. Síra Kjartan Helgason ritar einkar lát. laust og hreint mál, og er skaði hve lítið sézt á prenti eftir þann mann. R. E. K. -------0-------- Sfgurbjörg, ljósmóðir, Helgadóttir. 5. jan. 1852. — 24. nóv. 1924. Fyrir skömmu síðan var þess get- ið hér í blaðinu, að andast hefði í bænum Selkirk, Man., ekkjan Sigur. björg ljósmóðir Hielgadóttir. Þessi stutta og fáorða andlátsfregn var eigi ætluð sem æfiminning og gat þvi heldur ekki æfiatriða hennar. En með þvx að kona þessi er almenningi vel kunn bæði hér vestra, en þó einkum heima á ættjörðinni, getur það eigi álitist ótilhlýðilegt að hennar sé nán. ar getið. Ekkjan Sigurbjörg Helgadóttir er fædd 5. janúar 1852 á Hrafnkelsstöð. um í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. For. eldrar hennar voru þau hjón Helgi Jóhannesson frá Snóksdal í Dala. sýslu og kona hans Sezelia, dóttir Björns bónda í Skörðum í Miðdölum í Dalasýslu, og Elínar Guðxnunds- dóttur, systur Sigurðar bónda á Heiði í Gönguskörðum í Skagafjarðarsýslu. Voru þau því þremenningar að frænd semi, Sigurbjörg og Stefán skóla. stjóri á Akureyri. Sigurbjörg ólzt upp í föðurgarði til tvítugs aldurs, en fluttist þá til Borg- arfjarðar, og giftist iþar árið 1873 fyrra manni sinum Páli Jónassyni fiá Stóra.Kambi í Breiðuvíkurhr^pp ,á Snæfellsnesi. Voru þau gefin saman í Reykholti af sira Þórði Þórðarsyni er þar var prestur (frá 1872—’84). Móðurætt Páls var að norðan, var hann dóttursonur síra Páls Bjarna. sonar á Undirfelli (frá 1794—1838) í Húnaþingi. Þau reistu bú á Norð. ur.Reykjum í Hálsasveit og bjuggu þAr ofan af árinu 1878, að Páll mað. ur hennar andaðist. Höfðu þau þá eignast tvo sonu er báðir eru nú bú. settir hér vestra: Jóhann Hjörtur, kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur fá Húsafelli, búa þau hjón við Otto í Gunnavatnsbygð, og Jónas tónfræð * ingur og hljómleikakennari, kvæntur Emilíu Baldvinsdóttur Baldvinssonar, fyrver. varafylkisritara í Winnipeg. Búa þau í Winnipeg. Þó Sigurbjörg væri orðin ekkja hélt hún áfram búi sínu á Norður.Reykj. um. Árið 1882 giftist hún öðru sinni. Hét seinni maður hennar Skarphéð- inn ísleifsson og var frá Signýjar. stöðum í Hálsasveit. Voru þau gef. in saman í Reykholti af síra Þórði Þórðarsyni, er þar var enn prestur. Bjuggu þau áfram á Norður.Reykj. um, unz Skaphéðinn maður hennar andaðist árið 1894. Með honum eign- aðist hún fjóra sonu. Eru tveir bú. settir hér vestra; Púll hókhaldari, kvæntur Ólinu Egiisdóttur Árnason. ar frá Bakka í Borgarfirði austur, búa þau í Winnipeg, og Kristján, kvæntur Ingibjörgu Klemenzdóttur Jónassonar frá Bólstaðarhlíð í Húna. þingi og búa þau í Selkirk. Tvo misti hún heima er báðir dóu á unga aldri, annar rúmt ársgamall en hinn tæpra fjögurra ára. Er Sigurbjörg var nú orðin ekkja í annað sinn, brá hún búi og flutt. ist til Reykjavíkur og dvaldi þar í þrjú ár. Tók hún þá að nema hjúkr- unarfræði, og var útskrifuð sem Ijósmóðir af landlækni Dr. J. Jónas. sen sumarið 1896. Hafa svo kunn. ugir sagt oss, að frá þeim tíma að hún útskrifaðist og ofan að síðustu áramótum hafi hún tekið á móti 450 börnum. Sjúkrahjúkrun varð og líka hennar aðalstarf upp frá þessu. Sumarið 1897 flutti hún til Ame. ríku fyrsta sinn og settist að í Win. nipeg. Hafði hún með sonu sxna tvo, Hjört og Kristján, hinn elzta og yngsta. Dvaldi hún þá hér vestra í sjö ár, en svo fór að þeim tíma Jiðn- um, að ekki festi hún hér yndi, og hvarf því heim aftur sumarið 1904. Skömmu eftir að hún kom heim tók hún við forstöðuembætti spitalans á ísafirði. Þjónaði hún því embætti í nokkur ár. Sumarið 1913 kom hún vestur aftur, öðru sinni. Voru þá synir hennar allir vestur fluttir fyrir nokkru og hér búsettir og langaði faana til þess að búa i nálægð við þá. En á sömu leið fór og áður, að eigi undi hún sér hér, og fór því heim aftur árið eftir. Dvaldi hún nxl heima í fimm ár, eða fram á sumar 1919, að hún kom hingað þriðja skifti og þá alfari frá Islandi. Hafði hún þá farið fimm ferðir yfir Atlanzhaf. En þótt hún dveldist hér það sem eftir var, var þó hugurinn löngum heima, en eigi var hún nú lengur fær um að fara slíka Iangferð. Þessi síðustu ár hjó hún á víxl í Winnipeg, og þá jafnan hjá Páli syni sínum, eða í Selkirk, og var þá ýmist til heimilis hjá Sigurbiimi Jónssyni og konu hans eða þeim hjónum Stef- áni Stefánssyni og konu hans. Lengsta æfi var Sigurbjörg hraust heilsu, og það alt fram á þetta síðasta, en þá fór hún að kenna las. Ieika. Hinn 17. nóvember íiðastlið. inn, fékk hún aðbeiningu af heila. iblóðfalli og eftir beiðni hennar, er hún var áður búin að gjöra, ef veik- indi bæru sér að höndum, var hún flutt á sjúkrahús Selkirkbæjar, og þar andaðist hún eftir skammvinnar en miklar þjáningar aðfaranótt mánudagsins 24. s. m. Jarðarförin fór fram fimtudaginn næsta eftir frá ls. lenzku lúth. kirkjunni í Selkirk. Yf. ir leyfum hennar töluðu séra Rögn. valdur Pétursson frá Winnipeg og heimapresturinn séra Níels Stein- grímur Þorláksson. Hún var jörð- uð í íslenzka grafreitnum við Sel- kirk. Sent þetta stutta æfiágrip ber með sér, var Sigurbjörg heitin tápmikil kona, ósérhlífin og framtakssöm. Viljaþrekið frábsért og starfsþolið ó- bilandi. Skyldurækni sýndi hún við öl! störf, og verk sín stundaði hún af hinni mestu alúð. Hún var hvarvetna vinsæl, og þeir sem henni kyntust virtu hana um fram aðra og þó eink. uni sjúklingarnir er hjúkrunar henn. ar nutu. Dagsverkið sjálft leysti hún af hendi með sæmd. Kunnugur maður, sira Lárus heit- inn Thorarinsen, er kennari var á Isafirði þegar hún var hjúkrunar- kona, lýsir henni svo: “Hún er skáldmælt vel og hin mesta merkiskona”. Ekki ætlum vér að reyna að lýsa henni frekar. En því má bæta við, að með henni er mæt kona til moldar gengin. Ef til vill hefir hún verið íslenzkari í lund en flestir þeir, sem hingað hafa flutt og sýna það hin. ar tíðu ferðir hennar heirn. En svo eru nú þær ferðir allar farnar, og einnig sú fei'ðin er allra bíður hvort sem þeir hafa ferðast langt eður skamt um æfina. Hjá ættingjum hennar og vinum lifir minning hennar — moldum of- ar. R. P. -------0----- JÖN RUNÓLFSSON: “Þögul leiftur”. Sökum veikinda hefir því miður ekki orðið af því, að hægt væri að fara svo yfir þessa bók, sem skyldi. Verður þvi ritdómur um hana að biða “Jólablaðs Heimskringlu”. En svo rnikið er þó óhætt að segja, að frá lengsta kvæðinu Enok Arden er alveg prýðilega gengið frá höf. undarins hendi. Hefir Hefir Tenny. son þar undan engu að kvarta. Þeir er unna Tennyson, og Enok Arden, mættu þess kvæðis vegna eins gefa sér bókina í jólagjöf. * 5. H. f. H. íslenzkir mánaðardagar 1925. Mánaðardagar þeir íslenzkir, er séra Rögnvaldur Pétursson hefir gef. ið út nú síðari árin, eru nú komnir á markaðinn, — árgangurinn 1925. Eins og flestum mun kunnugt, er mynd af merkum Islending á hverju mánaðarspjaldi, eða 12 í hverjum ár. gangi. Eru þar og stutt æfiágrip þeirra. Afmælisdagar þessir hafa fyrir löngu náð miklum og verðskuld- uðum vinsældum. Geta menn fengið þá fyrir 50 cent aðeins, með því að snúa sér til séra Rögnvaldar, 45 Home street. — I þetta skiftf fylgja þeim myndir af þessum mönnum. BERTEL HiiGNI Gtl N JÍLÖGSSOX 1S3XX—IHIS. Fæddur 29. maí 1839 í Rvík, voru systrasynir hann og Ben. Gröndal. Fór til Khafnar 1851 og byrjaöi þar skólanám. 1853 fer suöur á ítalíu 15 ára gam- all, heldur áfram námi í Róm til 1859, hverfur heim um tima, fer sama haust til Englands, veitir J>ar tímakenslu í norrænum frætium og dönsku. Meöal nemenda hans var Helena Ágústa, 5. barn Victoríu drottningar. 1860 feröast hann um Grikkland, Egypta- land og Austurlönd, þaöan til Italiu. írtskrifaBist frá háskólanum í Naples 1866; flytur til Lundúna 1868, til Chicago 1880, til Tacoma 1892. Andaöist þar 1918 Fróöastur manna i Austurlanda-málum. SfRA JóiV SVEIASSON. 1S57— Fæddur á Mööruvöllum i Hörgárdal 1857. Fluttist á þrettánda ári til Khafnar 1870. Nam skólalærdóm i Khöfn, Amiens á Frakklandi og á Englandi. Vígö- ist prestur innan Kaþólskukirkjunnar. Hefir stund- aö kenslu um langt skeiö viö St. Andreas læröa- skóla í Khöfn. Ritaö fjölda bóka á dönsku og þýzku, er allar bera stakan vott um hlýjan hug til lands og þjóöar. Tvær bækur hans hafa birst í íslenzkri þýöingu: “Nonni” 1922, "Borgin viö Sund- iö” 1923. Sannnefndur mannkærleikamatSur, og val- menni í öllum efnum. SIRA MAG.VtS HELGASON, Hkólastjóri. 1857— Fæddur í Birtingaholti í Árnessýslu 12. nóv. 1857. tjtskrifaöist úr Rvíkurskóla 1877, úr Prestaskó'la 1881. Vígöur aö Breiöabólstaö á Skógarströnd 1883. Prestur á Torfastööum í Biskupstungum 1885—1904. Kennari viö Flensborgarskóla .1904----8. Forstööu- maöur Kennaraskólans frá stofnun hans 1908, fram til þessa. Alþýöufræösla veriö hans aöal áhuga- efni og æfistarf. Heilvitrasti, víösýnasti og alvöru- gefnasti kennimaöur þjóöarinnar. Dr. J6N hORKELSSON, Lnndskjnlavöröur. 1S5D—1924. Fæddur á Ásum i Skaftártungu, 16. apríl 1859. 111- skrifaöist úr Rvíkurskóla 1882. Lauk Meistaraprófi í Norrænum fræöum viö Khafnarháskóla 1886. Doktor í heimspeki viö Khafnarháskóla 1888. Stofn- aöi “Sunnanfara” 1891. Skjalavöröur viö Landskjala- safniö 1899. Alþingism. 1893—8. Skrifstofustjóri Alþingis 1895, 1899—1905. Stofnaöi Sögufél. 1902. Forseti þess til dauöadags. Ritaöi mesta sæg af bókum um Island. Fróöastur allra manna um menn- ingu og sögu þjóöarinnar aö fornu og nýju. SKCLt THORODDSEN. 1859—1916- Fæddur í Haga á Baröaströnd, 6. jan. 1859. trtskrif. úr Rvíkurskóla 1879, í lögfræöi frá Khafnarháskóla 1884. Málaflutntngsmaöur viö Landsyfirréttinn 1884. Sýslumaöur í ísafjaröarsýslu 1886—95. Stofnaöi blaö- iö “Þjóöviljann” 1887 og ritstj. þess til dauöadags. Þingm. Eyfiröinga 1891—’3. ísfiröinga 1893—1916. Stakur gáfumaöur, og mikill áhrifamaöur á lands- mál á sinni tíö. Framsækinn og frjálslyndur á öll- um sviöum. BOGI TH. MELSTED, Magister. 1860— Fæddur í Klausturhólum, 4. maí 1860. Útskrifaöist úr Rvíkurskóla 1882. Lauk meistaraprófi viö Khafn- arháskóla 1890. Um tíma aöstoöarmaöur viö ríkis- skjalasafniö í Khöfn. Lagt aöalstund á Sögu. Gef- iö út “Sýnisbók ísl. Bðkm. á 19. öld” 1891, “Þættir úr sögu íslendinga 1900—’9”, er aö gefa út fslands- sögu, mikiö verk í mörgum bindum. Stofnaöi meö Dr. Valtý' Guömundssyni, Dr. Finni Jónssyni og Dr. Þorvaldi Thoroddsen, “Fræöafélagiö” i Khöfn 1913. Ritstjóri tímarits þess. Alþingism. Árnesinga 1893. Þarfur maöur og starfsamur. Dr. VALTfR GUÐMUNDSSON. 18(1«— Fæddur 11. marz 1860. trtskrifaöist úr Rvíkurskóla 1883. Mag Art Khafnarskóla 1887. Doct. Phil. 1889 Kennari í íslenzkri sögu og bókmentum viö Khafn- arháskóla 1890. Stofnaöi tímaritiö “Eimreiöin” 1893, ritstjóri hennar og eigandi til 1918. Þingmaö- ur Vestmanneyja 1894—1901; Gullbr. og Kjósar 1903 —1908; Seyöisfj. 1908—’12. Gaf út “íslands Kultur” 1902, auk fleiri rita. Riddari af Dannebrog 1904. Hinn mesti starfs og eljumaöur. Leiöandi stjórnmálamaöur um langt skeiö. Þýtt hefir hann margt á dönsku úr seinni tíöar bókmentum ísl. NIELS RYBERG FINSEN. 1800—1904. Fæddur í Þórshöfn á Færeyjum, 15. des. 1860. Ut- skrifaöur úr Rvíkurskóla 1882; í læknisfræöi viö Khafnarháskóla 1890. Aöstoöarkennari í líffæra- fræöi 1891. Kvæntist Ingibjörgu dóttur Balslevs bisk- ups 1892. Kom upp ljósrannsóknarstofu 1896. Full- komnaöi ljóslækningauppgötvan sína á næstu árum. Hlaut Nobels-verölaun 1903. Andaöist 24. sept. 1904. Faöir hans var Hannes amtm. Finsen, en móöir dönsk. Sómi norræna þjóöa. SIRA BJARNI ÞORSTEINSSON 1801— * Fæddur 14. okt. 1861 á Mel í Hraunhreppi. útskrif. úr Rvikurskóla 1883, úr Prestaskóla 1888. Vígöur aö Hvanneyri viö Siglufjörö 1888, þjónaö þar síöan. Afburöa. starfsmaöur á sviöi söngfræöinnar. Gefiö út fjölda rita t. d. “XX. Sönglög” 1893, “íslenzkur hátíöasöngur”, er hann samdi fyrir tilmæli kirkju- málastjórnar íslands, 1899; “Sex sönglög”, eftir hann sjálfan, 1899. “íslenzk sálmasöngsbók” 1903, “Tíu sönglög”, eftir hann sjálfan 1904, “Islenzk þjóölög”, -afarmikiö verk, er hann safnaöi og vann aö í 25 ár, frá 1880—1905. Khöfn 1906—’09., o. fl. ÖLAFUR DAVIÐSSON- , 1802—1903. Fæddur á Felli i Sléttuhliö 26. jan. 1862. tttskrif- aöist úr Rvíkurskóla 1882. Innrit. viö Khafnarhá- skóla sama ár, en tók ekki burtfararpróf. Dvaldi 16 ár í Khöfn, lagði mest stund á íslenzk fræöi, en las þó jafnframt náttúrufræöi. Hvarf heim 1898. Drukknaöi í Hörgá 6. sept. 1903. Var meö fróðustu, mönnum í íslenzkum sögnum og sögum viö aldar- lokin síðustu. Eftir hann er prentaö stórt safn “ísl. Gátur og skemtanir”, “Vikivakar og Þulur” 1888—1903, “Þjóðsögusafn” 1895; meöútgefandi tíma- ritsins “Huld” 1890—1893 o. fl. STEFAN JÓHANN STEFANSSON, skólastjftrl. 1SC3—1921. Fæddur 1. ágúst 1863 á Heiði í Gönguskörðum. Ut- skrifaöur úr Rvíkurskóla 1884. Cand Phil. Khafnar- háskóla 1887. Kennari viö Möðruvallaskóla 1887. Skólastjóri 1908—11921. Þingmaöur Skagf. 1901_______’8, 1912. Ræktunarfélagsstjóri Noröurlands um mörg ár[ Meö helztu vísindamönnum þjóðarinnar. Eftir hann er “Flóra íslands” 1901, og 1921.. Sannur framfara- maöur á öllum sviöum. JóN JóNSSON AÐILS, sagmfræöingur. 1S69—1920. Er fæddur í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, 25. apríl 1869. txtskrif. frá Rvíkurskóla 1889. Innritaöist viö Khafnarháskóla 1889, las læknisfræði en hætti og lagöi fyrir sig norræna sögu, og einkum sögu íslands- Fer heim 1897 veittur alþingisstyrkur til sagnaritun- ar. Kennari í sögu viö Háskóla Islands 1911—’20. Eftir hann er fjöldi merkra rita: “Skúli Magnús- son” 1906 og 1911; "Oddur Sigurðsson”, “Islenzkt þjóöerni 1903; “Gullöld Islendinga” 1906; “Dagrenn- ing” 1910, “Einokunarverzlun Dana á lsl.”,1919, o. fl. Frá íslandi. Einar Benediktsson skáld varð sextugixr 31. f. m. þann dag korn út ■xjftir hann , nýtt ættjarðþrkvæði, Minningaland, með nýju lagi teftir Sigfús Einarsson. E. B. er nú staddur erlendis og fjöldi virðing. ar, og heillaóskaskeyta hefir honum að maklegleikum borist frá vinum hans og kvæða hans. Hefir hann beðjð fyrix’ svohljóðandi svarskeyti (frá Berlin) : ‘|iFlytjið einlægar |xakkir hinum göfugtx vinum mínum fyrir lieilla. óskaskeytin á afmælinu, sem glöddu mig í framandi fjarlægð”. Rétt fyrir mánaðamótin fórust 3 menn í lendingu í Ölafsvík, höfðu verið í beitifjöru á vélbáti, en reru í land á pramma og hvolfdi honum. Mennirnir voru: Guðm. Runólfsson úr Ölafsvík og Sig. Bjarnason úr Fróðárhreppi, allir ungir og ó- kvæntir. — 30. okt. strandaði vél- báturinn Hegri á blindskeri við Klofninga, á leið’ til Borgarness. Höfðust bátsmenn lengi við i siglu. trénu, þegar sjór hækkaði á bátnum með flóði. Tveir þeirra féllu þó og druknuðu áður en bátur komst til biargar, eftir rúmar 2 stundir; var þá einn þeirra meðvitundarlaus, sem eftir lifðu. Þeir sem fórust voru Jóhannes Jósefsson kaupm. í Borgar- nesi og Ejyólfur Gunnarsson, ungur maður úr Þverárhlíð. — 29. okt. féll Þórður S. Vigfússon, háseti 4 Skalla grími, fyrir borð og druknaði. — 'Síðaptl. sunnudagsnótt strandaðj á Fljótafjöru í Meðallandi norska gufuskipið Ternesker, á leið frá Spáni, og átti að sækja fisk. Skip. verjar voru 15 og björguðust allir. Fjárhagsáætlun Akurevrar fyrir 1925 er nýlega samþykt. Útsvör eru þar alls 98600 kr. Af einstökum gjaldaliðum má nefna: 15 þús. kr. til holræsa og gangstétta, 9000 kr. til ræktunar á bæjarlandi. Loks má geta þess, að stjórnarkostnaður bæjarins er alls 20 þús. kr. Til fátækrafram. færslu hafa farið um 20 þús. kr. Togararnir afla nú vel, mest í ís og sigla með jafnóðum til Englands og slelja við góðu veírði. Belgaum seldi t. d. nýlega fyrir 1956 pund. RobinHood I nýjum, stórum ferköntuðum pakka, er kjarngóð, bragðgóð og ódýr morgunfæða sem innifelur óll gæði og heilnæmi sem einkenna allar hinar Robin 'Hood vörurnar. Þess utan er verðmætt eldhúss, eða borðáhald í hverjum pakka. RabinHood MillsLtd. MOOSEJAW CALGARY

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.