Heimskringla - 17.12.1924, Page 1

Heimskringla - 17.12.1924, Page 1
---------------■'"* VERÐLAUN GEFXN FTRIR I COUPONS OO UMBtrÐIR Wlnnlpeg. VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBUÐIR Sendllt eftlr vertillsta tll Royal Crown Soap I.td„ 664 Maln St. Wlnnlpeg. XXXIX. ARGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIf)VIKUDAGINN 17. DES„ 1924. NÚMER 12. ÁR-ROÐI. I. Ennþá lifir blessuð birtan, kær! Búin til þess ljós og yl að kynda — Nóttin gleypti sömu sól í gær Sem nú stafar nýá>rs-roða um tinda. Lýsing miðar, myrkrin standa ei kyr, Mannkynsdagur er úr nótt, að rakna Það er nú, sem þúsund sinnum fyr, í>rá og skyn af illum draum’ að vakna. Eins og lengst á hæstu hnjúkum sést Heiðrík sól úr bygðum allra landa, Þeir sem vissu og vildu manna bezt, Veður-móðu gleymskri upp-úr standa. Nakinn sannleik þeir sem þorðu að sjá, Þoku-gúlpum ofar ljós af degi. Vissu, að leiðir lífsins þekkjast á Ljóssins birtu, en næturskuggum eigi. Vissu, að ein er alskygn: ljóssins þrá, Og um nætur sér hvar liggur voði. Djörf og næm, svo nefna kann og sjá: Nöðru-kyn í leigu-gesta boði. Ratar brautir sínar, eins og sú Sól, er lýsir allra-veðra degi. Þekkir insta þátt í sinni trú: Þörf til góðs! en skattpeninginn eigi. II. Nýárs-guð, með geisladýrð um brár, Gengur fjöllin, niður hingað sendur — Sérhver dagur fyllir eilíf ár — Ofar myrkrum ljóssins veröld stendur. Margt þó vari ský og skugga-hlið, Skímulaus þó enn sé náttmyrk jörðin, Fullbirting sér þögul þolir við Þar til dagur ljómar on’ í skörðin! Stephan G. Washingtonför. Eftir Dr. M. B. HaUdórsson. Frh. úr. Eliot byrjaöi ræðu sína á því aÓ óska aö þessi kirkja mætti veröa hlið himnaríkis hverjum sem hana i'ti, hvort sem hann kæmi inn í hana eöa ekki, — kvaö hann hinni J’ngri kynslóö Ameríku mundi hent. ast> ef hún ætti að fást til aö gefa hristindóminum nokkurn gaum, sem f*star trúarjátningar, en því fleiri Verk aö vinna, enda væri kristindóm- wrinn ekki innifalinn í orðum einum, heldur kraftur sem streymdi gegn. vm líf manna, eins og rafmagn gegn 11 m málm. Hvort kirkjuleg starfsemi Iwrgaöi s'S ? — Ekki þeim, er alt mettu til 'auna eða ágóða, heldur hinum, sqm heptu áfram og uppáviö. Nefndi hann í þessu sambandi menn þá, er siÖastliöiö sumar létu líf sitt í til. rauninni til aö klifra upp á Everest tmdinn, þó þar uppi væri enga dem. anta að finna; ekkert anna'ö en ís og klungur og það ’— aö hafa komist nPP á hæsta tind veraldar. ÖIl var ræöan hin sköruglegasta, og var mér mikil ánægja aö hlusta á þenna göfuga foringja hins harð. ^nuna flokks manna, er nú í hundr. ár hafa staöiö fremstir í fylkingu þeirra er barist hafa fyrir frjálsum hugsunum í trúarefnum; altaf með jafn mjallhvítar og hreinar hendur þrátt fyrir allan bardagann og ó- þverrann sem að þeim hefir veriö kast a®>’ jafnvel stundum af þeim, sem aÖ einhverju leyti hafa veriö aö feta 1 fótspor þeirra. Engan trúarflokk veit ég göfugri, því enginn þeirra hefir gaumgæfilegar reynt aö sjá í Segnum helgiglýjuna er aldirnar hafa hlaðið að meistaranum mikla, og aö sk|Ija hans undraverðu persónu; sjá frá hans sjónarsviði, htigsa eins og hann hugsaöi, trúa því sem hann trúði; og engir nieta hann meira né dást aö honuin, þó fæstir þeirra felli sig við þá hugmynd, aö sjálf sal alheimsins hafi nokkurntíma búiö í mannlegum líkama. Eftir messu fór fram vígsla kirkj. unna, látlaus en áhrifamiki! athöfn. Eg fór snemma á fætur mánudags. morguninn, og hraðaði mér á lækn.. ingastöðvar ameríska hersins, en fann þar öllu lokað. Var Mr. Wall- ace sectretary of agriculture nýdá. inn, og var útför hans frá Hvíta- húsinu þenna morgun, þessvegna var bllum stjórnarskrifstofum lokað til kl. 1. e. h. Varð ég fyrir bragöið af skemtiferð, sem þeirn er komiS höfð *: til kirkjuvígslunnar var fyrirbúin seinnipart dagsins. Stjórnir hers og flota hafa til um. ráða tvær afarstórar byggingar sína hver, meðfram B. stræti vestarlega, og var ég nú þangað kominn, þar beint á móti er Potamac Park og minnismerki Lincolns aðeins lítinn spöl í burtu. Fór ég nú þangaö. Minnismerki Lincolns (Lincoln Memorial) er talið fegursta og til. komumesta minismerki sem ennþá hefir veriö bygt (aö undanteknu snildarverkinu Taj Mahal, sem Shah Jehan Indverjakonungur lét byggja yfir drotningu sina, mig minnir á 16. öld). Það er marmarabþ'g^ing, sem stendur eins og áður hefir verið sagt, vestarlega í Potamac Park, ör. skamt frá Potamac ánni, og í beinni línu austur og vestur viö kapitolið og Washington stöpulinn, sem stend. ut á hæð mitt á milli hinna tveggja, og er ein míla milli kapitolsins og stöpulsins, og önnur frá stöplinum til minnismerkisins. En rvorðuir af stöpulinum, um fjórðung mílu, er Hvitahúsið. Framhliöin snýr í aust- ur og er ferkantaö stööuvatn fram. undan. Mun sú gullfallega indverska hugmynd ekki vera notuð annars. staðar á vesturlöndum. Fyrst er ferkantaður grunnur og eru tröppur upp aö austan, þá er súlnaröð alt í kring frá grunni upp að þakskeggi, og er mjór gangur milli súlnanna og veggja. Veggir eru á þrjá vegu en aðeins aö nokkru leyti aö austan, því þar er breiður inngangur, sem engin hurö er fyrir. Þak er nærri flatt en á þakskeggi inn anum úthöggna blómsveiga eru nöfn ríkjanna fjörutíu og átta. M^an eg nú ekki röð þeirra. Inni er salur lítið eitt lengri frá noröri til suðurs, og er risavaxið lík. neski Lincolns sitjandi á stól fyrir vesturgólfi og snýr móti dyrum, en uppi yfir á veggnum er yfirskrift. in: ‘Tn this chamber as well as in the hearts of his countrymen, for whom he preserved the Union, is the rnemory of Lincoln enshrined for. ever”. Á norðurhlið er úthöggin- síöari innsetningaræöan, en þar uppi '. i:r er mynd e" tál-.nyr sameiningu ríkjanna eftir innanrikisstriðið, en á suðurvegg er Gettysburg.ræðan, (Þessar tvær þykja beztar af ræðum Lincolns, og eru taldar meðal gim. steina hinna miklu bókmenta enskunar), en uppi yfir uppi yfir mynd sem sýnir Frelsis. gyöjuna brjóta hlekkina af þrælunum. Öll er byggingin eins og' teningur. inn, þar er engu við aö bæta, en ekk. ert má missast. Aldrei eins og nú haföi ég skilið hvilíkt ómetanlegt dýrmæti Lincoln er þjóö sinni, því engum getur dulist aö þessi litli salur er hennar allra helgasta. Hér eru engar forboös. auglýsingar er fólk kemur inn (það er allan daginn og alla daga ársins að koma inn og fara út) hægt og lotn itigarfult; flestir taka ofan og enginn talar nema í hálfum hljóöum. Hér eru menn og konur af öllum stéttum og úr öllum áttum, en allir fara eins aö : standa fyrst og horfa á andlitið, ófríða en undursamlega, sem svo undraverðan stimpil hefir sett á þjóð sína; ganga svo hægt og hljóðlaust að norðurstafninum, lesa ræöuna og horfa á myndina sem yfir. er, færa sig síðan aö suðurstafninum og gjöra þaö sama, snúa sér svo við og horfa á líkneskið eftur dálitla stund og fara mun betri fyrir aö hafa komið. Eg hafði gjört eins og aðrir og stóð nú úti á tröppunum og horfði til austurs, þar sem Washington stöp. ullinn rís í loft upp, 535 feta hár, grár hvítur og tignarlegur eins og sá sem hann er heitinn eftir. Veörið var ynd islegt, blítt og blæjalogn og sá til sólar þó skýað væri loft, mér varö litið niöur á stöðuvatniö og sá þá að stöpullinn, þó í rnílu fjarlægð, speglaöi sig í því og náði toppuirnn fast upp að tröppunum. Fanst mér þá eins og þar væri Washington sjálf ur kominn í blárri silkikápu, hvítum j silkibuxum og sokkum, með þrí. hyrndan hatt í hendi og hneigja sig djúpt fyrir svartklædda manninum, sem meö ótal öörum lét líf sitt til j þess að ríkið sem hann stofnaði skyldi ekki klofna né hans mikla dagsverk verða til ónýtis. Eg náði mér í “bus” til baka upp að Hvítahúsinu, þar var saman kom. inn fjöldi fólks til aö vera viö jarð- arför secretary Wallace. Aldraöur maöur i síðum gullhneptum frakka stóð hér á miðju stræti, Pennsylvanía avenue, og leiðbeindi umferöinni. Baðaði hann báðum höndum og sýnd- ! ist hafa skemtun af verkinu. Bra mér i brún sem ekki hefi átt öðru að venj ast en langleggjuðum umferðarstjór. um, sem eru illilegir eins og fanga. verðir, og sem ekki mega hreyfa höf- uðin svo ekki heyrist hringlið i kvörninni. Hafði ég aldrei séö svo velbúinn og glaölyndan umferöa. stjóra fyr, enda voru hér á ferö sambandsstjórar og annað stórmenni. Mig hálflangaði til að slást í förina með en treysti mér ekki í mannþröng ina, fór þvi yfir strætiö i dálítinn skemtigarð sem þar er og hvíldi mig Seinnipart dagsins eyddi ég viö j lækningastöðvar hersins, og var þar 1 vel tekið, fékk ég þar þær upplýsing. ar sem ég hafði komiö til að fá, og fór þaðan hinn ánægöasti. Var ég nú búinn til brottferðar, nema að ég vildi vera á samkomu sem haldast átti í All Souls kirkjunni þetta kvöld. Var Taft dómari einn ræðunianna; ég vildi ekki missa af aö sjá hann og heyra. En tími var naumur og mátti engu muna, aö ég næði þá í lest áleiðis til Detroit, því þangað var fetðinni næst heitiö. Eg lét þó arka aö auðnu og fór, en órótt var mér Iengi vel, því mér fanst alt ætla aö dragast of lengi. Þó var það óþarfi, því það reynd. ist að ég hafði nægan tima. Dagskrá var sú ánægjulegasta, og var öll “broad casted”. Flutti prestur safnaðarins ávarp til hinna fjærver. andi áheyrenda. Var þá sunginn sálmur, þar næst las prestur upp sælu. boðin og flutti bæn, baö aö síöustu alla sem heyrðu mál sitt aö lesa meö sér “Faðir vor” upphátt. Þá fluttu ýmsir ræður og var háyfirdómari Taft síðastur. William Hovard Taft ber andlega og líkamlega höfuð og heröar yfir flesta menn. Ef'hann nú einn á lífi, þeirra manna sem nokkurntima hefir borið gæfu til aö öölast tvö æöstu en bættin sem þjóð hans hefir að veita fyrir utan ótal önnur trúnaðar verk sem hann hefir verið valinn til a? framkvæma. Hann er vel ern enr og hraustlegur í útliti. Hélt hann nr stutta tölu um útlitið i heiminum, oc kvað þaö aldrei hafa verið betra fær nrj ástandið batnandi meö degi hverj. um. Konunga skal hafa til frægðar er ekki langlífis, sagði Magnús konung. ur berbeinn. Þetta sýn. ist rætast á hinum ókrýndu konung. um Ameríku, þó ekki sé stjórnartíð löng, og ekki falli þar í orustum. Mr, Taft er þar undantekning eins og i mörgu ööru, hann sýnist ætlaður ti! bæöi frægðar og langlifis. Þegar skemtuninni var lokið, fékl ég mér vagn í snatri og komst á járnbrautarstöðvarnar i tæka tíð. Ní var kotnin rigning og niöamyrkur svo jafnvel strætisljósin sýndust lít. iö stærri en kattarauga, en í suöri lit. ið eitt til vesturs, hófst úr þessu kol. svarta hafi, uppljómaður turn kapi. tolsins, með þeirri tign, ró og prýö sem algjörð samsvörun ein getui gefið. Hann er á degi eða nóttu þaí fyrsta sem maður sér, þegar komií er út úr járnbrautarstöðinni, og hií síöasta þegar farið er þangaö inn, oj ætíö minnir hann á hin ógleymanlegt orö Garfields, þegar hann daginn eft. ir að Lincoln var myrtur, stöövað upphlaupið í New York með einn setningu. Sagan segir oss frá a? múgurinn hafi streymt eins og fram. hlaupin jökulsá niður eftir Fiftl Avenue og enginn hafi ráðið vi? neitt. Þá hafi einn maður komi'! gangandi á móti með ekki annaö a? vopni en ameriska flaggið sem blakt á stuttri stöng yfir höfði honttm Þegar hann mætti múgnum, hél hann upp hægri hönd sinni, og ment stönsuðu, þögnttðu. Það sem maðtir Inn, sem var Garfield isagöi var “God reigns, and the Govemment ii Washington still lives” — upphlaupií hætti, og rnenn fóru heim til sin. Yes, God reigns, —. and is no mocked. ÞAKKLÆTI. Hér með votta eg mitt inr legasta þakklæti öllum þeii sem á einhvern hátt tóku þá í kjörum mínum og minna v fráfall mannsins míns sál. I nefni engin nöfn, en sá veit þt ■jSem alla hluttekning launar Lundar des. 15. 1924 Sigrún Thorgrímsso Jón Runólfsson, skáld er gefið hefir út nýja kvæðabók “Þögul Leiftur”, sem getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Slitur. Lesendur “Heimskr.” munu með ánægju hafa lesið nokkr- ar greinir er birst hafa í blað- inu eftir L. F., undir fyrirsögn- inni “Salmagundi”. Tvent dró atliygli mína að þessum greinum í fyrstu: fyrir- sögnin — sem ég reyndar ekki skildi, og varð að spyrja Webster um — og liitt, að höf. batt ekki bagga sína á vísu fjöld ans, í hugsun og framsetningi. En síðast er það vitnisburður L. F. í 11. tbl. “Heimskringlu”, sem er þess verður að festur sé í minni. Ungum — 12 ára — er L. F. hálfþröngvað til að lesa Péturs postillu, Njálu, Grettis- sögu o. s. frv. Postillan var hon um erfið, en íslendingasögurn- ar náðu tökum á hug hans, sem vænta mátti, — slík eru áhrif þeirra á hugi greindra unglinga. En aðalatriðið er þetta: L. F. lærði að lesa íslenzku, — eign- aðist lykil að fjársjóðum ís- lenzkra snillinga, er ella myndu honum lokaðir enn þann dag í dag. Þann heim opnuðu íslend- ingasögurnar drengnum, er síð- ar varð til að lokka hann til sniðgöngu við þá sérhlífni fjölda manna, að láta aðra lesa — og og hugsa — fyrir sig, menn, sem ekki voru læsari en svo, að þeim yfirsást kjarninn í því, sem bezt var mælt og kveöið á ís- lenzka tungu. — Og að loknum “lestri” þyrluðu upp óverðskuld uðum sleggjudómum um menn og málefni. — 'Fleiri vestur-ísl. ungmenni en L. F. myndu er stundir líða, verða þakklát fyrir þá lestrar- kenslu, er gæfi þeim kost á af eigin ramleik að “uppgötva” Stephan G., kynnast honum eins og hann er á söngvalandinu: vitur, orðhagur, mannúðlegur og ávalt sannleikanum trúr — og bætti um leið að nokkru þá bláþræði, er nú finnast á lestr- arkunnáttu margra hinna eldri íslendinga hér vestra, Á. ----0---- Ur bænum. Séra Rögnvaldur Pétursson messar í félagshúsinu að River- ton, sunnudaginn 21. þ. m. kl. 2 e. h. Góðir lesendur sögunnar “Litla stúlkan hans”, eru beðn- ir velvirðingar á, að í þessu eintaki er byrjað á 13. kapítula í stað 11. — Þessi villa stafar af vangá á prentsmiðjunni og var ekki tekið eftir henni fyr en svo að ómögulegt var að leiðrétta í þessu blaði. — Næst verður birt það sem úr hefir fallið. Hjónavfgslur framkvæmdar af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton Str., miðvikudag- inn 10. des., þau Christian Johnson frá Sinclair, Man., og Ragnhildur Einarsson frá Lund- ar, Man. Heimili þeirra verður að Sinclair. Föstudaginn 12. des., þau Harry Johnson og Lily Blossom Johnson, bæði til heimiiis í Winnipeg. Heimili þeirra hér í borginni. IFTRSTA SKIFTI í sögu þessa lands hefir ÍSLENDINGUR verið dæmdur til dauða. Dómnum verður fullnægt áður en tveir mánuðir eru liðnir, ef ekkert verður aðgert. Eftir Hegnum, sem hafa bor- ist frá einni deild Þjóðræknisfélagsins, og einum íslenzkum lögmanni, neitar þessi íslendingur fastlega að vera sekur. En hann er umkomulaus og fátækur óhappamaður, og hefir því litla eða enga vörn fengið, og verið sakfeldur samkvæmt mjög vafasömum líkum. Samkvæmt áskorunum hefir stjórnarnefnd Þjóðæknisfélagsins ákveðið að boða í Goodtemplara-húsinu á Sargent ave., föstudagskvöldið þessa mánaðar, klukkan 8 síðdegis. — Leggist ekki þenna ft undir hofuð. Hafið ekki á samvizkunni að hafa ekkert reynt að bjarga landa yðar, sem ef til vill er saklaus. — Auk be< máls verður og tekið fyrir annað mál er varðar heiður íslem þjóðarbrotsins her vestanhafs. STJÓRNARNEFND ÞJóÐRÆKNISFJELASINS.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.