Heimskringla - 17.12.1924, Page 4

Heimskringla - 17.12.1924, Page 4
 12. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. DES., 1924. •' 1 11 Hdtnskringla (Stofna9 1880) Kemur fit fi hverjum mlíJvlkudegl. KIGBNDURl VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVB., AVINNIPEO, 'I'ulNími: N-6537 Verí blaT5sins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS L.TD. SIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. I'tnnA.skrlft tll blnbulnn: TIIE VIKING I'IIESS, Ltd., Box 8105 UtanfiMkrlft tll rltMtjfiranM: EDITOR HEIM8KRINGLA, Box 8105 WINNII'EG, MAN. “Heimskrlngla ls published by The VlklnK Press Ltd. and printed by CITY PRINTING Jt PUBIiISHINO CO. 853-855 Saricent Ave., Wlnnlpesr. Man. Telephone: N 6537 * ■ ....... f WINNIPEG, MANITOBA, 17. DES., 1924 Bækur sendar Heimskringlu. Jón Runólfsson: Þögul Leift- ur. 270 bls. 8vo. Kostnaðar- maður Sveinn ThorvaldMon. City Printing & Publishing Co. Winnipeg, 1924. Nú fellur vængjum aftans af í alkyrð húmið gráitt; og leiftrin þögul líða hjá, sem lifa í vestur-átt; þau bruna ljósfleyg austur um hinn endalausa geim sem sálir ljóss, er sjafnafund nú sæki í austurheim. Þannig byrjar fyrsta kvæðið í þessari ljóðabók, kvæðið, sem hún dregur nafn sitt af. Og það er vel til fundið. Jón Runólfsson hefir verið þögult leiftur í vesturátt, á íslenzkum bókmentahimni. Með þessari kvæðabók sækir ljósfleyg sál hans austur um haf. Austur í drauma- löndin, þar sem ljóssæknar sálir eiga sér eilíft athvarf, þó líkaminn, sem þær búa í, aldrei beri gæfu til þess að una þar, eða þrífast. Eins og flest skáld — flestir skapandi menn — mun Jón Runólfsson ekki gæfu- maður, að því leyti, að hann hafi séð mik- ið af æskudraumum ungs manns rætast, til fjár eða frama. En frumortu kvæðin í þessari bók bera vott um, að þann veg hefir gæfan haldið hendi sinni yfir hon- um, að þau vonbrigði, er íslenzkum skáld- um jafnan mæta, hafa ekki ýft skap hans til heiftar eða harðýðgis. Mér finst eg geta lesið á milli línanna, að þau hafi gert hann aðeins enn viðkvæmari og næmari fyrir öllu sem fagurt er, og öllu sem veikt, forsmá'ð og saklaust er. Og gert hann mildari og friðsamari. Þeir eiginleikar eru rauði þráðurinn og ívafið í langmest- um hluta frumortu kvæðanna, og lang- bezta hluta þeirra, þó fá dæmi aðeins verði hér talin. Hvergi kemur þetta fram með einfald- ari yndisleik en í kvæðinu “Perla lífsins”, sem er ort til Maríu litlu bróðurdóttur hans. Þaðan eru þessi erindi: Og alla þá grátfegurð öðlast hún hefur, sem eygló í táradýrð regnbogans vefur. Samt kemur hún stundum svo kímin og glettin, og kyssi eg þá hönd hennar: tekur hún sprettinn og byrstir sig til mín; svo brosir hún aftur, en brosið það, það er sigursins kraftur. Úr brjósti mér sársaukann bros hennar tekur; hið bezta, sem til er í sál minni’ hún vekur. Ó, gráti hún, er þá sem dimmi í dölum og drúpandi hrygðarský grúfi yfir sölum; . en hlæi’ ’ún og syngi’ ’ún og hlaupi’ ’ún til ömmu, þá hlær líka vonarsól pabba og mömmu. Eg vona hún dafni. Eg veit að hún lifir og vonarljós tendrar hún gröf minni yfir. Hann hefir jafna samúð með blómi og bami. Gleðst jafnt yfir fegurð þess og sætri angan, og finnur jafnsárt til, þegar hvorutveggja er frá því horfið, sem væri hann að blanda hörmum sínum við harma annarar lifandi veru. Þetta er í kvæðinu “Frostnótt”: eg séð hef þái er naumast hirtu brá um bjarta nótt, og fór eg einn um dalinn, á stöngli sínum standa eftir kalinn í stundar hjelufrosti hnappinn smá. Hann angar ei, hann engan blóma ber; hans blómtíð hvarf, sem hugþreyð sýn í draum, og samt hann finnur lífsins ljúfa straum er logar heitt og um bans stöngul fer. Kom, vinur smár, og hníg að hjarta mér, því hver veit nema böl þitt vel eg kenni; þótt hjarta mitt í loga lífsins brenni, það líka snortið kossi dauðans er. Það verður að fara stutt yfir sögu. En hér má greina, að vonbrigðin muni stund um hafa sviðið. Full vissa fyrir því fæst betri annarsstaðar. Bezt í kvæðinu “Hill- ingar á Sahara”: Fagurtyrnd og fannhvít skín fyrirheitna borgin mín handan vötnin blóðlit, breið, — beina pálmar minni leið. Þarna' að síðstu, sagði eg þá, sjá ég takmark lífsins má. Þarna’ er andans hugþreyð höfn handan þessa blóðgu dröfn. Ógnir mér ei aftrað fá endimörkum þeim að ná. Engin tálman, engin neyð, ótal pálmar vísa leið. j Skeiðið þreytt til enda er — eyðimörkin sama hér glóðheit, skrælþurr, skjóllaus, ber; skefur sand í augu mér. Þeir draga yfirleitt ekki arnsúg á fluginu, Jón og Pegasus. Þeir hendast ekki yfir fjöll og hálsa á stórstökki. Og að lokinni ferð stígur Jón ekki af baki til þess að lemja stálsverðinu flötu á eirbukl- arann, í sigurvímu, eftir að hafa yfirstíg- ið torfærur málþrautanna. Yfirleitt er lítið af hvellandi málmhljóði í þessum kvæðum, og fer það að vonum, sam- kvæmt því, er sagt var að framan. Þó er ein ágæt undantekning í kvæðinu til Einars myndhöggvara Jónssonar: Því efst upp að Sökkvabekks helgum hörgum hans hugsjónir flugu og sókndjörf þrá sem hvítir fálkar að himinbjörgum, er heiðblámann fleygustu vængjum slá; en valfleyg hugsjón, í þrá við þrautir og þyngstu búsifjar, ryður sér brautir. Nú stendur hann eins og stuðlabjörgin og stöpull frægðar og sæmd vors lands því myndirnar sínar hann hjó við hörg- inn er í hugsjá andans hann sá, og lifa í listverkum hans. — Af hreinum ástarkvæðum er ekki mikið. Fallegt kvæði er þó “Mig dreymdi” og slegið þar á undur fallegan og kyn- lega ómandi streng í byrjuninni: I Mig dreymdi svo sætan þá sumarnótt í sólbjarmans gullrökkur næði. Mig dreymdi svo hugljúft, en hrökk upp svo skjótt við heimlandsins mófuglakvæði. Enn einkennilegri og betri er þó vísan “Ást mín”: t Við skulum unnast endalaust og auka jarðabætur. En svo þegar kemur hinzta haust, og heljar dynur úti raust, þá skulum við ást mín, aldrei Jfara á fætur. ' Þessi smávísa, full jxl blíðu, og vafin í smábrosi, minnir ósjálfrátt á Pál Ólafs- son, þegar hann var að yrkja til Ragn- heiðar sinnar. Og þó er þessi vísa alger- lega frumleg. “í frosti” er líka fallegt kvæði af sama toga spunnið. Af gletnis- og háðvísum er dálítið í bókinni. Sumt af þeim hefir verið á hvers manns vörum hér vestra, og jafnvel farið austur um haf, t. d. “Aumingja Stjana”, og “í myrkri”. Naprasta vísan er “Mann- kærleiksmaðurinn”: I Ef náungann sér hann í nauðum stadd- an, svo nakinn og svangann, sem enginn lét gladdan, i fer o’n í vasann — hann verður svo frá sér — og vatninu snýtir úr nösunum á sér. En hvössust er þessi — með öllum skýrustu og beztu einkennum íslenzkrar ferskeytlu — “hvöss sem byssustingur”, eins og Andrés heitinn Björnsson komst að orði. Hún heitir “Orðabelgurinn”: Eitt er, sem eg oft til fann: ekkert guð vill segja gegnum opinn orðbelg þann, sem aldrei lærði að þegja. Þetta er aðdáanlega að orði kom- ist. Auk kvæðanna, er eg hefi nefnt hér að framan, vildi eg meðal frumortu kvæð- anna benda ál “Móðirin út með sjónum”; “Mig heilla þær hægstrauma lindir” — hvorttveggja ágæt kvæði; “Fáninn blái og jólin”, — þó enn vanti því miður mikið á, að vonir skáldsins um það tákn hafi ræzt; “Spegillinn” og “Heimilisástæður mínar”. Þýðingar úr ýmsum málum eru nær því helmingur bókarinnar. Enok Arden — mesta viðfangsefni bókarinnar — er svo rúm helft þess helmings. Þýðingarnar mega víst allar teljast góð- ar, sumar ágætar. Eg vil nefna “Systurn- ar” eftir Tennyson, sem birtist í jólablaði Heimskringlu í fyrra; “Nykurinn” eftir Welhaven, óg er þýðingin eflaust betri en frumsamda kvæðið. “Gakk þig” eftir Tennyson, og síðast en ekki sízt “Draum- ur konu Pílatusar” eftir Markham. Á þeirri þýðingu er sá snildarbragur, að mig sárlangar til þess að prenta það upp alt — því eiginlega er enginn einn kafli öðrum betri — en til þess er það oflangt. Um aðalverkið, Enok Arden,, má það sama um þýðinguna segja. Frá henni er svo vel gengið, að Tennyson í gröf sinni, og ensk og íslenzk þjóð mega vera Jóni Runólfssyni þakklát fyrir. Eg tek hér til dæmis tvö sýnishorn. Fyrst byrjunina á kvæðinu; lýsinguna á staðháttum í þorpinu: Strandraðir langra kletta klýfur gjögur; í gjögri því er frauð við fölan sand; við bryggju gegnt er þyrping rauðra þaka; þá hrörleg kirkja; hærra langur 'stígur klífur að mylnu, er mænir liátt; en bak við ber gráa og sendna heiðarbrún við him- in og hauga Dana; dafnar heslirunnur í skálmyndaðri skrúðlaut heiðarinnar, og hleður margur hnetur þar á haustin. Þetta verður tæpast gert betur. Að- eins örfáir snillingar geta gert eins vel. Hitt dæmið er þar sem Tennyson lýsir eyðieyjunni í hitabeltinu, þar sem Enok Arden verður að þreyja árum saman, ein- mana, við skelfilega og miskunnarlausa dýrð miðjarðarhvelsins. Þar hefir Tenny- son komist lengst h' málskrúði í þessu kvæði, og enda óvíða gert betur. Alt upp á gnýpu fjallið skógi.skrýtt hann hefjast sá, og rjóður þess og rinda liðast um brattann eins og braut til him- ins, beinvaxinn kókos krónum fjaðra drúpa, skordýr og fugla líða hjá sem leiftur, vafjurtir langar gullinbjöllum glitra, vefjast um stofna tigulegra trjáa og teygja álmur alt að ægi fram og — miðrar jarðar dýrð og geislaglóð; sem slíkt hann sá, en það, sem helzt hann hefði óskað að sjá, hann aldrei litið fékk: mannlegrar sálar vinlegt viðurlit, né þreyða mannsrödd heyrt; en heyrði í stað þess flöktandi sæfugls-mergðar glamm og garg, lágarða báknin drynja dimt við rifið, vindþytinn svífa í toppi risatrjáa, er gróðurfrjóvum greinum skotið fá und sólarbáli í himinhvirfils firð; ellegar gljúfra fossaföllin steypast þjóstmikil niður fjallsins hlíð í hafið, er ranglaði hann með sænum eða sat í bjargskor sinni, er gagnvart hafi gein, með farþrá manns, er fley sitt brotið hefir og bíður komu skips, en dag frá degi sér enga sigling; aðeins þau hin sömu eldroðnu skeyti upprennandi sólar sundrast við bjargið, sindra um pálma og burkna; blossandi sól um hafið alt til austurs; blossandi sól um eyna, yfir honum; blossandi sól um hafsins vötn til vesturs; svo þrúðga nótt með himin stórra stjarna og hafsins brimgný 'dimmri æ og — aftur eldroðin skeyti upprennandi sólar, en — enga sigling. Hafi maður ekki tekið verulega eftir því, við að fara fremur fljótlega yfir frumortu kvæðin, þá sér maður það við saman- burð þýðingarinnar við frum- kvæðið, sem er annað aðalein- kennið við ljóðagerð Jóns Run- ólfssonar. Hann er smekkvís og kræsinn á oröaval. Því fylgir orðhegurð hjá honum, eins og reyndar flestum, sem svo eru gerðir. Og þegar einu sinni er eftir þessu tekið, verður það æ ljósara. Hann kastar ekki teningum um orðin. Hann situr og gæðir sér á því, að virða fyrir sér lýsingarorð og um- sagnir, eins og sælkeri yfir nægtahorni. Og hann velur, metur og bíður, unz rétta orð- ið er fundið; orðið, sem hefir hin réttu blæbrigði lits og hljóms, svo að náð verði hug- rænu og listrænu samræmi. Hann er orðglaður maður; í þess orðs bezta skilningi. Orð- gleði hans er ekki orðaglamur, ekki orðatildur. Hann les orðin eins og fögur blóm eða höfuga ávaxtaklasa. “og raðar þeim með slíkri natni og nýtni, að líkist nastri náttúrunnar sjálfrar, er fræögn sína eða blóm hún býr”; eins og liann kemst að orði á einum stað í “Enok Arden”. Þessi natni og nákvæmni stafar bæði af fegurðarsmekk, og af auðmjúkri lotning fyrir göfugasta málinu í heiminum, íslenzkunni. Sú heilaga auð- mýkt ber “Enok Arden” í eitt af öndvegissætunum meðal listaþýðinga á íslenzku máli. Allir íslendingar, austan hafs og vestan, sem bæði málin lesa ættu að kaupa jþessa bók. Þýðingin á “Enok Arden” ein, marghorgar 'þeim vei’ð bókar- innar. Vitanlega er þessi hók langt frá því að vera óaðfinnanleg. Jafnvel getur skáldinu einstöku sinnum skotist í orðavalinu, þó örsjaldan sé. Eg hefði t. d. kunnað betur við að láta “vindþytinn ‘hvískra’ en ‘svífa’ í toppi risatrjáa”. En þetta er smámunasemi, sem eiginlega á tæpast hér heima. Á þær misfellur, sem fund- vísum maðknef kynni að þykja gaman að tína úr, verður hér ekki minst. Fyrst og fremst «-u misfellur fá/ar, þó gæði séu hér misjöfn, sem annarTT staðar. Og svo ber að dæma menn eftir því sem þeir gera bezt, ef hroðinn er ekki alveg yfirgnæfandi. Og þessi bók á það skilið, að eingöngu sé tek- ið tillit til þess sem þar er bezt gert. — Það hefi ég reynt að gera lítið eitt hér að framan. S. H f. H. ------d------ Stutt samta! við Kvaran Rétt áður en blaðið fór til prentunar í kvöld, komu þau hjón, frú Gíslína og Einar Hjör- leifsson Kvaran. Heimskringla náði stuttu samtali við Mr. Kvaran, sem hefir nokkuð grán- að í þau nærfelt 10 ár, er liðin eru síðan vér vorum síðast heima á íslandi. Þau hjónin fóru til Danmerk- ur í september, eins og áður hefir verið umgetið. — Höfðu þau orð á því hve hugir Dana væru stórbreyttir í garð ís- lendinga, síðan á uppkastsár- unum. Er það auðheyrt, fyrir þann sem til þekkir í Kaup- mannahöfn, þó Mr. Kvaran segi ekki frá öðru en þurrustu og nauðsynlegustu staðreyndum, að hann hefir verið hyltur þar af æðstu mentunaröflum höfuðstaðarins, sem nefndur hefir verið Aþena Norður- Evrópu, með þeirri virðingu, er honum ber, sem æðsta núlifandi höfuðsmanni bókmenta heillar þjóðar. Beiðnir um að halda fyr irlestra hafa streymt inn til hans, miklu fleiri en svo, að hann gæti við þeim orðið. Með- DODD’S nýrnapillur eru bezta nýmameðalið. Læikna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilis kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontario. al annars varð hann að hafna fyrirlestrakvöldi lijá “Student- erforeningen”. Það er stúdenta- félagið danska, en mjög frá- brugðið stúdentafélögum hér. I þessu félagi eru aðeins þeir menn er háskólanám stunda, — þ. e. a. s. hafa tekið stú- dents- og heimspekispróf, æðstu embættis- og menta- menn. Stendur mentafélag þetta með ákaflega miklum blóma, og á einhvert allra mesta og skrautlegasta stórhýsið í Kaup- mannahöfn. Félagið er sér úti um fyrirlestara frá öllum helztu mentalöndum heimsins, og leit- ar ekki til annara en frægra manna. Tvo fyrirlestra hélt Kvaran í Kaupmannahöfn. Annan f Dansk-Islandsk Samfund, í 50 ára minningu stjórnarskrár- innar, um framfarir á fslandi f þann tíma. Voru þeir liyltir það kvöld af félaginu, Einar H. Kvaran og Svb. Sveinbjörnsson tónskáld. Eru í því félagi ýmsir af æðstu valdsmönnum í Dan- mörku. Birtist sá fyrirlestur í stórblaðinu “Politiken”. Hinn fyrirlesturinn var hald- inn í “Selskab for psykisk forskning”, og var um sálarrannsóknir. Birtist sá fyr- irlestur í þrem stórblöðum, sem kend eru við Ferslew. Sætir það miklum tíðendum og sýnir bezt hve merkilegur fyrirlesari Kvar- an þykir, bví þau blöð eru ákaf lega afturhaldssöm í trúmálum og landsmálum, og voru áður harla litlir viuir íslendinga. —■ Beiðni fékk Mr. Kvaran frá Mr. Dingwall, Research Officer for the Society of Psychical Research um að verða samferða til Bretlands danska mið- linum Einer Nielsen, til rann- sókna þar, undir sömu kring- umstæðum og í Reykjavík, því hann væri þess fullviss að allur útbúnaður hefði verið svo, að nægileg trygging væri, að eng- in svik hefðu þar fram getað farið. En E. Nielsen gat ekki við þessum tilmælum orðið vegna heimilisástæðna nú. Ferðin vestur um haf gekk fljótt og vel sem áætlað var, og voru bæði þau hjón liress, og að öllu leyti vel á sig komin eftir férðina, þó þeim fyndist jóla- veðrið, er Manitoba heilsaði þeim með, sem gömlum kunn- ingjum, í svalasta lagi. ------0------ Ur bænum HLJÓMBROT. (Skáldið Magnús Markússon hefir sent út nýja ljóðabók með því nafni. Verður umgetning um hana að bíða lítið eitt. Bók- in er um 270 bls. að stærð; prentun og allur frágangur hinn prýðilegasti, og er hún í brúnni skrautkápu. Verkið hef- ir City Printing & Publishing Company, 853 Sargent Ave., leyst af hendi. Þeir, sem vilja eignast bókina, — sem er á- gæt jólagjöf — (kostar aðeins $2.00) — eru beðnir að gera höfundinum viðvart, og senda bréf til hans um það, til áður- nefnds prentfélags.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.