Heimskringla - 25.03.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.03.1925, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MARZ 1925. Framsókn íslenzkra bænda á síðari árum FyrlrleMtur fluttur af ANDRÉSI J. STRAUMLAND 1 Wlnnipef? 10. .naarx 1025. Háttvirtu áheyrendur, kæru landar ! Það er í fyrsta sinni síðan ég kvaddi strandir föðurlandsins, að ég sé svo marga Islendinga samankomna í einum hóp. Og þegar ég hugsa um það, að það er mín vegna, sem þið eruð hingað komin, þá fyllist ég þakklæti. Mér finst, sem gamla Is- land komi með utbreiddan faðminn á móti mér. Eg er nýkominn heiman af Islahdi, og er enn með sviðann í sál minni eftir viðskilnaðinn við land og þjóð. Eg held að enginn maður, — sem annars hugsar ofurlitið meira en um munn og maga — fái rifið sig úr þeim jarðvegi, sem hann er vax. inn upp úr, án þess að kenna sárs. auka. En þess dýrmætara er það, að kenna svip heimlandsins í fjarlægri heimsálfií -og sjá bróður. og systur- hendur réftar á móti sér. Þegar ég fór að hugsa um það, hvað ég ætti að gera að umræðuefni mínu hér í kvöld, þá varð framsókn íslenzkra sveitabænda fyrir valinu. Eg er sveitabarn, elska sveitalífið og gleðst yfir hverri framfaraöldu er þar rls. Eg veit líka að' mörg ykkar eruð úr sveit heima, og ég vona að ennþá beri hugur ykkar og hjarta míft sins heimalands svo, að ykkur sé gleði efni að heyra það, að islenzkir bænd- ur “fljóta ekki sofandi að feigðar- ósi.” Breytiþróun viðskiftalifsins. Þegar talað er um framsókn is- lenzkra bænda, þá verður það ekki gert án þess að minnast á viðskifta. lif þjóðarinnar, hvernig það hefur breyzt og batnað. Við vitum að likamleg og enda andleg afkoma og vellíðan hverrar þjóðar, er mikið komin undir því, hvernig viðskiftalífi hennar er hátt- að. Á Islandi hefur þetta sýnt sig glögglega. Aldrei hefur verið dimm. ara yfir Islandi en þegar útlend ein- okunarverzlun var þar einvöld, og kúgaði bændur svo, að þeir máttu teljast þrælar erlendra ránsmanna og þjófa. Þegar þau ókjör skeðu að menn voru dæmdir til hýðingar, bú- slóðamissis og Brimarhólms-þrælkun- ar fyrir það eitt að verzla á öðrum stað en þeim var skipað. En það er eins og örlagavöldin sendi þjóðun. um altaf einhvern frelsara er þeim mest á ríður. Þau sendu Islending- um Skúla fógeta, er kom á kné hinu illræmda hörmangarafélagi og siðar Jón Sigurðsson, er fékk verzlunina gefna algerlega frjálsa árið 1854. Þetta var stórt framfarastig. En kaupmennirnir voru þó enn útlendir. Af þessu leiddi auðvitað, að mestur verzlunararðurinn hvarf út úr land- inu. M'eð vaxandi menningu og framsókn þjóðarinnar óx tala inn. lendrai kaupmanna en erlendum verzl. unum fækkaði. Þetta var einnig á- gætt framfaraspor, en það leið þó ekki á löngu, áður en ýmsir forystu- menn þjóðarinnar fóru að sjá, að meiri umbætur mætti gera á þessu sviði. Það var reyndar mörgum sinnum betra að verzlunin væri í höndum innlendra kaupmanna en út- lendra, en verzlunariðnaðurinn rann þó enn í vasa tiltölulega fárra tnanna, milliliða, en ekki til sjálfra framleiðendanna. Menn fóru því að hugsa um að gera verzlunina inn. lenda t eiginlegustu merkingu, og þá er það, að kaupfélögin, eða sam. vinnufélögin, eins og þau eru líka kölluð heima, fara að risa upp. Þann. ig má rekja þroskasögu verzlunarinn. ar á Islandi. Vagga samvinnuhreyfingarinnar. Af því, að stefna sú í verzlunar. málum, sem kaupfélögin eru sprottin af og kölluð er samvinnustefna, er svo þétt ofin saman við framsókn íslenzkra bænda, eða jafnvel móðir hennar, verður ekki hjá því komist, að minnast nokkuð á upphaf og sögu þessarar merku hreyfingar. Vagga þessarar hreyfingar var á Skotlandi. Það voru skozkir verka. menn sem fyrstir bundust samtök- um til að verja rétt sinn gegn kúgun verksmiðjueigenda og kaupmanna. Englendingur nokkur, &em ritað hefur sögu samvinnufélaganna á Englandi, segir þannig frá upptök. unum. “Það var síðla á árinu 1843 einn þokurikan og sólskinslausan nóvem. berdag, að nokkrir fátækir vefarar í bænum Rockdale áttu fund með sér. Þeir voru mjög atvinnuljitlir \og í bjargarskort heima fyrir, og voru því nær fullir örvæntingar yfir högum sínum. Aðal fundarmálið var það, að ihuga hvað þeir gætu gert til að bæta stöðu sína, sem verksmiðjustarfs menn. Verksmiðjueigendur höfðu stofnfé og kaupmennirnir vöruforða. H'vernig áttu þá þessir fátæku vef- arar að bjarga sér, er yfir engu höfðu að ráða ? Áttu þeir að leita fátækra. styrks? Þá var sjálfstæðið þrotið. Áttu þeir að flýja land? Það var litlu betra en að vera fluttur burtu fyrir þann glæp, að vera fæddur fá- tækur. Hvað áttu þeir að gera ? Þeir ásettu sér að byrja baráttu lífsins alveg fyrir eigin reikning; þeir vildu að svo miklu leyti, sem nokkur minsti kostur var til, gera kaupmenn verksmiðjueigendur og stóreignamenn óþarfa í þjóðfélaginu. Án þess að hafa nokkra reynsluþekkingu eða peninga ætluðu þeir að gerast sínir eigin kaupmenn og iðnaðarvörufarm. leiðendur. Þeir sendu út áskriftarlista meðal stéttarbræðra sinna og ein tylft af þessum fátæklingum skuld- batt sig til þess að leggja fram á hverri viku tvo “pence” í félagssjóð- og vissu þó sumir þeirra naumast hvernig þeir gætu staðið við þetta lof- orð. Þegar þessir kaupfélagar voru búnir að greiða vikugjöld sín 52 sinn. um, áttu þeir nóg í félagssjóði til þess að geta keypt: cinn In’citisckk! Nú á þetta sama félag meðal ann. ars gufumylnu, sem félagseign. Einn góðan veðurdag auglýstu síð- an þessir vefarar í Rockdale eftir. farandi stefnuskrá — og hefur henni, án efa, verið tekið með háði og hlátri út í frá, ekki síst af hálfu verzlunar- stéttarinnar: “Það er tilgangur félagsins, að gera undirbúning og ráðstafanir til þess að efla fjárhag félagsmanna og gera heimWisílíf þeirra þægilegt, og 'að- stöðu í mannfélaginu, með því móti, að þeir, með innborgunum leggi fram eitt pund “sterling” svo á þann hátt fáist nægilegt stofnfé til þess- ara fyrirtækja: Stofnun vöruforða, með útsölu á matvælum, fatnaði, skófatnaði og fl. Byggin|ga-kaupa eða endurbóta á nokkrum húsum til ibúðar fyrir þá félagsmenn er í samvinnui vilja leggja fram krafta sína til þess að fá betri húsakynni og aðstöðu í félagslífinu. Byrjunar á tilbúningi á þeim vöru. tegundum, sem félagið tiltekur, svo þeir félagsmenn geti fengið þar at- vinnu, sem atvinnulausir eru, eða eru í nauðum staddir, sökum þess að laun þeirra eru smámsaman lækkuð. Ennfremur vill félagið til frekari tryggingar og hagsbóta fyrir félags. menn, kaupa eða leigja eina eða fleiri lanldbúnaðai jarðir, sem yrktar séu fyrir félagið af þeim meðlimum, sem eru á lausum kili, eða hafa ónóga atvinnu”. Þannig segist enska rithöfundin. nm frá stofnun þessa litla kaupfé- lagt, sem átti eftir að hafa svo við- tæk og djúptæk áhrif á viðskiftalíf- ið. Það virðist líkjast meir ýkjafullri skáldsögu en veruleik, að 12 blá- snauðir vefarar skyldu ætla sér að leggja út í baráttu við slíkt ofurefli, er hér sýndist við að etja. En veru. leikur er það nú samt; þeir lögðu út í baráttuna, og það sem meira er, þeir sigruðu. Saga Rockdale.vef- aranna sýnir það vel, hve sameinað- ir hugir, einbeittur vílji og örugg trú á sigur góðs málefnis fær til veg- ar komið. 1 byrjun var þetta fyrirtæki þeirra ekki umfangsmikið, en það óx jafnt og þétt fyrir sameinuð átök þeirra manna er vissu hvað þeir vildu. Þeir vfirgefa gömlu viðskiftaregluna,' að úthluta ágóða eftir fjármagnsfram- lagi, en skiftu ágóðanum í hlutfalli við samvinnuframlagið, eða með öðrum orðum: í hlutfalli við vöru. kaup hvers eins í félaginu. Árið 1845 voru 74 félagar í þessu fyrsta skozka samvinnufélagi, en 1895 er fé. lagatala orðin 12,584. Frá Rockdale fór samvinnuhreyf- ingin sigurför um alt Stóra.Bretland og vantaði þó síst að steinar væru lagðir í götu hennar, það kom fyrir ekki, framrásin varð ekki stöðvuð. Fyrst ráku kaupfélögin einungis smásölu en ekki leið á löngu áður en þau fóru að hugsa um að taka einn- ig stórsöluna i sínar hendur og mynd- uðu sambandskaupfélög í því skyni. Eftir það uxu kaupfélögin enn örar og breiddu út frá sér hverskonar vel- megun manna á meðal. 1 Danmörku. Frá Englandi breiddist samvinnu. hreyfingin út til annara landa Evrópu. Alstaðar snerust kaupmenn öndverðir gegn henni eins og við var að búast, en þegar að almenningur hefir verið búinn að átta sig á mál- inu, þá hefur hún fljótt náð fót- festu, og alstaðar þar sem leið hennar hefir legið hefir hún flutt með sér aukið sjálfstæði, bæði í efnalegum og andlegum skilningi. I Danmörku eiga samvinnufél. all- merkilega sögu. Það var presur H. C. Sonne að nafni, sem fyrstur stofn. aði kaupfélag í Danmörku eftir enskri fyrirmynd. Það var árið 1866 í bæn- um Thisted á Jótlandi. Það voru fá. tækir verkamenn er Sonne prestur starfaði fyrir. Fyrst er sagt, að vel hafi verið talað um þetta fyrir- tæki, það þótti bæði fallega og mann. úðlega gert að hjálpa þannig fátækl- ingunum. En Adam var ekki lengi í paradís og presturinn var ekki lengi blessaður af efnaðra fólkinu fyrir starf sitt. Þegar kaupmenn og þeirra fylgjendur fóru að skilja hvað hér var á ferðinni, þá snerist vindurinn. Presti voru valin hin verstu nöfn, og baráttan byrjaði gegn þessari hreyfingu sem verzlunarstéttinni stóð svo mikill stuggur af. En Sonne prestur reyndist hugsjón sinni trúr, og félagið stækkaði dag frá degi. Að 5 árum liðnum voru kaupfé- lögin í Danmörku orðin 60. Árið. 1884 var myndað samband milli kaup. félaga á Sjálandi og árið 1887 ann. að á Jútlandi. En árið 1896 renna þessi svö samvinnusambönd í eitt und- ir stjórn þess manns er Severin Jörg. ensen heitir. Eftir það fara sam. vinnufélögin í Danmörku að taka risa framförum. Meginhluti dönsku þjóðarinnar er nú í samvinnufélögum, enda hafa þeir blómlegan landbúna§ og ágætis alþýðumentun; en það tvent þykir hafai verið ,förunau(tar samvinnuhreyfingarinnar. Jón Sigurðsson og kauþfélögin. Eins og gefur að skilja, var þess ekki langtf að bíða, að alda þessi bær- ist um haf til Islands. Það var Jón Sigurðsson forseti, sem þar eins og á svo mörgum fleiri svið- um, gekk á undan og benti landsmönnum á nytsemi þessara félaga. Hans skarpsýna auga sá fljótt að hér var á ferðinni hreyfing, sem verða mundi sterk lyftistöng undir framsókn og menningu bænda. í“Nýj um félagsritum” árið 1872 segir hann m. a., \ grein um verzlun og verzlun- arfélög: I “Menn geta sagt, að þessi félög* séu til þéss að eyðileggja alla kaupmenn, alla fasta.verzlun í landinu, alla kaupstaði, og undir eins og félögin dragi verzlunina undir sig, þá leiði þau til þess að gera alla bændur að kaupmönnum, eða með öðrum orð- um: að gera alla verzlun landsins að vitleysu, því engin bóndi geti verið kaupmaður jafnframt, eftir því sem nú hagar til, nema til að skemma hvorutveggja, bæði fyrir sér og landinu .......... Bændur geta haldið áfram að vera bændur, þótt þeir séu í verzlunarfé- lögum og það jafnvel betri bændur en áður, þegar þeir geta haft not af fé- lögunum ekki einungis til þess að út- vega sér betri og hagkvæmari nauð. synjaáhöld en fyr, heldur og til að útvega sér meiri ágóða af atvinnu sinni ........'. En þá er ekki þar með búið, held. ur er það einnig félögunum að þakka, að verzlun verður öll fjörugri og hagkvæmari, samgöngur tíðari, vörur meiri og betri, og — það sem mest er um vert — kunnátta lands. manna meiri í verzlunarefnum og j öllu því er snertir efnahag þeirra og atvinnu, en þar undir er öll þeirra framför í veraldlegum efnum, og vér getum bætt við, enda í andlegum efn. um, því sá sem ekki hefur nein úr- ræði fyrir vanefna sakir að leita sér neinnar menningar, hann getur ekki átt von á mikilli mentum Þess vegna er það mikil skammsýni og ein- trjáningsskapur, að líta allajafna einungis á “prísana”, sem manni eru boðnir af öðrum, en gæta ekkert að hinu, hve munur er á, að hafa ekk- ert vald á neinum “prísum” sjálfur, hvorki í hönd né úr, og hafa ekki neina hugmynd um hvernig “prísarn. ir” ættu að vera, er þeir væru rétt- ir, ellegar á hinu, að hafa alla “prísa” í hendi sér, bæði að og ffá, og vita þar að auki hverjir réttir og sannir “prísar” eru, því þetta geta fé- lagsmenn vitað og eiga að vita, þeg- ar þeir hafa verzlun sína saman og hyggja að ráði «ínu og félags síns eins og skynsamir og greindir ménn”. Seinna í þessari sömu grein segir hann: “Vér verðum enn að fara nokkr. um orðum um þann ótta, sem sumir þykjast hafa, að ef verzlunarfélögin yrði drotnandi, þá mundi þau einoka verzlunina miklu ver en nokkur kaup- maður nú, þvi oft heyra menn það á Islandi, að enginn sé verri blóð- suga á löndum sínum, en íslending- ar þeir, sem gefi sig við verzlun. Vér skulum nú ekkert orðlengja um þann vitnisburð — en vér getum ein- ungis sagt, að hvort sem nokkuð væri hæft i honum eða ekki, þá get. ur hann ekki með neinu móti náð- til félaganna. Þetta er að oss virð- ist í augum uppi, því þegar ætti að gera ráð fyrir þesskonar einokun, þá yrðu félögin að vera sundruð og eyði iögð og verzlun þeirra að vera kom- in í höndur>einstakra manna. Þegar félögin væru í fullu fjöri og nálega hver maður í héraðinu ætti þátt í þeim, meiri eða minni, þá gætu slík félög aldrei orðið einokunarfélög, vegna þess beinlínis, að þau gætu engan einokað nema sjálf sig..... ”. Loks hvetur Jón Sigurðsson landi sina kröftuglega að tefja ekki við að ganga í verzlunarfélög en biður þá vera vandir að forstöðumönnum. “I verzlunarfélögunum og góðri stjórn þeirra, er fenginn einn bezti og viss. asti vegur til sjálfsforræðis”, segir hann að lokum. Upphaf samvinnufélaga á Islandi. Það voru þingeyskir bændur er fyrstir riðu á vaðið og gerðust braut- ryðjendur samvinnuhreyfingarinnar á Islandi. Þeir stofnuðu fyrsta ís- lenzka kaupfélagið árið .1882. Aðal. forgöngumaður þess var Jakob Hálfdánarson bóndi á Grímsstöðum við Mývatn, og naut hann aðstoðar margra ágætismanna þar í sýslu, t. d. Jóns Sigurðssonar alþm. á Gaut- löndum, sem var fyrsti formaður fé- lagsins, síra Benidikts Kristjánsson. ar í Múla, síra Benid. á Grenjaðar. stað, Benid. Jónssonar á Auðnum o. fl. Þeir skildu það vel bændurnir í Þingeyjarsýslu, hver bölvun verzl. unar fjötranir höfðu verið landi og þjóð. Þeir skildu baráttu Skúla fó- geta og Jóns Sigurðssonar í þarfir viðskiftalifs þjóðarinnar, og þeir skildu það líka að þótt þessir tveir menn hefðu unnið þjóðinni ómetan- legt gagn á verzlunarsviöinu, þá var þó takmarkinu ekki náð enn. Ágóð- inn af verzluninni rann^ mestur í vasa einstakra manna, ýmist útlendra eða innlendra milliliða, en ekki í vasa framleiðenda sjálfra. Þeir höfðu svo opin augun, að þeir sáu að slíkt fyr. irkomulag var stórgallað. Bændurnir framleiddu vörur sínar sjálfir, og þeir áttu því samkvæmt öllu réttFæt- islögmáli að njóta ávaxta verka sinna. Til þeirra átti ágóðinn að renna, en ekki til Péturs eða Páls, sem um það eitt hugsuðu að hafa almenning að féþúfu. Um þær mundir sem “Kaupfélag Þingeyinga” var stofnað, var á Húsa. vík dönsk verzlun, er mikið vald hafði enda var forstöðumaður hennar gæddur mörgum þeim kostum, sem foringja eru nauðsynlegir. Hann var vel viti borinn, fylginn sér og kapp. samur. Það leið ekki á löngu áður en harðsnúin barátta hófst á milli þessarar dönsku verzlunar og sam. vinnu bænda. Aðstaðan var ólík, öðrumegin vellrík verzlun, sem stóð á gömlum merg, sem soginn hafði verið úr bændum. Hinumegin þetta nýfædda félag, sem enga sjóði átti og engin lán gat fengið, því bankar voru þá engir á Islandi. Það lætur því nærri að fyrst framan af hafi litlar vörubirgðir verið hjá félaginu. Veturinn 1886—7 var örlagaríkur fyrir “Kaupfél. Þingeyinga”. Strax um haustið kom það í ljós, að aðeins fáir meðlimir þess mundu eiga vöru- forða til vors, en á þeim tímum gengu engin skip norður fyrir Island að vetrarlagi. Á Húsavík var hvergi Höfuðverldr, bakverkir, þvag- steppa, þvaglát og önnur hættuleg merki um nýrnasjúkdóma, munu brátt hverfa ef GIN PILLS er neytt reglulega. Þær kosta 50cents í öll- um lyfjabúðum og lyfsöluverzltm- um. National Drug & Chemical Company of Canada, Llmited. Toronto — — — Canada. 78. matvöru að fá nema hjá dönsku verzl- aninni, en forstjóri hennar hafði lát- ið það boð út ganga, að við kaupfé- lagsmenn vildi hann engin mök eiga. Þangað var því ekki að leita, hann lét ekki eitt lóð af hendi, nema með þvi móti að menn sneru baki við öllum kaupfélagsskap og verzluðu algeriega við hann. Sínum eigin verzlunar. mönnum skamtaði hann svo úr* hnefa, að þeim var ómögulegt að hjálpa þótt þeir 'hefðu viljað, enda er sagt að fésektir hafi legið við, ef brugðið var út af boði hans, svo var vald hans mikið. Nú átti að sýna bændum í tvo heimana. Nú átti það að koma i ljós, hvort þeir gætu komist af án kaup- mannanna eða ekki. Nú fór málið að vandast hjá sam- vinnubændum. Langt var til vors og hungrið ógnaði. Hinsvegar voru bændur einráðnir í að yfirgefa ekki hugsjón sína og hverfa i faðm út- lendu verzlunarinnar/ fyr en i fulla hnefana, því þar höfðu þeir “unað -i armlögum verst, á æfinni, nætur og daga”. Og gifta samvinnumanna varð útlenda valdinu drýgri. Fátækur bóndi, sem þekti vel klafa dönsku verzlunarinnar, stakk upp á því, að reynt væri að fá vetrarskip til Húsa. víkur. Að þessu ráði var horfið, um. boðsmanni félagsins í Englandi skrif að, og hann beðinn að senda skip með vörur. Bréfið fór og bændur biðu og biðu í óvissu um árangurinn — því síminn var þá ekki kominn til Is. lands. — Altaf krepti meira og meira að kaupfélagsmönnum, en heldur en að selja sjálfstæði sitt, sultu þeir. Ojg loks kom björgin. Umboðsm. hafði brugðið fljótt við, fermdi skip með vörum og fékk fyrir skipstjóra sjó. garp mikinn, sem alvanur var íslands. ferðum. Sá maður var Otto Wathnc. feem margir Islendingar munu kann. ast við. Hann settist seinna að á Seyðisfirðt og iþótti hinn merkasti maður. Wathne kom skipi sínu með heilu og höldnu í höfn á Húsavík, og eftir það þótti ekki ófært norður fyr. ir ísland, þó að vetrarlagi væri. Hinir hugsjónaríku bændur gengu með sigri úr þessari þraut, en bar. áttan við dönsku verzlunina var þó ekki úti enn. Þegar þessi kúgunartil- raun mistókst, var reynt að þrengja kosti félagsins1 með háu sveitarútsvari því hreppsnefndin var því andstæð fyrir áhrif frá foringja útlendu verzl. unarstefnunnar. En bændur voru nú ákveðnir í að láta ekki kúga sig og hófu mál á móti hreppsnefndinni er þeir unnu að lokum. Eftir þetta fer mótstaðan að minka, dönsku verzluninni hnignar, en kaup- félagið stækkar og hróður þess flýg- ur um landið þvert og endilangt. Kaupfélögin breiðast út. Eg hefi með vilja farið svona ít- arlega út í þessa fyrstu baráttu ís. Ienzkra samvinnumanna, því hún er, í sannleika, merkur liður í menningar. sögu bænda. Hefðu þingeyskir sam. vinnumenn ekki reynst svona þraut- seigir og trúir hugsjón sinni, er mjög liklegt, að langur tími hefði liðið þar til samvinnufélögin hefðu náð fót- festu heima. En þegar menn í öðr. um lamdshlutum sáu hve djarflega Þingeyingar klifu þrfitugan ham(ar- inn, þá fóru þeir að feta í fótspor þeirra og eitt kaupfélagið af öðru ris upp. Alstaðar eru það ötulustu og víðsýnustu mennirnir er fyrir þess. um félagsskap gangast. Á Vestur. landi t. d. bar langmest á Torfa Bjarnasyni bændaskólastjóra í Ólafs. dal. Eins og mörgum er kunnugt, bar hann höfuð og herðar yfir flesta, ef ekki alla íslenzka bændur á sinni tið, og hafði brennandi áhuga fyrir öllu er verða mætti til að lyfta þjóðinni. Hann sá fljótt að samvinnustefnani var góður gestur, sem vert var að taka vel á móti, og þvi snýr hann til liðs við þetta mál með sinum alþekta dugnaði. Hjann sigldi til Skotlands til að kynna sér þenna félagsskap sem 'bezt, og áriö 1886 stofnaði hann hið viðtæka “Verzlunarfélag Dalamanna” sem náði yfir alla Dalasýslu, nokk- urn hluta Snæfellsnessýslu. Austur- Barðastrandarsýslu, allar “Strandir” og hálfa Húnavatnssýslu. Þessu stór- félagi gat Torfi haldið saman meðan hann lifði, en eftir fráfall hans klofn* aði það í mörg smærri félög. En þau félög voru einnig svo heppin, að eignast sérlega góða forystumenn. A j Ströndum var Guðjón alþm. Guð- jónsson, ötull maður og fylginn sér, og vann samvinnufélagsskapnum hið mesta gagn. I Austur-Barðarstrand- arsýslu var og er enn Ólafur hrepp- stjóri Eggertsson í Króksfjarðarnesi, bændaskörungur mikill. I Dalasýslu eru Bjarni Jensson, bóndi i Ásgerði, síra Ásgeir Ásgeirsson í Hvammi, og ýmsir fleiri ágætis samvinnumenn. “Kaupfélag Skagfirðinga” var stofnað sama ár og “Dalafélagið” og voru ýmsir merkir menn við það riðn ir t. d. Ólafur Briem fyrverandi alþm. og núverandi formaður “Sambands íslenzkra samvinnufélaga”, Hermann Jónasson skólastjóri og Jón Jacobsson fyrv. landsfcókavörður í Reykjavík. Hann var þá bóndi á Viðimýri og stýrði félaginu um hríð. Hann þótti harður í horn að taka og óvæginn í garð kaupmanna. Það er eftir hon- um haft, að vegur Islendinga til al- mennra hagsælda lægi yfir grafir kaupmannanna. Þannig rísa þau upp eitt af öðrit ' kaupfélögin, og nú er varla sú sveit til á Islandi, þar sem ekki er unnið eitt- hvað að kaupfélagsmálum. Sambmd kaupfélaga. Islenzkir samvinnumenn sáu snemma — eins og skozku samvinnu- mennirnir — að ekki var nema hálf- stigið sporið meðan kaupfélögin vorit ekki í neinu sambandi sín á milli. Þeir sáu, að ef þau ættu að koma að verulegum notum, yrðu þeir að taka höndum saman til þess að geta rekið verzlunina í stærri stil, haft sameig- inlega verzlunarerindreka erlendis til að annast afurðasölu þeirra o. s. frv. Enn eru það Þingeyingar, sem ganga á undan. Árið 1902 stofna 3 kaupfélög í Þingeyjarsýslu '“Sam- bandskaupfélag Þingeyinga”. For- göngumenn þess voru þeir Gautlanda- bræður, Pétur Jónsson og Steingrím- ur sýslumaður, Sigurður Jónsson á Ystafelli og ýmsir fl. merkismenn þar í sýslu. Pétur Jónsson var fyrstur framkvæmdastjóri þessa sambands. Smám saman fjölgar félagsmönnum í sambandinu og verksvið þess stækkar. Fulltrúar eru sendir erlendis til aö reyna að leitast fyrir um hagkvæm viðskiftasambönd, reyna að bæta markað innlendra afurða, kynna sér samvinnu og kaupfélagsskap erlend- is o. fl. Árið 1910 er nafni «am- bandsins breytt og síðan heitir það “Samband íslenzkra samvinnufélaga”. F.r árið 1917 stofnar sambandið heildsöluverzlun í Reykjavík og heftir rekið hana síðan. Árásir. “Samband íslenzkra samvinnufé- laga” er iangstærsta verzlunarfyrir- tækið, sem þjóðin á; flest kaupfélög á landinu eru í því. Menn vilja nú ef til vill spyrja, hvernig standi á að öll kaupfélögin séu ekki í Samband- inu, það sé, að öllum líkindum meiri styrkur fyrir þau, heldur en að sfanda ein? Þessu er því að svara, að þetta er ávöxtur af starfi kaupmanna og annara andstæðinga Sambandsins. Eg hefi hér að framan getið um baráttu “Kaupfél. Þingeyinga”. Svipaða sögU hafa önnur kaupfélög aö segja, þótt haráttan hafi hvergi orðið eins hörð og í Þingeyjarsýslu; alstaðar hafa katipmenn reynt að drepa þessa hreyf- ingu í fæðingunni, eins og reyndar við er að búast; hún tekur drjúgan spón úr askinum þeirra, og það er ekki að furða þótt þeir óttist þennan volú uga keppinaut. Og þegar samvinnu- menn stofnuðu sína eigin heildsölu, þá þótti þeim skörin fara að færast upp í bekkinn. Það átti ekki einu- sinni að lofa þeim að hafa heildsöluna óáreittum! Þá byrjuðu árásirnar fyr-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.