Heimskringla - 01.07.1925, Síða 5

Heimskringla - 01.07.1925, Síða 5
WINNIPEG, 1. JULÍ, 1925. 5. BLAÐSlÐA ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMlTED BirgSir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆCJA. legar hafa verið öllu öiannkyni um þúsundir ára. En jafnvel þó þeir kæmu ófullkomlegar út- búnir í heinl þenna, heldur en fj'rirrennarar þeirra, þá gætu þeir samt lifað fullkomnara lífi. Eg las nýlega ritgerð eftir einn af beztu mannfræðingum Eng- lands. Hann er nærri því viss um, að mennirnir, sem bezt hafi verið útbúnir frá náttúrunnar hendi, með hraustasta líkama og stærst heilabú, hafi verið þeir, sem lifðu mörg þúsund ár- . um áður en eiginlegar sögur hefjast — Cro-Magnonmennirn ir, sem svo eru nefndir. Samt lifum við ólíkt fjölbreyttara og væntanlega fullkomnara lífi nú. Hvað sannar þetta? Það sann- ar það, að ef við gætum eitt slnn komið nýrri kynslóð á aðr- ar leiðir, heldur en við höfum yíirleitt fetað, þá standa ekki ófullkomleikar hennar í vegin- um fyrir því, að lifa því full- komnasta lífi, sem nokkurt mannlegt ímyndunarafl getur hugsað upp. Það er ekki erfða- synd mannanna, né vitsmuna- skortur, né skortur á siðferðis- þieki, sem því veldur, hvað guðsríki dregst, heldur blátt ál- fram það, að við veitum ekki nógu mikla athygli lífstré okkar eigin barna. Við tökum ekki eftir, þegar greinin er orðin mjúk og fer að skjóta laufum. Við hlynnum aldrei það að þeim, að þau fái nokkurntíma borið þá ávexti, sem þau eðli sínu samkvæimt geta gert. Eg ætlaði mér ekki að tala langt mál hér í dag. Eg get þcss vegna ekki hætt mér út í að hugleiða, hvað felst í hinni djúpskygnu setningu, að ef mennirnir verði ekki eins og lít- il börn, þá komist þeir aldrei inn í guðsríki. En þessi setning er enginn hugarburður, fremur en nokkuð annað, sem mannkyns- ins háleitasti andi hefir eftir- skilið okkur til þess að hug- ltiða. En eg verð að segja fyrir mitt leyti, að mín börn kenna mér meira, heldur pn etg get nokkru sinni kent þeim. Börn- in eru einu spekingarnir, sem nokkuð vita. Þau sjá æfintýr- ití í því hversdagslega, þau fylla það með anda og lífi, sem við sjáum ekkert í nema fátækleg- an veruleika; þau taka með opn- um huga og trúnaðartrausti við öilu því, sem að þeim er rétt fagurt — hvort sem það eru hugsanir eða hlutir. Þau eru svo þyrst eftir hugsjónaríku lífi — þó þau viti það ekki -r- að maður hlýtur að fyrirverða sig, hvað mikið hefir sorfist af manni af þeim eiginleikum, á þeim fáu árum, sem liðin eru frá því, að maður sjálfur var barn. Með hverri einustu nýrri kynslóð, sem fæðist, þá eru um leið nýir möguleikar fyrir því að skapa guðsríki á jörðu. Af h\erju mistekst það? Af því að við trúum aldrei nógu mikið á börnin, og af því að við teymum börnin með okkur í okkar hug- sjónaleysi bg trúleysi á lífið. Við komum hingað til þess að skemta okkur í dag. En af því að börnunum er dagurinn helg- aður, þá finst mér að við ættum ac$ tengja við hann eina hugs- un. Það er að einsetja okkur að hafa meira vakandi auga á því, að láta það ekki verða alt ckkur að kenna, ef lítið verður úr því, að guðsríki birtist í lífi þeirra manna og kvenna, sem nú eru okkar lítil börn. Foreldr- ar og aðstandendur eiga miklu meiri þátt í, þegar ógæfusam- lega tekst með tíf barna þeirra, heldur en þeir gera sér að jafn- aði grein fyrir. Þeir hafa ekki haft ilt fyrir þeim, þeir hafa ekki kent þeim það sem ilt valr, en þeir hafa ekki vafið um þau því andrúmslofti ástarinnar á andlegleika lífsins og dreng- skaparins við hugsjónir, sem skapar mikla menn. Við ætlum skólunum, sunnudagaskólunum, kirkjunum og allskonar ytri stofnunum, að hafa þau áhrif, sem ekkert geur haft, nema hin persónulegu afskifti þeirra, sem nánastir eru. Uppeldi á barni og unglingi er langsamlega var.damesti verkið, sem nokkur getur sint. Við köstum til þess höndunum, eins og það skifti engu máli. Og þó Jiefir engin móðir og fáir feður virt svo fyr- ir sér einhverntíma börn sín, að þeir hafi komist hjá að sjá, að þeir voru að horfa á heilaga veru — veru með möguleika til þess að lifa lífinu sem væru þau systkini og nánustu- ættingjar Krists. Sumar guðsríkis er ekki komið enn, en við erum altaf að sjá mjúkar greinar og vísira að laufum. Eigum við ekki að vona, að þeir vísirar verði að laufkrónum á- þessara barna lífstré? Væri nokkuð eftir sér teljandi, ef við gætum hjálpað til að þetta mætti fakast? R. E. Kvaran. ---------x-----:-- Ritfregn. Bjarni Jónsson: “Vor- menn íslands”. 304 bls. 8vo. Rvík 1924; bóka- verzlunin “Emaus”. \ Bjarni Jónsson: Saga Abrahams Lincolns. 468 bls. 8vo, Rvík 1923. Bókaverzlunin “Ema- us”. Báðar þessar bækur eru eft- ir sama höfund, Bjarna Jónsson kennara í Reykjavík (ekki Bjarna frá Vogi). Og báðar eru þær aðallega ætlaðar æsku lýðnum. Það er heppilega valið, því engar bækur eru gildari að verðmæti fyrir börn og ung- linga, en æfisögur góðra, dug- andi og göfugra manna. “Vormenn íslands” segir frá æfistárfi fimm ágætismanna ís- lenzkra, sem' allir lifðu og störfuðu á endurreisnartímabili íslands; voru endurreisnin sjálf, eins og titill bókarinnar bend- ir á. Þessir menn eru Skúli fó- geti Magnússon; Jón Eiríksson konferenzráð; Eggert Ólafsson; Bjarni landlæknir Pálsson, og Biörn prófastur Hálldórsson í Sauðlauksdal. Æfisaga Skúla er algerlega tekin eftir Jóni heitnum Aðils, en f^á«saga hans er stytt, svo að hún sé algerlega við alþýðuhæfi. Æfisaga Abraham Lincolns er samin eftir ýmsum æfiágrip- um. Engin skáldsaga getur verið skemtilegri en saga þessa einstaka mikilmennis, allra handa járnsins með aðalslund- ina og barnshjartað, sé hún vel sögð. Meðferð höfundarins á efn- inu er allgóð, þegar litið er til þcss, að bækurnar eru ritaðar fyrir unglinga. Þó er það mjög óviðkunnan- lcgt, hve víða eru undirstrikað- ar setningar í “Vormenn ís- lands”, algerlega að þarflausu. Það er oft góð og nauðsynleg aðferð í blaðagreinum og flug- ritum; dægurflugum, sem ann- ars mýndu marka lítið spor eða ekki, þar sem þær færu. En í bók, sem betur er vandað til, er þetta þarfleysa og smekkleysa, og gerir þroskuðum lesanda oft ákaflega gramt í geði. HEIMSKRINGLA En unglingarnir taka ekki eft ir þessum smíðagalla, sökum þess hve efnið er hrífandi. Ef einstaklingar yngri kynslóðar- innar hér vestra eru ennþá læsir á íslenzku, þá verja þeir sjálfir eða foreldrar þeirra vel þeim peningum, sem greiddir verða fjTir þessar bækur. -------X-------— Kristín Björnsdóttir Þann 25. júlí s.l. andaðist að Clanwilliam, Man., að Jieimití tengdasonar síns og yngstu dóttur sinnar, Guðmundar og Ingibjargar Þorsteinsson, Krist- ín Björnsdóttir, 83 ára að aldri. Kristín sá-1. var fædd á Hrafanbjörgum í Hjaltastaðar- þinghá í Norður-Múlasýslu á íslandi, árið 1842. Fluttist hún ■ tveggja ára gömul með for- eldrum sínum að Steinboga í sömu sveit, og nokkru síðar að l'íðastöðum, einnig í sömu sveit. Kristín var.dóttir Björns Jóns. sonar og konu hans Guðlaugar Stefánsdóttur. ‘ Árið 1863 giftist hún Jóni Þórarinssyni. Þau hjón, Jón og Kristín, bjuggu allan sinn bú- skap, að undanteknum 4 síð- ustu árunum, sem hún var á íslandi, á Viðastöðum. Kristín sál. misti mann sinn árið 1893, um veturinn, þegar inflúenzan geisaði um alt ís- land. Það sama vor fluttist hún til Ameríku með fjórum yngstu börnum sínum. Tvö börn hennar voru komin vestur á undan henni. Kristín og Jón eignuðust alls 10 börn, og eru fimm enn á lífi. Björn giftur Stefaníu Sigurðs- son, bjuggu þau íehgi í Grunna- vatnsbygð í Manitoba; Guð- mundur ekkjumaður í sömu bygð; Stefán, að Gimli, Man.; Jórunn, kona Torfa Jónssonar í Foam Lakebygð, g Kristbjörg, ekkja Sigfúsar sá-1. Magnússon- ar, er lifir nú í Los Angeles, Cal. Kristín var rúm fjögur ár í Shoal Lake bygðinni hjá Birni syni sínum. Síðar fluttist hún til Ingibjargar dóttur sinnar, þar sem hún lifði hin síðustu 25 árin. Hún var fremur heilsu- góð alla æfina, nema síðasta árið. Kristín sál. var góð eiginkona, hafði ánægju af að hjálpa þeim, sem bágt áttu, enda átti hún marga góða vini. Hún var ást- rík og skyldurækin móðir, á- vaxtaði gína krístilegu trú til binstu stundar, óg allar reynslu stundir í lífinu baí* húm með stillingu og þolinmæði. Blessuð sé minning hennar. X. ----------x-------- Hugþrá. Herra ritstjóri, Sigfús Hailðórs frá Höfnum. Mín er von aö mannorí þitt meiöist ei né springt, þótt þú gæfir gullit5 mitt greinðum almenningi. MeS vinsemð og virCingu, SigurtSur Jóhannsson. Að það græði hvert sár, þetta óliðna ár, það er alt sem að hugur minn þráir; 08' það læknist hver synd í svo margfaldri mynd, sem að meira af hörmung oss spáir. Að það komi sú stund, að við finnum þann fund, að við finnum það heilaga, sanna; að það aukist sú þrá hverjum einstökum hjá: falslaus elskan til guðs og til manna. Að vor himinsins sól megi hlýja hvert skjól, og alt hatur úr lífinu þíða; megi guðsríki fá þenna fögnuð að sjá, sem að fjölmargar þúsundir bíða. ' •' ■ ’ i Megi hungur og neyð hverfa á Ijósbjartri leið, ti! hins lifandi, sanha og rétta; megi ágirhdin köld missa voða- leg völd og í valinn að eilífu detta. Megi ljósgeisla fans byggja blómskrúða krans, sem sig breiði um gervallar sveitir; megi helgast hver stund, megi lýsast hver lund, sem að lífinu í guðsríki breytir. Eins og vorblómin smá breiða blaðkrónur frá. raóti blíðasta lífgjafa sínum; eins og ómálga barn út um eyðilegt hjarn eg sný, guð minn, að kærleika þínum. Sigurður Jóhannsson. ---------x--------- Vísur eftir K. N. , BREYTTIR TÍMAR. Stirðnar tunga, dvínar dáð, dregst að nóttin kalda; horfið alt, sem hef eg þráð; hvers á eg að gjalda? * Stefið margt, sem frá mér flaug fyr til ungra svanna, gref eg upp^ úr öskuhaug endurminninganna. Mörg ein snótin böl mér bjó, bara gegnir furðu, hvað mér vænt um þykir þó þessar “drottins smurðu”. VANTAR ÞAÐ SEM VIÐ Á AÐ JETA. í trúmálin vantar oss tælandi íyí, og tuskurnar vantar á fljóðin; heiðarleik vantar í Heimskringlu skrif og hrynjandi vantar í ljóðin. (Kveðið frá sjónarmiði hinna sannkristnu.) Þinn hundheiðni, K. N. ---------x--------- Frá íslandi. ÆFISAGA JÓNS SIGURÐS- SONAR FORSETA. Háskólaráðið hefir samþykt nýskeð, að gr^iða alt að 5000 kr. ritlaun fyrir æfisögu Jóns Sigurðssonar. Ætlast er til að rit þetta sé ítarlegt og sé þar sagt frá æifiatriðum, stjórnmála baráttu og vísindastarfsemi Jóns Sigurðssonar, eftir beztu heimildum og með nægum til- vitnunum í rit hans, bæði prent- uo og óprentuð. Ritinu skal lokið og handritið afhent í árs- byrjun 1930. Stærð þess skal ekki fara fram úr 33 örkum (528 bls. í 8 blaða broti), en rit- laun 150 kr. fyrir hverja örk. Svo er gert ráð fýrir, að Bók- mentafélagið gefi ritið út, og að einn eða fleiri menn geti tek- ið þátt í samningu þess. Há- skólaráðið tilnefnir menn, er sjái um samræmi og skiplag á öllum köflum ritsins, ef fleiri vihná verkið. Þeir, sem kynnu að hafa í hyggju að rita um þetta efni, geta fengið nánari upplýsingar hjá Háskólaráðinu. NOREGSFÖR GLÍMU- MANNANNA. Glímusýningin og viðtökurnar í Björgvin. Glímumennirnir komu til Björgvinar seint á þriðjudags- kvöld í fyrri viku. Fyrstu glímusýninguna héldu þeir á miðvikudagskvöld. ísafold hefir fengið tækifæri til að kynnast ummælum Björg- vinarblaðanna um glímuna og eru þau öll á einu máíi um það, að áhorfendurnir hafi haft hina mestu gleði og ánægju af glím- unni. Glímusýningin var í “Turn- liallen”, sem er æfinga- og sam- komuhús leikfimisfélaganna í Björgvin. Var þar hvert sæti skipað. Jón Þorsteinsson út- skýrði og sýndí helztu brögðin, áður en glímur hófust. Studd- ist hann við leiðarvísirinn, sem prentaður var hér áður en þeir fóru að heiman. Var hann seld ur áhorfendunum með aðgöngu miðunum. Glímdar voru 30 glímur. Lófaklappið jókst því lengur sem glímt var. Norðmennirnir undruðust og dáðust jafnt að fimleikanum, snarræðinu og karlmensku glímumanna. Að aflokinni glímunni hélt Johan Blytt, nafnkunnur kaup- maður, snjalla ræðu fyrir minni íslands. Veizla á Gimli. Að glímusýningunni lokinni var gengið til veizlu á Gimli. Er það stærsta samkomuhús ung- mennafélaganna í Björgvin. Var þar margt manna saman komið auk glímumannanna, í- þróttamenn og ungmennafélag-t ar. íslendingar nokkrir, sem bú- settir eru í Björgvin, o. fl. Þar hélt Johannes Lavik rit- stjóri ræðu fyrir minni felands. Hann mintist meðal anpars á glímuíþróttina, óg skýrði frá því, að hennar gætti nokkuð í ýmsum brögðum og leikjum, er enn tíðkast í sveitum Noregs. Þvx' næst flutti Johan Blytt kvæði til glímumannanna. — FJeiri ræður voru haldnar. — Þakkaði Sigurður Greipsson viðtökurnar með stuttu á'varpi. A fimtudagskvöldið var á- formað að halda glímusýningu undir berum himni, en það fórst fyrir vegna þess, að veður var vont þann dag. Var sýningin því endurtekin í “Turnhallen”. 1 gær munu glímumennirnir hafa vdTið á Storð og í dag eru þeir væntanlegir til Hauga- sunds. ^>aðan fara þeir til Foss og síðan til Oslo. (Isafold.) ----------x--------- Til hinna lútersku. (Sbr. S. Sigurjónsson í Lögbergi.) I ljóöabók Gríms Thomsens er kvæöi, sem nefnt er: Stjörnu-Odda. draumur hinn nýrri, og í því stendur þetta erindi: Ein er þar kirkja undrahá, sem öliur býöur rúm, kærleiks aö hliöa kenning á, komnum af ýmsum trúm. Frá hverri tíö og úr hverjum staö, hver sem hann vera kann; engum er þaöan útskúfaö, eiski hann sannleikann. Og kemur þetta býsna vel heim viö orð Lúthers, er hann mælti: Sérhver kristinn maöur á rétt á að afla sér skiinings á sannleikanum og dæma um hann; já, á svo mikinn rétt á þvi, aö hver sá er skeröir þann rétt agnarögn, hann veri bölvaöur”. Þessi orö Lúthers má finna í Skirni 1908, bls. 225, í ritgerö eftir prófessor Har_ ald Nielsson: “Trúarjátningarnar og kenningafrelsi presta”. Meö viröingu, S. Magnússon. | Swedish American Line I J f f f HALIFAX eða NEW YORK TIL I 'i ,E/S STOCKHOLM ^ ♦♦♦ E/S DROTTNINGHOLM ---------* ♦-•■♦ Cabin og þriðja pláss ijLAINUo 2. og 3. pláss ÞRIÐJA PLÁSS $122.50 : ♦> X ____________ ♦♦♦ y ♦|> KAUPIÐ FARBREF FRÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI EÐA V X SWEDISH AMERICAN LINE f í ♦♦♦ 470 MAIN STREET, V ♦♦♦ ' ❖ Kaupið ekki Tires án þess að sjá þœr. Vér bjóðum Partridge “Quality” Tires ái svo lágu verði, að það er alveg óviðjafnanlegt, þegar miðað er við gæði. Þér getið keypt þessar tires í yðar eigin bæ. Það er engin óvissa — enginn dráttur. Þér sjáið á?ður en þér kaupið. Komið og skoðið birgðirnar. Kaupið hjá oss. Þá eigið þér ekki á hættu að verða fyrir vonbrigðunl. TIL SÖLU HJÁ Fabrlc Tlre 30x3% Cord Tlre 30x3% $6.95 Cord Tlre 30x3% $8.05 XGuaranteed) Tube - - _ 30x3% $1.50 Tube - - _ 30x3% $2-00 (Guaranteed) Equally low pric- es on all sizes 15 PARTRIDCE OUALITY líre-Sfiop W. C. KILGOUR, Baldur; ANDERSON BROS., Glenboro; T. OLAFSSON, Arborg;K. OLAFSSON, Rivertón; H. SIGURDSON, Arnes; J. M. TESSIER, Cypr. River; LUNDAR TRADING CO. Lundar

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.