Heimskringla - 08.07.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.07.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKXINGLA WINNIPEG, MAN., 8. JÚLÍ, 1925 Hdntskringla (Stofnofi 188«) Keair tkt á kverjam mlHTlkadesi* EIOENDUN s VIKING PRESS, LTD. 8S3 •( 8K 8ARGENT AVE., WIRNIPEO. Talilml: IK-6S37 Verfl blaSsins er $3.00 ArBangurlnn borg- lat fyrirfram. Allar borranir senðlst THE VIKING PREfSS LTD. 6IGEÚS HALLDÓRS írá Höfnum Bitstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Utanáskrlft tll blattnlna: THB VIKING PRESS, Ltd., Boz 8105 Utanáakrlft tll rltatjdranu: EDITOK HEIMSKRINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. "Hcimskrlngrla is publishcd by The Vlklna Preaa L.td. and printed by CITT PRINTING «fe PIIBL.ISHING CO. 853-855 Sarftent Ave., Wlnnlper, Man. Telephone: N 6537 I WINNIPEG, MANITOBA, 8. JÚLl, 1925. Home-bankinn. Það ér varla ofmælt, að ógilding sekt- ardómsins, sem feldur var í fyrra á hend- ur bankaráðsmönnum Home-bankans hafi ekki mælst vel fyrir meðal almenn- ings. 1 fyrra, er sektardómurinn var kveðinn upp, lét almenningur skýrt í ljós ánægju sína yfir þeim dómi. Þó er víst óhætt að segja, að í þeirri ánægju fólst engin ill- girni. Menn voru ekki ánægðir yfir hrak- förum hinna sakfeldu. En sú hugmynd hefir komist inn hjá mörgum hér — lík- lega flestum — að erfitt sé, ýmsra hluta vegna, að fá mann dæmdan til hegningar, sé hann nógu hátt settur og auðugur. Allir þeir, sem dæmdir voru, voru mik- ilsvirtir menn og flestir eða allir auðugir menn, á almenna vísu að minsta kosti. Með þessum dómi var þá það ámæli rek- ið af framkvæmdarvaldinu, að það á einn eða annan hátt sniðgengi auðmanninn, er það væri í lögmætum erindum úti á stigum réttlætisins, þótt !það umsvifar laust hremdi umkomulausa og fátælk- linga. Mest mun ánægjan hafa stafað af þessu. Ásamt því, að nú var sýnt, að fjárhagur lítilmagnans, sem vanalega á! mesta innstæðu í bönkum, yrði nú hér eftir verndaður gegn skeytingarlausum, og oft samvizkusnauðum fjárplógsmönn- um, sem virtust eiga sæti í bankaráðinu og stjóminni, til þess eins, að reikna sér svo tugum þúsunda dala skifti á ári hverju fyrir það eitt, að skrifa nafn sitt á pappírsmiða, því til staðfestu, að ásig- komulag bankans væri í Ijómandi gengi; jafnsáttir, hvort sem hittist á, að þessi yf- irlýsing væri sannleikanum samkvæfm, eða eintómur uppspuni, til þess gerður að þyrla ryki í augu hluthafa og innstæðu eigenda, meðan hinir ótrúu þjónar væru að enda við að raka skæklana á sauðar- gærunum. Nú var það lýðum Ijóst, að því aðeins vom þessir menn settir í stöðu, að þeir áttu að gæta hennar. Og gerðu þeir það ekki; ef þeir brygðust trausti almennings og hins opinbera, sér til stundarhagnað- ar, þá lá ekki einungis við embættismiss- ir, heldur og frelsistap og skerðing borg- aralegra réttinda, eins og þar sem um venjulegan embættismann í ríkisþjónustu er að ræða. * * * Nú er dómurinn ónýttur. Þessir menn, er einungis hugsuðu um að mata krók- inn á kostnað þeirra, er þeir áttu að gæta, eru sloppnir við alla ábyrgð, sem menn héldu að á þeim hvíldi. Þeir eru vafa- laust albúnir að leggja aftur út í það veg- lega og vellaunaða starf, að gæta annara bank^. Og nú er epgin áhæfttan lengur, þó augun séu dregin í pung, eða þeim jafnvel alveg lokað, fyrir útfallinu úr vös-. um þeirra, sem veradarinnar eiga að njóta. Að minsta kosti ekki í Ontario. Það er gamla dæmisagan um úlfinn, sem settur var til að gæta sauðahjarðarinn- ar. Svo það er ekki að furða, þótt ör- litlum kvíðahrolli slái að sauðunum. * * * Enginn má misskilja oss svo hrapal- lega, að halda að vér grunum hina há- virðulegu dómara um græsku. Að vísu voru skiftar skoðanir réttarins um það, hvort nokkur lagaleg ábyrgð hefði hvílt á þessum gæzliistjórum og ráðsmönnum Home-bankans. En meirihlutinn úr- skurðaði, að svo væri ekki. Og báðir hafa vafalaust dæmt eftir beztu sam- vizku. Enda mælir ekkert á móti því, þvi að “svo em lög, sem hafa tog”. En það er mjög hæpið, að það þýði nokkuð að túlka málið svo fyrir almenn- ingi. Almenningur er lítt lögfróður, og það er viðbúið að það verði erfitt að sann færa hann um það, og sérstaklega þá hluta hans, sem hallann bíður af slíku — að það séu lög og landsréttur, að menn, sem settir eru til þess að gæta hagsmuna almennings, og tryggja allan fjöldann af borgurum landsins gegn eignatjóni og jafnvel algerðum eignamissi, og fyrir það borgað stórfé úr vösum almennings, geti hegðað sér svo, hegningarlaust, hvort heldur er af ásettu ráði eða skeyt- ingarleysi, að gæzlan sé verri en engin, að hún sé einungis yfirskyn til þess að veita fé úr almenningsvösum niður í vasa þessara dáendismanna. Það er meira að segja hætt við, að dómur sá, sem yfir þessa menn gekk í fyrra, verði af mörgum aðeins talinn trúðaleikur, til þess eins viðhafður, að friða þá, er fyrir skakkafallinu urðu, meðan að dálítið væri að fyrnast yfir mál- ið, en um leið að bjarga sökudólgunum frá réttlátri hegningu. Þarna sjái mað- ur; þeim hafi svo sem aldrei verið mikið hætt! Og trúin á það, að fyrir lögum séu ekki allir jafnir, styrkist óneitanlega, og það ekki að ástæðulausu. Það er ilt að hinir hávirðulegu dóm- stólar, sem hvergi mega vamm sitt vita, skuli þannig óbeinlínis verða til þess, að auka óvirðingu fyrir lögunum. En þar sem vafalaust má telja, að dóm- stólarnir vinni ávalt samkvæmt beztu samvízku, þá gefur að skilja, að þá er ekki hægt að endurbæta. Það virðast þá • ekki nema tvær leiðir opnar, í fljótu bragði. Önnur er sú, að endurbæta alt hitt mannkynið, að gæzlustjórunum með- töldum; hin sú, að endurbæta löggjöfina á þessum sviðum, svo að hún geti ekki orðið hinum háu dómurum að fótakefli. Gæzlustjórarnir eða löggjöfin? Kanske að það jTði þó öllu umsvifaminna, að byrja ái löggjöfinni. GóÖ boð. Heimskringlu er sérstök ánægja að skýra kaupendum og velunnurum frá því, að hún hefir komið svo ár sinni fyrir borð, að frá þessum degi verður sérstakt rúm í blaðinu fyrir þá af lesendum, sem vilja leita læknisráða, með tilstyrk blaðs- ins. Ágætur íslenzkur læknir hér í borg- inni hefir lofað blaðinu að gefa læknis- ráð ókeypis í dálkum blaðsins, þeim sem það vilja nota. Vér erum ekki í vafa um það, að þetta verður bæði vinsælt og gagnlegt. Það skal tekið fram, að spurningar þær, er lesendur kynnu að vilja senda til blaðs- ins um heilsufar sitt, verða að vera eins stuttar, gagnorðar og greinilegar og frek- ast er unt. Aftur á móti þarf varla að taka það fram, að þessar ráðleggingar koma að- eins að haldi þeim, sem eiga við ein- hverskonar langvarandi (chronic) kvilla að stríða. En þeim ætti að líka þetta ágæta og mannúðlega boð læknisins, að koma að áfeætu haldi. Spurningum verð- ur svarað þegar vikuna eftir að þær ber- ast blaðinu, að svo miklu leyti sem unt er. Svar. “Stephan G. Stephansson — — — sem manni finst oftast að fremur sé mál- svari dauðans en lífsins-----” Þessi orð las eg nýlega í Lögbergi. Og þessi undarlega hugmynd “er sem böggl- að roð fyrir brjósti” þeirra, sem ekki lesa, eða illa lesa, kvæði skáldsins. Við það er ekkert athugavert. Fyrirfram-sannfær- ingu eða fordóm getur enginn gert skóna. Hitt er undravert, að þeir, sem dá ljóðlist og skilja hana að einhverju leyti, skuli haga orðum eins og áður er á minst. “Fyrir gluggann minn gengu Glaðar sumarvonir! Stefndu blysförum beint til Bjarmalands í framtíð, Girtar megingjörð morguns, Mannprýði og sannleiks, Merkt var handsal á hjálma, Hjartarót á skjöldu. Slógu ljóma fram um löndin, Leiftrum út í fjarlægð, Glæstu rósir og mnn, að Regnbogum í austri.” Þetta erindi er tekið úr hersöng Steph- ans, “Martius”. Stephan, eins og aðrir, á sinn herguð og dýrkar hann. Og hver er þessi “Martius” skáldsins? Hann er almættið vermandi, hressandi og bless- andi. Hann er sól og sumargleði öllu því sem lifri. Hann er sigurvegarinn góði. Hermenn Stephans hafa hvorki rándýr eða hræfugla að skjaldarmerki, heldur “handsöl” og “hjartarót” (tákn einlægn- innar og kærleikans). Aðrir herguðir, séu þeir ekki aðgerðalausir, drepa, þjá og eyðileggja. “Martius” Stephans vekur til lífsins, hressir og bætir. Og hann er altaf að verki. Finst nú ekki þeim, sem vilja gefa huga sinn á vald sannleikans, að Stephan sé hafður fyrir rangri sök, þeg- ar hann er kallaður “málsvari dauðans”? Það er líka haft fyrir satt, að Stephan sé bölsýnn. : “Fyrir gluggann minn gengu Glaðar sumarvonir! Stefndu blysförum beint til Bjarmalands í framtíð —” Þessa sýn eða spádóm má víða lesa út úr ljóðum skáldsins. Hiann trúir á stríðs- guð sinn, lífsins gjafarann góða, almætt- ið, sem vekur líf í óskapnaðinum, styrk- ir og verndar það um ár og aldir, og þroskar það til eilífrar fullkomnunar. Nei, og aftur nei! Stephan G. Steph- ansson er ekki “málsvari dauðans”. Hann er lífsins skáld. J. P. P. “Könnnm ráðstafanir guðs”. Jesús.— Herra ritstjóri! Eg hefi mikla ánægju af a8 lesa pistla þá, sern þér birtið í blaöi yðar, eftir dr. Helga Pjeturss. Er þa'ó auösjáanlega úr miklu dýrara efni spunn- iS, en venja er til svona alment. Þegar eg segi dýrara, þá á eg viS, aS þaS sé meira boriS i af hugsun, en venja er til. En hugsanir í öllum myndum, eru frumefni lífsins, viShald þess, þroski þess eSa óþroski. ÞaS er þýSingarmikiS atriSi, aS kanna ráS- stafanir guSs, og getur ekki hjá því farið, að búdrýgra yrði á þessum hnetti vorum va-ri þaS alment gert. Miklar hugsanir um hágöf- ugt efni, jafnvel þó þær hugsanir séu ekki með öllu réttar, draga að oss mikinn fjölda/ hugsunar- rikra manna og kvenna annarar tilveru, því það fólk er hugfangið af mikilleik tilverunnar. I flestum tilfellum verSur það oss gróSi, og eykur andlega og líkamlega velsæld vora hér á þessari stjörnu. Þetta blessaða fólk hefir áhrif á hugs- anir vorar, og vér höfum Hka áhrif á hugsanir þess, því margt þarf þaS aS læra aS skilja, eins og vér. Mestu skiftir, að hugsanirnar séu í alla staSi göfugar, og samboSnar hinum eina sanna guði, sem lætur ekkert tilsparaö að annast allra velsæld, andlega og likamlega, með alveg dæma- lausri föður og móöurást, oð svo miklu leyti sem mennirnir leyfa honum þoð. IFólkiS á þessum hnetti ætti því hvorki að gleyma þeim mönnufn, né heldur aS vera kæru- lausir um þá, sem eru þess megnngir aS kasta frá sér meiru ljósi yfir hin andlegu öræfi vor, en vér höfum átt aö venjast. Þeim ætti að veit- ast, fyrirhafnarlaust, alt sem þeir þarfnast til líkamlegrar framfærslu, þegar andleg framleiðsla þeirra er sú, ef eg mætti svo aS oröi komast, aS draga að oss hin miklu, en oss ósýnilegu, sólkerfi guðs. : Eg hefi fyrir mér kaflana, sem birtust í blaSi ySar 24. júní. Þó eg sé ekki dr. Hlelga sammála í sumum at- riSum, þá met eg mikils hugsanadýpi hans og góða viöleitni aS skýra máliö. En mér virSast skýringarnar nokkuS á huldu og bundnar við gamiar sagnir og spádóma, sem vitaskuld hafa ekktrt meira gildi en þaö, sem um þetta kann aö vera sagt í dag. Menn hafa sjálfsagt á öll- um öldum, frá því aö sjálfstæS eilíf “eg” fædd- ust á þessari stjörnu, gert sér einhverjar hug- myndir um guðveldiö, og þaS afarlöngum tíma áður en nokkrar sagnir um það geymdust. Ef til vill gátu einhverjar af þeim óskráöu hug- myndum vei;iÖ miklu fegurri og fullkomnari en hinar, sem í sögnum geymast. Mér finst því réttast aö taka málið fyrir og ræSa þaö eins og þaö liggur fyrir og horfir viö í dag. Samkvæmt mörgum sögnum og munnmælum, voru þó hugmyndirnar á þann hátt, og með til- liti til þess, að þessi litla stjarna væri þunga miðja alveldisins, sem guð léti sér séistaklega ant um, og annara en alt annaS. Sem von er, þá getur guS ekki annaS en brosaS aS þessum bama- skap, því hann lætur sér jafn-ant um alt líf, um alla tilveruna. GuS á ekki til nokkra hreppa- eSa landskikapólitík. Þau orS, mér er ól.æft íð segja þaS, eru ekki til í orSabók guSs. En guS lætur sér á þann hátt ant um öll sjálf- stæS “eg” tilverunnar, aS hann annast um aS þeim veitist öll hjálp og aSstoS til þess aS öSIast göfgi, ef þau óska þess. Annars er hverju ei- lífu “eg” í sjálfsvaid sett, hvernig þaS vill haga sér, því ríki hans er ekki, og hefir aldrei veriS, nokkur hætta búin af því. Þvert á móti. Þetta er hiS eina, sem getur skapaS alfullkomleika. Hinar eilifu, alfullkomnu, blessuSu hugsanir guSs hafa æfinlega veriS í miklupi meirihluta í alveldinu. GuS hefir aldrei fyrirfariS sér, hvernig sem þaS orS er skiliS, fyrir nokkurn skapaSan hlut í ríki sínu, þvi þaS hefSi veriS barnaskapur einn, af því aS þaS er á móti eSlislögmáli lífsins og hreinasti ómögulegleiki. Líf er óendanleg framleiSsla, og æfin- lcga, í byrjuninni, á lágu stigi, hvar sem skilyrðin eru til fyrir þaS, þvi byrjunin er alstaSar eins, af því aS lögmál þess er alstaSar hiS sama. Alt ve’-Sur aS feta sig fram, frá lægstu lífsmyndum til hins mesta fullkom- ltika, hvernig sem því gengur þaS, og hvað langan tima sem þaS tekur. LífiS á hverri einstakri stjörnu, er á til eilíf “eg”, er heild út af fyrir sig, á líkan hátt og bú bónda i sveit er heild út af fyrir sig, innan sveit- arfélag-sins. Sé nú bóndinn búskussi og flosni upp, þá verður jörðin kyr eítir sem áSur, og einhver annar tek ttr hana. Þannig er því og variS meS lifiS; plássig er undireins tekiS, losni þgS, einhverra orsaka vegna, sé þaS hæfilegt fyrir lífmyndun. En eins og1 jörS getur veriS allgóS til ábúSar, þótt eitthvert sjálfstætt “eg” hafi flosnað upp af henni, þannig er þvi vrriö með hverja lífræna stjörnu í aiveldi guðs. ÞaS mál kemur ekki stjörnunni viS, þó alt fólkiS steypi sér af henni út í hiS svartasta ntyrkur til- verunnar. Kemur þetta af þvi, aS hver stjarna, sem er sameSlis vorri, er ekki vitsmunalegt eilíft “eg”, og því háS öðrum lögum en hin sjálfstæðu, ei- lífu “eg”, sem byggja hana. Fyiir þvi getur t. d. alt mannkyniS hér riðiS á helveg, eða tekiS helstefnuna, ef því þóknast, aS hvorki sakar þaS þenna hnött né heldur ríki guSs. Hjvorki myndi hnötturinn gráta þessa til- hreinsun, þó hann gæti þaS, né held- ur væri nokkurt mannsbarn týnt eða tapaS út úr alveldinu. 'Allir yrðu aS brjótast áfram sem bezt þeir gætu, eu aS sjálfsögðu í miSur glæsilegu umhverfi. Hitt er annaS mál, ef vér hugsum oss svona ástand, sem í raun réttri er ómögulegt, þá fnyndu liSsveitir guðs út um tilveruna, sem fengju fréttirnar, ekki álíta þetta tiltæki rr.ikinn búhnykk til fyrirmyndar, því þó menn vitkuðust viS þenna skell undir breyttum lifsskilyrðum, þá myr.di þó þessi andlegi afturkippur hafa slæmar afleiSingar fyrir alla hlutaSeigendur um miljónir ára. Aldrei hefir gereySing nokkurs heildarlífs átt sér staS í tilverunni. Orsökin er sú, aS hvergi er hiS illa eitt um hituna. Lífheimurinn er al- staðar hlaðinn góðum og illum hugs- unum, sem hvert eilift “eg” má vinna úr þaS, sem þvi þóknast, sjálfu sér til andlegs þroska eða þá til andlegs niS- urdreps. Nú kemur þaS aldrei fyrir aS heild, eða rriannkyn á nokkrum hnetti, hafi veriS, sé eða verði, sam- taka um þaS, aS vinna alilt úr alillu, vegna þess aS ekkert eilíft “eg” er ti!. sem ekki á í sjálfu sér agnar ögn af góðum hugsunum, hversu illa sem þaS annars vinnur. En aö alls sé kostur fyrir hin eilífu “eg”, aS reyna sig á, er alveg nauSsynlegt, þvi án þess getur engin sönn fullkomnun átt sér staS. Hin eilífu “eg”, sem eru óuppleysanlegir einstaklingar, verða aS fá aB spinna úr þeim hugsunum, sem þeim falla bezt i geS, og eins lengi og þeim þóknast þaS. 1 þessu eru fólgnir möguleikar þeirra til full- komnunar og göfgi. ÞaS er aðeins gepnum raunverulega og persónulega þekkingu á öllum möguleikum hins margbreytilega Jífs, frá lægsta sjálfs- ineðvitundarstigi, aS nokkur getur, náS fullkomnun. Þó þessu sé nú svona variS í virki ltika, þá segi eg ekki, aS hin eilífu. “eg” séu látin afskiftalaus, jafnvel þó þau biðji ekki um hjálp. Þeim eru gefnar góðar bepdingar um, aS leggja ekki margar óþarfa lykkjur á leiftina, sem í raun réttri gefa þeim engin ný viSfangsefni, eða nýjan lærdóm, af því þau hafi haft sömu eða svipaða reynslu áður. Og þegar þau biðja, eins og þarf aS biðja, þá fá þau viSeigandi hjálp út úr krögg- um og vandræðum. GuS dæmir engan, vegna þess aS dómur er úrskurður um sök, en í eilíföarmálunum eru allar sakir háS- ar greiðslumöguleikum hins seka. Nú veit hinn elskuríki, sanni gtið, aS greiðslumöguleikar hvers eins koma fyr eSa siSar, og þess vegna þarf í raun réttri aldrei á dómsúrskurði aS halda. Aftur á móti dæmir hver og einn sjálfan sig aS því leyti, aS hann skapar sér þau kjör og kringumstæð- ur, sem réttlátlega samsvara líferni hr.ns og allri breytni, og skiftir þaS engu, hvort hann er. í þessari tilveru eða annari, eSa hverskonar líkama har.n er klæddur. Sérhvert eilíft “eg” verður aS vinna sig áfram, og borg- ar allar skuldir sinar réttum hlut- aðeigendum. En réttir hlutaðeigend- ur eru allir þeir, smáir og stórir, seni' han hefir á einhvern hátt misboöiö eða læitt rangindum. Þegar einstak- lingurinn hefir gert þetta aS fullu, þá er hann sáttur viS alla i tilverunni, og guS sáttur viö hann. Af þessu ætti aö veröa skiljanlegL að leikurinn stendur aöallega á milli hins uppvaxandi sálnagróðurs tilver- urnar, undir vernd og forsjá guös, en ekki þfessara sálna og guös. Eg sagði áöan, aS hvert eilift “eg” fengi viSeigandi hjálp, þegar rétti- lega væri um hana beöiS. En viöeig- ar.di hjálp, er hjálp til aS hjálpa sér sjálfur á réttan hátt. Þetta er eini, sanni og rétti vegurinn til eilífrar, saunrar og réttrar fullkomnunar. önr.úr látalætis fullkomnun gagnar ekki guSsríki. OrSur, titlar og mann- viröingar eiga enga fótfestu í guSs- riki. Ekkert gildir þar nema göfgi hugsananna, sem þá aS sjálfsögöu er fylgt fast fram með orðum og verk- um, þvi annars er þaö engin sönn göígi, sem upp af þeim vex. Til þess nú aS gera öllum sem hæg ast fyrir aS öSlast guödómlega göfgi, e- guS aS leika viB hin eilifu '“eg” um alla tilveruna, meS óendanlegum umskiftum á umhverfi og búningum. Einum kann aS hepnast betur aS hafa sig áfram við breytt lífsskilyrði, en honum hafði áöur gengiS. Minsta kcsti hefir hann lært nokkuS, meS þvl honum er í fersku minni hiS fyrra gengi og hinn forni árekstur. Séu nú þessar fáu, og fátæklega orSuðu setningar, athugaöar vel, meS stiliingu og gætni, þá verSur þetta Ijóst meðal annars: 1. —AS guS vikur ekki, og getur ekki vikiS, hársbreidd frá hinu eina algilda lögmáli uni byrjun, viöhald, vcvxt og fullkomnun sálarlífsins, 'sem er eitt og hið sama um alt alveldiS. GuS getur ekki vikiS frá því vegria þess, aö i þessu lögmáli felst hiS mesta vit og réttlæti, sem hin göfug- asta hugsun alveldisins getur fram- leitt. Hámarki alfullkomleikans er náS meS þessu lögmáli. 2. —Allar sérstakar fórnfæringar, fyrir eina eöa allar lífsheildir alveld- isins, væru partíska til þess að tefja fyrir lærdómi hinnar sönnu framþró- uuar til fullkomnunar, og eru því ekki ti! i lögmálsbók guös. í lögmáli al- veldisins er ekkert, sem hindrar efl- ir.g guösrikis. 3. —Hver bygS stjarna, hvort sem sú stjarna er sameölis vorri eöa ekki, er andlegur og likamlegur heildar- búskapur, undir vernd og aöstoö æöri máttarvalda alveldisins; þó þannig, aS aldrei séu skert réttindi einstak- lirgsins eöa heildarinnar, til þess aS gera sjálfum sér, eöa sjálfri sér, ilt, sé einhver lærdómur til andlegs þioska í því fólginn, annaShvort eöa fcæöi á því tilverustiginu, eða hin- um síöari. 4. —Hleðsla lífheims eru óendan- lega margbrotnar og ósamkynja hugs- anafrumlur. Úr þeim má vinna hiS bjartasta Ijós, hiS svartasta myrkur, og kraft og framkvæmdir allra teg- unda. En hvorki hinar beztu né helr? ur hinar verstu geta myndaS heild- ailíf, jafnvel ekki einn einstakling, svo þess eins þarf aS gæta, aS óskert- ur réttur sé gefinn til allra náms- greina, samkvæmt eðlisfari og upp- lí.g' hvers eins. 5. —Hvert eilift “eg” færist úr ein- um bekk í annan, þar til náminu er lckiS í skóla lífsins, og alfullkomleika e,- náS. En hvern árangur hinn um- liöni lærdómstími, og hiS umliöna starf, haföi, veröur ekki kunnugt ncma aS nokkru leyti, fyr en komiS er i næsta bekk. Orsökin er sú, a8 sambandið á milli bekkjanna er ekki þaS, sem þaS á aS veya og má vera, samkvæmt vilja guös. 6. —GuS á ekkert launungarmál, því hann hefir engu aS leyna og ekkert aS fela fyrir uppvaxandi sjálfsmeS- vitundarmeSlimum alveldisins. En meS þvi engu góöu er svo haldiö aS nokkr urn, aS honum sé ekki í sjálfsvald sett aS hafna því, ef hann vill, þá veröur hvers eins aS vera sóknin og sannleiksleitin. Þessum gæöum, sem

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.