Heimskringla


Heimskringla - 25.11.1925, Qupperneq 5

Heimskringla - 25.11.1925, Qupperneq 5
WINNIPEG, 25. NÓVEMBER 1925. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSlÐA ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR . K A U P I Ð A F Tha Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. skemst til frásagnar, aö þetta samlag á enga óvini, sem þaö þarf að ótt- ast, nema þá bændur sem þverskall- ast viö aö innrita sig, því þeir eru þá stoö og stytta andstæðinganna. Þainnig er ástandiö: að okkar niestu og beztu menn réyna alt, sem er mögulegt, til aö greiða úr þess- um miklu flækjum sem bændur eru vafðir í. Lög og lagabætur eru geröar; og óneitanlega væri útkoman mikil og goö, ef ekki væri fyrir það aö bændur sjálfir eöa of marg- ir af þeim þverskallast viö einu og öllu, og verða þá um leiö þeiin að liði, sem verst og argast fara með þá í öllum viöskiftum. Þeim sem hefir séð eða kynst þessu mikla sléttulandi hér í Vest- ur-Canada, séð meö berurn augum alla þá nær því ótakmarkaða fratn- leiðslu í svo fjölda mörgum liöum, virðist aö hvergi ætti að vera hörg- ul! á; en til aö gera rétt skil, þá er hér mikið af bændum, sem lifa langt fyrir neöan það mark, sem þeir þyrftu og er þeim sjálfum um að kenna. Eg hefi áreiðanlega reynslu fyrir mér í þessu. — nú er þetta “Pool’’ svo auðskilið, að allir, sem hafa minstu sjón hljóta að skilja og sjá; þó vantar enn marga. Engum manni -hefi eg mætt, sem ekki góðfúslega kannaðist við það, að gamla fyrirkomulagið með korn- söluna væri eins rangt og ilt og frek- ast væri, þegar ætíð var sa :gt "taktu þetta verð, eg fylli vasa mína með hinu.” “Skuldir og basl,” er það ekki kveljandi ? Og svo að hafa það þar með, að það er okkar eigin skuld. j Við mættum vinna minna en hugsa tetur okkar eigin mál; því “saman stöndum vér, en sundraðir föllum - „ ver.” Og eg segi það aftur, með þér j herra ritstjóri, að það er gleðilegt, að vér sjáum nú glampa fyrir betri ^ dögum i fra.mtíðinni. Þessi sam- ^ tök; þetta samlag hefir byrjað vel, og komið fjölda mörgum að góðu haldi, og er það ósk mín og von, að bændur fylkist undir þann fána, | sem bendir þeim, og gefur þeim ^ von um betri daga blessunar og gæfu fy.rir þá og fjölskyldur þeirra, i nin ókomnar brautir. A. Johnson. Rúm og tími. Aður fyrri hafði heimsmyndin nokkuð ákveðin takmörk í hugum otanna. Jörðin var ekki ýkja mik- ■ð stærri en það, sem augað eygði, og upp í hivnininn var auðsjáanlega beldur ekki svo langt. Að vísu voru aðrir himnar þar fyrir ofan, aE frá þremur og upp i tólf, eftir bví sem trúarbrögðin staðhæfðu. En fjarlægðin milli þeirra var ekki álitin neitt gífurleg. Alt var steypt 1 því móti, sem hugurinn vel gat Sripið, hvort sem var að ræða stærð eða smæð. Sniæstu einingarnar, I atómin eða frumeindirnar, voru að yisu afar-litlar,- en ekkert ákaflega •tiikið minni en augað gat greint. Fyrir öllum almenningi er það líka Svo enn í dag, að hann miðar heims- | ’t'ynd sína algerlega við það, sem Ekamleg skynfæri eiga hægt með að Sreina, hugur hinna djörfustu teygir s'g kannske eitthvað út fyrir tak- "'orkin, en þó oftast ekki langt. ^argir mælikvarðar eru auðvitað til a það, hvað menn kalla stórt eða Sroátt, en aðalmælikvarðinn er þó v°r eigin líkamsstærð. Yfirleitt Enst oss það stórt, sem er stærra en vér sjálfir, og hitt smátt, sem er sjnærra. ^essia takmörkuðu rúmshugmynd ^afa nú nýrri tíma náttúruvísindi tanið afskaplega út, bæði út á við °g inn á við, svo að í samanburði1 V|ð nýju heinismyndina er sú hin samla orðin litlu rýmri en sjón- hringur frosksins í brunninum. Sjálf jörðin reyndist við mælingu margfalt stærri en menn höfðu hald- ið. Tunglið, sem oss sýnist vera fest á himininn að eins fáar mílur í burtu, er í raun og veru í 38 þús- und meterrmlna fjarlægð (1 m m. H) km.), sem er 30 sinnum þvermál jarðarhnattarins. Sólin, sem sýn- ist vera jafnlangt í burtu og tungl- i‘ö, er í nær 400 sinnum meiri fjar- lægð, og svo er hún stór, að ef hún væri hol innan, gæti tunglið gengið í kringum jörðina innan i henni, jafnvel þótt fjarlægð þess frá jörð- unni væri helmingi meiri en hún er. Um fjarlægðirnar í himingeimn- um geturn vér ekki gert oss neina glögga hugmynd, en hlutföllin má sjá af þvi, hvað ljósið er lengi á leiðinni hvern spölinn. Frá tungl- inu til jarðarinnar er ljósið að eins rúma sekúndu á leiðinni, frá sólinni er það um 8 mínútur. Frá næstu fastastjörnu fyrir utan sólkerfi vort ei ljósið þrjú og hálft ár á leið- inni; frá Síríus, björtustu stjörn- vnni á suðurhimninum, er það rúm 20 ár og frá yztu stjörnum á vetrar- brautinni ætla menn að ljósið þurfi þúsundir ára til að ná til jarðarinn- ar. Einstein, sem nú er frægastur allra eðlisfræðinga, kveðst hafa fundið aðferð til að reikna iit stærð alheimsins, og samkvæmt þvi á hann að vera það stór, að ljósið er um 100 miljónir ára að fara þvermálslínu hans frá enda til enda. “En það geta verið til fleiri alheimar en þessi” — bagfir hann við. Borinn saman við þessa víðáttu verður skynheimur vor ekki stór. En nú skulum við athuga víðáttuna inn á við og reyna að skygnast inn í heim smæðarinnar. Þangað hafa núttúruvísindin einnig teygt athug- anir sínar og útreikninga og tek- ist að athuga ekki einungis fjölda frumeinda (atóma) í ákveðnu rúmmáli, heldur geta þau einnig far- ið nærri um stærð þeirra. Menn álíta, að vatnsefnisfrumeindin sé einnig frumeining allra annara frumefna. Þvermál þessa atóms er hér um bil einn 5 miljónasti hluti úr millimeter. Ef við nú stækkum þennan millimeter upp í 5 kílómetra tða hálfa metermilu, þá er atómið með jafn mikilli stækkun að eins komið upp í einn millimeter. Þetta skyldu menn nú ætla, að væri sú minsta ögn, sem vísindin hafa get- að gert sér nokkra hugmynd um. En þat er langt frá því. Þetta atóm er sem sé ekki ein ögn, heldur tveir hnettir hlaðnir feiknalega sterkum krafti, og snýst annar í kringum hinn með hraða sem sagður er að vera 1 biljón snúningar á sekúndu. Hnötturinn, sem í kring snýst, er kallaður “elektróna”, en sá í miðj- unni heitir “kjarninn”. I saman- burði við stærð þessara hnatta eða kraftpunkta er fjarlægðin milli þeirra afar-mikil. Ef hringbraut elektrónunnar er stækkuð svo í hug- antim, að hún verði eins og um- má! jarðarhnattarins, þá er elek- tiónan þó ekki stærri en 350 metrar í þvermál og kjarninn ekki stæri en mannshnefi! — Með öðrum orð- um — langmestur hluti atómsins er að eins tómt rúm, sein umspent er þessuni einkenniiegu kraftfjötrum! Milli atómanna innbyrðis í efninu er einnig hlutfallslega langt bil, svo að ef hið rannsakandi auga er orðið négu lítið, þá sýnist hið fastasta efni ekki þéttara í sér en himingeitn- urinn keniur fyrir sjónir um heiðríka vetrarnótt. Þótt gert sé ráð fyrir, að náttúru- vísindunum skjátlist eitthvað um byggingu frumeindanna, þá er eng- in ástæða til að efast um víðáttuna í smæðarheiminum, úr því að skyn- færi vor eru svo ófullkominn stærð- ar mælikvarði, sem auðséð er við ofurlitla umhugsun. Fyrir svo fir.ni sjón, sem gæti greint sjálf at- ómi og byggingu þeirra, þá væri einn sóttkveikjugerill, sem er mann- leguin augum ósýnilegur fyrir smæð- ar sakir, alveg óyfirsjáanlegur fyrir stærðar sakir. Á hinn bóginn yrði lika jörðin með öllum hennar kost- urn og kynjum að ósýnilegri ögn séð frá sjónarmiði hins mikla stjörnugeims. — Það er því augljóst, að ekki einungis hugtökin ‘‘srnátt’’ og “stórt” hljóta eingöngu að fara eftir þeim mælikvarða, sem lagður er i það og það sinn, heldur fara hugtökin “greinanlegt’’ og “ógrein- anlegt” eða sýnilegt og ósýnilegt ein- góngu eftir því, hvers konar skyn- færi um er að ræða. Og að skyn- færi vor nái óendanlega skamt, það hefir marga að vísu lengi grunað, en náttúruvísindin hafa nú sýnt og srnnað, að jafnvel langmestur hluti hins daglega efnisheiins liggur oss dulinn vegna skynfæraskorts. Og vegna þess, hvað rúmskyn vort grípur yfir óendanlega litið svæði af þeirri tilveru, sem menn þó vita að er til, þá hafa um 'leið myndast ófyrirsjáanlega margir n.öguleikar fyrir tilveruformum, I sem skynið grípur ekki, jafnvel þótt þessi form séu alveg jafnveruleg og það, sem vér þreifum A. Þannig hafa t. d. nokkrir náttúrufræðingar haldið því fram, að til mundi vera efni þúsund sinnum þéttara en jörðin er upp tæki þó sama rúmið. Sól- ; kerfi vort liði innan um þetta efni einr, og óverulegur þokuslæðingur eða skuggi. A sama hátt gæti líka verið til enn þynnra efni en i hin þynsta vatnsgufa og færi það einnig viðstöðulaust í gegnum jarð- j nesk efni og fyndi að eins viðnám ! og mótstöðu frá samskonar efni ög það sjálft er. Eins og rúmið er ekki alt þar sem það er séð, þannig er það einnig með tímann. Eins og vér höfum í skynfærum og líkamsstærð sjálfra vcr mælikvarða fyrir það rúm, sem vér greinum, þannig höfum vér í starfsemi líffæranna klukku, sem mælir tímann á þann hátt, sem oss er haganlegt. Vér höfum ósjálfrátt lært að stilla þessa klukku sainan við aðrar hreyfingar i náttúrunni, einkum skiftingu dags og nætur, svo að t. d. svefnþörfin hagar sér alveg í réttu samræmi við dægraskiftin. l'imaskyn vort er ekki annað en skynjun á hreyfingum, eða saman- burður á hreyfingaflýti innan og ut- an líkamans. Ef ekki væri til nein ytri hreyfing og hugsunin stæði kyr, þá væri ekki til neinn tími, eins og heldur er ekki til neitt rúm, sem ekki hugsast takmarkað af einhverju efni. Það er álit manna, að það, hvað manni finst hinn “ytri tími’’ þ. e. dagar og ár, líða fljótt, sé komið undir því, hvað hratt hinn “innri tími” líður. En hinn innri tími er ekkert annað en hraði heilastarf- seminnar, sem aftur mun vera háð formi sköpulagsins og fjöri lífsrás- arinnar. Aðalreglan sýnist vera sú, að lífsrás smærri dýra gangi hraðar en hinna stærri. — Því hraðara sem hjartað slær og andardrátturinn gengur, því hraðar má líka ætla að athygli mannsins starfi, því meira innihald verður í hverri líðandi stund og þvi lengur finst stundin líða. Þetta kemur og heim við það, að á æskuárunum, á meðan lífs- fjörið er örara, þá finst mönnum ár- in líða hægt, en síðar, þegar meiri ró og kyrð færist yfir menn, þá finst þeim tíminn fara að hraða sér. Mtnn mega ekki láta það villa sig, að skemtarir, seir. fjörga skapið og ættu því að lengja tímann, eru kall- afar dægrastyttingar. Ef skemt- ui in er þannig, að hún bindur hug- ar.n fastán, svo að athyglin hvarfl- ar ekki til, þá styttir hún tíinann. En ef skemtunin er mjög tilbreyti- leg, svo að athyglin þarf að halda sér vakandi til að fylgjast með, þá lengist tíminn. Tilbreytingaríkir dagar t. d. férðalagi finnast vera laiigir, þó þeir séu um leið skemti- legir. Ef ganga má út frá því, að skcpnur beri skyn á tímann, sem þær siálfsagt gera á sinn hátt, þá mun dagurinn vera þeim ærið mislangur. Lengstur verður hann væntanlega litlum, fjörugum dýrum, svo sem smáfuglum og flugum. Sjálfsagt finst dægurflugunni, að hún hafa lifað langa og innihaldsríka æfi, er hún sálast eftir einn sælan sólskins- dag. Sumar flugur gera vængjasveifl- ur svo hundruðum skiftir á sek- úndu. Ef ganga mætti út frá, að hinn innri tími þeirra rynni að sama skapi hraðar en t. d. hjá fuglum, sem taka 2—3 vængjatök á sama tíma, þá yrði tilveran nokkuð ólík í augum beggja. Betra er þó að hugsa sér veru gædda mannlegu skyni þannig gerða, að hún gæti flýtt klukku sál- ar sinnar og seinkaö eftir vild. Væri henni nú t. d. flýtt 1000 sinn- um, þá mundi hugurinn vera fær um að gera 1000 athuganir á áama tíma og hann gerir eina undir venju- legum kringumstæðum, og ytri tím- inn mundi þá virðast líða þúsund sinnum lengur. Þá sæi maður byssukúlu Iíða hægj: t loftinu að marki sínu.. Ar og lækir sýndust standa grafkyr eða ekki hreyfast hraðara en skriðjöklar. Sama yrði um menn og dýr, alt sýndist standa steindautt í ýmiskonar stell- ingum og fyrst á löngum tima sæ- ist nokkur breyting. Ekkert hljóð heyrðist, því að athyglin sjálf sveifl- aðist hraðara en tónbylgjurnar. — Alveg öfugt yrði upp á teningnum, ef lífsrásinni væri seinkað þúsund sinnum. Þá vissi maður alls ekki af sér, nema þegar athyglin gripi inn með löngu millibili, og ef þessi vökuaugnablik rynnu saman í vitund- inni á sama hátt og þau gera fyrir oss í daglega lífinu, þá leiddi þar af að alt í kring sýndist hreyfast með feikna hraða og margt verða beint ósýnilegt af þeim ástæðum. Gras- ið sæist gróa upp og jurtirnar sýnd- ust bráðlifandi og gera af sjálfs- dáðum ýmsar tiltölulega snöggar hreyfingar. Sólin liði yfir him- ininn um jafndægur, á tíma sem svarar til tveim þriðjii úr mínútu og kæmi upp aftur eftir jafnlangan tíma, mælt á hinn innri mælikvarða athuganjlans, en sjálfur mundi hann fyrir menskum mönnum líta út eins! og hann væri steindauður og yrði i sennilega tekinn og jarðaður á fá- j uii} sekúndum án þess að hann gæti! hreyft hönd eða fót nægilega fljótt til að sýna lifsmark. Af þessu sést, að tíminn getur ver- iö sæmilega breytilegt hugta*k ekki síður en rúmið, og að einnig hann getu, fullkonilega hjálpað til að skifta tilverunni í mismunandi lög, j þar sem sérstök skynfæri þarf til að greina hvert. ■ Þótt það sé nú fyrst á síðustu tímum, og einkum eftir að afstæð- iskenning Einsteins kom fram, að menn eru farnir að gefa gaum hinum mismunandi afstöðum og mælikvörð- um, sem reikna má með við rann- sókn náttúrunnar, þá hefir menn samt lengi grunað, að til væri til- j veruform, sem ekki væri bundið við rúm- og tímahugmyndir vor mann- anna. Spekingurinn Kant kallaði tímann og rúmið að eins form, er | vér steyptum í skynjanir vorar og athuganir, og ekki hefðu þessi form j neina sjálfstæða tilveru þar fyrir utan. Guðshugtnyndina hafa trú- arhöfundarnir skapað óháða rúmi j og tíma, sem og hugmyndina um alla j hina andlegu tilveru yfirleitt. En þetta er að eins neikvæð lausn á mál- inu. Hin verulega lausn kemur fyrst, þegar menn hafa fundið hinn sameiginlega mæli fvrir hið likam- lega og andlega form, og sá mæli- kvarði Iiggur sjálfsagt að miklu leyti í endurbættum hugsunum um tíma og rúm. Halldór Jónasson. —Morgpinn. ----------x---------- Hveitisamlagið. Uppskeruárið 1919—jl920 vjar, eins og lesendurnir tnuna hveitisölu- nefnd skipuð af stjórninni. Þessi nefnd tók við af Board of Grain Supervisors sem höndlaði uppsker- una 1917 og 1918 og borgaði bænd- urn ákveðið verð fyrir. Hveitisölu- nefndin 1919 seldi uppskeruna og borgaði framleiðendum öllum sama verð, með mjög líku fyrirkomulagi og hveitisamlögin gera nú. Þessi nefnd var látin hætta störfum 1920. Hveitiverðið lækkaði tnjög mikið. Yntsir bændafélagsskapir reyndu af öllum mætti að fá hveitisölunefndina endurskipaða, en að árangurslausu. Samtimis og verið var að starfa að endurreisn hveitisölunefndarinn- ar, voru rannsóknir gerðar viðvíkj- KEMTIFERBIR í VETUR Austur-Canada Kyrrahafsströnd ÁKVEÐNA DAGA. I DES., JA\„ FEIIK. Leyfig oss aS hjálpa yðtir afS ráð- gera ferð yðar. Hver Canadian National umboðsmaður mun með á- nægju lita eftir öllum atriðum, segja til um íœkkaðI skcmtiferðafargjald og vcita allar upplýsingar. Eimskipafarbréf. scld til allra landa heimsins. Notið Canadian National Express Monel Orders og For- eign Cheques þegar þér sendið peninga. Notið Travellers Cheques seld hjá Canadians National Rlys. farbréfasölum og Express skrifstofum þegar þér ferðist. andi samlagssölu á hveiti, og þegar augljóst varð að hveitisölunefndin fengist ekki endurskipuð snéru þess-" ir bændafélagsskapir sér að frjálsri samlagssölu. Alberta-.samlagið var niyndað 1923 og Manitoba og Saskatchewan samlögin byrjuðu starfsemi sína 1923. Meðlimatala allra þriggja félagskapanna var í fyrra um 85,000, en er nú orðin um 120,000. Arið sem leið seldu sam- lögin 81,000,000 ntæla af hveiti og liklegt er að i ár verði það um helm- ingi meira. Astæðan fyrir þessuni fljóta vexti samlaganna er að bændurnir eru að sannfærast að þeir geta selt hveiti sitt í samvinnu, með meiri arði en ef þeir gerðu það sem einstaklingar. ’Með samlagsfyrirkomulaginu þurfa þeir ekki að hrúga hveiti sínu á markaðinn strax og þresking er bú- in, og fá þá borgað lágt verð, sem vanalega er á hveiti á þeim tíma árs. I þess stað fá þeir fyrstu borgun þegar þeir afhenda samlaginu hveit- íð og selja það svo reglubundið smátt og smátt og eftir að árið er liðið eru þeir vissir um að hafa fengið fult meðalverð fyrir það. Þegar bóndi gerist samlagsmeð- limur skrifar liann undir samning þess efnis að afhenda samlaginu alt hveiti sem hann beinlínis eða ó- beinlínis hafi umráð yfir, á hverju ári til 1927 — þess árs uppskeru eintiig. Sérstakar ákvarðanir eru gerðar um heimasölu á útsæði. Til- gangur þessa samnings, er að tryggja samlaginu staðfestu bæði í félags og sölumálum. Samningurinn er að eins loforð sem bændurnir gefa hver öðrutn um að standa sameinað- ir um sölu á hveiti sínu á þessu tíma- bili. Samninga má undirskrifa á hvaða tíma árs sem er og öllum samlögunum eru að bætast nýjir meðlimir á hverjum degi. Ef einhverjir lesendur Heims- kringlu, samlagsmeðlimir eða ekki, vilja fá einhverjar upplýsingar um sanilagið geta þeir sent spurningar sínar til blaðsins, og verða þá svör við þeim gefin í næsta blaði. i S -------------x---------- Sumartíðin og Grœnlandsísinn. Lengi mun í minnum haft, hve tíöin hefir verig frábærlega góð á Norðurlandi í alt sumar; stöðug hlý- indi og góðviðri. Eftir því sem haft er eftir erlend- um sjómönnum, er verið hafa norð- ur í hafi í sumar, hefir ís vérið með allra minsta móti við Austurströnd Grænlands. Grænlandsfarið “Gustav Holm’’, sem flutti Eskimóana til Scoresbysund nýlendunnar, hitti eng- an ís undan Scoresbysund. Er það talið alveg eins dæmi. I fvrrq lenti leiðangursskip Einars Mikkel- sen þar í miklutn ís, eins og menn muna, er skrúfan brotnaði af því. Mótbárur hafa verið færijár frftm gegn nýlendustofnuninni þar nyrðra, vegna þess, hve sigling þangað er oftast nær erfið. En nú sem sagt var þar enginn ís. Mælt er, að sögusagnir séu til um það, að snemma á öldinni sem leið, hafi selveiðamenn hitt Grænlands- strönd íslausa um þessar slóðir. En síðan mun annað eins isleysisár og nú aldrei hafa komið þar. —Isafold 13. okt., 1925 ----------x--------- Frá íslandi. Nýlegá andaðist á Landakots- spítala Björg húsfreyja Jónsdóttir frá Arbakka i Húnavatnssýslu, 81 árs að aldri. Hafði hún legið rúmlega einn og hálfan mánuð og allþungt haldin, en var ern kona mjög eftir íi’dri. H.ún var ekkja Jakobs Jósefssonar, bónda og sýslu- nefndarmanns á Arbakka, er dó hér í Reykjavik 23. febr. 1907. Síðan dvaldist Björg hjá tengdasyni sín- J. Lange málara á Laugav. 10, og Þuríði konu hans, er var einkadótt- ir þeirra hjóna. Björg var mjög vel gefin kona, og hin merkasta í öllu. Frá því er skýrt í tilkynningtt frá sendiherra Dana, að “Sökong- en’ hafi komið frá Grænlandi til Kaupmannahafnar 22. þ. m. og hafi haft innanborðs loftstein þann sem Knud Rasmussen hefir gefið steina- safni Danmerkur. Steinninn vegur sjö smálestir og reyndist af- arörðugt að koma honum út i skipið. Brátt kom það í ljós, þegar skipið var lagt af stað, að loftsteinninn ru,glaði áttavita skipsins svo mjög, að sigla varð að mestu eftir afstöðu himintungla. Blönduósi 27. okt. A laugardaginn var aftaka brim hér. Tveir jnenn, Þorsteinn Er- lendsson frá Hnausum og Guð- mundur Sigurðsson frá Hvammi i Laxárdal, voru staddir á bryggju- sporði er brim gekk yfir alla bryggjuna, og tók þá út. Báðir mennirnir druknuðu. Þeir voru ókvæntir. Bærilegt veður í dag, en stirð tið undanfarið. Akureyri 23. okt Fimtn manna róðrarbáti hvolfdi t gær í lendingu við Reykjaströnd. Tveir druknuðu, unglingspiltur sonur Asgrims Einarssonar skip- stjóra á Reykjum, og Páll Arna- son, aldraður maður frá Siglu- firði. Isafirði 26. okt. Taugaveiki breiðist hér út. Fimt- án sjúkdómstilfelli. Alitið er, að veikir» hafi breiðst hér út frá mjólk- ursölu bæjarins, en ékty fi^llvíst um hin eiginlegu upptök hennar. Einn þeirra bæja, er hingað flytur mjólk er grunaður og hefir verið settur í sóttkví. Botnía krafðist heilbrigðisvottorðs af öllum farþeg- um héðan.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.