Heimskringla - 30.12.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.12.1925, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. DES. 1925. E f f i e. Eftir Annie Frost. ‘Það er alt,” endurtók Effie, innilega þakk- lát frænda sínum fyrir, hjálpina. “Eg ráðlegg stóran skamt af morgun- svefni, og stutta ökuferð síðari hluta dags,” sagði Marshall. “Má eg hafa þá ánægju —” sagði Georg fljótlega. “Já, auðvitað. Þið ráðið nær þið farið,” og svo yfirgaf hann þau. Það var ekkert óvanalegt við þetta, en Effie hafði aldrei áður fundið, að hún væri sem fugl í búri, og feimni hennar hefir eflaust verið smit- andi, því nú var löng þögn. Georg talaði fyrst. “Effie — fyrirgefðu, ungfrú Marshall,” því hún hafði teygt úr sér með drembilegri hreyf- ingu. — Roðinn breiddist um kinnar hennar, en hún sagði rólega: “Við munum sákna yðar mikið.” “Eg vildi að eg gæti lokað þá huggun inni í huga mínum.7 Viljið þér leyfa mér að ónáða yð- ur með því, að hlusta á áform mín litla stund?” “Eg skal ekki álíta það neitt ónæði,” sagði hún og brosti kurteislega. "Eaðir minn er skipaður konsúll í Brazi- líu, og eg verð skrifari hans. — Eg fer nú til New York til að sjá um viðskifti mín, þar eð við eigum að fara í desember. Viljið þér ekki óska okkur til hamingju?” “Með hvað?” “Ó, allir álíta þessar útnefníngar til opin beira starfa þessháttar, sem í ríkum mæli verð- skulda hamingjuóskir.” “Gerið þá svo vel að bæta mínum við ann- ara.” Löng’þögn varð, en Georg rauf hana loksins. "Já, eg fer á morgun. Nær finnumst við aftur?” i "Bráðum, vona eg.” “Getur verið, en það er undir yður komið. Eg verð að tala, Effie, því þetta eru máske síð- ustu augnablikin, sem við getúm verið tvö eih saman. Eg verð að segja þér” — og nú varð rödd hans blíð og innileg — “að þú ert minn bézti vinur, ef þú vilt leyfa mér að elska þig. Lífsgæfa mín liggur í þínum höndum; eg elska þig af öllu hjarta, og eg spyr blátt áfram og hreinskilnislega, eins og eg veit að þín hreina hugsun mun svara mér: Gétur þú endurgoldið ást mína?” Sveimandi gæfustraumur gerði hana þögula, en hann las svarið í svip hennar. Hann dró hana að brjósti sér og horfði í augu hennar, meðan hann hvíslaði ástúðlega: “Kona mín, mín litla Effie!” og þannig fann Marshall þau. i Effie flýði undan storkandi hlátrinum hans, en Georg stóð jjjarfur og myndarlegur fyrir fram an hann. Viðsjöðulaust gaf gamli maðurinn samþykki sitt; því hann kunni að meta>gáfur og göfgi hins unga elskhuga og hinn flekklausa lífsferil hans, og hin margra ára gamla vinátta við föður annars, og frændsemin við hinn, af þessum tveim elskendum, minkaði ekki gleðina, sem lifnaði í huga hans við þetta giftingarútlit Effie. Charles Marshall var sannfærður um, að þessi gersemi hans var elskuð vegna hæfileika sinna en ekki vegna auðsins. . Það var ákveðið að fara strax heim til Hares- dale. svo mögulegt væri að gera viðeigandi und- irbúning fyrir brúðkaupið. Einn nóvemberdag- úr var kjörinn til að vera giftingardagur þeirra, og frú Marshall kom til að óska þeím til ham- ingju. “Brazilía,” sagði hún, “er óheilnæmt pláss, og Effie er ekki heilsusterk.” En hún óskfcði þeim allrar hamingju, og lofaði að vera viðstödd giftingu þeirra. Þegar þau voru búin að ákveða að fara frá Newport, gáfu þau Marshall og Effie góðar gjaf- ir þeim frú Marshall og Láru, og eftir það ferð- uðust þau til Niagara. Páeinar vikur voru þau á ferðalagi, og Marshall bætti við þær nokkurra daga dvöl í NeW Yo^rk. Hann kagði brosandi, að fataefni frá, hintim ínikla höfuðstað, væri að- eins notandi í brúðarfatnað Effie. Að lýsa gleði frú Law’rence, þegar hún bauð þau aftur velkomin til heimllisins, er ekki á mínu valdi. Hfjsið í bænum var ekki leigt öðrum, því Effie óska£i að dyelja síðustu mánuðina af meyj arlífi sínu á því heimili, sem hafði gert hana svo gæfuríka. Marshall gat ekki séð af eftirlætisgoði sínu svona alt í einu, svo hann afréð að fara með þeim til Brazilíu. Hið langa einverulíf hans gerði útlitið til þessarar ferðar mjög vonríkt um góða ánægju. Mörg voru áformin, sem þessar gæfu- ríku manneskjur lögðu viðvíkjandi framtíðinni, og hið sorgþrungna andlit frú Lawrence gat einu sinni ekki truflað gleði þeirra. “Við skulum komá heim á hverju sumri,” sagði Effie; “og ef þú ert hér ekki, hverskonar heimili finnum við þá?” “Ó, en hugsaðu um langa veturinn, góða mín!” “En frændi segir að þú megir fá son þinn og konu hans þér til skemtunar hér.” AErí eg er nú orðin svo vön við þig, góða mín, að það verður dimt í húsinu, þegar þitt and- lit vantar.” “En "ékki dimmra en var áður en eg kom hingað.” “Einmitt það. Ef herra Georg ferðaðist í burtu, myndir þú ekki sakna hans meira, heldur en þú gerðir áður en þú fórst til New Port?” sagði gamla konan gletnislega; og brosandi og roðnandi varð Effie að taka röksemdir frú Law- rence gildar. Sumarið var liðið og haustsins mörgu litir settust í hið græna sæti þess. Hnéturnar duttu á jörðina, dagarnir styttust og fjörugur eldur í ofninum var betur og betur þeginn, þar ‘eð morgnarnir og kvöldin urðu æ kaldari. Sauma- konur og sölukonur kvenfataefna sendu verð- mæta böggla á hverjum degi, sem eru svo nauð- synlegir fyrir tilbúning brúðarfatnaðar, því gift- ingardagurinn var farinn að nálgast. Georg var í New York ásamt föður sínum, en Effie vissi, að hann myndi brátt koma til að sækja hana. Það var einn góðan véðurdag seint í októ- her, einn af þessum sólskinsríku dögum, sem koma manni til að gleyma liinu væntanlega þunglyndi vetrarins. Hlaðin gæfuríkum hugs- unum gekk unga stúlkan fram og aftur í sól- byrginu og beið þess að frændi hennar kæmi, svo þau gætu fengið sér hina venjulegu skemti- reið. Dökkbláa kjólinn sinn hafði hún fest upp, svo liann hindraði ekki frjálsa hreyfingu fót- anna; litlu húfuna hafði hún dregið ofan fyrir eyrun, og gekk hratt um gólfið til að halda sér heitri. Hotspur og Selim stóðu söðlaðir við girð- inguna, því það var næstum hálfri stundu seinna en þau voru vön að fara, en Marshall kom ekki. Gluggarnir hans sneru að þakinu á sólbyrginu, og Effie hljóp ofan tröppurnar til að kalla á hann. Henni til undrunar voru blæjurnar enn fyrir gluggunum, sem voru aðeins ofan til opnir, og hún vissi undireins að frændí hennar var ekki kominn á fætur. Hlæjandi að hugsuninni um hegningarræðuna, sem hún ætlaði að halda yfir leti hans, hljóp hún upp stigann og barði að dyr- um hjá honum, en ekkert svar kom; hún beið, og barði svo aftur: “Charles frændi! Frændi!” En ekkert svar heyrðist. Grunur um að eitthvað væri að honum, kviknaði undireins í huga henn- ar. “Frændi!” kallaöi hún hátt, “ertu veikur?” Ef þú svarar ekki, þá kem eg inn!” En sama kyrðin ríkti og ekkert svar kom; og nú opnaði hún dyrnar. Hún leit til rúmsins, og það sem hún sá þar, kom henni til að hlaupa þangað í dauðans ofboði. Hann lá með höfuðið neðan við koddann og dró andann með erfiðismunum; hendurnar voru kreftpr saman og andlitið afmyndað af kvölum. “Ó, góði frændi, þú ert mikið veikur!” sagði hún og laut niður að honum. Hann svaraði ekki, en virtist eiga enn bágara með að anda, þegar hann opnaði augun og starði tryllingslega á hana. “Þekkir þú niig ekki, frændi?” spurði hún iríeð klökkri röddu; aðeins augun svöruðu henni, þau urðu blíð og ástúðleg. “Þú getur ekki talað?” spurði hún, og um leið vissi hún, að eitthvað þurfti að gera undir- eins. Hún hristi af sér hræðslumáttleysið, sem hún fann að var að grípa sig, og sagði innilega: “Eg verð að yfirgefa þig eitt augnablik, til þess að senda James eftir Hall lækni; en eg kem und- ireins aftur.” Hún kysti skjálfandi varirnar löngum kossi og þaut svo í burt. Dr. • Hall var læknir í G—. Hann hafði verið kallaður til hennar, þegar hún kom fyrst til Haresdale, til þess að lækna slæm- an hósta, sem amaði að henni, og hún þekti hann sem vingjarnlegan, gamlan mann, er hafði strok- ið hendinni um höfuð hennar og beðið hana að vera sem oftast beru lofti. En hún mundi líka, að frændi hennar hafði talað um hapn sem dug- legan og reyndan lækni, og undir þessari miklu ábyrgð, sem á henni hvíldi, hugsaði hún fyrst um hapn. I ,v'Þetta var löng leið fyrir James, en hestur- inn stóð ferðbúinn, og fáein orð um hættuna, sem húsbóndi hans var stddur í, komu honum til að nota krafta hestsins eftir því sem bezt hann gat. Frú Lawrence var sú, sem næst var kállað á, og hennar rðlega framkoma var Effie mikil huggun. Þær gátu ekkert gert; þær vissu báðar að fávizka þeirra hindraði tilraun til að lina þján- ingar veika mannsins. Þær vöktu og biðu, en löngu stundirnar virtust aldrei ætla að enda. Effie hafði farið úr reiðfötunum og í morgunkjól, og hafði svo>sezt við rúmið hans. Stóru, ástríku augun hans sýndu, að honum var ánægja að hafa hana þarna, en engin hreyfing, ekkert orð rauf hina voðalegu kyrð. — Loks heyrðist fóta- tak, frú Lawrence opnaði dyrnar og læknirinn kom inn. , “Heilablóðfall!” Með afarmiklum þuniga féll þetta orð á eyru Effie. Allar reglur voru ná- kvæmlega skrifaðar, og litla, laglega persónan var á hraðri ferð til að framkvæma skipanir lækn isins; en altaf fanst henni hún heyra hátt berg- mál þessara hræðilegu orða. Læknirinn gat enn ekki með neinni vissu sagt, hver endirinn yrði; en lofaöi að vaka með þeim næstu nótt. Heil vika leið, og þó augun sýndu, að skynsepiin var enn til staðar, var eng- in hreyfing á líkama hans, og ekkert orð kom frá hinum þögulu vörum. Aðeins einn dagur var eftir þangað til Georg ætlaði að kor|a, og Effie ákvað að spyrja lækn- irinn, hvernig veikin myndi enda. Svarið var vingjarnlegt, hreinskilið og blátt áfram. Frændi hennar gæti máske seinna notað röddina, máske notað limi sína að einhverju leyti; en það mætti ef til vill búast við öðru slagi, og það sem hann ætti eftir að lifa,1 yrði hann ösjálfbjarga, ef ekki alveg bannað að nota limi sína. Löng nótt, með innilegum bænum, var undir búningur Effie til að mæta ástmög sínum. Sann- færð um ást og umhyggju frænda síns, knéféll hún við hlið hins magnlausa manns, og lofaði að verja lífi sínu til að hugga og stunda hann, því hann hefði verið henni meira en faðir. * 10. KAPÍTULI. “Ungfrú Effie, Georg er niðri í salnum.” Marshall svaf, og frú Lawrence hvíslaði þessum orðum að Effie. “Eg kem rétt strax ofan.” “Góða mín, þessa viku hefir þú þjáðst mik- ið; þú ert jafnföl og lilja, og augu þín eru svo þreytuleg. Herra Georg mun verða sorgbitinn yfir þessu mótlæti, sem þú hefir orðið fyrir.” Sorgbitinn! Effie skalf við að hugsa um þá raun, sem nú lá fyrir henni að framkvæma, en hún yfirgaf herbergið með kyrð, gekk ofan stigann og að dagstofudyrunum. Biðjandi guð um hjálp, stóð hún augliti til auglitis við heitmög sinn. Hann talaði til hennar ástríkum orðum hreinskilinnar samhygðar, því hann hafði frétt um þenna sorglega viðburð, og meðan hún stóð og horfði á hann sorgþrungnum augum, hlust- andi á hans blíðu samhygðarorð, fanst henni ó- mögulegt fyrir sig að framkvaéma það, sem hún hafði ásett sér. “Þú ert svo föl, Effie,” sagði hann ástúðlega Þú verður ekki fær um að þola ferðalagið, ef þú heldur áfram að stunda hinn veika.” Augnablikið var komið. Föl og magnþrota, en með ró^egri f*ödd sagði hún: “Georg, eg get ekki farið til Brazilíu.” “Ekki farið?” “Eg get ekki yfirgefið frænda minn. Talaðu ekki strax, lofaðu mér að tala fyrst. Hall læknir segir, að hann verði fatlaður, það sem hann á eftir ólifað, máske alveg hjálparlaus. Hugsaðu þér, hvað hann hefir verið fyrir mig. Eg get ekki lýst lielmingnum af þeirri ástúð, sem hann hefir sýnt mér. Alt það, sem eg er, á eg honum að þakka, heilbrigði, kærleika, gæfu; alt er það afleiðing af umhyggju,hans fyrir mér; yfirgefin og hædd eins og eg var sem barn; og nú, þegar hann er veikur, þjáður og hjálparlaus, þá er það skylda mín og réttur, mín mesta ánægja, að eg er fær um að hugga hann og stunda á ókomnu tím unum.” “Og er eg þýðingarlaus fyrir þig um þessa ókomnu tíma?” spurði hann beiskjulega. “Engan kulda. Talaðu ekki kuldalega við mig, Georg. Það hefir ollað mér hinni erfiðustu baráttu á æfi minni, að hafna mínum eigin eig- ingjörnu óskum og ást þinni, vegna þes^arar skyldu, sem á að vera mín huggun og ánægja.” Hvíta andlitið með biðjandi svipnum, stóru sorgþrungnu augun, horfandi á hann, staðfestu sannleikann í hverju einasta orði hennar, en enn þá' sá hann aðeins sín eigin vonbrigði í þessum óvænta viðburði. “En, Effie, þú ert mín! Aðeins fáir dagar ókomnir, og þú liefðir verið konan mín. Að hugsa sér, að þessir fáu dagar hefðu verið liðnir áður en þetta .vildi til!” “Þá hefði það verið skylda mín að fylgja þér — nú er það skylda mín að vera hjá honum.” “Þú fleygir mér til hliðar?” “Eg gef þér frelsi þitt. Við skulum ekki skilja reið, Georg.” “Effie, þú skalt ekki standa þarna með ró- legt andlit, án nokkurs snerts af tilfinningu, og segja mér, að það sé áform þitt að rífa þennan gæfubikar frá vörum mínum, að gera líf mitt koldimt, að hafna ást minni!” “Georg! Georg! lilífðu mér!” “Hlífir þú mér? Þú ferð með ást mína, eins og hún væri leikfang. Ef þú meinar það, sem þú segir, þá hefir þú ekki elskað mig; þú elskar mig eRki- nú, eins og eg elska þig. Þú getur ekki fengið þig til að breyta svo grimdarlega við mig, svo falskt, ef þú elskar mig.” Hún stóð þegjandi og lyfti biðjandi augum til hans. Varirnar harðlokaðar og andlitið ná- fölt. “Veiztu það?” sagði hann ákafur, “að eins og þú stendur þarna með steingervingsandlitið, gerir þú mig brjálaðann. Getur þú ekki talað?” “Georg, eg hefi sagt þér hvers vegna eg breyti eins og eg geri. Frændi minn er sá eini, sem eg má bera umhyggju fyrir.” “Effie, eg ætla að bíða.” “Bíða?” rópaði hún með sárri sorgartilfinn- ingu. “Eftir hverju? Það getur ekki verið mein- ing þín, að láta líf /hans vera takmark giftingar okkar?” “Átt þú við, að ekkert nema dauði hans geri þig frjálsa?*’ “Já, ekkert annað.” “Effie, eru þetta þau einu orð, sem þú hefir handa mér? Þessi harða, grimma setning?” “Ó, Georg, yfirgefðu mig! Farðu og hataðu mig, ef þú getur, eg get ekki breytt áformi mínu.” “Effie, ertu orðin að steini, fyrst -þú getur staðið þarna svo föl og róleg og sent mig í bqrtu? Á eg að fara? Eg kem máske aldrei aftur, því ef eg yfirgef þetta pláss í dag, get eg ékki komið aftur áður en eg legg upp í ferðina. Ef þú hrek- ur mig í burt nú, þá verður það í síðasta sinni.” “Farðu.” Aðeins eitt einasta orð frá fölum vörunum. Hann sneri sér til dyranna og lagöi hendina á skráarhúninn. Þar sneri hann sér skyndilega við, gekk yfir gólfið til hennar og tók hana. í faðm sér. “Effie! Effie! Þú elskar mig; fyrirgefðu grimd mína. ó, elskan mín, sendu mig ekki burtu frá þéír, það er enginn maður til jafntrygg- ur þér og eg vil vera. Ástin mín! Vesalings föla blómið niitt! Effie, þú sendir mig ekki burt!” Hún hafði þolað-hinar hörðu ásakanir hans, bó að hvert orð væri sem hnífstunga í hjarta hennar; en hún fann kjarkinn minka við hin blíðu orð og áfetríka faðmlag. “Þii verður að fara,” hvíslaði hún. “Nei. það getur ekki verið alvara, sem þú segir, Effie!” Hann þrýsti henni að brjósti sínu, kysti áfergjulega enni hennar, kinnar og munm, og hélt henni kyrri í faðmi sínum. “Georg, þú drepur mig!” hrópaði hún utan- við sig. “Lofaðu mér að fara!” “Aldrei! Þú tilheyrir mér — mér einum!” Og með handlegginn um mitti hennar féll hann á kné, leit upp til hennar og bað og grátbændi um að reka sig ekki burt. Með því að minna hana á ýms blíð atvik, á hennar eigin ást, á á- stríðu hans, bað hann hana um að verða konan sín. En þó að augu hennar væru þrútin af sár- um tilfinningum, og hún þreytt og magnlítil af sorg, gat hann ekki vikið henni minstu ögn frá áformi sínu, sem hennar eigin samvizka hafði hjálpað henni til að taka. “Ó, Georg. ef þú hefir nokkru sinni elskað mig, þá hættu þessu!” “Þú hrekur mig í burt!” “Það verður svo að vera; eg get ekki þolað þessar kvalir, getn ekki þolað að heyra bænir þín ar lengur. Aumkvastu yfir mig! Hlífðu mér! Þú sprengir hjarta mitt!” “Þú skeytir ekkert um þó þú sprengir mitt!” hrópaði hann ákafur um leið og hann stökk á fætur. “Vertu ekki hrædd um að eg komi með fleiri bænir. Vertu sæl! Þú sérð, stúlka, að eg hlýði.” Og með háðslegri beygingu yfirgaf hann hana. “Ekki í reiði, Georg! Georg!” kallaði ún og gekk nokkur skrpj: áfram; en hann var far- inn, og hún hné niður meðvitundarlaus á gólfið. Það leið langur tíma þangað til að meðvit- undin kom aftur, og þá með kveljandi hugsun- um; með tilfinningunni um að vera yfirgefin, gekk hún til herbergis síns, til að falla á kné og biðja um hjálp og huggun á þessum þungu reynslutímum. Ekki glöð í huga, en með nýjan kjark og nýja von, gekk hún inn til frænda síns. -----Það liðu margar vikur þangað til nokk urt verulegt líf varð merkjanlegt hjá hinum magnlausa manni; en smátt og smátt, og með kveljandi áreynslu, gat hann farið að nota tal- færin; fyrst aðeins eins atkvæðis orð, en seinna stuttar, sundurlausar setningar. Neðri liluti lík- amans. frá mjöðmunum og niður, var fyrir fult og alt máttvana, en handleggirnir og. fingurnir gátu smátt og smátt farið að hreyfa sig og finna til. Það var komið vcr áður en hann gat farið að tala reglulega. Eitt kvöld sat Effie og las fyrir hann, sann- færð um af augnasvip hans, sem hún átti svo auðvelt með að skilja, að hann hlustaði og hafði ánægju af lestriríum. Hún þagnaðl, þegar hún hafði lesið nokkrar mjög fagrar setningar, og leit á hann til að lesa þakklætið í augum hans. Þá hreyfði hann varir sínar og sagði lágt: “Effie.” Hún laut niður að honum, skjálfandi af á- nægju yfir því, að heyra hina kæru rödd, seni liún liélt að væri þögnuð fyrir fult og alt. “Góði, góði frændi!” sagði hún innilega, og gamli maðurinn talaði aftur. “Georg?” spurði hann. “Hann sigldi í burtu, kæri frændi, fyrir nokkrum mánuðum síðan,” svaraði hún og þving aði sig til þess að tala rólega. “Það er apríl núna, og þeir fóru í desember. Já,” bætti hún við, “eg er hér og ánægð, svo undur hamingju- söm.” um í stutt, kvalafult líf, áður en henni tókst að út í augpm hennar, sem staðfesti sannleikann í orð- unum, því þau voru sönn. Það var erfitt að sendp ástmög sinn í burtu; en hún leitaði og fann traust í þeirri sannfæringu, að hún hefði gert skyldu sína; og þar eð hann, sem hún hafði fórn- að gæfu sinni fyrir, þurfti allan tíma hennar og ást, hugsaði hún ekki um annað, og varð yfir- máta gæfurík. Lítill viðburður vakti endurminninguna uW hinn horfna gæfudraum liennar, sem breytti hon umí stutt, kvalafult líf, áður en henni tókst að út- rýma honum algerlega úr huga sínum. Georg Bankroft kom lieim ári eftir að hann hafði farið til Brazilíu, og þar eð faðir hans sagði af sér epibættinu, var hann skipaður konsúll 1 stað hans. Sama blaðið, sem sagði frá útnefn- ingu hans og burtför, gat einnig um giftingu hans og “þeirrar stúlku, sem hann hafði verið heitbundinn áður en hann lagði upp í fyrri ferð- , ungfrú Láru Marshall, dóttur o. s. frv.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.