Heimskringla - 24.02.1926, Side 4

Heimskringla - 24.02.1926, Side 4
4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRIN GLA WINNIPEG, 24. FEBR., 1526. f|£itttskritt0la ( Stofnn <5 1886) Kemor 6t « bterjmn ml8Tlkude«rL EIGEXDDH i VIKING PRESS, LTD. 853 o( 855 S-ARGEJiT AVE., WINNIPEG, Tnlníml: N-6T»37 VerU blaBsins er $3.00 árgangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganlr sendist THE VIKING PHEíiS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Utanðskrlft tll blnbalnat THE VIKING PRESS, Utd., Box 8105 Utanftskrlft tll rltstjörana: EDITOR HEIMSKRINGUA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla ls pubHshed by The AHklng Prena Utd. and prlnted by CITY PRINTIN G & PUBUISHING CO. 853-855 Sargent Are., Wlnnlpeg, Man. Telephone: N 6537 i — WINNIPEG, MAN., 24. FEBR., 1926. “A Gentleman with a DLister.” Skömmu eftir ófriðarlok kom'“A Gentle- man with a Duster” fram á leiksviðið í Englandi. Enginn vissi hver hann var, nema sjálfur hann og sennilega útgefendur bókarinnar. En hann fékk svo gott hljóð, að heyrðist til yztu endimarka Bretaveldis. Enginn veit ennþá hver hann er. Þáð eitt er víst að hann er af háum stigum, sennilega lendur maður, eða af háum aðli, að hann er þaulkunn- ugur á bak við tjöld samkvæmislífs og stjórnmála; en þar er áValt innangengt á milli; og að hann er einlægur íhaldsmaður i' þessa orðs bezta skilningi; með öðrum orðum íhaldsmaður í rót og af sannfæringji, fenginni við skynsamlega íhugun þess, sem fyrir innan sjóndeildarhring og reynslusvið liggur, þótt það svið sé ef til vill nokkuð þröngt. Hann er eng- inn “attaníoss”; enginn íhalds-flokks- dindill; enginn tildursnápur, sem bíður flokksforingjans eins og söðlaður reið- skjótij Það er ósvikið karlmenni sem heldur um sóflinn. Einn af skörpustu blaðamönnum og rithöfundum á enska tungu, sem þaulkunnugur er í London hefir getið þess til að maðurinn sé Miln- er lávarður, hinn frægi brezki landstjóri Suður-Afríku um aldamótin. Þessi fyrsta bók var hreinskilin 'og vægðarlítil ádeila á æðstu stéttir Eng- lendinga; á stéttarsystkini höfundarins sjálfs. Hann áfeldist þau fyrir yfir- drepsskap og óhreinlyndi; lausungu í hugsun og breytni, fyrir sníkjulíf og glit- hjúpaðan andlegan öreigahátt. Hann lýsti þessu auðvitað ekki öðruvísi í aðal- atriðum, en allir vanir veraldarmenn vissu að var. En aðalatriðin eru oss svo þægilega fjarri vanalega. Hann hefir auðsjáanlega skilið þetta. Og þess vegna nefnir hann hlífðarlaust nöfn lif- andi manna og kvenna; dregur þau með eldstöfum á dökkan grunn hugsana þeirra og daglega breytni. Hann telur tvo áberandi og framúrskarandi fulltrúa stéttar sinnar, og aldarfars, Mrs Asquith, sem nú er greifinna af Oxford, og Rep- ington ofursta, sem bæði höfðu þá ný- lega geéið út bækur, fornar og nýjar end- urminningar, og húðflettir þau með svipum og sporðdrekum. Refsingin verður svo miskunnarlaus, af því að hún er framin ofstækislaust, reiðilaust, eftir rólega yfirvegun, með stiltu skapi. Og hún varð áhrifamikil, bæði vegna þess, ^ð enginn efaðist um að hér talaði sá sem vald hafði, en sérstaklega vegna þess að hér var lifandi fólk, áberandi leiðtogar og fyrirfólk, látið dæma sig sjálft hlífðarlaust með orðum og athöfn- um. Það þaut eins og vinjdur um eyru manna, þótt prestarnir í prédikunar- stólnum segðu, að mikil lausung væri meðal allra sétfa, jafnt æðri sem lægri, þegar engin sérstök nöfn voru til þess að setja í samband við hneykslin. Menn gleymdu því jafnóðum og menn komu úr kirkju, eða lögðu frá sér blaðið, sem ræðuna flutti. En þegar þessi maður skýrði frá því, að einn af virðulegustu leiðtogum þjóðarinnar, annar, og um langt skeið aðal foringi, stjórnmála- flokksins annars, væri óstjórnlegur vín- svelgur og holdsfýstarmaður, eða að lauslætishjal og sögur væru ein aðal skemtun við samkvæmi heldri manna og kvenna, og nefndi þar til dæmi, lét nafngreindar persónur dæma sig sjálfar, þá fóru menn að leggja eyrun við. Þess heldur, sem auðfundið var, að hér lá ekki þvaðursýki, illgirni eða hatur tii grundvallar, heldur fölskvalaus ættjarð- arást og metnaður, og einlægur sársauki yfir rotfúanum, sem höfundinum fanst vera að grípa skelfilega um sig á hinum trausta*, brezka meið. Og á bak við þetta alt saman von, örugg trú, að þetta mætti bæta, ef hægt væri að safna enskri drenglund, kjarki og staðfestu undir eitt merki; fyrst í óbifanlega skjaldborg, móti lausbeizluðum og skeinuhættum undanrásarmönnum úr liði lausungarinnar, og síðan til fram- sóknar móti fylkinguip hennar. Skömmu síðar kom út bókin, “The Mirror of Downing Street,” eftir sama mann, þar sem tekið er til meðferðar brezkt stjórnarfar, bak við tjöldin. Það er að sínu leyti sama sagan. Saga, sem allir yita að hefir gerst um alt, og “gerist á hverjum degi.” — * ¥ H- Maður er nefndur Þórbergur Þórðar- son. Lesendur Heimskringly kannast við hann af greininni “Eldvígslan,” sem var endurprentuð hér, nokkuð stytt. Hann er ágætlega mentaður þó sjálf- mentaður sé. Hann Ter afbragðsvel rit- fær. Hann er sparneytinn og agasam- ur við sjáifan sig. Hann vill ekki vamm sitt vita, til orða eða athafna, að því er þeir segja, er þekkja hann. En hann er fátækur,; hefir aldrei boðið gáf- ur sínar við fé. Og hann játar stefnu jafnaðarmanna. Hann dáist af öllu hjarta að kenningum Jesú Krists. Þórbergur hefir lengi verið jafn hug- sjúkur um hag meðbræðra sinna, sér- staklega þjóðbræðra sinna, og “A Gentle- man with a Duster”. Hann hefir komið sársauka sínum í orð, í bréfkafla, í bók. Bókin er gefin út, og heitir “Bréf til Láru”. Hann notar að nokkru leyti sömu aðferðir og Englendingurinn. Hann dregur fram handbær dæmi og nefnir lifandi menn og dauða ^ér til vitn- is. Hann fékk líka ágætt hljóð. En ekki nema um stund, að því er virtist. Það leit svo út, að bókin ætlaði ekki að halda öllum þorra manna jafn lengi vak- andi og alvarlega hugsandi. Af tvennu: Þórbergur er meiri listamaður en Eng- lendingurinn. Hugmyndaríki hans er fult af auðæfum. Og hann verður að strá þeim út með gjöfulli hendi, líkt og Benedikt Gröndal. ' Þessvegna fer bók- in ekki strikbeint í eina átt. Og mörg- um lesendum gegnur illa að átta sig á blæbrigðum. — "En svo er Þórbergur jafnaðarmaður, og óþægilega kröfuharð- ur áhangandi kenninga meistarans frá Nazareth. Þeir sem nenna kaunanna undan slíkum mönnum, hafa á þessum síðustu tímum fundið sniðugt mótbragð. Þeir kalla þessa vandlætara “Bolsje- víka”. Þeir vita ekki að vísu almenni- lega sjálfir hvað það er, annað en að það er náfn á fjarskalega “ljótum mönnum”, austur í Rússlandi, sem eru gegnsósaðir af suðuspíritus og mannvonsku, bláfá- tækir og skinhoraðir af allskyns eymd; álskeggjaðir um allan kroppinn; lifa að- allega á smábarnasteik og hryðjuverk- um; sísvalandi sér á óumræðilegum fýsnum, seljandi saklaust kvenfólkið eins og aðrar þjóðir kýr og hesta, og þar fram eftir götunum. Þeir menn, sem ekki eru svo hátt settir í mannfélaginu að ekki sé hugsanlegt að kh'na á þá bolsjevíka-nafninu, rísa ekki undir þeim ósköpum í almenningsálitinu. Þeir verða Grýla og Leppalúði, sem er svo undur handhægt að hræða stóru börnin í mannfélaginu með. Og mörg stóru börnin hafa áreiðanlega verið hrædd frá langvarandi og alvarlegri hugsun um “Bréf til Láru”, með axlahnyssi og þvi að þetta væri “bölvaður bolsjevismi.” Þá þurfti nú ekki lengur að sökum að spyrja. * * * Á uppvaxtar og skólaárum þess, er þetta ritar, sat Sigurður sýslumaður Þórðarson í Arnarholti. Það var nú ekki bolsjevíka-timbur í manninum þeim. — Han’n var af embættismahnaættum. Hann var sjálfur ágæt fyrirmynd em- bættismannastéttarinnar íslenzku. Hann hafði mentast utanlands. Hann var skyldurækinn embættismaður. Annars var hann ekki afskiftasámur um hagi manna. Hann hafði orð á sér fyrir að vera hverjum manni ljúfur og lítil- látur, án þess að láta vaða ofan í sig. Hann var ástríkur skyldmennum sínum. Og hann sat jörð sína með prýði og var höfðingi heim að sækja. Hann var talinn þéttur í lund, þótt óáleitinn væri. Og kunningjar hans og vinir, að minsta kosti sumir, voru þess fullvissir, að hann væri vitur maður. Hann var það, sem Englendingar meina með hugtakinu j gentleman. Þessi lýsing er eftir manni, j er frá barnæsku sinni hafði þekt hann, og eftir orðspori, er lá um héraðið. Um stjórnmálaskoðanir hans á þeim tímum. var þeim er þetta ritar lítt kunnugt, og eðlilega enn minna um h'fsskoðun hans. En líklega mun hann jafnan hafa verið talinn íhaldsmaður. Nú er Sigurður sýslumaður Þórðarson látinn’ af embætti fyrir nokkrum árum. Hann flutti þá til Reykjavíkur. Hann hef- ir verið íhugull fyr, og setið þar íhugull síðan. Hann hefir athugað sólarmerki samtíðar sinnar. Og hann hefir ritað bók um athuganir sínar. Sú bók heitir Nýi Sáttmáli. — Allir hafa vitað að höfundurinn var gentleman. Nú vita allir, að hann er A Gentleman with a Duster. * * * Á undanförnum árum, sérstaklega á síðustu embættisárum Sigurðar sýslu- manns og síðan, hefir mikil saga gerst á íslandi. Á þeim árum skeður það eindæmi, að minsta eða næst minsta þjóðin í heiminum, sem þjóðar nafni get- ur kallast, og um leið fátækasta menn- ingarþjóðin í veröldinni og fákænust í vélavinnu; vopnlaust þjóðkríli, fær sjálf- stæði sitt að fullu og öllu, einungis af því að hún óskar þess, hjá frændþjó.ð sinni, sem yfirráöin hefir haft í 500 ár. Svo stendur á, að þessi litla þjóð á ein- stæða sögu. Hún kom á fót stjórnar- skipun og réttarfari, sem var einsdæmi í veröldinni á þeim tíma þrátt fyrir ýmsa galla, og bjó við það í nokkur hundruð ár. Á sama tíma var hún mesta bókmentaþjóð jarðarinnar. Svo ríður yfir drotnun og kúgun erlends valds, og alt er drepið í dróma. En fyr- ir hundrað árum síðan fer að rofa til. Síðan er stöðug framsókn, unz þjóðin fær fullveldi 1918. * * * Varla munu ungir menn og uppvax- andi hafa orðið fyrir öflugri vakningu og áhrifum, heldur en vér sem fullorðnuð- umst heima á íslandi á árunum 1906— 1914. Oss dreymdi fagra dagdrauma um framtíð þjóðar vorrar og hlutverk. Fæstir þorðu þó að vona að þeir í náinni framtíð myndu sjá fyrsta þátt þeirra drauma rætast: að ísland yrði fullvalda ríki. En það skeði von bráðar. Og síðan hafa menn verið að litast um eftir ávöxt- unum. Margir hafa sjálfsagt talið á- vöxtinn góðan; vonum fremri. En nokkr- ir að minsta kosti hafa orðið fyrir von- brigðum. Það eru þeir menn, sem eft- ir að hafa kynt sér meira og minna sögu sinnar eigin þjóðar, til þess að bera hana saman við aðrar, þóttust hafa fullan rétt til þess að álykta, að á íslandi væri allra hluta vegna tilvalin og tilreidd undir- staða undir fyrirmyndarríki. Því veldur — þótt eigi sé litið til afbrigða kyngæða — fámenni, sem gerir alt skipulag ein- faldara og óbrotnara; stéttarígur enginn, að kalla mátti; andleg menning almenn, og prýðileg eftir því sem gerist, og skyldurækni og ráðvendni; tveir afar sterkofnir þættir í sálarlíf þjóðarinnar. Áð auki hrikadýrðlegt landslag; veðr- áttufar við þess hæfi; erfitt til fanga, en þó gnótt fyrir, ef fast er eftir sótt. En alt þetta er framúrskarandi skóli, til þess að þroska ágætustu dygðir í fari mannsins. * * * Fæstum þeirra er þessar vonir ólu um ísland,/mun hafa fundist miða mikið í þessa átt. En að ekki væri einungis svo langt undan landi, heldur og að bein- línis væri stjórnarfleyjinu stefnt í svo herfilega öfuga átt, eins og Nýi Sáttmáli ber með sér, myndi þó fæsta menn gruna, sem hafa orðið að byggja skoðanir sín- ar á fregnum í blöðum eða munnmælum. “Nýi Sáttmáli” er miskunnarlaus á- fellisdómur yfir íslenzku stjórnarfari og þingræði síðustu ára; löggjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmdarvaldi. Höf hefir sömu aðferð e»g A Gentleman with a Duster á Englandi og Upton Sinclair í Ameríku. Hann nefnir nöfn; vitnar til dauðra manna og lifandi; rekur við- burði upp fyrir augum lesendanna, svo þar sézt glögt hvert bragð og lykkja. Og þar gefur á að líta. Smásmuglegan flokkaríg, sem elfdur er til haturs, stór- orustu um eitt hár úr skeggi keisarans; en um leið eilíf og óendanleg hrossa- kaup á bak við tjöldin; gengdarlausan afslátt á allri sannfæringu; hraðvaxandi óráðvendni til orða og athafna, “ofan frá kamarmokaranum og niður til ráðherr- ans”, eins og Þórbergur komst að orði, ekki óhnittilega; og eðlilega undir þessu öllu og yfir einn ógurlegan samábyrgðar- flókaþófa, til þess að skýla verstu nekt allra hlutaðeigenda. Hér er rakinn æfintýralegur bitlingaferill “professionella’ ’ föðurlands- vina; embættabrask og sjálfsað- hlynning) æðstu embættis- manna; fjárbruðl til allskonar “Fást-þýðinga” sem vafalaust vinnur sér jafna hefð í málinu og “aktaskriftin” sæla hér um árið; rannsóknarréttarsaga í morðmáli, sem sýnishorn, sem er alveg “eins og í lygasögu,” eins og sagt. var í skóla, gjör- samlega eins og Kranz héraðs- dómari hefði verið þar einn að verki; o. s. frv., o. s. frv. Höfundur hyggur, af ókunn- ugleika, að þetta, ástand sé eitthvað alveg sérstakt fyrir ís- land. Hann er á þeirri skoðun, að undirrót bölsins sé sjálf-1 ] stæðið, fengið áður en nokkr- um hæfilegum þroska var til| þess náð. Um það má deila, eins og að sjálfsögðu um| smærri atriði í bókinni, sem of- langt yrði hér að telja. — Á standið er að vísu grátlegt. En þó er ekki ástæða, fyrir þá sem I betur ættu að vita, að fella 1 krókódílatár yfir því, hve óvið- * jafnanlega skelfilegt sé ástandr ! ið á vesalings íslandi. Því eitt- ! hvað líkt þessu er ástandið í 1 öllum menniiigarlöndum ver- ^ aldarinnar. En ekki er þó ^ heldur ástæða til þess að sætta sig við sameiginlegt skipbrot. Það verður erfitt að sann- færa oss um það, að íslenzka þjóðin hafi ekki í heild sinni verið svo þroskuð andlega, verk lega og siðferðislega, að hún ekki þess vegna hefði getað ris- ið undir sjálfstæði sínu. Miklu fremur mun hana hafa skort j leiðtoga, einn eða fleiri. Leið- 1 toga, sem bæði voru þjóðlegir og þó um leið heimsborgarar; víðsýnir og djarfhuga, jafn ó- hræddir að leggja á nýjar brautir og forfeður vorir fyrr- um. — f DODD’S ' KIDNEY PILLS J DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. fenjum og foræðum, sem þær hafa lent í, en eru svo snar- viltar, að einstaka menn í liði þeiri^,, er betur sjá, fá engu tauti við fjöldan komið. “Nýi Sáttmáli” er stórmerki- leg og stórþörf bók. Hún er afbragðsvel rituð. Menn geta ypt öxlum við “Éréfum til Iiáru”. Þórbergur var “bara Bolsjevíki“ En við Sigurð sýslu- mann er ekki hægt að losna á svo auðveldan hátt. Annar þessaara rithöfunda er umkomulítill jafnaðarmað- armaður, en hinn íhaldsmaður af gömlum embættisaðli. Bæk- ur þeirra eru markverðustu bækurnar, sem um nokkur ár hafa komið út á íslandi. Og báðum þarf jafnt að svara, sem annari. Það stafar af því, að þeir eiga sameiginlegan griða- stað undir þaki hreinskilni og ráðvendni. Sá staður er sjónar- hóll á milli ríkja flokkasnápa og miðlunga. Og leiðin þangað um er flestum vandfarin. ---------x--------- Aldrei hefir nokkur þjóð átt skemmri leið til þess að verða fyrirmynd og lærimeist- ari annara þjóða, en ísland, um það leyti sem það var að fá fullveldi sitt. Sú leið lá að vísu hulin augum hversdags- manna, bak við þyrnikjarr og njólaskóga vana og hugsunar- leysis. Yfirtakanlegt er til þess að hugsa, að á þeim árum skyldi enginn vera höfði hærri en allur lýðurinn þar heima, til þess að uppgötva brautina á bak við, og síðan með aðstoð annara, ryðja stíg í gegnum ill- gresið. íslendingar hafa verið höfuðlaus her síðasta áratug- inn. Þessvegna hafa þeir í blindu hugsunarleysi anað út á villistigu, í humáttina á eftir stærri þjóðunum, sem alt vildu gefa til þess að komast úr þeim Ohönduglega aðsaumað Á við Lögbergs “Leirskáldið,” No. 6, ’26 Aldrei verður vafamál Vísnanna þinna gæði! Þau eru eins og oddlaus nál, Með engum spotta af þræði. . . Stephán G— ---------x-------- Þjóðræknisfyrirmynd. frá 11. öld. fslenzku vikublööin okkar hér í Winnipeg fræga. okkur helzt til Mtiö um hugsanir og framkomu forfeSra olckar, aS mér finst; þó viS í forn- sögunum eigum fjölmörg fögur fyr- irdæmi. Hér skal aS eins minst laus- lega á efniS í einum söguþætti okk- ar; þættinum af Gísla Illhugasyni. Kappglíman mikla Hin fyrsta árlega kappglíma Þjóðræknisfélagsins, þar sem kept veröur um $100.00 verðlaun, veitt af Jóhannesi Jósefssyni, glímukonungi, fer fram í GOODTEMPLARAHÚSINU MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 24. þ. m. Séra Albert Kristjánsson setur glímumótið kl. 8.15 stundvíslega, og flytur þá erindi í sambandi við það, en að því loknu hefst kappglíman, sem vonandi verður mesta kapp- glíma, er háð hefir verið vestan hafs. Þrenn verðlaun verða veitt, alt vönduð úr og grafin nöfn sigurvegaranna á úrin, ásamt fangamarki Þjóðræknisfélagsins. *— Þátt- takendur sendi nöfn sín til “Glímunefndar Þjóðræknis- félagsins”, Box 3105, Winnipeg, eigi síðar en á mánu- dag 22. febrúar. Aðgangseyrir aðeins 25c Fyllið salinn yður til ánægju og vegs. TVÖ ERINDI Síðasta þingdag, föstudaginn 26. 1 febrúar, flytja þeir séra Fr. A. Friðriksson og séra Guðmundur Árnason hálftímaerindi hvor um sjálfvalið efni, í Goodtemplara- húsinu, kl. 8 síðdegis stundvíslega.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.