Heimskringla - 08.09.1926, Side 4

Heimskringla - 08.09.1926, Side 4
4 ULAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 8. SEPT. 1926. |itdmskrinivla (Stofnn7l 188«) Kennr A( fl hverjam mlflvlkuéeft EIGENDUK: VIKING PRESS, LTD. 853 ok «55 SABfciKNT AVB., AVINNIPEG. TnUlml: Jf-6537 VertS blaísina er $3.00 Argangurlnn borg- lst fyrirfram. Allar borganir senðlst TIIE VIKING PR-EES LTD. 8IGFGS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. f (nnflMkrlft tll bliilÍNÍnn: HD TCKING PRESS, I.td., Roz 8105 rtnnfl.Mkrlft tll rltMtjflranui EDITOR HKIMSKKINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Helmskrlngla is publlshed by Tbe Vfkinir PresN Ltd. and printed by CITV PKINTING A- PUBLI8HINO CO. 853-855 Snrgent Ave« Wlnnlpegr, Man. Telephone: .86 5357 WINNIPEG, MAN., 8. SEPT., 1926. Teulon farganið, Það er töluverð hólmgöngufýsn í mönn um um þessar mundir, sem eðlilegt er. Þrír stjórnmálamenn skora Heimskringlu til vígs í síðasta Lögbergi. En aðeins einn þeirra gengur svo á hólminn, að hann segi glögglega til sín: Mr. Arnljótur B. Olson. Skal því aðallega vikið að því vígnesti, sem hann ber í fórum sínum. Það hlýtur að vera alveg sérstaklega vandasamt, að maður ekki segi ógeðfelt, starf fyrir vin vorn, Mr. A. B. Olson, að bera í bætifláka fyrir undirbúning og af- drif Teulon útnefningarinnar sælu. Enda skiljum vér tæplega annað, að hann sé orðinn eftirkastanna var; hljóti að hafa snert af því, sem Hafnarstúdentar á sín- um tíma í gamni nefndu “siðferðislega timburmenn”. Þeir eru hinum alkunnan og “einföldu” timburmönnum því hremmi legri á alla lund, sem sálin er æðri lík- amanum; og þeir standa ósjaldan yfir æði tíma, þar sem hinir staldra þó sjaldn- ast við nema sólarhringinn. Verulega forvitinn maður myndi t. d. spyrja Mr. Olson að því, hvort það væri ekki eins og hálfstrembið bragð í munn- inum á honum eftir að hafa látið út úr sér orðin um vikublöðin tvö (Hkr. og Lb.), “sem að mestu leyti leggja lið ‘sam- einuðu’ flokkunum þremur ‘hinum yngri’ (auðkent hér), í yfirstandandi sambands kosningum”? Hvenær hefir Lögberg sérstaklega stutt verkamannaflokkinn í þessum kosning- um? (að ekki sé nú talað um endrarnær) Eða hefir oss sést yfir maklega lofgerð um J. S. Woodsworth á ritstjórnarsíðu blaðsins? Hvenær hefir Lögberg styrkt framsóknarflokkinn, jafnvel í þessum kosningum? Hefir það ekki sagt að hann væri dauður, eða sama sem? Og hvenær skeði það, að farið væri að teija liberal flokkinn einn af “þremur hinum yngri” stjórnmálaflokkum í landinu? Spyr sá sem ekki veit. Það skyldi þó aldrei vera að það væri vinur vor Mr. Olson, sem “fyrir tækifærið” hefði grætt nokkra uppyngingarkyrtla í líffæri liberai flokksins, þvegið honum, snýtt honum og vatnskembt, og sett hann svo á pall- inn með systkinunum litlu, Framsókn og Verkamanni, svo að vinir þeirra gætu glæpst á honum, og haldið að hann væri skilgetinn bróðir þeirra, blessaður litli snáðinn? Það er slæmt, að “þjást svona mikið, og það fyrir eina kú”, eins og Hannes þýddi það er Heine kvað. Sérstaklega fyrir Teulon-kúna. f sambandi við þau ummæli, að til- gangur bændaflokksfulltrúanna hafi ver- ið hreinn og samvinna þeirra sómamönn- um samboðin, getur maður ekki varist þeirri hugsun, að Mr. Olson hefði átt að verða dálítið minni skotaskuíd úr því, að ganga betur úr skugga um “sóma- menskuna”, en hann hefir gert, bæði eft- ir þær samræður, sem hann hefir átt við ritstjóra þessa blaðs, og þá iíka af því, að sitja sjálfur Teulon-fundinn. Og má það að vísu merkilegt heita, hve vel mönnum tekst oft að skynja ekki neitt af því, sem fram fér í kringum þá, þótt þeir hafi öll skilningarvit galopin, svo sem farið hefir vini vörum Mr. Olson í Teulon, og reyndar mörgi m fleiri, er vér til vitum. Því þrátt fyrir fullyrðingar hans er nákvæmlega ekkert rétt, af því sem hann segir urú fundinn. T. d. nafn- greindi Mr. Ivens aldrei nokkurn mann, þvert ofan í það, sem Mr. Olson heldur fram. Hann mintist á þrjá, en gat þeirra ekki með nafni; og meira að segja hálf- afsakaði þá framkomu sína síðar, við menn sem voru á fundinum, með þvf að segja:“Auðvitað er Mr. Kristjánsson lang- færasti maðurinn (af þessum þrem), en eg gat ekki almennilega farið að nefna sérstakt nafn, eða hvað?” Mr. Tanner hafði þó fulia einurð á að nefna nafn séra Alberts í fyrra. á útnefningarfundi, en annaðhvort er, að þá var engin hætta meg “fsiendinginn” (hann var þá ekki í framboði), eða þá að einhver góðgjörn sál, full af heilagri vandlætingu, hefir talað við Mr. Tanner síðan. Ellegar þá fuilyrðingin um að Mr. Fjeldsted hefði fengið um 130 atkv., ef M’r. Bancroft hefði ekki verið neyddur út í framboðið! Neyddur, er rétta orðið, því eins og vér sögðum áður: framkoma Mr. Bancroft’s á fundinum var að öllu leyti sem heiðarlegum manni sæmdi, en það kemur jekki þessu máli við. Hverjir neyddu Mr. Banicroft á móti Mr. Fjeld- sted? Hverjir klöppuðu hamslausu lofi í iófa og æptu hástöfum gleðióp, er Mr. Bancroft kom inn. Einmitt sömu menn- irnir, sem rétt áður höfðu af göfuglyndi dregið sig í hlé, af því að þeim fanst Mr. Fjeldsted algerlega ómissandi fyrir kjör- dæmið og föðurlandið, einmitt Mr. Arun- del og Mr. Macllwraith. Það þurfti í sannleika á “heilagri einfeldni” að halda til þess að sjá ekki í gegnum þann skripa leik. Mr. Fjeldsted var notaður sem tál- dúfa, af sér slægari og lélegri mönnum, en svo sannarlega, sem tveir og tveir eru fjórir, hafði hann jafnt tækifæri við þa tilnefningu, eins og krapskán á steikara- pönnu flugnahöfðingjans. Hionum var aldrei ætlað þingmanns- starf í Ottawa. Því síður nokkrum frjáls- lyndari manni. Því sizt nokkrum Islend- ingi. Þess vegna var svikist um og trass- að, að búa nokkuð í haginn fyrir séra Albert, unz Heimskringla á síðasta augna bliki bar fram nafn hans. Þess vegna fékk hann svo iítinn stuðning á fund- inum. Þess vegna var Mr. Bancroft neyddur í framboðið, þvert á móti öilum hefðarlögum, og þess vegna varð jafn- skjótt slíkt, liðhlaup frá Mr. Fjeldsted, svo að hann hélt aðeins örfáum atkvæðum, eftir alt skjallið úr “sómamönnunum”. Þess vegna var það að Mr. Arundel, lib- eralinn gamli og dyggi, heldur kaus að sjá Bretann Bancroft á þingi, en íslend- inginn Líndal, eftir að aðrir voru fallmr úr sögunni. Þess vegna sækir heldur ekki íslendingur fram þann 14., á móti Mr. Hannesson, þrátt fyrir það, að þeir, er vér vitum um að stóðu séra Albert næst, vörpuðu sínum hlut á vogarskál Mr. Líndals, er séra Albert var fallinn frá. Svo mjög hefir Mr. Olson, og raunar ýmsir fleiri, misskilið það sem fram fói, að sannleikurinn er þveröfugur við það sem hann segir í Lögbergi. Sannleikur- inn er þessi: Tilgangur þeirra, bænda- fiokksmanna, sem ætla verður að ötul- legast hafi búið undir Teulon-fundinn, var óhrein og saínvinna þeirra sómamönn um ósamboðin. Það var engu líkara en að hið leynilega einkunnarorð þeirra hafi verið: Niður með hina sönnu framsókn- armenn. Niður með íslendingana! Og hvað Mr. Bancroft sjálfan snertir, og þrátt fvrir vítalausa framkomu hans á fundinum gagnvart tilnefningu sinni, sem, eins og áður er sagt, ekki kemur þessu máli við: Treystir nokkur sér til að sanpfæra kjósendur um að framsókn arstefna hans sé slindrulaus? Myndi Mr. Olson t. d. telja þann mann sérstakt. hellubjarg verkamannastefnunnar, sem lýsti því yfir í heyranda hljóði, eins og Mr. Bnacroft gerði í Teuion, að hvað sem á dyndi, þótt um líkt hneyksli væri að ræða og t. d. tollhneykslið, þá myndi hann samt halda Kingstjórninni í sessi, það sem sitt atkvæði næði, til þess að koma ekki conservatívum að? Er það nokkuð annað en reyra sig fyrirfram flokksbönd- um liberala. Mr. Olson vitnar til álits Mr. Woodsworth’s um Mr. Bancroft. Vér getum fullvissað Mr. Oison um það, og ekki af sögusögn, að Mr. Woodsworth mun í mesta lagi vera ósamþykkur því að kaupa nokkra liðveizlu slíku verði. Óhappið, sem er að henda framsókn- arflokkinn hér í Manitoba, og sem Heims- kringla hefir verið að vara íslenzka fram- sóknarmenn við, og mun gera, er þetta, að þeir virðast vera að láta liberal flokk- inn gleypa sig með húð og hári, viðstöðu laust. Hvort þar ræður tilhneiging eða ótti, skiftir litlu máli, en í augum þeirra ailra eru takmörk stefnulínanna að mást svo, að þeir ekki lengur fá greint þá götu, sem þeir eiga að fara. Aðeins tveir virð- ast hafa séð gleggra: Bird frá Nelson. og Milne frá Neepawa. Fyrirsjáanlegt virðist, að eftir kosningarnar muni aðeins öi*fáir slíkir menn á þingi, með Alberta- mennina sem kjarna, fylkja sér um hina hreinu syefnuskrá framsóknarflokksins M§ð þeim málstað hefir Heimskringla staðið, og mun standa með núverandi ritstjórn, en ekki með grútarbræðingi Mr. Macllwraith & Co. í Selkirkkjördæmi. — Að hér sé alvarleg hætta á ferð.um, er álit fleiri en ritstjóra Heimskringlu. Hvað segir t. d. málgagn Mr. Woods- worth’s í síðasta tölublaði. Þar segir svo í ritstjórnargrein: “. . . . Með þetta fyrir augum virðist manni, að þeir framsóknarmenn, sem reiðubúnir hafa verið að afsala sér sér- stöðu sinni, hafi hlaupið nokkuð á sig. Vera má að þeir eigi eftir að þakka ham- ingjunni þá afstöðu, er Albertabændurn- ir, og framsóknarmenn slíkir sem sem T. W. Bird frá Nelson, hafa tekið. t fáeinum kjördæmum virðist verka- mönnum liafa orðið á sama skyssan (auð kent hér), og vér styðjum fáeina fram- bjóðendur undir þrílita fánanum: Liberal- Labor-Progressive. ” Ekki virðist annað hægt að sjá, en að hér sé helzt átt við Selkirkkjördæmið. Þarf Mr. Olson frekari vitna við? Sé það skyssa fyrir verkamannaflokkinn að gera þetta, þá er hún tvöföld fyrir fram- sóknarmenn hér í Manitoba, sem því mið • ur eru svo hörmulega settir, að eiga ekki sín á meðal einn einasta leiðtoga, sem nokkurt framsóknaráræði eða framsýni er í. Eða hverjir eru þeir? Vill nokkur nefna nöfn? En séu þeir engir, og mið- lungarnir, sem kallast leiðtogar eru að fara með hreyfinguna, sem Júdas með sannfæringu sína, þá ber einmitt öllum góðum liðsmönnum að standa upp og af- neita malli þessara manna og þingmanns- efni þeirra. Og hafa íslenzkir framsóknarmenn skap í sér til þess, að sjá í einu bæði svikna þá stefnu, sem þeir hafa aðhylst, og þjóðerni þeirra sparkað múlasnafót- um? Er þá ekki einmitt ráðið að styðja þjóðbróður sinn til streitu, þegar svo stendur á, sem þar að auki er engu háska- legri framsóknarstefnunni, þótt skoðanir skilji, en hinn maðurinn, nema síður sé, þar sem íslendingurinn dregur enga dul á sjálfan sig. Eða eru allir fslendingarnir, sem mest hafa lagt á sig nú fyrir Mr. Bancroft, sérstaklega hollir framsóknarstefnunni? Hafa ekki sumir þeirra verið, og eru enn henni nokkumveginn jafnfjandsamiegir og nokkur conservatív getur verið? Þarf enn frekari vitna við? Er samt vert fyr- ir íslenzka framsóknarmenn að snúast í lið með þeim? * * * Það er sorglegt frásagnar, en satt, að kjaftæði, flim og Gróusögur hafa verið á berandi vopn beggja gömlu flokkanna í þessari kosningabaráttu. Hvor flokkur- inn brígslar öðrum um þeirra tolla- Bureau-a og kartöflu-Jones’a. Skynsam legar áætlanir um raunveruleg velferðar- og framtíðarmál þessa mikla lands, hafa verið sjaldgæf vara í fórum þingmanns- éfnanna yfirleitt. Hér í Winnipeg eru aðeins tvær undantekningar í þessu: Woodsworth og Thorson. Og sannar- lega er aumlegt til þess að hugsa, að foringjar beggja þessara flokka skuli bera annað eins baðstofuhjal á borð fyrir kjósendur, eins og þeir hafa nýlega gert, í einu helzta tímariti Canada, er það bað þá persónulega um að gera grein fyrir stefnuskrá sinni. Ekkert sem hægt er að festa hendur á, eða hugsun við. En hér er því miður ekki tími til að fara nánar út í þá sálma. — Það er leitt að á þessu slúðri skuli bera í greininni, sem hér er verið að svara. Tvær ástæður eru færðar til að séra Albert hafi ekki náð útnefningu. Sú síðari var svo hégómlega fjarstæð, og auk þess svo lítt sæmileg, að vér hlífumst við að eiga við hana. Hin fyrri er, að séra Albert sé svo værukær! Séra Albert hefir með allri hegðan sinni skapað sér það mannorð, að það er ógerningur að flekka það með vanaleg- um óhróðri. En þá hefir þetta verið til- fundið. Og svo afarlélegt og heimsku- legt sem það er, þá hefir smáskítlegri öfundsýki _ og flokkakrit tekist furðuvei að færa sér það í nyt á nokkrum undan- förnum árum, gint með því góða menn eins og t.d. Mr. Olson. Það er meira en leitt til þess að vita, hve margir íslendingar eru gefnir fyrir að henda Gróusögur á lofti um ýmsa sína mikilhæfustu menn. Mr. Hannesson mun hafa fengið að kenna á þessum skaplesti sumra landa sinna. Hann á ekki að vera góður Is- lendingur. Hann á meira að segja að hafa framið þann glæp, að halda ræðu á ensku á ísiendingadag nú nýlega. Það gleymist að geta þess, að það var í boði nefndarinnar, og þá ekki síður þess, að ræðan er þannig, að landar hans mega þykjast af. Ekki myndi heldur þykja taka því, að geta þess, þótt menn vissu, að hann er líka fróðari um gullald- arbókmentir íslenzkar, en flestir eða jafn- vel aliir hans jafnaldrar, vestur-íslenzkir mentamenn, að undanteknum Skúla pró- fessor Johnson. Það stafar líklega af því, að hann er svo lélegur íslendingur inn við beinið! Landar hans ættu heldur að láta hann njóta en gjalda, nú við kosningarnar, að þess minna sem er fært á móti honum af pólitískum rökum, sem þó ættu að vera mótstöðumönnunum sæmilegri vopn, þess meira er borið á hann af Gróusögum. Það virðist annars ekki vera vajidálaust að Vera íslenzkt þingmannsefni í kosningum hér. En sannarlega ættu ísiendingar ekki að hefna sín fyrir það á sínum eigin mönn- um. * * * Úr því að minst var á Gróusögur, þá má geta hinna nafniausu eða dul- nefndu manna í Lögbergi, er skæla sig framan í Heimskringlu: S. Js. og og “Að- sendarans”. Báðir metfé að gáfnafari. Annar hefir uppgötvað að Heimskringla sé: “progr^ssive” á milli koshinga. O, jæja, skepnan. Skrif þessa dánumanns, sem vonandi hefir ekki átt mjög langt til iendingar að Lögbergi, er gömul slefa úr þeirri átt, og ekki þeim mun betur eða gáfulegar framreidd, nú en fyr, að hætt sé við að lesendur leggi sér hana til munns. En óneitanlega er það broslegt að sjá þessa aðsendara (!) Lögbergs fá iðrakveisu af umhyggjusemi fyrir fram- sóknarflokknum. — Hitt gersemið “hefir heyrt” að séra Albert og “óróamaðurinn” hafi verið að bægja Líndal frá kosningu! j Jú, þar stóð heima. Og nú sé Ban-croft \ bara að hjálpa Hannesson!! Og þess vegna séu góð ráð dýr!!! * * * Það er annars vitleysa fyrir svona menn að vera að eyða æfinni' hér í Can- ada. í Chieago eru vellauðug glæpa- mannafélög. Þeir ættu. að ganga þar á mála. Bófarnir gætu sem bei:t notað hausanay á þeim til þess að lemja upp tugthúshurðir og peningaskápa. En það , virðist líka vera eini vegurinn til þess að þeir geti gert sér einhvern mat úr þessum 1 hnúð, sem forsjónin hefir verið svo hlá- leg að setja ofan á hálsinn á þeim. ‘ ÞJER SEM N-OTIÐ TIIVIBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMtTED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. (Frh. frá 1. bls. 1 og aftur enn ver á síðasta þingi. Þá j grunar aö alþýSan sé enn ekki búin i að gleyma öllum þeim hörmulegu og I háskalegu fláttskaparbrögðum, sem flokkur þeirra hefir beitt á allan I hátt, leynt og ljóst, í gerðum sínum gegn landi og lýð. — Það þarf því meirá en lítið að gera til að komast hjá öllum þeim ófærum, sem þeir j kvíða -þann 14. september næstkom-*1 andi. Lögberg veit, eins og FIosi1 forðum á þingi, að nú eru góð ráð dýr. Það veit líka að það hefir meðal sinna liðsmanna vanan, æíðan og þaulreyndan mann, sem þeir nú leita til, líkt og Flosi til Eyjólfs Böl- j verkssonar, til þess að finna ráðin og flytja málin. Hvenær, ef ekki nú ? Mál sitt hefir lögmaðurinn Bafið j að Lögbergi, og það sem nú er út koniið, vil eg íhuga, sem einn. af þeTm kjósendum, er hann ætlar sér með j lögvísi sinni að sannfæra um það, hvernig vér skulum kjósa og hverjum j fylgja að málum. I byrjun skal það j framtekið, að alt þetta uppþot liber- !■ ala um þingræðisbrot, sem hinn hátt- virti og lærði lögfræðingur H. A. B. talar um nú í grein sinni: “Aftur- haldsflokkurinn og sjálfstæði Can- ada”, er ekkert annað en veiklaður vanskapnaður sjúkra sálna, angistar- vein. vesalmenna og uppvísra ógæfu- manna, er með loforðasvikum og j táli komust til valda, en eru nú af þjóðinni, þinginu og landstjóra fundn ir óhæfir til þess að fara með völdin lengur. : Þrátt fyrir þessi sannindi, sögu- leg og ómótniælanleg, leggur hr. H. A. B. út x að gera tilraun til að sýna eða gefa í skyn, að með néitun land- j ^tjóra um þingrof, sé sjálfstœði Can.- ada hættulega skákað. Eftir að hafa, sjálfur talið nokkur dæmi, er sanna j_ ótvíræðilega að sjálfstæöið sé "i’iS- urkent" af “mörgum helztu stjórn- j málamönnum Englands” og ‘Tmper-; ial War Cabinet 1918", og ennfremur ^ með "dómsúrskurði i Leyndarráði Breta í Hodgemálinu”, þá kemur. þessi eftirtektarverða yfirlýsing og I rökfræði hjá lögspekingnum: - “En því niiður hefir sú hugmynd nýlega fengið verulegan hnekkir. j Arthur Meighen, núverandi forsætis-1 ráðherra Canada, hefir brotist til valda á þann hátt, að það verður á j engan hátt forsvarað eða réttlætt,1 : annan veg en þann að halda því i fram, að Canada sé ekki húin að) öðlast sjálfstjórn, heldur sé aðeins l ósjálfstæð hjálenda Breta. Til þess ; að ná í völdin hefir hann og flokk- j j ur hans stofnað sjálfstæðishugmynd-1 , inni í voða. Það er viðurkent að það | j sem landstjóri Canada gerði, sam-! ! kvæmt ráðleggingu og upp á ábyrgð j Meighens, í sambandi við uppleysing síðasta sambandsþings, verði ekki varið á annan hátt en þann, að Can- ada sé enn ekki húið að öðlast sjálT- i j stjórn, og enn. ekki vaxið upp úr hjá- lendufötunum.” Þegar eg las þeessa géðugu klausu, datt mér sannast að segja margt í hug. Hér eru þá merkin Eyjólfs Bölverkssonar i meðferð mála. Það, að flækja og fleka af ásettu ráði, j vitandi sjálfur mikið betur. Hér fram- leggur þessi ágæti lögfræðingur ó- sannar sfaSjiœfingar, og þar af leiðir að alt hans mál, til enda greinar hans verður eintóm markleysa, líkt og gamli Lögbergsvaðallinn, þótt auð- vitað sé^betur frá því gengið heldur en ritstjórnarþvoglinu. Þessi orð hans að Mr. Meighen hafi “brotist til valda” o. s. frv., og ennfremur, “það er viðurkent að það , sent landstjóri gerði samkvæmt ráS- leggingu og upp á ábyrgð Mr. Meigh- ens” o. s frv., er grunnurinn eða' að minsta kosti hornsteinarnir í þessu -merkilega laga- og röksemdamust- eri, sem hr. Hjálmar A. Bergman er nú að smíða í Lögbergi. Aður en eg svara þessum timmæl- um hr. H. Ar B., er ekki úr vegi dð fara fljótlega yfir aðal söguatríðin, er gerst hafa, þó ekki sé nema siðan í október 1925, að Mr. King leysti upp þingið og gekk til kosninga. Um það vita flestir, og að líkindum hinn háttvirti lögmaður hr. H. A. B. En hann hefir máske gleymt sumu, -og þvi vil eg nxinnast á það helzta, sem þessu máli kemur við. Landstjórinn og þingrœSiS. I kosningunum síðastliðið haust, í október, lætur Mr. Mackenzie Kijjg það alstaðar í ljós, að hann hafi beð- ið landstjóra um að rjúfa þing, fyrir þær ástæður, að hann (King) hafi ekki nægilega nxikinn meirihluta frani yfir Conservative flokkinn. (með að- eins 50) og Progressive flokkinn (með 65), til þess að ráða heilla- værilega til lykta öllum þeirn vanda- málum, sem þá lægj-i fyrir þjóðiririí, svo sem fjármálin, tollmálin, flutn- ingsmálið, lagfæring á Senatinu (efri málstofunni), Hudson’s Bay járn- brautina o. s. frv. Samt hafði hann í 4 síðustu árin haft nægilegan meiri- hluta, þótt lítill væri, fram yfir báða flokkana, til alls sem hann vildi láta gera. Hann biður þvi kjósendur að senda sér á þing enn fleiri liberal þingmenn, svo alt geti nú farið vel hjá sér í framtíðinni. Progressives sé ekki að treysta, því þeir hafi neit- að sér um nána samvinn.u, og séu ekki viljugir til að vera með sér í því, að meðhöndla þessi mál, sem nú liggi fyrir. Af þessu sé öllum ljóst, að hann verði að fá sér til aðstoðar nægan og ákveðinn, meirihluta af á- reiðanlegunt liberölum, kosna til þingsins. En hvað skeður'? Er H. A. B búinn að gleynxa því ? Hönum til minnis má eg færa frarn þessar tölur. Þjóðin kaus, þrátt fyrir alt sem King sagði, hað og lofaði, að hann skyldi gera: 117 cons., með 1,467,- 596 atkvæðum; 101 lib., nxeð 1,266,- 534 atkv.; 24 prog., með 282.599 at- kv. og 3 lab. og ind. með 140,842 atkvæðum. Þannig varð þjóðin, kjósendurnir í Canada,’ við tilmælum Mr. Mac- kenzie Kings, og svona mikið traust har hún til hans fögru loforða. I Kings eigin kjötdæmi var honum varpað á sorphauginn og 8 af hans ráðunautum urðu fyrir sönxu srnán- inni í sínum kjördæmum. Eins og- lög gera ráð fyrir, eru þessar skýrsl- ur (sendar til landstjóra. Hann. sá og vissi því allra manna bezt, að þjóðin var búin að fá nóg af ráðs- mensku Mr. Kings. Hér stendur þá King sjálfur útskúfaður af kjósend- um í, sínu eigin kjördænxi, og flokk- ur hans foringjalaixs með aðeins 101 þingmann af 245. Hvað skal nxx háttvirtur lögmaður hr. Hjálmar A. Bergman segja um þessa frægðarför síns konungs, Mr. Kings? Við fá- um vonandi að sjá það næst. i Kjósendurnir bjuggust óefað við, að nú myndi Mr. King ‘resignera”, samkvæmt öllum hans yfirlýsingum og loforðunx í kosningunum. Ert hvað skeður? ' Eftir alllangan tíma kemur þessi sérkennilega og vand- ræðalega tilkynning frá Mr. King: “ÞingiS ræSur”. Sjáanlega hefir landstjóri sam- þykt þessa ráðagerð Kings, því ekk- ert heyrðist og alt sat og beið þings, er var kallað saman í ianúar s.l. Sanxt var margt um hrakfarir liber- ala talað af kjósendum og blöðuxn landsins. Snemrna í desenxbei' kom út grein eftir Mr. H. 'Stevens frá Váncouver, umí ntjög .víðtæk og yfirgripsmikil tollsvik í emhættisfærslu tollmálaráð- gjafans, og að harxn myndi, þegar þing kænxi saman, biðja um rannsókn í málinu. Hér verð eg að biðja alla að taka -eftir, að Mr. Stevens er fyrsti niaðurinn, sem lét opinberlega til sín heyra. að hann hefði þá í desember verið húinn að rannsaka þetta mál nægilega til þess að leggja það fyrir þing ög biðja þar um rann-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.