Heimskringla - 12.10.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.10.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRIN QLA WINNIPEG 12. OKT. 1927. Ifúbttskringla < StofnuO 188«) Kctour It á fcvfrjnm mlðTlkudfgi EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 ob 855 SARGENT AVE. WINNIPEG TALSIIIIí 80 537 VerTJ blaTJsins er $3.00 árgangurinn borg- lst fyrlrfram. Allar borgánir sendlst TIIE VIKING PR'EES LTD. 8IGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. ITtanAsfcrlIt tll blabslns! THB VIKUVG PRESS, Iitd., Box 3105 PtanAMkrlft tii rltst Jörana l BDITOK HEIMSKRIJVGIiA, Bol 3105 WliVlVIPEG, MAN. “Helmskrlngla ls pnbllshed by The Vlfclng Preas Ltd. and prlnted by CITY PRINTIiVG PUBIilSHING CO. 853-855 Snrgent Ate., Wlnnlpeg, Man. Telephone: .86 53 7 WINNIPEG, MAN., 12. OKTÓBER 1927 Skuldadagar. Eins og sjá má af ávarpi ráðsmanns Heimskringlu, sem prentað er á öðrum stað hér f blaðinu, er einu sinni enn kom- ið að skuldadögum fyrir lesendum Heims- kringlu. Hún er að byrja 42. ár sitt. En því er miður, að Heimskringla getur ekki talið sér aðeins einn skuldadag til innheimtu á ári, eins og flest fyrirtæki geta þó að mestu leyti gert. Fyrir fjöl- mörgum af viðskiftamönnum blaðsins eru allir dagar ársins skulda*dagar, mán- uð eftir mánuð og ár eftir ár. íslendingar hafa yfirleitt unnið sér orð fyrir skilvísi og heiðarleik í viðskiftum. Vafalaust eiga þeir það fyllilega skilið. Að því undanteknu, þegar er um að ræða skilvísi við blöðin. Þar snýr svo þveröf- ugt við, að vér erum þess fulltrúa, að eng- ir menn í víðri veröld séu eins erfiðir í viðskiftum við blöð — að ekki sé sagt óáreiðanlegir, — eins og íslendingar. Það er erfitt að gera sér í hugarlund, hvað veldur þessum almennu vanskilum við blöðin. Það er ekki efnaleysi; það er ekki af því að menn séu þeim ekki fegri- ir. Hér er átt við almenning, ekki und- antekningarnar. Það er líkast því sem menn haldi að blöðin séu svo kvik af maurum, að starfsmenn þess sofi á 100 dala seðladyngjum og bryðji gullpeninga sér til lystarauka. Og svo er sem fjöldi manna álíti, að blöðunum beri hreint og beint að verð- launa óskilsemi þeirra. Þegár kaupend- ur eru komnir í 15—20—30 dala skuld við blöðin, þá er eins og fjölda þeirra finnist alveg ósvífið, að krefja sig fyrir allri upp- hæðinni! Og þó reikna blöðin auðvitað aldrei rentutap, sem á ári hverju skiftir hundruðum og jafnvel þúsundum dala. Og margir gefa sig djanganum upp á það að segja upp umsvifalaust, ef þeir ekki fái 20—30—50% afslátt fyrir óskilvísina. Þetta er því kynlegra, sem langfæstum myndi koma nokkuð slíkt til hugar við kaupmanninn sinn, eða lögfræðinginn. Annars hefðu þeir tæplega áunnið þjóð- flokknum þetta framúrskarandi skilvísis- orð, er hann almennt nýtur. Engin ástæða væri að hafa orð á þessu, ef tiltölulega fáir1 menn væru í sökinni. En þeir eru svo margir, að furðu sætir. Rökstuddár staðhæfingar eru ætfð beztar. Þess vegna skal hér sýnt hvað kom í ijós meðal annars, er vér fengum að sjá viðskiftareikning blaðs og kaup- enda, hjá ráðsmanninum, nú við reikn- ings-áramótin. Til dæmis má nefna: 1. Að 263 áskrif- endur í Canada, utan Winnipegborgar, skulda blaðinu samtals $5570.50, eða $21.18 að meðaltali á mann. 2. Að 65 á- skrifendur í Bandáríkjunum skulda sam- tals $1146.25, eða $17.63£ á mann. 3. Að 27 áskrifenc’ur í Winnipeg skulda sam tals $557.25, eða $20.64 á mann til jafn- aðar. Þetta eru auðvitað þeir allra loðnustu. En svo eru miklu fleiri, sem skulda drjúgum, þótt ekki sé út.af eins slæmt og þetta. En vér vonum að kaupendur íhugi vel þessar tölur: Að þarna eru 355 áskrifendur, sem einir skulda blaðinu $7274.00, eða $20.49 á mann að jafnaði. Og að þeir íhugi um leið líkindin fyrir efnahag blaðanna, og hvort ekki væri ís- lenzkri drenglund og orðstír sæmilegra, að láta þau heldur njóta þess en gjalda, hve þolinmóð þau hafa verið í viðskift- unum, þótt ekki sé nú tekið tillit til þess tilfinningaratriðis, hvort þau eiga lengra eða skemmra líf fyrir höndum. Vér vildum nota tækifærið til þess að biðja menn að hafa það hugfast, að öll viðskiftabréf, fjárgreiðslur, auglýsingar. bústaðaskifti og þessháttar, eiga að stíl- ast til Manager Heimskringla eða Viking Press, en annað efni til Editor Heims- kringla eða Viking Press. Það er mikill hægðarauki fyrir báða, viðskiftamenn, ekk síður en blaðið, að þessu sé vandlega fylgt. Allsherjarmót conservatíva. Það hófst á mánudagsmorguninn, og þegar þetta er skrifað, liggja ekki fyrir almenningi nema fordegisfréttir fyrsta fundardagsins. Það er því auðvitað of- snemmt að leggja fullnaðardóm á þenna mikla fund; stærsta pólitíska mótið, sem nokkurntíma hefir verið haldið í Canada, og ef til vill í þessari álfu — og þá senni- lega í öllum heimi, sé það óbrigðul kenni- setning, að allt sé mest í Ameríku. En þegar litið er til annars en fjöl- mennis, þá virðist þessi byrjun ekki letra feitt stryk undir staðhæfingu vors nafn- kunna borgarstjóra, að þetta mót munl verða talið mikill viðburður í veraldar- sögunni. Mr. Webb er nú líka kunnari fyrir ýmislegt annað en rambyggilega rökfærslu. Enda fann hann þessari stað- hæfingu fremur lítinn stað, þótt hann að vísn minnti austanmenn á það, að vest- anmenn væru einhuga um Hudsonsflóa- brautina, og að “vér Winnipegbúar hugs- um þjóðlega”, hvort sem hann með því befir átt við að æsingaræður hans gegn útlendingum” bergmáluðu fagurlega í brjóstum Winnipegmanna, eða eitthvað annað, enn véfréttarlegra. * # # En svo mun því nú aldrei hafa^verið um Mr. Webb spáð, “að ættjörðin frelsað- ist þar”, enda hans hlutverk aðeins við þetta tækifæri að bjóða gestina vélkomna í bæinn, og mun því frekar búist við ein- hverjum áttavitageislum úr hugskoti ýmsra flokksleiðtoga, er til sínu létu heyra. En sannast bezt að segja, er lít- ið meira á ræðum þeirra að græða, er fyrst létu til sín heyra, hvort heldur voru karlar eða konur. * ' * * Mrs. Sanford Evans lét sér nægja að bjóða velkomnar á mótið konur úr öðr- um fylkjum, fyrir hönd kvenfulltrúa Mani- tobafylkis, og Mrs. Henry Joseph, er tal- aði fyrir hönd conservatívra kvenna í Canada, hvatti til þess eins að kjósa leið- toga einhvern hugsjónamann, og styðja hann síðan öfluglega í blíðu og stríðu. Fallega hugsað að vísu, og æskilegt, en ef til vill erfiðara í framkvæmd, er úr skal velja. En auðvitað er það því fyrirgefan- legra, að þessir fulltrúar kvenfólksins ekki lögðu meira til málanna að sinni, sem þetta er í fyrsta skifti í sögu landsins, að því er blöðin herma eftir þeim, að konur eiga fulltrúasæti á slíku móti. * * ¥ Leiðtogi conservatíva flokksins í Mani- toba, F. G. Taylor hersir, lét heldur ekk- ert uppi um álit sitt á þeim happleiðum, er hann úr þessum áfangastað sæi liggja fram undan flokknum. Hefðu þó ýmsir máske búist við því, að hann mundi hafa komið auga á einhvern veg, er ekki lægi jafnopinn við frá austrænum sem vest- rænum sjónarhól, og getið hans að ein- hverju. En máske bíður það síns tíma. Nú lætur hann þess eins getið, að sem einn af yngri conservatívum í sambands- ríkinu, hafi hann aðeins fram að færa eina bón, er sér hafi flogið í hug við að lesa ritstjórnargrein í einu austanblað- inu, er skýri frá því, að enn prýði enginn minnisvarði gröf Sir John A. McDonald’s, fyrsta forsætisráðherra sambandsríkisins, hin ágætasta fotingja conservatíva flokks ins á þeim dögum. Og bónin er sú, að setja Sir John bautastein, er minningu hans hæfi. Auðvitað er þetta fallega hugsað, og bónin sæmileg í alla staði, enda hafa margir bautasteinar verið reistir yfir síð- asta höfðalagi óveglegri manna en Sir John A. Macdonaid var. En með tilliti til þess, að þetta á að vera endurreisnar- fundur flokksins, og ekki einungis leið- togakosning, þá er frekar líklegt, að ein- hverjum góðum conservatívum viestan- manni kunni að finnast minna til um en skyldi, ef þetta skyldi vera eina bónin, er flokksforinginn hér, er telur sig einn af yngri flokksmönnum, hefir til fundar að færa, ef blöðin fara þá rétt með. Að vísu telur Free Press þetta áhrifsatriði. En þó sjálfsagt sé og lærdómsríkt, að minn- ast góðra manna genginna, þá er þó tæp- lega minni þörfin á úrslitatímamótum. að beina hugviti sínu framleiðis. Annars er hætt við að framtíðin reisi ekki þeim tímamótum mjög fjölskrúðug minnis- merki, meðal annars fyrir þá sök, að tíma mótin hefðu aldrei átt sér stað, annan en í fyrirhuguðum bollaleggingum þeiiTa er að þeim stóðu. Til þess benda líka orð þeirra J. B. M. Baxter, forsætisráðherra í NeW Brunswick, og Sir Robert Borden, fyrverandi forsætisráðherra Canada, er þeir mæltu þenna sama morgun, að eng- inn stjómmálaflokkur fái haldið lífi á endurminningunni um forn afrek, né ílokkshefðinni einni saman. * * * Annars var ekki mikið á ræðum þess- ara tveggja manna heldur að græða, jafnvel ekki ræðu Sir Roberts, er þó var aðalræðumaðurinn fordegis. Þó virtist nokkuð mega átta sig á vindstöðunni, af einu eða tveimur atriðum í máli þeirra. Mr. Baxter lýsti yfir því, að “flokkur- inn æskti þess ekki að sendiherrar væru gerðir út til Stórbretalands né annara landa. Hann (flokkurinn) áliti, að heima- fyrir mætti ráða fram úr viðfangsefnum þjóðarinnar; það væri verk hennar eigin stjórnarvalda. Canada gæti sjálft spunn- ið örlagaþráö sinn í uppistöðuvef sam- veldisins”. Með öðrum orðum: Flokk- urinn álítur, að Canada þurfi engin við- skifti að hafa við aðrar þjóðir, önnur en þau er Bretar geta ráðstafað eftir eigin vild; Canada þurfi ekki um aldur og æfi um annað að hugsa, en að sjá framtíð sinni borgið, sem óaðskiljanlegur hluti eyveldisins mikla. Mr. Borden rifjaði mest upp endur- minningar um liðna daga, sína tíð og fyrirrennara sinna. En auk þess, er áður hefir verið nefnt, draga tvö atriði í máli hans helzt að sér athygli. Hið fyrra að æðsta hugsjón um stjórnarfar “væri tveir flokkar, sameinaðir í veglyndri sam- keppni um að þjóna ríkinu”. Hið síðara: “Kjósið yður leiðtoga, og er þér hafið kosið hann, þá styðjið hann af mætti. Hann er aðeins maður, og stendur því ef til vill ekki ætíð á því sem rétt er, en þá er ef til vill jafngotj fyrir yður stundum að íhuga, að þér eruð líka aðeins menn, og vera má að hann hafi rétt fyrir sér, er þér hyggið að hann hafi rangt”.. Fæstum virðist máske nokkuð athugavert við síð- ara atriðið; en einhvern veginn flaug oss í hug máltækið gamla: “My country, right or wrong”. — Eins og áður er sagt, veröur enginn fullnaðardópiur upp kveðinn af ræðum þessara málshefjenda. Ög vera má að það sé rangskilið, að sú undiralda vakin af austanátt, er kennir hjá þessum ræðu- mönnum, sé fyrirboði um sjólagið, er beitt verði töluvert eftir á mótinu. Væri vel ef svo væri, því fátt mun það ólag dýr- mætt bera að ströndu úr djúpunum. — Þetta sést allt Ijósar í vikulokin. En víst er um það, að ekkert ber á nýjum lagþoða hjá forsöngvaranum. Og ef yfiriýsing Mr. Baxter og fyrra atriðið, sem tilfært er hér að framan eftir Mr. Boden, eiga að samræmast í grunntón þessa mikla móts, þá þarf enga spámannsgáfu til þess að segja það fyrir, að af honum vex enginn sveljandi sigursöngur, er fái vakið dulin öfl, er felast með þessari þjóð, til stór- felldrar umbótastarfsemi. Bókfregn. SAGA, 1. bók, III. ár (vor- og sum arhefti). Ritstjóri Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Winnipeg 1927. — City PrTTking & Publishing Co. Þótt ekki sé ætíð getið mjög ítarlega um innUiald tímarita, viljum vér nú með- al annars bregða frá þeim hætti, bæði af því að oss er annt um að þetta vestur- íslenzka tímarit til skemtunar og fróð- leiks, megi lifa, er ekkert hefir á bak við sig annað en hæfileika og afkastavilja ritstjórans, og svo af hinu, að vér finnum að því hefir ekki verið lögð sú alúð, sem skyldi. Áformið er þó ekki að skrifa djúpristan ritdóm, heldur fremur að leiða í ljós fjölbreytni “Sögu” er sízt fer minnkandi, og stefnu hennar, sem bæði er sannleikselsk og fræðandi; “kennandi”, eins og dr. Valtýr Guðmunds- son hefir meðal annars góðs sagt um sögur ritstjórans. — Fyrsta ritgerðin í þessari “Sögu”, “Kraftaskáld”, eftir dr. Valtý Guð- mundsson, er aðallega um kotbóndann norðlenzka, Hjálmar Jónsson, er skrif- aði sig “Eyfirðing”, en allir kenna við Bólu, skagfirzka kotið er hann gerði frægt í íslenzkum bókmentum. Grein dr. Valtýs er magni blandin og megintíri, sem bjór- inn í Sigdrífumálum. Er gefið í skyn, að þjóðfundarsöngur Hjálmars, 1851,, muni beint eða óbeint hafa þá orðið Is- landi til björgunar. Telur dr. Valtýr þetta kvæði Hjálmars kraftmesta ljóð, er ort hafi verið á íslandi að fornu og nýju. Ber höf. ógnuri Hjálmars til guðdómsins, í kvæðinu, saman við þorsta Egils Skalla- grímssonar, er Sonartorrek lýsir, í það að hefna sín á sjávargyðjunni fyrir drukknun sonar síns. Ber Hjálmar hærra hlut hjá höf. En öll er greinin snjöll og rökföst, og gefur skýra og að ýmsu leyti nýja mynd af alþýðuskáldinu mikla. í annari ritgerð “Sögu” eða frásögn, færir skáldið Þorska- bítur lesendum “Bréf Bens frænda” í þýðingu, handan úr huliðsheimum. Margt er þar rétt og vel athugað um mannlífs- málin á jörðu hér. Mun mörg- um þykja allnýstárlegt að heyra Ben segja frá dauða sínum og fyrstu dögum á eftir, þótt þar verði auðvitað hver og einn að trúa því sem trúlegast þykir um þessi skeyti dáinna manna, og leggja í eigin dóm “sannleiks- gildi þeirra og hvaðan þau séu upprunnin”, eins og þýð. kemst að orði. Fyrsta sagan, er “Saga” flyt- ur að þessu sinni, er ijómandi hugvekja eftir dr. J. P. Pálsson: “Ása í Sólheimum”. Frásögnin er látlaus og óþvinguð en í djúp inu kennir þungra straum- kasta örlaganna, þar sem lýst er baráttu tveggja andstæðra lífsskoðana og Jiildarleiks Jífs og dauða. Séra Héðinn er per- sónugervingur prestahyggjunn- ar, er ekki vogar sér út bók- stafslaust; en Ása, konan hans, persónugervingur aðalborinnar skynsemishyggju. Samt unn- ast þau hjónin hugástum. Sál- arsýnir séra Héðins, við bana- beð konu sinnar, yfir samleið þeirra og fyrstu fundi, er aðal- efnið og verða þær myndir les- andanum ljóslifandi og mörgum vafalaust ógleymanlégar, og sýna mjög vel giidi hvorrar lífs- skoðunarinnar fyrir sig. “Ása í Sólheimum” hlýtur að vekja eftirtekt, — þar sem á annað borð einliverja ci'tirtéktargáfu er að finna. “Herhvöt”, eftir ritstjórann, er önnur sagan ' röðinni; að mörgu leyti afbragðs vel dreg- in mynd af afskiftum kirkjunn- ar í Canada af hermálunum 1914—1918. Hrafn er einka- sonur ísienzkra foreldra, og élst upp í stórbæ í Vestur-Canada. Þegar styrjöldin mikia ríður yf- ir, vilja foreldrarnir ekki missa af honum í herinn, því þau hafa meðfædda, íslenzka óbeit á blóðsútheilingum. Þau eru trú- uð og kirkjurækin, og hafa alið drenginn upp í sama sið. Þegar nokkuð er liðið á ófriðinn, held- ur presturinn þeirra svo þrum- andi og sannfærandi skammar- ræðu einn sunnudaginn yfir þeim, sem heima sitja, og ekki vilja berjast fyrir málstað sam- bandsmanna, að óbeit gömlu hjónanna á hernaðinum lýtur í lægra haldi, og þau neyðast til þess að álíta eins og prest- urinn, sem — guði sé lof — ekki er getið um hverrar þjóðar sé, að þau brjóti á móti guðs vilja, ef þau haldi baminu sínu heima. Hrafn fer í herinn; er í Evrópu til ófriðarloka. Kemur svo heim, að vísu ósærður, en hálf- yfirbugaður á líkama og sál, og algerlega trúlaus á hin viðteknu hugðarmál kirkju og ríkis. — Hann segir móður sinni, að hann trúi engu prestsins orði; þverneitar að fara í kirkju með foreldrum sínum til þess að hlusta á manninn, sem sent hafi hann til manndrápanna. En gömlu hjónin fara, og ná • í þakkargerð prestsins fyrir feng inn sigur, lýsingar hans á heim- komnum hermönnum í “glæsi- skrúða sigursins”. — Einhvern- veginn finnst gömiu konunni samt, að drápin fyrir handan hafi ekki verið sem glæsilegust; kennir prestinum um, að Hrafn hafi lent á andlegum villugöt- um. Henni gefur í fyrsta skifti sýn á prestinn, sem hvern ann- an mann — “og henni leizt ekki á blikuna”.------ Tvö kvæði eru í “Sögu”, er dr. Sig. Júl. Jóhannesson hefir þýtt, prýðislagleg bæði: “End- urfæðing” og “Vögguljóð”. — Hugnæm yrkisefni greypt í hinn létta og snögga orðhljóm Sig- urðar, er ávalt vekur eftirtekt og aðdáun. Hin Ijóðin eru eftir DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt„ bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sens stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. ritstjórann, öll stutt, sum ekki nema ein löng vísa, eins og^ “Hóla-Jón” og “Sónháttur”. — Tvær vísur eru á fyrstu síðu, helgaðar demantsafmæli Can- ada, er hátíðlegt var haldið í sumar í minningu sameiningar- innar 1867. Enn eru tvö kvæði, “Sveinbjörnsson” og “Vor £ skóginum”. Öll eru kvæðin af- bragðs vel kveðin. Þorsteinn er sífellt að verða vissari í list sinni, eins og mörg góðskáld, er bezt eldast. Minningarnar um “Sveinbjörnsson” og “Hóla- Jón” eru þó ef til vill allra bezt- ar. — Fimm dæmisögur birtast að þessu sinni í “Sögu”. Hin fyrsta, “Hengingin”, er hressileg hnúta, hæfilega fast kastað á. bókamarkaðinn hér vestra, en þó að hinu veifinu dapur vitnis- burður um deyjandi bókhneigð og lestrarfýsn vor á meðal — á íslenzka vísu, þótj líkingin minn ist ei íslenzka nafnsins. — Síð- asta sagan, “Brunnklukkan og jö*nnuxinn”, er fyndin og fund- 'vís: gömul þjóðtrú í nútíðar- spegli. — íslenzku þjóðsögurnar byrja á allmerkilegri og vel ritaðri frásögn Guðmundar Jóxissonar um Jökuldælu, íslenzka forn- sögu af Austurlandi, er týnst hefir. Ennfremur segir harin efnið úr glötuðum þætti af þrem bræðrum í Hróarstungu. En síðasta sagan er langmergj- aðasta draugasagan, er “Saga” hefir enn birt, prentuð eftir handriti ritstjórans. Og er húii að vísu einhver allra rammasta. áhrifamesta og kvíðvænTegasta draugasaga er menn geta lesið, þeir er geta lifað sig inn í hana. Hinar þjóðsögurnar eru teknar eftir handritum Halldórs Dan- íelssonar, M. Ingimarssonar og Jóh. Arnar Jónssonar. í “Hugrúnum” Þ. Þ. Þ., er að vanda margur góður biti og sneið, og í “Bókmenntairiolum” kennir margra grasa. Eru þeir þýðingar, stuttar greinir sam- þjappaðs efnis, eftir merka höf- unda, um ýms mannfélagsmál og stefnur, er nú eru efst ii baugi og alla varðar. Smávarningurinn er næstum óteljandi fróðleiksmolar, alstað- ar frá. Þá eru nokkrir ritdóm- ar eftir ritstjórann. Einnig fyrsta sagan af fjórum gaman- sögum, “Glettur málarans”, eft- ir Anatole France, rithöfundinn og skáldið heimsfræga. Og að lokum byrjun skemtisögu, “Sannleiksleitandinn”,eftir höf- und “Kapítólu”, er íslenzkir les- endur munu hafa gómað mest allra þýddra skáldsagna. “Saga” á skilið að vera til. Og óskandi að hægt væri að beina henni inn á öll íslenzk heimili. ---------x-------- Evolution “Evoiution”, á íslenzku köll- uð breytiþróun, er aðferð sú, er skaparinn, eða náttúran hefir þegar æðri myndir, líkamir eða verur myndast af hinum óæðri. Er kenning þessi ákaflega göm

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.