Heimskringla - 19.10.1927, Síða 1

Heimskringla - 19.10.1927, Síða 1
XLII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN., MIÐVIKUDAGINN 19. OKTÓBER 1927. NÚMER3 SCCOðOOðSO&eOQCCQOSCCOOOOSOSOSOCCOðOSeOSOSOOCOSCOCOOOS. I CANADA 1 Formaður Hveitisamlags Can ada, A. J. McPhail, skýrði frá því í morgun, að þá hefði verið greidd síðasta afborgun til Uænda, rúmir 19 miljón dálír, fyrir uppskeruna í fyrrasumar. Uar af fær Saskatchewan sam- lagið 12,929,207, Alberta sam- lagið $4,198.587 og Manitoba samlagið $2,085.575. Verðflokk unin hefir þá orðið þannig, eft- ir þessa loltaborgun: — No. 1 Northern, $1.42; No. 1. Durum, $1.45; No. 2 Northern, $1.37J; No. 3 Northern, $1.31; No. 4 Northern, $1.21 J; No. 5, $1.09; No. 6, 974c. Mr. McPhail skýrði frá því, að kostnaður við starfrækslu fylkjasamlaganna hefði veriö dreginn frá lokaborguninni. Að auki drógu fylkjasamlögin frá fyrir verzlunar- og varasjóði, það sem til tekna færist með- limum. Samlagsfélagar fá vexti af þeim peningum, sem þeir hafa lánað samlaginu til korn- lyftu varasjóðs (elevator re- serve), sem nota skal til endur- bóta á starfrækslu kornlyftanna. Eftir |því sem Mr. McPrhail segist, hefir kostnaður við aðal sölustöðvarinnar fyrir uppskeru árið 1926—27, ekki numið full- um einum fimta úr centi á mæl irinn. — Og með þessum rúm- um 19 mlijón dölum, er nú voru greiddir síðast, hafa samlögin greitt alls meðlimum sínum, frá því Alberta samlagið var stofn- sett 1921, rúma sex hundruð sjötíu og fjóra miljón dali. — Hinu mikla allsherjarþingi conservatíva lauk á miðviku- dagskvöldið er var, eftir að hafa Atvinnuleysi í ýmsum löndum. staðið yfir í þrjá daga eins og til stóð. Ekkert sögulegt gerðist á þinginu , annað en flokksfor- ingjakosrtingin, eftir brýnuna, er þeir slógu Meighen og Fergu- son. Var það efni látið falla niður jafnharðan, og tók enginn upp þráðinn aftur, með því að almennt var viðurkennt að það væri íkveikur tundurþráður, er leitt gæti til bókstaflegrar sprengingar. Ríkti sátt og sam lyndi milli þingmanna um öll aðalatriði, það er eftir var fund arins. Flokksleiðtogi var kosinn síð- asta daginn og voru 6 í kjöri: Bennett, Cahan, Drayton, Guth- rie, Manion og Rogers. Hlaut Bennett við fyrstu atkvæða- greiðslu 594 atkvæði, Cahan 310, Drayton 31, Guthrie 345, Manion 170, Rogers 114. Við næstu atkvæðagreiðslu fékk Bennett 780 atkvæði og var það rétt rúmlega helmingur allra greiddra atkvæða, og hann því rétt kosinn flokksforingi. Vann hann mest frá Cahan, Drayton og Rogers. Var samþykkt til- laga frá Guthrie, er allir hinir umsækjendurnir studdu, að kjósa Mr. Bennett í einu hljóði og var svo gert. Síðan þakkaði hinn nýi flokksforingi kosning- una. Yfirleitt var ekki annað að heyra á þinginu, en að fundar- menn væru mjög ánægðir með kosninguna og teldu — eins og flest blöð gera — að flokkurinn hefði sjálfsagt ekki átt völ á hæfari manni, að minnsta kosti ekki úr því hvorki Meighen eða Ferguson gáfu kost á sér. fjórðung þessa árs 10,609 at- vinnulausir að öllu leyti, en 2l,- 306 höfðu mjög stopula vinnu. vitað hafa fæstir þeirar er at- vinnulausir voru, fengið styrk. Finnland. í maílok vqru 1239 atvinnu- lausir í bæjum, en 1737 voru at- vinnulausir í apríllok. (Skýrsl- ur sem þetta er tekið eftir, ná| ekki nema til lítils hluta verka- lýðsins). Holland. Eftir því sem sem skýrslur frá atvinnuleysissjóði rlkfsins, er nær til 196,188 verkamanna, herma, voru 20,993 þeírra at- vinnulausir í apríllok. ítalía. Af þeim, sem, sem skrásettir höfðu verið í ítalíu, voru alger- lega atvinnulausir frá 1. janúar til 1. apríl þ. á., 227,947, en 61,- 599 höfðu mjög stopula vinnu. írland. Af 246,134 atvinnuleysis- tryggðum verkamönnum voru í apríllok 25,939 atvinnulausir. Noregur. 16. maí í vor voru 23,811 at- vinnulausir. (Tala atvinnu- lausra steig mikið þegar á leið sumarið.) Pólland. í apríllok voru atvfnnulaus- ir 195,363, en í marzlok 208,- 267. Sviss. Þar voru í apríllok 13,568 skrá- settir atvinnuleysingjar. SvíþjóS. Samkvæmt skýrslum frá verkalýðssamböndum, er hafa 258.333 félaga, voru í apríllok 31,882 atvinnulausir, eða 12,3% En allra nýjustu skýrslur herma að um 60,000 verkamenn séu atvinnulausir í öllu landinu. Ástralía. Eftir því sem opinberar skýrsl ur frá verkalýðsfélögum í Ást- ralíu herma, hefir atvinnuleysið verið þar ?em hér segir: Af 442,000 verkamönnum, ’s'em létu skrásetja sig, voru fyrsta árs- fjórðung þessa árs 3,9% at- vinjnulausir allan átsfjórðung- inn. Síðasta ársfjórðung fyrra árs voru 5,7% skrásettra at- vinnulausir, en fyrsta ársfjórð- unginn f. á. 6,7%. Belgía. Eftir því sem skýrslur at- vinnuleysissjóða, sem 608,250 verkamenn eiga, voru fyrsta árs Danmörk. Skýrslur frá sambandi verka- lýðsfélaga, er í eru 274,428 félag ar, telja 20,1% af þeim atvinnu- lausa allan fyrsta ársfjórðung þessa árs. En um miðjan júní voru í öllu landinu 53 557 at- vinnulausir. Þýzkaland. Á tímabilinu 15. maí til 15. júní var tala atvinnulausra frá 806,000—969,000. Frakkland. Tala þeirra er höfðu fengið atvinnuleysisstyrk frá 1. janúar þ. á. til 1. júní, var 47,827. Auð- Ungverjaland. Samkvæmt skýrslum frá verk lýðssamböndum, er ná yfir 154,- 000 verkamenn, voru í apríl 17,- 120 þeirra1 atvinnulausir. Tékkóslóvakía. Samkvæmt skýrslum frá op- inberum atvinnuskrifstofum voru í maíbyrjun 60,260 atvinnu lausir; þar af nutu styrks tæp 22,400 verkamenn. Bandaríkin. Samkvæmt opinberum skýrsl- um, sem eru byggðar á tilkynn- ingum frá 10,537 atvinnurekend um, voru í marzlok 3,091,873 atvinnulausir, en í apríllok 3,- 071,884. Austurríki. Atvinnulausir verkamenn, er urðu styrks aðnjótandi í maí, voru 158,332 að tölu. Þar við bætast 21,000 atvinnuleysingjar, er urðu einskis styrks aðnjót- andi, vegna þess að þeir áttu ekkert fast heimili (!). England. Tala atvinnulausra á Eng- landi var um miðjan maí 1.- 015,000 — ein miljón og fimtán þúsund. 1 Englandi búa um 40 miljónir manna. Til samanburð- ar má geta þess, að í öllu Rúss- landi voru í maíbyrjun 1,428,000 sem höfðu stopula atvinnu. Flestir þeirra fengu atvinnuleys- Kaupendur Heimskringlu! Lesið Þetta! Þeir íslendingar hér vestra sem hefðu í hyggju að minnast frændfólks síns eða vina heima á gamla land- inu, um eða fyrir jólin, gætu það á mjög tilhlýðilegan hátt með því að senda þeim Heimskringlu í jólagjöf. Til allra nýrra kaupenda, er skrifa sig fyrir blaðinu fyrir 1. desember þessa árs, eða allra þeirra sem skuldlausir eru um áramót, býðst þeim blaðið, sent heim til Is- lands í heilt ár, fyrir eina tvo dollara, ásamt mjög smekk- legu jólakorti. Ef þið kaupið ekki Heimskrnglu, þá send ið fimm dollara fyrir ykkar eigið blað og blað til kunn- ingja ykkar á íslandi. MANAGER VIKING PRESS LTD. ^ 's i « ^ [ ^853 Sargent Ave., Winnipeg. Stephan G. Stephansson. (Ort þegar fregnin kom um lát hans) w I i í Þú varst hæstur meðal manna, meistari allra konunganna. Ódauðleikans undrasál allra tíma skildir mál. Hver vdl vaka yfir eldi? Andinn stærsti í Bretaveldi horfinn er af hæstu brún, hefir dregið segl að hún. — Alþjóð sýnir enga lotning; , aðeins göfug mannvits drottning beygir höfuð há og fríð, harmar fyrir blindan lýð. I Norrænn varstu að eðli og ættum; 5 íslenzkur í sorg og hættum. j Spekin eins og úthaf stór, eins vel skildir Krist sem Þór. j Hervíkinga hugdirfð barstu. j Hákristnastur allra varstu. Kirkjunni og klerkum þú j kennt gazt hina sönnu trú. 4 ’ I Aldirnar þér aldrei gleyma. Inn í nýja sólarheima • *?: j ljóð þín ætíð leiða hann — sem leitar uppi sannleikann. ’ j Jónas Stefánsson frá Kaldbak. • | 3 isstyrk. En í Rússlandi búa um 130 miljónir manna. Þetta eru dökkar skýrslur. Þær sýna betur en nokkuð ann- að, að eitthvað er bogið við þjóðfélagsskipunina, sem bygg- ist á “einstaklingsframtakf' og “frjálsri samkeppni”. (Alþýðublaðið.) ---------x-------- Fjcer og nær, Mr. Helgi Johnson knattstofu eigandi, fór vestur til Sakatche- van á föstudagskvöldið var, að heimsækja bróður sinn, er legið hefir allþungt haldinn á sjúkra- húsi vestur þar; en mun nú vera á batavegi. Mr. Johnson kom aftur í gærmorgun. Skemtikvöldið, sem getið var um í síðasta blaði og aug- lýst er enn í blaðinu í dag, verð- ur haldið á mánudagskvöldið kemur. og ættu menn að muna bæði daginn, stundina og stað- inn, en það er 24. október, kl. 7.30 e. h. í fundarsal Sambands kirkju. — Það er áreiðanlega ó- hætt að segja að menn muni skemta sér vel þar, þó ekki verði dans, það er að segja þeir sem annars kunna að skemta sér. Fjölmennið því. Hér vaf staddur eftir Helg- inaa Mr. Kr. B. Snæfeld frá Hnausaþorpi í Nýja Islandi. — Sagði hann gott eitt neðan að. ---------x-------- Frá Islandi. Rvík. 17. sept. SHdarbræSslustöS á NorSur- landi. — Á síðasta þingi var sam þykkt svohljóðandi þingsálykt- unartillaga frá M. Kristjánssyni: “Sameinað Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina: 1. að láta á næsta sumri rannsaka hvað síldarbræðslustöð á Norðurlandi em gæti unnið úr allt að 2000 tunnum á sólarhring. 2. að gera ráðstafanir til þess, að nægilegt j land með fulltryggum lóðarrétt- indum verði fyrir hendi, þegar til byggingar slíkrar stöðvar kemur”. — Nú hefir atvinnu- málaráðherrann skipað Jón al- þingismann Þorláksson til þess að framkvæma rannsóknina. og er hann farinn norður í þeim er indum. Heyskapur er nú alstáðar að enda. Hefir hann yfirleitt geng ið ágætlega. Heyfengur er sum- staðar í meðallagi, en viðar með bezta móti. Nýting er alstaðar góð. Uppskera úr görðum er ág£t, einkum kartöflur. Má telja víst að aldrei tyr hafi fengist jafn- mikið af kartöflum hér á landi og í haust. Síldveiði er nú að hætta. Hef- ir aldrei veiðst jafnmikið og í sumar, en langmest af aflanum hefir verið sett í bræðslu. Þorsk afli er víða góður. Útflutningur á íslenzkum af- urðum í ágúst nam 8,612,690 kr. Allur útflutningur fyrstu 8 mánuði ársins hefir orðið 30,- 109,890 krónur og er það rúm- lega fjórum miljónum meira en á sama tíma í fyrra. (Tíminn.) ---------x--------— Hilda Sigurbjörg Guð- mundsdóttir Krist- jansson. f. 24. jan. 1922—d. 22. maí 1927 Hilda Sigurbjörg var aðeins fimm ára og fjögra mánaða er hún dó. Æfin varð ekki löng; æfisagan verður það ekki held- ur. En þeir sem urðu henni samferða þessa stuttu lífsleið, hafa þó svo margs að minnast i og margt um hana að segja. Og ljúft er þeim er þetta ritar að geta varpað yfir hug lesandans nú eða síðar, örléttum, hlýjum andblæ veru hennar og lífs. Hún fæddist að Kristnesi, Sask., 24. janúar 1922. Foreldr- ar hennar eru hjónin Guðmund- ur Kristjánsson Stefánssonar frá Þorvaldsstöðum í Vopna- firði og Emma, Sigurðardóttir Stefánssonar. Af fimm dætr- um sínum hafa þau nú misst tvær. Hallfríður dó 1921. Hilda Sigurbjörg var hin þriðja í röð- inni. Hún var löngum hraust, fjörmikil og glaðsinna. En á útmánuðum síðastliðinn vetut* sýktist hún af liðagigt, er síðar veiklaði hjarta hennar. Hún andaðist árla morguns 22. maí, og var jarðsungin með aðstoð undirritaðs 24. s. m. Hún var, að sögn, sérlega skýr og greind, eftirtekt og næmi og minni hafði hún svo trútt, að þá furðaði á er til þekktu. Hýr og sviflétt sólskinsvera; svolítill lífsglaður ljósálfur; efni legt, bráðvaxta barn, — það var Hilda litla Sigurbjörg — ðllum ástvinunum og samferðamönn- unum. Húp var von og yndi for eldra sinna og augasteinn afa og ömmu. FriSrik A. Friðriksson, 0M S SKEMTIKVÖLD TOMBOLA - SPIL KAFFIYEITINGAR í SAMKOMUSAL SAMBANDSSAFNAÐAR MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 24. OKTÓBER 1927. Kl. 7.30 Að tilhlutun og undir umsjá nokkurra félagslyndra með- lima Sambandsafnaðar. Aðeins fáir drættir en góðir; svo sem eitt tonn af kolum,hveitisekkir o. fl.. — Spila- borð og spil verða á takteinum; og kaffi verður selt með bakningum — lummum, pönnukökum og fleiru góð- gæti. Aðgangur aðeins 25c og fá menn einn tombólu- drátt með honum. ft

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.