Heimskringla - 19.10.1927, Síða 2

Heimskringla - 19.10.1927, Síða 2
2. BLAÐSIÐA IIEIMSKRIN GLA WINNIPEG 19. OKT. 1927. Nýa ísland. Samþjóðleg öreigasaga. (Endurprentun bönnuð.) Leiðin liggur frá Gamla-ils- landi til Nýa-íslands. Það er leið mannsins frá hinu gamla til hins nýa í þeirri von að hið nýa taki fram hinu gamla. Þannig hefir Torfi Torfason selt ærnar sínar og kýrnar sínar og hest- ana sína, tekið sig upp af jörð- inni sinni og farið til Ameríku, þángað sem rúsínurnar vaxa út um alt og miklu ágætari fram- tíð bíður vor og barna vorra. Og hann tók í hornið á ánum sínum í síðasta sinn, leiddi þær fyrir hæstbjóðanda og sagði: Þetta er nú hún Gullkolla mín, sem skilar sínum tveim lömb- um frammi í Múlatá í hverjum gaungum. Og hvað segirðu um iagðinn á henni Spólu minni? Er það kanski ekki hnellin kind hún Spóia? Og þannig seldi hann þær hverja af annari og hélt sjálfur í hornin á þeim. Og hann þrýsti hornunum á þeim að sigginu í lófum sínum í síðasta sinn. Það vóru ærnar hans. sem þyrpst höfðu á garðann í vetrarhörkunum, og stúngið nefjunum inn í góðu lyktína. Og þegar hann kom heim úr lángri kaupstaðarferð, eftir að hafa átt í brösum við misendismenn, þá dáðist hann að því, hvað þær vóru drifhvítar á lagðinn. Þær vóru eins og einhver sérstök teg und af manneskjum og þó betri en manneskjur yfirleitt. Og þarna vóru kýrnar hans leiddar úr garði eins og stórar og fá- vísar konur, sem eru þó svo góðar í sér, og manni þykir vænt um þær af því að maður hefir þekt þær síðan maður var barn. Þær vórV. leiddar út traðirn- ar og ókunnugir strákar ráku á eftir þeim með ólarspotta. Og hann klappaði hestunum sín um á lendina í seinasta smn og seldi þá hæstbjóðanda, þessa blessaðu kalia, sem vóru kanski einu kallarnir í heiminum, sem skildu hann og þektu hann og mátu hann. Hann þekti þá síð- an þeir vóru dreingir, fullir af spjátrúngsskap. Nú seidi hann þá fyrir penínga af því að leið mannsins liggur frá hinu gamla til hins nýa, frá gamla íslandi til Nýa-íslands, og kvöldið eftir þetta uppboð datt honum ekki í hug að lesa bænirnar sínar fremur en maður, sem heffr tek- ið í hornið á Guði almáttugum, kiappað á lendina á honum og selt hann og látið einhvern ó- kunnugan strák reka á eftir honum með ólarspotta. Hönum fanst hann vera vondur maður, verulega óguðlegur maður og hann spuröi konuna sína út af hverjum djöflinum hún væri að gráta. í miðjum júlímánuði reisti nýr landnemi bjálkakofa á bala í fenunum kringum íslendinga- fijót, skamt frá þar sem heitir Riverton í Nýa-íslandi. Torfi heingdi mynd af Jóni Sigurðs- syni upp á einn vegginn, og á annan vegg heingdi konan aug- lýsíngamynd af stúlku með barðastóran hatt. Nágrannarn- ir vóru þeim hjálplegir með kofabygginguna, ræsisgerð og annaö. Torfi stóð alt það sum- ar upp í klyftir í leðju við skurð gröft og þegar botninn var slit- inn úr skónum hans og iljarnar fóru að særast undan skóflunni, þá fann hann upp ráð. Hann skar botninn úr pjáturdós og stakk fætinum inn í hólk- inn. Og fyrsta kvöldið, sem hann kom heim úr skurð- grefti og var að basla við að ná af sér þessum límkendá leir, sem einkennir jarðveginn í Manitoba, þá gat hann ekki orða bundist og mælti við konu sína: “Það er nú aldeilis maka- laust, hvað drullan er skítug hér í Nýa-íslandi. Hún er miklu skítugri en heima.” En þetta sumar gekk pest í krökkum og Torfi Torfason misti tvö börn sín af fjórum, sex vetra stúlku og þriggja ára dreíng. Þau hétu Jón og María. Nágrannarnir vóru honum hjálp legir við að smíða kistu. Það var feinginn prestur og hann jarðsaung Jón og Maríu og Torfi Torfason borgaði það sem upp var sett. Fáeinir illa þvegnir íslendingar með gamla hattkúfa í sárþreyttum höndunum stóðu yfir gröfinni og rauluðu. Torfi Torfason hafði séð fyrir því að allir feingju kaffi og lummur og jólaköku. En þegar haustaði kólnaði í veðri og snjóar féllu og þá eignaðist konan nýtt barn, sem fylti bjálkakofann af fersk- um gráti. Sá maður var Vest- ur-íslendingur. Eftir það kom Indian Summer með þúsundlit- um skógi. Og Indíánar komu að norðan eftir sínum krókóttu vegum meðfram fljótinu og vildu kaupa sér vetlínga. Þeir fóru sér mjög hægt og rákust ekki í smámun- um en keyptu vetlínga fyrir heilt mosdýrslæri með bógi. Síðan keyptu þeir trefil og sokka fyrir heilan skrokk. ' Eftir það dröttuðu þeir aftur af stað með vetiínga og trefil eins og hverjir aðrir dauðans ráðleysíngjar. Svo kom veturinn og hvað átti þá að taka til bragðs?. Torfi skírði bæinn sinn Bakka- búð og allir nefndu hann Bakka- búð. Það var aðeins til ein kýr í Bakkabúð, þrjú börn og lítið í skápnum. Kýrin hét Búkolla, enda þótt hún væri mjög stór- hyrnd og var kölluð Bakkabúð- ar-Búkolla. Og hún hafði stór augu og horfði eins og útlend- íngur á konuna og baulaði hvert sinn sem geingið var fyrir dyrn- ar. — Eg held að það verði lítið úr henni Búkollu litlu að fæða okkur öll í vetur, sagði Torfi Torfason. — Hefur þú hugsað þér nokk uð? sagði kona Torfa Torfa- sonar. — Það er ekki nema ef vera skyldi fiskirí norður á vatni. Þeir kvað oft hafa upp úr sér sem þángað fara. — Mér var að detta í hug, að ef þú færir eitthvað, þá gæti ég eins farið líka vetrariángt. Hún Sigríður í Nýabæ segir að það megi iðulega komast í þvoita- vinnu í Winnipeg á vetrin ög þær fara suður, nokkrar konur héðan úr bygðinni upp úr næstu helgi. Ég get tjaslað rýunum mínum upp á sleða eins óg þær og farið iíka. Ég skil bara hana Tótu litiu eftir hjá krökkunum. Hún er nú komin á fjórtánda ár hún Tóta. — Ég gæti kanski reynt að skjóta heim fiskspyrðu við og við, sagði Torfi Torfason. Þetta var kvöld eitt snemma í nóvember.snjór fallinn á skóga, fenin í klaka. Þau töluðu ekki frekara um skilnað sinn. Jón Sigurðsson horfði m,eð sigur- glotti frant yfir salinn, en aug- lýsíngastúlkan með hattinn iagði blessun sína yfir sofandi börnin. Það logaði á týru úti við gluggann en frostrósírnár sprúngu út á rúðunum. — Mér sýnist hann geta orðið kaldur hér ekki síður en þar, sagði Torfi Torfason eftir drjúg- lánga þögn. — Manstu, hvað oft var glatt á hjalia, þegar gestir komu á vökunni? Þá var nú stundum talað um kindur um þetta leyti á haustin í kotinu hjá okkur. — O, það eru ekki sauðjarð- irnar hérna vestra, sagði Torfi Torfason. En það er fiskiríið á vatninu......Og ef þú ert á- kveðin í að fara suður og fá þér djobb eins og þeir segja hérna, þá . . . . — Ef þú skrifar til íslands, þá mundu eftir að spyrja um hana Skjöldu okkar, hvernig hún geri það. Hún Skjalda okk- ar. Blessuð skepnan. Þögn.' Þá sagði kona Torfa Torfa- sonar aftur: — Hvað heldurðu annars~um kýrnar hérna í Ameríku, Tórfi? Heldurðu ekki að það séu ótta- legar stritlur? Einhvern veginn er það svoleiðis, að mér finst eins og mér muni aldrei geta þótt vænt um hana Búkollu. Mér finst eins og það sé ógern- íngur að láta sér þykja vænt um útlenda kú. — 0, þetta er bara sérvizka, sagði Torfi Torfason og spýtti um tönn enda þótt hann væri laungu hættur að brúka upp í sig. Því ætli kýrnar hér geti ekki verið upp og niður eins og aðrar kýr! En hitt er satt, hest | get eg aldrei tekið ástfóstri við j framar, úr því ég seldi hann Skjóna minft.....Það var nú kall .... Þau mintust ekki öðruvísi en svona á hvað þau höfðu átt og hvað þau höfðu mist, en sátu ! leingi þegjandi uppi og týran kastaði bjarma á frostrósirnar | eins og aldingarð, — tveir fá-! tækir íslendíngar, maður og kona, sem slökkva á týrunni j sinni og fara að sofa. Síðan hefst hin stóra, þögla, kana- diska vetrarnótt. — Konurnar lögðu af stað til Winnipeg nokkrum dögum síð- ar, fótgangandi gegnum snjó- hvíta skóga, hjarnlögð eingi, röskar þrjár dagleiðir. Þær bundu dót sitt upp á sleða Þetta er kallað að fara í þvottavinnu til Winnipeg. Torfi Torfason var heima eina nótt eftir það. Hann stendur í varpanum fyr- ir framan kofann og horfir á eft ir konunum, sem hverfa ínn í skóginn. Nóvemberskógurinn hlustar í frostinu á mál þessara erlendu kvenna, bergmálar það án þess að skilja. Á undan þeim fer gamall maður, sem heitir Jón. Þær eru í íslenzkum vaðmálspilsum og hafa stytt sig. Um höfuðin hafa þær ís- lenzk ullarsjöl 'bundin. Þær segjast vera svo duglegar að gánga. Þær ætla að gista ein- hversstaðar í nótt fyrir sentin sín. Þegar konurnar eru horfnar lítur Torfi Torfason inn í kof- ann, þar sem þær höfðu feing- ið sér síðasta kaffisopann og krukkurnar standa enn óþvegn- ar á bríkinni. Tóta er að huga að litla dreingnum, en Imba sit- ur þegjandi við stóna. Mamma er farin. Torfi Torfason ditlaði að hurðum, dittaði að veggjum, þann dag allan, bar inn við. Um kveldið báru telpurnar honurn haframélssúpu, brauð og flís af keti. Litli dreingurím( amrar og amrar. Og systir hans, stóra Tóta með stóru rauðu hendurn- ar sínar tekur hann upp á arma sér og dillar honum. Litli bróð- ir vera góður, litli bróðir ekki skæla, litli bróðir fá sér sopa úr henni Búkollu sinni. En dreing- urinn heldur áfram að gráta. BúkoIIa mín bububu, Búkolla í fjósinu, hún er með stóru hornin sín, hún er með stóru augun sín. Blessuð veri ún BúkolFa og ún Búkolla mín. Hún mamma sín fór burt, burt burt, burtu fór ún mamma. Hún mamma er farin hvurf, hvurt, hvurt, hvurt er ún farin ún mamma? Hún kemur eftir jólin og jólin og jólin, kemur með pýa gjólinn minn og kjólinn og kjólinn. Ekki skulum við skæla og skæla og skæla, skal hún ekki koma ún mamma og ún mamma, hún mamma okkar góSa og góða og góða, Guð blessi ana mömmu og ana mömmu ans iitla bróða. En dreingurinn heldur áfram að gráta. Og Torfi Torfasor. j borðar matinn sinn eins og mað ur, sem er að keppast við að borða á hljómleik. Daginn eftir lagði Torfi Torfa son af stað. Kanadiskur vetr- j ardagur, blár, víður og lygn, en hrafnar á flökti um snævi þak- inn skóginn. Hann rakti sig eftir slóðunum norður að vatn- inu og bar pokann sinn á bak-j inu. Þetta var í ónumdu landi, hvergi sála, hvergi reykur af koti mílu eftir mílu, bara þessirjí hrafnar, sem fljúga um hvítann I skóginn og tylla sér á skóginn' | líkt og á Pallasmynd úr leir, Og I Torfi Torfason er að hugsa um | ærnar sínar og kýrnar sínar og! ! hestana sína og alt sem hann! É hefir mist. * Þá vappar alt í einu tíkargrey ■ | í veg fyrir hann innan úr skóg- I inum. Þetta var grindhoruð i flækíngstík og svo kviðmikil, að 1 henni var þúngt um sporið, en' I spenarnir strukust við snjóinn, " því hún var hvolpafull. Þau I komu þarna sitt úr hverri átt- o inni, tvær einmana lífsverur,; | sem eru að spila upp á sínar • eigin spýtur í Ameríku og mæt- j | ast einn kaldan vetrardag úti í = snjónum. Fyrst sperti hún1 I eyrun og horfði á manninn mórauðum tortrygnisaugum, þá kúrði hún sig niður í snjóinn og fór að skjálfa, og hann vissi að hún væri að segja sér, að hún væri lasin, að hún hefði týnt eiganda sínum, að hún hefði iðulega verið barin, barin, barin og aldrei á æfi sinni fengið nóg að éta og að einginn hefði verið góður við sig, aldrei; hun meinti að einginn vissi hvar þetta lenti fyrir sér. Hún sagðist vera svo fátæk. — Ja, það er margt lífið þó lifað sé, sagði Torfi Torfason. Og hann leysti af sér pokann = og settist flötum beinum niður í snjóinn. Og í pokaopinu var eitthvað, sem Tóta litla hafði tínt til handa pabba sínum í nestið. Og þá fór tíkin að díngla skottinu til og frá í snjónum og j mæna munaraugum í opið á | pokanum. — Jæja, greyið, svo þú hefir týnt honum eiganda þínum og ekkert haft í þig síðan guð veit hvenær, og ég er bújnn hð hrekja frá mér konuna mína og já, og hún fór í gær. Ojá, hún ætlar að reyna að basla eitt- hvað fyrir sér með þvoítavinnu upp í Winnipeg í vetur, og já, og svona er nú það. Ojá, við tók- um okkur upp þarna að heim- an frá sæmilegri afkomu og fór- um híngað í þetta helvítis-ekki- sens-bjálkakofastand hér, ojá. O.....þarna er í kjaftinn á þér greyið, þú getur haft þetta í kjaftinn á þér segi ég, o, þetta er ekki annað en bölvað hnasl, það er varla að það sé hundi bjóðandi, ekki einu sinn flæk- íngshundi, onei. O, ég get ekki verið að hrekja þig frá mér greyskarnið, það eru allir flæk- íngshundar fyrir Guði hvort eð er og það eru allir það... Nú líður og bíður og Torfi fiskar í vatninu og býr ÚEofa í útey nokkurri ásamt húsbónda sínum, rauðskeggjuðum manni, sem græddi bæði á útgerðinni og eins á því að selja öðrum fiskimönnum tóbak, brennvín og tvinna. Fiskarinn var æstur á móti tíkinni, og sagði á Hverj- um degi, að það ætti að drepa helvítis tíkina. Hann hafði reist þennan kofa á eynni, sem var hólfaður í tvent, fordyri og ka- mes. Þeir sváfu í kamesinu, en í fordyrinu voru veiðarfæri geymd, vistir og annar útbún- ? aður, en tíkin lúrði á þrepinu fyrir utan kofadyrnar. Ekki var fiskarinn lipur maður og skamt- aði Torfa minni bitann út úr soðinu. Fiskarinn harðbannaði að tíkinni væri gefinn nokkur skapaður hlutur og sagði að það ætti að drepa tíkina. Torfi sagði ekkert við því, en stal alt- af glefsu handa tíkinni, þegar fiskarinn var háttaður. Nú kem- ur að þeim tíma að tíkin á að gjóta. Síðan gaut tíkin. Og þegar hún var búin að gjóta. rétti Torfi henni vænan kjöt- bita, sem hann stal frá fiskar- anum, því hann vissi að sár er t „ sængurkonusulturinn og lét! í hana leggjast á pokarægsni í, ! fordyrinu, þvert ofan í vilja fisk- j arans. Síðan lagðist hann til svefns. En ekki hafði hann leingi leg- ið þegar hann hrekkur upp við É iimo’ántr a rr olrí1ut« Alrlrí T Winnipeg 1890. Herra ritstjóri Heimskr inglu! Kæri vin! Svo margir hafa nú í seinni tíð beðið mig um afskrift af eftirfarandi kviðlingi, að eg sé mér engan veg að skrffa hann upp og gefa hverj- um eintak. Þessi bragur er mér of skyldur til að segja mikið um hann. Hann var eitt af því marga, sem maður hafði sér til gamans á þeim ógleym- anlegu frumbýlingsárum. En það virðist, sem hann hljóti að vera af líku tæi og brennivín, eða Limburger-ostur, sem batnar með aldrinum. Hann er nú 37 ára gamall, og nokkrir, sem þar er getið, hafa nú safnast til feðra sinna. — Aðrir, eins og höfundurinn, eru énn bráðlifandi, og kannast við ýmislegt, sem þar er getið um. Bragur þessi var fluttur á afar fjölmennri samkomu, er haldin var í “Albert Hall” hér í bæ á ofannefndu herrans ári, að viðstöddum öll- um þeim, er þar eru nafngreindir sem untlan- tekningarlaust verða lífs og liðnir mínir beztu vinir. St. J. Sch. Eg stend ekki upp af því mér finnist eg fær um að fara með nokkuð, sem þið munið kæra’ um, því fyrst.kann eg lítið í samkvæmi að segja, og svo hef eg tekið það í mig að þegja. En bræður, systur og börnin góð, nú bið eg að gefa mér mínútu hljóð; því svolítinn pistil eg samið hefi, svipaðan Pálusar Korintu-bréfi — það er að segja, efnið er annað, en andinn er líkur — það gæti eg sannað. Vér vitum það öll, að Winnipegborg er völundarsmíði, með skrautbúin torg, og kastalabyggingar hriklega háar, er hvarvetna gnæfa við loftsvalir bláar. Þar kotungar búa í háreistum höllum, en hýrast ei lengur með kýr undir pöllum. Þar er kapella Bryce’s svo himinhá, að hræfugla sundlar toppnum á. Þar er guðs orðið flutt með gufukrafti, svo glymur undir í hverjum rafti. Þá er Lútherska kirkjan í landnorðurátt, þar er leikið á organ og sungið svo hátt, að helmingur manna fær hlustarverk, því hljóðbáran verður svo afarsterk. Þar er fimm centa drífan eins koldimm og kvöld, Og kvenfólkið dæi’ ef það hefði’ ekki skjöld, að bera’ af sér umslög með auðæfum full, því allt er á fluginu, silfur og gull. Þá er Frelsisherinn, með fylktu liði, sem fjandann aldrei lætur í friði; þeir marsjera um strætin með bjöllur og bumbur, með blikkdiska, hrútshorn og lúðra og trumbur. Og sveinar og meyjar í löngum lestum lofsyngja drottni —- með hrossabrestum. Um atvinnuvegina’ er indælt að ræða, uppsprettulindina jarðneskra gæða; þar gullið má heita sé grafið úr foldu og gimsteinar dýrmætir tíndir úr moldu. Þar er Johnson, sem verzlar með klæði og klúta, með kápur og svuntur, og skýlur og strúta — með tvinna og silki í treyjur og kjóla, og talsvert af gjöfum til nýárs og jóla. Þá er Paulson and Company’s pjátur og blikk og pottar og ofnar, sem fást fyrir slikk — Og Frederickson verzlar með skyr og skökur, með skótau og mölbrotnar sódakökur. Þá er Thomas*) með gullið og glingrið og ketið, svo geti menn hvorttveggja, prýtt sig og étið. Og Finney, með allskonar fínustu rétti, með fatnað og leirtau og glasvöru-“setti”. Þá er Rebekka, háöldruð heiðursfrú, sem hafði til forna mikið bú — en hefir nú sezt í helgan stein og hvílir með því sín lúin bein, að selja rúsínur, sýróp og tólk, sitja’ yfir konum og bera’ út mjólk. Fái menn kvalir og kveisusótt af kýrhausaáti, um miðja nótt,, þeir hfaupa til Sigurðar hómopata, og hafa þá óðar fengið bata — En þar þarf hann einn að vera við, ef veikin hleypur í kvenfólkið! — Hér er enginn með mönnum, sem ekki’ hefir kú, enda þótt hann sé vinnuhjú; og mjólkin er borin í dunkum og döllum, eða dregin um strætin af aflóga köllum. Úr mykjunni byggja þeir háa hóla og heygja þar nafnfræga kúasjóla. Hér eru’ íslenzkar stúlkur, svo blíðar og bjartar, að betur ei nokkuð und sólunni skartar — Þær indælu verur manns örlögum stjórna, og ungir og gamlir þeim lífinu fórna. Því viljinn er lögmál, sem veröldin hlýðir, en vanginn er blómstur, sem þjóðflokkinn prýðir. Winnipeg 1890, S. J. Scheving. umgáng og skilur nú (Frh. á 3. bls.) ekki o 11 *) T. Thomas. Höf. M>«0

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.