Heimskringla - 19.10.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.10.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA. HBIMSKRIN GLA WINNIPEG 19. OKT. 1927.. ffcitnskringla (gtofnnV 188(1) Kcmnr dt 1 hverjnm mlStlkudril EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 ob 855 SARGE5T AVE . WHVNIPEG TALSIMI: 8« 53T V«rB blaBslns er $3.00 ftrgangurinn borg- lst fyrlrfram. Allar borg^nlr sendlst THE VIKING PliEES LTD. BIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum Iiltstjórl. PtnnAskrltt tll blntlnlnsi TBB VIKING PKESS, I,td., Bol 3105 ITtnndskrlft tll rlt»t)«rnn*i EDITOR HEIMSKRINGGA, Boi 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlngla is published by The Vlklne Prenn Ltd. and printed by pjTY PRINTING A PIIBI.ISHING CO. 853-855 Snrcent Aee.. WlnnlpeB. Man. Telephone: .86 53 7 WINNIPEG, MAN., 19 OKTÓBER 1927 Iþróttirnar og 1930. Mörlandanum hefir oft verið brugðið um tómlæti, og ekki að ástæðulausu. — Margt er líkt með skyldum, enda virð- umst vér Islendingar oft einna æfðastir í því að “muddle through”, eins og frægt er orðið með Englendingum, hefjast ekki handa til undirbúnings fyr en á elleftu stundu. Afarmikið er talað og hugsað um þjóð- hátíðina miklu 1930, og sjálfsagt ekki til- tölulega minna hérna megin hafsins en heima. Alla langar til þess að hún megi verða sem veglegust. En nú er tíminn orðinn svo naumur, að ef nokkur vegur á af oss Vestur-lslend- ingum að standa, er þess alvarleg og bráð þörf, að menn fari að ákveða með sér hvað helzt megi til þess gera. Heims- kringla flutti í fyrra ítarlega og ágæta grein eftir séra Rögnvald Pétursson um heimferðina, og varð sú grein til nefnd- arstofnunar, og mun sú nefnd þegar hafa töluvert gert. Nú flytur Heimskringla aðilum tillögur þess manns, er vafalaust er færastur að dæma um líkurnar fyrir því að sú hugmynd, er greinin fjallar um, geti náð fram að ganga. En hann sendi Heimskringlu svohljóðandi: Aætlun. um stofnun og þjálfun íþróttaflokks með- ,.al Vestur-íslendinga, er að markmiði.. hefði heimferðina 1930 til að keppa á öllum sviðum íþrótta, leikfimi og glímu við íslendinga heima. I. Hugmyndin sjálf. í seinni tíð hefir iítillega verið minnst á það meðal Vestur-íslendinga, að hin vænt anlega heimíör 1930 jTði ekki fullkomin, nema því aðeins að leikfimisflokkur, er jafnframt væri glímu- og íþróttaflokkur. væri með í förinni. Það er enginn efi á því, að ef landar fjölmenna heim það ár, þá munu þeir fiytja með sér, sjálfrátt og ósjálfrátt, þau áhrif menningar og þroska, er þeir hafa orðið fyrir hér vestra síðan þeir tóku sér bólfestu hér. Þeir munu telja það skyldu sína, að þátttaka þeirra í hátíðahaldinu verði sem marg- víslegust, til að sýna Isiendingum heima, hvað þeir séu hér orðnir, í hverju þeir hafi helzt tekið breytingum þenna tíma hér. Ræðumenn þeirra, skáld og lista- leggja fram fyrir ættjörðina allt það, er þeir hafa bezt að bjóða héðan úr vestrinu. Ættu þá íþróttamennirnir úr þessari álfu, er svo víðfræg er fyrir líkamsmennt og í- þróttir, að vera þeir einu er sætu hjá? Væri ekki nær að þeir færu að dæmi hinna og þá um leið að dæmi forfeðranna. er fóru frá heimkynnum sínum til ætt- landsins, til þess að sýna þar hreysti sína og vinna frægð og frama. Það væri nokk ur ósigur menning ianda hér yfirleitt, ef íþróttamennirnir — líkamlegu afreks- mennirnir — yrðu eftirbátar og treystu sér ekki að keppa við Frónsbúa. Það er þó hætt við að svo fari, verði ei fljótt haf- ist handa til þess að sameina hina dreifðu og lítt beizluðu krafta, er finnast meðal landa hér á sviði líkamsmenningar. — í von um að íslandsför vestur-íslenzkra íþróttamanna verði framkvæmanleg, og til þess einnig að hún megi verða þjóðar- brotinu hér vestra til sóma, verða hér settar fram tillögur, er að því lúta, að þetta megi takast. II. Undirbúningur og starfstilhögun. Fyrsta sporið í þessa átt er að stofna íþróttafélög í sem flestum byggöum landa. Þau félög ættu sér vafalaust lengri framtíð fyrir höndum en til 1930. Þau eru eins nauðsynleg þar eftir sem þangað til, fyrir menning sveitanna. — Fyrsta verk þeirra væri að safna að sér öllum efnilegustu íþróttamönnum innan hverrar byggðar, svo að kraftar þeirra væru ekki lengur faldir, eins og nú á sér stað. Byrjunin er þegar hafin með náms- skeiðshaldi og félagsmyndun í Norður Dakota sumarið 1926, og eins með starfi Sleipnis í Winnipeg sumarið 1927 . En um áframhald í þessa átt hef eg hugsað mér þessa aðferð: Eg vildi mega taka mér ferð á hendur út. um byggðir landa, halda þar fyrirlestra um þessi efni og hvetja þá til að stofna íþróttafélög, og ef ástæður leyfðu, dvelja um tíma í hverri byggð og koma á í- þróttanámsskeiði. Er því væri lokið, væri mér fyllilega ljóst, hverjir líklegastir væru til þátttöku í heimferðarflokkinn, með meiri æfingu.. Á þennan hátt langar mig til að velja menn úr sem flestum fé- lögum, frá sem flestum byggðum, einn eða tvo, þá allra beztu úr hverri. Þessir menn, er ganga ættu undir nafni hver síns félags (eða byggðar) mynduðu svo einn flokk, eina heild, og tækju til ó- spilltra málanna við líkamsþjálfun í hent ugu plássi, segjum Winnipeg, og æfðu sig stöðugt í leikfimi, glímu, stökkum og köstum, þar til flokkurinn væri svo þjálf aður að hann þætti fullboðlegur til sýn- inga, og enginn vafi væri á að hann þyldi samkeppni Frónsbúa. Hentugastur tími til að stofnsetja félögin og halda náms- skeið, væri sumarið og haustið 1928, helzt ekkí seinna, því ekki er til setunnar boð- ið með þjálfun, ef vel á að fara. Flokk- urinn ætti því að geta tekið til æfinga um áramót 1928—29. Eftir sem áður ættu hin nýstofnuðu félög að halda áfram starfi með fullum krafti, og þyrftu þau nauðsyn lega að mynda með sér sambandsstjórn. II. Þjálfun. Eg geri ráð fyrir að eg gæti sett saman ágætan Islandsferðarflokk með tveimur mönnum úr hinum sjö nærliggjandi stærri byggðum Islendinga, sem hér segir: Win- nipeg; 2; Selkirk, 2; Nýja ísland, 2; Lundar 2; Argyle 2; Vatnabyggðir 2; Norður Dakota 2. Þenna 14 manna flokk vildí eg æfa á sem fuilkomnastan hátt, og ekki eingöngu með heimförina fyrir augum, heldur og einnig framtíð þátttak- endi. Þannig myndi eg gefa þeim tilsögn í íþrótta- og fimleikakennslu, svo að þeir, að förinni lokinni, gætu tekið upp það starf ef þeim sýndist. Yrði það eflaust til styrktar hinum starfandi félögum út um óyggðirnar, ef þessir mienn kæmu og tækju að sér íþróttakennsluna að ferð- inni lokinni. Eitt langar mig til að benda sérstaklega á: Þegar stórþjóðin kallar á syni sína til herþjónustu, þá fer allur fjöldinn mótmælalaust, þótt leiðin liggi oft út í opinn dauðann. Nú kallar ís- lenzka þjóðbrotið hér vestra á syni sína, ekki til þess að senda þá á vígvöll, heldur til þess að halda uppi sæmd þjóðarbrots- ins í friðsamlegum kappraunum. Þar sem kallið er ei kröfuharðara, er það ómaks- ins vert fyrir unga og hrausta landa, að leggja fram þann tíma og fyrirhöfn, er það krefur. Þess má geta, að þeir menn, er innritast í þennan flokk, og munu sjálf sagt vita hvað þeir eru að gera, mega alls ekki bregðast er á hólminn er komið. — Um þjálfunina sjálfa er það að segja, að áherzla yrði lögð á hið bezta líkamsæf- ingakerfi, er nú þekkist, því þar með feng ist einnig undirstaða undir glímu og aðrar íþróttir er vera vildi. Aðrir yrðu ekki teknir í flokkinn en þeir, er vissa væri fyr ir að gætu orðið góðir leikfimismenn og á sama tíma góðir gMmumenn. Þessir menn ættu einnig að geta undirbúið sig til þess að taka þátt í köstum og stökk- um, ef til þess kæmi, að þeir lentu í þann- ig löguðum kappraunum heima á gamla landinu. IV. Kostnaður. Hér kemur að þeirri hlið þessa máls, sem flestir bera kvíðboga fyrir, sem er kostnaðurinn. Eg lít svo á, að þessu megi þannig fyrir koma, að kostnaður verði alls enginn, þegar allt kemur til alls, miklu fremur að ágóði verði, ef þessu verður stjórnað eins og eg hefi hugsað mér, á “business”-legum grundvelli. — Hugmynd mín er alls ekki sú, að ganga manna á milli til þess að biðja um fjár- hagslegan styrk, heldur sú, að taka lán, í því trausti að þetta verði, eins og eg hef ætlað, að arðberandi fyrirtæki, Bregð ist þær vonir, er eg hefi um lántöku, næsta ár, þá er eg hræddur um að þetta lendi allt við orðin tóm. Peningaupphæð sú, er eg held að eg þyrfti að hafa í upp> hafi, til þess að hleypa þessu af stokk- unum, geri eg ráð fyrir að yrði frá 8—10 þúsund dollarar. Þessi upphæð yrði, í einu orði sagt að standa straum af flokkn um, þar til að hann væri farinn að vinna fyrir sér. Aðalútgjaldaliðirnir yrðu: Leiga fyrir vel útbúinn leikfimissal, bún- ingar; renta á láni og framfærsla flokks- ins (fæðispeningar og þess háttar). Ef almennur áhugi væri fyrir þessu, gæti vel komið til njála að hægt væri að létta und ir kostnaðinn með því að veita flokks- mönnum hagkvæma vinnu þann tíma, er þeir gæfu sig eingöngu við æfingum. — Þegar flokkurinn væri búinn að æfa sig stöðugt í fjóra mánuði (1. jan. til 30. apríl 1929), geri eg ráð fyrir, að hægt væri að fara reynsluferð út um íslenzku byggðirnar fyrir mánaðartíma eða svo, og ættu inntektir að standa vel straum af útgjöldum flokksins þann mánuð. Að öll- um líkindum yrði strax þar á eftir höfð stórsýning hér í Winnipeg; að því búnu vildi eg gefa flokknum um tveggja mán- aða frí yfir sumarið, og taka aftur til ó- spilltra málanna með ágústbyrjun og æfa í tvo til þrjá mánuði. Að því búnu færi eg í ferð með flokkinn um Bandaríkin, í því skyni að hafa upp peninga til að borga lánið, og þá upp í fargjaldið yfir hafið. Einnig myndi flokkurinn verða góð aug- lýsing fyrir íslendinga og myndi verða lögð sérstök áherzla á að kynna glímuna meðal Bandaríkjaþjóðarinnar. Þet.ta ferða lag geri eg ráð fyrir að stæði yfir til marz- loka 1930. Úr þessu ferðalagi, hefi eg áætlað, að inntektir næmu hér um bil helmingi meiru en lánið væri; því auðveld lega hægt að borga það, og leggja af stað heimleiðis, vel útbúinn fjárhagslega. Á leiðinni heim vildi eg mega koma viö sem víðast, sérstaklega á Norðurlöndum, því tími væri nógur. Heppilegast væri að fara sem leið liggur til Bergen, og fara víðar austur á bóginn, um Noreg og Sví- þjóð, síðan til Kaupmannahafnar og fleiri staða í Danmörku. Þessi kafli ferðalags- ins er eg viss um að myndi bera sig. — Þessu ætti að vera lokið í maílok, og væri þá heppilegur tími að fara beint heim til íslands frá Danmörku. Yrði flokkurinn þá á íslandi þann tíma, er aðalhátíðahöld- in færu fram, og tæki sinn þátt í þeim í- þróttum, er samið væri um að hann keppti í. Þar að auki myndi flokkurinn fara hringferð um landið og setja upp sýningu í öllum helztu kaupstöðum. Á útleið væri vel til fundið að flokkurinn stanzaði í Englandi og Skotland og hefði sýningar á nokkrum stöðum. Er til baka væri komið, myndi verða sett upp önnur sýning í Winnipeg, og þar með yrði starfi flokksins lokið. Gæti þá hver farið til síns heimkynnis, og tekið upp það starf, er hverjum um sig sýndist. En þá, sem vildu leggja fyrir sig íþróttakennslu, yrði eg búinn að undirbúa svo, að þeir gætu tekið að sér leikfimis- og íþróttakennsiu hvar sem væri. Væri þá þessari pílagríms för lokið. Ef vel tækist, ætti hún að verða Vestur-íslendingum og löndum í heild, til vegsauka; og um þátttakendur sjálfa er það að segja, að ferðin myndi verða þeim á allan hátt til uppbyggingar og skemtun- ar. Þer myndu fá tækifæri til að fara víða og sjá mikið af heiminum; og það sem mest er um vert, þeir yrðu fyrir ís- lenzkum áhrifum og flyttu þau með sér til baka vestur, svo að sýnileg áhrif væru kannske hugsanleg. Mikil nauðsyn er það fyrir Vestur-íslendinga, að af þessari för verði, og að hún heppnist. Ef ián fæst til að byrja með, er hálfur sigurinn feng- inn. H. S. Vængir. Eftir Mary Carolyn Davies Lífið getur gefið marga vængi: galsavængi, fjörs og unaðsvængi, rökkurvængi, svása sólskinsvængi. Svífum, fljúgum, þiggjum alla vængi; neitum engum, notum alla vængi, nóg er loftið, þenjum alla vængi. — Þó að sumum þeirra’, er reyna vængi, þrjóti kraftur, falli’ og brjóti vængi, þá er heimska að hræðast.alla vængi. Líf og gæfa gefi’ oss ótal vængi, gleðivængi, starfs- og orkuvængi; bjarta, stóra, hvíta hlátursvængi, himinbreiða ljóss- og sigurvængi, milda, þíða, mjúka friðarvængi. Morgunsólin skapi oss geislavængi. Stefnum hátt með þúsund þanda vængi, þreytum flug með alla iífsins vængi, fljúgum, notum alia, alla vængi. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Ný bók. Joseph McCabe: Er anda- trúin byggð á svikum? —- Gagngerð rannsókn á sönn unum Arthur Conan Doy- le‘s og annara. Þýtt hefir Guðmw Árnason. )Winni- peg. Kostnaðarmaður: Jón Tomasson. Prentuð hjá The City Printing & Pub- lishing Company. — Bókin er 212 blaðsíður. Verð $1.50. Ef bók þessi hefði verið gefin út á íslandi, þá myndi heilmik- ið hafa verið um hana ritað og rætt — og rifist. En eins og hérna megin er högum háttað, þá er þögnin, steindauð og köld, einu launin, sem öll andleg við- leitni fær, nú á þessum síðustu myndunartímum saltstólpans (c: allt ísienzkt hér að breytast í salt jarðar). Og eina bergmál ið, er andleg mál framkaiia hér, að því er eg man bezt, er þegar söfnuðurnir hafa upp trúarjátn- inguna sína eftir prestunum sínum. Mr. McCabe er ekki myrkur í máli. Hann gerir allar kenn- ingar rannsóknarmanna og spiri tista, annaðhvort að barnaskap eða trúðleik, og telur flest fyrir brigði miðlanna blekkingar ,á einn eða annan hátt. Rekur hann sögu spiritismans frá 1848 fram til síðustu ára. Minnist allra merkustu miðlanna, sem mest hefir hampað verið, skýrir frá svikum þeirra, er upp hafa komist, og líkunum fyrir blekk- ingum, þar sem þeir hafa ei verið að þeim staðnir. Það hefir óneitanlega verið ritað meir á íslenzku með spiri- tismanum en á móti honum. Eru sumar meðhaldsbækur hans all skemtilegar, og nokkrar rit- aðar af töluverðri list og skáld- iegum æfintýrablæ, sem eðli- legt er, þar sem atburðirnir ger- ast í hinum ósýnilega heimi, eða í himnaríki, eins og við kölluð- um betri bústað dáinna manna í gamia daga. Eg fæ ei betur séð, en þeir íslendingar, sem láta sig mál þettaTniklu varða, og lesa meðhaldið, ættu einnig að kynna sér mótstöðuna, hjá Joseph McCabe, til samanburð ar og hugleiðinga. Þetta mun hafa vakað fyrir útgefandanum, Jóni prentara Tómassyni. Hef- ir hann áður gefið út “Kapp- ræðu um sannindi spiritism- ans”, milll þeirra kappanna, Josephs McCabe, fyrverandi prests og prófessors, rithöfund- ar og fyrirlesara, höfundar bók- ar þeirrar, sen? hér hefir verið minnst á, og Sir Arthur Conan Doyle, læknis og skáldsagnahöf undar, fyrirlesara og málsvara spiritismans. Er sú kappræða hin röggsamlegasta á báðar, þýdd af Sigtr. Ágústssyni. Þýðing séra Guðm. Árnason- ar á bókinni er góð, og eru marg ir kaflar hennar skemtilegir, þar sem lýst er hinum margvíslegu og sniðugu brellum miðlanna. En annars er bókin alvörubók. og einhver állra þyngsta ádeila á spiritismann, sem enn hefir birzt. Raunar var hinn ágæti missýningamaður, Houdini, sem á síðustu árum sínum var búinn að hefja sig upp í það tignar- sæti að nefnast vísindamaður, oft búinn að veita spiritístum stór slög og þung, og lék óspart listir andanna með göldrum sín- um, og stóð sig engu síður en þeir “himnesku”, sannaði svik miðla ótal sinnum, og svaraði skýrt og skorinort fyrirspurn- um þeirra, er að andaopinberun hölluðust, í tímaritum Banda- ríkjanna, og skrifaði sjáifur bækur um þetta efni, eins og t. d. “A Magician Among the Spir- its”. — Ein spurningin til Hou- dini hijóðaði svo: ‘í’Cæri Hou- dini! Þér segist viija koma upp um svikamiðla. En eru þá ekki h'ka til sannir miðiar, er stand- ast hveria þá raun, sem fyrir þá er lögð?” Svar Houdini er á þessa leið: “Skeð getur að þeir séu tii, en w DODDS KIDNEY PILLS H E U M /v-r I lí*HT’S DlS “•abeteS DODD’S nýmapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fáat hjá ölluro lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. þeir hafa aldrei orðið á vegi mín um. Til að sýna yður, hve erf- itt er að ná í áreiðanlegan mið- il, þá skulum við fara aftur í tímann til ársins 1857, þegar “Boston Courier” bauð $500 hverjum miðli, sem gæti staðist gaumgæfilega rannsókn. Slík boð hafa verið endurtekin síðan hvað eftir annað, og þar á með- al $60.000, sem Henry Sybert ánafnaði Pennsylvania háskól- anum. í síðastliðin 60 ár hafa næstum $100,000 með öllu og cllu, staðið til boða hverjum þeim miðli, sem gæti staðist ítrustu rannsókn, en engum hef ir ennþá verið úthlutuð nein verðlaun fyrir að standast slíka raun.” “Andatrúin”, eins og Islend- ingar nefna jafnast þetta “fikt” við framliðinna manna sálir, hefir orðið mörgum Landanum góð kvöldskemtun, og nokkrum raunabætur. En eg er nú svo gamaldags í mér að álíta, að þeim mönnum, sem þurfa, enn þá á himnaríki og lielvíti að halda, sé eins holt að trúa á þau í fjarlægð gömlu merkingar innar, eins og flytja þau inn í dagstofur sínar og svefnher- bergi — jafnvel þótt uppvakn- ingin væri möguleg. Enginn taki þó orð mín á þann veg, að eg sé að meinast við sálfræðilegum rannsóknum á ódauðleikamálunum fremur en í aðrar áttir, sem þekkingar- þorsti mannsandans leitar. En það er sannfæring mín, að anda rannsóknirnar séu aðeins með- færi þeirra fáu manna, sem hafa helgað líf sitt sálfræðinni og líffræðinnj, en ekki hvers og eins fáráðlingsins, sem í blindri ofurtrú dáleiðir sig í dvala, læt- ur borðfæturnar svara sér, eða stafrófsborðið ségja sér sögur — að ekki sé minnst á falsspá- menn þá og Bragða-Máusa, sem blekkja fólkið af fégirnd eða frægðarvon, eins og allur só. fjöldi miðla, er Joseph McCabe telur upp og skýrir svo gaum- gæfilega frá. McCabe áiítur að þessi “anda opinberun” sé “að nokkru leyti ný tilraun til þess að fá núlif- andi kynslóð til að hverfa aftur til trúarbragðanna; að nokkru leyti tilraun til að snúa huga verkalýðsins frá stjónimálum og fjármálum þessa lieims; og að nokkru leyti nýtjt uppþot þeirrar takmarkaiausu trúgirni. sem hefir verið samfara hverri nýrri hreyfingu andatrúarinnar síðan 1848. Samskonar tímabil var á sjötta tug nítjándu aldar- innar, þegar andatrúin breiddist út um heiminn; aftur á áttunda tugnum, þegar líkamningarnar komust á gang. Þær voru heft ar snemma á áttunda tugnum með því, að svikum var komið upp al^taðar, og það er ekki fyr en nú á síðustu tímum, að anda trúin hefir aftur farið að rétta við. Hinn hörmulegi æsingur geðsh) æringanna, sem istríðið hafði í för með sér, hefir örvað hana aftur og trúgirnin blossað upp í bili.” Til þess að lesendur þessara orða kynnist höfundi bokarinn- ar betur, læt eg örstutta lýsingu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.