Heimskringla - 19.10.1927, Side 5

Heimskringla - 19.10.1927, Side 5
WINNIPEG 19. OKT. 1927. HEIMSKRINGLA 6. BLAÐSIÐA ÞJER SEM NOTIÐ TÍMBUR KAUPIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LI.MITED BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hiamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Þorgerður Jónsdóttir Guðmundsson MOZART, SASK. Dáin 18. júní 1927. ■f Til feðranna svifin á framtíðarlönd! Og fjarhrifin þekki eg eigi. En nágrennið man þína nærgætnu hönd: eg nýt þín á sérhverjum degi. Hjá börnunum okkar eg bezt næ til þín, blessaða, framliðna ástvina mín. Eg fann það á meðan þú fórnaðir þér. Þó finn eg það betur en áður, hve hönd þín var fljót til og framboðin mér, og fóturinn þörf minni háður. Eg skil það, hve augun þín önnuðust mig. Hve aflvana’ eg stend síðan misti eg þig! Eg veit það — af himni þú hugsar til mín, — hvort hreinn sé og greiður minn vegur. Og allt sem þér leyfist og áhrifin þín úr ofríki myrkursins dregur. Eg skil hversu fegin þú léðir mér Ijós, og léðir mér jarðbundnum himneska rós. Sem hugurinn finnur ei hita né frost, og hefst yfir kletta og boða, — þá h'kaminn sefur, á sálin þess kost, hin sólbjörtu draumlönd að skoða. Svo vakir minn andi og víðförull er, og vængina hnitar, þá leitar að þér. Með trúna á huganum, traustið í sál, í tilbeiðslu af hjarta míns rótum: eg hlusta yfir sundið — og heyri þáð mál, sem hljómar á kærleikans nótum: “Hún vina þín gistir þann gullfagra lund, sem geislar af samúð við ástvinafund.” Og svo þegar kailið er komið að mér, og komið er sólskin á veginn, og skoðað er fleira, en skilið er hér, og skýlan til hliðar er dregin, og kærleikans faðir mig kallar til sín, þá — kem eg í lundinn þinn, ástvina mín. Ó, fullkomna gleði, sú fagnaðartíð, sá frábæri andlegi styrkur! — að þekkja’ ekki áhyggjur, þrautir né stríð, og þurfa’ ekki að óttast neitt myrkur. Og, konungur sannleikans, sendu nú þinn sjóngjafar-aflstraum á skilninginn minn. Svo kveð eg þig, brúður mín! Kvödd varstu burt, og kölluð á svipstundu héðan: En mikið var aðgert — þótt aftur sé kjurt og ástæðum raskað á meðan. Eg kveð þig með djörfung, því dýrðin er öll 1 dyggðanna ríki, um sólkonungs höll. Friðrik Guðmundsson. Bakverkir eru einkenni nýrnasjúkdóiro. GIN PILLS lækna þá fljótt, vegna þess aó þær verka beint, en þó mildilega, á nýrun — og græbandi og styrkjandi. 50c askjan hjá öllum lyfsölum. sonar að Mozart, Sask., var sú er lostin var til bana af hrammi þessa tröllslega náttúrufyrir- brigðis. Lauk þar merkum æfiferli. Hlýðir að rekja hann að nokkru. Þorgerður var í þenna heim borin 24. október 1864, að Eiði á Langanesi, Norður-Þingeyjar- sýslu. Dóttir Jóns bónda Dan- íelssonar og konu hans Arn- þrúðar Jónsdóttur, er lengst af bjuggu að Eiði, síðar þó að Ytri- Brekkum í sömu sveit. Móð- urforeldrar Þorgerðar voru hjón in Jón Sigurðsson, annálaði “ólærði” læknirinn, og Guðlaug Guðmundsdóttir frá Kollavík í Þistilfirði. Þau bjuggu í sína tíð að Syðra-Lóni. Hjá foreldrum sínum ólst Þor- gerður upp og fluttist með þeim að Ytri-Brekkum, er hún var ná lægt tvítugs aldri. Snemma á unglingsárum hennar tók að bera á ákafri menntaþrá henn- ar og framgirni. En eigi voru foreldrarnir svo efnum búnir, að þess sæjust nokkrar horfur að menntadraumum hennar yrði fullnægt. Og vafalaust rættust þeir aðeins að nokkru leyti. En samfara fróðleikslöngun hennar kom í ljós mjög ábæri- leg hneigð til hjúkrunarstarfa. Fyrir því varð það, veturinn 1886, — að nokkru fyrir atfylgi Guðmundar móðurbróður henn- ar — að hún dreif sig til Vopna- fjarðar og nam ljósmóðurfræði hjá Einari Guðjohnsen héraðs- lækni. Um vorið fót1 hún til Akureyrar, lauk þár prófi hjá Þorgrími Johnsen fjórðungs- lækni, og tók við ljósmóður- störfum í Sauðaneshreppi þá um sumarið. Árið 1890 giftist Þorgerður Friðriki Guðmundssyni, bónda að Syðra-Lóni, og fluttist þang- að. En 1897 lét hún af ljós- móðurstörfum. Hafði hún þá oröið stærðar heimili til um- sjónar. Maður hennar rak bæði landbúnað og sjávarútveg, og hafði kaupfélagsstjórn á bendi. Mannahald heimilisins var þá mikið, gestkoma ærin og barna- hópurinn tekinn að stækka. Fékk Þorgerður þá ekki Iengur annað tímafrekum og skyldu- bundnum störfum utan heimil- isins. þýðandans fylgja: “Joseph Mc- Cabe er nafnkenndur enskur rithöfundur og fyrirlesari. Hann er fæddur 1867, og er alinn upp í kaþólsku kirkjunni — Mennt- un sína fékk hann á skólum á Englandi og á háskólanum í Louvain. Prestvígslu tók hann 1890 og var prófessor í miðalda- heimspeki frá 1890—94. Árið 1895 varð hann rektor í Buck- ingham College, en ári síðar. 1896, yfirgaf hann kirkjuna. — Síðan hefir hann fengist við blaðamennsku, flutt ógrynni fyrirlestra og ritað margar bæk- ur. Hann er einn af helztu starfsmönnum Rationalist Press Association á Englandi. Fyrir rúmu ári var hann á ferð í Canada og Bandaríkjunum, og flutti þá fyrirlestra í mörgum bæjum, þar á meðal í Winnipeg.’ Þegar dómari á að dæma mál verður hann að heyra báða máls parta, ef rétt skal dæmt. Vilji menn þekkja sögu spiritismans, eins og hún er, en ekki eins og þeir vildu að hún væri, þá verða þeir að lesa Joseph McCabe engu síður en Sir Arthur Conan Doyle, og alla hina eldri trú- bræður hans. Þess vegna er bókin íslendingum þarfleg beggja megin hafsins. Þ. Þ. Þ. -------x-------- Húsfreyjan Þorgerðuri Jónsdóttir Guðmundsson- Fædd 24. október 1854 Dáin 18. júní 1927. ÆFIMINNING. Hinn átakanlegi atburður er varð í Vatnabyggð síðastliðinn 18. júní, er alþjóð manna enn í fersku minni. Gekk þar þá lfir hinn ægilegi fellibylur, er valdur var að eignatjóni, meiðsl- um og mannskaða. Var ræki- lega um það ritað, bæði í íslenzk og ensk blöð. Húsfreyjan Þorgerður Jóns- dóttir, kona Friðriks Guðmunds Árið 1905 fluttu þau hjónin til Vesturheims, og börn þeirra öll nema tveir drengirnir. 30 apríl kvöddu þau heimilið, eigi1 allshugar glöð. Sú var bótin ein, fannst þeim, að blindhríð var á og sá ekki um. 13. júní komu þau til Winnipeg og sett- ust þar að. Fékk Friðrik þeg- ar góða atvinnu við srníðar og dvöldu þau þar fyrst við góðar horfur. Um þær mundir var íslenzka landnámið að opnast í Vatnabyggð, sem varð, og af því látið mikið. Fór Friðrik strax um haustið og nam þar heim- ilisréttarland, skammt suðaust- ur af Mozartþorpi, sem nú er. í septembermánuði árið eftir fluttist fjölskyldan þangað út. Erfið var aðkoman, þrátt fyrir ótrautt liðsinni Jóhannesar Gíslasonar, systursonar Þor- geröar, er þar var fyrir nýlega seztur að, í nágrenninu. Drifið var í því að koma upp skýli yfir hópinn. Var það að hálfu leyti grafið í hól, og þess vegna all- hlýtt, þótt ekki væri það sem rúmbezt. Síðan varð Friðrik jafnharðan að hverfa brott í at- Á Ferð um Vesturheim. (Þett kvæði átti að birtast í síðasta blaði.en komst því miður eigi sökum þrengsla) I. Á ferðinni er fegurð að líta á fjöllum við strendur og sund; þar hefja þau hnjúkana hvíta í hvirfing um glóaldinlund. Um akranna iðgrænu geima með útbreiddan sólhlýjan faðm ber lævirkjans himnesku hreima sem hljóma frá laufguðum baðm. En betra er en vordýrðin bjárta um broshýr og algróin lönd, að hitta hér alíslenzkt 1 jarta og huga og tungu og önd. II. Og handtakiö er svo hlýtt og þétt, sem hönd sú yrði yfir djúpið rétt, að græða hvern blett og bræða klett, unz brosir Fjallkonan djásnum sett. III. í útlegð ótal rasta, útlendings í rann, allt hið íslenzkasta ósvikið eg fann. Ljómar minning manna mér í huga glatt. Ást til átthaganna okkur saman batt. Siðir, tunga, saga, sálar dýrast gull, sætt að sölum Braga sælu drukkið full. Tryggðaband ei brestur. Bera gleðiklökk víðboð hugar vestur, vinarkveðju og þökk. Eflist allt sem tengir íslenzk tryggðabönd; alheims stillist strengir sterkri alvalds hönd. Steingrímur Arason. t vinnuleit. Þarna var því Þor- gerður ein með börnin, í ókunn ugum eyðiskógum, fram eftir vetrinum, en kveinkaði sér hvergi. Vinir voru líka á næstu grösum. Jóhannes, fyrnefndur, leit til þeirra daglega. Næstu ár hraðbyggðist svo umhverfið af íslendingum. Skjótt kvisaðist meðal læknis lausra frumbyggjanna, er þarija flykktist inn, um ljósmóðu^- menntun Þorgerðar. Leið skammt til þess er hennar var stöðuglega vitjað, að annast sængurkonur og sjúka. Án þess að vanrækja sitt eigið heimili, mun hún hafa náð að sinna flestra bón. Og svo var háttað liögum flestra þá, að í forföll- um húsmæðranna varð Þorgerð ur að taka á sig, jafnframt hjúkrunarstörfunum, öll innan- hússverkin, umhirðu barna og matreiðslu. Furðar þá er til þekkja, að hún skyldi fá af- kastað því verki, er hún vann. í Mozartbyggð hafa þau Frið- rik og Þorgerður ávalt dvalið síðan 1ÍV06, með þeirri undan- tekningu, að þegar þau brugðu búi fyrir nokkrum árum, fóru þau til Winnipeg, mest í þeirri von, að læknar þar gætu bætt eða varðveitt sjón Friðriks, er þá var tekin að bila. En ekki dvöldu þau þar nema lítið. Síð- an hafa þau verið til heimilis hjá Guðmundi syni sínum, og Þorgerður liaft þar hússtjórnina á hendi. í Mozart hefir þeim löngum liðið vel. Þau hafa ver- ið virt og vinsæl og lengst af búið við hagstæð efnakjör. Af þeim skuggum, sem á veginn bar, hefir sá ef til vill verið þyngstur, að á skömmum tíma missti Friðrik sjónina. Þrjú síð- ustu árin hjúkraði Þorgerður manni sínum blindum. Alls varð þeim hjónum 10 barna auðið, sem öll eru á lífi og uppkomin, nema eitt. Þau eru: Guðmundur, bóndi í Mo- zart, Sask.; þá Guðrún; Þá Helga, gift Jens Elíassyni, Os- land, B. C.; þá Jónas, dó í bernsku á Islandi; þá Jakob; þá Jóhann, kom frá íslandi með föður sínum er hann ferðaðist heim 1919, stundar guðfræði- nám, kvæntist Kristrúnu G. Hornfjörð frá Kristnes, Sask., en hún andaðist síðastl. 15. júlí; þá Ingólfur, kvæntur Ester Larsen frá Vogar, Man.; þá Jón, kom ásamt föður sínum og Jóhanni frá íslandi 1919; þá Arnþrúður, gift Halldóri Ste- fánssyni kennara í Kandahar; þá Aðalbjörg, sem ein systkin- anna er fædd vestan hafs. Einu sinni sem oftar var Þor- gerður kölluð til yfirsetu. Var móðirin svo veik, að ekki þorði Þorgerður að leggja hinn ný- fædda svein á brjóstið. Fór hún með hann heim til sín og fól hann umsjá dætra sinna. Það varð úr að drengurinn ílengdist þar á heimilinu, og er enn í fóstri og umsjá fjölskyldunnar. Hann heitir Björn Hafstein, 1 sonur hjónanna Kristínar og Sigtryggs Kristjánssonar, Gimli, Man. # * ¥ Þorgerður heitin bar nafn sitt með rentu. Hún var þórsleg at þreki og að marki gerðarleg. Þó var hún vart meðalhá að vexti. En andlitsfallið var afar- þróttmikið — næstum því um of, til að rúma mýkt ábærilegs fríðleiks. En yfir hinni sterk- meitluðu ásýnd, lá oft sérkenni- legt, fallegt bros, sem bjó yfir stillingu, vitsmunum og — gæð- um. Það segja ýmsir, að Þorgerð- ur hafi öðrum konum fremur minnt á atkvæðakonur forn- aldar. Hún var gædd heilbrigð um vitsmunum, æðrulausri at- hugun á hættustundum, og frá- bæru, næstum hörkulegu sálar- og líkamsþreki. En þessu sam- hliða og engu síðri, var ríka, móðurlega líknarlundin, hjúkr- unareðlið. Sá sem þetta ritar, kynntist Þorgerði töluvert, og minnist þeirrar kynningar með þökk og virðingu. Getur og fúslega tek- ið undir það er einn kunnur menntamaður Vestur-íslendinga er Þorgerði þekkti vel, hefir um hana sagt, að hann teldi hana með sjaldgæfustu og eftirtekt- arverðustu konum, er hann hefði þekkt, sakir dugnaðar, drengskapar og vits. — Orðlagt er hreinlyndi Þorgerðar. Og stundum kann einurð hennar að hafa misskilist af þeim, er þekktu hana lítið. í raun og veru hefir hún ekki verið auð- þekkt. Mikinn skaþgerðarþroska þarf til þess, að skilja óvenju- lega þroskaða skapgerð — eins og upplýst listavit þarf til skiln- ings á æðri list. En vitanlega. hefir líknariðjan hjálpað mörg- um til þess að sjá persónu henn ar í réttu Ijósi, jafnvel þótt þeir sættu einurð hennar og bersögli. Og fjölda tryggra vina átti hún, og á. Þorgerður var, eins og maður hennar, félagslynd. öll sín dvalarár í Mozart var hún öflug stoð kvenfélagsins þar, sem jafnan hefir starfað myndarlega og vakað yfir menningu og bróð erni byggðarinnar. Þrátt fyrir öll sín störf utan heimilisins, var hún góð og skyldurækin heim- ilismóðir, virt mikið og elskuð af börnum sínum. Á því er og enginn vafi, að samlíf hennar og manns hennar var mjög heil- brigt og hamingjusamt, þótt þess yrði vart, að bæði voru mikil fyrir sér um skaplyndi og skoðanir, og litu ekki álla hluti sömu augum. Lítið lét Þorgerður yfir trú sinni. Víst er um það, að með játningum og öðrum hugsana- höftum hafði hún engá samúð. Ærleg skoðanaþróun, ákveðin og öruggleg afstaða þessarar bóndadóttur, í trúarefnum, er á ýmsa lund eftirtektarverð í sam- anburði við þau táknin, er tíðast sjást á hugarhimni amerískrar alþjóðar. Mestalla æfi var Þorgerður ágætlega heilsuhraust. En eigi fannst henni að hún óttaðist dauðann. Lét hún oft í ljós þá ósk sína, að þurfa ekki að —• “lifa sjálfa sig”. óskin sú rætt- ist 18. júní sem leið. Hún var á seinni hluta 63. aldursársins, er skyndilega kallið kom. — Fréttin um hinn fágæta at- burð, er Þorgerði varð að bana. en börnum hennar og gestum að meiðslum, barst þegar hratt og víða. En fréttin sú var raun ar vart meira en hálfsögð saga. Um það atriðið, sem í raun og veru er eftirtektarverðast, fóru engar hraðfréttir. En — í far- veg fellibylsins, er braut niður og særði, leið hægur, blíður blær, sem byggði upp og græddi. Og hvor er nú máttugri, sá er brýtur niður, eða sá, er byggir upp; sá er særir, eða sá er græð ir? Ekki er það jörð né eldur. vatn né vindur, sem mfestur og sterkastur er í heinii, heldur hinn mjúklyndi kærleikur mannshjartans. — Samúðarald- an, sem reis í hjörtum byggðar- manna, og annara, var í þetta sinn afar máttug og hrein. — Sjaldan er það svo almennt fund ið, og fúslega játað. sem gert var þá, að mennirnir eru, þrátt fyrir allt bræður, og kemur öll- um við óendanlega mikið sorg, lán og líf hvers annars. —r- Jarðsetningin fór fram í fögru veðri miðvikudaginn 22. júní. Var þar saman komin ein hin allra stærsta líkfylgd, er sést hefir hér um slóðir. Kirkjulega aðstoð veitti undirritaður. Hr. J. B. Jónsson flutti ávarp á ensku. Hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum söng einsöng. Að síð- ustu reis maður hinnar látnu úr sæti sínu og þakkaði með fáum, rólegum orðum, allan auðsýnd- an kærleika sér og sínum. —• Sýndi hann, og fjölskyldan öll, frábært sálarþrek á þessum ein- stæðu, átakanlegu reynslutím- um. Friðrik A. Friðriksson. ---------x--------- Frá Íslandí. Um miðja þessa viku höfðu verið saltaðar 160 þús. tunnur og kryddaðar um 60 þús. tunn- ur. Tæp 400 þús. máll höfðu farið í bræðslu. — í fyrra höfðu á sama tímabili aflast 74 þús. tunnur saltsíld, 24 þús. tunnur kryddsíld og 80 þús. bræðslu- mál.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.