Heimskringla - 19.10.1927, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.10.1927, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA. HBIMSKRINOLI WINNIPEG 19. OKT. 1927. Slóðin fiá ’98 (Skáldsaga úr Norðurbyggðum.) Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. En að lokum sigraði þó betri náttúra mín, og fór eg á fætur áður en mennirnir í búðunum voru komnir á kreik. Eg ættaði mér að gfitast Bernu þenna dag, og það var sem þungri byrði væri létt af herðum mér. Hvernig hafði mér verið það mögulegt að draga þetta? Eg var nú í sjöunda himni. Eg hraðaði mér nú til hennar, til þess að segja henni frá þessu. En ástarorðin skulfu á vörum mínum. Mér faniist eg ekki þola að bíða eitt augnablik. En þegar eg kom til staðarins, þar sem eg hafði skilið við hana, þá ætlaði eg ekki að trúa mínum eigin augum. Flatbytnan var horfin. 16. KAPÍTUL$. í>að liðu nú þrír dagar áður en vio' lögðum aftur af stað; en mér fannst hver dagur vera eins langur og heilt ár. Ætluðu fjandans mjölsekk- irnar aldrei að þorna. Með löngunarfullum aug- um horfði eg ofan stóra, bláa Yukonfljótið. Og formælti hinum hraða straum, sem með hverju augnabliki flutti hana lengra og lengra burtu frá mér. Eg var hræddur við hætturnar, sem hún kynni að lenda í. En svo varð eg aftur rólegri. Það var heimska af mér að vera hrædd- ur. Hún hlaut að vera óhult. Eg myndi sjá hana í Dawson. Loksins komumst við af stað. Einu sinni -ennþá héldum við niður þetta reikula fljót; stundum þyrluðumst við upp að háum bakka, og rétt á eftir urðum við að krækja fyrir sand- rif eitt. Útsýnið þótti mér afarljótt; leirhólar stórir með furutrjám, sem teygðu toppana fram af hólabrúninni; (sléttir blettir með víðikögrl’, og mógulir hólar; og tók þetta við einlægt hvað af öðru með engri tlbreytingu. En fljótið lá allt í eintómum krókum, og eikanbútarnir sátu vjða fastir í því, og voru harðir og hættulegir, ef menn rákust á þá. Og svo voru margar og hættulegar hringiður í því. Svo eg var farinn að verða hræddur um að við myndum brjóta bátinn. En þá sá eg dag einn Lake Labarge, og varð heldur en ekki feginn. Slóðin var bráðum á enda. Einu sinni ennþá fyllti vindurinn seglin hjá okkur, svo að skrið kom á bátinn. Við vorum þá í flota miklum og reyndi hver bátur að kom- ast sem fyrst að landi. Við vorum hræddir um að búið væri að taka öll beztu og auðsælustu plássin, þegar við kæmum í dalinn; og það var þó sannarlega hörmulegt eftir allar þessar þraut ir, er við höfðum orðið að leggja á okkur. Við urðum því að hraða okkur sem allra mest við gátum. Það var enginn sá maður í öllum þessum mikla flota, sem ekki þóttist vera viss um það að hamingjan biði sín með útbreiddann faðm- inn. Þeir voru geistir í tali og réðu sér ekki. Gullsóttin skein úr augum þeirra. Þeir lögðust á árarnar og tóku á eins og þeir gátu. Það var oins og eitthvað hefði altekið þá? Ef að einhver sKyldi nú verða á undan þeim? Það var Bæði ótti og ágirnd, sem knúði þá áfram. Labarge var draumanna vatn. Fallegu fjöll in spegluðu sig í djúpi þess, því skömmu eftir komu okkar þangað varð blæjalogn. En við hugsuðum ekkert um þessa fegurð. Gullið dró okkur sem segulmagn og vildi ekki sleppa okkur. Við bannsungum hinni sterku nauðsyn, sem skrúfaði okkur til þess að svitna við árarnar. Við bannfærðum vindinn, sem aldrei vildi koma og fylla seglin hjá okkur, og straumana, sem ekki vildu iétta undir með okkur. Og svo komu miljónir af mýflugum, sem réðust á okkur og blinduðu okkur og lögðust sem þykk skán á matinn, sem við vorum að borða, og gerði okk- ur lífið alveg óbærilegt. En nú vorum við þó komnir nærri enda slóðarinnar. En sú hressing, sem það var þegar storm- urínn skall á, og vindurinn þeytti okkur áfram og kastaði okkur upp á sæbratta strönd, og það lá nærri að við létum þar lífið. En loksins tók það enda og við sigldum inn á 30 mílna fljótið. Elfa þessi var ákaflega straumhörð, og átti það vel við óþolinmæði okkar og ákafa; en þar voru líka hættur miklar og allar huldar. Við þurftum nú að taka til áranna og vera athugul- ir, kvikir og fljótir til taks, er við stýrðum bátn- um fram hjá steinum og bjargsnösum, er hefðu flett bátnum sundur eftir endilöngu, fra barka og aftur í stafn. Ein af snyddum þessum var orðlögð orðin. Höfðu flatbytnurnar rekist á hana og brotnað sem eggjaskurn undir rek- sleggju. En við sluppum við hana og munaði það þó ekki meiru en þverhöndinni. Eg varð sjúkur er eg hugsaði til þess, Hvernig farið hefði 'ef við hefðum rekist á hana. Það var ljóta fljót- ið þetta. Strengurinn lá í ótal krókum og klappirnar og stóru steinarnir stóðu alstaðar upp úr strengnum; en bakkar fljótsins voru svo háir og brattir, að þeir voru öllum mönnum ókleifir. Hootalingua, Stóra Laxá og minni Laxá, eru nú aðeins nöfn í huga mínum. Og allt sem eg man af hinum löngu hörðu dögum, er eg sat( við árina og reri af kappi, en mývargurinn ætl-j aði að kæfa mig. Eg man svo vel eftir einu sólfögru sunnu- dagskvöldi. Við létum reka eitthvað áfram og, komum þar að dalverpi einu undurfögru. Rann j þar á ein lítil út í fljótið. Voru þar grundirl grænar. en skamt frá ánni voru tveir menn að saga tré. Við köstuðum á þá kveðju og spurðum þá, hvort þeir hefðu fundið nokkurn vott um gull þar, og hvort þeir væru að saga við í rennu- stokka til að þvo út gullið. Annar maðurinn gekk þá fram og var aug- sýnilega þreyttur, en rólegur óg hátíðlegur. ‘‘Nei,” svaraði hann; “við erum að saga við í kistu handa manni, sem dó hjá okkur.” Lituðumst við þá um og sáum dauðan mann liggja í bátnum þeirra. Við urðum hálf sneypu- legir og hröðuðum okkur í burtu. Fljótið var nú nokkuð gruggugt á litinn og þyrlaðist áfram með hringiðukasti. Var sem hringiðurnar kæmu upp úr botninum, því þærj báru leðju með sér, og við gátum varla séð aðl við bærumst áfram, nema við litum á bakkana, þá sáum við þá síga aftur með bátnum. Mér fannst land þetta líkast því, eins og skaparinn hefði kastað því frá sér og vildi ekki sjá það framar. En úti við sjóndeildarhringinn sáum við fjallatindana stinga broddum sínum og tind- um upp í loftið. En það var þó fljótið, sem mér fannst alveg ætla að yfirbuga mig. Stundum leit það út sem blóðstraumur, er það rann móti hinni sígandi sól; að vísu fagurt, en þó nornarlegt og ógnar- fullt. Það breikkaði og varð dýpra og dýpra, er ótölulegir lækir og smáár runnu í það og uku afl þess. Eyjarnar grænu óðu í því. Og einlægt heyrðum við það syngja, með þessum undarlega hvínandi, urgandi blæstri, er sandsteinarnir ner- ust saman í árbotninum. Dagarnir voru ákaflega heitir og mývargur- inn lítt þolandi, en svo svalt á nóttum, og tók eg út kvalir af taugaveiklun. — Jæja, það gerði ekki mikið til; það var bráðum á enda. Við vor- um nú loksins komnir á enda slóðarinnar. Já, við vorum nú langt komnir. Allt í einu kom bugða á veginn, og þegar við komum í krókinn, þá hrópuðum við allir upp af gleði. Við sáum þá hjalla einn í fjallinu; var klöppin fyrir ofan en hjallinn undir henni; og þar sáum við stóra hóp af tjöldum. Voru tjöldin líkust skeljum á sjávarströnd, svo voru þau mörg og þétt. Þetta var borgin, sem gullið skóp. Við fylltumst nú allir ákafa, og renndum bátnum að landi. Loksins vorum við komnir þangað — guði sé lof! Það kom hópur manna á móti okkur, sem ekkert virtust hafa að gera. Þeir voru ofur- rólegir, svo að okkur furðaði á því. “En hvað líður nú gullinu?” sagði “eyðslu- seggurinn” “Er nokkurt pláss fyrir okkur að taka?” Einn þeirra leit til okkar fyrirlitlega og tuggði tóbakskorn áður en hann svaraði: “Þið græningjarnir ættuð að halda strax heim aftur. Það er hvergi hægt að fá hér blett til að leita gulls á. Allt landið var hér tekið upp í haust sem leið. Það sem ótekið er, er ein- tóm for og bleyta. Og hér er enga vinnu að fá, því að það eru 10 menn um hvert verk sem vinna skaj. Það er bezt fyrir ykkur að fara strax heim.” Já, svona yar það nú, eftir allar okkar þraut ir og kvalir. Áttum við að snúa við og halda heim? Og þeir voru nokkuð margir, sem fóru að búa sig til þess. En hvað' átti þá allur stóri hópurinn að gera, sem var á leiðinni á eftir okk- ur. Þessi óra langa lest. Á mörg hundruð mílna svæði voru vötnin og árnar hvítar af hinum máluðu bátum og byttum þeirra; og á eftir þeim komu þúsundir manna, er voru að brjótast gegn- um fenin og foræðin, þar sem þeir voru að Bérj- ast við mývarginn, þreyttir og uppgefnir undir byrðum sínum. Þessir menn voru ódrepandi og óstöðvandi. Þeir klifruðu upp skörðin með byrð arnar á bakinu, og renndu niður strengina á þessum bátum sínum, sem eiginlega voru engir bátar, heldur kassar og kollur. Og þeir drukkn- uðu í fljótunum og ánum; þeir rotnuðu í forar- dýkjunum, sem þeir urðu að vaða. En samt gat ekkert stöðvað þá. Það var gullið, sem dró þá áfram; því að gullsýkin hafði tekið sér bústað í hjörtum þeirra. Og Þetta var þá endirinn; — fyrir þetta höfðu þeir veðsett lönd sín, bakað sér fjandskap viná sinna og lagt út í hættur og torfærur; og nú_____ nú var þeim sagt að snúa aftur. En það var landið, sem kaus sér mennina. Það var landið sem tíndi úr alla þá, sem lingerðir voru. Þeim öllum var bezt að snúa aftur. Þeir höfðu ekkert að gera þangað. Þetta var land fyrir hina hraustu og hugrökku. Hinum öllum var bezt að snúa aftur,. En Það var svo sorglegt og þreytandi. Allar þeirra vonir og eftirvæntingar voru sem reyk- ur í lofti. Sannarlega var gullslóðin grimm _________ og hörð. 3. BÓK: TJÖLDIN. 1. KAPÍTULI. Eg gleymi aldrei fyrsta deginum í tjöldum gullnemanna. Við vorum í fremsta flokki gull- nemanna og þó voru þúsundir komnar á undan okkur. Flesjan þarna á hjallanum var þétt- skipuð kofum og timburkofarnir og tjöldin stóðu þétt um hlíðina og smáhólana alla. Og þama iðaði allt af lífi og fjöri. Það var sem fjörið og lífið lægi þar í loftinu. Allt plássið var troðfullt af mönnum, einkum þó þegar dró að vatninu. Og mennirnir sátu þar og lágu og héngu í dyrum búða og kofa og slæptust þar hver um annan þveran og rákust á hrintu hver öðrum á gang- stéttunum. Búðir voru þar af öllu tæi: brenni- vínsbúðir og spilaknæpur óteljandi, og í einu ferhverfi (block) aðeins voru sex danssalir, og þar var allt á fljúgandi ferð. ÞaB var enginn skortur peninga þar. Mörg af verzlunarhúsunum voru í tjöldum. Stóra tjaldbyggingin var samkunduhús námu- manna, stóra bjálkabyggingin var danssalur, en svolitlir bjálkakofar voru aftur við hliðina á þrí- loftuðum hótelum. Þett leit ákaflega skringilega út. En á bak við aðalstrætið var rauðljósahverf ið, og á bak við það voru negrahíbýlin í mýri einni, og var þar krökt og kvikt af mývargi. Hóparnir, sem sáust á strætunum, voru af öllum þjóðum og kynflokkum. Var þar mest af stórvöxnum skeggjuðum mönnum, en innan um þá mátti þó sjá andlit spilamannanna. Nóg sá eg þar af kvenfólki, djörfu, lauslátu, rángjörnu. Það skrjáfaði í silkikjóluip þeirra. Eg gekk þarna fram og aftur eftir hinu langa stræti. En þar var aldrei myrkt og einlægt heyrðu menn suðuna í fólkinu, sem fór um strætið. Eg var að líta eftir Bernu. Hjarta mitt hungraði eftir henni, og augun voru sí og æ að leita eftir henni. Hugur minn var svo fullur af henni að þar var ekki rúm fyrir nokkra aðra hugsun. En það var eins og að leita að nál í hey- stakk, að reyna að finna hana í þessum' ógnar fjölda. Eg þekkti þar engan mann og það virt- Þessir hvasseygu menn, er ekki töluðu um ann- Þessir hvsseygu menn, sem ekkí toluðu um ann að en námur og gullsand, gátu ekkert fræít mig um hana. Það eina sem eg gat gert, var áð bíða Og það gerði eg, þótt mér þætti það verra með hverri stundinni. En þegar við fórum að leita, þá rákum við okkur á, að það var lítið land eftir að velja úr. Námulögin voru öll í ruglingi og voru einlægt að breytast. Með sumum lækjunum var bannað að taka námulóðir; en einlægt voru menn að finna gullið á nýjum og nýjum staö, og streymdi þá æfinlega fjöldi manna þangað. Og þegar við félagarnir vorum búnir að ræða um þetfa stund- arkorn, afréðum við að við skyldum gyma rétt okkar þangað til við fengjum betra tækifæri. — Þetta var þó bitur reynsla fyrir okkur. Eins og allir aðrir, höfðum við búist við að fá svo góða námu, að gullið væri þar í þykkum lögum strax undir grasrótinni. En við sáum nú að við þurft- um að vinna fyrir því; og við vildum ekki missa kjarkinn og gerast hugdeigir og örvæntingar- fullir. “Jamvagninn var búínn að yfirgefa okk- ur. Hann var kominn eitthvað burtu til betri staða og mokaði nú gullleirnum í rennustokka fyrir 10 dollara á dag. Eg réði af að fara þangað. Sáluhjálpar Jim ætlaði líka að fara’að vinna; én “eyðsluseggurinn átti að gæta hagsmuna okkar þarna, og kaupa góða námu e? tækifæri gæfist. Þetta voru nú áform okkar, er við sátum í litla tjaldinu okkar hjá vatninu. Vorum við þar í stórum hóp af tjöldum. Ströndin meðfram vatninu var öll þakin af þeim og leit út sem hvít væri. Ef maður þurfti að flýta sér, þá rak mað|i ur fótinn í tjaldstrengina eða hælana; og hver nýr maður sem kom, varð að fara lengra til að finna tjaldstað. En þeir komu í þúsundatali á degi hverjum. Á heilli mílu meðfram vatninu var ströndin þakin af fimmföldum bátaröðum. En flatbytnur höfðu verið dregnar lengra upp og þar hvolfdu þeir þeim og höfðu fyrir íbúðar- hús. Þúsund eldstór voru þar að baka baunir og svínakjöt. Eg mætti þar manni einum og var hann á heimleið til sín með hráa steik, og bar hana á handlegg sér eins og handþurku, því lít- ið var þar um umbúðapappír. fEn þegar menn voru búnir að ganga eftir þessu mílna langa stræti með allri forinni og bleytunni, og danshöllunum, þá var þá oft farið að langa heim aftur til hinna suðlægu bústaða sinna. Það mátti lesa vonbrigðin út úr sólbrennd um andlitum þeirra. En þeir voru ákafir sjó- menn og góðir á vötunum, en nokkuð kærulausir á fljótinu. Þetta sem þeir nú reyndu, vár allt svo afarólíkt slóðinni. Það var eins og þeir hefðu þarna rekið sig á steinvegg. Hér gátu þeir eiginlega ekkert gert, og hér var ekkert larid eftir að nema. Það var allt saman erfiðisverk hið versta og harðasta á jörðinni. En svo bættist nú þar við, að þar var hópur embættismamiia, sem notuðu embætti sín til þess að afla sér sjálfum auðæfa. Þeim voru mörgum gefin einkaréttindi, sem voru vinir þeirra er völdin höfðu; sumum voru seld þau; og þá má ekki gleyma vínsöluleyfunum, sem voru seld þeim sem voru kunningjar þeirra. Var þar sukk og ranglæti hið mesta. Það verður bezt að fara heim, sögðu menn yfirleitt. Námulögin eru öll sömun rotin. Það getur nú orðið enginn fengið eða keypt hér land blett. Og þó að þú náir þér í góðan blett, þá koma þessir hákarlar stjórnarinnar og ná hon- um af þér með prettum. Þeir leggja skatt á nám una þína. Þeir leggja skatt á þig fyrir að höggva tré í skógi; fyrir að selja fisk; og bráð- um fara þeir að leggja skatt á þig fyrir að draga andann. Farðu lieim til átthaga þinna. Og þeir voru margir sem fóru; og margir þeirra voru hinir ötulustu og duglegustu níenn. Þeir gátu mætt harðneskju og torfærum og hættum; byljunum og fossunum; hinni villtu og grimmu náttúru. En þegar þeir áttu að mæta prakkaraskap og tvöfeldni mannanna, þá gáfust Þeir upp og vildu ekki eiga við þetta lengur. “Heyrið nú, drengir,” sagði “eyðsluseggur- inn” einu sinni er hann kom inn í tjaldið með mesta ánægjusvip. Eg er búinn að kaupa þrjár fullar útgerðir hérna á ströndinni. Eg fékk þær fyrir 25 cent; minna en en þær kosta í Seattle. Eg græddi eitt hundrað prósent á kaupinu. Nú er tíminn til þess að kaupa af þeim, sem eru að fara. — Þeir eru orðnir svo þreyttir og leiðir á þessu öllu saman, að þeir vilja grípa fyrsta tækifæri til þess að fara héðan. Þeir vilja kom- ast nokkur þúsund mílur í burtu héðan eins fljótt og þeim er mögulegt. Þeir vilja aldrei heyra Yu- kon nefnt á nafn framar. Og eg ætla að halda áfram að kaupa þessa útgerð, sem þeir hafa.” “En það er þó afskaplega leiðinlegt að hafa þá svona að féþúfu,” sagði eg. “Hvaða vitleysa!” svaraði hann. “Þetta er kaupskapur. Nauðsynin er þeirra, en tækifærið mitt Ó, þú verður aldrei peningamaður, dreng- ur minn; og þó ertu Skoti.” “Þetta er ekkert!” sagði Sáluhjálpar Jim. Bíddu við meðan eg segi þér frá verzlun, sem eg gerði í dag. Þú manst eftir því að eg tók með mér strokjárn, þegar eg fór af stað, og þið fé- lagar mínir fóruð að stríða mér og hlæja að mér. En eg hugsaði að hér myndu vera fundir og samkomur, og myndu menn nota hvítar skyrt ur og kraga, og að kvenfólkið yrði prúðbúið, og myndi strokjárnið þá koma sér vel; og þess vegna var það, að eg tók það með mér.” Hann leit til okkar og deplaði augunum o0- hélt svo áfram: ‘Eg hefi komist að því að fínu og háttprúðu drengirnir vilja líta vel út og vilja láta sterkja skyrturnar sínar; en kvenfólkið hefir ekkert strokjárn, og frúin frá Bon-ton nýtízku þvotta- húsinu, kom til mín með tárin í augunum- og loksins þoldi eg þetta ekki og lét hana hafa strokjárnið.” “Fyrir hvað mikið Jim?” “Eg vildi ekki vera harður við aumngja gömlu konuna, og lét hana hafa það ódýrt.” “Fyrir hvað mikið?” “Ja, þú veizt að það eru ekki til nema 4 strokjárn hérna í öllum hópnum, svo að eg bað hana um hundrað og fimtíu dollara; en hún stökk upp sem elding og fór með mig í næstu búð og borgaði mér það í gulldufti.” Og nú veifaði hann litlum gullpoka framan i okkur, en við vorum skellihlæjandi. “Þetta er nú býsna gott,” sagði eg. “Það virðist allt vera hér á ringulreið. í dag sá eg mann koma inn með eplakassa; og þegar hópur- inn sá eplakassann, þá báðu þeir manninn að opna hann. Hann gerði það og seldi þeim livért epli fyrir dollar; og fólkið barðist um að fá eplin.” Það var svona með hvað eina, sem selt var. Verð á ÖIlu var afarhátt. Egg og kerti voru seld fynr dollar, hvert um sig. En á slóðinni 1897 kostaði einn skeifunagli líka einn dollar. Einu sinni ennþá reikaði eg um þetta langa stræti, með friðlausa kvöl í hjarta mínu. Hvar var hún, stúlkan mín, sem mér fannst nú dýrmætari en nokkuð annað, síðan eg var búinn að tapa henni? Hvernig stendur á því að ástin hefir mikla þýðingu fyrir suma, en litla fyrir aðra? Máske það sé af því að kraftur ástarinn- ar sé svo mikill og sterkur hjá sumum, en lítill hja oðrum. En sála mín krafðist hennar. Og eg hélt að eitthvað illt'hefði komið fyrir hana. Það var sem hjarta mitt væri hnífi tsungið. Hver ein grannvaxin stúlka, sem eg sá álengdar, helt eg að væri hún; og þá hoppaði hjartað í brjósti mer af fögnuði; en æfinlega brást það; eg sá Bernu aldrei. í æsingu þessari og óróa hugarins, gekk eg einu sinni upp á hæöina, sem er fyrir ofan nýju gullborgina. Þeir kalla það hvolfþak borgarinri- ar, og er sá hluti hæðarinnar, sem fram snýr býsna kollóttur, með giljum og sprungum. Jæja, þarna stóð eg uppi á hæðinni og horfði yfir landið, og varð alveg hissa. Ltsýnið þaðan er mikið og fagurt. Fyrir neðan rann Yukonfljótið, og virtist mér það nú likast silkibandi, er smá-breikkaði og leit þá út eins og silfurpollur. Þaðan, þar sem eg stóð, virtist mér það vera hreyfingarlaust og stein- dautt. Það lá þar rétt eins og næfurþunnt tin- blað lægi þar á feldi úr safalaskinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.