Heimskringla - 26.10.1927, Qupperneq 3
WINNIPEG 26. OKTÓBER 1927
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSIÐA.
að sjá, hvað syni hans kom. En
því fer fjarri. Hann vfrðist ann j
að tveggja blindur fyrir því eða
vilja ekki ljá því auga. Hann
leyfir yngri og á allan hátt minni
sonum sínuiþ utanför, en Skarp
héðni heldur hann heima, sem
l)ó mesta þörfina og hnéígðina
hafði fyrir farands- og víkings-
lífið.
Hvað knýr Njál til þessa, er
ekki gott að greina.
Ef til vill ræður nokkru um
það atburður, sem hann veit að
í nánd er, víg Gunnars vinar
hans á Hlíðarenda, og þörf sú,
er hann hefir fyrir styrk og
lireysti Skarphéðins til hefnd-
anna, en hitt ræður þó eflaust
meiru, að það er sem hann þori
aidrei að sleppa Skarphéðni ur
augsýn, vegna andúðar þeirrar,
er hann hefir á hinni stórbrotnu,
ástríðuþrungnu skapgerð hans.
En Njáll gætir þess eigi, hve
djúpt sh'k tortryggni og vantrú
særir, og að með henni er hann
alltaf að ýta við og ala upp ó-
gæfuöflin, sem lágu í brjósti son-
ar hans.
En Njájl er vanur orðinn að
neyta valdanna, sem vit og
skyggni leggja honum upp í
hendurnar. Því þá ekki yfir
sonum sínum sem öðrum. Bræð
ur, Helgi og Grímur, koma heim
úr utanförinni með fé, frama,
gæfu og bjartan drengskap í
fylgd, þar sem er vinur þeirra
og síðan mágur, Kári Sölmund-
arson. En skuggar fylgja þeim
einnig, viðskifti og deilur við
Víga-Hrapp og Þráinn Sigfús-
son, sem draga til hinna mestu
vandræða og lykta svo, að
Skarphéðinn vegur Þráinn á
Isnum á Markarfljóti.
Því að þrátt fyrir það, þótt
hann hafi engan ljóma af sig-
ursælli utanför til að skreyta
sig með, er það þó hann, er tek-
ur upp merki og forustu bræðra
sinna. Sýnir það ljóst yfirburði
hans umfram aðra menn.
Tvær myndir af Skarphéðni
standa mér ljósast fyrir hug-
skotssjónum. Önnur er við
Markarfljót. Það er sólskin,
glampar og stirnir á svellin og
fannirnar. Njálssynir og Kári
bruna óðfluga áfram í áttina til
óvinanna. Metnaður og kapp
lýsir sér í hverjum andlitsdrætti.
Skarphéðinn gengur síðastur.
Hannl jlætur sér eigi ,ein^ ótt
sem hinir. Svipurinn er þung-
búinn og harður. Glottið brýzt
um á vörunum. Skóþvengur
hans slitnar. Hann lýtur niður
að binda hann. Fer sér hægt að
öllu. Hinuní finnst um tóm-
læti hans og hraða ferðinni. Þá
sprettur hann upp. Varpar af
sér álagahamnum. Þýtur sem
örskot skemmstu leið niður að
fljóti á móts við óvinina. Hefur
sig á loft og yfir fljótið á milli
skara. Hleypur að óvinaflokkn-
um og veitir Þráni banahögg.
Rennur síðan áfram fótskriðu
eftir svellinu sem fugl fljúgi.
Hátt og djarft ber hann höfuðið
og öxina reidda um öxl. Svip-
urinn hreinn, frjáls og harður.
Sunnangolan leikur sér að
dökku hárinu, blæs yfir fölt
andlitið. Hver hreyfing er efld,
mjúk, þróttmikil. Hann er hin
fegursta mynd hreystj;, karl-
mennsku og drengskapar. Hann
fær vart dulið lífsþrótt sinn og
sigurgleði. sem sést á vísu þeirri
er hann kastar fram til bræðra
sinna og Kára:
“Auðs kom ek eigi síðar
enn til vápnasennu
ér því at æskirýri
allharðan létk falla.
Enn því at jarl hrauð unnar
elg fyrir Grím ok Helga,
nú er eldviðum öldu
efni þess at hefna.”
Og er hann eigi fagur í hin-
um bjarta, fagnandi drengskap
sínum við lok þessa bardaga,
þegar hann heldur þeim á lofti
sem fífukveikjum sínum með
hvorri hendi, Grana Gunnars-
syni og Gunnari Lambasyni og
spyr: “Tekit hef ek hér hvelpa
tvá — eða hvat skal við gera?”
“Kost átt þú,” segir Helgi, “at
drepa hvárutveggja. ef þú vill
þá feiga.” “Eigi nenna ek,”
segir Skarphéðinn, ‘‘at hafa þat
saman, at veita Högna enn
drepa bróður hans.” Koma mun
þar einhverju sinni,” segir
Helgi, “at þú mundir vilja hafa
drepit þá; því at þeir munu þér
aldri trúir verða ok engir þeir,
er nú eru hér.” “Ekki mun ek
D)1
9
I
í
A Strong, Reliable
Business School
MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS
HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS
COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909
It will pay you again and again to train in Winnipeg
where employment is at its best and where you can
attend the SUCCESS BUSINESS COLLEGE whose
graduates are given preference by thousands of em-
ployers and where you can step right from school into
a good position as soon as your course is finished. The
SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, ia a strong,
reliable school—its superior service has resulted in its
annual enrollment greatly exceeding the combined year-
ly attendance of all other Business Colleges in the whole
Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at
any time. Write for free prospectus.
^---—-------- _
BUSINESS COLLEGE, Limited
385'/2 Portage Ave.—Winnipeg, Man:
Siglingar til Gamla Landsins
CANADIAN
NATIONAL
yflr nðvemlier og denemUer hnfa aukafarlestir og svefnvagnn aem
ganga belna lelð afi »kip>»hll® og hafa Hamliiind vlð öll elmnkipa-
tólöic. er sigla tll llretland.s og annara Evröpu.hnfnarataöa.
SÉÐ IM VEGABRÉF
Fastsetjið nú
Svo yður veltist
heztu þseKlndl
Lág
Fargjöld
VFIR DESEMBER
—TIL—
HAFNSTAÐA
The Canadlan Na-
tional aelur ftfram
haldandl farmitta
A öll eimHklpnfé-
Itig yflr Atlantn-
hafih og «ér um
ÖII þægindl vltt-
vfkjandi avefn-
klefum bætil ft
vögnum og eim_
akipum
EF ÞÉR EIGIÐ KUNNINGJA
Á GAMLA LANDINU
SOSCOOGOSOQOSQGOOQGOOCGOCQOSOCOS’SCCOSOOSeOGOSOSOSeOOSC
| NAFNSPJOLD
The Hermin Art Salon
gerir ‘Hemstitching” og kvenfata-
saum eftir nýjustu tizku fyrir
lœgsta vert5.
Margra ára reynsla og fullkomn
asti vitnisburöur frá beztu sauma-
skólum landsins. Utanborgar pönt
unum fyrir Hemstitching sérstakur
gaumur gefinn.
V. BENJAHINSSON, eigandi.
660 Sargrent Ave. Talsfml 34 152
Dr. C. H. VROMAN
TANNLÆKNIR
Tennur ytSar dregnar eBa lagraS-
ar án allra kvala.
TALSIMI 24 171
flOS BOVD BLDG. WIN.VIPBQ
L. Rey
Fruit, Confectionery
Tobaccos, Cigars, Cigarettes
Phone: 37 469
etc.
814 SARGENT Ave.
FarmiSar
TIL. OG PRÁ
Öllum
Stöðum
A
Jörðinni
SEM ÞÉR VILDUÐ HJÁLPA AÐ
KOMA í ÞETTA LAND, ÞÁ HAF
IÐ TAL AF OSS. VÉR MUNUM
SJÁ UM ALT ÞVI VIÐVÍKJANDI
ALLOWAY & CHAMPION
067 Nlain St. Wlunipeg, Man. Telephone 26 S61
umboðsmenn fyrir
THE CANADIAN NATIONAL RAILWAYS
Emil Johnson
Service E/ectric
524 SARGENT AVE-
Selja rajmagnsáhöld af öllum teg.
undum.
ViRgerBir & Rafmagnsáhöldum,
fljótt og vel afgreiddar.
Stmli 31 507. Helmaatmli 37 »3
MKS B. V. tSFELD
Planlat * Traeher
STLDIOi
•«« Alveratone Street.
Phone 137 030
B. Halldorson
401 Boyd Bldg.
Skrifstofusími: 23 674
Htundar aérataklera lun*naaj4k-
dðma.
®r a« flnn* á akrlfatofu kl. 11_u
f h. og 2—« e. h.
HelmtU: 46 Alloway Ava.
Talalmli 33 138
HEALTH RESTORED
Lœkningar án lyfja
Dr- S. G. Simpson tt.D., D O. D,0,
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 207 Somerset Blk.
WINNIPEG, — MAN.
DAINTRY’S drug
STORE
Mcðals sérfræðingv,
“VörugaeSi og fljót afgreiísk*
eru einkunnarorð vor,
Horni Sargent og Liptoa,
Phone: 31 166
*ommo<
tomm-ommomm-o*
hræðast þá,” segir Skarphéð-
inn og gefur þeim grið.
Þarna stendur hann á þeim
hátindi örlætis og drengskapar,
sem honum ber í samræmi við
sinn innra mann. Það gerir hann
góðan, varpar sólskini út frá
honum. En brátt syrtir aftur.
Eftirmál þessa vígs virðast í
fyrstu ljúkast mjög vel og heilla
vænlega. Njáll fóstrar Höskuld
son Þráins og leggur meiri ást
og rækt við hann en sína eigin
sonu. Og svo segir Njála frá
samlyndi þeirra Höskuldar og
Njálssona á uppvaxtarárum
hans “at þá skildi hvorki á orð
né verk”. En þó fer það svo að
síðustu, að Skarphéðinn ræður
Höskuldi bana, skirrist ekki við
að vega að honum varnar- og
vopnlausum.
Hverjar eru orsakir illvirkis
þessa, sem er hetjunni Skarp-
héðni svo ósamboðið?
Ef sagan er með athygli lesin,
kemur þessi atburður alls ekki
neitt ókynnilega fyrir sjónir.
Allt hefir stefnt í sömu átt,
öll vötn runnið til sama sjávar.
Við skulum snöggvast líta á
málið frá sjónarmiði Skarphéð-
ins.
Þegar hér er komið sögunni
er hann fullorðinn og fullþrosk-
aður maður að skapgerð og ára-
fjölda, en þó stendur hann að
flestu alveg í sömu sporum og
á morgni æskunnar, þegar hann
leit framtiðina í hillingum og tí-
brárljóma. Að þessu hefir hann
alltaf verið steðjinn, aldrei ham
arinn. Aflinu hefir hann að
miklu mátt eyða í það að rífa
upp með rótum og fleygja
draumum sínum og æskuvon-
um án of mikils hávaða og eftir
tektar. Slíkt skilur ætíð eftir
ör, sem auðveldlega geta rifnað
upp og blætt á ný.
Þó að heimilislífið á Bergþórs-
hvoli hafi verið fagurt og fast
í fjölþættni sinril og samheldni
getur ekki hjá því farið, að
Skarphéðni hafi fundist þröngt
um sig. Hann hlýtur að hafa
átt drauma um höfðingjaveldi,
mannaforráð, goðorð. Drauma
um ríkt, óhindrað líf, þar sem
frelsi var til að velja, njóta og
hafna. “Á öllu verður maður
þreyttur nema valdi.”
Valdið er mörgum nauðsyn,
leið til þroska. Mönnum verð-
ur Ijós ábyrgðin, sem á þeim
hvílir, en setja metnað sinn í að
reynast vel, aukast að veldi og
styrk liið innra við skilning þess
að til að geta miðlað öðrum,
þarf að vera af nokkrum nægt-
um að taka. Skarphéðinn þurfti
valdanna við til að ná þangað,
er hæfileikrnir bentu, og hon-
um var það einnig sjálfum ljóst.
Njáll geymdi völd, sem Skarp- r
héðinn hafði í raun og veru vel
og dyggilega unnið fyrir eftir
þeirrar aldar siðvenju. Það voru
mannaforráð þau sem Gunnar á
Hlíðarenda hlut eftir Mörð
gígju og síðan gengu til Þráins
Sigfússonar. En það var Skarp-
héðinn sem hefndi Gunnars og
vóg síðan Þráinn, svo að eigi
virtist nema eðlilegt eftir ríkj-
and hugsunarhætti, að hann
tæki við völdunum. En þar bæg
ir faðir hans honum frá sem fyr
og varðveitir þau handa Hö- VVYNYARO
skuldi Þráinssyni, sem að vísu;
á fullan rétt til þeirra að erfð-
um, en hafði ekki haft fyruv
þeim sem Skarphéðinn.
Ást Njáls á Höskuldi er tak-
markalaus, en alls ekki erfið til
skilnings, ef nánar er að gáð.
Höskuldur var honum annað
og meira en sonur. Hann var!
handaverk hans, einskonar lífs-
hugsjón kíædd holdi og blóði.
Njáll lítur hann með sköpunar-
gleði, sér í honum uppfylling.
voria, ræting drauma sinna.
Hann tekur hann fram yfir allt
annað, eiginkonu, syni, jafnvel;
að hann missi af sinni venjulegu j
varðúð, víðsýni og skilningi
hans vegna. Þegar Njáll fer
að leita Höskuldi kvonfangs, má
ekki minna gagn gera en að!
biðja einnar fegurstu, stórætt-j
uðustu og ríklunduðustu kon-
unnar, sem völ er á, honum til
handa. Og þegar ráðahagsins
er synjað vegna goðorðsleysis
Höskuldar, ræður Njáll bót á því
öllu, veitir honum goðorð, að-
setur og um leið konuna.
Að öllu þessu verður Skarp-
héðinn sjónarvottur. Og meira
en það. Hann tekur þátt í
leiknum.
Menn vefja oft viðkvæmustu
blettina þykkum umbúðum af
uppgerð og fánýtu stolti.. Allt
í einu standa þeir svo sviftir
hjúpnum, sundurtættir og flak-
andi, ráða ekki við atvik og ör-
lög vegna sársauka og sundur-
lyndis, gjalda þess að hafa ekki
byggt á sannindum við sjálfa
sig.
Eitthvað þessii líkt er það með
Skarphéðinn. Hann blekkir
sjálfan sig með áköfu vinfengi
við Höskuld. Leitast við að dylja
sig andúðarinnar gegn honum,
sem alltaf grefur meir og meir
! A. S. BARDAL
• •lur llkklstur 03 nnnut um Ut-
farlr. Allur útbúnaTSur sú baztl
Bnnfremur selur hann aliskonar
mlnnisvarba 03 lecetelna_I_I
848 SHBRBROOKB 8T.
Phonei 8« B07 WIVJdPEG
TH. JOHNSQN,
Ormakari og GuILmiBur
Selur gittingaleyfiabrCL
eerstakt atbygll veitt púntunnm
08 vibrJörTlum útan af landt.
284 Maln st. Phone 34 837
WALTER J. LINDAL
BJÖRN STEFANSSON
Islenzkir lögfræSingar
709 Great West Perm. Bldg.
Sími: 24 963 356 Main St
Hafa einnig skrifstofur a« Lund-
ar, Piney, Gimli, Riverton, Man.
dr. J. STEFÁNSSON
318 MEDICAL ANTS ILBN
Hornl Kennedy og Graham.
Stnadar elacSnrn aaraa-, eyraa-. I
■•*- °a kverka-eJSkdOma.
V* hltta frd kL 11 tll U t h
•8 kl. 3 tl S e- h
Talslml: 31 834
Helmlll: 638 McMillan Ave. 42 681
Dr. Kr. J. Austmann
SASK
DR. A. BLÖNDAL
602 Medlcal Arts Bldc.
Talsíml. 22 296
Stundar sérstaklega kvensjúkdðma
os barnasjúkdðma. — A75 hitta:
kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h
Heimili: 806 Victor St.—Siml 28 130
J. H. Stitt . G. S. Thorvaldson
Stitt & Thorvaldson
Lögfr. og málafaerslumenn.
807 Union Trust Bldg.
Winnipeg.
Talsimi: 24 586
J. J. SWANSON & CO.
Llmlted
R B N T A L 8
IN9UHANCH
RBAL E8TATH
MORTGAGES
800 Parla Buildlac, Wlnnlprc. Maa
Telephone: 21 613
J. Christopherson,
Islenzkur lögfræðingur
845 Somerset Blk.
Winnipeg, Man.
Dr. B. H. OLSON
218-220 Medlcal Arts Bldf.
Cor. Graham and Kennody M.
Phone: 21 834
VltJtalstími: 11—12 og 1—6.38
Heimlll: 921 Sherburn St.
WINNIPEG, MAN.
Oarl Thorlakson
Ursmiður
Allar pantanir með pósti afgreidd-
ar tafarlaust og nákvæmlega. _
Sendið úr yðar til aögerða.
Thomas Jewelry Co.
666 Sargent Ave. — Sími 34 152
Talslmli 28 888
DR. J. G. SNIDAL
TANNL4EKNIR
eeraet BloeR
814 Sob
Portac* Avt.
WINNIPl
Dr. Sig. Jul.
j Johannesson
stundar almennar lækningar
dL
532 Sherburn Street,
Talsími: 30 877
um sig í undirdjúpi sálar hans.
Og svo stendur hann elnn góðau
veðurdag varnarlaus og ber-
skjaldaður sem skotspónn hinna
lymsku, eitruðu örva Marðar.
Fleira kemur einnig til greina
og vefst inn í, sem allt ber að
sama brunni, t. d. víg Höskuld-,
ar Njálssonar.
Andstæðunum í ættum þeirra
má líka veita athygll. Þær hafa
borist á banaspjótum. lagt hat-
ur hvor á aðra, einkum frá
kvennanna hlið. Þær voru mikl-
ar og heilar í ást sem hatri og
tilfinningar þeirra og áhrif hafa
bitið sig föst í brjóst sonanna.
móðir sem situr við beð barns-
ins síns, heift og harmi þrungi
yfir vígi föðursins, getur þá
mælt það sem verður að áhríns
orðum, álögum og stendur sem
óhreyfanlegur svartur skuggi
milli afkomenda lið fram af lið
Einn styrkur þáttur í máli
þessu er enn órakinn. Það ei
afstaða Höskuldar og Skarphéð-
ins hvors til annars innbyrðls
Djúpið milli hinna ólfku skap
(Frh. i 7. Uls.)