Heimskringla - 26.10.1927, Page 7

Heimskringla - 26.10.1927, Page 7
WINNIPEG 26. OKTÓBER 1927 HEIMSKRINGLA 7. BLiAÐSÍÐA. Nýrun hreinsa bló'ði'5. I'egar þau bila, safnast eitur fyrir og gig:t, tauga- gigt, lenilaflog og margir abrir sjúk- dómar orsakast. GIN PILLS lag- fœra nýrun, svo þau leysa starf sitt, gefa þannig varanlegan bata. 50c askajan alstabar. 134 SKARPHÉÐINN (Frh. frá 3. bls. gerða — og svo blóðhefndin — skuggi Þráins. Skarphéðinn allt í senn fyrir- lítur, hatar og hræðist Höskuld. Fyrirlítur hann vegna geðleys- is þess og lítilmennsku, er hon- um finnst lýsa sér í því að geta rólegur og í vinarhug búið sam- an við föðurbana sinn. Hatar hann ósjálfrátt og án réttlætis vegna þess, að honum finnst hann hafa smeygt sér ínn á Bergþórshvoli, sem hvert ann- að sníkjudýr og rænt sig föður- ást og framtíðarmöguleikum. Og svo finnur Skarphéðinn ljóst til yfirburða Höskuldar fram yfir sig á ýmsum sviðum. 1 fríðleik og vinsældum og í því að kunna skapi sínu hóf. Það eykur aðeins óvild hans undir niðri. Svo hræðist hann Höskuld einnig. Hann hugsar sem svo. Ef Höskuldur vaknar nú allt í einu upp úr 'þessu dáðleysis- móki og snýst gegn föðurbana sínam. Hvar stend eg þá? Völdin og vinsældirnar hefir hann fram yfir mig og jafnvel óskiftan samhug míns eigin föður. Hví þá ekki að verða fyrri til að reiða til höggs? Þessa hugsun vekur Mörður Valgarðsson í fyrstu hjá hon- um og klifar á henni æ síðan, og þar stendur Skarphéðinn verjulaus fyrir. Miklu um þetta veldur einnig óvani Skarphéðins að taka sjálf stætt á málunum. Hann hefir að þessu jafnan gengið við föð- urknén. Þegar hann svo ætlar að sleppa sér, verður hann hik-í andi og reikull í gangi, skortir dómgreind og gagnrýni gegn mjúkmælgi og slægvizku Marð- ar. Svo er líka annað. Hann hef- ir blekkt sjálfan sig með með ósannri vináttu og skynhelgi við Höskuld. Því horfir hann við Merði sem klæðum flettur, gefur honum ótal höggstaði á sér, gerir honum létt að finna sneggstu, viðkvæmustu blett- ina. Og að síðustu er Skarphéðinn svo tæpt á brúninni staddur, að honum virðist aðeins um tvennt að velja. Annaðhvort að hverfa frá við svo búið, lifa sem band- ingi eftir sem áður, láta atgerða- leysið, þvingunina, myrkrið breiða yfir sig blæju gleymsku og þagnar. En hitt er að hefj- ast haírida,; reiða öxina djarft og ákveðið, slíta bönd og hlekki og láta svo skeika að sköpuðu. Og þann kostinn tekur hann, og heill honum fyrir það! Hann hefur að lokum hátt upp kröf- una um að fá að sníða og mynda líf sitt þannig, sem hann finnur að hann verður að gera, ef hann á ekki að farast, kvik- setjast lifandi. Það eru aðeins afskifti Marðar, sem saurga og sverta málið, að öðru er það hreint og ljóst frá Skarphéðins hálfu, bein afleiðing undangeng inna atbúrða. Víg Höskuldar Hvítaness- goða setur tímamót í lífi Skarp héðins. Saga hans verður eftir það frásögn um mann, sem að vísu hefir leitt stórfellda ógæfu yfir sig og sína, en um leið losn- að úr fjötrum, fundið sjálfan sig og heldur djaflega velli fram á síðustu stund. Til Gamla Landsins um Jólin og Nýárið meÖ AUKALESTIR ad SKIPSHLIÐ Lág FARGJÖLD yfir desember ad SKIPSHLIÐ Fara frá Winnipeg 10.00 f. h. , í SAMBANDI VIÐ JOLA-SIGLINGAR Frá Winnipeg- 23. nfiv, — ES Melita frA 3. tles, — ES Montolnre frA 6. de», — ES MontroHe frA 11. den, — ES Moutnairn frA 12. deM, — ES Montcalm frA Montreal — 25* nóv, til Glnngoiv, Ilelfast, Liverpool St. John — <t* deM, til llelfnst, GlaMKow, Liverpool St John — h. des* til Ilelfast. (>lnNK<»u, Liverpool St. John — 14, des* til C’ohh, CherhourK, Southnmpton St. John — tú deM* tll Helfnst, Llverpool I SVEFNVAGNAR ALLA LEIÐINA SETTIR f SAMBaND VIÐ aUKa- LESTIRNAR f WINNIPEG, GANGA FRÁ EDMONTON, CALGARY, SASKATOON, MOOSE JAW OG REGINA í City Tieket Offlce Cor4 Mnin & 'Portaure Phone 843211-12-13 Ticket Offiee A. Calder & Co. C. P. R. Stntion <UI3 Main St. Phone 843216-17 Phone 26ÍÍ13 Bibjib farbréfasalann um fullar upplýsingar....... J. A. Hebert Co, Proveneher Tnebe St. lloniface CANADIAN PACIFIC Minnisstæð er mynd hans á Alþingi, þegar víg Höskuldar gengur til dóms. Hann hefir hvers manns ámæli og mætir hvarvetna k'ulda og fyrirlitn- ingu. Einn dag gengur hann næstum fyrir hvers manns kné í liðsbón, að áeggjan Ásgríms Elliða-Grímssonar og fleiri fylg- ismanna sinna. Alstaðar er honum illa tekið. Það dynja á honum fyrirlitningarorð og háð ungar. Menn gefa til kynna með sárbeittum orðum, að skuggi ill- virkisins, svipur bróðurbanans, loði við hann. En hann lætur ekki bugast, heldur geldur þeim í sömu mynt og það svo,- að þeir fara ekki með sigurinn af hólmi í orðahnippingunum. En hinu skeytir hann litlu, þótt þeir neiti að ljá honum liðveizlu. Hann er ekki þannig skapi far- inn, að hann vilji kaupa sér fjör- lausn og grið með flaðrf og unditgefni. Og hann gengur heim til búðar og ber hátt höf- uðið, hvalur frjáls og styrkur og mælir: “Þá föru vér bónleiðir til búðar”. I þessum orðum er engin auðmýkt, engin vonbrigði, heldur miklu fremur stolt og gleði yfir staðinni raun. Ánægja yfir því að hafa sýnt það, að hann hræðist hvorki dóma né átölur, en hefir nú loks þrek til að koma fram sem hann er klæddur, varpa öllum vanabönd um brott og lifa eftir eigin geð- þótta. Þó hann ef til vili að nokkru viðurkenni skuggahiið vígsins, þá vegur sú tilfinning meira, að einmitt með því og þá hafi hann fundið sjálfan sig, gef ið lífi sínu þá útrás sem nauð- syn bar til. Hann lætur sig engu varða hvort líf hans varir leng- ur eða skemur úr þessu. Að- eins að það haldi þeim svip og einkennum, sem hann er búinn að vinna fyrir og gefa því. Þess vegna ónýtir hann sættirnar. leldur en að láta það afskifta- laust, að Flosi sneiði að föður hans. Svo fer að draga að leikslok- um. Eitt atriði er það þó, sem slær mjúkum, hlýjum, björtum blæ umhverfis sig. Það eru orð Helga Njálssonar, þegar þeir Grímur eru staddir í Álfhólum og frétta að FIosi sé að hefja atför að Skarphéöni: “Ok skulu vit Grímr vera þar, sem Skarp- héðinn er.” Frá þessum orðum, jafn- óbrotin sem þau þó eru, andar svo mikilli ástúð og hlýju, að eg minnist eigi annarar meiri í fornsögum okkar, enda er þar v|ðast vel með slíkt farið. En það getur eigi hjá því far- ið, að sá maður, sem þessum orðum er beint til, hafi hlotið að bera í fari sínu mikla og góöa eiginleika, sem þeir, er næstir honum stóðu og bezt þekktu, virtu og mátu. Enda má hann vera fullsæmdur af orðum þess- um sem viðurkenningu bræðra sinna. Um sjálf leikslokin, brennuna, þarf eigi mjög að fjölyrða. Skarphéðinn stenzt þá eldskírn með dæmafárri hreysti og karl- mennsku. Hann veitir föður sín- um að fá að ráða í hinztu við- skiftum þeirra, því að þeir gangi ekki móti Flosa heldur verjist úr bænum. Hann veit að vísu, að þetta er óráð, en hann vill ekki brjóta móti vilja föður síns nú. Ekki vegna hinnar gömlu, blindu hlýðni, heldur vegna virðingar á gömlum manni, sem ber sorg af hans völdum. Að lokum vill þó Skarphéðinn sýna föður sínum það, að eigi bresti sig hug eða rækt til að fylgja honum í dauðann, þótt hann hafi nú brotist undan völd um hans að öðru. Síðustu orðin, sem hann mæl ir um föður sinn, eru allein- kennileg og bera hinn gamla svip samblandaðrar angurværð- ar og kulda: “Snimma ferr faðir vórr í rekkju, ok er þat sem ván er — hann er maðr gamall.” Annars er sem hann sé að stíga dans, kvikur, djarfur, ör- uggur. Og að lokum sjáum við hann standa beinvaxinn, fölan, með fast samanbitnar varir, eldurinn leikur sér í dökkum lokkunum, fötin loga. Hann lyftir upp styrkum hand legg með blikandi exi og heggur henni af öllu afli í gaflhlaðið, lítur upp og brosir. Eldskúrin hrynur yfir. Sigrún Ingólfsdóttir. “Ársrit nemendasambands Laugaskóla”. Þjóðþing afturhalds- manna. (Sbr. “XX. Öldina” í kosning- unum 1925. — Ritstj.) Flokkur sá er nefnir sig Lib- eral-Conservative, sem þýðir á íslenzku “frjálslynt-afturhald”, hafa nýlega setið sitt al-cana- diska þjóðþing. Þesskonar þings var þörf frá sjónarmiði “frjálslyndra aftur- haldsmanna” í Canada. Sú stefna sem nefnd er Liberal, hef ir unnið stóran sigur í kosning- um og enn stærri sigur í því að lirinda áfram málum þjóðarinn- ar til framfara og heilla henni. Sto búið mátti því ei standa; frjálslynda afturhaldið kynni að falla í gleymsku og hinn gamli, illræmdi og óhappasæli aftur- haldsflokkur í Canada kynni að sofna að eilífu. Og með því væri brezka stórveldinu hætta búin. Með dauða þeirra myndu brezku auðkóngarnir missa drjúgan spón úr askinum sínum; kon- unghollusta og brezk þjóðrækni myndi dofna, en sjálfstæðishugs un Canadaþjóðarinnar mundi eflast og ríkisafstaða Canada í brezka veldinu breytast. Nóg er komið af svo góðu nú þeg- ar, hugsa þeir gömlu, dyggu og sjálfkjörnu þjóðverðir þessa lands. Það, að Canada á sæti í Lea gue of Nations, að Canada ger ir sína eigin verzlunarsamninga við erlendar þjóðir, að hún hef- ir þjóðfulltrúa í Washington, er þyrnir í síðu afturhaldsins. Svo bætir ekki til Hudsonsflóabraut in, sem aðallega er byggð fyrir þann hluta Canada, sem vill hafa frjálsa verzlun við Banda- ríkin. Austur-Canada er auðþrung- in. Þar sitja aðallega auðkóng- ar landsins, sem byggt hafa upp auðhallir sínar af brezkum auði. í gegnum hendur auðmanna austurfylkjanna rennur auður Norðvesturlandsins, og það sem þeir austurfrá sjúga ekki upp af vestjenzkum auði, sleikja brezk ir auðmenn upp. Eða með öðr- um orðum: Auðmenn Austur- Canada og auðmenn Breta skifta herfangi verzlunarvalds- ins bróðurlega á milli sín. Þetta er aðalkjarninn í allri cana- diskri afturhaldspólitík. Þess vegna er nú um að gera að mynda “nýja” stefnuskrá, sem í raun og veru er aðeins þjóðstefna gömlu Tóranna frá tímum Sir John McDonalds. Það er afar skoplegt að sjá skrípaleik þessa þings. Tilraun- ina til að leika feluleik og látast vera að sníða upp úr slefnu Lberaia flíkur sem þeir hafa verið á móti sem flokkur á síð- ustu þingum. Má þar til nefna ellistyrkinn. Það væri ástæða til að halda að þeir væru að kúvenda í pólitík, ef menn ekki þekktu gömlu draugana, sem I við og við eru að reka upp höf- | uðin í gegnum brekánið — þetta j litfagra brekán þjóðræknis og j þjóðarástar, sem þeir höfðu breitt yfir þetta göfuga þing. En nú eru slysin orðin svo al- menn á öllum sviðum mann- lífsins, og þetta þing gat ekki sloppið við eitt þeirra. Þetta slys var það, að einn þeirra stærstu manna til að koma fram í gamla afturhaldsgervinu þvert ofan í mjög almenna skoðun al- þýðu. Þessi maður var Arthur Meighen, um tíma einn af grimmustu afturhaldsinönnum Canada. — Hann hafði lært þá lexíu j kosningunum árið 1917, að eanadisk alþýða vildi hafa eitthvað að segja um hlut- töku Canada í stríðstilfellum. Þess vegna flutti hann sína þjóð j frægu ræðu í Hamilton 1925. Hann sem sé var að fá skilning á hugsunarhætti þjóðarinnar, og hélt að erfitt myndi að standa á móti straumnum. — Hann virtist sá eini á þessu þingi, sem þann skilnng hafði öðlast, af þeim stærri í hópnum. Ferguson frá Ontario var send- ur á móti honum til andmæla. Gaf sú herför þinginu ótrauða bendingu um að veður væri að breytast í lofti og að Meighen stæði ekki einn uppi méð skoð- un sína^ heldur ætti marga og hættulega fylgjendur um alla Canada. Samt þögðu leiðtog- arnir þetta mál fram af sér eins og ekkert hefði skeð, og breyttu gagnstætt því, eins og við var að búast, til að sýna hollustu sína við hin gömlu grundvallaratriði afturhaldsstefnunnar. Liberal flokkurinn hafði viður j kennt ^etta þjóðréttindaatriði j og Labor hafð alltaf fylgt því, svo að viðurkenna það, var að j líkjast of mjög frjálslyndinu, þó j að frjálslyndir!! væru. Eitthvað urðu þeir að aðhafast til að sýna brezkum auðvöldum að þeir þój enn svolítið Conservative og ættu skilið styrk og aðstoð “móðuralndsins” um komandi j kosningar. Þannig varð að leika þenna skrípaleik. En Meighen varð kóngsfíflið og hleypti kettinum úr sekknum, og með því hefndi sín á flokkn um fyrir að hafa atýrrt hann í afturhaldsblöðum fyrir ræðu hans í Hamilton. Og svona fór þá þetta skrípa- þing. Einn maður varð þá til að tala alvöru og gera einlæga viðleitni til að láta þó einn rauð in blóðdropa drjúpa á altari þess ara einlægu landsvina og þjóð- arspekinga. S. B. B. kvenfélögum og þjóðræknis- deildum hér í vesturálfu, en að minnast dr. Helga Pjeturss með dálítilli fjárupphæð meðan hann þarf þess með. Allir sem hafa lesið bækur hans og ritgerðir, sem hafa með algreind og nokkuð af góðvilja, munu sannfærast um hvaða höf uðsnilling íslendingar þar eiga starfandi í þarfir vísindanna, mannkyni jarðar vorrar til bless unar. Með beztu óskum til allra fjær og nær. Virðmgarfyllst. Mrs. I. E. Inge, Foam Lake, Sask. Hamingjusjóður íslendiuga \ Vesturheimi. Hamingjusjóður íslendinga í Vesturheimi er til liðsinnis ís- lenzkri heimsfræði og líffræði á vísindaundirstöðum dr. Helga Péturss og í nafni hans. Eins og áður er getið í Heims kringlu, veitir Mrs. I. E. Inge, Foam Lake, Sask., viðtöku tillög, um þeirra sem auka vilja þenna1 sjóð. Sömuleiðis ritstjóri Heims i kringlu. Árið 1924 var lagt í hamingju sjóðinn $181.00, áður auglýst. Árið 1925, $166.00; áður aug- lýst. Árið 1926 $80, sem hér aug lýsist: Ónefndur, Dafoe Sask. . . 5.00 Pétur J. Norman, Win- nepegosis, Man..........5,00 John Jóhannesson, Elfros, Sask................ . . 5.00 Jónatan Jónatansson Elf- » ros, Sask...............5.00 Sig. Sigurðsson, Elfros Sask...................5.00 J. Helgason, Dafoe, Sask. 5.00 Jakob J. Norman, Wyn- yard, Sask..............5.00 Miss Jóna K. Th. Inge, Foam Lake, Sask.......10.00 Gamall vinur, Selkirk, Man. 2.00 Ónefndur á Gimli, Man. . . 0.50 Þórarinn, Stefánsson, Winni- pegosis, Man............1.00 Tómas Benjamínsson, Elf- ros, Sask...............1.00 Sigurjón Finnbogason, Elf- ros, Sask...............1.00 Henry Melligan, Wadena, Sask....................0.50 Svanhugi Norman, Foam Lake, Sask..............5.00 Anna Margrét Inge, Foam Lake, Sask..............5.00 Þóran,na Guðfinna Kristín Inge, Foam Lake, Sask ?!00 Málmfríður Inge, Foam Lake Sask....................5.00 Mrs. I. E. Inge, Foam Lake Sask................. 9.00 Alls $427.00 Ekkert væri þjóðlegra eða kærleiksríkara af íslenzkum Jón S. Bergman (Frh. frá 5. bls.) Fólkið sér í seinni tíð sitja í tryggum griðum, kögurbörn, sem leiða lýð, logagylltum sniðum. ( Valdatindi til að ná, tign og launabótum, stikla heimsku annara á alveg þurrum fótum. Jón Bergmann naut lífsins gleði, þegar tækifæri gáfust. Fer hann ekkert dult með óskir og unað. Bergmann kveður: Oft við skál eg fer á fold furðu-hála rinda, þegar sál og syndugt hold saman bálið kynda. Hvorki víl né vonasvik verður hjá mér skrifað; ég hefi alsæll augnablik ást og víni lifað. Þegar,háar bylgjur böls brotnuðu á mér forðum, kraup eg þá að keldum öls, kvað í fáum orðum. Langa sögu og marga þætti getur Jón Bergmann sagt í einni stöku: Auðinn iagði hún allan til, efni í fyrsta þáttinn, sem hún hélt að hér um bil hefði borgað dráttinn. Það duldist Bergmanni ekki, að þrautir þessa jarðlífs þroska mennina og fullkomna. Fórust honum svo orð um það efni: Reynslan styrkir anda og arm undir lífsins byrði; þeir sem aldrei þekktu harm, því eru lítils virði. Listamenn eru ásthneigðir ástþurfar. Jón Bergmann var í þeirra tölu. Hann lék þetta á hörpu sína: * i Ástin heilög heillar mig; hún er drottins líki; meðan einhver elskar þig, áttu himnaríki. Náttúrufegurð Islands hafði mikil áhrif á Jón Bergmann. Hann yrkir: I Geislar sindra sólu frá, sveiginn binda rósum. Drottins mynd er máluð á mörk og tindum ljósum. Svo fagurt þykir skáldinu f föðurlandi sínu, og svo mjög dáir hann íslenzkt mál, að lion- um verður þetta ljóð af munni: Heldur yrði hæpin sál himnaríkisfriður, heyrðist aldrei íslenzkt mál eða fossaniður. Nú er Jón Bergmann farinn til annara heimkynna. Fylgja houm beztu árnaðaróskir sam- ferðamanna og ljóðvina. Verði honum veröld ný un- aðsrík og ástgjöful. Gleðji hann fossaniður furðu- heima og óðmál Alföður. Halfgrímur Jónsson. —Alþýðublaðið. f

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.