Heimskringla - 25.01.1928, Page 7

Heimskringla - 25.01.1928, Page 7
WíNNIPEG 25. JAN. 1928. HEIMSKtUNQLA 7. BLAÐSÍÐA Nokkur kvæði. Eftir T. T. Kalman. VETRARNÓTT. Volduga vetrarnótt, víðsýn og stjörnuber, vefðu mig faðmi fljótt og hljótt — að hjarta þér. Sár er hún sökin mín, svo er um hjarta það, er finnur fjörbrot sín, og á — þig eina að. Prostköld og friðarrík felur þú hjartans slag. Tak þú hið tæmda lík, en hitt — skal helgað dag. SÖNGVARINN. Eg sá þig fyrst einn sumardag, er sólin skein í viðum, og loftsins synir lyftu brag í löngum, glöðum kliðum. Þú sendir fórnir söngvagjalds frá sólskinstypptum krónum. Og það var fylling þrótts og valds í þínum snjöllu tónum. Þú söngst um lífsins yndi allt, sem æskan Ijær í braginn, og stilltir djarfa strenginn snjallt við stutta sumardaginn, með sigurvogun söngvarans, er sjálfur finnur logann, sem varpar skyggndum geisla glans um glæista himinbogann. Það varð svo frítt á vorsins slóð og vænna í grónum högum, við ungra drauma fagnaðsflóð í fleygiléttum brögum. Þér var svo létt um væmginn þinn og vorþrá rík í huga. I háa, bjarta himininn þú hugðir skammt til fluga. En yfir himinn bliku bar. — Og bitur næturkylja. Og kuldaglit á greinum var. Þér gekk svo bágt að skilja. Þú sást ei blíðrar sólar til hið særöa skap að stilla. Það voru haustsins skúra-skil. — En skelfing leið þér illa. — Er skúradrögin skreyttu jörð í skartvef jarðarblómans. í lofsöng hófst þú lielgigjörð Til hlýja sólarljómans. En lögst var djúpt í ljóðið þitt hin leynda óttastuna, sem trúir enn á tápþol sitt, en tekin þó að — gruna. Þú seinna gekkst við gluggann minn, er gaddur herti að mónum; af sorg og ekka söngur þinn var sár — en dýrð í tónum. Með veðurbarinn væng þú brauzt um vetrarríkið þunga. En kvæðin fluttu kjökurlaust þín keppna söngva-tunga. Og nú er aftur vor í við, og vinir þínir allir nú syngja vors og sumarfrið í sínar laufgu hallir. En söngvaminning seiddi mig að sumarbústað grónum, á fornum stöðvum fann eg þig. Komst frosinn undan snjónum. SEIÐURINN. Það rökkvar, það rökkvar! Roðafölvinn dökknar. Óðum bregður draumabjarma dagsins. Báti eg beiti, brimgullið eg fleyti. Rautt það skín í lendingu lagsins. Silfur-sæir glansa! Svanirnir dansa. Yndi er hjá bárunum bláu. Ræ eg, og ræ eg, rauðagullið fæ eg, sem yfir búa bergtröllin fláu. Dökknar yfir deginum. Opnast álfarið. Hitnar þeim, sem gullroðann vermir sig við. Handan yfir fjörðinn hendist logagjörðin. Ratljóst mun þó sjáist ei af sólu. Langar, langar leiðir leifturgTilIið seiðir. Víst mun þar til vona, því sem verðidraumar fólu. Var ei sem að hamraþilið hnikaðist til? Þarna sem að skútinn opnar skaðræðis gil? Bíður hún mín, dóttirin — og dyrnar opnar sjálf? Dulan býður faðm sinn-------mannheima álf. — Blámóðan blíða, býður þú mér enn heim í blóma.brekkuna með brjóstgullin þrenn. Svanina, er syngja niður silungs á; sólarlags-drauminn fyrir handan fjöllin blá. Og ástina, sem líf mitt fyllti h'knandi þrá. Töfrið þið og töfrið þið, eg tek mér það ei nærri, trúlofaður annari, sem gildari er og hærri. ¥ ¥ ¥ Sýnirnar hverfa, aldrei skal það erfa, þó ekki heyrist söngtöfra seiðurinn. Dýra á hún lykla, málmhljóðið mikla. Heíllandi er liún hamranna heiðurin. Skarlats ber hún skrúða * skín á steiua prúða, perlumen og demanta og djásnin gulli fáð. Djörf er hún á brúnina, og ráða mun hún rúnina, sem velkst hefir lengst fyrir vordaga náð. ¥ ¥ ¥ En sólskríkjan í holtinu heima, harma mun hún ljóðvininn sinn? Gagnslaust er að geyma — Dauðann einn má dreyma — Og gullið bíður grafarans, góðurinn minn. Syngið þið, svanir, — þið eruð villum vanir. Einn eg sit við gullið----og gjöldin. — Færri fá en vildu flagðkonuna gildu, í rekkjuna sína er rökkvar að á kvöldin. RÖKKURHJAL. Sólín hnígur hægt og blítt til viðar, hægur blær í skógargöngum niðar; ljúfur andar yfir öllu þyí sem lfir. Svefninn býður heim til hvílu og friðar. Rökkurljósín rísa, hníga, falla; raddir hinstu aftanbænir kalla; og við bjarmann blíða bera dagsins kvíða til þín, nótt, sem nærir veröld alla. Og þú vefur lífið lausnartaki, liggur önn og dægurþras að baki. Stjörnur stilltum ljóma strá um jarðarblóma. Líkt og augu’, er haldi vörð og vaki. Vökubarnt sem órótt inni dreymir, engan frið í sálu þinni geymir, eða hvíldir hlýtur, hér unz iífið þrýtur. Og um leiðið aftansvalinn streymir. 16. SEPTEMBER. Eg kom, eg fór. Eg var og verð um vökunætur helzt á ferð, þar sem að traustsins brotnu bönd slá bliku um myrkurs rönd; og sérhver roðadraumur dags er dulspá sólarlags. Far vel, far vel! Hin létta lund fær loks að festa væran blund. Og ef hún fær með brotum brags að berast heim til dags, þá boðar þögul banastund þó bjarmalandsins fund. TIL ÞÍN.------ Til þín, engill vorsins væna, vera má eg kynni að hæna eitthvert stráið gróðurgræna, sem gægist fram á vorin, Þegar loksins leysir klakasporin. Eg skal binda augna þinna eld í hending kvæða minna, brosunum þínum björtum kynna blómin, sem að gróa, undan þyngstu voðum vetrarsnjóa. Ekki máttu um það kvarta, ögn þó hafi minnu að skarta heldur en vorsins veður bjarta vöktu þau um nætur til að yla útifrosnar rætur. Fljótasta. og áreióanlegasta metSal- ltJ vitS fcalcverkjum og öllum nýrna- og Tjlö’Srusjúkdómum, er GIN PILLS- Þær bæta heilsuna meö þvl aö lag- færa nýrun, svo aö þau leysi sitt rétta verk, atS sígja eitrinu úr blótsinu. BOe askjan hjá lyfsala ytiar. ÍSC. Stórskáld vorra tíma. Selma Lagcrlöf — Sigrid Undset. Eftir Selmu Lagerlöf hefir meira verið þýtt á íslenzku en nokkurt ann- að norrænt skáld, að Björnson ein- um fráteknum. Annað höfuöverk hennar, “Jerúsalem”, hefir verið þýtt (af Björgu Blöndal), Herragarössag- an (af Guðm. Kamban) og Mýrarkots stelpan (af Birni Jónssyni — báðar birtar i ísafold og voru síðan sér- prentaðar), Helreiðin (iþýdd af Kjart. ani Helgasyni), auk ýmsra smærri 9agna, í timarit og víðar. Fyrir fáum dögum komu út jólasögur eftir hana, þýddar af Magnúsi Ageirssyni. Hún er þvi alkunn hér á landi qg! ekki á- stæða til að fjölyrða um verk hennar að þessu sinni. Selma Lagerlöf (f. 1858) var kennslukona fram undir fertugt. Arið 1891 gaf hún út fyrstu bók sína “Gösta Berlings saga”. Hún hefir ekki síðar 9krifað neitt jafngott, og þetta verk mun verða lesið löngu eftir að allar aðrar bækur hennar eru igleymdar. Það væri ánægjulegra að eiga það í góðri íslenzkri þýðingu en al’lt hitt til samans, sem þýtt hefir verið af verkum S. L. á vora tungu. (Þess mætti kannske geta í þessu samlbandi, að núverandi ritstjóri Heimskringlu er nýlega byrjaður að þýða “Gösta Berlings Saga”, og hef- ir von um að koma henni á fram- færi við íslenzkan almenning. Mættu austur-íslenzk blöð gjarna geta þessa ef vilja.) “Gösta 'Berlings Saga” er safn af munnmælasögum, sem S. L. heyrði sem barn heima á Vermalandi, lifðu og þróuðust í ímyndun hennar árum saman unz hún varð að skrifa þær niður. Höfuðiþersónurnar eru tó'.f “kavalerar”, þ. e. tólf undarlegar æf- intýrahetjur, sem eru sníkjugestir majórsfrúarinnar í Ekeby, voru “ekki skrælnað bókfell, engir samanreyrðit peningapungar, heldur fátækir menn, áhyggjulausir menn, kavalerar frá morgni til kvölds’, hjátrúarfullir drytkkjusvolar, riddaralegir og villtir i lund. Forinigi þeirra er Gösta Ber- ling, prestur sem hröklast úr em- bætti vegna drykkjuskapar, ungt og glæsilega fallegt skáld — sem yrkir lítið, en gerir líf sitt að skáldskap, sem allar konur elska og Selma Lag erlöf sjálf þó mest. Hún segir frá æfintýrum þessara manna, á böllum og gildum, gleðskap þeirra og störf- um, lífsást og ástríðum, vanvirðu þeirra og heiðurstilfinning — lýsir dálítilli afskekjktri veröld, þar sem frjálsir menn og baldnir i eðli lifa eins og fuglar himinsins og láta hverj um degi nægja sín þjáning. Hún segir frá þeim eins og barn og eins og kona, er hrifin og ástfangin, og aðra stundina slegin undrun og ó- hug yfir framferði sögumannanna. Rómantískur æfintýraljómi er yfir þessu auðuga, fagra verki, sem er einstætt í bókmenntum heimsins. Af öðrum verkum S. L. þykir “Jerúsalem” tilkomumest og margar af helgisögum hennar eru perlur (þar á meðal “Peningakista keisarafrúar- innar”, sem Guðm. Finnbogason þýddi í Skírni fyrir nokkrum árum). 1907 var S. L. kjörin heiðursdok- tor af Uppsala háskóla, og 1909 fékk hún Nöbels verðlaunin. ¥ ¥ ¥ A síðustu árum hefir önnur nor- ræn kona getið sér inikla skáldfrægð og mun óhætt að telja, að hún hafi lagt til tvö mestu verk norrænna bók. rnennta á síðásta áratuig. Sigrid Undset (f. 1882) er dóttir eins frægasta fornfræðings og mál- vísindamanns Norðmanna, Ingvald Undset, og hefir erft álhuga hans á norrænu máli og sögu. Hún tók að skrifa eftir 25 ára aldur, sögur úr daglega ltfinu í Osló Þær bækur er hún samdi fram til 1920, vöktu at- hygli og hlutu lof, en skipúðu henni þó ekki i röð fremstu skáldsagna- höfunda Hún lýsti lífinu eins og það kom henni fyrir sjónir, án þess að fegra neitt eða hika við að lýsa skuggahliðum þess. Hlún skrifar um ungar fátækar stúlkur, sem vinna fyr- ir sér á skrifstofum, þrár þeirra, hæfileika þeirra til að elska, tiltrú þeirra til lífsins, vonbrigði þeirra, kraft þeirra til þess að taka veruleiik anum, sorginni. Frægust af þessum 'bókum varð “Jenny”, blygðunarlaus i og hrífandi sönn lýsing á ástarlífi tveggja ólíkra kvenna. önnur er æsandi 0g töfrandi — en ást hennar er grunnstæð og hverful, þolir ekki reynslu hjónabandsins. Hin — Jen- ny — er ekki töfrandi og egigjandi, astarhæfileiki hennar er fólginn djúpt í sál hennar, og þegar hann vaknar beinist hann með öllum styrk sinum að einum manni, sem verð- ur henni allt lifið. Þegar hann bregst henni, styttir hún sér aldur. 1920—22 gaf S. U. út skáldsöguni “Kristin Lavransdatter” í 3 bindum; Þú mátt til með þau að geyma þar, sem skærstu ljósin streyma, sem að verma vorsins heima. Vera má þau eigi ennþá fræ, sem ylur blómgva megi. Legðu þau við ljúfan vanga, lofðu þeim að blómstra og anga vornóttina vökulanga; verða skulu þau lagin á að blessa bjartan sumardaginn. Sólskinsbjarta sumardaginn signa fagra ágústdaginn með því skrúðit er heimahaginn hefir dýrst að bjóða. fylling blóms og vorsins lilju-ljóða. » KALLIÐ. (Erfðir). Að fjallabaki sígin sólin er, og söngfugls þögn í nótt er runnin inn. Eitt augnatillit djúpt, það dugir mér til dalsins, sem hann yrkti, bann faðir minn. Því tómt og autt er húsið hans, en eg nú hlýt að reika kvöldsins stjörnur viðt um rökkurfirn, og farinn óraveg, unz finn eg það, er veitir loksins frið. (Saigan er þýdd á ensku. — Ritstj.)' 1925 “Olav Audunssön í Hestviken”' í 2 bindum, 1927 “Olav Audunssötn og hans börn”, i 2 bindum. Þessar sögur gerast í Noregi á 13. og 14. öld, persónurnar standa ljóslifandi, skýrar og sviprikar mitt í menningu miðaldanna, kaþólsku kirkjunnar, trúarinnar á himnaríki og; helvíti, og óttans við synd og glötun. Kristín Lavransdatter er ung, blóð- ríik, ástheit kona, gift ólmhuga og gilæsileigum höfðingja. Þau unnast af villtum og óstýrilátum hvötum. Sögu ástar þeirra er lýst með sterk- um og hrtfandi litum, bæði fyrir og eftir giftingu þeirra, í munuð og fögnuði, kvölum og sárum. Það er eins og skáldið hafi stefnt ástinni fyrir dóm sinn og krafið hana sagna um hvað hún igefi mönnunum, af fagurri og heitri nautn, af vonbrigð- um 0g andstyggð, af lífsfylling o0 krafti til þess að rísa undir þungum örlögum. Fær ástin svalað þeirri þrá í mannsbrjóstinu, að finna til- ganig í lífinu? Þessi spurning er ihöfuðviðfangsefni í mörgum sögum. S. U.. Kristin Lavransdatter er 1 sögulok gömul ekkja, kulnuð og hrjáð gömul kona, og hún leitar sál sinni svölunar í trúnni á guð. I sögu- lo'k kemur svartidauði til Noregs. Fólk er gripið kvíða og skelfingu, sumir verða að grimmum dýrum, aðr ir kasta sér út í taumlausan ólifnað, óhugur Og trúleysi magnast. Þá á- kveður Kristin að sýna fólkinu hvers guðs rödd í mannsbrjóstunum er enn megnug — hún tekur lík konu, sem dáið hefir í pestinni og enginn vill snerta við, og ber það á bakinu i vigða jörð. Það er hennar síðasta ganga. Hún deyr í þeirri vissu, að hún hafi verið guðs barn, að hreinn og ástríkur sálarstyrkur hafi varð- veizt í ihenni ig-egnum allar nautnir og syndir. Og þessi trú á sitt eigið manneðli hafði snemma vaknað hjá henni óljóst: “Ef ekki er hægt að bæta fyrir það, sem maður syndgar I girnd eða reiði, þá hlýtur að verða tómt í himnaríki”. “Olav Audunssön í Hestviken” er li'ka ástarsaga. samin af sömu snilld og “Kristin Lavransdatter” 0g sðmu djúpu lífsþekking og alvöru. Efnið i framhaldi sögunnar, sem út kom í vetur, er oss ekki kunnugt. Stílnum á þessum sögulegu skáldverkum svip ar til hins sterka, kjarnmikla frá- saignarstíls Islendingasagna. Þó er hann fyllri og litríkari, — persónu- legur stíll hlýrrar og auðugrar nú- tíðarsálar, skapaður undir áhri funv af hreinleik og tiginni ró sögustíls- ins, en vermdur af storu og göfugu kvenhjarta. Við hæpin ljós eg hlýt að fara í leit — — að hætta við, mér ógna brimhljóð skers. Mér bendir höndt — en hvert, eg ekki veit. Eg heyri rödd, — en skil né veit ei hvers. S. U. er vel að sér í íslenzkum fornbókmenntum, og hefir þýtt nokkr ar af sögunum á norsku. (Vorður.)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.