Heimskringla


Heimskringla - 18.04.1928, Qupperneq 4

Heimskringla - 18.04.1928, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. APRÍL 1928 (Stofnutt 1886) Krmor At A hverjnm mlVTlkudeft EIGENDl’R: VIKING PRESS, LTD. 8ft3 ok 853 SAnr.EXT AVE. WINNIPEG TALMMI: 80 537 VurtJ blaQsins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PREES LTD. SIGFÚS HAI.LDÓRS frá Höfnum Rltstjórl. lltanAnkrÍÍt tll lilnltntnsi THR VlKlNG rilKSS, Ltd., Vlox 3105 ItaiiftMkrlft tll rltMtJOranut RDITOR lli:niSKlllNGI.A, Ilox 3105 WmNlPEtí, MAN. “Heimskrlngla ls publlshed by The Vlkiiig Prena Ltd. and printed by CTTY PRINTI3G *V I*U IILISIIING CO. W53-855 Sartrent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephone: .86 53 7 WINNIPEG MAMTOBA, 18. APRfL 1928 “FJELAGS”LVNDIÐ í BÆJARSTJÓRNINNI er framúrskarandi, þ. e. a. s. samúðin með þroska og viðgangi einstaklings fél- aganna á kostnað aimennings. Auð- valdsstytturnar níu í bæjarsitjórninni, sýna það rækilega, eins og búast mátti við, að þeir skoði sig fyrst og fremst kosna til þess að vinna almenningi í hag með því að hlynna að einkahagsmunum doll- aramæringanna, er auðfélögin skipa. ið, með stálsettum ásetningi um það, að strætisvagnafélagið, eða með öðrum orð- um Manitoba Power Co. skyldi Sjö-systra fossana fá til virkjunar, og það eins tafar- laust og þeir gætu að minnsta kosti á nokkurn hátt við ráðið. Þannig var sam- þykkt að fara að ráði meirihlutans í þjóðnytjanefndinni. — V V V Álit minni hlata þjóðuytjanelfndar- innar telur fyrst þessar þrjár staðreyndir: 1.) Að ef Sjö-systra verið sé leigt Mani- toba Power Company, þá sé þar með gef- in í hendur einstakra majyia umráð yfir 531,000 hestöflum mest, í Winnipegfljóti, en bæjarrafveitunni aðeins eftirskilin 228, 000 hestöfl mesit. 2) Að Manitoba Pow- er Co. hafinú þegar til vara, ýmist fyrir beina leigusamninga, eða fyrir fenginn forgangsrétt, 221,000 hestöfl, þar sem bæjarrafveitan hefir aðeins 90,000 hest- öfl til vara, eða 120,000 mest, ef endurnýj- uð er að einhverju leyti orkustöðin við Point du Bois. 3) Að starfsmenn bæjar- rafveitunnar hafi þegar bent á, að innan sex ára neyðist bærinn til þess að leita sér að nýjum orkulindum. En verði nú Manitoba Power Co. seldir Sjö-systra fossarnir á leigu, þá er þar með loku skotið fyrir það, að bærinn geti þá á nokk- urn hátt komist að Winnipegfljóti til virkjunnar. Telur minnihlutinn að bær- inn, eða almenningur, hafi þannig mist úr höndum sér úrkosti til þess að vera að fullu einráður um framtíðarvirkjun sína og hljóti það að hafa í för með sér verð- hækkun á vatnsorkunni. benda þeim sérstaklega á seinni helming greinarinnjar ef(ir Áma Pálssom. Því það mun tæpast stórlega orðum aukið, að vér hér vestra fáum engu síður né sjaldnar áþreifanlega heimreiddan sann- inn um ásaalni Norðmanna, en bræður vorir heima fyrir. Vér gætum trúað, að oss hér sviði jafnvel fullt eins oft undan henni, og það því fremur, sem vér erum sennilega enn sneggri fyrir, er sú svipa ríður að, þótt ekki verði að sinni ástæðan til þess talin. En tvímælalaust er þessi fyrirhugaða fornritaútgáfa eitthvert ör- uggasta meðal við þeirri ásælni. ÍSLAND ERLENDIS Það er ekki orðið fátítt, sem sjaldan skeði þó áður, að íslands sé getið, og það sæmilega skynsamlega, í erlendum blöð- um og tímaritum. Auðvitað vitum vér ihér lítið um annað en það, er birtist í Ameríku, en hér fer líka hraðvaxandi forvitni manna um land og" þjóð, þótt að- eins fáeinir menn viti nokkuð gjörla í þessu efni. Auk þess orðs, er íslenzkir iandnámsmenn og niðjar þeirra hafa get- ið sér hér, og sem er yfirleitt mjög gott, hefir ýmislegt nú á síðari árum ýtt sér- staklega undir forvitnina. Má þá t. d. sérstaklega telja landkönnunar- og bók- menntaafrek Vilhjálms Stefánssonar, (er einkvernveginn hefir klöngrast þetta, án þess að finna sig knúðan til þess að Auðvitað er hér aðeins átt við fylgismenn borgarstjórans, þá níu, er eng- an frið virðast hafa í sínum beinum, fyr en Sjö-systra fossarnir eru ótvírætt komnir í kjöltu Winnipeg Electric félaes- ins, en ekki við hina sjö, er fyrir hvern mun hafa viljað varðveita fossana handa opinberri virkjun, hvort sem álíta bæri hana framkvæmanlegri nú eða síðar. En hollustukennd hinna níu, gagn- vart strætisvagnafélaginu hér, er gersam- lega vatns- og vindheld, og stenst bugun- arlaust allar eldraunir. Deir létu ekki haggast á fundinum, er bæjarstjórnin hélt með Ottaw^þingmönnunnum, þar sem Woodsworth og Dixon auðkenndu sig viturlegast og djarfmannlegast. Það var því ekki að ófyrirsynju, að vér í síðasta blaði töldum fullséð, hverra málsúrslita væri að vænta frá bæjarstjórninni. Þjóðnytjanpfnd bæjarstjórnarinnar skýrði frá því á bæjarstjórnarfundinum, er útkljáði málið fyrir hönd bæjarbúa, að á fundi er nefndin hefði átt með sér ný- lega, hefði verið feld tillaga frá Mr. Farm er, fyrverandi borgarstjóra, um að æskja þess af sambandsstjórninni, að varð- veita Sjö-systra verið, Winnipegbæ til handa. Féllust hinir níu á það, að sam- þykkja þær gerðir þjóðnytjanefndar- innar, og létu hvergi bifast þaðan af. Þrjár breytingar-tillögur komu fram við nefndarskýrsluna á þessum borgarstjórn- arfundi en allar vóru þær jafn óaðgengi- legar fyrir hina “félags-’Tyndu nímenn- inga: Kennedy, Pulford, Leech, Shore, Davidson, McKerohar, O’Hare, Barry og Palmer, Þeir sjö, er breytingartillögurn- ar aðhylltust vóru þeir: Farmer, Flye, Simpkin, Durward, Simpson, Kolisnyk og Blumberg. En breytingartiilögurnar, er gerðar vóru, ein af annari, tii þess að reyna að halda í Sjö-systra verið fyrir opinbera virkjun og jafnharðan feldar af hinum níu, vóru þessar: 1. frá Farmer, er Simp- son studdi: “Að bærinn biðji Sambands- stjórnina um að geyma Winnipegbæ Sjö- systra verið, unz að því kemur að bærinn þarf meiri orku, eða þangað til að nytj- uð eru öll önnur orkuver við Winnipeg- ifljótið.” 2. frá Simpson, er Simpkin studdi: “Að skýrslu þjóðnytjunefndarinn- ar, ásamt breytingartillögunni (minni- hlutaálitinu) sé vísaö til kjósenda við næstu borgarstjórakosningar í nóvem- ber, og vér biðjum Sambandsstjórnina, að ráðstafa ekki verinu fyr en almenningur hefir skorið úr með atkvæði sínu. 3. frá Simpkin er Durward studdi “Að vér biðj- um Sambandsstjórnina að veita engum virkjunarleyfi við Sjö systra fossana, fyr en sýnt hafi verið fram á það, að þörf sé á orkunni, og að þeirri orkuþörf verði ómögulega fullnægt úr nokkru orkuveri öðru við Winnipegfljót.” Eins og áður er sagt, greiddu hinir níu, samvizkusamlega atkvæði á móti öllum þessum breytingartillögum. Þeim fannst engin þeirra annari viðunanlegri; fóru, eins og þeir hafa auðsjáanlega kom- * * * Presitur, er var á húsvitjunarferð fram til dala, hlýddi karli einum gömlum ylfir boðorðin og spurði síðan: “Og hvað segir nú guð um öil þessi boðorð?” “Segir?” svaraði karl, “Ja, hvað skyld’ ’ann sosem segja! Sjálfur hefir hann skrifað þau.”— Winnipegbúar hafa sjálfir kosið sér bæj- arstjórn, svo þeir hafa líklega litið um það að segja, þótt hún ráðstafi fyrir þeim Sjö-systra fossunum í hendur einstakra auðkýfinga, án þess að kæra sig um að leita álits kjósenda í haust. Þó er ekki auðséð að hundrað hefðu verið í hættunni þótt svo hefði verið -gert. Séu kjósendur ánægðir með “félags ’Tyndi nímenning- anna, mundu þeir sýna það í haust með því að endurkjósa þá alla saman, og bæta jafnvel fleiri skoðanabræðrum þeirra í bæjarsltjómina, til frekaþi staðfestingar því, að bezt sé almenningshag borgið í höndum þeirra, er frekar trúi auðvalds- erjuninni fyrir honum, en margreyndum fulltrúum hins opinbera. FORNRITARÚTGÁFAN Vér vildum leiða athygli allra vestur- íslenzkra bókamanna að grein þeirri, eft- ir Árna Pálsson sagnfræðing og bóka- vörð, er birtist á öðrum stað hér í blað- inu. Gamall góðkunningi vor, einn af ágætustu rithöfundum íslenzkum núlif- andi, bað greininni rúms í Heimskringlu. Er það með því meiri ánægju veitt, sem auðvitað er, að slík útgáfa verður ekki síður til gagns og gleði íslenzkum bóka- mönnum hér vestan hafs, en austan. Og svo mikið líf er þó enn í íslenzkunni hér vestra, að alljnargjr bókamenn finnast enn meðal Vestur-íslendinga, ekki eldri en það, að tiltölulega álitlegur hópur ætti að geta haft útgáfunnar full not. Það væri að bera í bakkafullan læk- inn, að bæta nokkru við grein Árna Páls- son um nytsemi og nauðsyn slíkrar út- gáfu. Þess skal aðeins getið, að sam- kvæmt boðsbréfi framkvæmdamefndar- innar, hugsar hún sér, að gefa ritin út í jafnstórum bindum, um 30 arkir hvert, í frekar stóru 8-blaða broti, og verður sér- stök alúö lögð við að velja góðan pappír og svipfallegt. letur. Gerir nefndin ráð fyrir því, að tvö fyrstu bindin komi út vorið 1930, en síðan 1-2 bindi árlega. Verður útgáfu ritanna skift milli ýmissa fræðimanna, en Sigurður prófessor Nor- dal, hefir lofast til þess, að hafa aðalum- sjón með útgáfunni. Væri það eitt næg vissa flesitum Vestur-lslendingum, fyrir því, að útgáfan verður sem bezt af hendi leyst, því það er alkunnugt hér, þeim er íslenzkum bókmenntum unna, eigi síður en heima, að hann er hvorttveggja í senn: ágætur fræðimaður og smekkvís og list- gáfaður rithöfundur, svo að um hvort tveggja myndi hann talinn þjóðarsómi, með hverri menningarþjóð sem væri. — En ef á nokkum hátt þyrfti að hvetja Vestur-íslendinga til þess að veita athygli þessari fomritaútgáfu, þá mætti kannske kasta fyrir borð þjóðareinkenni nafns síns, og kalla sig t. d. William, eða jafnve! Guglielmo, Stephenson) bók Hunting- ton’s, um skapgerðareinkenni, og svo iuáttúirlega nú alþingiahátíðin, er ler í hönd 1930. En auk þess fjölgar æ þeim mönnum hér, bæði af erlendu og ís- lenzku bergi brotnum.er grípa hvert tæki- færi, eins og gerði vinur vor Jóhannes Jósefsson, til þess að gefa útbreiddum blöðum og tímaritum gleggri hugmynd um ísland og íslendinga. Nýlega fengum vér í hendur apríl- hefti ‘The National Geographical Mag- azine,” sem út er gefið í Bandaríkjunum, og er feikna útbreitt bæði þar og hér. Eru þar tvær greinar um ísland, hin fyrri ferðasaga eftir ungfrú Isobel Wylie Hutchison, hin síðari “The Island of the Sagas,” eftir íslandsvinmn góð- kunna, Earl Hanson, verkfræðing, er Heimskringla fyrst mun hafa veitt eftir- tekt íslenzkra blaða. Ungfrú Hutchison fór fótgangandi um sveitir, frá Reykjavík til Akureyrar, ein síns liðs, og nálega mállaus á íslenzka tungu. Ber hún fslendingum yfirleitt mjög vel og vingjarnlega söguna, og vill auðsjáanlega leggja á betri veg, þar sem skilningur hennar á lifnaðarháttum og þjóðareðli ekki hrekkur til, en það gerir hann ekki ætíð, sem skiijanlegt er, þegar bæði veldur ókunnugleiki og málleysi. En velvild höfundar ^afstýrir því, að sá misskilningur verði á nokkurn hátt háska- legur landi eða þjóð. Sérstaklega lofsamlegum orðum fer liún um gestrisni íslendinga. Nefnir hún þar helzt til séra Eirík Albertsson, og frú Sigríði á Hesti í Borgarfirði; Gísla Eir- íksson, bónda á Stað í Húnavatnssýslu; Jónatan á Holtastöðum í Langadal, Hún- avatnssýslu og konu hans, frú Guðríði, er hún getur ekki nógsamlega lofað fyrir yndislegt viðmót; séra Lárus Ámason og frú Guðrúnu á Miklabæ í Skagafirði, og fólkið á Bægisá í Eyjafirði. Einna mest finnst henni auðsjáanlega um gestrisni Húnvetninga, en því miður hefir hún líka aðra sögu að segja af einum bæ þaðan. Mætti benda mönnum á það í því sam- bandi, að varlegra er að verðleggja ekki útlendinga sín á milii, að þeim viðstödd- um, því þótt þeir séu nær algjörlega mál- lausir á íslenzka tungu, þá má vel vera að þeir skilji svo mikið, að þeir geti rennt grun í greinilegt samtal , er snertir þá sjálfa. Ferðalýsingu þessari fylgja 39 góðar myndir, sumar fyrirtak, t. d. þrjár myndir frá Þingvöllum; útsýnism. frá Heklutindi; mynd frá Geysi; 2 myndir frá R’víkur- tjörn, önnur tekin að sumri — hin að vetrarlagi. Sá galli fylgir þó gjöf Njarð- ar, að útlendingar geta varla fengið mjög stórfenglega hugmynd um Gullfoss “Ice- land’s most famous cataract,” því fyrir ofan þá fyrirsögn hefir ungfrúin í mis- gáningi sett sauðskikkanlega mynd af Öxarárfossi! Grein Mr. Earl Hanson, er ekki löng1 en Ijómandi gott og öfgalaust yfirlit yfir Island nútímans, eins og vér erum nú farnir að bú<ast við, í hvert skifti og sá maður ritar eitt- hvað um ísland. Eylgja tuttugu á- gætar niyndir; sérstaklega 'góðar myndir frá Isafirði, Vestmannaeyjum og af íslenzkri glimu. — I sambandi við þetta má geta þess, að í febrúar- hefti hins ameríska verkfræðistíma- rits “Povver,” sem gefið er út í Nevv ’Vork hefir Mr. Hanson ritað grein um hverahitun á Islandi, og fylgja henni átta góðar myndir, en tvær þó sérstaklega góðar; önnur af ihvera- landslagi, hin af torfhæ með timhur- iþili, og er hærinn og umhverfi 'hans slíkt, að vér minnumst ekki að hafa séð iafn fagra mynd þeirrar teg- undar. Ennfremur hefir Mr. Han- son ritað grein i vikuritið “Railwav Age,” er út er gefið í East Strouds- burg, Pennsylvania, og mjög er út- breitt, um hina fyrirhuguðu járn- brautargerð á Islandi, Fylgja þeirri grein þrjár my'ndir. A Mr. Hanson hinar mestu þakkir skilið af íslend- mgum fyrir ritgerðir um Island í ýmsum málsmetandi tímaritum am- erískum, 0g það því fremur, sem lýs- ingar hans eru ritaðar af glöggskygni og skilningi; vingjarnlega, en þó öfga- laust. bá hafa oss horist í hendtir sín sunnudagsútgáfan af hvoru stórhlað- mu “Minneapolis Journar’ og “St. Paul Daily News.” FIytur hvort blaðið heila stórsíðu af myndum frá Islandi og eru þær yfirleitt ágætlega valdar og hver annari fegurri. Eig- um vér þessar fallegu og ódýru aug- lýsingar að þakka landa vorum hr. G. T. Athelstan í Minneapolis, er Margir Winnipeg-Islendingar minn- ast að góðu. Mumhaun hafa í ihyggju að halda áfrant þessu starfi og jafn- vel á vegum fleiri stórblaða amer- ískra. Væri því vel gert af þeim Islendingum, er fagrar eða sérkenn- ilegar myndir eiga að heintan, að senda honum þær, ef þeir geta gert það sér að meinalausu. F.n þvi er miður, að ihér er ekki allt á eina hókina lært, fremur en annarsstaðar, eins og ber með sér hréf það er hér fer á eft’r. Sér iheimferðar- eða þjóðræknisnefndin vonandi um að þetta sé leiðrétt, ef bréfritarinn er ekki búinn að því, sem vér læzt treystum honum til að hafa gert. Væri leiðinlegt til þess að vita, ef misskilningur, er upprun- alega stafar frá ónæmum dreng er Winnipeg-hlaðið “Trihune” sendi á bjóðræknislþingið, skildi fara sig- urför um Ameríku, enda lítt skiljan- legt 'hverjum hér í Winnipeg getur iþótt vegsemd i því að láta þessa vit- leysu frá sér fara. — En bréfið hljóðar svo: “Winnipeg, Man., April 12,— The first tree to be found in Iceland in the last 1,000 years will he planted 'hy a group of Icelanders from North America, who will visit their native country in 1930 to attend the thous- andt.h anniversary of the opening of the Icelandic parliament. There are no trees on the island, only shrubs, and plans for planting were discussed at the 9th annual con- vention of the Icelandic Patriotic League of North America. When the party of 1,500 arriyes at Reykjavik, the capital, it will be greeted bv an organization of their countrymen who formerly Iived in Canada, but have returned to their home country. Preparations for the trip were ex- plained by Rjörn Magnusson and I. J. Bildfell, and it was stated that the party would prabaihly sail from Fort Churchill by way of Hudson Bay. Dr. S. H. Jóhansson, of Winn- ipeg was added to ithe committee that are making the arrangements for the trip.” Ofangreint skeyti frá Winnipeg til “Grand Forks Herald” birtist í hlað- inu á föstudaginn. Það mun suraum þykja nokkuð ó- Ijóst, hvaða vegsauki það er fvrir Vestur-Islendinga, hvað þá heldur Island, að breiðsveifla því út um iheiminn og geiminn, að þcir œtli í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkjenndiu meðu/l, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm, um, og hinna mörgu kvilla, er stafa f;' ^’kluðum nýrum. — Þær eru til sölu í ölium lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fjTir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. sér að gróöursetjafyrsta tréð á ís- landi. Ef á að auglýsa þátttöku Vestur- Islendinga í þjóðhátiðinni með þessu, eða því iíku móti, þá skal mig ekki kvnja þótt leitað væri á náðir hins opin.Iæra um skildinga tillag, þvi í mörg horn verður þá að líta. —Eggert Erlendsson, Grafton, N. Dak. Til félaga Þjóðrækn- isfélagsins og annara Íslendingaí Vesturheimi Stjórnarnefnd þjóðræknisfélags- ins hefir rætt á fundi þær blaðadeil- ur, sem hafist hafa í sambandi við starf heimfararnefndar þeirrar, sem þing félagsins hefir kosið til þess að greiða fyrir för þeirra Vestur-Is- lendinga, sem kunnu að vilja fara til Islands til þess að vera viðstaddir hátfiðahöldin 19301. Stjórnarnefndinni er það mikið á- hugamál, aÖ með þetta mál verði far- ið á þann hábt, að allur íslenzkur al- menningur megi vel við una. En henni þykir auðsætt, að þeim tilgangi verði ekki náð, nema menn, sent skiftar hafa skóðanir um aðferðir, ræði mál sin með þeirri forsjá, er Htur á fulla sanngirni, ekki siður err nieð kappi. Sjálf er hún staðráðin í þvi, að taka til greina og til íhug- unar allar þær sanngjarnar lrendingar. er henni berast um heppilega meðferð þessa máls, svo sem annai'a mála, er félagið hefir meðferðis. Nú sem stendur er rætt um það í blöðunum, hvort .rétt hafi verið af heimfararnefndinni að sækja um eða þiggja styrk frá stjórnarvöldum héi* í landi, til undirbúnings fararinnar. Það 'hefir ennfremur verið fullyrt, að óánægja sé almenn út af ráðstöf- unum nefndarinnar í því efni. Að sjálfsögðu er stjórnarnefndinni ekki kunnugt um, hvort svo er. Henni ihafa ekki borist neinar skýrslur eða fréttir um það, að iþetta mál hafí verið rætt í deildum félagsins eða á almennum mótum neinstaðar meðal Islendinga, og þá vitaskuld heldur ekki um það, í hvaða áitt umræður kitnna að hafa fallið, hafi það verið rætt. En henni virðist 'bersýnilegt, að tvær aðalhliðar séu á málinu, sem mestu máli skifti að átta sig á. Fyrri hliðin stendur í sambandi við spurninguna: Er iþað sæmilegt af Vestur-Islendingum að þiggja styrk nokkurn frá canadisku iþjóðinni tif þess að unt verði að búa svo í hág- inn, að förin verði sem greiðlegust og veglegust'? Hin síðari stendur í sambandi við spurninguna: Getur þjóðin á Islandi litið svo á, sem efnt sé til fararinnar í einhverjum tilgangi, sem óhollur sé fyrir hana, ef þesskonar fé er þegið, sem um er að ræða ? Síðara atriðið skal fyrst athugað. A það skal fvrst bent, að enginn niaður hefir enn haldið því fram >

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.