Heimskringla - 11.07.1928, Síða 2
2. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 11 JÚLÍ 1928
íslandsbréf til
Heimskringlu
Hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum!
Eg þakka þér kærlega fyrir Heims
kringlu, sem var mér send óbeSið.
Og sem þakkarvott vil ég láta þig
vita, aö mér líkar vel viö Heims-
kringlu og ritstjórn þína. Mun ég
skýra hvað ég. hefi að þakka, um
leið og ég sendi fréttapistil um það
er mér þykja helzt tíðindi héðan að
heiman.
Við munum frændur vera fram í
ættir. En um hitt þætti mér vænna,
ef ég mætti telja til andlegrar frænd
semi við þig. Mér finnst þú alltaí
vera sólarmegin. Og mér þætti
svo vænt um að allir Islendingar
væru það, hvar sem þeir fara um
hnattkorn þetta.
I öllum löndum heims er nú háð
grimmúðug barátta. Standa undir
rökkvanum “svartliðar,” hið grimma
íhald og efnishyggja, andstæð fylk-
ingum umbótamanna, er heimta
meira Ijós, meira sólskin inn í líf
hins kúgaða fjölda.
Ihaldið er allstaðar lífvörður auð-
valds og fámennra yfirstétta, varn-
argarður eldfornra villimennsku-
hátta. Það kemur fram sem þjóð
hroki, auðvaldsverndun, herstefna,
penitigadýrkun og fals og fláttskap-
ur í stjórnmálum. A viðskifta-
sviðinu er það brynja hringanna og
stórlaxanna, sem veitir þeim ein-
veldi og alræði dollaranna, en heldur4
fjöldanum í fátækt og kúgun. I
siðferðislífinu er það herréttur tízk-
unnar, sem fellir exina að hverjum,
sem þorir að brjóta heimskar venj-
ur, Það er vörður erfikenninganna
í heimspeki og vísindum, andúð
gegn nýjum 'nugsjónum og nýjum
brautum, er framsæknir andar ryðja
inn í myrkviði nýrra heima. I trú-
málum er íhaldið bókstafsþrælkun
cg ofstækisblind trú á 5,000 ára gaml
ar, barnalegar þjóðsögur viltra hjarð
þjóða sunnan úr eyðimörkum.
Svo telja flest trúarbrigð og
flestir spekingar, að háborinn (guð-
dómlegur) andi hafi tekið sér ból-
festu i dýrslegum líkama mannanna.
Er þá saga einstaklinga og þjóða
sagan um baráttu þessara tvenna
erfða, þeirra er manndýrið hefir
með sér borið neðan úr dýraríkinu
og hinna sem andinn hefir með sér
úr hæðum haft.
Ihaldið er tregðan í manninum,
mótstaða efnisins gegn andanum, við
spyrna dýrsins gegn iguði, hræðsla
villimannsins við menninguna. I-
hald allra alda og einnig hinnar
tuttugustu hefði með gleði og sigur- j
hrósi krossfest, brent, bannfært eða
varðhaldað hvern frelsara lýðsins. |
Nú telja nokkrir frelsara fæddann.'
Ef hann kemur með sannarlegt j
frelsi hlýtur íhaldið að ráðast gegn
honum, eins og öllu sem til stórra
umibóta horfir.
I öllum öldum hefir hinn háborni
mannsandi átt sína hermenn er bar-1
ist hafa á öllum sviðum fyrir frjáls- |
ari hugsun, fegurri siðum, aukinni
þekkingu og bættum kjörum hins j
kúgaða múgs. Smásaman vinst (
nokkuð á. 'Ihaldið hefir alltaf ver j
ið að þoka, að ganga aftur á bak I
ofan stigann. Því dettur aldrei nú
orðið í hug að sækja, heldur aðeinsj
að verjast.
Eg hata alla íhaldsflokka, á öllum
öldum, og í öllum löndum. Eg hata
engann íhaldsmann, en aumka þá sem
viltir eru í þokunni. En þegar
þeir hafa völd verður að berjast
móti þeim með oddi og egg. Þegar
þeir hafa stjórnina, stefna þeir oft-
ast á vitann á skerinu, í stað hafnar
vitans. Lj'ós vitanna er sitt með
hverjum lit. En allt íhald er lit-
blint á hamingju lífsins.
Eg ann ölltjm umbótaflokkum,
vegna þess að mark þeirra allra er
göfugt, eins og mark alls íhalds er
í sjálfu sér ógöfugt. En mig
greinir á við þá um leiðirnar. Eg
held t. d. að kommunistar lendi í
ógöngum, og að það væri betra fyr-
ir þá að fara sömu leið að mark-
inu og við förum samvinnumenn.
—Nú vona ég að þú skiljir, hvers-
vegna ég ann Heimskringlu og rit-
stjórn þinni, og vitir hvað það er
sem ég kalla að vera alltaf sólarmeg-
in í fylkingunni. Það verður ekki
séð hvaða umlbótaflokki þú fylgir.
En það verður séð hversu þú hatar
allt íhald. Þú ræðst hóflega, og
þó með festu á íhaldið, í öllum þess
nátt-tröllsmyndum. Þú deilir 4
þjóðhrokann brezka, og heldur fram
alþjóðajafnrétti til landa í Canad’a.
Þú deilir á auðvaldið og hringina í
þínu heimalandi og Bandaríkjunum.
Þú andar kaldlega til hervalda stefnu
þeirrar, og heimsveldisdrauma, sem
ríkja hjá stórþjóðum þeim, sem þið
Vestur-íslendingar lifið, eruð og
hrærist með. Þú ræðst jafnt á
stjórnmálaíhald, sem trúar- og sið-
venjuíhald vestmanna. Hver frétta
smágrein andar hlýlega til hinna
undirokuðu, hvort sem þú skýrir frá
dómsmorði Sacco og Vanzetti, . eða
sárri kúgun verkamanna í Bandaríkj
unum. Þú deilir á fjárgróða spill -
ing auðmanna, dýrsihvatir fólksins,
er blossa upp í kvikmyndahúsum, og
kredduklerka, er hylla hjátrýarleifar
villiþjóðar, er geymst hafa í skúma-
skotum trúarbragðakerfanna, jafnt
sem hin æðstu sannindi. Þú segir
frá hvÞitisamlagi og rjómasamlagi,
til hvatningar verklegrar samvinnu,
og frá Walters málara, og Björgvin
tónsnilling, til þess að hvetja þá til
framsóknar á andans sviði.
—Eg lofaði í upphafi þeim frétt-
um að heiman, sem mér fyndist
mestu máli skifta. Allar fréttir eru
saga. En sögu má rita á tvennan
hátt. Annálar eru saga á sína vísu,
nokkurskonar upptiningur af marg-
litum hagalögðum viðburðanna. Sagn
ritarar annálanna grauta atburðum
saman; í pokanum þeirra vérður
mesta ótó, hvergi hreinn litur, og
fullt af togi og mori.
Góður sagnritari seilist eftir upp-
sprettu atburðanna, grefur eftir or-
sökum og afleiðingum. Hann tek-
ur ofan af það sem einskis nýtt er,
raðar atburðunum saman í eðlilegt
kerfi. I pokanum þeim verða sam-
feld reifi af einlitu þeli. Engum er
fært að segja vel sögu nema þeim,
sem skáld eru. Og raunar þurfa
allir vísindamenn að vera skáld, og
öll sannarleg skáld yrkja einhvers-
konar vísindi.
Flestir fréttaritarar tína aðeins
saman marglita hagalagða. Þú
kant oftast að segja fréttir af skiln-
ingi, og igefa þeim almennt gildi,
eins og góður sagnaritari sögu sinni.
Mig langar til að segja þér fréttir
að heiman eins og ég veit að á að
segja þær, þótt ég finni að mig
vantar “skáldæðina.”
Eg held nú annars það sé illa gert
að færa “löndum” vestra ^óttækar
fréttir að heiman. Þeir eiga margir
helga mynd af gamla “Fróni” í hyll
ingum minninganna, eins og það var
á' öllum öldum, einstætt að öllu og
ólikt öllu öðru í heiminum. Flestir
Islendingar vestra eru aldir í sveit,
og fyrir augum þeirra er Island
sveitaland, með sömu sveitarhætti
eins og fyrir þúsund árum.
En nú er “Gamla Island” orðið
hrynjandi hreysi, “Unga Island’’ er
enn í smíðum. Byggingunni er
ekki svo langt komið að “stíllinn”
sjáist. Fólkið er ósammála hversu
ibyggja skuli.
Hugsaðu þér að þú komir heim á
bernsku heimilið. Túngarðttrínn
gamli er hruninn. En langt út í
móum er ný gaddavírsgirðing um-
hverfis gamla túnið og nágrenni
þitt. Til og frá um gamla túnið og
móana í kring eru ný plógflög, gró-
in, hálfgróin og ógróin. Heima á
gamla bænum er nálega hver kofi
fallinn. En á öðrum hól í túninu
eru óskapa hrúgur af möl og grjóti
og byggingarefni. Þar er verið í
óða önn að grafa og ryðja fyrir
nýju stórhýsi. Þar hittir þú bónda-
son. Hann er á bláum verkamanna
buxum útlendum og í íslenzkri ullar
peysu. “Hvernig á byggingin að j
verða ?” spyr þú bóndason. “Það er
ekki fullráðið,” er svarað; “bara
öðruvísi en gamli bærinn,” bætir
heimasætan við. Hún hefir verið
í Reykjavík, og hefir búist til að
fagna gesti. Hún er í hnjásíðum
híalíns-kjól og .silkisokkum. En
vegna kuldans hefir hún orðið að
klæðast í íslenzka ullarpeysu, sem
hún kallar “golf treyju,” ysta fata.
—Þetta er nútíðarmyndin af fjall-
konunni. Og svona verður hún
1930.
Um aldamótin síðustu var Islands
banki stofnaður. Steypiflóð af er-
lendu fjármagni flæddi yfir landið,
og jókst það erlenda fjármagn allt
fram yfir 1920. Mestur hluti þess
flóðs fór á hringrás í kauptúnum.
Reykjavík svelgdi þó mest af hinu
erlenda fjármagni. “Þangað sækja
hrafnarnir sem ætið er,” og mennirn
ir sækja þangað sem fjármagnið er.
Sveitirnar voru stöðugt í mikilli
kreppu með rekstursfé, en í kaup-
stöðum voru stöðugt keypt fleiri og
stærri skip til fiskiveiða og bygð ný
og ný hús. Þar var mikið um at-
vinnu. Fólkinu fækkar stöðugt í
sveitunum. Landsmenn eru nú urn
100,000; þar aí eru aðeins 40,000
sveitamenn. Síðastliðið ár fjölgaði
allri þjóðinni um 1000 manns, en í
kaupstöðunum fjölgaði um 2,000.
Með sama áframhaldi yrðu sveitirn-
ar brátt gjörtæmdar.
Mest af erlenda Iánsfénu hefir far
ið á hringrás í Reykjavík. Þang-
að er Iíka aðstreymið mest. Reykja-
vík er að verða ofjarl þjóðinni.
Engin þjóð nema Austurríkismenn
hafa jafnstóran höfuðstað að tiltölu.
Þessi ofvöxtur höfuðstaðarins, eða
höfuðbólga, er býsna ískyggilegur
sjúkdómur, sem þjakar öllum þjóð
líkamanum.
VíðföruJir menn telja Reykjavík
dýrasta bæ heimsins, — húsaleigan
þar er svo há, að miklu meira þarf
oftast að borga fyrir lélegustu kjalT
ara íbúðir í Reykjavík heldur en
ársleigan er af vænu höfuðbóli á
norðurlandi, sem hefir stórhýsi til í-
búðar mönnum og skepnum. Mjólk-
in í Reykjavík er oft hálfu dýrari
en norðanlands. — Reykjavík fram-
leiðir fátt nema fisk. En í fyrra
haust var fiskur seldur ferfalt hærra
verði í Reykjavík heldur en afdala
bændur kaupa hann norðanlands.
Milliliðir í Reykjavík taka 20— 30
pro cent. af flestum smærri landbún-
aðar vörum. Nýtt kjöt og saltað
mun vera tiltölulega ódýrast, því
voldug samvinnufélög bænda eyði-
leggur milliliði.
Hagstofan þirtir árlega smásölu-
verð í Reykjavík. Erlendar vörur
eru oftast 10—20 pro cent. hærri þar
en í kaupfélaginu 4 Húsavík. Er
þó Reykjavík einhver bezta höfn
landsins, en Ilúsavík ein hin versta,
og ættu því vörur þar að vera mik-
ig dýrari. Kaupgjaldið verður
auðvitað að vera hærra í Reykjavík
en annarsstaðar, annars gæti enginn
lifað þar. Oll embættis- og starfs-
mannslaun þarf miklu hærri. Það
er ekki svo fá hundruð manna í
Reykjavík sem lifa á allskonar
starfsemi fyrir alla landsmenn. Þar
»r fjöldi skóla og ríkisstofnana; al-
menn félög hafa þar bækistöðu, allar
heildverslanir landsins og fjöldi ann
ara fyrirtækja hefir þar miðstöð.'
Þaftgað verður fjöldi fólks að sækja
allskonar nám og borga með sér
geysifé.
Þú sérð að Reykjavík sýgur með
dýrtíð sinni mikið blóí5 úr þjóð-
inni. En einkurn eru það þó þeir,
sem braskað hafa með lóðir og hús,
og svo “business’’ mennirnir í Reykj-
avík, sem blóðið sjúga. Höfuð á-
stæða dýrtiðárinnar er hin geysilega
húsaleiga, en þar næst mjög slæm
tilhögun á verzlun og útvegi. —Það
mun láta nærri að þriðjungur lands-
manna verzli við sambandskaupfél-
ögin, en annar þriðjungur við kaup-
menn í Reykjavík. Allir starfsmenn
við verzlun þessara kaupfélaga, og
sambandsins sjálfs eru ekki nema um
130, en við verzlanir í Reykjavík er
talið að “vinni” hátt á annað þúsund
manna við verzlun. Þær stéttir,
sem framleiða í Reykjavík verða að
framfæra á annað þúsund óþarfra
verzlunarmanna, auk fjölda af ó-
þörfum útvegsstjórum, skrifstofu-
fólki, allskonar bröskurum og möng-
urum. Þessir óþörfu menn hafa
margir hverjir aftur fjölskyldu og
þjónustufólk, svo alls verður ómaga-
talan mörg þúsund. Þessir ómagar
eru allra eyðslusamasta stétt lands-
ins. Búa sumir í höllum, sem kosta
hundruð þúsunda, en konur þeirra
klæðast hinu dýrasta skrúði. Fjöl-
skyldurnar eyða geysifé í skemtanir
og gildi. Stofur þeirra finnast
oss sveitamönnum sem kongshallir
úr þúsund og einni nótt.
Er þag varla ofmælt að hver óþarf
ur verzlunarmaður sem fjölskyldu
hefir í Reykjavík sé þetta frá tví-
tugfaldur og hundraðfaldur að fram
færsluþumga, móts við karlægar
hreppakerlingar í gamla stíl. Og
mega þó þeir sem til þurftar vinna
bera hundrað eða þúsund slíkra.
Erlenda lánsféð hefir skapað þetta
Reykjavíkurlíf og smá skrípamyndir
af því í nokkrum stöðum út um land.
Skuldir landsins við útlönd hafa á
undanförnum árum verið taldar frá
50—60 miljónir króna. Langmest
af ’þessu fé hefir farið til þess að
kaupa skip og byggja hús í kaup-
stöðum, og í veltufé verzlunar og út-
vegs. Mikið af lánsfénu hefir tap-
ast. Bankarnir halda upphæðinni
leyndri. En almennt er talið að
bankarnir hafi tapað hátt á annan
tug miljóna síðan 1918.
Þú sérð nú að þessar atvinnu
greinar eru g^ysilega áhættusamar,
eins og þær eru reknar hér á landi
Þegar útvegurinn gengur í bezta
lagi, getur mjög mikið fé á íslenzk
an mælikvarða safnast á eins manns
hendur, og þá getur útgerðarmaður
einnig borgað mjög hátt kaup. Nú
er kappið svo mikið að alltaf er bú-
ist við velgengni. Hinn óheppni
borgar jafnt kaup og leggur í jafn
mikinn kostnað og hinn heppni, þó
afli hans verði kannske helmingi
minni, eða vara hans seljist ekki, og
vetði hálf ónýt (þess eru mörg
dæmi með síld). Af þessu stafa
töp bankanna, sem okkur bændum
virðast hafa farið mjög ógætilega
að ráði sínu. Af þessu háa kaupi
og óeðlilega atvinnuspenningi í kaup
túnum stafar fólksstraumurinn úr
sveitunum til Reykjavíkur. En háa
kaupið er falskt vegna dýrtíðarinn-
ar, og eyðing sveitanna verður að
þjóðar ógæfu.
Éig býst við að þér þyki þessi lýs-
ing mín ekki glæsileg. En í raun
og veru mun ástandið líkt víðast um
lönd, þar sem auðvald ræður, eða
hefir verið á uppsiglingu. ísland
er fátækasta land Norðurálfu, en
England voldugast; þó býst ég við
að ennþá sé svartara viðhorf at-
vinnulífsins þar. En þess er ekki
að dyljast, að margir Islendingar
líta svörtum augum á framtíð þjóðar
innar, ef svo er stefnt þjóðarskút-
unni, sem horft hefir undanfarið.
Tveir umbótaflokkar, sem þó eru um
margt ósammála, hafa um stund sam
einað krafta sína og styðja stjórn-
ina, sem kom til valda í sumar. Þá
stjórn skipa hugsjónaríkir framfara-
menn. Aðaláhuigamál þessarar stjórn
ar, þau málin sem stjórnarflokkarnir
sameinast um, eru: bættar samgöng-
ur; aukin alþýðufræðsla og aukin
jarðrækt. En nú verð ég að skil-
greina viðhorf flokkanna til íslenzkra
mála nánar.
Ihaldsflokkurinn sat við völdin að
undanförnu. Og raunar hafa Ihalds
menn haft mest að segja í landinu
siðan um stríð — haft forsæti í
ráðuneyti, (þó S. Eggerz, sem var
forsætisráðherra um skeið, kastaði
ekki grímunni fyr en í vetur).
Ihaldsflokkurinn er yfirleitt á-
nægður með ástandið eins og það
er, og vill að áfram sé haldið sömu
stefnu. Höfuð þrpttur þess flokks
eri fjárráðastéttir landsins, sem
völdin hafa yfir atvinnu bæja og
þorpa. • Kaupmenn og útgerðarmenn
leggja mikið fé til blaða sem gefin
eru út í öllum landsfjórðungum.
Ihaldsblöðin í Reykjavík eru send
gefins út um allt land. Þessir menn
“agitera” á hverju þorpi og nágrenn-
inu. Þá er og megin þorri starfs-
. manna ríkisins þeim megin — t. d.
, læknar, sýslumenn og) hinir eldri
! prestar. En alþýðumennirnir eru
þó flestir andvígir íhaldi. Hin
, þriðja stoð eru nokkrir stórbændur,
og menn er lifa á eignum sínum. Oig
við þessar þrjár stoðir loða þeir
sem eru á leið “upp að” stilium þeirns
er nú hafa verið nefndar. öllum
þessum er persónulegur hagur að
viðhaldi stefnunar.
En ekki nægðu þeir sem nú hafa
verið nefndir íhaldinu til atkvæða.
Þjóðræði er ungt hér sem annar-
sta'ðar. Um allar aldir hefir al-
þýða allra þjóða vanist höfðingja-
stjórn. Þ. e., að láta þá er fjár-
ráðin hafa, æðri menning eða embætt
isvald, ráða fyrir sig, og hugsa fyrir
sig. Af þessu eimir enn, hér á
landi semj annarstaðar. Sumir
kjósa hugsunarlaust, eins og kaúp-
maðurinn eða blessaður prófasturinn
vill, ekki beint af heimsku, heldur
andlegri leti. Sumir fátæklingar
hafa heldur ekki efni á að kaupa
blöð umbótaflokkanna, en þeim eru
send íhaldsblöðin igefins, og í hjart-
ans einfeldni sinni trúa þeir hverju
orði sem í þeim stendur.
Nú getur þú skilið hversvegna í-
haldið hefir verið í meirihluta. Og
eins hitt að okkur þykir það gleði-
legur vottur um vaxandi menning,
og skoðum sjálfstæði alþýðu að í-
haldið beið ósigur í sumar.
Framsóknarflokkurinn er þjóð-
legur umbótaflokkur. Hann hefir
megin þrótt sinn hjá bændum. Flest-
S K I F T I D
YÐAR FORNFÁLEGU HÚSGÖGNUM
Skiftið óþörfum og úr sér gengnum húsbúnaði upp í
nýjan. Símið eftir matsmanni vorum. Fáið hæsta verð
fyrir. Þér getið látið gömlu húsgögnin ganga upp í
þau nýju.
Viðskiftatími
8:30 a.wi.
til 6 p.m.
Laugardögum
opið til
kl. 10 p.m.
SÍMI 86 667
J.A.Banfield
LIMITED
492 Main Street.
Húsgögn
tekin í
skiftum seld i
sérstakri deild
með góðum
kjörum.
Tyee Magnesite
Stucco
OG
Eureka litað cement stucco
eru hvorutvaggja búin til lijá
| TYEE STUCCO WORKS |
Fylgið reglum vorum við notkunina, og
mun árangurinn þá ekki bregðast.
Ef þér hafið ekki lista vorn, þá kallið upp
82 837, eða finnið oss að máli að
264 BERRY STREET,
j|3! Norwood, Man.
Ii!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi!fi3i
EIGIÐ ÞÉR YINI A GAMLA LANDINU
ER VILJA KOMAST TIL CANADA?
FARBRÉF
FRAM OG
AFTUR TIL
allra staða
í veröldinni
SJE SVO, og langi yðuír til þess að hjálpa þeim
hingað til lands, þá komið að finna oss. Vér
önnumst allar nauðsynlegar frajnkvæmdir.
ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents
UMBOÐSMENN ALLRA FARSKIPAFJELAGÁ
!
G07 MAIN STRKET, WINNIPEG SÍMI 2G SGl
EÍSn hver umbotÍNmntÍur CANADIAN NATIONAL »em er.
TEKIÐ Á MÓTI FARÞEGUM VIÐ LANDGÖNGU OG Á LEIÐ TIL ÁFANGASTAÐAR