Heimskringla - 11.07.1928, Síða 4
4. BLAÐStÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 11 JÚLf 1928
l^címskriirgla
(StofnaTS 18H«)
Kennr et A hverjnra mlflTlkndefl
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
85S 855 SARGENT AVE . WINIÍIPEG
TAL.SI.WIl 8« 537
V«rfl blaBslna er $3.00 Arsangurinn borg-
Ist fyrlrfram. Allar borganlr senðtst
THE VIKING PRiEfiS LTD.
8IGEÚS HALLDÓRS fré Höfnum
Rltstjórf.
I tnnflskrlU tll blabxtnnt
THK VIKIVG PUESS. Ltd., B<>« #105
Vtnn Askrlft tll rltatjóranat
RDITOR HEIMSKRIffGI.A, Bo* 3105
WINNIPEG, MAN.
“Heimskrlngla ls publlsbed by
The ViKlnic Preaa I.td.
and prínted by
CITY PIIINTING * PIJBI.ISHHVG CO.
053-855 Saraent Aee., Wlnnlbeic. Man.
Telephonei .80 53 7
WINNIPEG MANIT0BA, 11 JÚLÍ 1928
‘‘Ráðstöfunin” og
undirskriftirnar
Vér höfum að þessu leitt heim-
ferðarmálið hjá oss; aðeins tekið til máls,
er í sambandi við það, var ráðist að
Þjóðræknis félaginu í heild sinni,og að tru
bragðafrelsi einstaklinga. Heimferðar-
nefndin var sínum hnútum kunnugust
sjálf, og átti eðlilega til þeirra að svara,
enda fannst oss að hún hefði sumum
þeim mönnum á að skipa, að henni ætti
að vera það í lófa lagið. En nú er mál-
inu svo komið, að um hennar gerðir er
minnst að ræða, og þeir viðburðir orðið,
að opinbert blað getur ekki framhjá þeim
gengið, frekar en hinum, er áður knúðu
oss til þess að taka til máls.
/
* * *
segja, eða að minnsta kosti hugsa, er það
kemst að raun um það, sem óhjákvæmi-
legt er, að þessir tuttugu menn voru af
engum kosnir til framkvæmda í þesSu
máli, öðrum en sjálfum sér, fyrir utan
það, að nafn eins mannsins, að minnsta
kosti, hefir verið notað í óleyfi við samn-
ingana, að því er hann opinberlega og
drengilega skýrir frá? Að þessi sjálf-
boðanefnd hafi ekki eina einustu opin-
bera samþykkt frá Vestur-íslendingum
að baki sér, til samninganna? Að allir
opinberir fundir meðal Vestur-íslend
inga, er endanlega afstöðu hafa tekið
til málsins, hafi gengið heimferðarnefnd-
inni í vil? Að Þjóðræknisfélagið, er
heimferðamefndina kaus, er langstærsti
“veraldlegur” félagsskapur meðal Vest-
ur-íslendinga, og eini félagsskapurinn
meðal þeirra, er hefir það eitt mark og
mið að styrkja vináttu- og frændsemis-
böndin austur og vestur og haf? Að
hátíðarnefndin heima á íslandi, kosin af
sjálfu Alþingi, vissi þetta, og bað því
v jóðræknisfélagið, þegar 1926, að gang-
ast fyrir málinu hér. Að Alþingisnefnd-
in hefir opinberlega þakkað heimferðar-
nefndinni fyrir starf hennar að þessu, og
óskað eftir áframhaldandi samvinnu við
hana, eins og sjá má af skeyti því, til
forseta Þjóðræknisfélagsins, séra Ragn-
ars E. Kvaran, er birt er á öðrum stað
hér í blaðinu.
Auk alls þessa er það vitanlega eng-
in rýrð á mannorði nokkurs manns í
sjálfboðanefndinni, þótt það sé dregið í
nokkurn efa, að þeir allir tuttugu, séu,
“jafn leiðandi menn ” meðal Vestur-
íslendinga — fyrir utan heimili sín —
eins og félagið máske hyggur nú, þegar
litið er til þess hvað almenningur á við,
er talað er um “leiðandi menn” einhvers
þjóðfélags eða þjóðarbrots. Miáske ekki
hefði verið úr vegi að nefndin hefði lát
ið sér nægja gamla einkunnarorðið:
“Sjálfur leið þú sjálfan þig.”
fyrir, er hún sendi skjölin, að þeir væru
“leiðandi menn,” hver í sínu bygðarlagi.
Ennfremur var þess æskt að enginn
yngri en 18 ára skrifaði undir.
Nú eru sjálfsagt margir af þeim, er
skjölin fengu meðal “leiðandi manna” í
sinni byggð. Þó virtust nokkrir, er vér
til vitum, vera nefndinni þakklátír fyrir
fræðsluna, hafandi ekki sérstaklega ver-
ið sér þessa meðvitandi áður, enda hálf
vantrúaðir áfram. Einstaka maður, er
áður gekk sveitarforystu sinnar dulinn,
kann að hafa tekið þetta sem ýkjulaust
frá nefndinni og litið sjálfan sig sann-
gjarnara auga á eftir, — hvað sem ná-
grannarnir kunna að gera.
Vér höfum undanfarið átt tal við
býsna marga í tveim héruðum, er fjöl-
byggð eru íslendingum. Og það er víst
um það, að ekki allfáir hinna “leiðandi
manna,” og það iíklega "ekki~áð~jáfnáði
þeir síztu, það vér gátum til spurt, stungu
skjalinu undir stól, virtu þessa aðferð að
vettugi, eins og undantekningarlítið, eða
undantekningarlaust, allir þeir mörgu
greindu menn og konur og annað fólk,
er á þetta mintust í vorri áheyrn.
Það mun líka sannast, að þessar
undirskriftir eru harla lítils virði þegar
á allt er gáð. Skal hér bent á þrjár
ástæður er oss virðast til þess liggja.
Það er fyrst, að slíkar undirskriftir
eru eigi ætíð jafn mikils virði, eiris og
vinur vor, L. F. skýrði svo prýðilega í
síðasta blaði. Og vér erum þess full-
vissir, að hér ræður miklu ein sú ástæða,
er hann taldi til þess: persónuleg vinátta.
Svo vinsæll er dr. Brandson meðal Vest-
ur-íslendinga, og svo mikið álit hefir
hann bæði sem iæknir og sem maður —
einn af þeim fáu Vestur íslendingum er
hefir við verulegt “personality” að styðj-
ast,—að það er trú vor.að hefði ekki nafn
hans verið meðal sjálfboðanefndarinnar,
þá hefði varla nokkur fullveðja sál feng-
ist til undirskriftanna, hvort sem þær nú
eru fleiri eða færri.
RÁÐSTÖFUNIN
í tölublaði Lögbergs 28. júní þ. á.,
birtist bréf frá Cunard eimskipafélag-
inu, yfirlýsing þess efnis, að 20 nafn-
greindir Winnipeg Islendingar hafi valið
Cunard félagið, sem viðurkent félag, til
þess að flytja Vestur-íslendinga heim á
alþingishátíðina 1930, o. s. frv. Yfir-
lýsing félagsins er birtist bæði á ensku og
íslenzku, endar á málsgrein, er í íslenzku
þýðingunni hljóðar svo:
“Byrjun á auglýsingum og fyrstu
upplýsingaritum, er förina snerta, verður
innan skamms útbýtt, og vér trúum því,
að íslendingar í Canada veiti samvinnu
sína þessari nefnd sinni,* sem skipuð er
jafn leiðandi mönnum, (á enskunni:
“their very* representative committee”)
til þess að fyrirtækið megi heppnast bet-
ur og verða stórfengilegra, en nokkuð
annað, sem í fang hefir verið færst.”
Það er vægt til orða tekið að segja
að fjöldi manna, vér þar á meðal, hafi
orðið hissa, eða jafnvel hlessa, við þessa
yfirlýsingu. Það gekk bókstaflega aft-
ur og fram af mönnum, eins og þar stend
ur.
Cunard félaginu er auðvitað að engu
leyti álasandi. En tiltæki tvítugmenn-
inganna, að taka á sig slíka ábyrgð gagn
vart félaginu, er þannig vaxið, að þótt
lengi sé leitað, hafnað og valið, er ómögu
legt að skíra það vægara orði en fífl-
dirfsku. Sömu mennirnir, sem telja
Þjóðræknisfélagið, sem þó er langstærst
“veraldlegt” félag meðal Vestur-Islend-
inga, með um 700 félaga, alltof fámennt
til þess að taka að sér forstöðu heim-
fararinnar fyrir hönd Vestur-íslendinga,
fyrirverða sig ekki fyrir það, að láta jafn
mikilsvert félag og Cunard er, gera það
augljóst á prenti, að máiið hefir verið
svo flutt við félagið, sem væru þessir
sjálfkosnu tuttugu menn, “jafn leiðandi”
og þeir eru, Arons-rödd Vestur-íslend
inga.
Hvað skyldi annars Cunard félagið
Auðkent hér
En hvað sem líður orðum eða hugs-
unum Cunard félagsins, þá er það eitt
víst, að vér vildum ekki þurfa að standa
augliti til auglitis við það félag, sem einn
af tuttugu (eða 19) manna nefndinnl
svarandi til þeirra atriða, er hér hafa ver-
ið að framan talin. Oss myndi finnast
að vér stæðum þar undir fölsku yfirskini,
svo að ekki væri vitandi hvað af sér ætti
að gera.
Og þrátt fyrir alla þá virðingu er
vér berum fyrir ungfrú Jackson, þá vild-
um vér ekki vinna það starf, sem henni
er nú ætlað að gegna, á næstu tveimur
árum; ekki fyrir tíu þúsund dali, né
hundrað þúsund; ekki fvrir nokkurn
mun, eins og þessir samningar eru til
orðnir.
Svo sannfærðir erum vér um, að
það starf verði ekki unnið í þökk Austur-
íslendinga yfirleitt; ekki í þökk Vestur
Islendinga yfirleitt; ekki í þökk langsam-
lega mikils meirihluta þeirra manna og
kvenna, er ættþjóð sína elska mest og
virða, og sem mest hafa þráð það að
geta samfagnað einum rómi á helgum
stað heima á Islandi árið 1930.
UNDIRSKRIFTIRNAR
Vafalaust hefir það verið til þess að
réttlæta hinn fárániega “ráðstöfunar-
samning” við Cunard félagið, að farið var
á stað með undirskriftaskjölin frægu. Þó
hljóta þau nöfn að vera fljóttalin, er á
þau voru komin, um það er samningarn-
ir voru gerðir, eða hófust, ef það er þá
ekki rétt, að þeim hafi verið ráðið til
lykta, áður en undirskriftaskjölin mynnt-
ust við prentsvertuna.
Að því er vér bezt vitum gefa þó
ekki þessi skjöl sjálfboðanefndinni í raun
réttri minnstu heimild frá nokkurri mann
eskju til þess að gera sh'ka samninga,
jafnvel þótt þau hefðu verið fullrituð í
tíma. Yfirlýsingin er undir skal rita, er
ósköp meinleysislega stíluð. Menn eiga
að vera á móti “styrk,” og álíta bezt að
fela einhverju skipafélagi að annast und-
irbúninginn. En þegar þessi yfirlýs-
ing er að hefja göngu sína, eru samn-
ingar sjálfboðanefndarinnar,—fyrir hönd
Vestur-íslendinga! — um garð gengnir.
Því !trúði sjálfboðanefndin þeim
I öðru lagi væri fróðlegt að geta
fengið vitneskju um það hversu margir
af þeim, er undir kunna að skrifa, hafa
nokkurntíma ætlað sér að taka þátt í
heimförinni, eða, sannast að segja, borið
það mál nokkuð veruiega fyrir brjósti, af
sjáifsdáðum. Hversu margir þeirra
myndu ekki hafa látið málið algerlega af-
skiftalaust, ef ekki á þenna hátt verið
til þeirra farið?
Og í þriðja lagi; Hvernig eru undir
skriftimar fengnar? Um aðra staði er-
um vér ófróðir, en víst er um það, að
þótt sjálfsagt hafi “leiðandi mönnum”
verið falið að safna, hér í Winnipeg, sem
annarsstaðar, þá er það í almæli, að sum
staðar hafi verið svo nálægt vöggunni
gengið, að nærri þyki liggja, að óvíst sé
hvoru megin hafi verið við hana farið.
Sé eitthvað hæft í því, þá er ekki undar-
legt, að um 1000 nöfn hafi fengist hér í
Winnipeg, eins og Lögberg skýrir frá í
seinasta blaði. Auðvitað má vel vera,
að þessi almannarómur sé ekki sannur.
Það er auðvelt að sýna það svart á hvítu
með því að birta listana; t. d. Ijósmynda
þá, eins og komið hefir fyrir að gert hefir
verið um skjöl hér vestra. Því eru
ekki nöfnin birt?
En þó það væri nú satt, að fleiri
væru á listanum, en fullveðja eru, þá skal
það ekki dr. Brandson kennt. En
reyndist það rétt að vera þá yrði hann og
fylgismenn hans líka tafarlaust að við-
urkenna, að undirskriftaskjölin séu alger
lega ómerk og þvo hendur sínar af þeim
rækilega.
Og yfirleitt stórfurðar oss svo á að-
stöðu dr. Brandson og fleiri góðra
drengja í sjálfboðanefndinni, að vér eig-
um enga hugheilli ósk, — og það þeim
sjálfum til handa — en að þeir megi sjá.
að máli þessu er svo komið fyrir þeiin.fyr-
ir íslenzkum þjóðheiðri, að bezt sé fyrir
þá að þvo hendur sínar af því nú þegar.
Þeir mega trúa oss til þess, að þeir eru nú
búnir að koma sínum málstað í það örig-
þveiti, að þeir hafa við það allt að vinna,
en engu að tapa.
Og sá er maður að meiri, er hefir sið-
ferðislegan kjark til þess að játa að sér
hafi orðið á.
Bréf
Auburn, Wash.,
2. júlí 1928.
Herra Sigfús Halldórs frá Höfnum;
Winnipeg, Man.
Kæri ritstjóri Heimskringlu!
Eg hef mjög gaumgæfilega fyligst
meö deilu þeirri, er risiö hefir meö-
al Islendinga í Ameríku og Canada,
um þaö, hvort þiggja skyldi fé það,
er stjórnirnar í Manitoba og Sask.
hafa þegar veitt nefndinni, er falið
var af hálfu hérlendra Islendinga,
aö undirbúa þátttöku í hinni miklu
minningarhátíð 1930; þessa smá-
vægilegu $6,000.— fjárveióngu;
heiðursgjöf, er votta skyldi öllum
mönnum af íslenzku bergi brotnum,
vinarþel Canada í tilefni af þessari
markverðu afmælishátíö á Íslandi.
Mótspyrna sú, er nefndin, er þetta
mál var faliö, hefir mætt, hefir ver-
ið mér stórkostlegt furðuefni.
Þér undrist ef til vil'l hversvegna
ég ber þetta mál fyrir brjósti. En
svo er mál með vexti, að ég er að
nokkru Islendingur. Eg er fæddur
í Ameríku, og föðurætt mín, er upp-
runalega kom frá Englandi, hefir í
marga ættliði átt hérv landsvist. En
móðir mín var íslenzk. Og ég er
stoltur af því, að ég get lesið ís-
lenzku sæmilega vel, þótt mér á hinn
bójg'inn þyki leitt að geta ekki ritað
hana svo að ég sé ánægður með
það.
Það er því af þeirri orsök, að mér
finnst málið vera mér skylt, að ég
hefi ákveðið að rita yður þetta bréf.
Starfi mínu er svo háttað, að ég
fer landshornanna á milli í Banda-
ríkjunum í erindum lands mins. Sem
starfsmaður stjórnarinnar hefi ég
átt kost á að kynnast fólki af ýms-
um þjóðflokkum. Og ég get með
sanni sagt, að Islendinga hefir mér
sérstaklega litist vel á, það lítið ég
hefi átt mök við þá.
Mér virðist andstæðingar nefndar
innar vera fnamúrsk;«randi tilf/inn •
inganæmir, gagnvart öllum minni-
háttar atriðum, er að þessu máli
lúta, oig að þeir hafi sérstaklega
fyrirferðarmiklar hugmyndir um
heiður þjóðar og einstaklinga, svo að
yfir taki öll skynsamleg takmörk.
Mér virðist þeir Canada-Islending
ar, er álíta það smán, að þiggja af
stjórn sinni litla gjöf, sefn örvun og
aðstoð til þess að þessi sérkennilega
minningarhátíð á Islandi megi fara
se mbezt úr hendi, sýni virðingar-
skort sínum eigin stjórnvöldum með
því að banda hendi við þessari gjöf.
Að þeir sýni óislenzka (anti-Ice-
landic) eiginleika, með því að beita
þeim aðferðum, er Albert Johnson
jgerði í Lögbergi, þar sem auðséð
var hve alvarlegt áhugamál honum
var það að ófrægja Þjóðræknisfél-
agið jafnt sem nefndarmennina, er
svo mjög hefir verið getið.
Styrkur, veittur hverju góðu mál-
efni sem er, er heiðarlegur.
Það ætti engu máli að skifta hvað-
an féð kemur, sé það heiðarlega
fengið og gefið sem vinsemdarvott-
ur. Hvernig- getur fslendingum
fundist þessi litla igjöf óheiðarleg,
þegar hún er veitt sem verðskulduð
gjöf mönnum af íslenzkum ættstofni.
í þessu sérstaka tilefni?
Það er smásálarskapur að amast
við svo vinsamlegum styrk.
Nefndin hefir stillt mjög í hóf af-
stöðu sinni til mótspyrnunnar, að
einum manni undanteknum, — Dr.
Sig. Júl. Jóhannessyni, er nú hefir
sagt sig úr nefndinni.
Aferðin sem hann beitir í árásinni
á hina nefndarmennina, er blátt á-
fram skammarleg, og algerlega aum-
legur vegur til þess að réttlæta eig-
in afstöðu. Megin atriðin í máli
hans í Lögbergi fyrir nokkru síðan,
eru einstaks eðlis, , og örþrifaráð.
Að hlaupa í blöðin með persónuleg
mál frá nefndarfundum, í vonlausri
tilraun ti'l að réttlæta eigin afstöðu
verður ekki lagt á borð við anna5
en aðferðir óvandaðs stjórnmála-
skúms, er reynir að sletta auri á
hina nefndarmennina, til þess að ata
þá í almennings augum.
Greitlar H. Bergman’s í Lögbergi
foera á sér mark lýðæsingamannsins,
er kærir sig kollóttann hvaða aðferð
hann notar, til þess að ná markmiði
sínu, og sem kænlega dulbýr persónu-
legt hatur sitt til einstakra nefndar-
manna. Hann ræðir ekki frekar
málefnið, en hann reynir að ná sér
niðri á mönnum er aðrar trúarskoð-
anir hafa.
Nefndarmönnum hefir verið igefiS
í skyn að þeir séu óheiðarlegir. Að
þeir séu að fást við þetta fyrir eigin
vasa. Hvað þetta eru iilgirnisleg-
ar, daunillar, lítilmannlegar árásir á
menn, sem að þessu hafa ekkert til—
efni gefið til slíkra hugmynda,
hvaðan sem koma. Það er nógur
tími til þess að tala um slíkt, þegar
einhverjar sannanir um óheiðárleik
ligg’ja fyrir hendl. ■'
Eg hygg að nefndarmennirnir séíi
allir heiðarlegir starfsmenn, og vel
starfshæfir, og ég vona einlæglega,
að þeim takist að leiða þetta fyrir-
tæki til farsællegra lykta. Og ég
vona að sjá það, að margir veitl
nefndinni lið til þess. —
Um leið og ég verð að slá botninrr
í bréf.ið, af því að lestin til San
Francisco, sem ég verð að ná í er
að fara, þá langar mig til þess a$
þakka Heimskringlu fyrir þá fram-
sæknu og víðsýnu stefnu er hún
heldur. Stattu með vopnum og
haltu velli með heiðri. Sannleiks-
ástin ber öllum góðum mönnum heið-
ur í hlað, og steingervist aldrei eins
og kennisetningar þröngsýnna manna.
Heill þér, Halldórs frá Höfnum.
Virðingarfyllst,
Bruce Sanders.
E.S. Verðu djarflega og skynsam-
lega málstað hins betri Islendings.
Athugasemd:
Heimskringla er algerlega sammála
athugasemdum höfundar um styrkinn,
er svo vel eru fram settar, og er
honu mþakklát fyrir, enda hafa skoð-
anir vorar í því atriði frá fyrstií
fallið saman við skoðanir hins háttv.
höfundar. Enda virðist nú auðsætt.
að engum á Islandi muni detta *
hqg sú fáránlega skoðun, að féð sé
veitt til fólksflutninga frá Islandí.
En það var einmitt aðalmergur þeirra
mótmæla, er fyrst voru opinberlega
gegn styrknum hafin. Ætti þeim
nú að hægjast, er mest hafa mold-
viðrast út af því. —jRitstj.
---------x----------
Starfsvald heimferðar.-
(Frh. frá 1. bls.
óslitnu sambandi við hátíðarnefnd-
ina i Reykjavík frá því fyrsta, og-
hefir hátíðanefndinni heima verið
kunnugt um fyrirætlanir og fram-
kvæmdir nefndarinnar hér, og aldrei
nein snurða hlaupið á milli þeirra
nefnda. Mig furðaði því ekki all-
Iítið á, er sjálf'boðaliðið í Winnipeg,
er upp á sína eigin ábyrgð tókst á
hendur mótmæli og mótspyrnu gegn
heimfararnefndinni, og genigur svo
Iangt í því athæfi sínu að seinj.i
heimildarlaust, að því er vestur-
íslenzkan almenning snertir, um
flutning á Islendingum heim á há-
tíðina 1930, við sérstakt flutnings-
félag, og kljúfa Vestur-Islendinga í
þessu máli í tvær fylkingar, ef að
unt væri.
Cunardlínu-félagið tekur við þesstt
máli frá hendi þessara sjálfboða,
þrátt fyrir það iþó það vissi að heim-
fararnefndin væri starfandi í málinu
— eða ljær fylgi sitt því ofbeldis-
verki, sem sjálfboðaliðið var að
vinna, með þressum samningum.
Heimfararnefndinni þótti starfsað-
ferð þessi svo óvanalega einkennileg,
að henni kom til huigiar að Cunard
✓
I