Heimskringla


Heimskringla - 11.07.1928, Qupperneq 6

Heimskringla - 11.07.1928, Qupperneq 6
«. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG L. JÚLÍ 1928. rjarsjooa- hellrarnir. Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. 7. KAPÍTULI. Við hlustuðum nú þangað til allt var þögult úti fyrir, en þá fórum við að líta á herbergin, og tókum okkur herbergið sem lengst var frá dyrunum út að ganginum, þar sem varðmaðurinn hafðist við. Síðan fór- um við og lokuðum dyrunum. Herbergið var líkt hinum, nema það, að til annarar hand- ar var veggjaskot, klætt að baka til með út- skornum steini, og héldum við að það ein- hverntíma í fyrndinni, hefði verið skrín fynr guðamynd dinhverja, úr trúbrögðum Maya- flokksins. Við vorum nú ekkert hugteknir af tunglsljósinu, eða útsýninu úr hinum mjóu gluggum, sem voru svona hátt uppi. ‘“Jæja,” sagði Wardrop, og var alvöru- gefinn; “mér finst Ixtual líka það illa, að við skyldum koma aftur. Hann myndi veiö. "vinur vor ef hann gæti, en hann myndi ekki vilja fara fram yfir viss takmörk. Hann treystir loforðum okkar og hann hefir þar rétt fyrir sér.” Bæði Benny og ég litum nú spyrjandi til hans. Hann fylti pípu sína og kveikti í henni, en við biðum á meðan, og sagði svo: “Það sem ég meina er þetta: að, ef að við lofum því að vera góðir og mjúkir Maya- þegnar, og viljum vera hér til dauðadags, þá ætlar hann að hjálpa okkur til þess. En hvað sjálfan mig snertir þá ætla ég ekki að gefa honum eða öðrum loforð, sem ég ætla mér ekki að halda.” Eg leit nú til Beni Hassan, sem sat ró- legur á gólfinu, með krosslagðar fætur, og var að reykja, alveg eins og mál þetta snerti hann ekki vitundar ögn. “Benny,” spurði ég; “hvað segir þú um þetta?” “Eg er Mahómetstrúarmaður, og ég ætla að haida áfram að vera það, og það skiftir engu hvort ég dey á morgun, eða að þúsund árum liðnum. Það er allt skrifað niður, en ég segi nei.” Þegar /ég heyrði þessar undirtektir, J)á hafði ég ekkert meira að segja. Við uröum að berjast og liggja dauðir, eða sigra. Ixtual kom ekki fyrri en komið var fram á næsta dag. En það var engin efi á því að hann var mjög forvitinn, að vita hvað við hefðum afráðið, en hann stilti sig vel, og var rólegur, og spurði okkur hvort við værum búnir að afráða, hvað svar vort yrði? “Já Ixtual, sagði Wardrop,” ofur rólega; “við erum búnir að því. Við neitum því að kasta frá oss þjóðerni og trúarbrögðum vor- um, og vér neitum því að gefa upp tilraunir vorar, að yfirgefa þessa liina heilögu borg yðar, við getum ekki annað.” “Jafnvel þó að það kosti líf yðar,” sagði Ixtual, og var nú grettur. “Jafnvel þá,” sagði Wardrop, og var fast ur fyrir. Býsna langa stund stóð nú Ixtual þarna, grafkyr og þegjandi, með hendur krosslagðar á brjósti sér; en svo gekk hann hægt út að einum glugganum og leit út, eins og hann væri að hugsa um það, hvað nú kæmi næst. En þegar hann loksins snéri sér við, þá var andlit hans þýðara og mýkra, en ég nokkum- tíma hafði séð það. Hann lét nú niður falla að miklu leyti hinn ríkiláta og ráðríka svip sinn, og fór að biðja okkur að íhuga vel þennan úrskurð okk ar. Hann fullvissaði okkur um það, að ef hann hefði vald til þess, þá myndi hann taka góð og gild þagnarloforö vor, og senda okkur út úr landinu, en hann sagði, að það væri ó- mögulegt, sökum þess að hinir prestamir myndu ekki trúa okkur. En þegar við vild- um ekki linast við þessar fortölur hans, þá varð hann sorgbitinn, og sagði að hann gæti ekkert gert nema það, að segja hinum frá þessum undirtektum okkar, og myndu þeir halda okkur sem föngúm, þahgað til þ(eír hefðu ákveðið hvað gjöra skyldi. “Eg ætla að sehda þjón þann, sem ég treysti bezt, eftir dóti ykkar og farangri, og það er allt sem ég nú get gert fyrir ykkur.” * Hann efndi loforð sitt og um kveldið komu tveir menn, og yfirmaður þeirra, með allt dótið, og skyldu við það í ytra herberg- inu. En nú urðum við vissir um það, að við værum fangar þarna, er við heyrðum urgandi hljóð og smell í slá einni, þegar hurðin 'sem hermennimir gengu um, lokaðist, er þeir fóru burt. Wardrop tók undireins dót sitt, og fór með það í herbergi það, er hann hafði sofið í, og ég gerði hið sama, þó að Benny mælti á móti því, og segðist enn vera þjónn minn. Eg sá að allt dót mitt var ósnert, að und- anteknum skotvopnum og hnífum, og ég fór að hrósa heppni minni, er ég fann “safety” rakhnífinn minn í dótinu mínu. En þá kall- aði Wardrop mig inn í herbergi sitt, og sýndi mér þunnar samanvafðar arkir af pappír, og sagði mér að þetta væri bréf frá henni Mar- zidu. “Eg fann það,” sagði hann; “og hafði því verið troðið inn í fataböggulinn minn.” Bréfið hljóðaði á þessa leið: “Kærí vin! Nú heyri ég að þeir hafi sent eftir dóti ykkar, og býst ég nú við hinu versta. Eg fékk einnig grun um þetta er ég heyrði þá tala saman Manco og foringjann, sem nú bíður hér niðri, að það ætti að taka ykkur fasta sem fanga, og ætti hið æðsta ráð þjóð- arinnar að fjalla um mál ykkar og þurfið þið engvar miskunar af því að vænta. Eg á- minni ykkur um það að nota öll hugsanleg brögð til þess að draga málið. Það er hin eina von fyrir ykkur um leið, hin eina von fyrir mig, því ég hef einsett mér það, að, ef ég á einhvem hátt, get fundið ráð til þess að þið losnið héðan, þá ætla ég að flýja með ykkur. Eg bið til guðs á hverri stundu að hjálpa mér til að koma þessu fram. Þín, Marzida.” Hendurnar á hinum stórvaxna vini mín- um hríðskulfu þegar ég rétti honum bréfið aftur, og með lotningu lyfti liann bréfinu upp að vörum sínum, og sá ég nú ljóslega hvað honum bjó í hjarta. Hann gekk út að glugg anum og stóð þar, og snéri að mér bakinu. Eg tók þátt í tilfinningum hans, og lét hann vera þar kyrrani nokkurn tíma. Þegar ég kom aftur klukkustund seinna, var allt rólegt sem vanalega, fórum við aftur að tala um vanda þann, sem við vorum staddir í. En þá kom Benny sem fjandinn úr sauðarleggn- um, og stökk til okkar eins og pardusdýr, og horfði um öxl sér, eins og einhver væri á eft- ir honum, sem ætlaði að drepa hann. “Hjálpi mér nú hinir heilögu ilskór spá- mannsins,” hvislaði hann á arabísku. “Það eru draugar hérna. Þessi stóra hola í veggn um, sem þú sagðir að Maya einhver hefði ver- ið í, hún er nú að hvísla og marra. Og það urgar í henni eins og í sandinum á eyðimörk- inni, þegar vindurinn þeytir honum upp. Og þessi hávaði fór að hreyfast.” “Hvaða vitleysa!” sagði Wardrop; “þú hefir verið sofandi maður, og þig hefir dreymt vondan draum!” “Dreymt það? Dreymt það? Nei! Kom ið þið með mér^ og hlustið á það.” Til þess að gera hann nú rólegann fór- um við með honum, og gengum varlega inn í herbergið, og þangað sem skotið var, og fór- um að hlusta. Fyrst um stund heyrðum við ekki neitt. En þegar við hlustuðum lengur, þá heyrðist okkur maður vera að þukla hinu- megin, rétt eins og hann væri að leita að loku eða lykilholu (skráargati). Við War- drop horfðum nú ósjálfrátt aftur á bak, og stöðum í miðju herberginu, og Benny fyrir aftan okkur, og horfðum á skotið. Það var allt af steini gert, og virtist alveg ómögulegt að hræra það. Súlurnar í því voru úthöggn ar, og að því er við vissum, óhreyfanlegar. En þá sáum við að ein súlan fór hægt og hægt að hreyfast inn á við til okkar, en súlan á móti hinumegin fór aftur að hreyfast frá okkur. Það var veggurinn, sem þama var kominn á hreyfingu, og loksins sáum við mann smá koma í ljós. Hann var allur ryk- ugur og óhreinn, með löngu hári. Hann hafði lagst þama á steininn af öllu afli og þunga sínum, og svo steyptist hann á gólfið fyrir fótum vorum, og valt þar um, en settist fljótt upp og fór að depla augunum, og svo fór hann að rífa úr þeim rykið með höndum og hnúum, og svo þegar hann fór að sjá dá- lítið þá fór hann að lirópa: “Nei! gúð minn Jgóður! eruð það þið? Hvemig komust þið hingað?” Við stukkum nú báðir fram í einu, War- drop og ég, og gripum hann í arma okkar, og kipptum honum upp, svo að hann stóð nú á fótunum. “Morgano! doktor Morgano!” hrópaði nú Wardrop. “Það ert þú, gamli gaurinn!” hrópaði ég. En Beni Hassan stóð þar grafkyr, með stóru brosi á andlitinu. “En að við skyldum finna þig aftur,” sagði Wardrop, og hristi litla vísindamann- inn í hinum sterku örmum sínum. En Beni fór með höndunum að sópa og hrista rykið af fötum læknisins. Þau litu nú út eins og einföldustu verkamannaföt. “Hættu nú þessu Benny,” sagði læknir- inn óþolinmóðlega. “Farðu fram í ytra her bergið og passaðu að enginn komi inn til okk- ar.” En þegar Benny var farinn þá snéri hann sér að okkur, og nú gat ég fyrsta sinni fengið tækifæri til að taka vandlega eftir honum, og hálfblöskraði mér útlit hans. Hann hafði elst um tíu ár síðan ég sá hann seinast. Hið mikla hár hans var nú næstum orðið hvítt. Augun voru sokkinn inn í höfuðið, og andlitið var orðið náfölt, eins og á manni sem sjaldan sér sólu. “Eg vissi það ekki fyrri en í kveld, að þið væruð hérna. Þeir forðuðust. að láta mig vita það. Eg komst að því af tilviljun, og það er svei mér heppilegt að ég skuli hafa fundið út leyndardóma hallar þessarar. Hún er reglulegt völundarhús af leynigöngum og leyndardómum. En segið þið mér: hvað hefir valdið komu ykkar hingað?” “Bréfið frá þér náttúrlega — Veguitas bréfið,” svaraði Wardrop. En til undrunar ökkar stökk nú Morgano á fætur og fór að skaka steyttan hnefann með ákefð þeirri, sem einkennir menn af latnesku kyni. Veguitas! Veguitas! Eg þekki engann Veguitas. Þetta bréf var skrifað fyrir mann sem Basta heitir, og mánuði eftir að hann lagði á stað í sendiför sína, þá fanst eitthvað af líki hans úti í skógnum, og hjá líkinu fundu þeir eitraðan höggorm dauðann. Enn hvað mig snerti, þá var ég sannfærður um það, að allar tilraunir mínar að finna ykkur, eða ná tali af ykkur, höfðu verið ár- angurslausar, og yrði ég aftur að reyna að ná í ykkur. Þetta atriði er alvarlegra en þið hugsið. Og ég vil nú að þið segið mér skýrlega, og með öllum smáatriðum, allt það sem fyrir hefir komið.” Hann settist nú niður þarna hjá okkur, með sama svip og dómari, sem á að dæma hvað satt sé í máli einu, af líkum þeim, eður sönnunum, sem fram eru bomnr. Hann spurði okkur fyrst nákvæmlega eftir útliti og öllum svip manns þess, sem sagðist heita Veg- uitas, og loksins hrópaði hann upp: “Veguitas! það er enginn Veguitas. Það er enginn annar maður en hann Azani, æðsti prestur Maya þeirra, sem búa í borginni hinu megin við þétta skóginn. Og hann er hinn rammasti afturhaldsmaður þjóðar sinnar, og opinber óvinur þeirra Manco, og Ixtual, og ég hef fyrirboðið honum að koma í hina helgu borg af því ég gruna hann um samsæri, hann er morðgjam, slægur og hugrakkur ofsatrú- armaður. Eg gat aðeins sent leyniletrið und ir því yfirskini, að ég kynni að geta fundið hina glötuðu fjársjóðu, og dýrgripi hinnar fornu Mayaþjóðar. Hið æðsta ríkisráð vissi um það, og einhver þeirra hefir sagt Azani frá því. En hann hafði þá hugmynd, að ef hann gæti komist yfir mikil auöæfi, þá gæti hann orðið konungur Mayaþjóðarinnar. Menn segja að hann sé nú einhverstaðar í Yukatan, að heimsækja aðra kvísl Yukatanþjóöarinn- i ar> °S ég hef ekki nokkurn efa á því, að hann hefir ætlað sér að gera uppreisn, hvenær sem hann sæi sér fært, og það er illa farið að þið gátuð ekki stytt honum aldur. En sé hann fangaður, þá gefur það okkur tíma til að sleppa. . Hann hugsaði sig nú um stundarkorn, en virtist ekkert ákveðið áform hafa, og bygði svo vonir sínar að mestu leyti á því, hvað hann kynni að geta gert á hinum árlega hátíðis- degi í júnímánuði, en þangað til voru 64 dag- ar. “Þá er það,” sagði hann; “og aldrei en- drarnær, að ^uðinn Icopan, talar, og er ég, túlkur hans, og á þá að vera viðstaddur. En fyrst ég veit nú að þið eruð héma, þá verð ég að finna einhver ráð til þess að vernda ykkur, en það getur orðið nokkuð erfitt, sök- um þess að ég á ekkert við hið æðsta ráð að sælda, og sjaldan við Ixtual, sem stýrir hátíð- um ðllum. Eg hef leitað allra bragða til þess að vera einn, og barist fyrir því, til þess að geta haldið áfram fræðslu minni, og auk- ið þekkingu mína óhindraður, þangað til þessi flón halda það og trúa því, að ég sé svo heil. agur, að ég geti ekki verið með öðrum mönn- um. Verð ég því að lifa einn út af fyrir mig.” Hann ætlaði nú að segja meira, en þá kom Beni Hassan, og sagði okkur að einhver væri að koma, og hvarf læknirinn eins og fluga í gegnum vegginn, og dyrnar lokuðust á eftir honum. Kom þar þá yfirmaður einn, sem hélt vörð yjjr okkur, og sagði að við ættum að yf - irheyrast þetta kveld, og ætti hann að gæta okkar þangað til. Þótti okkur þetta frem- ur vita á illt en gott. 8. KAPÍTULI. Eg verð að játa það, að foringinn, sem hélt vörð yfir okkur, var hinn liprasti hvað okkur snerti, því að hann kotraði sér niður í fjarlægasta hornið í herberginu og lét svo lítið bera á sér, sem honum var mögulegt. Kveldmatur okkar kom á vanalegum tíma, og hann lét ekki í ljósi að hann yildi borða með okkur. Hann hafði ekkert á móti því að koma með okkur inn í minna herberg- ið, og þar töluðum við rólega um ástand okkar. Það var þýðingarlítið að tala um það, því að nú var það eina sem við gátum gert, að draga tímann, og það var jafnve! spursmál, hvort við gætum það, svo að gagni kæmi. Okkur fanst tíminn dragast hægt og hægt, sem þungur sleði í vondu færi, og kom það af efa þeim, sem við vórum í. Og ég býst við að það sé jafnan tilfellið fyrir þeim sem fangar eru, og bíða dómsins um það, hvort þeir skuli lifa eða deyja. Sólin gekk til viðar og svo kom rökkrið stutt og enda- slept, og þegar næturmyrkrið féll yfir landið, þá kviknuðu ljósin í bústöðum höfðingjanna á meginlandinu. Wardrop þóttist þekkja eitt þeirra, og held ég að hanna hafi verið að hugsa um heimili Manco’s. Eg var að hugsa um hvort nokkuð hefði komið fram sem gæti hjálpaö okkur, en hvað doktor Manco snerti, þá kom mér hann fyrir sjónir, sem brotinn reyr. Ef að hann hefði haft nægan tíma, þá efaðist ég ekki um það, að hann gæti dregið hettu fyrir augu þeirra, svo að við fengjum tækifæri til að sleppa frá þeim. En tíminn var svo stuttur að ég örvænti um það. Tím* inn var okkar versti óvinur. Klukkan var farinn að ganga ellefu þeg- ar við heyrðum einkennilega klappað á dymar og opnaði þá varðmaðurinn þær. Við heyrð um ekki hvað sagt var, en varðmaðurinn snéri sér óðara að okkur og sagði: “Herrar mínir, ráðstefnan er sett, og þið eigið að koma og mæta fyrir henni. Viljið þið koma með mér án þess að veita nokkra mótstöðu?” “Áreiðanlega gerum við þ^ið,” svöruðum við, því að við vissum vel að það var þýð- ingarlaust að standa nokkuð á móti, og geng um við svo út í ganginn. Vóru þar fyrir S menn, og gengu 4 á undan okkur, en 4 á eftir. “Það er svei mér viðhafnarlegt þetta,” sagði Wárdrop, og átti hann við einkennisbún- ing varðmannanna. Búningur þeirra var allur bróderaður með gullþræði, og líktist meira persneskum búningi en vestanmanna, og ég tók eftir því, að á baki hvers manns var merki guðsins, Icopan — og höfðum við séð það á gullstöngum og silfurstöngum, og gull- kistum í fjárhellrunum undir hæðunum tveim. Hjálmar þeirra voru póleraðir og glampaði á þá af ljósunum uppi; eins lýsti af oddum spjóta þeirra, og pístólur höfðu þeir í belti sér. Var þetta sambland af fornum og nýj- um hermannabúningi. En umhverfið var allt fornt, og veggirnir voru letraðir með helgirún- um, sem voru mörg þúsund ára gamlar, þeg- ar Egyptaland var í æsku. En loksins kom um við á opin blett, sem var óbreyttur frá því er við höfðum séð hann fyrst. Þá skoðuð- um við blett þennan með léttum huga. En nú var gangann önnur, því að nú vorum við fangar, sem leiddir voru til dómsins. Við snérum nú leiðinni inn í þann hluta musteris- ins, sem ég hafði veitt litla eftirtekt þegar við Wardrop og læknirinn vorum þar einir, en nú komum við í göngin sem lágu í hálfhring þangað til við komum að voðalega stórinn málmdyrum, og voru þar verðir tveir í ein- kennisbúningi, líkum búningi manna þeirra sem fylgdu oss.. Þeir stönsuðu okkur þang- að til yfirmaður þeirra sem með okkur var, sagði þeim leyfisorðið. Opnuðust þá dyrnar og gengum við niður breiðar marmaratröpp- ur, sem ég hefði dáðst að ef betur hefði á staðið. Við komum nú að hinum neðri enda trappanna, og þóttist ég nú viss um að við værum á botni hins stóra pýramida, sem musterið var bygt á. Aftur þama komum við að járndyrum stórum, með stóru letri á, og var inngönguorðinu hvíslað að okkur. Dyrnar opnuðust og nú stóðum við í her- bergi, sem kalla hefði mátt fordyri, að fornu hásætisherbergi. En þar var ekkert skraut.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.