Heimskringla - 05.09.1928, Síða 4

Heimskringla - 05.09.1928, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 5. SEPT. 1928. WINNIPEG 5. SEPT. 1928. Athugasemd Herra Ritstjóri: Þótt erindi mitt sé nú litið, þá vona ég að þér fyrirgefið ónæðið sem ég geri yður með að líta sem snöggvast inri til yðar. Eg kem til þess að minnast lítið eitt á greinina yðar í Heimskringlu, 22. ágúst, um ræðurnar i Riverton 6. þ. m. Víst má ég vera yður þakklátur fyrir það, sem þér segið þar um ræðustúfinn minn. Því ekki er ég yfir það hafinn að láta mér betur líka þegar af góðgirni er^dæmt um það, sem ég er að fást við, sízt á þessum siðusttt timum, þar sem svo mikið af því gagnstæða hefir verið látið yfir mig ganga.— En ekki var nú þetta erindið, heldur vildi ég víkja að því, sem þér segið um ræðu skóla- stjóra J. Jóhannssonar. Mér þykir dómur sá fram úr hófi ósann- gjarn. Auðvitað þarf ekki herra Jóhannsson á vörn frá mér að halda, en málið snertir mig að því leyti, sem svo er að sjá, sem þér séuð að bera hönd fyrir höfuð mér, sem talaði fyrr, og á var svo ráðist, að því er yður virtist. Eg vil því 5 allri vinsemd segja yður nú, að þeim hlífiskildi var óþarft að halda yfir mér.i Eg fann mig ekki móðgaðan né áreittan með einu eða neinu er herra Jóhannsson sagði, og skemti ég mér hið bezta undir ræðu hans. Er- indi hans var, að mínum dómi, formlegt og efnisríkt. Engir smáskamtar í þrítug’ustu þynningu. Og það leyfi ég mér að segja, að í einum kafla þessarar ræðu kom fram það snjallasta sem ságt var á þeim ræðupalli, þann dag. Þetta seinasta segi ég nú, eins og nærri má geta, að okkur hinum ræðumönnunum, alveg ó- löstuðum. Er það annars “háttlægrú” (tact'—mætti eins vel segja háttprýði — að ráðast þannig á mann, fyrir erindi sem flutt er, fyrir*annars bón. á skemtimóti, og enginn er persónulega móðg- aður með neinu sem sagt-er1? Eg held að það sé fremur sjaldgæft. Eg get ekki varist sam- úðartilfinningar með þeim, sem kvaddir eru til slíkrar ræðuhalda. Eg hélt mína fyrstu Is- lendingadagsræðu fyrir 38 árum síðan,— forseta ávarp. Siðan hef ég haldið þær fleiri en ég get munað eða talið og svo talað við fjölda mörg önnur skyld tækifæri, svo sem þorrablótin. Engin veit það betur en ég, að fæstar af þeim ræðum hafa verið upp á marga fiska, þó þeim hafi jafnan verið vel og vinsamlega tekið. Því mér 'hefir oft veizt örðugt að finna nýjar hlið- ar þessa sama máls, og hætt við að lenda inn á mí.nar, eigin eða annara löngu troðnu götu- slóðir. Finnst mér því góðra gjalda vert ef eitt- hvað nýtt lætur á sér bóla. Og þeir sem þá kunna að finna skoðun sinni bægt, ættu góöfús- lega að gæta þess, að hvorki eru þetta stjórn- málafundir né heimsádeilu-þing heldur bara skemtisamkoma. Leslie, Sask., 28. ágúst 1928. IV. H. Paulson. * * * Kæri hr. W. H. Paulson! Vér getum fullvissað yður um það, að greinin í Heimskringlu, sem þér víkið að, var ekki skrifuð á nokkurn hátt í þeim tilgangi að taka svari yðar, né halda hlífiskildi yfir yður. Vér vissum yður lang færastan til þess sjálfan, enda virtist oss, satt að segja, aldrei að yður ráðist persónulega. Vér getum líka vel skilið það, að þér hafið ekki móðgast fyrir yðar eigin hönd af því, sem næsti ræðumaður sagði. Það mál rýrði á engan raunverulegann hátt hið ágæta erindi yðar. En þér vitið líka, að um leið og það erindi var flutt, var það ekki lengur eign yðar sjálfs ein- göngu, heldur allra vor hinna, er vorum svo heppin að hlusta á yður þann dag. Að það hafi verið háttlægnisskortur, að glefsa í það fagra erindi eins og gert var, og í þeim tilgangi, það stendur alveg eins óbaggað fyrir því, eins og líka það, að undantekningarlaust allir, er vér áttum tal við, á eftir um þetta, og þeir voru matgir, voru, að einum manni undan- skildum, alveg á sama máli og vér um erindið, og höfðu engu síður meiðst og móðgast af því. Vér verðum að biðja yður að virða oss það til vorkunnar, þótt vér sjáum enga samlíkingu, þá sem þér virðist koma auga á, um háttlægnisskort vorn og hr. J. G. J. Vér teljum oss hafa haft gild- ustu ástæður til þess að rita svo er vér gerðum, og jafnvel fylgja betur á eftir, en sjáum enn • tenga einustu afsökun fyrir tiltæki hans. Og vér sjáum ekkert líkt með því að deila á mann, er hefir til þess unnið og hinu, að deila á mann er ekkert hefir til unnið. Þér höfðuð engan móðg- að. Eða að minnsta kosti fáum vér eigi skilið, að það sé Canada móðgun, þótt haldið sé á lofti því sem vel er um ísland og íslendinga. Jafnvel þótt yð- ur hefði orðið á sá ófyrirgefanlegí hátt lægnisskortur, að nota Islandsminnið til . þess að óvirða Canada að einhverju leyti, þá hefði það samt ekki verið rétt- læting ræðu þess, sem næstur yður gekk á pallinn. Þér hefðuð þá sjálfur verið búinn að stimpla yöur nægilega, og ekk- ert bætt úr skák þótt ísland hefði líka verið óvirt. Árangurinn hefði þá að- eins orðið þeim helmingsmun hörmu- legri, fvrir oss, sem á hlýddum, að tvei,r ræðumenn hefðu þá orðið ósvinn- ir þenna dag, í staðinn fyrir einn. Og vér getum fullvissað yður um það, að samúð vor með tækifærisræðu- mönnum er engu minöi en iyðar, og líklegast þeim mun dýpri og innilegi'i, sem oss er miklu erfiðara en yður að leysa af hendi það hlutverk, sem þeim er ætlað. En vér sjáum heldur ekki að sú mikla samúð geti á nokkurn hátt af- sakað það sem gerðist. Eða myndi samúð yðar afsaka það, á þeim degi, er vinir yðar og ættingjar vildu heiðra hús yðar, að það væri gert með því, að ó- virða hús bróður yðar, er í fjariægð byggi, kasta rýrð á æfistarf hans og sona hans og dætra? Eg kann yður þá illa, ef það dapraði ekki svo gleðina fyrir yður, að hrósið um yður sjálfan yrði sem mold og aska í munni yðar, og falsróma skjallkliður í eyrum yðar. Vér sögðum hér að framan, að vér gætum vel skilið, að þér hefðuð ekki móðgast fyrir yðar eigin hönd. En vér verðum þá líka að segja það, kæri herra Paulson, að það er allsendis eina atr- iði£ sem vér fáum skilið í bréfi yðar. Og hvernig þér hafið skemt yður undir ræðu hr. J. G. J., er oss alger ráðgáta. Því það og allt annað, er þér segið um hana gætum vér með því eina móti skilið, að mögu- legt væri að sannfæra oss us það, að þér hefðuð ekki meint nokkurn skapað- an hlut af því sem þér sjálfur sögðuð fyrir minni íslantís. En ,bæði af því að vér höfum kynnst yður svolítið per. sónulega, — þótt vér finnuim oss það mein, að það hefir ekki verið meira — og ekki síður af hinu, að vér hlýddum á mál yðar þann dag, þá er ómögulegt að sannfæra oss um annað en að þér meint- uð það allt saman, gaman og alvöru, og það mest, er þér mæltuð fegurst og al- varlegast. Og þessvegna verðum vér að játa það, að vér getum eigi, að nokkru minnsta leyti, áttað oss á framanskráðum ummælum yðar um ræðu hr. J. G. J. því hún var, að vorum dómi, þveröfug við allt það, er þér segið um hana. Og svo fróðlegt þætti oss að sjá yður færa rök að því, að vér þyrðum jafnvel að leggja til hólmgöngu við yður á ræðupalli, um þau rök, svo óendanlega miklu betur vígan og vopnfimari sem vér vitum yð- ur. Og að endingu: Vér sjáum enga af- sökun í því að “enginn var persónulega móðgaður” (þ. e. a. s., á engan við- staddan ráðist persónulega) né á því að þeta kom fyrir á skemtimóti. Til ein- staklinganna, yðar eða vor, tekur menn ekki endilega sárast. Landið, Island eða Canada, eða hvað sem það heitir, er einstaklingnum ofar, persónugerfingur alls þess, sem oss, forfeðrum vorum og niðjum, þúsund ættliðum, var og er ein- hvers virði, því skírara og helgara, sem allt gjall og sori er sáldað og síað úr þeim dýra málmi. Því er oss það jafn tilfinnanlegur sársauki ef á hann fellur, þótt á skemtimóti sé. En ef hugtakið “skemtimót” — og hér mælum vér almennt — á að afsaka allt, svo að sama sé hvað á þeim mótum er sagt, sama hvernig menn koma fram, sama þó menn hegði sér sem trúðar í paðreimi, þá er óþarft að stofna til veg- legra hátíðahalda í því tilefni. Þá er einfaldara og umsvifaminna, að vér tök- um oss saman og höldum út í dýragarð, til þess að ærslast þar á fjórum fótum innan um hinar skepnurnar, hlæjandi og gapandi við öllu því, sem að oss er kastað. ------X------- EN BÆNDURNIR SOFA “Bændaflokkurinn eða framsóknar- flokkurinn” hófst af megnri óánægju bænda cg nokkurra annara borgara, út af fjármálastefnu gömlu flokkanna og því fyrirkomulagi sem allajafna var á ráðsmennskunni um opinber mál. Meðal flugrita þeirra er út voru gef- in um þessi efni, meðan áhuginn var sem heitastur, var “Bændastefnan ’ (“The Farmers Platform”), með þessari auka fyrirsögn: “Ný þjóðmálastefna fyr. ir Canada.” (“A New National Policy for Canada”). Landbúnaðarráðið can- adiska (The Canadian Council of Agri- culture) aðhylltist þessa stefnuskrá í nóvember 1918, og bændasamböndin (“United Farmers”) í Ontario, Manitoba Sask. og Alberta aðhylltust sömuleiðis þessa stefnuskrá. Tíunda grein hennar fer fram á ýmsar breytingar í þá átt að koma að meira lýðræði í stjórnarstörf- um. Meðal annars: —“Að tafarlaust skuli stemma stigu fyrir viðgangi l)ess fyrirkomulags, að stjórna með ríkisráðstilskipunum, en í þess stað skuli aukið á ábyrgð hvers eín- staklings í þinginu gagnvart allri lög - gjöf.” Sömuleiðis var falin í þessari stefnu skrá krafa um: —“Þjóðeign og yfirráð járnbrauta, samgöngufæra á legi og í lofti, talsíma og ritsímakerfum, allra framkvæmtía til nýtingar orkulinda landsins, og kola námsiðnaðar.” Samskonar kröfur voru áður í stefnuskránum 1911 og 1916; í fylkis- stefnuskrá U. F. M. 1921; í ríkisstefnu- skrá framkvæmdarflokksins 1925. Og nú síðast, á þessu herrans ári 1928 var á allsherjarfundi bændasambandsins í Manitoba (U. F. M.) samþykkt ályktun, er krafðist þess: —Að vatnsorkustöðvum vorum sé hald ið undir þióðeign og skuli virkjaðar af fylkisstjórninni, til þess að gegna iðnaö- ar- og heimilisþörfum, eftir því sem á þeim bólar.” * ' * * Hvers virði eru nú allar þessar kröf- ur og ótal margar aðrar, er ganga í sömu átt, í augum bændaflokksmanna í Manitobafylki, og fulltrúa þeirra? Erfitt að segja með vissu. En í fljótu bragði séð ekki nógu verðmætar til þess að raska blundi bænda svo, að niðurinn í Sjö-systra fossunum megi glaðvekja þá til kröfunnar um að ráða þeim og virkja þá sjálfir. Að vísu eru undantekningar, t. d. í Swan Ríver, en þær eru allt of fáar. Ekkert hefir komið fram í málinu, er sannfært geti langsamlega mestan þorra þeirra, er opinberri virkjun unna og á hana trúa, um það, að sýnu háska- legra sé fyrir hið opinbera, heldur en Winnipeg Electric félagið, að virkja Sjö- systra fossana, eftir því sem nauðsynin krefur. En bændurnir í Manitoba sofa. Tilhugsunin um það, hverjar líkur hið opinbera muni hafa til þess, eftir að stýfð er hönd og höggvinn fótur nú, að keppa við hin voldugu einkafélög um orkuframleiðslu, eftir að þau í 30 ár hafa fengið að éta sig feit á Sjö-systra orkunni, ætti að geta vakið hvern fram- sóknarmann til alvarlegrar umhugsunar. —En Manitobabændurnir losa ekki svefninn. I næsta fylki er fyrir skommu lát- inn Sir Adam Beck, eftir að hafa sett sér að minnisvarða vatnsvirkjun Ontar- iofylkis, voldugasta vatnsvirkjunarkerf- ið í veröldinni. Ljóminn af stórfengleik þess og viðgangi ætti, á ekki lengri leið en hér er á milli, að geta stafað svefn- glýjuna á burt úr augum framsóknar- sinna. — En Manitobabændurnir rumska ekki. Málið er að komast í eindaga. Nýlega voru beztu vonir um að það yrði lagt fyrir fylkis- þingið. Nú er slegið fölskva á þær vonir, og þær sýnu dapr- ari, eftir síðustu samfundi inn- anxíkisráðherra og forsætisráð- herra fylkisins. Nú gætu skjót handtök verið gagnleg sem oftar — en Manitobabænd- urnir og leiðtogar þeirra sofa. Ætla þeir ekki að vakna til þess að segja leiðtoga sínum. að þeir séu honum ekki sam- mála í þessu eíni, að hann sé að villast af réttri leið? Eða ætla þeir að sofa áfram draum- alaust, í öruggu trausti þess, að þeir þurfi sjálfir aldrel fram ar að hugsa, af því að leiðtog- inn hafi nú einu sinni vel gert hingað til? Lýsa yfir óskeikul- leik hans með þögninni? * ¥ * “The Weekly News,” blað S. J. Farmers, fylkisþingmanns, og fyrverandi borgarstjóra í Winnipeg, sem ásamt “Trib- une” hefir talað máli opinberr- ar virkjunar fyrir enskulesandi mönnum hér í Winnipeg, lýkur ritstjórnargrein í síðasta blaði með áskorun til fylkisþing- manna þeirra, er blaðinu virð ist hafa gert tilkall til að vera framsóknarmenn, og eiga að baki sér þannig sinnaða kjós- endur. Þessi áskorun er svo: “Vér snúum máli voru beint til fylkisþingmanna......Hvað segið þér Mr. Poole? Þér voruð í fjögur ár forseti bændasam- bandsins í Manitoba. Þér ættuð að vita um þetta. .Tá, hvað er um það, Mr. Mc- Cleary? Þér eruð fulltrúi einhvers framsæknasta bænda- héraðsins í Manitoba. Við hverju búast kjósendur yðar af yður? Og þér, Mr. Griffiths —þér eruð flokksfundarstjpri stjórn- arþingmanna. Látið þér yð- ur lynda að vera notaður sem stimpill eingöngu? Þér vitið hve mikið þingflokkur yðar fékk að vita meðan verið var að gera samningana. Mr. Wolstenholme —þér haf- ið ósjaldan lýst yfir lýðræðis- trú yðar — hvernig koma þessar Sjö-systra framkvæmd- ir heim við lýðstjórnarhugsjón- ir yðar? Mr. Boivin — þér hafið stað- ið undir fléiru en einu flokks. merki. Kjósendur yðar kusu yður sjálfs yðar vegna, en ekki flokksfylgis. Gefst ekki hér tækifæri óháðum dómi og f ramkvæmdum ? Mr. Pratt, lögmaður en ekki bóndi, en uppal-inn í framsýn- um pólitiskum skóla, getið þér komið þessum Sjö-systra samn ing!i heim við pólitískar sið- ferðishugsjónir yðar? Mr. MacKenzie, • frá Delor aine, vöggu margra framsókn- arhreyfinga; Mooney frá Vird- en, Berry frá Grandview, Ing- aldson frá Gimli, Morton' frá Gladstone, Munn frá Dufferin. Muirhead frá Norfolk — mið stöðvum framsóknarhugsana og sjálfstæðis í stjórnmálum — sættið þér yður við það, að sjá stefnu yöar svo skjótt lúta í lægra haldi fyrir þeim meingöll um, er þér dæmduð gömlu flokk ana tvo harðast fyrir? Honorable Mr. Hoey, hversu oft hafið þér ekki þrumað á móti pólitískri ráðsmennsku auðvaldsins! Á pólitísk henti- semi að verða þyngri á metun- um hjá yður nú? Hér er um meira, langt um meira, að tefla, en örlög einn- ar stjórnar. Mikilvæg fram- sóknarhreyfing er í veði, grund- vallaratriði lýðræðisins eru í veði, velmegun almennings, sem þér eigið að þjóna, er í veði. Ályktanir og pólitísk stefnuatriði, allt er það gott og blessað — en hvað gagnar slíkt, ef þeim er ekki fylgt til fram- kvæmda, þegar svo ber undir.. Stefnan framar flokknum þingmenn góðir, ef þér viljið halda orð og eiða við þá seni vörpuðu trausti sínu á yður.” * * * En við þesar spurningar “W. N.” til nefndra fylkisþing- manna, langar oss til þess að bæta þessari: Mr. Sigfússon frá St. George, hvernig lítið þér á þetta? þér eruð að vísu liberal flokksmað- ur, en vinir yðar, t. d. dr. Jó- hannesson, fullyrða að þér séuð í raun og veru framsækinn. Eruð þér nú leiðtoga yðar sam- mála í þessu efni? Eða ætlið þér með afstöðu yðar til þessa máls, að láta þá, sem helzt eru vakandi í kjördæmi yðar, finna enn sárar til þess en nokkru sinni fyr, að séra Albert E. Kristjánsson skipar ekki sæti yðar á þingi? ---------x--------- Heimkoma Vest- ur-íslendinga Islenzku blööin vestan hafs hafa. nú aö undanförnu rætt mikiö um heimsókn Vestur-Islendinga hingaö’ 1930. Og þetta mál hefir komitv þar á staö deilum og flokkadráttum, sem mönnum er ennþá lítt kunnugt um hér heima. Því er líka svo far- ið, að flestir hér heinta munu eiga erfitt með aö átta sig á þeim deilum. Menn eiga nú alment von á því, að Vestur-lslendingar komi hingaö fjöl- mennir 1930 og hlakka til komu þeirra. Lögrétta telur víst, aö eng- ir gestir geti verið Islendingum kær- komnari 1930 en landar þeirra vest- an um haf. Að hér yrði lítiö á heimsókn þeirra sem agentáleiöang- ur, eins og komiö hefir fram i deil- unum vestra, getur ekki náð neinní átt. Engin efi er á því, aö hér yrði tekið á móti þeim svo vel sem föng veröa til, og héöan ætti a5 vera boöinn fram einhver styrkur til þess aö greiöa fyrir förinni. Hér skal nú stuttlega skýrt frá undirbúningi málsins vestra og af- stöðu þess þar. Málinu var fyrst hreyft á þingi ÞjóðræknisfélagSins í febrúar 1925, og á næsta þingi þess 1926, var mál- ið tekið á dagskrá og fengið stjórn- arnefndinni til meðferöar, en hún skipaði í þaö sérstaka nefnd senx hafði það til meðferðar fram a5 þingi 1927. Lagði hún þar fram skýrslu og var þá kosin í málið 5 manna milliþinganefnd og henni veitt leyfi til þess, að bæta við sig mönn- um eftir þörfum. Hefir sú nefnd haft málið með höndum síðan. En nú -fór að vakna almenn athygli á því meðal Vestur-Islendinga. I þingnefndina voru kosnir: Jon J. Bildfell ritstjóri, Jakob F. Kristjáns- son, bróðursonur Magnúsar ráðherra Kristjánsson, Arni Eggertsson, Asm. P. Jóhannsson og séra Rögnvaldur Pétursson. En sjálf kaus nefndin í viðbót: Hon. Tihomas H. Johnson (sem andaðist 20. maí 1927), Jóseph T. Thorson sambandsþingmann Ott- awa, séra Jónas A. Sigurðsson fyr- verandi forseta Þjóðræknisfélagsins.. W. H. Paulson, þingmann i Sask., Guðm. S. :Grimsson umdæmisdóm- ara í N. Dak. og Gunnar B. Björns- son skrifstofustjóra í St. Paul. Sjálf- kjörinn í nefndina var forseti Þjóð- ræknisfélagsins, séra Ragnar E. Kvar an. Nefndin leit svo á, að verkefni sitt væri í þessu fólgið: 1. að benda mönnum á og kynna þeim tilefni há- tíðarinnar, 2. að ná samtökum og samböndum við allar Islendingabygð • ir vestra, 3. að semja um farbréf og fleira, sem að flutningi lýtur, 4. að auglýsa land og þjóð meðal þar- lendrar þjóðar og 5. að afla þjóð- inni virðulegrar viðurkenningar h.já alríkisstjórnum Canada og Bándaríkj anna.— Þetta verkefni hugsaði nefnd I in sér að levsa af hendi. 1. með I þvi að rita í blðð, islenzk og ensk, þar vestra, 2. með því að halda fundi i ísl. bygðarlögum og skýra

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.