Heimskringla - 05.09.1928, Blaðsíða 5

Heimskringla - 05.09.1928, Blaðsíða 5
WINNIPEG 5. SEPT. 1928. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐa máliS, 3. meS því aS koma keppni milli skipaútgerSarfélaganna um aS bjóSa flutninginn, 4. meS því aS semja viS ritfæra menn, kunnuga sögu og bókmentum Islands, um aS skrifa í tímarit vestra um þetta mál og, ef nauSsynlegt væri, aS flytja fyrirlestra um Island og Islendinga í helztu stórborgum álfunnar,' og 5. aS ná sambandi viS leiSandi menn í báSum fyrnefndu ríkisstjórnunum og fá þá til aS flytja máliS. ÞaS, sem nefnt er undir 1.—3. liS hér á undan, hefir þegar veriS framkvæmt, og nokkuS unniS aS því, sem nefnt er undir S. liS, en hitt, sem nefnt er undir 4. liS, hefir ekki veriS fram- kvæmt enn. En vegna þess aS allt þetta kostar fjárframlög, en nefndin hafSi ekki fyrir neinu fé aS ráSa, leitaSi hún til stjórnanna í Man. og Sask. þar sem IslendingabygSir eru fjölmennastar í Vesturheimi, fékk þar loforS fyrir styrk, $1,000 á ári í þriú ár, og í trausti til þeirrar styrkveitingar var verkiS byrjaS á síSastl. sumri. Nefndin skýrSi frá framkvæmdum sínum á þingi ÞjóS- ræknisfélagsins síSastl. vetur, og frá styrk þeirn, sem í vændum væri frá fylkjastjórnunum í Manitoba og Sask. Var engum mótmælum hreyft innan fél. gegn stefnu þeirri, sem nefndin hafSi tekiS» á málinu. En , utan þess reis nú upp andúSaralda gegn nefndinni og gerSum hennar, m. a. gegn styrkveitingunni frá fylkjastjórnunum og varS dr. Brand son í Winnipeg helzti merkisberi hennar. Hefir nú um hríS veriS deilt um heimfararmáliS af ákafa í vestanblöSunum íslenzku. Nefndin Ihefir boriS þar hönd fyrir höfuS sér. er á hana hefir veriS ráSist og starf hennar, og virSist gera sér allt far um aS lækka sem mest andúSaröld- una og ná sem almennustu sam- ikomulagi um máliS. Er vonandi, aS þaS takist. Eins og fyr segir, er nú séra R. E. Kvaran forseti ÞjóSræknisfélags- ins. Hann hafSi ráSgert, aS flytj- ast heim hingaS nú í sumar og hafSi honum boSist kennarastaSa viS væntanlegan ungmennaskóla hér í bænum. En vegna deilunnar um heimsóknarmáliS 1930 hefir hann nú gert þaS fyrir beiSni skoSanabræSra sinna vestra í því máli, aS fresta heimförinni, aS minsta kosti til 19 30, og starfa áfram í þarfir ÞjóS- ræknisfélagsins, þangaS til heimsókn armálinu er ráSiS til lykta. Hefir séra Ragnar unniS sér gott álit og tiltrú meSal landa vestra. Jafn- framt starfi sínu fyrir ÞjóSræknis- félagiS ætlar hann á næstu árum aS vinna fyrir kirkjufélagiS, þótt annar taki viS prestsembættinu þar. Eögrétta álítur aS Islendingar hér heima ættu aS láta sér ant um starf- semi ÞjóSræknisfélags landa sinna vestra og veita henni allan þann stuSning, sem þeir mega. Nú er heimsóknarmáliS 1930 aSalmál fél- agsins, og ekkert getur veriS betur til þess falliS aS færa nýtt líf í and- leg viSskifti og samstarf milli Is- lenditiffh austan og vestan hafs en þaS, aS heimsóknarförin aS vestan 1930 vrSi sem bezt búin og fjöl- mennust og viStökurnar hér sem vin- gjarnlegastar. —Lögrétta. * * * Aths. ritstjóra: MeS því aS oss þótti auSsætt aS misskilnings kenndi í ofanskráSri grein á væntanlegri framtíSarstarf- senii séra Ragnars E. Kvaran hér vestra, sýndum vér honum tgrein þessa áSur en hún var prentuS upp og komst hann svo aS orSi í sam- bandi viS þau ummæli, sem um hann eru höfS: “ÞaS er auSvitaS mesti misskiln- ingur, aS ég hafi hætt viS heimför til Islands á þessu ári til þess aS dvelja hér afram viS störf fyrir ÞjóSræknisfélagiS. A8 sjálfsögSu skiftir félagiS um forseta á næsti þingi, svo sem þaS jafnan hefir gert á tveggja ára fresti. ÁstæSan til þess aS ég hætti viS heimförina var sú ein, aS vinir mínir á hinu sam- einaSa kirkjuþingi fóru þess nokkuS fast á leit viS mig aS ég starfaSi í þess þágu eftir aS samningstími minn viS SambandssöfnuS í Winnipeg var útrunninn. Eg hefi orSiS viS þeim tilmælum og verS í þjónustu kirkju- félagsins aS minsta kosti árlangt.” Sétta Ársþing (Erh. frá 1. bls.) fræSisskólinn, hefSi frá upphafi vega, auSsýnt frjálslyndum félags- skap Islendinga. KvaS forseti aS tilkomandi stjórnarnefnd yrSi vafa- laust ljúft aS inna skyldur sínar af hendi í þessu sambandi, samkvæmt vilja þingsins. Séra G. Arnason tók í sama strenginn, og benti sér- staklega á væntanlega burtför dr. Franklin C. Southworth frá skólan- um. Bar dr. Pétursson fram til- lögu þess efnis aS dr. Southworth yrSi sent þakkarávarp, er séra G. Arnason og séra A. E. Kristjáns- son væru beSnir aS semja og senda, undirskrifaS af forseta kirkjufélags- ins. Séra A. E. Kristjánsson studdi tillöguna, og fór nokkrum fleiri orSum um þá miklu þakkar- skuld, er hann og aSrir nemendur væru í viS dr. Southworth. I sömu átt fóru ummæli Philips Péturssonar. Samþykti þingheimur tillöguna meS því aS rísa úr sætum. Dr. R. Pétursson algSi til, B. B. Olson studdi, aS fela forseta og skrifara, aS semja heillaóska skeyti til tilkomandi skólastjóra Meadville skólans, dr. S. B. Snow og fela Phil- ip Péturssyni aS koma því á fram- færi. Samþykt. Sálmabókarnefndin lagSi þá fram álit sitt, er frú S. E. Björnson las upp svpbljÓSandi: | “Nefndin álítur aS brýn nauSsyn beri til aS útvega sem allra fyrst frá Islandi sálmabók íslenzku þjóS- kirkjunnar, ásamt viSbæti þeim, er prófessor Haraldur Nielsson gaf út. Vér leggjum því til aS leitaS verSi ákveSinna pantana frá söfnuSum kirkjufélagsins, er sendist sem fyrst til bókavarSar, 0g aS sjórnarnefnd- inni sé síSan faliS aS panta nægi- legt upplag af þessum bókum, svo fljótt sem hún sér sér fært.” Séra A. É. Kristjánsson lagSi til, dr. Pétursson studdi, aS samþykkja, nefndarskýrsluna. Samþykt. Dr. R. Pétursson hóf máls á því, aS þetta þing kirkjufélagsins væri hiS fyrsta eftir andlát Stephans G. Stephanssonar, skálds, og beindi því aS þinginu, aS minnast þess meS viS- eigandi hætti. Séra A. E. Kristj- ánsson tók í sarna strenginn og bar fram þá tillögu, aS dr. Péturssyni yrSi faliS aS semja tillögu til þing- ályktunar í þessu sambandi. Til- lagan samþykt í einu hljóSi. Kl. 4.15 kallaSi forseti fundarhlé til kaffidrykkju, er safnaSarkonur höfSu meS mikilli prýSi fyrirbúiS öllum þingheimi.-------- Aftur tekiS til fundarstarfa kl. 5. EundargjörS upplesin og samþykt. Kosning embættismanna lá fyrir til afgreiSslu. P. K. Bjarnason lagSi til, aS fráfarandi stjórnarnefnd yrSi endurkosin. Dr. R. Pétursson studdi tillöguna og bar hana upp. Reis þingheimur úr sætum til sam- þykkis. Dr. Pétursson gat þess aS ensku- mælandi vinir vorir sySra og eystra spyrSu stundum eftir störfum vorum og gengi hér norSurfrá. Benti hann á námsmanninn, Ph. Pétursson sem heppilegann fréttafulltrúa kirkjufél- agsins í Bandaríkjunum, og lagSi til aS þingiS fæli honum starf þetta, ef hann vildi svo vel gera aS takast þaS á hendur. Séra G. Arnason studdi. Tillagan samþvkt. G. O. Einarsson lagSi til, aS end- urskoSendur síS'asta starfsárs yrSu endurkosnir. Dr. Pétursson lagSi til aS fela G. O. Einarssyni og S. Eldjárnssyni yfirskoSun á komandi starfsári. Dr. S. E. Björnson studdi. Santþykt. P. K. Bjarnason lagSi til aS stjórn- arnefnd væri faliS aS igera sitt til þess aS fá birtar ræSur þær er flutt- ar voru viS .kirkjuvígsluna og fyrir- lestra þá, er fluttir voru í sambandi viS þingiö. G. O. Einarsson studdi. B. B. Olson taldi mjög æskilegt, aS gefiS yrSi út sérstakt rit, meö ræS- um, fyrirlestrum og fundargjöröum þingsins. Séra G. Arnason mælti meS þeirri hugmynd. Dr. Péturs- son taldi útgáfuminningarrits nánast sérmál ÁrborgarsafnaSar. Var svo tillagan frá P. K. Bjarnasyni borin npp og samþykt. Frú Rennessee baS sér þá hljóSs og ávarpaöi þimgiS. Lýsti hún fögnuöi sínum og þakkketi yfir því, aS þeim fámenna hóp, er stofnaöi SámþandssöfnuS Arborgar iyrir 5 árunt síöan, hefSi tekist fyrir bróS- urlega aSstoS, innan bygSar og utan, aö koma málum sinum svo myndar- lega áleiöis, sem raun væri á orSin. Séra GuSm. Arnason lýsti yfir þökk sinni og ánægju yfir þeim stór- myndarlegu viötökum er hann og aörir gestir heföu notiS þessa regn- þungu og vegvotu dvalardaga í Ar- borg. Taldi hann þetta þing eitt hiS allra ánægjulegasta, er hann heföi setiö. Frú F. Swanson talaSi mjög í sömu átt, og baö safnaöar- mönnum og allrar byggöinni í heild, allra gæSa. Gjöröi dr. Pétursson þá tillögu, aS þingiS lýsti yfir þakk- læti sínu til Sambandssafnaöarins og óskaöi honum til hamingju og bless- unar meö kirkju sína og framtíöar- störf. Séra A. E. Kristjánsson studdi. P. S. Pálsson endurstuddi. Forseti krossstuddi, — unz allur þingheimur margstuddi og samþykti tillöguna meS því aS rísa úr sætum sínum, meö fagnaöarlátum. Þá var störfum þingsins lokiö, aS þessu sinni. Var sunginn sálmurinn nr. 643 í íslenzku sálmabókinni, og sagöi forseti síSan þingi slitiö kl. 6 síödegis. * * * Aö kveldi mánudagsins, er þingi var lokiö, komu safnaSarmenn enn saman í kirkjunni til óformbundinnar gleSisamkomu, er dr. S. E. Björnson stýrSi. Sungnir voru almennir ís- lenzkir samkvæmissöngvar, og skyndi ræöur haldnar. Svo sem lög gera ráS fyrir varS séra R. E. Kvaran aS syngja einsöngva hvíldarlítiS. Frú F. Swanson bar fram af brigölausu minni, tvö alllöng kvæöi eftir Stephan G. Stephansson, er mjög áttu viö á samkomu frjálshyggju manna. Og þaS átti eftir aS sýna sig, aS enn voru kaffibirgSir kvennanna, og ann- ar dýrindis veizlukostur, óþrotinn, því þegar leiS á kvöldvökuna voru veitingar, færSar viSstöddum til sæta sinna. Virtist bjart yfir hvers manns svip og sinni, er samkvæminu lauk. Þann sem þetta ritar langar aö lokum til aS taka undir meS séra GuSm. Arnasyni og frú Swanson (sbr. framanritaö), og öllum þeim hinum mörgu, er á þaö mintust, aS loknu þingi, aS þetta væri eitt heil- brigöasta og ánægjulegasta þingiS er kirkjufélag vort hefSi haldiS —þrátt fyrir örSugleika þá, er í þetta sinn orsökuöust af tíöarfarinu. ÞaS er oröiS allkunnugt aö í hópi Arborg- armanna eru nokkrir ákveSnustu og skilningsbeztu fylgismenn frjáls- lyndu trúmálastefnunnar meöal Is- lendinga hér vestra. Návist þeirra á kirkjuþingum vorurn undanfarin ár, hefir mjög ráöiS blæ þeirra til hins betra. ÞaS er þvi meS eftir- sjá, aS sumir þeirra, er höfSu einsett sér aS koma um langa vegu, og sitja þetta heimaþing Arborgarmanna, uröu fyrir farbannssakir frá aS hverfa. Wynyard, 17. ágúst 1928. Friðrik A. Friðriksson, —ritari ----------x----------- Bréf til Hkr. 16. ágúst, ’28. Heimskringla! Hérna eru dalirnir sem ég skulda þér, igeröu svo vel. Fyrir góSa skilsemi vonast ég til aö þú berir heimferöarnefndinni kæru kveSju mina, og aS ég biöji hana aö ætla mér pláss á skútunni 1930 og þeim sem kunna aS fara meS ntér. SegSu henni líka aS mér þyki hún rifa seglin full mikiS í ekki meiri gjósti en er. Eg vildi sjá hana ^«ð099soseosoeð99ssosQ«soseo99soeðððð06ðos60se9seoss< $ 8 TVÖ KVÆÐl FIÐRILDIÐ OG LJÓSIÐ Pagurvængjað fiðrildi að kveldi flaug úr haustsins næðing inn um gluggann; geislar kertaljóss það ginntu og seyddu, gullnum böndum skykkju nætur lögðu. Ljósið blaktir; vængja-gullinn gestur ginnist nær, og seilist dýpra í logann, þar til glópsku sinnar gjald hann innir; gulli í sót er breytt; hann dauður^ fellur. Ertu maður fiðrildinu fremri? Freista þín ei hvikir svika-eldar? Svíðurðu eigi sálar þinnar vængi sindur þeirra við — og brendur hnígur? MÁNINN GLOTTIR Máninn glottandi glyrnum v gægist bleikur um skörð. Er sá háðfugl að hlægja að heimsku okkar á jörð? Richard Beck. scð6eososcoðCð6coeos0Sððee6eQCðeasðcce6cc6QC6c«socðea Gleðimot sigla fullum seglum. Já, veita öllum sex þúsundunum móttöku og meiru, ef þeir gætu fengiö á sama hátt; þetta er hvort sem er, orlofs- ferS, sem viS förum 1930. og hvaS á betur viö fyrir okkur, sem komum úr annari eins starfs-veröld eins og Amenka er, en aö viS höfum nóg af starfsaflinu meS okkur, fengiS á praktiskan hátt — já, reglulega am- eriskam hátt, og dæmist þá rétt aö vera, aö ekki sé tekiö niöur fyrir sig, aö líkjast Ameríkumönnum í starfsemi og starfsaSferöum. Eg geri þá uppástungu til nefndar- innar, aS þegar hún er búin aS fá aö vita hvaö mikiS fé hún getur fengiS hjá fylkja og ríkisstjórn, þá safni hún meS frjálsum samskotum annari eins fúlgu meöal landa og skal ég vera meö í því af öllum mætti. Þessu fé svo vel variö, eins og ég treysti nefndinni til, veröur naumast annaö sagt en orlofiöi 1930 beri nafn meS rentu. MeS beztu óskurn, John S. Laxdal, National City, California. ----------x----------- Dánarfregn Vancouver, B. C., 28. ágúst 1928. Hinn 21. þ. m. andaöist á sjúkra- húsi hér í bænum Capt. Jónas Berg- man, 73. ára gamall, fæddur i Þing- eyjarsýslu í oktober 1855. Þó kom inn væri hann yfir sjötugt var hann heilsugóöur og hraustur og hefSu fáir, sem til hans þekktu, trúaS aS endirinn væri svona nærri. Hann fékk slag á sunnudaginn þann 19. og var þá engin viöreisnarvon þó lífiS treindist til þriSjudagsmorguns. Jónas flutti til Canada áriS 1876 og var síöan, allt fram undir alda- mót, viö skipstjórn riöinn, á Winn- ipegvatni og Rauöá. Laust fyrir aldamótin fór hann meö fjöldanum í gullleit til Yukon, og er þaöan kom staönæmdist hann i þessum bæ sem þá var aS taka fyrstu vaxtarkipp- ina, og- hefir hann átt heimili hér í nágrenninu síöan. Um fjölda ára haföi Jónas veriS meSlimur frtmúr ara-deild.arinnar “Ancient Landmark Lodge No. 3’’ í Winnipeg Oig mun mega mest þakka þaS ötulli framgöngu tveggja fél- agsbræöra hans, George Olafson og Ingólfs A. Jackson, aö frimúrara deildin, Unity Lodge No. 106 tókst í fang aS siá honum fyrir veglegri útför og hvílustaö, í frímurara- grafreitnum hér í bæ. ' E. J. IlingaS kom á fimtudagskveldiö var prófessor Bjarni Jóhannsson, frá 'Cambridg'e, Mass. Kennir hann þjóöfélagsfræSi viS “The New Church” gnöfræSisskólann. Stendur sú háskóladeild í sambandi viö Har- vard háskólann. Prófessor Jóhanns son kom hér á leiö til N. Dakota. þar sem hann á ættfólk og vini. F.f til vill fer hann vestur á Kyrra- hafsströnd, snögga kynnisferö. MiSvikudaginn 1. ágúst gat séra B. B. Jónsson D. D., í hjónaband Mr. Oliver Olson, son Mrs. O. Ol- son, 901 Ingersoll stræti, og Miss Róse Johnson, dóttir Mr. og Mrs. Helga Johnson, 1023 Ingersoll. Mr. Þorvaldur Pétursson M.A., var svaramaöur brúSguma, oig vígslu- vottur brúSarinnar var Miss B. Olson, systir brúögumans. Ungu hjónin fóru brúökaupsferS billeiSis til De- troit Lakes, Minneapolis og Duluth. Framtíöarheimiii þeirra verSur hér i bænum, fyrst um sinn aS Verona Apts., 730 Victor Str. — Heims- kringla óskar til hamingju. C‘A Gardcn PartyJ') veröur haldiö á grundinni aS heim- ili Mr. og Mrs. A. S. Bardal á .Hawtthornie Ave1., North Kildfonan. næsta þriSjudag þann 11. þ. m. Skemtunin byrjar kl. 3 e. h. meS hljóSíæraslætti og leikjum. Mótor- bátur verSur viS bryggjuna til aS taka þá á flot sem ekki eru sjóveik- ir. Hestur veröitr viS hendina meö íslenzkum hnakk eSa söSli fyr- ir þá sem þora aS koma á bak. En sérstök athygli verSur gefin bolta- leiknum “lawn bowling” — Þar geta allir tekiö þátt. Ætlast er til aS karlmaSur og kvenmaSur leiki þar samhliöa og verSlaun verSa gefin því pari sem mesta vinninga fær. Reglur verSa gefnar fyrir leiknum áöur en hann byrjar. Kaffi verSur selt frá kl. 3 til 5 og kveldveröur frá kl. 5 til 7. Inngangseyrir 10 cent. AgóSinn í Jubileesjóö Fyrsta Lúterska safnaö-- ar. Allir velkomnir. KomiS meS vini yöar meS ySur. Mr. and Mrs. A. S. Bardal. ir, og borgar út í verkalaun yfir 17 miljónir. HiS ódýra rafafl er sá segull er dregiö hefir margskonar iönaö til borgarinnar svo aö yfir 500 verksmiSjur hafa veriS sett- ar á fót í hverfum Winnipegborgar. Hydro er vor brautryöjandi aö ódýru rafafli, hefir átt stóran þátt í þessum vexti borgarinnar. Til þess aö halda viö þessu lága raf- veröi, og fullnægja hinum vaxandi þörf- um borgarbúa er óh j ákvæmilegt aS setja upp aöra aflstöS, bráSlega. Iðnaður Til þess að ná sem fullkomnustum þroska, verður Winnipegborg að fá stofnsettan aukin verksmiðjuiðnað. Ekkert dregur iðnhölda meir til einhvers staðar en ódýrt verksmiðju- afl. í Winnipeg er gnægð af hydro rafafli fáanlegt til iðnreksturs og er selt, á lágu verði svo hvergi er það ódýrara í álfunni. WuirupegHijdro, 55-59 laf PRINCESSST. •

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.