Heimskringla - 10.10.1928, Page 7

Heimskringla - 10.10.1928, Page 7
WINNIPEG 10. OKT 1928 KE1MSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA ROYAL YEAST CAKES GERIR AFBRAGÐ HEIMATIL- BÚIÐ BRAUÐ ræktaS ár eftir ár í sex ár, og alltaf fengiö útsæði af eigin akri til næsta árs. Þetta er Dönnes-bygg aö upp- runa, en virðist nú þroskalegra á- sýndum en Dönnes-byg.g það, er sprottiö befir af útsæði sem fengið er í ár. Af höfrunum eru Niðar- hafrar efnilegastir að sjá. Alls hefir hann níu hafra-brigði. Gerir Ivlemens sér vonir um að fá um 20—30 tunnur af korni í sum- ar. Klemens hefir nýlega ferðast um Svíþjóð og Noreg, og heimsótt 18 tilraunastöðvar. Telur hann sig nú mun öruggari en áður í hinu þýðing- armikla starfi, er hann hefir valið sér.. Dugnaður hans og áhugi er annálsverður, og er vonandi að Bún- aðarfélag Islands sjái um, að hann geti notið sin sem bezt í framtíðinni. Grasfrærækt hans á Mið-Sám- stöðum er jafn merkileg og jafnvel þýðingarmeiri fyrir landbúnað vorn, en kornræktin. Frá henni verður sagt hér síðar. —Isafold. (Frh. frá 3. bls.) jarðræktinni. F.n þeir verða aðaj- jcga notaðir til heyja, þótt þeir þrosk 'st fullnustu i hlýjum sumrum. Tilraunir þær, er Klemens gerir, með by.ggrækt, miða aðallega að því Ivennu, að athuga hver áhrif það e lr á þroska byggsins hvenær því er sað að vorinu, og hver áburðar- þörf þess er. Notar hann hér um bil eingöngu filbúinn áburð í tilraunaakur sinn. Sáðtima-tilraun hans með bygg, er framhald af tilraunum þeim, er ann Serði hér í nokkur ár í Alda- '"ótagarðinum. Hefir hann öll ar,n sað óygginu í fernu lagi, þ. 21. apri1, T, 10., og 20. maí Hefir j nuni re>’nst bezt að sá þvi sem y"St- p'n 1 sumar þroskast jafn- ast sem sað var f’i se'11" í áburðatili aunareitunum ti-oskast bygg hans jafn ye, . ^ •j. /f’ Seni engan áburð hafa feng- ’ . ’ llPI)s*<eran þar verði vitanlega mjog rýr. Fjogur afbrigði hefir hann af yggi, og er Dönnes-bygg enn sem yr það afbrigði hans, sem nær fljót- "StUm Þroslra. Hann hefir þarna >gg af stofni jæim, er hann hefir Hákarlaveiðar verða stðrgróðafyrir- tœki. Skrápurinn útrýmir öllu leðri Ætla Danir að reisa sútunarverk- smiðjur á Islandi? Amerízkur verkfræðingur, dr. Éhr- enreich, hefir fundið upp aðferð til þess að súta hákarlsskráp svo að hann verður eins og fínasta leður til skógerðar, töskugerðar, o. s. frv. Hefir nýlega verið stofnað afarfjár- sterkt hlutafélag í London til að hag- nýta uppgötvun þessa í stórum stíl. Er það álit sérfróðra manna, að und- ireins og hákarlsskrápurinn fer að koma sútaður á markaðinn, þá muni gjörbreytast öll leðurverzlun heims- ins og skrápurinn útrýma skinnum algerlega í ýmsum iðnigreinum. Dr. Ehrenreidh gerðii fyrstu til- raunir sínar suður í Astralíu á skráp af beinhákörlum, en síðan hann kom til London, hefir hann sútaS skráp af þeim hákarli, sem er hér í norður- höfum, og hefir árangurinn orðið jafn góður. Alítur hann með þessu sé opnuð ný veiðináma í Norðurhöf- um og líklegt að það verði stór- gróða uppgrip að veiða hákarl. Nú er hákarl aðeins veiddur vegna lifr- arinnar, en hér eftir verður skrápur- inn margfalt meira virði heldur en lifrin. I Danmörku er nú verið að stofna voldugt hlutafélag til hákarlaveiða og ætlar það félag að haignýta sér upp- götvun Ehrenreichs. — Segir “Morg- enavisen” norska, að búist sé við að félagið láti reisa sútunarverksmiðjur á Grænlandi, Islandi og Færeyjum. Að félaginu standa margir helztu at- kvæðamenn Dana í fjármálum og iðnaði, og félagið mun hafa stórfé yfir að ráða. Væri ekki reynandi fyrir Islendinga að kynna sér þetta mál áður en jafn- réttisbræður okkar við Eyrarsund hafa komið sér svo fyrir hér á landi. að þeir geti makáð krókinn í ró og næði á okkar kostnað ? Dr. Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður varð 68 ára þann 30. ágúst s. 1. Mættu nokkrir af vinum hans og vandamiinnum heima hjá honum um kveldið og mælti þá einn þeirra, séra Guðlaugur Guð- mundsson stökur Jressar af rrrunni fram, um leið og hann mælti fyrir minni afmælisbarnsins. Þinn mun ’tróðurs skreyttan skjöld skoða þjóðin siðar. Þú hefir fróðleik fluttan öld fram úr móðu tíðar. Gleði — lýsi lífs um stig ljós, í sölum þinum. Hamingjudísir hlýjjar þig höndum vermi sínum. Skeyti barst hingað fyrir nokkrum d,ögum austan úr Rangárvallasýsllu þess efnis, að skepnu eina ferlega hefði rekið á fjöru i Landeyjum ná- lægt Þverá. Fylgdi það sögunni að vöxtur skepnunnar og útlit allt væri með fádæmum. Giskuðu ýms- ir á, að hér væri kominn “Þverár- skatan” nafntogaða, sem munnmæli segja að hafist við í ánni. En að athuguðu máli reyndist þetta “tún- fiskur” svonefndur, sem aðallega á heima suður í Miðjarðarhafi, en flækist þó stundum norður á bóginn og hefir a. m. k. einu sinni veiðst í botnvörpu hér við land. Reykjavik 8. sept. Dráttarvél “tractor” keypti Bún- aðarsamband Borgarfjarðar í sumar. Var byrjað að vinna með henni 4. júlí, og hefir síðan verið unnið hvern virkan dag, oft 14—18 stund- ir sólarhring. Með vélina hafa far- ið til skiftis Magnús búfræðingur Símonarson frá Brjánslæk og norsk- ur maður sem dvalið hefir á Hvann eyri. Fyrir hálfri annari viku sið- an var búið að vinna ca. 60 dag- sláttur. Rúmlega helmingurinn er bæði plægður og heríaður, hitt að- eins plægt. Hafði þá verið unnið á 15 bæjum alls; 12 í Reykholtsdal, 2 í Andakílshreppi og einum í Skorradal. Mest var unnið á 2 bæjum, Skáney og Varmalæk. Þar sem bezt hefir gengið að þesu voru plægðar og herfaðar 4 dagslátt. á 36 tímum. En vinnan er óvenju erfið í sumar vegna þurka. Olíu- eyðsla dráttarvélarinnar er 5 litrar á klst. að meðaltali. Kostnaði er enn eigi jafnað niður. Haldið verður áfram vinnu fram eftir haustinu. Síldaraflinn A öllu landinu var 1. september s.l. Saltsíld 90852 tunnur, kryddsíld 26 648 tunnur ag bræðslusíld 442567 hektolitrar. Canadian National Railways JÁRNBRAUTA OG GUFUSKIPA FARBREF TIL ALLRA STAÐA Á JARÐARHNETTINUM Sérstakar perðir tii I I eimalandsins Ef þú ert að ráðgera að ferðast til ættlandsins á þessum vetri, þá láttu ekki bregðast að ráðfæra þig við farbréfa^ala Canadian National Railways. Það borgar sig fyrir þig. Farbréfasalar Canadian Nat- ional Railways eru fúsir að aðstoða þig á allan hátt. Aukaferðir verða margar á þessu hausti og vetri til heimalandsins og Canadian National Railways selja farbréf á allar gufuskipalínur á Atlanzhafi og gera allar ráðstafanir með aðbúnað á skipunum. Fargjöld ódýr yfir Desembermánuð til hafnstaða Átt j>ú vinj á Hejmalandinu sem langar til að komast til Canada? FERÐIST ÁVALT MEÐ CANADIAN NATIONAL RAlLWAYS EF SVO ER, og þig langar til að hjálpa þeim til að komast hingað til þessa lands, þá komdu við hjá okkur. Við ráðstöfum öllu. ALLOWAY & CHAMPION, Farbréfasalar. umboðsmenn allra línuskipafélaga ««7 MAIJÍ STREET AVIJVNIPRG SÍMI 20 861 Þúfnabaninn á Eyrarbakka hefir í sumar brotið til nýræktar um 80 dagsláttur lands í Arnessýslu. Af því eru 36 dagsl. á 9 bæjum í Gríms nesi, 26 á tveimur bæjum íÖlfusi ag 18 á tveimur jörðum í Biskupstung- um. Mun vélin taka að nýju til starfa eftir helgina og vinna fram eftir haustinu. Brýtur hún 2 dág-- sláttur lands á 10 klst. ef jörð er lág- þýfð og. fer þrjár umferðir áður full tætt sé og valtað. Fyrir nokkru tar þess getið hér í blaðinu að vél- in væri eign jarðræktarfélags Eyrar- bakka. Var það á missögnum bygt. Vélin er eign mannsins, sem með hana fer, Sveins Jónssonar í Halakoti. Robert L. Ripley blaðamaður frá New York var staddur hér í sumar, þegar Islend- ingaglíman var þreytt. Hefir hann lýst henni í blaðinu “New ork Even- ing Post,” og er greinin með mynd- um, sem höf. hefir teiknað. Þar eru myndir af Jóhannesi Jósefssyni, Þorgeiri Jónssyni, Ben. G. Waage, og auk þess tvær glimumyndir til skýringar efninu. Höf. þekti Jó- hannes Jósefsson að vestan og lýkur maklegu lofi á íþróttir hans. Síðan lýsir hann Islandsglímunni ag birtir nokkurar glímureglur, sem Ben. G. Waage lét honum í té. Frásöginin af glímunni er fjörlega rituð og greinin öll hin vjnsamlegasta í Is- lands garð. —Vísir. FORD COKE -All Sizes— Western Gem Coal Lump, Stove and Nut Pea THE WINNIPEG SUPPLY & FUEL CO. LTD. Tel. 876 15 — 2Í4 Ave.Bldg. Ari Guðnason mág. art. hefir verið settur kennari við Ungmennaskólann í Reykjavík. A samkv. lögum að vera einn fastur kennari við skólann, auk skólastjór- ans. Asgeir Olafsson er settur dýralæknir á Vesturlandi. Jafnframt er aðsetur dýralæknisins flutt frá Stykkishólmi til Borgar- ness. Blaðamönnum var í síðastliðinni viku boðið að skoða umbætur þær, er Thor Jensen útgerðarmaður hefir látið fram- kvæma á jörðum sínum Korpúlfs- stöðum og Lagafelli í Mosfellssveit. Þar var byrjað að brjóta Iand með þúfnabana árið 1922. Nú er 150 hektara tún á Korpúlfsstöðum og 25 ha. á Lagafelli. Töðufengur hjá Thor Jensen mun á þessu sumri vera um 7500 hestar alls. Mýrarnar eru ræstar fram að haustinu en tættar sundur með þúfnabananum á næsta vori og sáð í þær höfrum jafnskjótt og landbrotinu er lokið. — Thor Jensen hefir nú á jörðum sínum nokkuð á þriðja hundrað kúa mjólk- andi. A Korpúlfsstöðum hefir hann í smíðum bæ all reisulegan, sem á að vera allt í senn: Ibúð starfs- fólks, fjós, hlaða og haughús. Stofnað 1882. Löggilt 1914. D.D. Wood& Sons, Ltd. KOLA KAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og* velgengni á viðskiftjn SOURIS—DRUMHELLER FOOTHILLS, SAUNDERS CREEK POCAHONTAS, STEINKOL, KOPPERS, SOLWAY EÐA FORD KÓK ALLAR TEGUNDIR ELDIVIÐAR. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington Str. Vér færum yðuir kolin hvenær sem þér viljið Séra Þo-rsteinn Jóhannesson á stað er löglega kosinn prestur i Vatnsfirði. Hlaut hann 128 atkv., en Sigurður Haukdal cand. theol. 30. Þér þurfið að láta hreinsa strompinn hjá yður, áður en þér farið að nota hitunarvélina! WOODS COAL COMPANY, LTD. Pembina við Weatherdon bjóða yður að gera þetta ókevpis, með því skilyrði að þér kaupið af þeim eitt eða fleiri tonn af kolum, innan sextíu daga þar frá. Símið 45262 og vér sendum lögskipaðann sótara. S K I F T I D YÐAR FORNFÁLEGU HÚSGÖGNUM Skiftið óþörfum og úr sér gengnum húsbúnaði upp í nýjan. Símið eftir matsmanni vorum. F'áið hæsta verð fyTir, Þér getið látið gömlu húsgögnin ganga upp í þau nýju. Viðskiftatimi 8:30 a.ai. til 6 p.m. Laugardögum opið til kl. 10 p.m. SÍMI 86 667 J.A.Banfield LIMITED 492 Main Street- Húsgögn tekin í skiftum *eld i sérstakri deild með góðum kjörum. Flugvélarhjól rak við Skaftárós fyrir nokkru síð- an. Vegna einkenna, sem á því eru hafa menn komist að raun um, að það muni vera af þýzkri flug- vél, sem lagði af stað í Atlanzhafs flug 31. ágúst í fyrrasumar, en kom aldrei fram. . Gunnlaugur Clacssen, lakmr j er nýfarinn utan til þess að verja | doktorsritgerð sína í Stokkhólmi. Þingtíðindi stórstúkunnar eru nýkominn út. Hér á landi eru nú rúmlega 80 stkur fullorðinna ' manna og rúinlega 50 barnastúkur. í Templarar eru alls um 11500. FARÞEGUM MÆTT VIÐ LENDINGU OG FYLGT TIL ÁFANGASTAÐAR Breytingar á Hólaskóla Það varð að ráði á síðasta þingi, að verklegt nám i bændaskólanum á Hólum skyldi aukið til miuna, en jafnframt stofnuð sérstök deild nieð kenslu í almennum fræðum. Vænta flestir góðs af þeim breytingum, þvi að löngum hefir verið að því fundið, að verklega námið væri of lítið. Skólastjóri á hólum er nú Steingrim- ur Steinþórsson frá Litlu Strönd við Mývatn. ÞAÐ ERU TIL ÓTAL PIAN0S En það er yður bezt að velja þag bezta Anægjan og hrifningin er hafa má út úr Piano og eigi verður annars- staðar fundin, er fullkomnari við Heintzman, Weber eða Gerard- Heintzman en önnur. Þau eru þjóð kunn og með þeim er mælt af heilum herskara listamanna fyrir hljómfegurð þeirra og endingu. Hagsýnir kaupendur kannast við jafnan borgi sig bezt að kaupa það sem vandaðast er. Kaupskilmálar hentugir. Heintzman Weber Grand-Heintzman J.J.H.MÍLEAN50 LTtt 329 PORTAGE AVE. “Elzta hljóðfærabúð í Vesturlandinu’’

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.