Heimskringla - 19.12.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.12.1928, Blaðsíða 4
4 NEIMSKatNQLA WINNIPEG, 19. DES., 1928 ^íhnskvinglíi <8ta(na» 18««) Ktaar at I Kftrjia oil»TlkadcK(. EISBNDUR: VIKING PRESS, LTD. 8BS «B «65 IARGKNT AVB, WlSJttPEO TAI.StMl: S« 537 V*r« blaOatnr *r «8.00 Argangurlnn borg t*t fyrtrfrarn. Allar borgantr sendlit THE VIKING PRESS LTD. HALLDÓRS frá Höfmim Ríltstjóri. Dtaaðakrtlt tll blaSalna: rnt VIRISíG PIIKSS, I.ld., Boi 8105 tltandakrlft III rllMiSraoai KDITIIR HHIMSltmiCCI.A. Bnl 3105 WIJINIPEO, MAJí. •‘Halmskrtnala 1» publlaheð by The VlRtnw Freti I.td. and prlnted by crrr phiivting .* pi.hi,jshmvg t;o. SAS-Á55 Sargent Aee.. Wlnntpe*. Man. Telephone: .«8 58 f I v r~—r--------------Tí. i r; WINNIPEG, 19. DES., 1928 Tollkröfur Því nær árlega setzt einhver kon ungleg ransóknarnefndin á rökstóla, til þess að grafast til botns í einhverju nauð- synjamáli, ýmst til þess að skafa á burt einhvern innviðafúa, er komið hefir • í ljós að einhverju leyti, eða þá til þess að kynna sér hvernig haganlegast sé að breyta gamalli undirstöðu, sem eigi lengur er haldkvæm, eftir því sem starfsaðferðir og aðstæður breytast. Þessar nefndir vinna oft mikið verk. Jafnan kemur eitthvað í ljós við ran- sóknina, sem almenningi hefir verið í myrkrunum hulið. Gallinn er aðeins sá á gjöf Njarðar, að almenningur lætur sig litlu skifta það sem í ljós er leitt; les það með langt um daufari áhuga og engu meiri skilningsábata, en reyfara- fréttir frá Chicago eða Hollywood, — ef menn hlaupa þá ekki alveg yfir ransókn- arfréttirnar — og hafa öllu gleymt, er til næstu kosninga kemur; enda er það auðgieymt, sem menn nenna varla að lesa um, hvað þá heldur að reyna að skilja. Auðvitað hvetur það heldur ekki almenning til sérstakrar eftirtektar, að sjálf stjórnin, sem þessar nefndir skipar, vaknar sjaldafi til nokkurra dáða við það sem kemur í ijós. Að minnsta kosti daprast umbótaáhuginn að jafnaði frekar snögglega, þegar kanni ransóknar nefndarinnar fer að verða nærgöngull við kaun einhvers stórgróðahákarlsins. í>eg- ar þeir fara að kveinka sér fyrir alvöru, þá fer vanalega svo, að megnið af allri staðreyndahrúgunni, flest sönnunargögn- in, sem mest er um vert, er hávaðalítið skotð upp á hanabjálkann í skjalasafni ríkisins, og fær að rykfalla þar í næði, nema ef nýr stjómárformaður, sem man lengra nefi síhu, tekur rögg á sig einn góðan veðurdag, þegar illa viðrar fyrir honum, eins og þar stendur, og dregur eitthvað fram í dagsins ljós til þess að sýna, í bráðina að minnsta kosti, að, hann sé þó sízt verri en fyrirrennarinn. * * * Tollnefndin er ein af þessum ransókn amefndum, er svo margt eftirtektavert og enda skemtilegt leiðir í ljós, ósjálf- rátt, ef ekki beinlínis. Það er alkunnugt, að stóriðnaðarfél- ögin hér í Kanada, eru yfirleitt gráðug eftir því að fá tollhækkun á allri að fluttri vöru og hráefni, er sú iðngrein, er þau reka, byggist á að einhverju leyti. Markmiðið er náttúrlega ætíð það eitt, að vernda innlendan iðnað, en er auðvitað iðuiega notað sem skálkaskjól til þess a£ fóðra vasana án þess þó að uppfylla sjálfsögðustu skyldur, sem hver heiðar- legur iðnrekandi hefir við sjálfan sig, viðskiftavini sína og föðurland. Tollanefndin hefir nýlega setið til ransóknar um það hvort ráðlegt myndi að hækka toll á aðfluttum kolum og kóki. Hefir hún hiýtt þar á álit fjölda margra, iðnrekanda og annara. Tvö af þessum álitum eru þess verð, að almenn- ingur gefi þeim óskiftan gaum. Annað þeirra er frá hendi Mr. Ross McMaster, sem er formaður Steel Company of Cana- da og er mótmæli gegn kröfu British Empire Steei Corporation, sem eftirminn anlegan orðstír gat sér í námumanna- verkfallinu mikla í Nova Sootia fyrir fá- um árum síðan, og kunnugast er undir nafninu “Besco”. Krafst Besco þess, að 50 centa tollur skuli lagður á hvert tonn kóks sem inn sé flutt. Um þessa kröfu komst McMaster svo að orði: “Ef ég nota nýtízku rafmagnstæki til stál- hreinsunar og Besco heldur áfram a8 nota úr- eltar gufuvélar til hins sama, ber þá að greiSa þcim þóknun fyrir þaS aS notast viS úreltu tækin ? Eg er ekki á því. Ef ég ver $1,300, 00Ö á ári til þess aS endurbæta verksmiSjur mínar, á þá aS gera þær endurbætur aS engu, meS því aS stjórnin veiti fjárstyrk félagi sem lætur gífurlega hauga af kolum fara í súginn viS stálframleiSsluna? Ef ég fæ mér dráttarvagna, er ganga fyrir rafmagni til þess aS spara eldsneytiS, ber þá aS þókna keppinaut minum i staSinn, en ekki ntér'? Ef ég ver $200,000 á ári i gasgeyma, til þess aS veita viStöku gasi, sem annars spýtist út í opinn smiðjuaflinn, á þá aS ná sér niðri á mér fyrir það ? Ef ég kem upp kötlum, er nýta hita er annars fer til spillis, og fæ þannig meira en áSur í aðra hönd fyrir kolaeySsluna, en þú gerir ekkert, bcr þér þá aukaþóknun fyrir þaS en ekki mér ?” Hitt álitið er í bréfi til tollnefndar- innar frá J. N. Foster framkvæmdarstjóra hins mikla flutningafélags S. Cunard and Co. í Halifax. Hann segir meðal annars: ÞaS hefir aFdrei brugðist,* aS ef tollur er : setur á innflutta vöru, þá hœkkar það vcrðið fyrir neytandanum á samskonar vöru á heima- markaðinum * Að leggja 50 centa toll á kók tonniS, myndi aS því ér Nova Scotia snertir, hækka verðið á Besco kóki og gefa Besco í aSra hönd 50 centa aukaþóknun, án þcss að ncytendum stafaði tilsvarandi hagur af þzn * Það myndi aSeins styrkja það einokunarvald er Besco hefir tekiS sér samkvæmt eigin geðþótta og gera því hægara fyrir, að beita fyrir sig niSurskurðar- verði, leyninefndum og ýmsum þessháttar að- ferðum, sem því er svo lagið að nota, til þess að setja á höfuSiS alla keppinauta, er selja í smásölu, og vilja selja viöskiftamönnum sínum hrein, gjaldgeng kol og kók við sanngjörnu verði. Mr. McMaster veitir forstöðu ein- hverju öfiugasta og bezt stæða iðnfyrir- tæki í Kanada. Verksmiðjur þess eru framúrskarandi afkastamiklar, af því að þær eru árl. endurbættar með nýjustu tækjum sem völ er á, eins og skilja má á ummælum Mr. McMasters. Fulltrúi Besco varð klumsa fyrir tollnefndinni, við ásökununni um hirðulausan og ódrjúg- an iðnrekstur, og það er auðsætt, eins af þessu, sem því, er í ljós kom í námuverk fallinu mikía, sem áöur er getið, að Besco er aðeins að reyna að búa svo um hnútana fyrir sig að það geti framvegis látið vaða á súðum með framtaksleysi sitt og hirðu- leysi um velferð starfsmanna sinna og neytenda, eins og það hefir gert hingað til, að fá ómensku sína og fjárgræðgi verðlaunað af stjórninni, með því að leggja tolJ á innflutt kók. Það fram- leiðir kók til eigin nota, þar sem kana- disk stáliðn.fel. verða að kaupa aðfiutt kók, og yrði þeirn því þeim mun óhægara um samkeppnina, sem munaði því að þau þyrftu að greiða 50 centum meira fyrir tonnio. Og það er hreint ekki svo Jítil upphæð ails, þegar um svo stórkost- lega framleiðslu er að ræða. Að auki myndi kókið í strandfylkjunum yfirleitt hækka um 50 cent á tonnið, eins og Mr. Foster bendir á. Og sarna myndi yfir ailt Kanada ganga. Því fremur mætti almenningur veita þessum skýringum Fosters og Mc- Masters athygli, sem þær eru ekki gefnar af “blóðrauðum Bolshevikum;” ekki einu sinni af hæigfara jafnaöarmönnum, held- ur af fulltrúum tveggja öflugra iðnaðar- og viðskiftafyrirtækja. Og eins og al- menningur getur af þessu séð þær göfugu hvatir er nauðsynlega knýja fram kröf- una um tolJhækkun á kóki, svo mætti hann og af því læra aftur, er einhver stór- iðnaðarhákarlinn fer á stað til þess að krefjast tollverndunar fyrir iðngrein sína, og íhuga allar aðstæður vandlega áður en hann sannfærist um það, að á bak við ’>á kröfu liggi eitthvað æðra og meira en aðeins sú fjárgræðgi.er allt vill hafa með sjálfskyldu sem fyrirhafnarminnst, en ekkert í sölurnar leggja. *Auðkennt hér Fæðmg Guðssonarins (Fi’h. frá 1. bls. menn finna til og- berjast gegn, er veruleg hætta, þótt þá bresti fullan skilning á henni, og iæiti því studum aSferðum, sem hvorki eru hyggi- legar, né í anda Krists. Vísindamönnunum verðum viS aö trúa. MaSurinn, (þ.e. mikill hluti hans, líkaminn, allt sem vísindi geta heyrt- eða séð eöa snert eða lyktaÖ af eða bragðaS á, eSa sundurliSaS eða náð tökum á, á einn eða annan hátt) á rót sína aS rekja tiJ efnisheimsins, efnisins, efnasambanda, þessa líkamlega samræmis er vér t ljósri merk- ingu kallum lögmál; til breytiþróunar, til sam- ræmingar viS umhverfiS og sigur þess hæfasta o. s. frv.. Hann er útkoman af öllum þessum forsendum. Þær útskýra allt, nema þaS, sem útskýra þarf: hvað gerði marminn að manni. en ekki aS göfugum apa? HvaSan kom þeim Plato og Shakespeare það sem í þeim bjó? HvaS er þetta sérstæöa persónulega við systur þina og móður mína, eða hiö elskulega barn nábúans? Jósef og Maria skýra Jesú til fullnus’u — allt, nema andlega ofurmennsku hans. þetta sem gjörði hann að Jesú en ekki Jakob. Um það. hafa þau lítiS haft aS sýsla, hygg ég. ÞaS er þessi hinuieski þáttur í manninum — eins og æð af fegursta róskvarzi, sem ég hefi séð læsa sig um klettana í Nýja Englandi — sem þrýstir aö oss spurningunni: Hvers son er hann? Ef unt væri að gera fyllilega grein fyrir honum sem syni dýrsins og moldarinnar eingöngu, þá væri löngu orðiö hljótt um þessa spurningu. AS hún hefir á öllum öldum sög- unnar tekið merkustu hugina máttugum tökum er nægiJeg sönnun þess að hækka verður mæli- markiö. Nóg er spurt. Þá er aS freista svars. * Jesús er svarið. Einhver kynni að halda því fram að aörir hefSu verið það jafnframt. Hvað um þaö — hann var svarið. ASrir hafa sant- þykkt þaö og staðfest (einkannlega þannig að líf hans varpaði ljósi yfir líf þeirra) ; hann, sér- staklega, ltar þaS fram; þetta er einföld stað- reynd í trúar»ögu mannkynsins. Hugmyndin ar, aS vísu, ekki ný frá Jrans hendi; jafnvel óvíst að hann hafi igjört sjálfum sér hana" svo ljósa, sem hann gjörSi hana öSrutn. Hin trúar lega snilldargáfa GySingaþjóSarinnar hafði þegar þegar fyrir löngu náð þeirri hæð, að lýsa þvi yfir, að maðurinn — þ. e. enginn einn, eins‘akur I maður, mennirnir í heildd — væri gerður i GuSs mynd; aö andi hans væri hinn innblásni guödóntlegi andi lífsins sjálfs. Þetta var hæsta flóðmark antillegrar kenningiar. En almenmar lífshættir Gyöinga voru eigi þannig að þeir sýndu hana í verkinu; því siður igaf líf annara þjóSa ástæöu til þess, að aöhyllast hana. Hútt var aðeins markiS, til ntinja um þaS, hvar flóSið hefði gengið hæzt. KynslóSir komu og fóru. Fyrsti kapítulinn í 1. bók Móse var lesinn í samkunduhúsunum og útlistaður af hinum skrift- læröu, en enginn sá kom fram, að hann i per- sónuleika sínum væri fullnaðar-iVlistunin, að líf hans, svo seni lifandi ritning, lesin og þekkt af öllum heinii, megnaöi að kunngjöra, ómótmælan lega: “ÞaS er sannleikur. SjáiS í mér manninn — niynd og líkama Guðs. Og vitanlega viðhafði Jesús aldrei sjálfur þau orð, né ímyndaöi sér að !íf hans fengi þá merkingu. AS vera sér meðvitandi unt hana var henni ósamrýmanlegt. En igildi þaS, er per- sónuleiki hans, lif hans og lundareinkunn hefir haft fyrir aðra menn er þetta: því samgrónari sem menn urSu persónuleika hans„ því ljósara varð þeim að upptök sín átti hann í Guöi. Forna ljóðspáin í 1. bók Móse hafði að lokum ræst í raunhæfri staðreynd — og mannkynið hóf nýja framsókn. ÞaS er ekki út í hött, aS Páll talar um Jesú sem hinn annan og æðri Adant, er þrýsti kynslóðunum fram til nýrrar tilraunar, að gera Guöstpyndina að sýnilegum veruleika. Hvað sem allir guðfræSingar hafa um það að segja, þá er það, þegar á allt er litið, megin-afrek Jesú aö opinhera frunt-einkunn manneðlisins: eins og Emerson sagði: "Einn maSur trúir því, sem í þér og mér býr !”• I þér og mér. Hvers vegna seiöum vér það ekki frarn í dagsljósið'? Vér getum aðeins reynt þaS. Oss vantar ljós- an skilning á voru eigin markmiði, og þó umfram allt, vantar oss þrek. Hann getur miSlaS hvoru tve£gju- ÞaS er þessvegna að vér köllum hann Meistara, LeiStoga. En vér eigum líka aS kalla hann bróSur. Hann er okkur einskis virði sem undur, sent undantekning, sem GuS, eða eitthvað það, er hann gæti veriö, en vér ekki. Öll hans þjón- usta ligigttr í því, að sýna oss hvaS vér höfum von um að veröa, hver rnáítur og möguleikar í oss búa„ hvað mannkynið í innstu veru sinni er. Forna játningin lagði mikla áherzlu á J>á full- yrðingu, aS Jesús og faðirinn væri eitt; vér getum fúslega tekið undir þaS; en, til jafn- vægis í játningunum ætti þá að vera jafnsterk fullyrðing uin þaö, aö Jesús- og meSbræðurnir séu eitt. Sú röknauðsyn ætti að vera auðsæ, enda var aS vísu röklega aS þessu vikið í játn- ingunum. En verklega var því neitað. Og því skýrara sem menn sáu hinn guðdómlega uppruna, því fástar var því haldiS fram, og ein- mitt af þeirri ástæðu, að hann væri annars eSlis en vér—blindasta, ör lagaþrungnasta guSfræðisvillan sem nokkurn tíma hefir orðiS til. MeS því aS sýna hvað hann sjálfur var; sýndi hann hvað viS erum. Fyrir því trúum vér þessu um hina tor- | skildu lífsveru, manninn: Þú ert sonur GuSs! Hvernig sýndi Jesús hinn sanna uppruna sinn (og vorn) ? Gamla tilsvarið er aS hann sýndi það meö því, aö vera gæddur yfirnáttúr- legum, yfirmannlegum eiginleikum, með mætti til kraftaverka, Q2! umfram allt annað, meS því, að vera fæddur fyrir einstætt kraftaverk; í stuttu máli með því, aS vera fyrst og fremst •það, sem aðrir menn eru ekki. Þetta er gamla, rangsnúna kenningin, sem iæinlinis höfuðafrek Jesú var að ó- sanna, — að mannlegt eðli sé í sjálfu sér óheilagt, vanheilagt. Gott er til þess að vita að það sem frjálslyndir samtíSarmenn vorir stað hæfa fyrst og fremst, er það, að Jesús hafi haft rétt aS tnæla.. Frum- atriöi skoðana vorra — hin “mikla, háleita hugmynd” Channings um guðlikingu mannlegs eðlis — lýtur að manninum en ekki að persónum guðdómsins. Kenningin um GuS í einni persónu aSeins, var afleiSinig hins : Ef mannkyniö er guSlegs eðlis, • þá getur og svo guðdómleg persóna sem Jesús risið upp úr mannlegum jarövegi, og GuS er þá þaS, sem spámennirnir og Jesús og Nýja testamentiS og frumkristnin kallaði hann, undirtekningarlaust, hinn ein- persónulegi faðir alheimsins. Vér skiljum þá játningu Jesú ag Páls: “Drottinn GuS vor er einn’’ og “fyrir oss er einn GuS, faSirinn.’’ Vér byrjuSunt meö því aS virða fyrir oss þaö manneSli er Jesús átti sameiginlegt meS oss. Hann sann- aSi hinn himneska uppruna þess— ekki meö því, aS vera meiri GuS, en nokkur meöbræðra hans, heldur með því, að vera meiri maður, — ekki meS því aö vera guSdóntlegri (í hinunt þrönga skilningi játning- annaj heldur með því að vera mann- legri. Emerson segir einhversstaS- ar aö lotning vor fyrir miklum rrtönn um stafi af því aS þeir séu sannari niynd af sjálfuni oss, en vér sjálfir 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurtyenndíu jneðujl, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna miörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. —• Þær eru til sölu í öllum lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Mediclne Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. erum. Hárrétt! Einmitt þaö varpar heilu JjósflóÖi yfir hina ó- þvinguSu, óguöfræðilegu tilbeiðslu á Jesú ,um allan heim. ÞaS er þann veg, sent Jesús er leiStogi vor. Eg kalla hann Meistara minn, af því, aS ' ég sé í honum sannari mynd af sjálf um mér, en ég sjálfur er. Eg vona aS hann sé þaö — treysti því! Hann sýnir mér hvernig ég þrái aö vera, og Ijær mér persónulega þrek til aö þreyta skeiöiö. I>egar ég vakna tipp í líkingu hr.ns, þá er mér fullnægt — fyr ekki. Þá fyrst verð ég í sann- leika maöur, — næ vaxtar-fyllingu al- gers manns. Það er veruleikinn, sem átt er við er vér tölum um aS líkja eftir Kristi. Það er þaö, sent felst í þessum éldmóSsorSum Nýja testamentisins: “Iklæðist drotni Jesú Kristi”— “vér verðum honum líkir og sjáum hann eins og hann er” — sérhver sá er hefir þessa. von hreinsar sjálfan sig eins og hann er hreinn” — og ntargt annað þessu líkt. Já, Jesús sýndi hvers son hann var, hvers synir vér erum, — sann- aði aö hann og FaSir hans, þú og FaSir þinn, ég og FaSir minn erum eitt, meS þvi að vera ríkulega, gjör- samlega, dýrðlega, mannleg vera — og lausn stórrar ráögátu var fundin. Forstöðumennn OG Starfsmenn EATON C°u»™ WINNIPEG - CANADA • óska öllum fslendingum . í borg og byggð Gleðilegra Jóla Og Farsæls Nýárs - í öll þau ár sem The T. Eaton Co. Ltd., hefir rekið rekið starfsemi hér, hafa viðskiftin við íslendinga og viðkynning- öll verið hin ljúfasta og ánægjulegasta bæði í borg og sveit. Tugir og hundruðir íslendingar hafa verið starfsmenn félagsins, karlar Og konur; hundruð og þúsundir íslendinga haía skift og skifta enn við fél- agið bæði við sölubúðina og póstdeildina, báðum aðilj- um til stöðugrar ánægju. Hátíðaróskunum fylgir von um það að þessi viðskifti og samúð haldist meðan báðir aðiljar eru á landinu. —

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.