Heimskringla - 15.05.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.05.1929, Blaðsíða 1
WINNIPEG MIÐVIIKUDAGINN 15 MAl, 1929 NÚMER 33 FATALITCH OG UHB1N9VR BU1« Atc. ud Slmwf Str. •Wl STS44 — lt»r llBnr ■•ttar kreinuVlr og endurnýjnttr. Betrft krelnann Jafnódýr. Ágætustu nýtizku Litunar og raiahrelnn unarstofa í Kanada. Verk unnið 4 1 degft. ELLICE AVE.. nnd SIMCOE STR. Winnipee —1— Man. __ Dept. H. XLIII. ÁRGANGUR sgoeooððQeoeeoðososGeeeððoeeðOðsoðsoðsoosseeo Ö F tv i< T TI R OCOOOOOK IV Li ^aooseeoeeeoðgoaoosoeoeoaeoqcoooeooososaaeooaasoosaoa K A N A D A Skýrslur ransóknarnefndarinnar í Sjö-systra málinu hafa nú veriö lagS ar fyrir fylkisþingiö. Hefir meiri- hluti nefndarinnar komist aö þeirri niöurstööu, aö ástæöulausar hafi verið ásakanir Taylors ofursta, leið- toga conservatíva i Manitoba, um sérstök tillög Winnipeg Electric fél- agsins í kosningasjóð stjórnarflokks- ins eða Bracken ÍQrsætisráðherra sumarið 1927. Alit minnihluta rannsóknarnefndarinnar (Dysart dóm araý álítur þetta atriði vera nú því nær jafn miklum vafa undirorpið og þá er rannsóknin hófst sökum þess, að meirihluti net'ndarinnar hafi tek- íð þá afstöðu, að engin þörf væri á þvi, að yfirskoða viðskiftabækur Win nipeg Electric félagsins, og ómögu- legt hafi verið fyrir nefndina, að fá nokkurn skapaðan hlut ákveðinn út úr embættismönnum félagsins um það, hvað það hafi í raun oig, veru lagt til kosninganna árið 1927. Kveð nr hann félagið hafa staðið eins og Ijön í veginum fyrir því, að nokkuð yi ði uppskátt um það eða önnur við- skifti þess, að enda hafi málafærslu- maður stjórnarinnar oft hlaupið und ir bagga með þv1! í því efni. Kveður hann hafa verið ómögulegt að verj- ast þeirri hugsun að félagið hafi eitthvað það í fórum sínum i því sambandi, er þvi þætti nauðsyn l>era til að fela. Kvað hann afar grun- -samt i því sambandi, að þegar nefnd- in hefði símleiðis farið þess á Iei‘ við fyrverándi framkvæmdarstjóra félagsins, Mr. McLimont, að hann kæmi til yfirheyrslu, hefði einkarit- ari félagsins farið burt úr Winni- peg, í enigann ákveðinn áfanga. á kostnað félagsins, og í einhverjum erindagjörðum, er jafnvel fjölskylda hennar fékk enga vitneskju um. Kveð nr hann þrátt fyrir þessa rannsókn uð vel mætti svo vera að félagið liefði lagt meira til kosninganna og fengið með því ýmisleg áhrif án þess að forsæiisráðherra eða ráð- herrar- hans hefðu nokkra hugmynd r.m það haft, og telur minnihlutaá- Titið rannsóknina því mjpg ófullnægj andi að þessu leyti.— Ögurlegt verðfall varð á kornkaup höllinni hér i Winnipeg og víðar, nm daginn. Er enginn efi á því að fiöldi manna hefir þá verið rúinn að skyrtunni. Sú fregn var tafarlaust Ixjrin út af spekúlöntum og ýmsum fjármálamönnum fjandsamlegum Hveitisamlaginu, að því mætti um þetta verðfall kenna, af því það héldi Éórkostlegum kornbirgjðum í vöru- húsum sínum í stað þess að selja þær á markaðinn. Svaraði Sam- lagið því til, að það ætti fyrst og fremst að líta á hag meðlima sinna, hændanna, og ætlaði sér ekki að láta hræða siig til þess að selja á lágverði heldur seldi þegar því sýndist hagan- legt. Hafa hag- og viðskiftafræð- íngar háskólans í Toronto einnig Tinekkt þeim söguburði, að Samlagið ætti nokkra sök á verðfallinu. Ligig- ur ekki all fjarri, að gera sér í hug- arlund, að leikur hafi verið gerður að verðfallinu - (eins og vitanlega oft á sér stað) með það fyrir auig- um, að nevða Samlagið til þess að selja á lágverði svo auðveldara yrði að gera meðlimi þess sem óánægð- asta. Conservatívar í Manitoba héldu framkvæmdarnefndarfund hér í Win nipeg á miðvikudaginn var og var þar ákveðið að altsherjarfundur fylkisflokksins skuli haldinn i Bran- don 20. júní í sumar. Var fylkis- leiðtoginn, Taylor ofursti staddur á fundinum og lagði áherzlu á það, að allsherjarfundurinn skyldi haldinn svo fljótt sem unnt væri, nú er skýrslan væri komin frá rannsóknar- r.efndinni í Sjö-systra málinu. Frá Regina er sítnað 10. þ. m., að forsætisráðherra Sask.-fylkis J. G. Gardiner, hafi lýst því yfir, að fylkiskosningar skuli þar frant fara 6. júní næstkotnandi. Tiltiefningar dagur er settur á fimmtudaig 30. maí. — Af 63 þingsætum skipa lib- eralar 52: conservafivar 3; frant- sóknarmenn 5; óháðir 2, og verka- menn 1. Að þessu hafa til næstu kosninga verið nefnd 47 liberal þing mannsefni; 40 conservatívar, og 26 framsóknartnenn, verkatnenn og ó- háðir. BANDARfKIN Talin eru nokkur l'íkindi fyrir því, að dóttir Woodrovv Wilson forseta, Mrs. Jessie Wilson Sayre verði fyrsta kona, er nær sæti i öldungaráði Bandaríkjanna. Ætlar hún að sækja næsta ár í Massacliusettes at' hálfu demókrata og talið víst að Ful- ler ríkisstjóri sæki á móti henni af hálftt repúblíka. Fulltrúi Bandaríkjanna, Ovven D. Young, hefir lengi setið á ráðstefnu við Dr. Hjáltnar Schacht, forstjóra hins volduga þýzka ríkisbanka, til þess að ráða fram úr þrætunni um “skaðabótagreiðslu” Þjóðverja til Bandaríkjanna. Hafði verið sam- þykkt að brevta Da'vves samningnn- um, en till>oð dr. Schacht var svo langt frá kröfum Bandaríkjanna, að samningstilraunir fóru alveg út um þúfur. — Samkvæmt Dawes samn- inigjiutn átti sk^ðabótagreiðsla I>j 65- verja að fara smáhækkandi upp i $600,000,000, eöa 2,500,000,000 gull- mörk á ári, og haldast svo um óá- kveðinn tima. ' Greiddu Þjóðverj- ar þessa upphæð fyrst í ár, en treyst ust eigi Iengur. Samþykktu Banda menn þá nýjar samningstilraunir og kröfðust skaðabótagreiðslu í 58 ár: fvrstu 37 árin 2,198,000,000 gull- ír.arka; 1,700,000,000 gullmarka næstu tuttugu árin og 900,000,000 gull- marka síðasta árið. Aftur á móti buðu Þjóðverjar 1,650,000,000 gull- mörk i 37 ár. Nú hefir Mr. Young tekist að miðla svo málum að Þjóð- verjar bjóða 58 ársborganir: 2,050,- 000,000 gullmörk á ári fyrstu 37 ár- in; 1,700,000,000 á ári næstu .uttu.ru árin og 900,000,000 gullmörk síð- asta árið. — Ekki hafa fulltrúar Frakklands og Belgíu enn gengið að þessu tilboði, er síðast fréttist, en talið er, að illa muni mælast fyrir ef þeir setja algerlega fótinn fvrir það. ----------x----------- Samkomu þeirri er stúkan Hekla auglýsti að haldinn yrði fimmtudag- inn þ. 17. þ. m. hefir verið frestað um vikutima eða til 24. maí, sökum sviplegs dauðsfalls eins félaga stúk- untiar. Hr. Hjálmar Gíslason flytur er- indi á Málafundafélagsfundi á sunnu daginn kemur á Labor Hall, Agnes st., kl. 3 e. h. Allir velkomnir. Island —Mbl. Frá fcrð Magnúsar Kjaran Magnús Kjaran framkvæindastj. Alþingishátíðarinnar er nýlega kom inn heim úr utanlandsferð. Fór hann til Englands, Frakklands, Þýzka- lands og víðar til þess að gera ýms- ar ráðstafanir viðvíkjandi hátíðar- undirbúningnum. Het'ir Morgunblaðið hitt hann að máli og spurt hann um starf hans. — Eitt af verkefnum m’ínum í ferð þessari var að útvega tjöld til þess að hafa á Þingvöllum. — Eins og kunnugt er, gerum við ráð fyrir, að urn 20,000 manns verði á Þing- völlum á hátíðinni. Er nauðsyn- legt að hafa þar tjöld fyrir a. m. k svo margt fólk. Fyrst reyndum við að fá leigð hernaðartjöld. Það tókst ekki. AI- j staðar sama svarið, að ekki væru fyrir hendi meiri birgðir af nothæt'- um tjöldum en ættu að vera hand- bærar í landinu lögum samkvæmt. Niðurstaðan varð, að ég hefi feng ið tilboð um tjöld frá einni enskri og tveimur þýzkuni tjaldaverksmiðj- um. Eáum við öll tjöldin leigð í tvo mánuði. Þau verða ný og með bæjarsniði. Minnstu tjöldin verðar fyrir 4—5 menn, en þau stærstu,, verða fyrir 12—15 manns. Leigan mjög sann- gjörn, sem svarar því að hver mað ur þurfi að borga kr. 1.50 fyrir gist- ingu yfir sólarhringinn. Auk þess fáum við veitingatjöld. I er taka 150—200 manns. ^ Tjaldalxirgin verður á Leirunum. Þar verða þá 27 hektara stórir sléttir grasvellir, og ætti að vera þar rúm fyrir 27 þúsundir manna. Ennfremur hefi ég, segir M. K., fengið tilboð um að slá mimiispen- iitga, er gerðir verða. Gerð þeirra er ekki ákveðin ennþá. Tilboð eru Afmælishátíð 1889—1929 í tileíni af því, að kirkja Frelsis- safnaðar í Argyle-byggð er 40 ára gömul á þessu ári, hafa allir söfnuð- irnir i prestakallinu, sem lengi áttu allir sókn að þessari kirkju, afráð- ið að halda hátíð, sunnudaginn 2. júní n. k., til að minnast þess. Um eitt skeið var þetta fjödmenn- asta sveitakirkja í Manitoba og mið- stöð íslenzku byggðarinnar á þessum slóðum. Væri söfnuðunum því sönn nægja að því, að sem flestir gætu tekið þátt í þessari athöfn, sem minnist þess þáttar í kristnihaldi Vestur-íslendinga, sem svo mörg hjörtu er hnýtt við. Athöfnin byrjar með hátíðaguðs- þjónustu i kirkjunni, kl. 12 á há- degi. Á eftir ;gn.iðsþjónustunni verður hátíðarskemtiskrá, einnig í kirkjunni, sem vandað verður til eítir föngum. Islendingar, hvar sem eru, eru boðnir og velkomnir, en nefndin býð- ur sérstaklega öllu gömlu byggðar- fólki til hátíðarinnar, og óskar, að sem flestir geti hagnýtt sér þatð tækifæri, að sameinast gömlum vin- um á fornum stöðvum á þessari hátíðlegu stund. Fyrir hönd Frelsis, Fríkirkju Im- manúel og Glenboro safnaða. B. S. Johnson Stcfán Sigviar G. J. Oleson. ------------x----------- Mr. H. B. Grímson, umboðsmaður New York lífsábyrgðarfélagsins hér i bænum, fór vestur til Wynyard, Sask., siðastl. föstudagskveld, til að vera viðstaddur jarðarför Jóns Finnssonar. Earl Hanson í Winnipeg Hér var staddur í bænum nokkra undanfarandi daga Mr. Earl Hanson, verkfræðingur frá New York. Kann ást lesendur Heinisfkringlu vel við hann af ýmsum ritgerðum um Is- land, er þýddar hafa verið eftir hann, og bera vitni um áhuga hans á ýmsum íslenzkum framfaramálum. Er hann nú á leið til Norður-Kana- da: The Pas, Churchill, og ef til vill ti! Chesterfield Inlet og Wagner In- let, og ritar í ýms amerísk blöð og tímarit um framtíð iðnaðar og flug- ferða í hinu viðáttumikla Norð- vesturlandi Kanada. Síðustu árin hefir sennilega eng- inn maður i þessari álfu gert meira að því að kynna Ameríkumönnum lsland en Mr. Hanson. Ahuga sinn fyrir öllu íslenzku mun hann fyrst hafa fengið frá föður sínum. amerískum verkfræðing aí enskum ættum, er giftur var konu af dansk- ítölskum ættum, og bjó i Milwaukee, komin frá ensku, frönsku og bay- ernsku myntsláttunni. Er gert ráð fyrir að slá minnisi>eninga er selj- anlegir verða fyrir 190,000 krónur. Þá er og ákveðið að gera'hátíðar- frimerki. Munu þau verða gerð i Vínarborg. Myndirnar á þeim verða sögulegs efnis, svo og þjóðbúningar. íslenzki fáninn og landið sjálft. Hafa sex menn gert uppdrætti þeirra, þeir Björn Björnsson, Eggert Laxdal. Finnur Jónsson, Guðm. Einarsson, Ríkarður Jónsson og Trvggvi Magn- ú<>on. j | Verða gerðar 16 tegundir fríinerkja og igilda þau lægstu 3 aura, þau dýr- ustu 10 kr. Hvað hugsar nefndin fyrir lands- sýningunni ? — Hátiðánefndin gengst ekki sjálf fyrir sýningunni. Hún verður á ábyrgð félaga þeirta, er hafa tekið hana af sér. En vitanlega verða þau að fá ríkisstyrk til hennar. Ovíst er enn urn sýningarskála. Nefndirnar hafa sent þinginu upp- drátt af honum og kostnaðaráætlun. Hefi ég fengið tilboð unt að lána tjöld fvrir sýninguna, og verða þau tilboð athugwð, en líklega er ekki á það hættandi að hafa sýninguna í fclíkum tjaldbúðum. — Er tilhíigun hátíðahaldanna á Þingvöllum ákveðin'? — Ekki er enn gengið frá hátíð- arskránni. Á ég nú að gera upp- kast að henni, innan þess ramma. sem þegar er ákveðinn. Ákveðið er að hátíðin standi í 3 daga, byrji á hinum forna helgunar- degi Alþingis, fimmtudaginn í 11. viku sumars, sem að ári verður 26. júní. — Hvað um þátttöku konungs í hátíðahöldunum ? — Hann setur sennilega þingið á Þinig;völlum. — Hvaða verkefni liggur næst fyr ir framkvæmdastjóranum? — Eg fer fljótlega t hringferð unt landið til þess að hafa tal af nefnd- um þeint, sem bæjarstjórnir og sýslu nefndir hafa kosið út af undirbún- ingi hátiðahaldanna. Þarf ég að ltafa fundi alstaðar þar sem undirbún ingsnefndir hafa verið kosnar, en þær eru nú starfandi um allt land— nema á ísjfirði og í Reykjavík. Isfirðingar, eða meirihluti bæjar- stjórnar þar, óskar ekki eftir þátt- töku, og hér í Reykjavík hefir dreg- ist að kjósa nokkra nefnd. En það ætti ekki að dragast lengi hér eftir. þvi dráttur í því efni verður aðeins 'til kostnaðarauka fyrir bæinn. Þeg ar ég kent heint úr ferð þessari, hefst undirbúningurinn á Þingvdllum. þar sem hann mun hafa kynst ein- hverjunt þeint Islendingunt er þang- að fluttu fyrstir. Flutti Hjanson eldri til Þýzkalands og er Earl Han- son fæddur í Berlín og uppalinn. Fyrir aldamótin fór Hanson eldri til lslands tvisvar sinnum nteð alllöngu millibili; ferðaðist víðia unt landið og athugaði staðhætti til undirbún- ings fvrir símalagningu, er hann sá að landinu var hin niesta nauðsyn að að koma á hjá sér. Mr. Earl Hanson hefir tvisvar far ið til Islands, i fyrra skiftið með Birni Björnsson, rafverkfræðingi í New York, syni Guðmundar land- læknis, i síðara skiftið einn, vorið 1927. Ritaði liann þá ntjög eítir- tektarverða grein er drap á ýmisl. unt framtíðarhorfur Islands á verklegu sviði, og þýddum vér þá grein í Heimskringlu og munu einhver ís- lenzk blöð hafa tekið hana þaðan til birtingar. Síðan hefir Mr. Han- son skriíað margar greinar unt Is- land i ýms merk tímarit í Banda- ríkjunum, aðallega tímarit verk- fræðinga, og nteð þeint unnið að því manna niest að kynna Island, ntenn- ingu þess og framtíðarviðhorf nteð- al Bandarikjantanna, eins og áður et' sagt. Hafa sumar af þeint greinunt verið þýddar í Heimskringlu nteð leyfi höfundarins. Stjórnarnefnd Þjjóðræknisfélagsins þótti því vel við eiga að bjóða Mr. Hanson, er það vissi af honum hér i bænunt, sent heiðursgesti til sam- sætis, er haldið var að Fort Garry fyrra þriðjudag. Sátu boðið nokkr ir Islendingjtr auk stjórnarnefndar- innar, alls um 20 manns. Flestir viðstaddir ávörpuðu heiðursgestinn og fyrst auðvitað forsetinn, séra Jónas A. Sigurðsson, er einmitt hafði kvnst föðttr hans í lslandsferð 1898, og mundi að rekja ýmsar skemtilegar endurminningar um það. Auk þess bar svo skemtilega til, að tveir af samkvæmismönnum, Mr. Arinbjörn Bardal og Mr. Arni Egg- ertsson eldri höfðu áður hitt lteið- ursgestinn í fyrstu íslandsför hans, Og rifjuðu þeir upp ýmislegt af þeim endurminningum. En annars tóku flestir til máls af þeim sem við- staddir voru, eftir það að Mr. Han- son hafði flutt ræðu þá, er sam- kvæmisforseti kvaddi hann til. Ræða Mr. Hanson, er hann flutti snemma í samkvæminu var auðvitað aðalræðan er haldin var um kveldið. Drap hann á verklegar franitíðar- horfur á Islandi og kom víða við. Minntist hann fyrst á Island sem á- kjósanlegustu niiðstöð loftferða ntilli Anterkíu og Evrópu, sérstaklega nteð póst og íarþegaflutning, c»g þá í sambandi við Hudsonflóabrautina, og Iægi Cape Chidley beinast við í sant- band við skipaferðir, líkt og t. d. á sér nú stað með loftferðir milli Rimouski og Quebec eða Montreal, er styttir póst og farþegaflutning unt því nær sólarhring. Hafði Mr. Hanson nteira en hugboð um það, að jafnvel á þessu ári myndi amerískt loftferðafélag í Chicago stofna til reglubundinna flugferða milli Ant- eríku og Evrópu, unt Grænland og Island. Hafði Mr. H anson stans- að á leið sinni hingað vestur í Co- chrane, Ontario, til þess að athuga lendingarskilyrði þar fyrir Bert Hassell, sænsk-ameríska flugmann- inn kunna, er ásamt Kramer flaug frá Rockford, III., í fyrra sumar á- leiðis til Evrópu, en strandaði á Grænlandi. Búast þeir félagar við að leggja nú aftur í þessa ferð og áleit Mr. Hanson að þeir myndu nú ná ntarki sínu, er þeir væru svo miklu betur útbúnir. Um Island sem aflastað fyrir ný- fiskntarkað Evrópm talaði Mr. Han- son einnig, og þá i satnbandi við hraðfrystiaðferð Beardsley’s, og var það að mestu leyti hið sarna og les- endur Heimskringlu hafa áður séð í igyein hans um það efni. Þá drap Mr. Hanson einnig á framtíðarmöguleika Islands sent iðn- aðarlands í sambandi við hagnýting vatnsorkunnar til þes sað framleiða áburðar’efni úr loftinu, eins og Norðmenn gera. Almíu áleit hann að Mugsanlegt væri að vinna til stórra muna á Islandi. Væri þar gríðar- mikið af Bauxite, sent alntín er unn- ið úr. Að vísu hefði enn ekki fundist þar alminleir er innihéldi nteira en 45% af almín og væri það minna en svo að borgaði sig að vinna. F.n örgrunnt hefði aðeins verið grafið og mætti vel þessvegna finnast alminauðugri leir. Hefðu gríðarvoldug auðfélög í Bandaríkj- ununt fengið auga á þessum mögu- leikum sem ekki væri furða, er lit- ið væri til vatnsorku Islands, þar sem þau het'ðu Iagt $100,000,000 til þess að flytja 60% almínleir hina lcngu skipaleið frá British Guinea í Suður Ameríku norður í Quebec til vinnslu. Engan et'a taldi ræðuntaður á þvi að Islantl gæti átt stórkostlega iðnaðarframtíð fyrir höndum í sam bandi við þetta, sent hér hefir verið drepið á. Aðalgallinn væri féskort ur og sæi hann ekki hvernig íslend- ingar gætu hjá því komist að fá erlent fé til starfrækslunnar. Liti svo út sent heppilegast væri fyrir Is- lendinga sjálfa að gera gangskör að þvi að útvega það, svo að þeir gætu fvllilega haft hönd í bagga með því hvernig það yrði rotað; annars myndu auöfelögin verða einráð, því ómögulegt væri að halda þéim úti, ef þau vissu um verðmæti, eins og sagan hefði jafnan sýnt, til dæmis í Suður Afriku (Búastríðið) og í ýnts um oltulöndum. Gæti þá fyrst ís- lenzku þjóðerni orðið hætta búin, en það yrði framar öllu að haldast óspillt fyrir áhrifum útlends verka- lýðs á lægra menningarstigi, og fyr- ir óheillavænlegustu fylgifiskum auð- magns, er um ekkert annað hugs- aði en fjárhagslegan ágóða. Yfirleitt kvað Mr. Hanson áhuga I framkvæmda- og menntamanna i Anteriku fyrir Islandi vera að vakna og glæðast svo undrun saetti. Hefði til dæmis prófessor Bowntan formað ur landfræðisfélags Bandartkjanna (Geographical Society) sagt, að stór- furðulegasta fyrirbrigði, er hann vissi nokkur dænti til, væri þessi skyndilega sjálfsforræðistaka dverg þjóðar, er teldi aðeins 100,000 manns. Það hlyti að vera óvenju- lega framúrskarandi þjóð, er treyst- ist til slíks.-------- Þegar liðið var nokkuð á sam- sætið, og flestir höfðu vottað heið- ursgesti þakklæti fyrir erindi hans og alla starfsemi Islendinigum til sóma hér í Ameríku, lagði dr. Rögn- valdur Pétursson það til að stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélagsins skyti á fundi nteð sér og samþykl^ti að gera Mr. Earl Hanson að heiðursfélaga sínum. Var svo gert í einu hljóði, og með fagnaðarundiríektum allra gesta. Þakkaði M.r. ^Janson þenna heiður og fór etfn fögrum orðum um þau einkenni lands og> jtjóðar, er hefðu dregið sig til Isfends, og sem hann ætti svo mikið Átpp að unna. Samsætinu- var ekkí’ slitið fyr en undir miði^etti. og romuðu allir viðstaddir.-Jað það hfiði verið eitt- hvert allra ánægliule'gasta. fróðlleg- asta og eftirminnilegasta samsæti, er þeir helJfSu setið. T^gijjn eftir lagði Mr. Hanson frá Winmþeg í könnunarferð sína um nyrztu slóðir Mið-Kanada, byggðar og Jrvggilegar. v

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.