Heimskringla - 25.09.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.09.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. SEPT., 1929 / Ifcitttskríngla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höínum Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. ‘‘Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 25. SEPT., 1929 Örþrifaráðið Opið bréf Hon. John Bracken, for- ' sœtisráðherra Manitobafylkis, til dr. Bögnvaldar Péturssonar, gjaldkera Heim fararnefndarinnar, það er birt var í Hkr. 11. þ. m., hefir orðið ritstjóra Lögbergs tilefni í ritstjórnargrein, er hann birtir í blaði sínu 19 þ. m., undir fyrirsögninni “Bracken heldur sér við efnið.’’ Það er ekki af því að ritstjórinn skrökvar því lítilfjörlega atriði, er hann ætlar að krydda með upphaf rnáls síns, að ritstjóri Heimskringlu sé ritari Heimfarar- nefndarinnar, sem vér gerum áminnsta grein hanS að umtalsefni. Ekki svörum vér henni heldur fyrir þá sök, að aðalmerg ur hennar er svo heimskulega rökstudd- ur, að leitun mun vera á jafn barnalega moðsoðnum heilagraut, þótt sjálfsagt sé að gera það fullljóst, úr því að nauðsyn bar til svars. Vér svörum henni blátt áfram af því, að hún er ósvinnasta og ó- fekammfeilnasta aðdróttunin, er vér höf- um enn vitað dæmi til að væri jafn opin- bert og afdráttarlaust borin fram af ís- lenzkum mönnum, á hendur stjórnvalda, vinsamlega sinnaðra Islandi og íslending um; aðdróttun, sem valdið gæti íslandi og öllu sem íslenzkt er, meiri skaða en tök væru á að mæla eða vega, ef nokkrar ábyrgar opinberar stofnanir eða stjórn- völd á íslandi kynnu að taka mark á henni, vaeri ekki mótmælt í tæka tíð. Fyrirsögnin bendir strax til afstöðu ritstjórans til yfirlýsingar Bracken for- sætisráðherra, að minnsta kostj öllum þeim, er fylgst hafa með óhróðrinum og aurnum, er “sjálfboðarnir’’ hafa sleitu- laust látið dynja á Heimfararnefndinni, einstaklingum sem heildinni, nú í hálft annað ár. “Bracken heldur sér við efn- ið.” Og hann heldur sér við það, á þenna hátt, eftir þvj sem mergurinn í máli Lög- bergsritstjórans hermir: “Mr. Bracken kemur hér hreint og beint fram, sem fulltrúi Manitobafylkis, með þaff* fyrir augum, að vinna fylkinu sem mest gagn, og fá þangaff sem allra nýtasta 'innflytjendur. ÞETTA ER 1 ALLA STA©I HEIÐARLEGT; (sic!!j enda fer stjórnarformaffurinn enga leyni- stigu með skoðanir sínar* Slíkt hið sama verð- ur engan vegin með sanni sagt um Heimfarar- nefndina, því hún siglir beinlínis undir fölsku flaggi, þykist* vera að vinna íslendingum til heiðurs og hagnaðar, en er jafnframt* reiðubúin ti! að þiggja stjórnarfé í sama skyni og venjulcg- ir vcsturfara-agentar.* Starf agentanna var einkum og sér í lagi það, að auglýsa landið, og gcra það fýsilegt til innflutninga. Nákvœmlcga það sama* lofast Heimfararnefndin til að gera, um leið* og hún gengur að þeim skilyrðum, er Mr. Brackcn* svo hreinskilnislega setur fram. Nefndin Iofast........ til þess auðvitað, aff beina hugum Islendinga vestur,— nákvœmlega sama starfið, sem vesturflutninga-agentar voru launaðir til að vinna * .... Er það ekki öllum heilskyggnum mönnum skiljanlegt við hvað er átt ?” Og síðar í greininni er þessi klausa: . “Bréf það frá Mr. Bracken, er birtist í sið- ustu Heimskringlu, sannar afdráttarlaust, ... aff liann situr fastur við sinn keip, hvað auglýs- ingaskilyrffunum viðvíkur* Hann er hvorki þjónn Þjóðræknisfélagsins, né heldur íslcnsku þjóffarinnar* Hann er þjónn fólksins í Manitoba ag þess vegna* ber honum fyrst* og siíðast* að vinna að þess* hag. Aff hann sé að *Auðkennt hér cinhverju leyti samsckur hcimfararnefndinni gagnvart Islandi, NÆR VITANLEGA EKKI NOKKURRI MINNSTU ATT* (sic!!!) þótt ritstjóri Heimskringlu vilji auðsjáanlega ekki að gert sé upp á milli þeirra.” Tvær spurningar hljóta þegar að spretta upp í huga hvers manns sem gædd ur er heilbrigðri skynsemi, og les þessa greinargerð Lögbergsritstiórans: 1) Hafa menn nokkurntíma séð eða heyrt getið um vitlausari röksemda- færslu? og 2) hafa menn nokkurntíma séð óskammfeilnari ranghverfingu á orð- um og hugarfari ábyrgs stjórnarformanns, er finnur sig knúðan til þess að verja sig með opinberri yfirlýsingu, gegn. því sví- virðilega ámæli,, að þá för, sem hann lýs- ir yfir að hann takist sjálfur á hendur, sem æðsti fulltrúi stjórnar sinnar, ein- göngu í virðingar og vináttuskyni við vinsamlega þjóð, fari hann í raun og veru hlaðinn launráðum til þess að taka henni blóð? Eða þá að ritstjóri Lögbergs vill álíta Mr. Bracken svo heimskulega ó- skammfeilinn, að hann ætli sér að rétta íslendingum heima hægri höndina til ást- arkveðju, sem fulltrúí Manitoba, en storka þeim um leið, sem “þjónn” Manitoba, með því að vera svo “hreinskilinn,” eins Qg ritstjóri Lögbergs orðar það, að hampa framan í þá, í vinstri hendinni, dalasjóðn um, er á að lokka mannvænlegustu ung- menni gistivina hans vestur um haf! • Já, hafa menn nokkursstaðar, nema hjá Lögbergsritsjjóranum rekist á annað eins hugsanamoð: Heimfararnefndin er “reiðubúin að þiggja stjórnarfé í sama skyni og venjulegir vesturfara-agentar.’’ Og Mr. Bracken er ekki þjónn íslenzku þjóðarinnar, heldur fólksins í Manitoba, og kemur fram við Heimfararnefndina, sem fulltrúi þess, ‘‘með það fyrir augum að vinna því sem mest gagn og fá þangað sem allra nýtasta innflytjendur.” Og um leið og Heimfararnefndin gengur að þeim skilyrðum sem Mr. Bracken svo hrein- skilnislega setur fram þá lofast hún til þess við hann, að gera nákvæmlega sama starf og vesturflutninga-agentarnir hafa innt af hendi: að beina hugum fslendinga vestu,r. En þrátt fyrir allt þetta nær það vitanlega ekki nokkurri minnstu átt, að Mr. Bracken (sem Lögbergsritstjórinn getur þó ekki um að gangi í svefni) ‘‘sé að einhverju leyti samsekur Heimfarar- nefndinni gagnvart íslandi’’!!! Og þessi ólekja drýpur þaðan, sem aðrir menn hafa heilann. En svo er nú ekki nóg með það, að Mr. Bracken sé ekki ‘‘samsekur’’ Heim- faramefndinni. Þessi afstaða sem rit- stjóri Lögbergs kveður hann hafa tekið gagnvart Heimfararnefndinni og íslandi, er. að áliti Lögbergsritstjórans sjálfs, ‘‘í alla staði heiðarleg.”!! Það þykir þá heiðarlegt á þeim bæ, ef æðsti valdsmaður einhverrar stjórnar tekur vinarboði erlendrar þjóðar, en veit- ir um leið fé til þess, að taka þeirri þjóð blóð, með burtnámi beztu sona hennar og dætra, ef mögulegt væri, fyrir tilstyrk ó- hlutvandra manna. Líklega eykur það aðeins á heiðarleikann í ritstjórnaraugum Lögbergs, ef boðsgesturinn lýsir yfir ó- rjúfandi vináttu sinni í garð þjóðarinnar er býður, um leið og hann veitir féð til þess að taka henni æð! Hvílíkt viðskiftasiðferði! En ritstjóri Lögbergs er nú alls ekki svo einfaldur, sem þessi röksemdamoð- súpa hans virðist bera honum vott um. Fyr mætti nú vera. Hann veit fyrst og fremst, að innflutningamálin eru alls ekki í höndum fylkisstjórnanna. Hann veit líka, að heimför Vestur-íslendinga hefði jafn mikið kynningarverðmæti (eða auglýsingarverðmæti, ef hann heldur að það orð styrki málstað sinn) fjo-ir Kana- da og íslendingabyggðir hér, þótt hún væri farin án nokkurrar fjárveitingar frá fylkjunum, ef hún væri jafn vel farin án fjárveitingar, sem með henni. Og svo langt hefir hann þó ekki, né félagar hans, sjálfboðarnir, vogað að ganga í rataskapn um og óvirðingunni gegn íslandi, að nokk ur þeirra hafi opinbertega og beinlínis krafist- þess, að förin yrði farin með sem minnstri sæmd, þótt býsna nærri hafi stappað í skrifum dr. Brandsoil. Rit- stjórinn veit ennfremur svo innilega vel í hjarta sfnu, að ekki einum einasta Heim. fararnefndarmanni hefir nokkurntíma komið til hugar að stofna til útflutnings eins einasta mannsbarns frá íslandi í sambandi við þessa ferð. Og hann veit vel, þrátt fyrir þá afar ósæmilegu og ó- drengilegu afstöðu, er hann hefir reynt að setja forsætisráðherra Manitoba í, *Auðkennt hér gagnvart íslandi, að Mr. Bracken fer ekki í minnsta mannaveiðahug til íslands, að sumri, né heldur krefst hann þess, eða æskir, að net verði lögð heima á íslandi til þess veiðiskapar, af nokkrum þeim, er heim fer að sumri héðan úr Manitoba.— Þetta hlýtur ritstjóri Lögbergs að vita, ef hann þá annars veit nokkuð það, sem hver annar skynbær maður hér vestra veit. En þá vaknar ný spurning: Hvers vegna hefir þá þessum svívirðilegu að- dróttunum gegn Heimfararnefndinni og forsætisráðherrunum, sérstaklega Mr. Bracken, verið haldið áfram, og það svo hatramlega, að jafnvel yfirlýsing hans hefir ekki verið tekin til greina, að öðru leyti en því, sem hún er rangfærð honum til vansæmdar. Aðal svarið er nákvæmlega hið sama og áður: Af persónulegum fjand- skap í garð einstakra manna í Heimfar arnðfndinni, er þess vegna skyldi rænd allri sæmd af veglegu fyrirtæki; fjand- skap, er nú, eftir að birt hefir verið bréf Mr. Bracken, hefir snúist í fulkomið hat- ur manna, er finna að þeir hafa orðið undir með illan málstað, og geta nú það eitt hugsað sér til svölunar hefndarhug sínum, að eyðileggja, ef jnögulegt er, þá þátttöku, er þeir sér til stæringar ætluðu sér að móta eftir eigin geðþótta. Það vita allir og skilja hér vestra, að svo illa, sem ‘‘sjálfboðarnir” höfðu hag- að bardagaaðferð sinni, þá var bréf Mr. Bracken, er fylgdi á hæla bréfsins frá Mr. Gardiner, fullkomið rothögg á málstað ‘‘sjálfboðanna.’’ Hann er nú svo gjör- tapaður hér, að vonlaust er að berjast fyrir honum lengur. Og því er nú grip- ið til örþrifaráðsins. Þess vegna er nú gripið til þess í vanmegnugri bræði, að gera síðustu og hörðustu atrennuna með því að rægja forsætisráðherra þessa fylk- is, heiðursgest Islands, heima á fslandi, ásamt Heimfararnefndinni. Til þess er þessi Lögbergsgrein rituð, og til þess er verið að senda sérprentunina úr Lögbergi, pésa Hjálmars A. Bergmans, K. C., heim til íslands, þenna pésa, þar sem hver rangfærslan stjakar annari, spjaldanna á milli, að ógleymdum viðbætisóþverranum, með öllum mannorðsskemmingunum. Til þess að svala þessári hefnigirni lítilla sálna, er svo ósæmilegu hugarfari dróttað að Mr. Bracken, sem mest má vera. Það er sjaldgæft fyrirbrigði, að samþegnar forsætisráðherra drótti að þeim þvílíkum sökum, þvert ofan í yfir- lýsingar sjálfra þeirra, í garð vinsamlegr- ar þjóðar, erlendrar, að þeir finni sig per- sónulega knúða til þess að bera af sér á- mælið. Til, þess hefir Lögberg orðið, að bera það á forsætisráðherra tveggja fylkja, í utanríkismálum, að þeir hafa þótzt og verið nauðbeygðir til þess að bera hönd fyrir höfuð sér, til þess að þeir, heiðursgestirnir, mættu vera vissir um, að verða ekki litnir sem launráðamenn á íslandi að sumri. Finnst mönnum ekki vel að verið hjá “sjálfboðunum;’’ framgangan drengileg; árangurinn glæsi- legur? Til þess að svala þessari hefnigirni skal ekki í það horft, þótt pési lögmanns- ins e8a jafnvel aðeins Lögberg sjálft, kynni að verða til þess, að kveikja þann eld milli Austur- og Vestur-lslendinga, sem vanséð er máske að slökktur yrði, fyr en um seinan, að allt, sem íslenzkt er hér vestra, væri visnað fyrir örlög fram, í brunaþurk bræðrarígs og tortryggni; mulnaðir og kyrktir þeir ávextir sem síð- ustu árin hafa verið að spretta af lífs- starfi slíkra Vestur íslendinga sem séra Jóns Bjarnasonar, séra Friðriks Berg- manns, Stephans G. Stephanssonar og þeirra manna, er helzt hafa staðið að Þjóðræknisfélginu; allra þeirra manna, er hafa verið að teygja hendurnar austur um haf, eftir gróðrarvökvun úr þeim lind- um, er einar geta haldið við rækt í ís- lenzkum jarðvegi, og nú er annars útlit fyrir, meira en nokkru sinni áður, að taki að drjúpa oss svo dygði hér vestur um haf. En hvað gerði það svo sem til, þótt þetta færi allt í kaldakol, ef pésinn lög- mannsins gæti aðeins náð tilgangi sínum heima, svo að hefndarþorsta hans og þeirra stallbræðra yrði svalað hér vestfa? í hálft annað ár hefir Heimfarar- nefndin í heild sinni, og einstakir með- limir hennar, orðið að standa áveðurs við ófrægingahríð sjálfboðanna og per- sónulegar svívirðingar þeirra. Eftir því sem lengra hefir liðið, og “sjálfboð- amir” hafa tapað hér vestra, hafa þeir kappsamlegar beint starfsemi sinni að því, að rægja nefndina heima á fslandi. Vér vitum að vér eigum þar einn hug með öðrum nefndarmönnum, að vér bíðum rólegir úrslitanna. Vér munum ókvíðnir hlíta vitn- isburði þeirra íslendinga, er bezt þekkja oss og starfsemi vora, í ræðu sem riti, að því er við kemur íslandi. Vér tökum ugglausir á oss ábyrgðina á því, að á vegum Heimfarar- nefndarinnar fer enginn maður heim til íslands, er kala ber í barmi til þess eða þjóðarinnar, né til þess að vinna henni hnekki á nokkurn hátt. Þeir menn eru þó til hér vestra, því miður, sem enn láta ísland og íslenzka < þjóð gjalda þess, í hjarta sínu, að æskukjörin voru þeim óblíð á íslandi. En hvort sem þeir hafa segjandi eða þegjandi tekið einhvern þátt í þessari deilu hér vestra, þá er þó það eitt víst, að enginn þeirra, ekki einn einasti, hefir fylkt sér undir merki Heimfararnefnd a^innar í þessari orrahríð. Og á Þingvöllum mun að sumri heldur enginn maður standa, af öllum þeim, er henni verða sam ferða, svo að hjarta hans sé ekki fullt af ást og þakklæti til erfikenninga, áa og ættarlands. í þeirri vissu komum vér að sumri í landsýn að íslandi hvað sem hver labbakútur kann framar að reyna og rægja oss nú og að eilífu. Wynyard-póstur. Vinur minn, A. I. Blöndahl notaði tækifærið í góðri og þarfri grein, er hann reit í Heimskringlu, seint á liðnum vetri, aS lýsa vanþóknun sinni á “póstum þeim og pistlurti um allt og ekkert,” sem sendir hefðu verið blaðinu héðan úr byggðinni undanfarin ár. Skal fúslega tekið undir það meginefni greinar hans, að söngsamkomur þeirra ungfrú Rósu Hermannsson og Sigfúsar Halldórs frá Höfnum voru þess vel verðar að ^teirra væri opinberlega getið, og söngvurunum hjartanlega þökkuð kom an. Fjölda fólks var óblandið yndi að hlusta á þau. Verður það ýms- um byggðarbúum saknaðar- og sárs- auka mál, ef viðtökurnar af vorri hálfu hafa reynst þannig, að þau hugsi ekki aftur til vesturferðar. Svo óheppilega hefir til tekist að undirritaður hefir orðið til þess að rita áðurnefnda “pósta og pistla.” Má vel vera að sú smávægilega hefð hafi skapað mér þá ljúfu skyldu, öðrum fremur, að rita um þessar ágætu söngsamkomur. Eg skal játa það, að ég kynoka mér við því, að ritdæma meðferð góðra söngvara á frægum hlutverkum. Annað það að langvarandi ferðlög og undirbúnings- annir að kirkjuþingum gerðu ntér örðugt um þær mundir að sinna slík- um skrifum. Fleira skal ekki til- kynt til afsökunar, þótt unt væri. Aðeins er ef til vill ekki fjarstætt að minnast þess, í þessu sambandi, sem þráfaldlega ber við, að þeir sem ósérhlífnast taka á sig smáar og stórar kvaðir og fórnir félagslífsins, sæta tiðara átölum fyrir það er þeir láta ógjört, en þökk fyrir það, er þeir fá gjört. Ef til vill hefði ég átt að láta mér fyllilega segjast við þessa góðlátlegu ofanígjöf Mr. Blöndahls. En þar sem ég, eftir langa bið, sé þess ekki nein mót að hann eða aðrir ætla að vera til þess, að “geta þess sem gert er” þá gríp ég pennan — eins og ávalt áður af ótta við að enginn annar geri það. I. v Lcikfélagið íslenzka leikfélagið að Wynyard er að sjálfsögðu fámennur hópur. Sízt hefir það þó verið aðgjörðalaust síð an það hljóp af stokkunum. Samt verð ég að kannast við, að þess átti ég helzt von, að hin geysimikla fýrir- höfn, tímaeyðsla og ferðalög félags- manna^síðastl. sumar í sambandi við sýningu “Öskastundarinnar,” yrði til þess, að áhuginn fjaraði í bili. Voru mér það því þægileg vonbrigði er ég kom heim síðastliðið vor frá vetrar- dvöl minni syðra, að fá að vita að leikfélagið væri að ljúka við undir- búning tveggja sjónleika. Leiksýningarnar stóðu í maímánuði, og fóru fram í Kandahar, Wynyard (tvisvarý, Mozart og Leslie, við góða aðsókn. Fyrri og aðal leikurinn var “Dagsetur” eftir Pál Steingrímsson, Reykjavík,—prentað í “öðni” 1919. Er það sorgarleikur, í einum þætti, og kom mér svo fyrir sjónir að hann hefði marga kosti góðs leiks. Þótt ekkj sé í lengra leikriti en þetta kem- ur skáldið víða við. Og viðfangsefnin öll eru raunveruleg viðhorf mannlegs lífs. Aðalmyndirnar eru af tveimur eiginmönnum; öðrum : þrekmiklum og framgjörnum, sem vegna óstjórnar- afbrýði missir konu sina, sem hann unni, og sem unni honum, eftir stutta sambúð; missir hann þá að nokkrit vald yfir viti sínu, og drekkir sér að lokum eftir hálfrar aldar eirðarlaust flakk og leit;— hinum: sem notið hefir langrar sambúðar við trúlynda, og tilkomumikla konu, en aldrei skil- ið né metið þá gæfu stna, og aldret vaxið þar frá lítilmótlegustu eigin- girni. Fremur þótti Sumum áhorfendum anda kalt í leiknum til presta og kirkju. Hraus þeim hugur við öðr- um eins ummælum og þeim, að “guð prestanna væri orðinn landlaus kon- ungur.” Fanturinn í leiknum er prestur ! Kirkjuræknu fólki, og vel- viljuðu okkur prestunum, þótti skömm til koma, og fannst að höfundur hefði alveg eins vel getað smellt þessu á læknir eða lögmann. En miðað við þá staðreynd, að þess eru þó dæmi í veraldarsögunni að prestar ihafa gerzt breyzkir menn, og með tilliti til þess sögulega viðhorfs í íslenzku þjóð lífi á þeim árum sem leikurinn ger- ist, er prestarnir voru á stórum svæðum einu mennirnir er gengu um með gloriu mennta og frama, og þvi hættulegir í ástum — þá held ég að maður verði að fyrirgfa höfundinum þetta —• í þetta sinn. — Annars er óþarfi að skilja leikritið sem hat- ramlega árás á alla trú, trúarmálstað- inn yfirleitt. Það er þulu-kri^tin- dómurinn og vantrúin, blind og hug- laus, sem höf. vill "finna í fjöru.” Að öðrum þræði er leikritið málsvörn fyrir raunveruleik og gildi sálrænna hæfileika. Það er ljóst að ekki þolir leikur þessi slæma meðferð af hálfu leik- enda. Þótt hann sé kýminn á köfl- um, yrði hann litlaus og líflaus í höndum fúskara. Um það verður, og var, ekki deilt, að meðferðin í þetta sinni tókst yfirleitt frábærilega I vel. Hlutverkin voru þessi: * Ámundi, bóndi, Hallgr. S. Axdalý Jódís, kona hans, (Hallfríður Sig- urðsson) Mánga, tökubarn, skygn, (Jakobína Axdai) Öfeigur, förumaður (Þórður Ax- dal) Síðari leikurinn var "Rœninginn” (hjartaræninginn !), gamanleikur þýdd ur úr dönsku af Árna Sigurðssyni, sprenjfhlægilegur og vel leikinn, en of stuttur. Hlutverk: Hjálmar Berg, kaupmaður (A. I. Blöndahl) Frú Berg (H. S. Axdal) Elinora, uppeldisdóttir þeirra (Jak- obína AxdalJ Ólína, þerna (Ólöf Axdal) Hólmgeir, verzlunarmaður, alias sótari, eftirlitsmaður raftækja, póst- þjónn p. pl. (Árni Sigurðsson). Aðstoðarmaður leikfélagstns við æfingar og sýningar nú, og fyrirfar- andi ár, hefir verið Tóbías Tóbías- son. Á leikfélagið þakkir skyldar fyrir listfengi sitt og atorku. Byggðarfundur (Þess hefir nú um alllangt skeið orðið vart, að nokkur áhugi hreyfir sér meðal Vestur-Islendinga fyrir því að efna til hátíðahalda vestanhafs næsta ár t tilefni af þúsund ,ára af- mæli Alþingis. Þykir sýnt að þótt margir fari heim næsta ár þá verðí þeir þó fleiri sem eftir sitja, en vilja þó geta tekið sinn þjóðlega þátt í þessunt merku viðburðum. Fyrir því igengust nokkrir Wynyard-menn, að efna til almenns, sameiginlegs fundar fyrir alla Vatnabyggð, snemnta í júnL Voru auglýsingar prentað- ar og sendar út með nægum fyrir- vara. Að kveldi sunnudagsins- 9. júní stóð svo fundurinn í sam^omu- húsi bæjarins. Þótt veður væti hið 0

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.