Heimskringla - 25.09.1929, Side 6
6. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. SEPT., 1929
EKKEHARD
$
Saga frá 10. öld,
eftir I. von Scheffel.
Hér um bil tíu dögum eftir að munkarnir í
Reichenau höfðu fundið öskuhrúguna í fanga
klefanum og rætt það með sér, hvort djöfull-
inn hefði sótt heim fangann um miðnættið og
brent hann upp til ösku, eða hvort hann hefði
sloppið, var maður á ferö upp með Sitter-
ánni, og lá leið hans ýmist yfir blómleg engi,
eða hann kleif upp hamrana og brekkurnar.
Bar hann úlfhéðin yfir munkakufli sínum, og
leðurpúss við hlið sér, og í hægri hönd hélt
hann á spjóti, er hann notaði fyrir göngustaf.
Kyrð og þögn ríkti allstaðar umhverfis. Þoku-
slæðingur lá yfir dalsverpinu, þar sem Sitter-
áin spratt upp, og fyrir dalbotninum gein við
hrikalegur hamar, með grænum grassillum og
bar við himinn.
Fjallahlíðarnar sem nú eru þétt settar af
glaðlyndum hjarðgæzlumönnum, voru þá í eyði
og næstum óbyggðar. Niðri í dalnum var
bústaðar ábótans frá St. Gall og umhverfis
hann stóðu fáeinir kofar. Eftir blóðbaðið
við Zulpick, höfðu nokkrir frelsisvinlr, sem
ekki gátu beygt sig undir hið franska ok, setzt
að í þessum óbyggðum. Afkomendúr þeirra
lifðu þar enn í þessum dreifðu húsum, og ráku
hjarðir sínar á sumrin upp í Alpafjöllin. Þeir
voru að eðli sínu hraustir fjallabúar, gæddir
góðum vitsmunum, sem ósnortnir af umheim-
inum nutu liins frjálsa og einfalda lífs, er niðjar
þeirra tóku í arf.
Gatan, sem, ferðamaðurinn gekk varð
stöðugt brattari og ósléttari. Á aðra hlið
honum risu snarbrattir klettar alveg gróður-
lausir. Og stórir vatnsdropar duttu niður á
höfuð hans frá kalksteininum. Hann starði
rannsakandi upp fyrir sig eins og til að at-
huga hvort að þessir kuldalegu hamrar myndu
fresta þ\u að falia unz hann var kominn fram-
hjá þeim. En hamraveggir náttúrunnar
standa lengur þó skáhallir og skakkir séu
heldur en þeir sem gerðir eru af mannahönd-
tim. Aðeins duttu nokkrir dropar, annars var
allt kyrt í sínum skorðum.
Hann studdi vinstri hendinni við klettinn
til að styðja sig, um leið og hann skrefaði á-
fram. Við hvert fótmál varð gatan þrengri,
og hið drungalega djúp á hina hlið lionum
færðist óðum nær. Að síðustu hvarf gatan
alveg og yfir gjána láu tveir furutréstofnar sem
hrú. “Það hlýtur að vera búið,” sagði hann
og gekk djarflega yfir um. Og þegar hann
hafði aftur fastan jarðveg undir fótum varp
hann öndinni léttilega og leit til baka yfir hin
hættulegu fótmál sem hann hafði
stigið. Hann stóð á mjóum
höfða, og fyrir ofan og neðan, voru
snarbrattir, gulgráir klettaveggirnir. Langt
niðri sást fjallalækurinn Sitter renna líkt og
silfurband gegnum dalinn. Hinumegin hóf
sig upp í loftið, hertýgjaður ís og snjó, hinn
stolti foringi fjallarisanna, Kamor, stórfeng-
legur og dúlarfullur. Þar gaf einnig að líta
hamratinda Boghartenfirst, Sigelalp og Mar-
wiese með toppana þakta ilmandi grasi; og
því næst trúnaðarmann vatnsins, Öldunginn,
með sínar hrukkóttu brýr og hélugráa haus,
ráðgjafann og vildarvin hins volduga Sentis.
“Þið fjöll drottins lofið hann,’’ sagði
vegfarandinn gagntekinn af mikilleik útsýnis-
ins. Mörg hundruö af fjallasvölum flögruðu
út úr sprungum klettanna. Og þegar þær
fljúga út með þeim hætti er það sagður góður
fyrirboði. Hinn ókunni maður tók nokkur
skref áfram og fyrir framan hann var kletta-
veggurinn klofinn í marga parta. Opnaðist
þar tvöfaldur hellir, og hjá honum stóð gróf-
gerður trékross. Öðrumegin við hellirinn var
staflað upp furubútum, og yfir þá var þakið
með grenigreinum, með því sniði er helzt líkt-
ist víggirðing þeirra tíma. Auðsjáanlega var
þar mannabústaður, en þögnin ríkti- órofin af
nokkuru hljóði.
Gesturinn kraup niður fyrir framan kross-
inn og bað lengi.
Það var Ekkehard, og staðurinn þar sem
hann kraup var Öræfakirkjan.
Með skriðunni hafði hann komist heilu
og höldnu niður í dalinn, og næsta morgun var
hann örmagna og uppgefinn fyrir framan
dyr Moengals gamla að Radolfszell. “Ó, að
ég ætti dvalarstað vegfarandans í eyðimörkinni
þá gæti ég yfirgefið þjóð mína, farið burt frá
löndum mínum, serii eru samsafn af svikur-
«m,” sagði hann með orðum spámannsins,
eftir að hann hafði sagt sóknarprestinum
sorgarsögu sína.
Gamli maðurinn benti til Sentis. ‘‘Þú
hefir á réttu að standa,” sagði Moengal. Jafn-
vel St. Gall gerði það. “Út í óbygðina skal
ég fara, og bíða þar komu hans, sem lækna
mun sál mína af öllum meinum hennar,’’
mælti hann, og ef til vill myndi hann aldrei
hafa orðið dýrðlingur, ef hann hefði mælt á
aðra lund og farið öðruvísi að.’’
‘‘Þér ber að vinna bug á þjáningum. Þeg-
ar örninn er sjúkur og honum förlast sýn,
flýgur hann upp á við, upp eins hátt og’væng-
irnir bera hann. Að komast í námunda við
sólina, vekur æskuna að nýju. Far þú eins
að. Eg get sagt þér frá góðu hæli þar sem
þú munt ná að hressast aftur.”
Og hann lýsti leiðinni fyrir Ekkehard.
“Þú munt hitta mann nokkurn þar efra, sem
lifað hefir frásneyddur heiminum síðastliðin
tuttugu ár. B.er þú honum kveðju* mína.
Vera má að guð hafi fyrirgefið honum syndir
hans.”
Presturinn skýrði eigi frá því, hvaða synd-
ir það voru, sem þessi gamli vinur hans var
að reyna að bæta fyrir þar uppi í fjöllunum.
Einu sinni í hallæri var hann sendur frá
klaustri sínu til ítalíu til að kaupa kom. Kom
hann til Verona og var þar vel tekið af Rath-
eríusi biskupi hinum þrætugjarna, og baðst
þar fyrir í hinni fögru dómkirkju, þar sem leifar
hinnar heilögu Anastasíu voru varðveittar í
óluktu gullskríni. Enginn var í kirkjunni og
freistaði þá djöfullinn Gottskálks til að taka
með sér menjar um þessa ferð sína heim til
Þýzkalands, sVo hann tók eins mikið með sér
af líkama dýrðlingsins og hann gat falið í
klæðum. sínum, — handlegg og fót, og nokkra
hryggjarliði, og leyndist síðan á brott með
þýfið. En frá þeirri stundu var hann frið
laus maður. 1 vöku og svefni sá hann
dýrðlinginn sækja að sér. Handarvang, og
fótlaus staulaðist hann við hækju, og krafðist
þess að fá fót sinn og handlegg aftur. Gegn-
um gil og hamraskörð elti hún hann ógnandi.
alveg heim að klausturdyrunum, þar sem hann
varpaði hálfærður og sturlaður frá sér þessum
helgileifum og flúði til Sentishæðanna,þar sem
hann settist að í einsetukofa til þess að eyða
því se meftir var æfinnar í það að afplána hina
miklu synd sína.
í tvo daga falda Moengal gamli þennan
unga" vin sinn í húsi sínu, og réri síðan með
hann á náttarþeli eftir vatnið. “Farðu ekki
aftur til klaustursins,” sagði hann við hann að
skilnaði, “svo að heimskuvaðall þeirra ríði
þér ekki að fullu. Spott er þungbærara en
nokkur refsing. Þú átt ávítun skilið, og mun
hið heiða fjallaloft leiða hana yfir þig. Þar
er réttlætið meira en meðal mannanna.” Hann
gaff Ekkehard að skilnaði spjót og úlf-
héðinn.
Ekkehard hélt áfram ferð sinni um nótt-
ina, varkár og kvíðafullur, og það var með
sáran brodd í brjósti sem hann læddist fram
hjá gamla klaustrinu, sem ennþá bar ummerki
um hryðjuverk Húnanna. Ljósbirtu lagði
'vingjarnlega' frá gluggunum út í náttmyrkrið.
og hraðaði hann för er hann varð þess var.
Sömuleiðis gekk hann framhjá Appenzell
lengra uppi í dalnum án þess að knýja dyra.
Hann óskaðí þess eigi að neitt af klaustur-
fólkinu bæri kensl á sig.
Skyndilega nam hann staðar, hætti að
biðjast fyrir og horfði með eftirvæntingu á
hellismunnann, þar sem hann bjóst við að sjá
einbúann, Gottskálk, koma út og heilsa komu-
manni. En enga hreyfingu var að sjá og hell
irinn var tómur.
“St. Anastasia ignosce raptore!” (Heilaga
Anastasia fyrirgef ræningja þínum!) var ritað
á klettavegginn með einhverskonar jurtasafa.
Ofurlítil steinþró tók við vatninu, sem seitlaði
fram á berginu, og var hún svo full að allstað-
ar vatninu út af börmum. Hann gekk nú inn
í’» Mellirinn og nokkrir leirdiskar voru
þar hjá steinahrúgu, sem að öllum líkindum
höfðu verið notaðir fyrir hlóðir. 'Gróft veiði
net lá þar í hominu ásamt hamar og reku, og
viðgerðri exi og hrúgu af höggnum við. Stráð
hafði verið hálmi á viðarbjálka nokkra, og
myndi það hafa verið notað fyrir legubekk.
Allt var þetta moldugt og bar fúasvip. Þegar
Ekkehard kom inn skutust tvær rottur inn í
holu á gólfinu. Ekkehard bar hendina upp
að munninum og hrópaði: “Gottskálk;” og
síðan kveðju þá sem fjallabúar eru vanir að
ávarpa hver annan með, en enginn lét á sér
bæra. Þegar hann hugði nánar að, sá hann
að hellirinn hafði staðið auður um nokkurh
tíma. í brúsanum, þar sem eitt sinn hafði
verið mjólk, var nú skán. Ekkehrd gekk
út aftur dapur í bragði, út á hrygginn sem lá
milli hellisins og hengiflugsins fyrir neðan.
Langt til vinstri sá hann glampa á blátt Con-
stanzvatnið milli fjallanna. En þrátt
fyrir þessa mikilfenglegu útsýn fékk hann eigi
hrakið úr huga sér hina óumræðilegu örvænt-
ingu sem að honum sótti. Einn og yfirgef-
inn af guði stóð hann á brún þverhnýpisins, og
lagði hlustir við, í þeirri von að heyrk ein-
hverja mannlega rödd; en eina hljóðið sem
barst honum til eyrna var lágt og tilbreytinga-
laust ýlfur vindsins o§ skrjáf. Augu hans
fylltust tárum.
Það var orðið áliðið dagsins. Hvert átti
hanh að fara? Sár sultartilfinning dró huga
hans frá ástandinu sem hann var í. 1 leður-
pússi sínu hafði hann nesti til þriggja daga, og
hann sfettist fyrir framan hellirinn og borðaði
þar kveldmat. Fjallið sem hann sat undir,
kastaði löngum bláleitum
skuggum yfir á klettana hinu
megin, en efsti tindur þess
laugaðist í kveldsólinni.
“Svo lengi sem krossinn
stendur framan við kletta
þessa mun ég aldrei yfirgef-
inn að fullu,’’ sagði hann við
sjálfan sig, og varð hug-
hægra., Síðan reitti hann
saman svolítið af grasi í
fjallabrekkunni, _ og bjo út
handa sér hægan hvílubeð,
þar sem hinn gamli hafði áð-
ur verið. Hann vafði sig í
úlfhéðinn sinn til að verja
sig kveldsvalanum, og lagð-
ist til hvíldar. Svefnin er gott
læknislyf við öllum meinum
æskunnar, og þrátt fyrir hug
arkvöl sína og einstæðings-
skap féll Ekkehard brátt í
fasta svefnj
Dagsbirtan var að teygja
sig upp yfir toppinn á Kam-
or þegar Ekkehard vaknaði,
enda þótt skin morgunstjörn
unnar væri ennþá skært.
Honum virtist hann heyÆ
létt og glaðvært* fjárhirðis-
kall, og þegar hann opnaði
augun sá hann ljós innst inni
í hellinum. Hann hélt sig
væri að dreyma, þar sem
hann væri aftur staddur í
fangeílsisklefanum og Prax-
edis að koma honum til hjálp
ar. Ljósið kom nær og nær,
og sýndist vera furuviðarkyndill, sem ung
stuttklædd stúlka bar( í höndum sér. Ekkehard
stökk upp. En óskelfd stóð hún fyrir fram-
an hann og sagði: “Vertu velkominn í nafni
guðs.”
Hún var djarfleg, ung og óbæld, með
dökkan hörundslit og titrandi augu. Hinar
dökku stóru hárfléttur sínar hafði hún vafið
upp og fest saman með fallegum silfurprjón.
Tágkarfan, sem hún bar á bakinu; og staf-
urinn í hendi hennar bar þess vott að hún átti
heima í þessu fjallalandi.
“St. Gall frelsi mig frá nýrfi freistingu!”
hugsaði Ekkehard, en stúlkan sagði glaðlega:
‘‘Eg endurtek það að þú ert velkominn; faðir
minn mun verða sannarlega glaður yfir því, að
við höfum eignast nýjan fjallabróður. Hann
segir æfinlega að maður geti séð það á mjólk-
inni, að gamli Gottskálk sé dauður.”
Röddin hljómaði ekki þesslega að hér væri
um kvennskass að ræða. Ekkehard var enn
hálf sofandi og geispaði mikið, svo að andlitið
varð í bili næstum því allt að gini. “Guð
launi þér,” mælti stúlkan.” “Hvers vegna?”
spurði hann. “Vegna þess að þú gleyptir mig
ekki undir eins!” sagði hún hlægjandi, og áður
en hann gat spurt hana frekar, var hún lilaup-
in burt með kyndilinn og horfin inn í hellinn.
En innan stundar kom hún aftur, og með
henni gráhærður hjarðmaður klæddur í lamb-
skinnsúlpu.
‘‘Faðir minn trúir því ekki,” kallaði hún
til Ekkehards. Hjarðmaðurinn skoðaði að-
komumanninn mjög grandgæfilega með aug-
unum. Ilann var hraustlegur náungi, sem
að líkindum á sínum yngri árum, hafði varpað
hundrað punda steini tuttugu skref, án þess
að hreyfa sig úr sporum sínum. Og hinir
sterku andlitsdrættir hans, og beru sinamiklu
armar, sýndu greinilega að hinn forni kraftur
var enn að mestu ólamaður.
“Ætlar þú að verða nýji fjallapresturinn
okkar?" sagði hann vingjarnlega við Ekke-
hard, og rétti honufn höndina. ‘‘Það er á-
gætt!’’ Ekkehard varð undrandi og vand-
ræðalegur á svipinn. ‘‘Eg hafði hugsað mér
að heimsækja bróðir Gottskálk,” svaraði hann.
“Þú kemur of seint til þess,” mælti hjarðmaður
inn. Hann dó síðastliðið haust. Það er
sorgleg saga. Sjáðh þarna!” — og hann
benti á þverhnýpta klettasnös fyrir neðan í
hengifluginu — hann fór til að safna þar sam-
an þurrúm blöðum. Eg var þar sjálfur að
hjálpa honum. Allt í einu reisti hann sig upp
eins og bitinn af liöggormi, benti yfir til Ho-
henkrahen og kallaði: “St. Anastasia! Þú
ert aftur heil, standandi á tveimur fótum og
bendir með örmum þínum. í sömu svipan
stökk hann fram af þverhnýpinu, líkt og milli
hans og Hohenkrahen væri hvorki dalur né
hengiflug. Með ‘drottinn miskunna þú mér,’
á vörunum féll niður í hið ægilega afgrúnn.
Guð vertu honum líknsamur! Líkama hans
fundum við ekki fyr en í vor. Hann var
klemdur milli tveggja kletta, og gammamir
höfðu borið burtu annan handlegginn og fót-
inn, en enginn veit hvert.’’
‘‘Gerðu hann ekki hræddann,’’ sagði stúlk-
an, og hnippti í föður sinn.
“Svo þú hyggst að dvelja hér,” mælti
hjarðmaðurinn. ‘‘Þú skalt fá allt það sama
sem við létum Gottskálk í té, mjólk og ost og
þrjár geitur, og mega þær vera á beit hvar sem
þær vilja.
Konur sem bakið brauð. Athugið!
ROBIN HOOp VINNUR HVARVETNA
SIGUR!
V erðlauna Gullpening
Verðlauna Silfurpening
75 Fyrstu verðlaun
Alls 164 Verðlaun
Þessi verðlaun hafa brauðtegundir er búnar hafa
veriö til úr Robin Hood hveitimjöli, unnið við sýn-
ingar er nýlega hafa verið haldnar í Calgary, Ed-
monton, Saskatoon, Regina, Prince Albert, North
Battleford og Brandon. Verðlaunin voru veitt fyrir
35 tegundir brauða, þar á meðal voru kökur, ger-
braúð, og smá bakstur, er lagðar voru fram, gegn
samskonar tegundum er bakaðar voru úr öllum hin-
um öðrum hveitimjölstegundum. Með hverjum
degi fréttist um nýjar sigurvinningar fyrir Robin
Hood Mjölið, við hinar smærri sýningar.
RobinHood
FLOdR
For BETTER BREAD, CAKES and PASTRY
Ef þörf krefst getur þú beðið um meira,
því við hér uppi erum engar smásálir eða svíð-
ingar En til endurgjalds skalt þú prédika yfir
okkur livern sunnudag, og blessa bæði beit-
hagann og engið, svo stormar og snjóflóð geri
þar ekkert tjón. Og þú verður einnig að
hringja bjöllunni, svo við vitum hvað tímanum
líður.”
Ekkehard leit í kringum sig í hellinum og
bar augnaráð lians vott um einhvern efa. Hann
varð liinsvegar mjög glaður að mannlegar ver-
ur skyldu byggja þetta umhverfi hans, en
hvaðan þær hefðu komið var honum ekki unnt
að gizka á.
“Eru beitilöndin hér uppi í háfjöllum,”
spurði hann brosandi.
“Hann veit ekki hvar Ebenalpar eru,”
mælti stúlkan mjög góðlátlega. “Eg skal sýna
þér þá.”
Furukyndillinn hennar logaði ennþá. Og
hún snéfi sér við og fór til baka inneftir hell-
inum, ásamt báðum mönnunum, sem fylgdu á
eftir henni. Þau fóru í gegnum þröng
hvelfd göng, er virtust liggja inn í iður fjalls-
ins. Á leið þeirra urðu stór björg annað slag-
ið, sem töfðu ferðina, og oft þurftu þau að
beygja sig niður og skríða undir slútandi
kletta. Rauðleitur bjarmi frá kyndlinum lék
um steinveggina og við og við gægðist dags-
birtan inn. En allt í einu tóku göngin stefnu
upp í mót, og stórt op kom í ljós Hjarðmær-
in sló kyndlinum sínum við einkennilega lag-
aða dropasteina, sem héngu niður í göngin og
slökkti hann með því. Og eftir nokkur skref
stóðu þau í breiðri og fagurri Alpahlíð.
Angandi ilmur fyllti loftið og hin fegurstu
Alpablóm þöktu jörðina svo sem
brönugrös og feiknin öll af bláum verbenum.
Yfir þessari blómbreiðu flögruðu hin skraut-
legu alpafiðrildi. Apollo, með rauða depla á
vængjunum, sem glampa og glitra líkt og
gimsteinar í sólskininu.
Þetta morgunsár lá þykkt og þunglama-
legt mistur yfir dölunum líkt og ládautt haf.
Fjallatopparnir skjöguðu upp í loftið, og báru
við hinn bláa himinn — sem einskonar risaeyj-
ar risu þeir upp úr þessu mikla misturhafi.
Constanzvatnið var einnig þakið rakamóðu;
og fjallabrýr hins fjarlæga Rhætian, hinir
himinháu tindar þeirra, sem gnæfðu hver yfir
annan, sáust aðeins gegnum misturslæðuna
er um þá lá. Spektarfullt glamur frá hjarð-
bjöllum barst frá hinum hærri hlíðum. Og
til Ekkehards hljómaði það ekki ólíkt morg-
unbæn, sem var hvorutvéggja í senn, auðmjúk
og stolt.
“Þú vilt vera hér hjá okkur,” sagði hjarð-
maðurinn. “Eg sé það í augum þíniim.’’
“Eg er heimilislaus vegfarandi,” svaraði
Ekkehard raunalega. “Ábótinn sendi mig
ekki hingað.’’
“Það gerir ekkert til fyrir okkur,’’ ansaði
gamli maðurinn. “Ef við og gamli Sentis
þarna yfir frá eru ánægð, þá hefir enginn
neinn rétt til að ræða það mál nokkuð frekar.
Við erum ekki neinir undirsátar Ábótans.
Þegar ráðsmenn hans koma hingað, til þess að
skoða mjólkina og mjólkurbúin okkar, borgum
við honum tíundina vegna þess að það er gam-
all siður; en hvað allt annað snertir þá er um
það gamallt máltak svohljóðandi: ‘Við ræktum
ekki hans jörð, og eftir hans pípu dönsum við
heldur ekki.’ Sjáðu þarna,” ha*in benti á grá