Heimskringla - 23.10.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.10.1929, Blaðsíða 2
1. BLAÐSÍÐa HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. OKT., 1929 Stjörnufélagsfundirnir í Ommen og Kristna- murti. SíSan ófriönum lauk hafa margar og merkilegar hreyfingar rutt sér til rúms í heiminum. En enginn þeirra er sennilega einkennilegri eða óvenju- legri, en félagsskapur sá, sem síðustu sex árin hefir haldið aðalfund sinn í Kollandi, og sem í ár hélt fund, með 3,000 fulltrúum frá 43 þjóðum. Það er erfitt að gera grein fyrir þvi, sem fyrir augu og eyru ber á fundunum í Ommen, þannig að lesend) hér var aðalsetur ur fái nokkurnveginn réttar hugmynd- ir um þá, og félagsskapinn yfirleitt. Sennilega er bezt aS byrja með því að lýsa umhverfinu, þarna í Norður- Hollandi, sem er á engan hátt líki því, sem menn eiga að venjast þar í landi. iHéraðið þarna er kyrlátt og tiibreyt ingalítið, fremur fáskrúðugt, að mestu leyti lyngheiðar með gisnum furu- skógi. Áður en komið er til Om- men, hefir maður ferðast margar mil- ur gegnum þetta tilbreytingasnauða umhverfi. Á stöku stað eru blettir, sem eru frjósamari, með stórum ökr- t'm og grænum bithögum. Einn af þessum gróðurblettum er höfðingjasetrið Eerde við Ommen, þar sem hinir einkennilegu fundir hafa verið haldnir undanfarin ár, og síðast nú fyrstu dagana í ágúst. Fund armenn hafa tjaldbúðir sínar á sendinni lyngheiði, umkringdri af furuskógi, en heima við höfðingja- setrið er jarðvegurinn frjósamari. Eerde er eign stjörnufélagsins. Það félag var sem kunnugt er stofnað fyrir 18 árum, til þess að undirbúa komu mannkynsfræðarans. En nú hefir þessi mannkynsfræðari, það er að segja Krishnamurti, lýst yfir þvi, að félagið sé lagt niður. Nánustu vinir hans hafa lengi vitað, að þetta stóð til. Hann hafði áður skýrt frá því, að hann myndi taka þetta ráð, ef menn tækju upp á því, að álíta, að félagsskapurinn í sjálfu sér gerði gagn. Og svo mikil eru áhrif Krishnamurti meðal skoðanasystkina hans, að margir af stjörnufélögunum hafa lýst yfir því, að þeir fögnuðu þessum aðgerðum Krishnamurti. En hér sem í öðru kemur það í ljós, að áhangendur Krishnamurti líta öðruvísi á hlutina en flestir aðrir, því nú á tímum er það fátt, sem menn leggja eins mikla áherzlu á og mönn- um er jafn hjartfólgið og félagsskap- ur og skipulag. Undantekningar eru þó frá þessu, því að svo segir til dæmis Shaw, að allur félagsskapur sé samsæri gegn almenningi. Krishna- murti hefir þó enn meiri óbeit á fél- agsskap og neitar því að verða formað ur nokkurs félagsskapar eða reglu. Einn af félögum Sjörnufélagsins, barón van Pallandt van der Eerde, hefir gefið félaginu höfðingjasetrið, sinni- sem Krishnamurti dvelur á í Ommen. Höllin og .garðurinn í kring um hana er mjög skrautleg og tíguleg, og er hreinasta unun að þvi að sjá hinn list- ræna svip, sem þar er á öllu. Meðan á fundunum stendur, held- ur Krishnamurti til í höll þessari. í skránni yfir fundafulltrúana er Om men greind sem heimili hans. Og félagsskaparins, sem nú er lagður niður. Dr. Annie Besant kom einnig á fund inn í sumar. Hún er nú komin yfir áttrætt. Á siðari árum er nú farið að bera á ellihrumleik hjá henni, enda þótt hún hafi enn til að bera eldfjör og áhuga og ferðist að stað- aldri heimsálfanna á milli. Það var sem kunnugt er hún, sem “fann” Krishnamurti og ól hann upp ásamt bróður hans. Bróðir Krishnamurti er nú dáinn. I bók, er Krishnamurti gaf út í vet- ur, sem heitir “Life in Freedom,” skýrir hann frá því, hversu mikil áhrif það hafði á hann, er bróðir hans féll frá. Bók þessi skýrir einnig frá hinu andlega þroskaskeiði Krishnamurti. Birtir hann þar út- drátt úr allmörgum ræðum, er hann hefir flutt. Annars virðist bók þessi hafa orðið guðspekingum og Annie Besant allmikið áhyggjuefni. Krishnamurti segir þar frá því, að hann hafi orðið mjög vanstiltur og í vandræðum með sjálfan sig, eftir að hann komst á þann aldur að hann hafði fengið fullkomna sjálfstæða dómgreind. Hann segist nú vera mjög hamingjusamur, enda þótt hann á timabili hafi verið allt annað. Hann mun hafa átt við mikla erfiðleika að striða, eins og geta má nærri, þar sem hann var alinn upp til þess að verða mannkynsfræðari. Hann spyrnti á móti handleiðslu og skoð- unum annara og þeim sannindum, sem menn vildu troða í hann. Hann var staðráðinn í því, að taka ekkert fyrir ákveðinn sannleika, fyr en hann sjálfur hefði sannprófað að svo væri. Og hann lítur svo á, að óánægjan með allar trúarjátningar og kenn- ingar, hafi gert það að verkum, að hann að lokum fann leiðina til þess sannleika, san er stærri og meiri en öll trú og trúarbrögð. Hann snérist jafnvel gegn guðspek- ingum með látalæti þeirra, skýring- ar og kenningar og hætti að sækja fundi þeirra, þar sem menn að jafn- aði töluðu upp aftur og aftur um sömu hugmyndirnar. Hann leit í kring um sig í umheiminum, og fann, að í raun og veru væri enginn ham- ingjusamur. Allir rákust á einhvern þröskuld í veginum í hamingjuleit Krishnamurti gerði það að takmarki sínu, að handsama gæfuna. Hann vildi drekka af hinni sönnu lífslind og ryðja úr vegi þeim torfærum, sem menn eiga við að stríða í leit sinni að lífshamingju. Hann leitaði gæf- unnar sem hulins fjársjóðar, er eigi verður-með orðum lýst, en sem enginn getur efast um að sé til. Hann fór til Kaliforníu með bróð- ur sínum, sem þá var veikur. I einverunni þar vestur frá ásetti hann sér að gefast ekki upp, fyr en tak- markinu væri náð. Bróðir hans dó og varð fráfall hans mjög örlagaríkt fyrir Krishnamurti sjálfan. “Skilji menn lífið rétt, þá læra menn einnig af dauðanum að byggja upp ham- ingjuhöll sina,” segir hann. Það var í Kaliforníu, sem hann komst að nýjum lífssannindum. Nú segist Krishnamurti hafa náð takmarki sínu, fundið sannleikann, lífshamingjuna, lífið í allri sinni dýrð. “Lífshamingjunni nær maður,” segir hann, “þegar maður er laus úr viðj um sjálfselskunnar og eigingjarnra óska og hvata.” • Ennfremur segir hann: “Annaðhvort óskar þú eftir feg urð, og fullkominni lífshamingju eða þú gerir það ekki. Ef þú ert ekki heill í óskum þínum í þessu efni þá legðu ekki út á þessa braut. En gangirðu út á hana á annað borð, þá skulu óskir þinar v|era svo brertn- andi, að þú fórnir öllu til þess að ná þessu eina. Menn verða að brjóta af sér allar erfðakenningar, fleygja frá sér öllu því, sem bindur menn og bagar, og leita að sannleikanum ein- asta. Menn verða að hreinsa huga sinn og rækta kærleikann, unna öllu og öllum, en vera engum bundinn. Og reynslu eiga menn að safna af öllu því, sem fyrir þá ber. Þátturinn um reynsluna er einn að alþátturinn í kenningu Krishnamurti. Menn eiga að varðveita alla reynslu sína, leggja hana niður fyrir sér, læra af henni, og hafna öllu því, sem menn ekki hafa not af á leiðinni að takmarkinu eina. Menn verða alltaf að hafa takmarkið í huga, það tak mark að verða frjáls og óháður, svo menn nái hinu sanna lífsgildi. Þá breytist líf manns. Að vísu verðu menn fyrir sorg og- sársauka, eftir sem áður, en allt slíkt verður einn þátt- urinn í reynslu manna, eign, sem menn hafa gagn af. Að verða ánægður með sjálfan sig. og það sem er, er í augum Krishna- murti það aumkunarverðasía, sem hugsast getur. Um leið og maður er óánægður með sjálfan sig og ósk- ar eftir því að verða óháður, þá leit.- ar maður að lindum sannleikans. Og þegar mannsandinn leitar, þá er sem fram streymi straumhörð á. Eg hefi engin boðorð, segir hann, engar erfða kenningar, ég viðurkenni ekkert and- legt vald. Eg hefi ávalt gert það sem ég áleit réttast, án tillits til annars eða annara. Stærsti lífssannleikur- inn er sannleikurinn um fullt frelsi í lífinu. Það er vegna þess, að þú ert hræddur við að láta innri mann þinn þróast öllu og öllum óháðan, að þú ert óhamingjusamur, dapur í bragði og skilur ekki lífið. Með reynslunni kemur frelsið og lífshamingjan. — Hræðslan er uppsprettan að sorgum heimsins. Hér eru tilfærð nokkur atriði úr kenningu Krishnamurti, eins og hann hefir túlkað þær á síðustu tímum. Og það er sém sé talsvert af fólki, sem álítur að þetta séu kenningar, er bezt séu við hæfi núlifandi kynslóðar.— Er menn í fyrsta skifti sjá hina miklu tjaldborg við Ommen, verða menn bæði undrandi og hrifnir; og ekki víst vegna þess að allt, sem þarna er aðhafst, byggist á því, að ungur maður einn muni hafa boðskap að flytja og andlega yfirburði, sem g'eti haft gagngerð áhrif á allt mannkyn- ið. Tjaldborginni er ágætlega stjórnað, og mikið af vinnunni sem þar er lögð fram, er unnin ókeypis. Undanfar- in ár hefir tjaldborg þessi verið reist. Aðalgöturnar milli tjaldanna bera sérstök nöfn. Skýli fyrir umsjónar- menn og aflstöð og aðrar nauðsynlegar byggingar eru látnar standa kyrrar milli fundanna. I borginni er póst- hús, banki, ferðamannaskrifstofur, símstöð, slökkvistöð, búð, matsölustað- ir„ spítali, blaðamannaskrifstofa og bókaverzlun. Það er mjög eftirtektavert og sér- kennilegt fyrir tilhögunina þarna, að enda þótt menn liggi í tjöldum og borði jurtafæðu, sem framreidd er í smáum kollum, og hver verði að fram reiða mat sinn sjálfur, þá er aðgangur fyrir alla að steypuböðum. Kveld og morgna fara allir fundarmenn til baðstaðanna. Á kveldin hafa þeir með sér rafmagnsvasaljós, svo að þeim verði ekki fótaskortur í tjalda- snærunum. Þó að menn yfirgefi tjöld sin er gengið þar frá öllu opnu, ferðakist- unum, með farangri og peningum, og kemur það ekki að sök. Hér og þar í trjánum í nánd við matsölutjaldið, hanga litaðir smápokar með borðbún- aði, diskum og bollum, sem fundar- menn geýma þar á milli máltíða. — Viðkynning manna og viðskifti öll þarna, eru með sérlega vinarlegum og ástúðlegum blæ. Hvarvetna sjá menn smáhópa liggja í lynginu kring um tjöldin, ræða um kenningar Krishnamurti og hvernig menn eigi að læra að verða að betri mönnum. Daginn sem síðasti fundurinn byrj- aði, komu aukalestir úr öllum átt- um á járnbrautarstöðvarnar með fundarmenn og auk þess kom mikill fjöldi þeirra í bílum. Er ég kom þangað, snéri ég mér til hins sænska ritara Krishnamurti, ungfrú Hagge. Fyrir hennar til- stilli tókst mér að ná tali af Krishna- murti, heima í hölilnni. Blaðamenn hafa oft fengið að tala við hann, en venjulega hefir lítið á þeim viðtölum verið að græða. Að því kunna að liggja margar ástæður. En ég fann strax eina. Krishnamurti er ómann- blendinn, eiginleiga feiminn, þó að hann sé mjög hrífandi. Ut frá hon- utn ljómar svo mikill lífsþróttur, að menn eiga erfitt með að gera sér grein fyrir öðrum áhrifum, og getur það því vafist fyrir mönnum að festa það í njinni, sem hann talar, þó að hann geri sér mikið far um að maður sá, sem við hann talar skilji 'hann rétt. Krishnamurti er grannur vexti. Lát- bagð hans er mjög hæverskt og aðlað- andi. Hann er mjög dökkur á brá, augun svört og tennurnar skjallahvít- ar. Bros hans er mjög þýtt. Krishnamurti hefir einu sinni sagt við áheyrendur sína, að þeir ættu að hætta öllu bænahaldi. Eins og eðli- legt er, vöktu þessi tilmæli hans mikla eftirtekt. En í viðtalinu skýrði hann frá, hvað hann ætti við með þessu. Menn biðja, sagði hann, vegna þess að menn Ó9ka og vænta aðstoðar ut- an að. En menn verða að bjargast af eigin ramleik. “Sjáið til,” sagði hann, “mér Hð- ur illa, biðjið fyrir mér,” segja menn, og þeir fá samúð og vináttu. En ef ástvinirnir deyja frá þeim, hver á þá að hjálpa þeim? Þeir vilja fá )á aftur til sín. En þrátt fyrir allar bænir, vináttu 0g velvild, stoðar ekk- ert. Eg missti bróður minn, eng- inn gat hjálpað mér, en svo leitaði ég í minni ei,gin sál, og þar fann ég hann. Það eru ekki aðeins kristnir menn sem biðja, eins gera Hindúar. Ekki fordæmi ég bænina, til þess að draga kjarkinn úr mönnum, því ég vildi geta hjálpað öllum sem bezt. En fólk biður og biður, og hvað stoðar það. Eg fyrir mitt leyti vil láta mér þykja meira og meira vænt um meðbræður mína, gera allt fyrir þá sem ég get. Að biðja fyrir mönnum er mikið auð- veldara en breyta viðmóti sínu við þá, gera sjálfan sig í raun og veru að betri manni. Fyrir mér er eng- inn persónulegur guð, segir Krishna- murti, þvi að guð er i öllum mönn- um. En ætlið þér þá að fá almenning til að skilja þetta? Nei, segir Krishnamurti, ákveðinn, og hann verður hrifinn og kýminn á svipinn: Þér verðið að skilja að al- menningur þarf á hughreystingum að halda — eitthvað til þess að tilbiðja. Fólkið vill hafa himinn og helvki, refsing og laun, ilt og gott, ég verð því að fara að öllu varlega. Krishnamurti talaði mikið um framþróunina og eilífðina. Er tal- ið barst að þessu, sagði hann meðal annars: Kompásskífan er eins og eilífðin. Hún flyst til en nálin snýr alltaf til noröurs, móti sama punkti; þannig á það að vera með okkur. Við verðum alltaf að beina hug okk- ar að því sama. Allir komast að Nýrun hreinsa blóðið. Þegar þau bila, safnast eitur fyrir og gigt, tauga- gigt, lendaflog og margir aðrir sjúk- dómar orsakast. GIN PILLS lag- færa nýrun, svo að þau leysa starf sitt og gefa þannig veranlegan bata. 50c askjan allstaðar. 134 takmarkinu, ef þeir leggja fram krafta sína óskifta, alveg eins og fólk nær öðrum takmörkum sinum, sem það óskar nægilega heitt eftir. Þér vitið til dæmis, að menn sem vilja verða auðugir, þeim lánast það, ef þeir leggja allt kapp á það. Allir komast að takmarkinu ef þeir vilja. En það er oft að menn álíta það ekki ómaksins vert, að leggja það allt á sig sem til þarf, og þá er eigi við góðu að búast. Að skilnaði kvaddi Krishnamurti mig svo ástúðlega og vingjarnlega, eins og ég, þesis ókunnugi umrenn- ingur, væri alúðarvinur hans. Á hverjum degi meðan fundirnir standa yfir í Ommen, byrja fundar- menn með samkomu, þar sem allir fundarmenn sitja steinþegjandi í fundartjaldinu með krosslagðar fæt- þér sevi tiotið T I M B U R KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82” D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Treasurer Secretary (Plltarnir »era ölliim reyna aií þAknoat) KOLogKÖK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur CANADIAN NATIONAL RAILWAYS JARNBRAUTA OG SKIPA FAR- BREF TIL ALLRA STAÐA í HEIMI' Sérstakar Ferðir Til Ættjarðarinnar Ef þú ert að ráðgjöra að fara heim í vetur þá findu farseðlasala Canadian National Rail- ways. Það borgar sig fyrir þig. Canadian National umboðsmenn eru reiðubúnir að að- stoða þig í ÖI1U þar að lútandi. Það verða margar aukaferðir heim til ættlandsins á þessu hausti og vetíi og Canadian National Railways selur farbréf á öll Atlanzhafs línuskipin og gengur frá öllum samningum þar að lútandi. OcS^r F'aiFlbff'éf yfir l^esesiniLlser til Allr^a MafnstaSa Attu Ættingja Heima á Gamla Landinu sem Yilja Komast til Canada? SJE SVO, og þú œtlar að hjálpa þeim til að komast 'fiingað til lands þá líttu inn hjá oss Vér önnumst allar stíkar ráð- stafanir. ALLOWAY & CHAMPION JÁRNBRAUTA UMBOÐSMENN UMBOÐSMENN ALLRA LlNUSKIPA FJELAGA. 667 Main Street, Winnipeg Sími 26 361 Farþegum mœtt við lending á útleið og heimleið FERÐIST ÁVALT MEÐ CANADIAN NATIONAL RAILWAYS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.