Heimskringla - 18.12.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 18.12.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 18. DES., 1929 HEIMSKRINGLA 23. BLAÐSÍÐA Kosningin (Framh. frá 8. bls.) Mannstu eftir því úr sögunni, hve fölur Napoleon varö þegar hann frétti að hertoginn af Wellington væri yfirherforingi sameinaöahers- ins i Belgiu'? Mannstu eftir Penni- stókles, sem steypti sér í sjóinn, er hann heyrði aö Aristogilon væri for- •ngi Spartverja? Ef til vill manstu ekki eftir þessu. En það getur gef- •'ð þér hugmynd um hvernig John Henry Bagshaw leið, þegar hann heyrði að íhaldssinnar hefðu tilnefnt Josh Smith, stjórnanda Smith's gisti- halalrinnar. I»ú manst eftir Smith. Ini hefir séð hann á tröppunum f^rir frainan gistihúsið. Hann vigtaði um 280 pund og var ávalt reiðubúin að gera þér greiða, ef þér lá á, hvað sem klukkunni leið. Þú manst eftir hvern tg það var honum manna mest að þakka, að hundruðum mannslífa var hjargað þegar gufubáturinn sökk og að bærinn fór ekki allur í bál, þegar kirkjan brann. Þú þekkir gistihús- ið hans niður á strætinu, sem sumir köUuðu Norðlæga heilsuhælið, en aðrir voru nú þegar farnir að kalla brezka hervirkið. “Eg vissi aldrei að Smith væri í- haldssinni,” sagði Bagshaw, fölur i framan. ' ‘‘Hann gaf okkur ávalt eitthvað í kosningasjóðinn.” "Hann er það nú,” sagði Gingham ákveðið, "hann segir að þetta gagn- skiftafargan sé hlutur, sem gangi sér til hjartans.” "Hann lýgur því,” sagði Bagshaw. Það var }y>gn noljkrarj mínútur. l*á tók Bagshaw aftur til máls. "Ætli Smith hafi nokkuö á stefnu- skrá sinni annað en- tollmálin ?” “Já,” sagði Gingham, íbygginn á svip. “Hvað er það?” “Vínbann!” John Henry Bagshaw datt niður i stól sinn sem stunginn hefði verið með hnífi. Og þar skil ég við hann þar til í næsta kapítula. (Framhald í næsta blaði). Rökkurvilla á Hvíta- vatni (Brot úr ferðasögu) Byljarimman kælir köf kasts’ á mastradýri,— nistingsgrimm við norðra-sköf náhvít dimtna kólgutröf. • Nótt, sem ránar nakta kinn nepju-krepjum strýkur,— húms þá blánar hyllingin, haf þú mánann tilbúinn! Villtum flýtir vör að ná veizla’ af geislum mána; sóns skal ýta’ á sogin þá söngvum Hvítavatni frá. Sainan óð við isa-far Ýmisblóð og glóðir;— sindrum hlóðust hávaxnar hrauns á flóðum eyjar þar. Mörg þar hvelfing mynduð var, mæddi skelfing foldu. Þrutu elfur þrástæðar þann um helveg lifsbjargar. Jörkum tróðu jarðskjálftar Gefðu honum nytsamar gjafir Gefðu honum eitthvað sem hann getur klæðst Ef þú velur úr vorum úrvals fatnaði, ertu viss um að gjöfin er með fögnuði þegin. Látið ekki bregðast að skoða birgðir vorar. Stiles & Humphries Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shop 261 Portage Avenue — Next to Dingwall s VIÐVÖRUN! ELDUR ELDUR ELDUR Háskinn á hátíðunum Jólin eru nú senn komin og eldshættan, sem þeim fyrir gáleysi, svo oft fylgir. Búðir troðfullar af fólki og kirkjur með jólasam- komum og bazaars og heimsóknir á heimilum, þar sem allt er prýtt með pappír, og pappírs-umbúðir af jólagjöfum verða óumflýanlega svo miklar, eykur allt eldshættuna. Verið því varkárir. Ii’leygið ekki gálauslega frá ykkur vindlinga endum eða eldspítum. Og fyrir alla muni hafið ekki gasólíu um hönd, hvorki heima fyrir né í búðum, eða í samkomuhúsum. Haldið hreinu umhverfis íbúðina og látið ^kki hrúgur af rusli vera í kring um hana. Vegna þessarar hættu æskjum vér samvinnu við alla menn, konur og börn til að afstýra hættunni sem yfir vofir um jólaleitið. Munið, að það eina sem afstýrt getur hættunni, er varúð. Birt ati tilhlutun HON. W. R. CLUBB, i*átiherra opinberra verka og Eldsvarnardeildinnl Brezka heimsríkið í hættu? Eiisk yfirráð í Austnrlöndum. Rothermeres lávarffar Alit Eins Og áður hefir verið sagt frá voru til skamms tíma miklar viðsjár í Palestínu, niilli Gyðinga og Araba, svo að Bretar skárust i leikinn og jöfnuðu hann með hörku. En Pales- tína er nú verndarland undir hand- jaðri Breta, samkvæmt Balfouryfir- E. McGRATH, Provlncial Fire Commissioner Winnipeg jökulslóðir holar, Hrauns i móður hálftæmdar hrundu glóða þekjurnar. Margar líta mátti þá málms úr grýti stiflur, eims er viti velktum sjá vatnið hvíta skildist frá. Vötn þá signast sumaryl, sjafnartign þar rikir. Geislar svigna’ um svanaþil sólhvít lygnan skreytir hyl. Andfjaraða ölduhöll úða baða döggvar. Bros um glaða geislamjöll gesti laða og fegurð öll. y ■ Vöstum glóðir veita frið, vetrarstóð nú elur jötunsblóð og jaka-lið, jökulmóðu stúfinn við. Húnarógi kafin körg kapp úr drógu straumum grundarplógi geymd þar mörg greniskógi þakin björg. Ágirnd seggja færði fró færi sleggju að reyna. Karmtar-neggjum kringja sjó koparveggir glæstir þó. Fegurö lands þá blöðin bleik byrgja’ er syrgja viðir,— vel þar stanzar vaxin eik vetrardanza hrikaleik. Lögur þylur leiðarsöng: Leygs er ylur horfinn. Klýfur hylur klettaþröng. Klungur mylur báran ströng. Kjölur ristir kvikubrjóst. Kólga gistir helju,— Hrönn viö lista lægir þjóst;— lagarsystur flýja gjóst. Aldan, rólað frani sem fær, firrist njólugleði;— stöð við hóla stóðið nær;— strandarskjólin rota þaer. Hugur írýs og málið manns. Myrkum'rís á svöðum vatnadís og vættir lands, vindur, ís og bárudanz. Blindar auga myrkur mar. Morð við borðin þrumir : Krapahauga hrannirnar hylla drauga fylkingar. Rökkurmóðan myrkvar sker, mein í leynum elur. Skilar óðum skjótt því fer, skipið góða að landi mér. Frosti glerað fley mitt er, Fast mig ber að ströndu.— Freyðir hverinn hviti þver.— Hafnarskerið nálgast fer. Hressist sál, ef hvetjum stál,— höggum brjálast viðir. Bregðist skálaskýlin þjál skal við ála kynda bál. * * * Ferða léttast tekur tal. Tungl og stjörnur skína, myrkri fletta mána-sal. milli kletta stýra skal. Sundur þandist vegur vís. Vendir grandið fjarri. Eyjabandi ofar rís Undralandsins Paradis. Sunds að ósi sanian bar Sviinn hlýjan skála;— loga gjósa glit á mar;— Gústaf ljósið tendrar þar. Steinn H. Dofri Flin Flon, P. O., Man. nóvember 1929. lýsingunni svonefndu og er fulltrúi þeirra æðsti valdamaður landsins. En það hefir verið ætlun Breta, að gera Palestínu aftur að heimkynni Gyð- inga Afskifti Breta'af þessum mál- um hafa oft vakiö nokkura óánægju heima fyrir. Hún hefir nýlega kom- ið mjög ákveðið og kröftuglega fram í grein sem Rothermere lávarður, blaðakóngurinn, ritaði nýlega í blað sitt (The Evening News). Hann segir hiklaust að afskifti Breta og íhlutun þarna austur frá eigi að hverfa tafarlaust, hún sé þjóð- unum þar eystra til ills eins og Bret- um til afskaplegs kostnaðar. Hann segir að þessi aískifti Breta hafi kostað brezka skattþegna 300 miljón- ir punda, sem farið haíi í súginn aust- ur í Palestínu meðan meira en ein miljón brezkra verkamanna gangi at- vinnulausir og félausir heimafyrir. Þetta er gert til þess að vernda í landinu gyðinglega hagsmuni, þó að Gyðingar séu reyndar í miklum minni hluta í landinu Þeir eru 140 þús. en Arabar eru 650 þúsund og kristn- ir menn 75 þúsund. Og svo er það, segir Rothermere, alls ekki enska stjórnin, sem hefir töglin og hagld- irnar þarna austur frá, heldur er það einkonar eftirlitsnefnd Gýðinga i Evrópu, þar sem gyðinglegir auðmenn ráða lögum og lofum. Og gyðingur er það, Mr. Pinhas Ruthenherg, sem fengið hefir einkaleyfi til hinna einu framkvæmda í landinu, sem eru veru- lega arðvænlegar, s s. vatnavirkjun- in Það er ennfremur vist, segir láv- arðurinn, að hugmyndin um “þjóð- legt heimkynni” Gyðinga i Palestínu er einber hégómi og hefir að engu orðið. Hann segir, að enginn maður geti dáðst meira að Gyðingum en hann, en samt verði liann að álita, að ef Gyðingar óskuðu í alvöru ein- hvers þjóðlegs heimkynniS, þá hefði verið hægt að útvega þeim það, án þess að ganga greipilega á rétt ann- ara þjóðflokka. En sannleikurinn sé sá, að Gyðingar óski alls ekki slíks sameiginlegs þjóðlands. Þeir hafa ekki flutzt til Palestínu og munu aldrei gera það. Slíku dugnaðar- og gáfu- fólki lítist að sjálfsögðu betur á sig í auðsældinni í landi hinna gullnu möguleika, í Bandaríkjunum, heldur en örbirgð ættaróðalsins i Palestínu. Þeir hópar af gyðinglegum flóttamönn um frá Þýzkalandi og Rússlandi, sem sezt liafa að t Palestinu, og lifa þar að miklu leyti á stvrk frá gyðing- íegum attðmönnum i Ameríku, þeir draga dár að hugsuninni tmt “þjóð- lejgt heimkynni.” Síðastliðið ár tóku einungis 2,178 Gyðingar sér bólfestu í Palestínit, en 2,168 fóru þaðan og af þeim voru 1,563 óánægðir innflytj- endur, sem fluzt höfðu þangað eftir að “þjóðarheimilið” var stofnað þar. Og ef Palestína er einskisvirði fyrir Gyðingana sjálfa, þá er hún einskis- virði fyrir Breta, sem þurfa að sækja þatiigað um 7,000 mílna sjóleið. Brezkur afurðaútflutningur til Pal- estínu nam siðastliðið ár 782 þús. pundum. En sama ár lánuðu Bretar landinu 4x/ miljón punda, attk þess sem þeir báru allan kostnað af hern- aðar- og lögreglumálum þes. Annað íhlutunarsvæði hafa Bretar einnig þarna eystra, Irak, ekki síður kostnaðarsamt og enn hættulcgra. Það land fram að 1928 hafði kostað þá 225 miljónir punda, án þess að vonir manna um kornyrkjuna í Mesópótamíu eða olíulindirnar hefðu ræzt. Loks leggttr Rothermere mikla á- herzlu á það, aö íhlutun Breta þarna eystra, Gyðingttm i vil, geri Breta- veldi mjög óvinsælt meðal Araba og allra Múhameðsmanna, en þeir séu þar í yfirgnæfandi meirihluta og geti hat- ur þeirra þá og þeigar orðið Bretum mjög hættulegt. “Það var , þessi heintskulega ástríða til þess að ^þenja heimsveldi sitt svo að það varð land- inu oftirefli, sem áðttr fvr varð rónt- verska og spænska veldinu að full- kornnu fotakefli,” segir lávarðttrinn á einttm stað. Ef Bretar verða kyrrir í Mesapotamíu, sem lengi hefir veriö klölluð “gröf heitnsveldanna,” þá er alvarleg hætta á þvi, að Bretar sétt einnig að undirbúa 1 þar hrun síns eigin heitnsveldis.” —Lögr. Skrá (Frh. frá 22. bls.) Safnað af Kristhui D. Johnson Blaine, Wash. Ásta Johnson ................25 M. G. Johnson ............ 1.00 Mrs. S'. Soffaniusson ... 2.00 Mrs. S. Skagfjörð ..........50 Mrs. S. B. Hrútfjörð .... 1.00 Mrs. C. Bring ........... 1.00 Mrs. Th. Johnson ...........50 M'rs. H. Sæmundsson ...... 1.00 W. J. Holm ................ 50 Mrs. W. M. Ógmundsson.......50 Mrs. Th. Símonarson ..... 1.00 Mrs. B. Johnson ......... 1.00 Mrsy. A. Teitson ......... 1.00 Mrs. G. H. Olson ......... 1.00 Mrs. M. Frederickson .... 1.00 Mrs. P. Finnson ......... 2.00 Mr. og Mrs. Chris. Freeman 3.00 Mrs. John Freeman ...... 2.00 Mrs. F. W. Fosberg ....... 2.00 Mrs. Hoyt ...................25 Emma B. Johnson .......... 1.00 P. Símonarson ............ 1.00 Jonas Ævanson .......... 5.00 Mrs. K. J. Brandson ...... 1.00 Mrs. J. J. Sraumfjörð ..... 1.00 Mrs. Moffatt ................25 Mrs. G. M. Erickson .........50 Mrs. Kristán Líndal ..... 1.00 ónefnd ................... 2.00 Mrs. Kristín D. Johnson .. 2.00 Mrs. G. Davíðsson ........... 2.00 Soffia Thorsteinsson ........ 1.00 Mrs. Jonas Swanson .......... 1.00 Mrs. Sigríður Johnson, Lang- don, N. Dakota ............ 1.00 AIls ..................$42.25 Safnað af Mrs. John Veum Blaine, Wash. Bjarni og Þóra Pétursson ....$5.00 Mr. og Mrs. Jón Jónasson .... 5.00 Mrs. Oddny Erickson ......... 1.00 Gttðrún Byron ..................50 Mrs. Oline Johnson .......... 2.00 Mrs. Lewis Bjarnason ....... 1.00 Mr. og Mrs. Jóhannesson...... 1.00 Mrs. Thorbjörg Stevens .........50 Mrs. J. J. Westman .......... 1.00 Runa Johnson ............ 1.00 SoIIin Peterson ........... l'.OO Herdis Stephanson ........... 1.00 Ranka Byron ................. 1.00 Mr. og Mrs. Joe Lindal ...... 1.00 Mrs. F. Thomsen ................50 Mrs. A. G. Breiðfjörð ....... 1.00 Mrs. F.mil Guðmundsson .........50 Mrs. Fred Peterson ..........'1.50 Mrs. J. K. Bergman .......... 1.00 Mrs. Thuríður St^rlaugsson 2.00 Mrs. John Veum .............. 2.00 Mrs. Peter Mattson .............50 Peter Mattson, Jr...............50 Alls ..................$31.50 Alls frá Blaine ......$122.35 Lake of the Woods MillingCo. ---Limited--- S e n d i r öllum hinum mörgu viðskiftavinum sínum nær og fjær, sína innilegustu Jólakveðju, með þakklæti fyrir við- skiftin. St®®®©®®©!®© fflft posfS / TLOUR "\ -------- Lake of the Woods Milling Co., Ltd. t().^»(>«»()«B'()«»()«»(l«»()«»(HH»(H Þegar Þér notið White Naptha Sápu— —-þá notið þá beztu Pearl White Naptha Soap í öllum í hverju er bezt. — Gerð úr hreinum tólg og Kókoshnotu-olíu. FYeyðir fljótt og mikið. í stórum stykkjum — sem fást búðum. Miðar. fyrir fría gjöf stykki. ----Tilbúin af--- ROYAL CROWN SOAP LTD. . Winnipeg. J. H. Ashdown Hardware Co. Ltd. WINNIPEG, MAN. Öskar hinum mörgu íslenzku skiftavinum sínum GLEÐILEGRA JÓLA og allrar farsældar á komandi ári

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.