Heimskringla - 18.12.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.12.1929, Blaðsíða 4
20. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WMNIPEG, 18. DES., 1929 Heimskringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst íyrirfram. Allar borganir sendist . THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höínum Ritstjóri. Utanáskrift til blaösins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone : 86 537 WINNIPEG, 18. DES., 1929 FriðarhátíÖ “Dýrð sé guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknan guðs yfir mönnun- um.” Eitthvað á þessa leið hafa þúsundir miljóna sungið og beðið síðustu nítján aldirnar, sérstaklega þegar fór að líða að jólum. sem fyrst koma eru fyrst afgreiddir, og ekki kvað vera óvenjulegt að hitta menn fyrir utan skrifstofudyrnar kl. 4 á morgnana i von um aö veröa fyrstir til þess að ná í atvinnu.” Og enn grípurðu niður í “Free Press,” og nú í þrem dögum eldra blað, og lest: “(Einkasímskcyti til Free Press) (frá Hcnry Sommervillc) London, 9. des.—J. H. Thomas hefir fundið atvinnu fyrir 3,000 brezka atvinnuleysingja, en ennþá ekki fengið menn til þess að nýta hana. Þessa atvinnu er að fá hjá bændum í Kana- da.....Mennirnir fá ókeypis far til áfangastaðar í Kanada. Thomas ávarpaði þá sem eru á und- irbúningsskólunum í Brandon (á Englandi) á laugardaginn var og kvaðst vonast til.þess að næst er hann sæi þá væru þeir allir orðnir auð- höldar í Kanada.----” ------ Góðar óskir stjórnmálamanna hafa löngum verið ódýr vara, eins og fleira þaðan, og virðast lítið þyngri á metun- um frá jafnaðarmannastjórninni brezku, en fyrirrennurum þeirra. Miljónir manna atvinnulausir á Bret- landi. Fengið atvinnuloforð í Kanada fyr - ir 3,000 af þeim, sem helmingurinn ekki vill nýta. Hæ, prestó! einn þáttur þess Gordíonshnúts leystur! Góða ferð; hitt- umst aftur sem miljónamæringar í Kana- da,!— Og í Winnipeg, í Kanada, eru þúsund menn skrásettir atvinnulausir, síðari hluta dags aðeins, þrem dögum seinna. Ein borg; einn dagur; þúsund menn. Og von á fleirum síðar. Miljónum manna hefir vaxið trúnað- artraust við að hafa upp þessi orð á þess- um tímamótum; hafa í hugsunarlausri endurtekningu þeirra fundið hjarta sínti fró. Bamslegar sálir, sem í villumyrkri vanþekkingarinnar og einangrun á heima- þúfunni hafa öldum saman orðið að varpa öllum sínum áhyggjum upp á eitthvað æðra vald: lánardrottinn sinn; prestinn; sýslumanninn; háaðalinn; kónginn, og guð. * * * Nú eru menn ekki einangraðir leng- ur, eða, réttara sagt, ættu ekki að vera það; ættu ekki lengur að þurfa að ráfa í villumyrkri vanþekkingarinnar. Nú eru nóg tækin tii alls annars og hafa nokkuð lengi verið. Nú er þekking vor nógu mikil til þess að friður geti verið á jarð- ríki; tækni vor svo langt komin, að vel- þóknun guðs ætti að geta verið með öllum mönnum á jörðunni. Og þó er afar langt frá því að svo sé. Þrátt fyrir það eru hundrað miljón hjörtu, sem aðeins vakna einu sinni á ári til þess að láta varirnar endurtaka þessi fögru orð, þessa dýrmætu ósk; hugsunarlaust og í alvöruleysi; í raunverulegu trúleysi, ef vel er að gáð, á það að til nokkurs sé að hefjast handa til þess að gera þessi orð að meiru en hugsunarlausri ósk; til þess að gera þau að hátónandi lofsöng óbrigðuls sannleika. Þú mætir þessu allstaðar, jafnvel ' hér í landi ómælandi auðæfa, nýnumdu landi, sem helzt ætti að vera laust við þau mein, er eldri heimsálfur “menningarinnar” hafa stunið undir, mergsognar og blóði drifnar af aldagamalli áþján, og bölvun Iheimskulegrar mannfélágsskipunar. * * ¥ Þú grípur í blað frá Saskatoon og rekur augun í: “ASvörun til atvinnuleysingja Atvinnulausir menn eru varaðir við ag koma til Saskatoon i vetur, í atvinnuleit. Ekkert verk er fyrir hendi, o ghjálp verður ekki veitt. M. C. Tomlinson, bccjarritari.” Og frá kornhöfninni miklu við stór- vötnin kemur önnur: “Aðvörun Bæjarráðið í Port Arthur gefur þessa aðvörun Sökum vandræðanna við kornflutninga og af öðrum ástæðum, er ekki eiríungis enga vinnu hér að fá, heldur er hér of mikið um vinnukraft og verður sennilega í vetur. Þess vegna vörum vér þá er hingað ætla sér i atvinnuleit við þessu ástandi. Hjálp fá engir, nema þeir sem hér eru búsettir. Port Arthur Borg.” Og þú grípur niður í “Free Press” í Winnipeg, þriðjudaginn 10. desember og lest: “Atvinnuleysi fer vaxandi í Winnipeg, sam- kvæmt skýrslum frá atvinnuskrifstofunum, er sýna, að 1,000 metin létu skrásetja sig sem at- vinnulausa á laugardaginn, samanborið við 600 menn í fyrra. — ---- —Starfsmenn á atvinnuskrifstofum ríkisins ljúka úpp einum munni um óþolinmæði þessara manna eftir því að fá eitthvað að gera. Þeir * * * Já, ein borg; einn dagur, og þúsund •menn. í einhverju gagnauðasta landi heimsins. Og á þessa leið, nema langt. um verra víða, um alla jörð. Þetta er ekki tilviljun. Það er heldur ekki refsi- dómur Drottins. Það er blátt áfram sjálfskaparvíti. Og það hlýtur að vera harla erfitt að hugsa sér þann Guð, að velþóknun hans hvíli yfir þessari og öðr- um afleiðingum af taumlausu stjórnleysi mannanna. Harla erfitt að minnsta kosti að hugsa sér, að hann eigi mikið skylt við þann guð, er Jesú frá Nazaret, er vér minnumst á þessari hátíð, kallaði föð- ur. * * * Og friður guðs yfir mönnunum. Evr- ópa, og jafnvel vér, með hundrað örkuml eftir hildarleikinn nýafstaðna, sem ekki er mikið útlit á að verði hinn síðasti, ef til vill ekki einu sinn á dögum þeirra, er nú lifa. Upp eftir öllum öldum hver ó- friðurinn á fætur öðrum, geigvænlegri og víðtækari en nokkru sinni fyr. Fyrír réttum 1040 árum kom rómversk-kaþólska kirkjan á “Guðs friði,” (Pax Dei), er undanþá andlegrar stéttar menn, verkalýð og leiguliða vopnaburði í þjónusfli háaðal- ins. En sá “Guðs friður” stóð ekki ýkja lengi. Nú eru allir skyldugir. Og næst verða allir fyrir barði herguðsins. Gasið fer loftveginn; læsir sig um allt, og gerir engan greinarmun á andrúmslofti kvenna og barna, og vígra manna; ekki á kjallaraholum öreiganna og hallardyrum stórmæringanna. ^ Og stendur ekki þjóðrígurinn í fullum blóma? Héraðsrígurinn? Einstaklings rígurinn? Sjáist morgunstjama með nýjum og niðum, á himni vitsmuna og listar, þá eru jafnharðan á lofti ótal hrammkræklur lifandi dauðra, til þess að moka að henni myrkrinu og “byrgja hana, því hún er of björt, helvítið það arna.” — Vertu afkastameiri en aðrir, hvort sem þú ert heil þjóð, eða einstakur maður, og augnaspjót hatursins helblína á þig úr hverri átt. Vertu svolítið tápmeiri, svo Iítið hreinskilnari við sjálfan þig og aðra, svo'lítið sannari, svolítið fórafúsari en meðalmaðurinn, og náðurtungur öfundar og illgirni blaka að þér eitri ótal hvofta úr hverju skúmaskoti tilverunnar. Vertu leiðtogi nokkurra manna; brautryðjandi nýrrar hugsjónar, nýrra sanninda, og þúsundraddaður múgurinn grenjar sig hásanr Krossfestið, krossfestið hann! — Nú, eins og fyrir nítján öldum síðan. “Hvert er þá orðið okkar starf? — Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?” * * * Mörgum gengur illa að átta sig til fulls, ef hugsað er hundrað ár aftur. í tímann. Þúsund ár eru oss svo óralang- ur tími, að langflestum er ómögulegt að átta sig á því hafi, svo að nokkru gagni komi. Margar þúsundir ára eru síðan að maðurinn hófst svo langt frá öðrum dýr- um, að vér telj-um þar upphaf menningar- innar. Það er því eigi furða, þótt mörgum finnist oss smátt hafa gengið út úr myrk- viði vanþekkingar og 'villudýrahvata. Svo smátt, að í flestum atriðum virðist nauða- lítið hafa miðað í nítján hundruð ár. Þess vegna liggur mörgum, er annars nokkuð hugsa, oft við að örvænta, að vér komust- * um nokkurntíma inn á lífsins land. Löng leið er að vísu fyrir höndum, en vér eigum líka óratíma framundan oss. Fyrir hundruðum miljóna ára hófst fyrsta líf á jörðu hér, hvernig sem það kom til Mannkynið er aðeins nokkur hundruð þúsund ára gamalt. Fyrir fáum þúsund áratugum kastaði maðurinn villidýrs- hamnum. Vilhdýrshvatirnar eru margar eftir. En til þess að losna við þær eru framundan hundruð miljóna ára, eftir því sem vitrustu menn vita bezt. Vér höfum aðeins lifað eina sekúndu af eilífð jarðlífsins, sem menn, fráskildir dýrunum. Og hvað sem sagt verður, þá er það þó víst, að með hverri öld, er hafið milli þeirra og vor að breikka. Ávalt dálítið fleiri að fráhverfast eðli þeirra, og verða menn, þótt oss virðist raunverulega því nær engu muna á hverjum mannsaldrin- um. Að baki er myrkur. Óralangt fram- undan sér til mikillar birtu. Aldrei höf- um vér haft önnur eins tæki og nú til þess að greiða oss veginn. En engin máttug hönd flytur oss þangað í einu kasti. Oss miðar ekki hót. ef vér látum oss nægja að vakna aðeins einu sinni á ári til þess að óska þess og vona. Vér verðum sjálfir að fika oss áfram eins og vér höfum gert, þótt vér oft eigum eftir að villast, eins og vér líka höfum gert; snúa jafnvel aftur, við og við, eins og vér stundum höfum gert. Nema vér með hverjum degi blásum að þeim glæðum, er vér berum helgastar í hjarta, til þess að magna þær í það bál, er brenni úr brjósti voru villidýrshvatirnar, er hvað eftir annað hafa sent oss á villustigu og atað oss í verstu foræðum meðvitund- arinnar, verður rómurinn aðeins sem hvellandi bjalla, hverjum svip sem vér bregðum á oss, er vér bjóðum hvert öðru gleðileg jól. — Og þú líka, ísland! Blaðið “Chicago Herald and Exam- iner”(“The Greatest in the World”) flytur í síðasta sunnudagsblaði sínu mynd af stúlku í íslenzkum upphlut, er það segir að heiti Helga Thorsteinsson, og hlotið hafi verðlaun í fegurðarsamkeppni er haldin hafi verið nýlega og í fyrsta sinn á ís- landi, og má Iesa á milli línanna smá- bros að því hve þessi litla íshafsþjóð sé þó að pota sig áfram á menningarbraut- inni. Þessi unga stúlka er eftir mynd- inni að dæma fríð og harðleg á svip, ó- svikið norrænt andlit, enda getur blaðið þess, að bjartleiki hennar hafi gengið sigursæll af hólmi úr orustunni við dökk- an yfirlit ýmissa stallsystra hennar, er engum gat dulist að hefðu Eskimóablóð í æðum. Þetta með Eskimóablóðið er nú orðið svo algengt, að það rennur (iltölulega lítt til rifja íslendingi, er lengi hefir dvalið í útlöndum. Hitt er -lakara, að sjá íslend inga heima, er eiga að mörgu leyti, og að flestu þvi, er mestu máli skiftir, svo ein- stæða menningu, eru svo hæfilega langt frá ærslum alþjóðagatna, og skipa svo fá- dæma viðráðanlegt þjóðfélag, rjúka upp til handa og fóta til þess að apa eftir hina og þessa bölvun og hégóma sálarsnauð- asta tízkuskríls stórþjóðanna, í stað þess að ganga á undan þeim sem lifandi eftir- dæmi fullkomna''ta mannfélags í veröld- inni, sem þeim ætti að vera í lófa lagið að gera, eins og vér höfum oft áður tekið fram í þessum dálkum. Mönnum finnst líklega litlu máli skifta þótt þessi ósiður hafi nú rutt sér til rúms á íslandi, enda er það ekki at- burðurinn sjálfur, heldur andinn, eða andleysið, er gerir hann mögulegan, sem er íhugunarvert fyrirbrigði. Hér í Ameríku fer sívaxandi and- styggð og fyrirlitning beztu manna og kvenna, (og engu síður þeirra, er róttæk- astir teljast og fúsastir á ýmsa tilbreytni) á þessum “fegurðarsýningum,” sem allir vita að eru einungis um hönd hafðar til þess að hæna auðsaddan túristalýð að sýningarborgunum og til þess að nokkrir verzlunarjúðar geti komið nokkrum sálar- lausum kjötstykkjum í klingjandi mynt á Hollywoodmarkaðnum. Sálarlausum má óhætt segja, hér að minnsta kosti, bæði af því að betra fólk skiftir sér ekkert af þessu og svo af hinu, að krýning “fegurðardrotningar heimsins,” er hér fer fram ár- lega hefir með fáum undan- tekningum orðið vesalings “drottningunum” til óblandaðr- ar bölvunar. Þessar sýningar hér hafa sér ekkert til afsök- unar, ekki einu sinni það að mega leggjast á borð við gripa- sýningar til kynbóta ; ekki einu sinni það, að þær færi hégóma- girnd vesalings “drottningar- innar” þá saðningu,að nokkrum manni óbrjáluðum detti eitt augnablik í hug, að hún sé feg- ursta konan í heimi, eða í Amer- íku, eða nokkuð í þá átt. Sú auglýsing sem ísland fær með því að senda tilvonandi feg urðardrotningar til þess að spíg- spora því nær naktar frammi fyrir þúsundhöfðuðum, holds- lystargráðugum stórbæjarmúg, hvort heldur í Ameríku eða Evrópu, á markaði Hollywood- fleskjúða, er satt að segja eink- is virði, eða réttara sagt verra eli einkis virði meðal siðaðra manna út um heim. Og heima á íslandi er ekki sjáanlegt, að mikið vinnist, af því sem þarf að vinnast, með því að gleypa við hverri eiturflugu, sem kemur úr höfðum útlendra auglýsinga- snápa, þótt henni fylgi nokkr- ar krónur, og södd verði hégóma girni nokkurra stúlkubarna, sem í einfeldni sinni ekki vita betur, og aðstandenda þeirra, sem ættu að vita betur.— Æfintýri íslenzka hestliðans Hann heitir fullu nafni Kristján Andrésson Fjeldsted, sonur hins nafn- kunna merkismanns, Andrésar heitins Fjeldsted á Hvítárvöllum í Borgar- firöi. Kristján Fjeldsted kom hingaÖ ungur, fyrir hér um bil 40 árum siö- an, og mun snemma hafa gengiö í 'lögregluhestliö Kanada, eitthvert frægasta lögregluliö veraldarinnar, er gætir laga og réttar um allt þetta ógn- arflæmi jafnvel norður fyrir Ishafs- strendur og hefir að orötæki: “Get your mán” (náðu í manninn) sem heimsfrægt er orðið. Er til Kanada kom kenndi Kristján sig til föðurnafns síns, og kallaði sig Anderson. Sennilegt þykir mér að hann hafi verið afburða hraustmenni eins og þeir frændur margir. Þó mun yit hans, áræði og þrautseigja hafa framað hann meira í hestliðinu, og er saga sú er hér fer á eftir, og er sönn, órækt vitni um þá eiginleika. Enda er hún í skilríkjum lögr.-hestliðs ins talin eitt helzta dæmi um þá eig- inleika er helzt eru kosnir á góðan hestliða (“Mounty”J. * * * Charles King og Ivdward Hayward fóru til þess að afla sér grávöru norður í Sucker Creek hérað, sem er nálægt Litla Þrælavatni (Littla Slave Lake), er liggur í Albertafyki, milli Athabasca fljóts, að sunnan, og Friðarfljóts (Peace River), að norð- an. Hayvvard var ungur Englending ur, nýkominn til Kanada, fullur æfin- týralöngunar og hamingjuvona. Hér í Kanada hitti hann fyrir sér Charles King, er var vanur gullleitar og veiðimaður. EdSvard Hayvvaril var léttlyndur, heiðarlegur ungling- ur. King var honum næsta ólíkur; miðaldra maður, er vonbrigðin um a& verða skyndilega auðugur í gullsleit, höfðu gert stirfinn og beisklundað- an. Fundum þessara tveggja manna bar saman í þorpi einu í útjaðri menn- ingarinnar, og tókst þegar sá kunn- ingsskapur með þeim, að King stakk upp á því að þeir legðu lag sitt sam- an, og gerðu með sér helmingabú. Kvað hann auðvelt að auðgast á grá- vöruveiðum fyrir þá er kuruiugt væri um veiðisæl héruð, og kynni allt til snöruveiða. Bauðst King til þess að leggja í félagsbúið þekkir.gu sína og veiðikunnáttu, ef Hayvvard keyp'i allan búnað, er til vætrarsetu þyrfti á mörkum úti, og sæi þeim félögum fyrir lífsviðurværi yfir veiðitímann. Til þess þurfti allmikið fé. Hayvvard gekk að þessu, og lögðu þeir félagas' síðan á stað til Sucker Creek. Rétt um þaö leyti er þeir félagar voru að komast út úr mannabyggðum, varð flækingshundur á vegi þeirra. Hayward rann til rifja hversu skin- horaður hundurinn var, fór af baki, og gaf honum almennilega að éta. Rakkinn tók eðlilega því ástfóstri við Hayward, að hann rann á slóð hans jafnharðan og þeir félagar lögðu aftur á stað. Varð það úr, að Hay- ward tók að sér rakkann, og hafði hann með sér, er þeir King settust í vetrarbúðir. Kristján Anderson var þá, er þetta gerðist, yfirliðþjálfi í hestliðinu og' hafði á hendi löggæzlu í héruðununt kring um Litla Þrælavatn. Einn góð- an veðurdag kemur til hans Indíána- höfðinginn Mústús, er réði fyrir litl- um flokk Indíána þar um slóðir. Sagði hann hestliðanum frá þessum tveimur hvítu mönnum, er tekið hefðu sér vetrarsetu í dalnum andspænis tjaldstað þeirra Indiánanna. Hafði hann einnig þær fréttir meðferðis, að hann áleit að hestliðanum bæri að grennslast eitthvað nánara eftir, hvað þar hefði skeð. Fáum nóttum áður höfðu Indíán- arnir heyrt byssuskot yfir hjá hvítu mönnunum, og næsta dag sáu þeir eldri manninn Ieggja af stað ríðandi, með allt sitt hafurtask, og hundinn afarnauðugan í förinni. Með þeirri kurteisi, sem eiginleg er þeim, er á afskekktum stöðum búa hafði Mústúk innt hvíta manninn eftir því hvar ttngi maðurinn, félagi hans, væri. “Hann lagði á stað snemma í morg- un áleiðis til Styrjuvatns (Sturgeon Lake), og þar á ég að hitta hann,” svaraði King. Fljótt á litið var þetta ekki sér- lega grunsamlegt. En Anderson leizt þó svo á fréttina, sem vert myndi vera að komast fyrir hið sanna. Mústús sagði honum að ungi maður- inn hefði átt hundinn, er hefði verið honum datiðtryggur. Hvers vegna hafði þá ekki hundurinn fylgt honwn eftir, ef hann hafði farið áleiðis til Styrjuvatns um morguninn? Auð- vitað gat byssuskotið, er Indíánarnir heyrðu um nótíina, aðeins hafa staf- að frá því, að annarhvor þeirra fél- aga hefði skotið á tvær grængolandi glyrnur, er starað hefðu á þá félaga við eldinn, úr náttmyrkrinu. En á hinn bóginn gat hér líka verið eitt- hvað alvarlegra á séyði. Garrick Theatre Öskar öllum sínum íslenzku viðskiítavinum GLEÐILEGRA J0LA og FARSÆLS NÝÁRS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.