Heimskringla - 29.01.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 29. JAN., 1930
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSÍÐA
Heiður þeim sem heiður
ber
Nýkga var ég á ferð vestur á Kyrra
hafsströnd og kom þá í borigina Los
Angeles, auk annara borga í því
sólarlandi.
Menn halda ef til vill aö ég ætli
að fara aö segja ferðasögu, en þaö
er ekki ætlun mín, þó margt mætti
segja um fólkiö, landið, borgjrnar og
kafið. Eg vil að þessu sinni aðeins
minnast á atvik eitt sem fyrir mig
kom þar, því það er þess eðlis, að
það varðar alla íslendinga. Eg var
staddur kveld eitt á heimili 'herra
Halldórs HaHdórssonar og konu hans
sem bæði sýndu mér staka velvild,
þegar hrimgt er í síma og ég 1>eðinn
að tala við konu, að nafni Mary
Carr Moore. Eg kannaðist ekki
við það nafn í svipinn, en svo eru
það nú svo mörg konunöfn og konur
sem ég get sagt hið sama um. En
svo gerði það ekki mikið til því kon-
an skýrði sjálf hver hún var, sagð-
ist heita Mary Carr Moore og vera
kennari í hljómlistafræði við Caili-
fornia Christian College. Spurði
hún mig livort ég þekkti íslenzka
stúlku sem Þórdís héti Ottenson þar
í Los Angeles. Kvað ég já við því.
Hún sagði að Þórdís hefði vakið eftir
tekt listrænna manna þar um slóðir
a sér, í þeirri fræði|grein og að sig
langaði til að tala frekar um hana
við mig ef ég vildi vera svo góður
að koma til sín á skólann daginn eft-
ir og lofaði ég því.
Daginn eftir fór ég ásamt Mr.
Halldórsson til viðtals við konuna á
tilteknum tíma. Hún tók okkur vel
Og alúðlega og snéri sér strax að
málefni því sem lá henni á hjarta.
“Mig langar til að minnast á Þórdísi
Ottenson við ykkur,” sagði hún.
“M|ér finnst að íslendingar ættu að
vita, að hjá henni er um að ræða ó-
vanaleiga mikla hæfiileika, á sumum
sviðum hljómlistarinnar. Sjálf er
hún listræn og sérstaklega hneigð til
að frunisemja lög, enda hafa gáfur
hennar komið hvað skýrast fram á
því sviði og sum af lögum þeim sem
hún hefir samið við íslenzka texta
eru hreint fyrirtak, og við þessa hæfi-
leika hennar bætist einbeittur vilji
og óbilandi staðfesta til að brjótast
áfram á tónlistabrautinni, eins erfið
og sú braut þó er, ekki síst fyrir þá
sem verða að vinna fyrir sér að meiru
og minna leyti meðfram náminu.”
Eg gladdist við að heyra þennan
vitnisburð og gleðst æfinlega þelgar
einhverjum af okkar þjóð tekst að
vekja eftirtekt sérfræðinga á sér fyrir
gáfur, hugvit, eða aðra gjörfi'leika á
meðal samferðarmannanna, hvort
heldur að er hér í landi eða annars-
staðar.
Hér var um islenzka stúlku að
ræða — stúlku frá Winnipeg — sem
farin var út i heiminn til að leita
gæfunnar og sýna hvað í henni bjó,
og þarna var kennari hennar — kenn-
ari, sem þekt er um alla Norður Am-
eríku og víða í Evrópu fyrir þroska
og listfengi á sviði hljómlistarinnar,
að segja frá því að hún bæri þar
lanlgt af öðrum í list iþeirri sem hún
hafði valið sér til framsóknar i og
var að keppa við svo hundruðum
skifti af annara þjóða fólki i.
Þegar um slika atburði sem þenn-
an er að ræða, er það ekki ósjaldan
að þjóðarmetnaðurinn blindi svo
augu manna að þeir taki allt sem
þeim er sagt í þessa átt, trúanlegt.
Við, sem þarna vorum staddir, vild-
um ekki verða sekir í þeirri villu,
en sökum þess að sá sem þetta ritar,
er enginn fagmaður í hljómlistar-
fræðinni og gat því eigi dæmt um
ilögin sem hér er um að ræða, né
heldur þekkingu Þórdisar, þá varð
honurn að taka það ráð sem fyrst
var fyrir liendi, en það var að spyrja
Mrs. Moore hvort hér væri um að
ræða vanalegt vinahjal, eða óhlut-
; drægan dóm á hæfileikum þeirrar sem
i um væri að ræða. Hún kvað það
fjarri sér að vera með nokkurt láta-
VISS MERKI
um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag-
teppa og þvag'steinar. GIN PILLS
lækna nýrnaveiki, með því að deyfa
og græða sjúka parta. — 50c askjan
hjá öllum lyfsölum.
131
pDprf T?U
F j\JO/JD. JT r l JL/ JLs ♦ ♦
50
Victor Records
Victor Itecord Albums
uud Album-Ends
ivith this new
Orthophonic
Victrola
This offer is autliorized by Victor
Talking Machine Company o£
Canada, Limited
HERE is the most amazing offer
in the history of the new
Orthophonic Yictrola. You pur-
chase the instrument at its regular
price of $175 — and we actually
give you genuine Victor products
to the value of $62.25 ... 50 new
Victor V.E. Records, Red Seal and
Black Label . . . four Record Al-
bums . . . and a pair of Album-
Ends. A complete musical library
FREE ! — but for a limited time
only. Come in TODAY !
gargent Ave. at gherbroolo
lætis-hjal í sambandi við Þórdísi.
Heldur væri um að ræða hjá henni
stórmikla hæfiileika, sem þroskast
þyrftu og ættu sér þá mikla og gagn-
lega framtíð.
Þórdís Ottenson kyntist Mrs. Mary
CarrvMoore á þann hátt að hún sendi
henni til umsagnar nokkur lög sem
hún hafði samið við islenzka texta.
Þegar Mrs. Moore hafði kynt sér
lögin skrifaði hún : “Eg iheld að Þór-
dís Ottenson sé gædd stórmiklum og
frumlegum tónskálds-hæfileikum,” og
svo viss var hún um yfir.burða hæfi-
leika hjá Þórdisi, að hún veitti henni
námstyrk (scholarshipj til harmony-
náms við Olga Stub hljómlistarskól-
ann í Los Angeles, og hefir á alJan
hátt sýnt hæfileikum Þórdísar sóma
síðan. Nokkur lög Þórdísar hafa
verið sungin og leikin á hljóðfæri op-
inberlega í tónlistafélögum og opin-
berum samkomum þar vestra . Eg set
hér ummæli eins af þektum ritdómur
um um þau efni er hann hafði verið
á samkomu þar sem lög eftir Þór-
dísi voru höfð um hönd:
“Þórdís Ottenson, ung íslenzk
stúlka, er verið hefir til lærdóms hjá
Mary Carr Moore sem er nafnkunn-
ur tónlistarfræðingur og tónskáld í
Ámeríku hefir sýnt sérstaklega mikla
tónskálds-hæfileika. Nokkur af lög-
um hennar við íslenzka texta, eru
óneitanlega viðbót við söng-bókmennt-
ir þeirrar þjóðar.”
Eins og ég hefi oft tekið fram áð-
ur, þá er ég eniginn tónlistafræðing-
ur, né heldur skrifa ég þessar línur
til að leggja dóm á listræni Þórdísar,
því mín orð í þeim efnum eru áhrifa-
lítil í samanburði við umsögn Mrs.
Mary Carr Mbore og hennar líka.
En ég geri það til að vekja eftirtekt
íslendinga á Þórdisi, og að hjá henni
er óefað um hæfileika að ræða, sem
ættu að fá að njóta sín og sem að
hún sjálf hefir sýnt svo mikinn dug'n-
að í viljafestu í að þroska.
—Jón J. BildfeU.
Heill
og
Hraustur
Góð lyst byggir upp hraust
an og heilbrigðan líkama.
City Mjólk
er sú ákjósanlegasta fæða
er fullnægir neyzlu, þörf
og heilsukröfum líkamans.
PHONE: 87 647
Föstudaginn 17. janúar lézt að
St. Boniface sjúúkrahúsinu eftir stutta
legu í lungnabólgu Jón Oddson Berg-
son, 72 Humboldt St., 73 ára að aldri.
Hann var fæddur í Eyjafirði á ís-
landi, Og kom til Winnipeg fyrir 41
ári síðan og bjó hér það sem eftir
var æfinnar, að undanskildum fimm
árum, er hann bjó í Seattle. Kona
hans, Margrét, lifir hann; ein dóttir:
Mrs. P. Bardal, og tveir synir: Stef-
án og Guðberg. Jarðarförin fór
fram 18. janúar, frá útfararstofu
Bardals og jarðsöng séra B. B. Jóns-
son.—Heimskringla vottar aðstand-
endum hluttekningu sína.—
kj«OðOOS0OðOSOOOOSOOQOeOSSOOdOOðOOQeCOCOSOOOððOSCO0(
•>■«
(
B u s i ne s s Educati o n P ay s
ESPECIALLY
“SUCCESS TRAINING”
Scientifically directed individual instruction and a high
standard of thoroughness have resulted in our Place-
ment Department annually receiving more than 2,700
• calls—a record unequalled in Canada. Write for free
prospectus of courses. Train in Winnipeg, Western
Canada’s largest employment centre
SUCCESS BUSINESS COLLEGE
PORTAGE AVE., at Edmonton St.
Winnipeg, Manitoba.
(Owners of Reliance School of Comtnerce, Regina)
NEALS STORES
“WHERE ECONOMY RULES”
BLUE RIBBON TE,
1 pd. pakki ...
SPANISH ONIONS, Firm and Mild
3 ibs.....................
BUTTER, Pride of the West,
Fancy Creamery, 1-lb. Brick
56c
......10c
......42e
......
......29s
BLUE RIBBON BAKING POWDER
1 pd. baukur .... 20c
anm—
MATCHES, Eddy’s Blue Ribbon, 400’s,
3 Boxes .....................
PRUNES, Sun Maid, Santa Clara,
Medium Size, 2-lb. Packet _
Raisens Choice Thompsons Seetíiess
2 lbs. 28c 3 Ibs 29c.
Big lc Sale
POTATOES, Green Mountain, Canada
No. 1, 7 lbs.............23C
EGGS, B. C. Large Fresh Extras
(Not Pullet Extras), Dozen Cgg
AND MANY OTHERS
733 Wellington (við Beverley) 717 Sargent Ave.
759 Notre Dame Ave. 666 Sargent (horni Agnes St.)
Krefjist
Winnipeg Electric
YÐUR MEST I HAG
Betra En Innflutt Coke
STYÐJIÐ HEIMAIBNAÐ
FORT WILLIAM COAL DOCK CO., LTD.
Tals. 27606 400 Winnipeg Electric Chambers