Heimskringla - 19.03.1930, Síða 6

Heimskringla - 19.03.1930, Síða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPBG, 19. MARZ, 1930 Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga “Hversvegna sagði spákonan að örlög Edithar og mín væru saman tvinnuð? Og hversvegna trúði ég völvunni og blessaði hana, er hún sagði þetta? Get ég nokkurn tíma fengið Edith að gjaforði? Munka-kongurinn ætlar henni í klaustur — Vei þeim degi! Sveinn, Sveinn, lát mér dóm þinn að varnaði verða! Og rísi ég úr sæti mínu og segi: Látið elli og áhyggjur í klaustur ganga — æsku og yndi að arineldi eiginmannsins’, hverju myndu þá munkarnir svara? ‘Edith má þér eigi gefin verða, Guðinason, því þótt þið séuð að vísu fjarskyld mjög, þá megið þið þó eigi njótast samkvæmt kirkjurétti. Öðrum má Edith gef- in verða, annaðhvort sem ófrjó brúðir kirkj- unnar, eða sem móðir þeirra barna, er eigi nefna Harald föður sinn. Taki gremi klerka þessa og hræsniskreddur þeirra, og gremi ó- frið þeirra á hendur mannlegum hjörtum. Alvara og bræði hnykluðu svo hin björtu brá hans, að því nær varð jafn skugalegt yfir henni sem Normannahertoganum, er hann varð sem heiftugastur, og hefði þá mátt líta Har- ald, hefðir þú vel mátt greina, að þar var skil- getinn bróðir Sveins. Hann reif sig úr þess- um hugleiðingum með viljaþreki þess manns, er lengi hefir tamið sér sjálfsaga, gekk að hin- um mjóa glugga, opnaði grindina og leit út, Úti var glaða tungsljóssdýrð. Þögull skógurinn varpaði löngum, svörtum skuggum er rákuðu rjóðrin hvítum og svörtum reitum. Hálf draugalegar voru súlur og steinar hinna dularfullu Drúða á hólnum — ógreinilega rof- aði fyrir hinu blóðga altari þrumuguðsins. En þar nam auga hans staðar, því það heillar hug- ann mest, er ógreinilegast og óljósast sést í landslaginu. En sem hann horfði þangað, þótti honum, sem daufa, maurildiskennda glætu bæri frá haugnum með bautasteininum, er stóð hjá hinu tevtónska altari. Honum þótti svo, því, hann var eigi viss um að þetta værí eigi sjónhverfing. Hann starði lengi og virtist þá í svip, sem sæi hann tröllstórt manns- líkan í miðri glætunni. Var sem vera þessi væri svo búin að herklæðum, sem myndirnar á veggjunum, og studdist fram á spjót, en odduT- þess var falinn á bak við súlur Drúðahrings- ins. Andlitið greindist allt í einu, með sér- kennilegum bæ frá ljósglætunni er um það lék Var það mikið, sem um fornguð einhvern væri að ræða, en ósegjanleg og háleit sorg virtist yfir því vera. Hann gekk skref aftur á bak, strauk fingrum um augu sér, og leit svo aftur á sama stað. Ljósið og mannsh'kan þetta var nú hvorutveggja á burt, og nú sást ekkert nema gráar steinsúlurnar og goðhúsið í skugga. Jarl glotti að veikleika sínum. Hann lokaði grindinni, kraup sem snöggvast á kné við sængina, enda var bæn hans stutt og hisp- urslaus, og eigi krossaði hann sig né signdi, sem þá var siður. Hann stóð upp, slökkti á lampanum og gekk til sængur. Tunglið, er nú var eitt um hituna, skein skært og bjart inn um gluggann, varpaði töfra- birtu á fornaldarvopnin á veggjunum; flóði um andlits jarls, og um höfðalagið, er spákonan hafði andað yfir töfrum sínum. Og Haraldur svaf — svaf lengí — með rólegri ásjónu og stöðugum andardrætti. En áður en máninn gengi til viðar og lýsti af degi, var friðurinn af ásjónu hans vikinn, en áhyggjurnar setztar að; andardrátturinn gerðist erfiður; hann hnyklaði brýrnar og beit fast á jaxlinn. / IV. BÓK Hið heiðna altari og hin saxneska kirkja I. KAPÍTULI # Látum oss, meðan Haraldur sefur, íhuga í fyrsta sinn þessa stórmannlegu ætt er hann skyldi síðar fyrir ráða, að Sveini útlægum. Þá hamingju hafði Guðini öðlast, að engum manni fellur slík í hlut, er eigi kann alla stjórn- kænsku til hlítar. Því þótt algjörlega raka- laus sé sú æfintýrasaga, er sumir nafnkunnir sagnaritarar seinni tíma hafa endurtekið og út- flúrað, að hann hafi verið sonur nautahirðis eins, þá er enginn efi á því að hann var að langmestu leyti sinnar miklu hamingju smiður, þótt hann að vísu væri tíginna manna. Að hann reis snemma hátt, er eigi svo mjög að undra, sem hitt, að hann skyldi jafn lengi halda þeim völdum, er í raun réttri voru langt um meiri, en jafnvel svaraði nafnbót hans. En, eins og áður hefir verið sagt, voru hæfileikar Guðina til friðsamlegra starfa meiri en til hermennsku. Þessvegna þykir oss sér- staklega fróðlegt að kynnast honum, sem öðr- um þeim, er tengja fornöldina við skilning og skoðanir nútímamanna. Það kemur oss á ó- vart, að rekast á mann, í grárri forneskjunni á undan syndaflóði Normannanna, er hefir all- ar þær gáfur til að bera, er helzt einkenna friðarvini á mestu menningartímum. Úlfröður faðir hans hafði verið kilting- ur (*-l) Suður-Saxa, eða þegn í Sussex, bróð- ursonur Játreks Strjónu, er var jarl í Mersíu, hins ófyrirleitna en vitra. ráðgjafa Aðalráðs, er sveik húsbónda sinn í hendur Knúti hinum ríka, og var hann að launum af honum mak- lega af lífi tekinn, að því er flestir sagnfræð- ingar telja, þótt sú aftaka færi ekki fram sem löglegast. “Eg lofaði þér,’’ sagði Danakonungur að ég skyldi höfði þínu hærra lyfta en nokkurs annars manns, og ég geng aldrei á gefið lof- orð." — Höfuð hans var fest upp á borgarhlið Lundúnaborgar. Úlfröður hafði missáttur orðið við Bjart- rek, bróður Játreks, og hafði lagt í víking, áður en Knútur tók konungdóm á Englandi; lokkað til sín tuttugu skip frá konungi farið strand- höggi um suðurströndina; brennt skipaflota konungs, og er eigi síðan getið í annálum. En þegar á eftir gekk hinn mikli Danaher, er kall- að var Þorkellslið, á land á Englandi, og hafði bækistöð sína á skipum í Temspá. Unnu þeir hvarvetna sigur, og höfðu skjótlega allt ráð landsmanna í hendi sér að heita mátti. • Drottinssvikarinn Játrekur gekk í lið með þeim með 10,000 manns, og er ekki annað líklegra en að Úlfröður hafi áður þegjandi og hljóða- laust gengið Dönum á hönd með öllu sínu liði. Sé þar rétt til getið, sem líklegast er, þá er og líkast að Guðini, er þá var rétt af barns- aldri, hafi fyrstu sporin sjálfráður stigið í liði Knúts. En með því að hann var sonur eins hins voldugasta höfðingja meðal þegnanna, og í frændsemi við Játrek, er þrátt fyrir drottins- svik sín hlýtur að hafa eflt mikinn flokk manna, er hyggilegra var að hafa með sér en móti, þá þarf engan að furða á þeim metorð- um, er Guðini hlaut af Knúti konungi, er auð- vitað hlaut að sjá sér hag í því, að gera sem mestan veg hvers saxnesks höfðingja. Guðini var í herferðum með Knúti konungi á Norðurlöndum, og vann hann konungi þar einn hinn mesta sigur með ráðum sínum og sínu liði eingöngu, en í því voru Saxar einir. Hafði hann til þess engan styrk af liði Dana. Vann hann þann sigur mestan á æfi sinni, og hófst á þann hátt í fyrstu til þess vegs og gengis, er svo drjúga hamingju bar honum í skaut. Þótt orð léki á því að Játrekur væri ótíg- inna manna, hafði hann fengið systur Aðal- ráðs að kvonfangi. Og þá er gengi Guðina óx sem mest, lét Knútur sér vel líka að gifta systur sína þessum málsnjalla gæðingi, er sennilega tryggði honum hollustu flestra Saxa. Þá er sú kona lézt, eftir að hafa borið honum aðeins einn son (*-2) (er dó voveiflega) fékk hann annarar konu af sömu konungsætt, og var móðir þeira sex sona, er hann átti á lífi, og tveggja dætra, systurdóttir Knúts, en systir Sveins, (¥-3) er síðar varð konungur í Dan- mörku. Að Knúti hinum ríka látnum kom það í ljós, að Guðini vildi saxneska konungsætt aft- ur til valda á Englandi; en hvort sem heldur réði hentistefna hans, eða að raunveruleg h'fs- skoðun hans var þar að verki, þá var hann ætíð vanur að láta þjóðþingsviljan ráða. Og þá er þjóðþingið kaus heldur Harald Knúts- son, en erfingja Aðalráðs, þá lét hann af sínu máli. Vald Dana og greiður samruni þeirra við Saxa, átti auðsjánlega mikinn þátt í þessu, því ekki kaur einungis Álfrekur jarl frá Mersíu, er þó sjálfur var saxneskur maður, Harald (og einnig jarlinn frá Norðimbralandi og þegnar allir norðan Tempsár) heldur einnig Lundúna- borgarmenn; en Guöini mælti nálega aðeins fyrir hönd undirmanna sinna í Wessex. En frá þeim tíma gerðist Guðini málsvari ensksinnaðra manna. Og jafnvel þeir mörgu er álitu hann að einhverju leyti sekan um að (*-l) “Childe.’’ — Sir F. Palgrave heldur því fram að nafnbótin Childe hafi svarað til Athel- ing (“Öðlingur") en þá nafnbót báru ríkiserf. ingjar og elztu synir tignustu manna, þeirra er til ríkiserfða stóðu helzt.--Sir F. Pal- grave sem er einhver dómfærasti sérfræöingur í þeim efnum hefir að engu þá hjákátlegu æfintýrasögn, að Guðini hafi verið hjarðmað- ur, þótt jafn nafnkunnir menn sem Thierry og Sharon Turner hafi látið ginnast á þá skoðun — Höf. (¥-2) Þessi fyrri kona hans, Þyri, var mjög óvinsæl af Söxum. Sökuðu þeir hana um að senda saxnesk ungmenni í þrældóm til Dan- merkur. Sagt er, að elding hafi lostið hana til bana. — Höf. (*-3) jarls, (Úlfssonar jarls) er lengst átti í höggi við Magnús góða Ólafsson og Harald harðráða Sigurðarson, Noregskonunga.—Þýð. hafa svikið í tryggðum Elf- ráð, bróður Játvarðar, sem áður er getið, leituðu Guðina afsökunar í andstyggð þeirri er hann hafði á hinu ullenda fylgdarliði, er Elfráði fylgdi. eins og hann vildi fremur eiga konungstign sína upp að unna sverðum Normanna, en hollustu enskra manna. (¥-4) Hörðaknútur er ríki tók eftir Harald, og ihryllti svo við minningu hans, að hann lét grafa upp lík hans og fleygja í foræði nokkurt, hafði kosinn verið einum rómi að enskum og dönskum þegnum. En þrátt fyrir hin- ar grimmustu ásakanir Hörðaknúts á hendur Guðina í fyrstu, var vald og vegur Guðina engu minrta en verið hafði í tíð hinna tveggja kon- unga, er áður höfðu að ríkj- um setið Þá er Hörðaknútur varð bráðkvaddur í brúð- kaupsveizlu, kom Guðini Játvarði tíl ríkis. Hlýtur hinn voldugi jarl annaðhvort að hafa vitað sig saklausan af morði bróður Játvarðar, eða haft óbifanlega tröllatrú á valdi sínu, er hann sagð: við Játvarð, er kraup við fæt- ur hans í angist sinni við þá ábyrgð, er hann átti á herðar að takast, og grátbændi jarl- !nn að mega segja sig frá ríkinu því það er ofn-þurkað Robin Hood Rðpid Oats Þegar þér hafið fundið ‘OFN-ÞURKUNAR” bragðið að Robin Hood haframéli þá verður þú aldrei ánægður með aðra tegund. og snúa aftur Aðeins tvö systkinanna höfðu lagt stund til Normandíu: — “Þú ert sonur Aðalráðs, sonarsonur Ját- geirs. Tak konungdóminn; það er skylda þín. Er betra að lifa við frægð en deyja í útlegð. Þú ert þroskaður að árum, og kannt því betur nauðsynjar þjóðgr þinnar, að þú hefir sjálfur ratað í áhyggjur og harma. Treystu mér, og þarft þú þá enga erfiðleika að óttast. Þann, er ég hylli, hyllir England.” Og skömmu síðar vann Guðini ríkið til handa Játvarði á þjóðþinginu. Allra manna mælskastur, var hann allra manna lægnastur á það, að telja menn á sitt mál; létu sumir sér segjst við mælsku hans, en aðra vann hann með mútum. Vissulega hefði Guðini risið jafn hátt, hefði hann síðar verið uppi! Þannig komst Játvarður til ríkis, og lét sér vel líka að kvænast dóttur þess manns, er honum hafði ríkið unnið, samkvæmt áður bundnum fastmælum, að sagt var. En þótt Edith drottning væri afbragðskona, til sálar og líkama jafnt, þá virtist Játvarður eigi unna henni. Bjó hún í höll hans, kona hans aðeins að nafni til. Tosti hafði, eins og áður er sagt, fengið til konu dóttur Baldvins greifa á Flæmingja- landi .systur Matthildar, er gift var Normanna- hertoganum. Voru þeir Guðinasynir þannig þrítengdir konunglegum ættum — dönskum saxneskum og flæmskum. Hefði Tosti getað tekið undir með Vilhjálmi, er í hjarta sínu sagði: “Börn mín skulu af Karla-Magnúsi komin." Þótt hamingjan léki þannig við Guðina hið ytra, var hann þó alltof bundinn í þjóðmálum og stjórnmálaflækjum til þess að honum gæf- ist tími til þess að gefa sig mikið við uppeldi og andlegri þjálfun hinna ríklunduðu sona sinna. Gyða, kona hans, var dönsk; dramb- söm, en göfug í lund, og hafði eigi næga menntun fengið, — auk þess, sem hún hafði að erfðum þegið óstýrilátt og ólöghlýðið sæ- konungablóð forfeðra sinna, — svo að hún var frekar til þess lagin, að blása að metorða- girnd þeirra og sjálfræði, en að stilla ofsa þeirra og móta hugi þeirra til hófsemdar. Vér höfum séð hvert varð hlutskifti Sveins. En Sveinn var ljóssins engill, samanborið við Tosta. Sá sem yfirbót getur gert, hlýtur að hafa eitthvað göfugt í sig borið, en Tosti var grimmur sem tígrisdýr og jafn lævís og misk- unnarlaus. Þótt hann hefði eigi vit á við bræður sína, var metorðagirnd hans meiri en allra þeirra til samans. Hann var hégóma- gjarn sem kona, sem ekki er sjaldgæft um ofur- huga (því megindjörfustu þjóðflokkar og her. menn, eru ætíð hégómagjarnastir; er ástríðan til þess að bera af öðrum ínönnum jafn áber- andi með spjátrungum sem vígreifustu mönn- um).- Varð hann því aldrei fullsaddur á frægð né völdum. “Megi orðstír minn ætíð á allra tungu vera,” var iðuleg bæn hans. Hann skrýfði hið mikla hár sitt, að sið Dana, móður- frænda sinna, og gekk sem brúðgumi að veizlu, þá er náhröfnum skyldu bráðir færðar. (*-4) Rétt er þó að geta þess, að engar sönn- ur eru á því að Guðini hafi átt þátt í þessu hermdarverki. Þvert á móti eru flestar líkur honum í vil. En sagnritarar eru um of ósam- þykkir og atburðurinn svo á huldu, að eigi verður skilyrðislaust hægt að segja hann sýkn- an saka, svo sem gerðu samtíðarmenn hans og þjóðþingið. — Höf. á bóklegar menntir, er eigi voru lengur í lítils- virðingu hafðar af konungbornum mönnum á meginlandinu. Var það hin yndislega systir. sú er elzt var af börnum Guðina, og felldi nú óðum æskublóma sinn, í ástsnauðu hjónabandi, og Haraldur. En gáfur Haraldar báru þó mest af uffi það, er vér venjulegast köllum heilbrigða skyn- semi, því hann var með afbrigðum hagsýnn og þrautvitur sem faðir hans, en gazt lítt að guð- fræðingalærdómi og helgisögnum klerka — öllum þeim trúarfræðilega skáldskap, er nam konuna á burtu sem lengst frá allri jarðneskri tilveru. Guðini sjálfur var í engu vinfengi við kirkj- una, enda hafði hann séð of gjörla hversu sax- neskir klerkar misbeittu valdi sínu (en þeir voru ef til vill, að örfáum undanteknum i?jör- spilltasta og ómentaðasta klerkastétt álfunnar, og er þá langt til jafnað) til þess að ala upp í börnum sínum þá virðingu fyrir andlegu valdi. er annarstaðar var lamið inn í menn. En sú þekking er hann hafði öðlast af lífsreynslu sinni, kom Haraldi snemma við bóklestur og djúphyggju. Hinar fáu sígildu bækur, er þá var völ á opnuðu hinum unga Saxa víðsýni yfir mannlegar skyldur og kvaðir, er að engu leiti átti skylt við óskiljaniega helgisiði og holdspíslir, er jafnvel hin æðri guðfræði þeirra tíma taldi undirstöðu allra mannlegra dyggða- Hann glotti fyrirlitlega, er einhver Daninn, er alla æfi hafði svallað á víxl í öldrykkjum og blóðsúthellingum, hugðist hafa opnað sér hlið Paradísar með því að gefa lönd þau er hann hafði með ránshendi hrifsað, til þess að fjöru- tíu eða fimmtíu munkar gætu átt enn náðugri daga í leti og hirðuleysi. Hefðu munkar þess- ir gerst svo djarfir að frétta hann uffi athafnir hans sjálfs, myndi fyrirlitning hans hafa blandast undrun yyfir því, að svo menntunarlausir ruddar, er eigi kunnu að greina þær latneskar klausur, er þeir sjálfir þuldu, skyldu dirfast að leggja dóm á athafnir menntaðra manna. Ekki er ómögulegt — því hann var maður alvörugef- inn að eölisfari — að hreinlíf og menntuð klerkastétt, jafnvel klerkastétt, er þróttlaus hefði verið til hversdagslífsins, en aðeins skyldurækin og vel siðuð að hugarfari — slík klerkastétt, er Elfráður reyndi að koma á fót, og sem Lanfranc reyndi (ekki alveg árangurs- laust) að uppfræða — hefði getað sveigt hina þróttmiklu skynsemi hans að þeim stórfeng- lega og gagntæka sannleika er felst í andlegu veldi. En eins og sakir stóðu hélt hann sér álengdar frá hinni ruddalegu hjátrú samtíðar sinuar, og lærði þegar á unga aldri að láta sína eigin samvizku skera úr öllum vandamálum. Trú sína batt hann við einföldustu undirstöðu- atriði vorrar trúar, og fann fremur í kennisetn- ingum heiðinna manna, en í æfisögum dýrl- inga, stað skilningi sínum á því víðtækara sið- gæði, er móta skal þjóðfélagsborgarann sem einstaklinginn. Föðurlandsást; réttlætistil- finning; karlmennska í mótlæti, og hófsemi í meðlæti urðu meginþættir snúnir í skapgerð hans. Enginn leikaraskapur var blandaður þeim hæfileikum, er unnið höfðu honum vin- sældir, svo sem var með föður hans. Hann var mildur og ástúðlegur, en framar öllu var hann réttlátur og drenglundaður; eigi af því, að hagkvæmast væri að virðast svo, heldur af, því að sú var skaphöfn hans.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.