Heimskringla - 23.04.1930, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.04.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 23. APRÍL, 1930. HEIM9KRINGLA t. BLAÐStÐA Við höfðum verið að fiski, vestur hndir Jökli nokkra daga. A mánu- daginn gerði ofsarok svo, að ekki var k*gt að stunda veiðar. Héldum við þvi til Akraness og lágum þar í norð- angarðinum. A föstudagsmorgun, Um kl. 11 íögðum við þaðan út í Flóann. Var á hríðarveður og hvass- viðri af norðaustri. Er við höfðum s'glt 15 sjómílna leið kendi skipið sn°gglega grunns á skeri, sem er 7 mílur undan Hjörsey. Kveðst skip- stjóri hafa haldið að þeir væri Iangt landi. Þetta var kl. hálf eitt. Lýpið var þarna tveir faðmar mið- skiPs, en aftan við skipið var 4% fðm. dýPi- Settum við því fulla ferð aftur 4 bak. — Var vélin og skrúfan í lagi, °g reyndum við í tvær klukkustundlr komast af skerinu, árangurslaust. Sjór var kominn i lestir, kolarúm og vélarrúm. Kl. 4 var fjarað svo undan skipinu að sá á skrúfuna. Okkur leist nú ekki á að dvelja Þarna lengur, og fórum því allir í skipsbátinn »kl. 4. Tókum við með °kkur matvæli, alskonar fatnað og vatn i katli, tveim heilflöskum og óinni hálfflösku. Ennfqpmur höfðum við með okkur eldflugur og neyðarljós Ví« komumst undir eins að raun um, að ógerlegt var að ná landi á Mýrum °g ætluðum því að reyna að ná Akra- nesi. Rétt fyrir myrkrið fór Ægir hjá °kkur 4 Jeið sinni á strandstaðinn. Skipverjar á Ægir urðu okkar ekki varir, því bátur okkar var hálfullur sjó og bar okkur því lágt. Rarangur sá sem við tókum með °kkur í bátinn varð að litlum notum. Mestu af fatnaðinum urðum við að ffcyjga fyrir borð, svo Vúm gæfist til að ausa bátinn. Vatnið úr katlinum fó' niður og báðar flöskurnar brotn- uðu. Maturinn blotnaði, eldflugurnar °g neyðárljósin. Við höfðum því ekk- art okkur til hressingar og viður- væris nema eina hálfflösku af vatni °g dálitla ögn af rommi í flösku, sem atýrimaður hafði meðferðis. . Ekki tókst okkur að halda í horf- inu til Akraness. Um það leyti sem ^ið höfðum gefið upp alla von um að n4 þangað, urðum við varir við 3 togara úti I Flóanum. Reyndum við kð nálgast togarana, en áður en þeir Ur0u okkar varir, sigldu þeir til hafs. Við gátum heldur engin merki gefið, því öll tæki til þess voru rennblaut °g ónýt. Eór nú heldur að kárna gamanið. ■ Kuldinn og vosbúðin þrengdu meira °8 meira að okkur, og um það leyti sem útséð var um það, að við næðum togurunum, varð einn félaga okkar vitstola. Það var 2. vélstjóri, fertug- ur maður, mesti risi að vexti. Vegna þess hvað hann var stór, varð hann að kreppa sig sér til óþæginda milli þóftanna. Féll honum þetta illa frá upphafi og varð það til þess, að hann kraup niður í austurinn og kól því up til mittis. Hann hélt þó lífi alla nóttina, enda þótt hann frysi smátt og smátt niður í bátinn og andaðist ekki fyr en kl. 11 í morgun. Þá vorum við komnir móts við Útskála. Þótt aðrir menn af skipshöfninni héldu lífi, voru margir skipverjar mjög að fram komnir. Snemma um nóttina sá stýrimaður, þar sem hann sat undir árum, að öll föt skipstjóra voru freðin í hellu. Rétti hann þá skipstjóra rommdreitilinn. Skipstjóri bragaði á þvi, en dreypti síðan á alla skipverja. En þegar þeir höfðu allir fengið einn sopa hver, tókst svo illa tii, að skipstjóri misti flöskuna úr höndum sér, sakir kulda, og var þá ekkert eftir nema hálfflaska af blá- vatni. Klukkan hálf þrjú komust þeir sem fyr segir til Sandgerðis. Var þá mjög af mönnum dregið. Þegar hér var komið frásögninni var þeim skipstjóra og stýrimanni mjög umhugað um að útmála sem best viðtökurnar, sem þeir fengu. "Það var eins og sjálfur kongurinn væri kominn,” söðu þeir. Kváðust þeir aldrei mundu gleyma þeirri gestrisni, er þeir höfðu mætt. Mjög kváðu þeir skipverja vera þjakaða marga hverja. Væri þeir allir meira og minna kalnir og sumir svo, að þeir yrðu að fara í sjúkrahú.s. Einn unglingspiltur 17 ára, hefði verið svo beinkalinn á höndum, að fremsta kjúkan hafði brotnað af einum fingr- inum, án þess að hann yrði þess var. Matsveininn hefði kalið svo, að heilar skinnflyksur hefðu dottið upp úr höndunum á honum. Væri hendur hans allar stokkbólgnar. Þeir skipstjóri og stýrimaður létu í ljós sérstaka samúð með einum skipverjanna. Aumingja maðurinn hafði haldið brúðkaup kvöldið sem þeir létu í haf. — Kváðu þeir þessa brúðkaupsferð einhverja þá hráslaga- legustu, sem sögur færu af! Báðir eru þeir yfirmennimir hinir gerfilegustu og 'líta út fyrir að vera um þrítugsaldur. Skipstjóri var litið eitt kalinn en stýrimaður ekki. Hafði hann setið undir árum allan tímann og haldið á sér hita. Skipstjóri heitir Arthur Smith, en stýrimaður James Loades. Mgbl. Gvendur Pati m ÍSLANDS 1930 NÝIR SAMNINGAR hafa verið gerðir af Heimfararnefndinni við Canadian Pacific félagið “SS MONTGALM” (16,400 Tonn) er nú ráðið til íslandsfararinnar 1930 og Siglir Frá Montreal kl. 10 f. h. 14. Júní Beina leið til Reykjavíkur Nefnd yðar, er þessu hefir nú fengið ráðstafað vill brýna fyrir yður, að— Sérstök lest er fengin frá Winnipeg til Montreal. Sérstakar skemtanir verða um borð á lest og skipi. Svo margir hafa nú tryggt sér far með niðurborgunum, að enginn efi er á því að ferðin verður hin veglegasta. Sérstök vildarkjör hafa fengist meðan dvalið er í Reykja- vík—$52.80 í 14 daga að meðtöldu fæði og húsnæði. Fulltrúi nefndar yðar, sem nú er staddur í Reykjavík, er semja um aukaferðir um landið fyrir heimfarendur að lokinnl hátíðinni. Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi feröinni snúi menn sér til— W. C. Casey, General Agent, Can. Pac. Steamships. R. G. McNeillie, General Passenger Agent, Canadian Pacific Railway, eða J. J. Bildfell, formanns Heimfararnefndarinnar, 34 C. P. R. Building. Sími 843410. Canadran Pacifíc Sama Atlætið — Canadian Pacific — Á Sjó og Landi Ritað hefir Oddur Oddsson. Þegar ég var unglingur, lærði ég sjó hjá móðurbróöur mínum Sigurði Benediktssyni í Merkinesi í Höfnum, og reri þar hjá honum lengi síðan. Veturinn 1887, eða nálægt því, bar svc við þegar komið var fram á vertíð að róið hafði verið nokkra daga. Þá var það eina nótt, að ég vaknaði í rúmi mínu, sem var í miðri baðstofu, sem var á lofti og löng nokkuð, en eigi skift í sundur; á loftinu sváfu ekki aðrir karlmenn uppkomnir en ég og Sigurður Benediktsson. Hitt, sem þar svaf var kvenfólk og börn. Gluggar voru á báðum stafnþiljum baðstofunnar. Rúm mitt var beint á móti uppgöngunni, og var henni lokað ineð hlera. Þegar ég vaknaði. var talsverð skíma í baðstofunni og sá ég nokkurn veginn 'enda á milli í henni og varð eigi annars var en að allir svæfu. En svo stóð á að ég var mjög sjó- sjúkur, hafði því enga matarlyst þeg- ar búið var að kalla. Seildist ég því til að vera búinn að borða eitt- hvað áður en kallað var. í þetta sinn tók ég ask, sem stóð á skrinu minni fyrir framan rúmið mitt og fór að eta úr honum. En þegar ég var ný- farinn til þess, sé ég að maður kemur úr innri enda baðstofunnar, og gengur fram hjá rúmi minu; lítur á mig, en heldur þó áfram yfir 1 hinn endann. Datt mér strax í hug, að þetta væri formaður, og væri hann að leita sér að næturgagni, sem gleymst hefði að láta hjá honum. Gerði ég svo mann- inum bendingu um leið og hann fór fram hjá mér en hann leit aðeins til mín, en gaf bendingu minni engan gaum. Sjómenn margir sváfu undir loftinu; vildi ég þvi forðast allan há- vaða, til þess að verða ekki til þess að vekja þá. Ætlaði því að ná í mann þennan þegar hann færi aftúr fram hjá, því ég sá að hann var snúinn við; teygði ég mig því fram i rúminu og rétti handlegginn svo langt fram á loftið, sem ég hélt að þyrfti, en mað- urinn fór eigi að siður fram hjá, án þess að ég næði til hans, eða hann skifti sér nokkuð af því. Þetta reyndi ég þrisvar sinnum, því maðurinn hélt altaf áfram jöfnum fetum fram og aftur um baðstofuna, en hvað langt sem ég teygði mig og þó ég rétti handlegginn talsvert lengra frá mér, heldur en mér sýndist maðurinn fara frá rúmi mínu, fór hann samt fram hjá, án þess að ég gæti fundið til hans, og gat hann þó ekki haft rúm til þess, því ég náði að kalla yfir gólfið. Jeg var að eta úr aski mínum á milli þessara tilrauna, því maðurinn fór hægt. Jeg sá hann allvel nema til höfuðsins, því talsverð skíma var, sem bar þó meira niður að gólfinu; þó sá ég að hann hafði alskegg, dökt og mikið hár, klipt um eyrun, og svaraði andlitið sér vel; á vöxt var hann þrek- inn meðalmaður á hæð, og í nærföt- um einum. Var skyrtan girt ofan í brækur, og sá ég glögt að á skyrt- unni voru traf-hvítar léreftslíningar, annars voru fötin úr vaðmáli. Eins og áður er sagt, hélt ég þetta j vera Sigurð formann minn, því mað- ! urinn var ekki ólíkur honum á velli að sjá, með því svo var dimt, að ég ! gat ekki séð andlitið glögt, nema að hárfari; datt mér því ekki i hug minsta hræðsla. Þetta áóð yfir góðan tíma, að minsta kosti 5 mínútur. Seinast, þegar maðurinn er kominn fram hjá mér í ytri endann og stendur þar við borð, sem var undir glugganum, sé ég að Sigurður formaður minn rís upp í rúmi sínu í hinum enda bað- stofunnar, ræskir sig og lítur út. i gluggann. En þá hverfur maðurinn alt í einu, eða svo ég sá hann ekki, er ég leit til hans aftur. Sé ég þá, að MACDONALD'S Fitte Oú Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga Gefinn með ZIG-ZAG pakki af vindlingapappír HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM 279 þetta gat eigi hafa verið Sigurður, enda var hann í dökkleitari skyrtu. Enginn þeirra sjómanna, sem niðri lágu undir loftinu, gat það heldur verið, því bæði var það, að enginn þeirra var neitt líkur manni þessum og svo var ég alveg viss um að enginn fór um uppgönguna, þyí hún var beint á móti rúmi mínu og lokuð með þung- um hlera; ég aðgætti vandlega að enginn færi niður, á meðan við Sig- urður klæddum okkur, því nú var komið undir morgun, og smá fór að birta af degi. Jeg spurði strax Sigurð hvort hann hefði verið nokkuð á gangi áður en hann klæddi sig, en hann sagðist hafa sofið þangað til ég sá hann rísa upp, þvi hann tók þá undir eins eftir því, að ég var sestur upp í rúmi, og var að eta úr askinum. Þótti mér þetta all-undarlegt en fékst þó ekki um að sinni. — Næsta dag var sjóveður gott, og rerum við sem aðrir. En þegar við vorum komnir að, og ég ætlaði að ganga til rekkju minnar, sé ég að þar liggur ókunnur maður. Er mér þá sagt að um daginn hafi komið óþektur mann- ræfill, er vildi finna einn af skipverj- um mínum, en af því að maðurinn var að öllu hinn vesaldarlegasti, kaldur og skjálfandi, bauð húsfreyja honum að fara upp í eitthvert rúmið á meðan við værum á sjó, leit hann þá eftir rúmunum og valdi helst mitt, enda var það best, því að i því voru sæng- ur. Skipverji minn sá, er gestur þessi vildi finna, hét Teitur, var hann Norð- lendingur að mig minnir, lausamaður einhverstaðar úr Miðfirði í Húna- vatnssýslu. Var hann ráðsettur mað- ur, efnaður vel, og duglegur til hví- vetna. Hann var því vel þokkaður af okkur skipverjum sínum. Gesturinn skreiddist nú úr rúminu og fann Teit, sem kannaðist vel við manninn, og sagði okkur hvernig á honum stóð, og ferðum hans. Sagði Teitur að hann héti Guð- mundur, væri norðan úr Miðfirði, hefði verið allvel fjáður og efnismað- ur til skamms tíma, en hefði svo mist heilsuna, kannske sumpart vegna of- mikillar auðshyggju og mishepnaðra ástamála nánara um það gat, eða lík- lega helst, vildi Teitur ekkert segja, enda var hann mjög orðvar og gæt- inn í tali. — Einhverja ættingja átti Guðmundur þessi þar fyrir norðan og höfðu þeir beðið Teit fyrir að fara með Guðmund með sér suður um vet- urinn og reyna að koma honum ti! lækninga hjá Lárusi hómópata Páls- syni, sem þá bjó á Vatnsleysuströnd- inni. Þetta hafði Teitur gert en nú stökk Guðmundur frá Lárusi án þess að hafa fengið lækningu, enda var naumast búist við því vegna þess að illt var að halda honum frá munaðar- vöru sem hann var mjög sólginn í, svo sem kaffi, tóbaki og brennivíni. Nú varð Teitur í vandræðum með mann þennan, en af því að Teitur var mjög vel látinn af okkur, varð það úr, að hann fékk að hafa Guðmund með sér hjá okkur það sem eftir var vertíðar og svaf hann hjá sjómönn- um undir baðstofulofti, en Teitur sá honum fyrir mat. Nú þóttist ég vis:#um að sýn mín um nóttina hefði verið fylgja þessa Guðmundar, enda þótt það væri alls eigi líkt honum; og styrktist ég síðar þeirri trú af ýmsu sem fvrir kom, og sögnum annara, um fylgju hans. Guðmundur þessi er sá einkennileg- asti maður sem ég hefi kynst eins og hann var þá og vil ég því lýsa honum að nokkru, því svo sýndist sem hegð- un hans og háttalag naumast gæti verið einleikið. Guðmundur þessi leit út fyrir að hafa verið þá um fertugsaldur, hann var lítill maður og grannur, en snar í hreyfingum og knálegur. Mjög var hann illa klæddur, því æfinlega voru föt hans rifin ,svo víða skein í hann beran, enda lét hann alt óhnept frá sér flaka, sást þó aldrei að honum væri kalt, þó frost væri, en alskonar óbreinlæti var honum illa við, og vildi vera laus við það, Vakandi gat hann aldrei til lengdar kyr verið heldur var hann æfinlega eitthvað að pata, ýmist með höndum eða fótum, hVort sem hann sat, stóð eða lá, og hvað sem hann var að gera, því sívinnandi vildi hann vera. Var pat þetta því líkast sem hann væri að hrinda einhverju frá sér eða sparka í eitthvað sem ekki sást, og oft var þvi líkast sem það er hann hafði milli handa sér væri slegið burtu, og pataði hann þá ákaflega á eftir. Oftast varaði patið mjög stutt, en venjulegast liðu fáar minútur á nilli, samhliða pati þessu bölvaði hann óhóflega, án þess heyrt yrði hverju hann bölvaði. Því tókum við eftir að þá er hann vissi eigi að neinn sæi sig, líkist pat hans reglulegum áflogum og rifnuðu þá föt hans í hengla eins og af sjálfu sér. Oft reyndum við sjómennirnir að standa svo þétt í kring um hann að han skyldi ekki-geta patað, en ávalt gat hann samt komið því við án þess að snerta okkur, og bæri það við, að við yrðum fyrir pati hans, þá var það j ] N af ns pj iöl Id ^ 1 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldff. Skrlfstofusimi: 23674 Stundar aérat&kl«s:& lun&n&ajúk- <3óm&. Kr &tJ finna á akrifatofu kl lt—lt f. h. of 2—6 &. h. Halmlll: 46 Allow&y Av&. Talafmlt 33158 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Art* Bld*. Talsíml: 22 206 • tundar s<rstaklesa kvensjdkddma og barnasjúkdðma. — AtS hltta: kl. 18—12 « h. og 3—6 e. h Hslmllt: »06 Vtctor St. Slml 2*180 DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldff. Cor. Or&h&m &nd Kennedy St. Phone: 21 834 Vlút&latími: 11—12 og 1_6.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 21« MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Or&h&m Stundar eiafðacu auftaa- eyraa- nef- of kverka-ajúkdúnaa Kr &fl hitt& frá kl. 11—12 f. h. of kl. 8—* t b Talalmi t 21834 Helmlll: 688 McMlll&n Ave 42691 Talafml t 28 880 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR «14 Someraet Block Partafe Avenue WINNIPKG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. K»vt mtf f»fa undlr uppsknrV vl« botnlanf abðlf u, fallsteiaaai, maga- of llfrarvelktf Hepatola heflr gefist þúsundum m&nna vel ví?5sveg:ar í Canada, 4 hinum sítJastliínu 25 árum. Koat&r $6.75 me« pósti. Bæklingur ef um er beUitJ. Mra. Geo. S. Almas, Box 1073—14 Saakatooa. Saak. HEALTH RESTORED Lakningar án lyfja DR. S. G. SIMPRON, N.D.. D.O., D.C. Chronic Diseasea Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL aelur llkktstur of ann&at um útf&r lr. Allur útbún&TJur aá bextl. Knnfremur aelur h&nn allakon&r minnlav&rtJa of legateina. 843 SHERBROOKE 8T. Pkeaet 8««07 winnipeg TIL SÖLU A ÖDfRV YERÐI “PURNACE" —bætJi vlTJ&r og kola "furn&oe” lftltJ brúk&tl, er til t¥l u hjá undtrrttutJum. Oett tæklfæri fyrlr félk út A l&ndl er bsata vilja hltun&r- áhöld á helmilinu. GOODMAN & OO. 78« Toronto St. Sfmf 28847 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœffingur 702 Confederation Life Bklg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfraffingar 709 MINING EXCHANGB Bldg Simi: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21 613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfræffingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. Mrs. B. H. Olson TEACHER OF SINGING 5 St. James Place Tel. 35076 Björgvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Muaác, GemyoiÉti—, Theory, Counterpoint, Orchae tration, Piano, etc. 555 Arlington St. StMI 71*31 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 RANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Pianokennari Phone 34 785 —Kennslustofa— 693 Banning Street Gunnar Erlendson Pianokennari Kennslustofa: Talsimi 684 Simcoe St. 26293 Jacob F. Bjantason —TRANSFER— !■»»*». ..4 F.rattwre S.N alvbmtohb ST. 91MI 71 899 B* útv.ga k.l, .Idlvta m.a ■»nn»J<rnu v.rtll, tnaut fluta- tn* frazn o» aftur um bmlna. 1*0 h.rb.rd metl ita áa baS. SEYMOUR HOTEL verfl s&nn«J&rnt Sfml 28 411 C. G. HUTCHISON, elftall M&rket &nd Klnr lt.f WlnnÍReR —M&& furðu .kraftlaust, jafn snarlega eins og hann virtist gera það; aldrei fór hann heldur sér að voða eða öðrum, þó hann hefði hníf í höndum, sem oft bar við, þegar hann pataði. Eitt sinn var honum leyft á sjó, róið gat hann ekki til gagns, þvi hann varð við og við að sleppa árinni til að pata, en svo var hann fljótur að þvi, að aldrei tapaði hann árinni i keipn- um. Þegar í sátur kom rendi hann færi og kom óðara í drátt, en illa gekk honum að draga, því einlægt þurfti hann að sleppa því til þess að pata, en á meðan rann færið út, en hann tók það jafn harðan og tókst loks að innbyrða dráttinn. Af þessu einkennilega pati hans, var hann kall- aður Gvendur pati, áður en hann kom suður, og hélt því síðan. I dagfari var hann góður, en nokk- (Frh. á 7. bls). MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssafnaffar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaffarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánufii. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuISi. Kver.félagiðý Fundir annan þriBju dag hvers mánaðar, kl. 8 atS kveldinu. Söngflokkuri—Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjuin sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. h. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.