Heimskringla - 30.04.1930, Síða 2

Heimskringla - 30.04.1930, Síða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSkRINGLA WINNIPEG, 30. APRÍL, 1930. Hvers vegna trúi eg á annað líf? YFIHLÝSING HENRI BERGSON. Prófessor Henri Bergson í Paris, sem hlotið hefir Nobelsverðlaun og er meðlimur i “l’Academie francise” er viðurkendur að vera einn hinn allra gáfaðasti og djúpúðgasti þeirra vísin- damanna, sem við heimspeki fást nú á tímum. Hann hefir getið sjer ódauð- legt nafn í heimi vísindanna fyrir hin- ar frumlegu og merkilegu kenningar sínar um “élan vital”, lífsaflið og jafn- framt fyrir skoðun sina á því hvert gildi “intuition” eða innsýn hafi fyrir andlegt líf mannanna og hver sess henni beri þar. Bergson varð sjö- tugur í desember, siðastl. og keptust menn þá mjög við, að sýna hinum ald- urhnigna spekingi virðingu sína og aðdáun. — Meðal gestanna voru nokk- rir fulltrúar sálarrannsóknamanna. — 1 samtali við þá og ýmsa aðra merka visindamenn lýsti Bergson yfir því, að hann játaði nú óhikað trú sína á fram haldslíf mannssálarinnar og að sú trú væri nú að verða sjer örugg vissa fyr- ir ýms fyrirbrigði og reynslu, er hann hefði hlotið. Atburð þann, sem hér er minst á, taldi hann hafa skidlyrðis- laust sönnunargildi fyrir framhaldi lífsins, og fórust honum þá orð á þessa leið: Jarðeigandi nokkur, sem hafði ver- ið vinur minn í mörg ár og bjó síðast rjett fyrir utan París, ljest fyrir þrem árum eftir langvarandi sjúkdóm. Dauði hins ágæta eiginmanns hafði þau áhrif á ekkju hans, að henni fanst hún ekki geta dvalið framvegis á þeim stað, þar sem alt hlaut að minna hana á hinn látna. Þess vegna ákvað hún nokkrum dögum eftir jarðarförina að flytjast til Parísar, en fyrst vildi hún reisa manni sinum sæmilegan leg- stein, og því ljet hún búa til mjög veglegt minnismerki úr marmara í París, og reisa á gröf manns síns. Þrem dögum síðar fór ekkjan með þrem börnum sínum til Parísar og bjó þar um hrið í gistihúsi. Fyrstu nótt- ina sem ekkjan svaf i gistihúsinu dreymdi hana hinn látna eiginmann sinn. Hann kvartaði sáran um það, að minnismerkið hefði verið sett á skakka gröf og því væri gröf sín auð og skrautlaus. Þessa sömu nótt dreymdi uppkomna dóttur ekkjunar líkan draum. Faðir hennar kom til hennar og kvartaði um það, að- leg- steinninn væri sjer ekki að skapi. En mæðgurnar lögðu engan trúnað á drauma sína og höfðust því ekkert að. -En loks eftir að ekkjuna hafði dreymt sama drauminn nokkrum nóttum síð- ar, skrifaði hún kirkjugarðsverðinum, og spurði hann hvort hugsanlegt væri að minnismerkið, sem ætlað hefði verið á gröf manns hennar, kynni að hafa verið sett á skakka gröf. Kirkju- garðsvörðurinn svaraði brjefinu og sagði að mistök i þessu máli gætu eigi komið til greina vegna þess, að við hlið jarðeigandans væri gröf bróður síns og hana kvaðst hann vitanlega þekkja. Nú var úr vöndu að ráða, því að engum gat verið kunnugra um sannleika málsins en kirkjugarðsverð- inum, en tveim dögum síðar dreymir dótturina enn sama drauminn: Faðir hennar kemur til hennar og talar til hennar um legstein sinn. Og nú krafð- ist ekkjan þess að gröfin væri opnuð og hið merkilega skeði, að við upp- gröftinn kom það í ljós, að mistökin, sem hinn látni talaði um i draumunum höfðu raunverulega átt sjer stað: Leg steinninn hafði verið settur á gröfina sem var við hliðina á gröf jarðeigand- ans, en þar hvíldi einmitt bróðir kirkjugarðsvarðarins, en gröf jarðeig- andans var aftur á móti “auð og skrautlaus.” Þessum atburði trúi jeg fullkomlega vegna þess, að fólkið, sem hjer á hlut að máli er mjer persónulega kunnugt, og jeg tel hann stórkostlega þýðlngar- mikinn vegna þess, að jeg fæ ekki sjeð, að neinar af tilgátum þeirra sál fræðinga, sem skýra vilja yfimáttúr- leg fyrirbrigði án þess að viðurkenna persónulegt líf eftir dauðann, komi hjer að nokkru gagni. I þessu sambandi vil ég aðeins minn ast á eina tilgátu, sem mjög er talað um nú á tímum og margir prófessórar í heimspeki aðhyllast, en tilgátan er þessi: Ekkert af því, sem til er Or “Heiroa og heiman,> dr. eftir Steingrím Matthíasson AKUREYRI Akureyri liggur við botninn á Eyja- firði vestan megin, en Eyjafjörður skerst inn í miðja strandlengju Norð- urlands og er rúmlega 60 kilómetra langur. Frá fjarðarbotninum tekur við grösugur, fjölbygður dalur, rúm- lega 50 kílómetra langur, og nær inn að öræfum. Þessi dalur er einnig nefndur Eyjafjörður. Bænum er vel í sveit komið, þar sem mætast sjór staðreynd, að miðill á tilraunafundi segir frá, hvar erfðaskrá sje, sem leit- að hefir verið að árángurslaust og arf leiðandi hefir fólgið í leynihólfi í skrif- borði, engin sönnun fyrir framhalds- lífi hins látna, heldur einungis stað- festing á því, að miðillinn hafi stigið upp til hins yfirskilvitlega endurminn- ingageymis '— í anda — og ausið af honum vitneskju sinni. En þessi tilgáta er þá algeriega gagnslaus þegar á að beita henni sem skýringaraðferð við það, sem kom fram við ekkjuna og dóttur hennar. A dauðastund sinni gat jarðeigand- inn með engu móti vitað um það, að legsteinn sá, sem ættingjar hans reistu honum, yrði þegar til kæmi, settur á skakka gröf. Og vegna þess, að ómögulegt var, að hann gæti vitað þetta er sá hugsanamöguleiki um leið útilokaður, að minningarmynd úr þessum yfirskilvitlega endurminninga- geymi hafi getað flutt ekkjunni sann- leikann í draumi, jafnvel þó maður geri ráð fyrir því að slikur geymir sé til. — Þess vegna hlýt ég að álykta það, að sú viljaákvörðun, sem vakið hefir drauma ekkjunnar og dóttur hennar, stafi frá hinum látna sjálfum en það er aftur staðreynd, sem því aðeins er hugsanleg, að hinir dauðu séu alls ekki raunverulega dauðir. * * * Það, sem mér finst eftirtektarverð- ast við þessi ummæli Bergson er það, að hann er ekki að sækjast eftir stór- feldum eða æsandi sönnunargögnum, heldur tekur hann hér til meðferðar verkefni, sem í fljótu bragði virðist einfalt og munu mörg hliðstæð fyrir- brigði vel vottfest í ritum sálarrann- sóknanna. Við þetta verkefni, sem flestir nenna ekki að fást við að hugsa um, leggur hinn vitri maður sína al- þektu vísindalegu alúð; heimsfrægð sinni og visindamensku telur hann ekki misboðið með því að leita sann leikans gaumgæflega, jafnvel á þeim slóðum, sem liggja langt fyrir neðan hefðartind meðalmenskunnar. Eftirtektarlegt er það líka, að Berg- son virðist ekkert tillit taka til þeirra, sem neita raunveruleik fyrirbrigð- anna, en fæst einungis við að leið rétta skoðanir þeirra, sem viðurkenna hann. Mér virðist mega lesa þessi orð út úr þögn hans: Eruð þið enn þá að deila um það, hvort fyrirbrigðin gerast? Vitið þið ekki að það er löngu orðið sannað, og hið mikla verk- svið sálarrannsókna nútimans er það að rannsaka með alúð og sannleiksást hvaðan fyrirbrigðin stafa? En á þá, sem daglega eru að bera fiam rakalaust nart í sálarrannsókn- irnar væri ekki úr vegi að skora, þeirra sjálfra vegna að stöðva fótmál sitt og hugsa sig um áður en þeir segja Bergson fara með staðlausa stafi eða óhugsað mál. I afstöðu hans til sálarrannsóknanna kennir sama viturleikans og djúhyggjunnar, sem hefir aflað honum heimsfrægðar og viðurkenningar allra dómbærra man- ná, á hinu þýðingarmikla starfi hans í þágu heimspekilegra vísínda; en vel hugsuðum mótbárum viturra manna taka allir góðir sálarrannsóknamenn með þökkum, Þeir vita að slíkt bætir einungis upp vanmátt þeirra og styrk- ir sannleikann — hvar sem hann kann að liggja. J. Auðuns. — Lesb. Mgbl. og sveit, útsveit og innsveit, í skjóli hárra, tignarlegra f jalla við hinn veð- urmilda, fagra fjörð, þar sem “Ægis- ; band inst í land, undið blítt af guða- mund, festir Suðra segulátt, silki- mjúkt og himinblátt.” (M. J.). trtsýni er hið fegursta. Crt á við fjörðurinn með fjöll, dalsmjmni og I fjallaskörð á báða bóga og snævi prýddan Kaldbak við útidyrnar, sem tekur á sinn skalla verstu hríðar-! byljina frá Norðra. En inn á við vingjarnleg .dalasveit. Meginhluti bæjarins liggur í hlje við langa og háa brekku, Höfðann. Uppi á Höfð- anum tekur við undirlendi nokkuð breitt upp að fjöllum, því að röð af háum fjöllum standa heiðursvörð um höfuðstað Norðurlands. Það eru Súlurnar í miðið, en sunnar Kerling og utar Vindheimajökull, "sem vest- ! an verja hann gusti,” en fram undan blasir við hin gróðurríka Vaðlaheiði með háum herðakambi og “ver hann austanblástrum.” Bærinn er langur og mjór. Ríflega hálftíma gangur frá einum enda til annars. Húsin standa flest og þjettast á eyrarflatn- eskjunum. Oddeyri, Torfunefi og Akureyri, en einföld eða tvöföld húsa- röð liggur eftir strandlengjunni milli þessara eyra og síðan inn að Krókeyri þar sem fjörðurinn endar. Enn frem- ur eru nú allmörg hús reist uppi á Höfðanum, og mun bygðin í fram- tíðinni færast þangað meira og meira, ' enda skilyrðin þar ágæt fyrir sveita- bæ (garden city). Stærstu og tilkomumestu hús bæj- arins eru Gagnfræðaskólinn, uppi á brekkunni fyrir meðjum bænum, og Samkomuhúsið, sem liggur beint þar niður undan. Bæði eru þessi hús úr timbri og svo er um flest hús bæjar- ins, en á seinni árum er alment farið að byggja úr steinsteypu. Götur eru mjóar og aðeins hinar helstu með gangstjettum. Nokkur hluti einnar aðalgötunnar hefur nú verið malbik- aður, og verður þeim vegabótum haldið áfram úr þessu. Höfnin takmarkast að utan af Odd- eyrinni og kallast Pollurinn. Þar er ágæt höfn, því að þangað nær engin sjávarkvika að ráði. Og höfuðkosturx við hana er það, að víðasthvar er mjög aðdjúpt og mjúkur leirbotn. Oddeyrin skýlir Pollinum eins og brimgarður, en Oddeyrin er mynduð af framburði Glerár um áraþúsundin, og smátt og smátt mun hún teygja sig yfir Oddeyrarálinn yfir að austur- landinu, svo að Pollurinn verði stöðu- vatn, nema við því verði gert. Pollur- inn nær inn að Leiru, en svo kallast grunnsævið fram af ósum Eyjafjarð- arár. Ain hefur myndað það með framburði sínum, og sést muna um á nokkrum árum, hve grynkar og hve Leiran færist fram. Fyrir 80 árum var t. d. bátalending niður und- an bænum Naust við Krókeyrina. Nú er þar engri kænu fært og ekki fyr en talsvert utar. Brattur marbakki er þar, sem Leir- an og Pollurinn mætast, og gengur þvert yfir fjörðinn, en nokkru innan við marbakkann má riða Leiruna landa á milli við fjöru. Nú er afráðið að byggja garð þvert yfir Leiruna, breiðan grjótgarð með nokkrum brúuðum straumgáttum fyrir kvíslir Eyjafjarðarár. Verður j þessi leirugarður eitt hið merkasta og mikilfenglegasta mannvirki hér á landi, í þeim tilgangi gert, að verja I höfn og hafnarvirki bæjarins skemd- um og skapa nýtt og frjósamt land, þar sem nú er sandur og sjór. Enn j fremur styttist þá leiðin yfir fjörð- ' inn, og þarf þá ekki að krækja inn á j brýrnar yfir ána. Akureyri kemur ekki við sögur1 framan af öldum. 1 fornöld var helsti j verslunarstaður i Kaupangi, austan 1 megin við fjarðarbotninn. Þar er nú [ löngu komið þurt land, sem knerrir j sigldu, alla leið að Festarkletti norð-1 an við túnflötinn við Kaupang. Seinna ' voru Gásir helsta skipalægi og versl- unarstöð. Arið 1786 varð Akureyri viðurkend verslunarstaður konungsverslun- arinnar, en enhver bygð hefur þó verið þar um hríð á undan, því að frá 1752 er til uppdráttur eftir dansk- an mann. Sjást þar 4 hús i þyrpingu við Búðarlækinn og kálgarður sunnan við þau. Sýnir það, að snemma var hjer byrjað á matjurtarækt. Hægt og silalega óx bærinn fram- an af. 1820 voru þó komin 14 tjörguð timburhús, en 1852 voru þau orðin 33, en engin bygð þá á Oddeyri, segja útlendir ferðamenn frá þeim tíma. 1873 keypti Gránufjelagið Oddeyrina fyrir 800 rdl., og voru þar þá aðeins 2 hús, en úr því fór þeim að fjölga. Nú er hún talin hálfrar milj. króna virði mannvirkjalaus. Fram að 1862 urðu Akureyrabúar að sækja kirkju til Hrafnagils, en fengu þá loks eftir ítrekaða beiðni til stjórnarinnar að byggja kirkju sjálf- ir. Er sú kirkja orðin of litil, svo að byggja verður nýja að ári. 1863 fékk Akureyri kaupstaðar- réttindi og bæjarstjóm, en 1919 sér- stakan bæjarstjóra. Það er fyrst eftir aldamótin síð- ustu, að bærinn hefur tekið stórstíg- um framförum.' Bæjarbúar voru þá 1000. Nú eru þeir meira en þrefalt fleiri. Arið 1927 Voru íbúar 3156. Haldi þeim vexti áfram, verður Akur- eyri um næstu aldamót talsvert stærri en Reykjavík er nú. Bærinn hefur auðgast á ýmsa vegu siðustu 30 árin — skipaútvegur auk- ist, jörðin verið ræktuð af mikilli alúð, verzlun hefur magnast og ýmis mannvirki sprottið upp til hollustu, 7 StofnaS 1882 Löggilt 1914 i heila vorum af hugsunum, ímyndun- um, endurminningum og viljaákvörð- unum á síðasta augnabliki lífs vors getur dauðinn eyðilagt, heldur á það framhaldstilveru sína á æðra sviði, sem vjer getum hugsað oss sem risa- geymi endurminninganna. Þegar miðill á jörðinni kemst að einhverju, sem enginn lifandi maður veit og eng- inn getur vitað nema einhver fram- liðinn, þá gerist það samkvæmt þess- ari tilgátu á þá leið, að miðillinn fer, í anda, sökum hinna sjerstöku hæfi- leika sinna, upp á æðri svið, þar sem þessar endurminningamyndir varð- veitast og þar eys hann vitneskju sinni af endurminningageyminum. Sé þessi tilgáta tekin gild þá verður sú Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82” D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD L.IONEL E WOOD President Treasurer 8ecretary (Plltarnlr arrn Allnm reyna atl þriknnat) KOLogKÖK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur SAFNIÐ ER HA Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. SKEGGBURSTI VEKJARA KLUKKA Fimm setti af Poker Hands BLYSLJÓS Atta setti af Poker Hands Fyrir þær getið þér fengið dýrmæta muni POKER HANDS ERU EINNIG í EFTIRFARANDI ALÞEKTUM TÓBAKSTEGUNDUM MilSSsaoM. Sigla-rettuar WnEiclnester Sigfareítor Sigfarett^ar leias Dixie plot^ StoHDewall Jacfooa (í vasa pökkum fimm í hverjum) AXLABÖND Tvö setti af Poker Hands Tvö setti af Poker Hands KETTLL Tíu setti af Poker Hands SPIL YERND Akið hvar sem yður sýnist — eins hart og yður sýnist — hvott sem heitt er eða kallt — hvernig sem brautir eru — Og vertu viss um að hver partur vétarinnar sé áreiðanlega verndaður fyrir skemd og núningi. Það er aðeins ein leið ti! þess — — NOTID AUTOLENE iw A^jBRICAN ÆwittóVlAn^ninniGaso/lbP-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.