Heimskringla


Heimskringla - 28.05.1930, Qupperneq 4

Heimskringla - 28.05.1930, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA i HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. MAÍ, 1930. ^eimskringla (StofnuS ÍSSS) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 153 og SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Rltstjóri. Utanáskrift til blaSsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnípeg. VHelmskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE SERVICE PRINTING CO., LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 r WINNIPEG, 28. MAÍ, 1930. Fjárlagabeitan % i Það má sjá bæði af Hansard og fram- sóknarblöðum í gresjufylkjunum fyrir vestan oss, að óháðir þingmenn og Albirt- ingar hafa eiginlega'verið í mestu vand- ræðum að átta sig á því, hvernig þeir ættu að þaga atkvæðum sínum við atkvæða- greiðsluna um fjárlög Dunnings. Það er heldur engin furða, því það er laukrétt, sem Agnes McPhail sagði, er hún leitaðist við að gera grein fyrir atkvæði sínu, að eitt atkvæði kæmi manni eiginlega að engu haldi, við þetta fjárlagafrumvarp: maður þyrfti helzt á einum tólf atkvæð- um aíThalda, ef mögulegt ætti að vera, að gera þeim nokkur skil, samkvæmt sann- færingu sinni. Því fyrst og fremst eru þau kosningabeita, og mjög munui liberaí. ar þykjast hafa unnið fyrir gýg, ef þau reynast þeim ekki verulega veiðisæl á at- kvæði. Það er eins og þau séu sniðin með það eitt fyrir augum, að þóknast öllum flokkum, öllum stéttum og öllum lands- hlutnm í Canada. í stóriðnaðarfylkjunum eystra geta fylgismenn stjórnarinnar sung ið stál- og jámtollinum lof og dýrð; í vest- urfylkjunum lækkun ívilnunartollsins brezka; í British Coiumbia og Niagara dalnum grænmetis- og ávaxtatollinum, þótt að vísu liggi nokkuð nærri fyrir Brit- ish Columbia, sem er yfirgnæfandi kon- servatíva megin, að vilja grennslast eftir því, hvers vegna endilega sé dýrmætara að fá hann nú, fyrir atgerðir liberala, en áður, fyrir atgerðir konservatíva. Þá myndi liberölum ekki virðast úr vegi að básúna afnám samningsins við Nýja Sjá- land, í eyru mjólkurbúabænda, og kven- fólkið í Canada ætti að mega veiða með fyrirheitinu un hræbillegt tegras og leir- varning. . * * Það er engu líkara en að Mr. Dunning og stjórnin hafi tekið sér fyrir texta þess- ar iínur úr “Biglow Pape»s’’ James Russell Lo^ell’s: It ain’t by princerples nor men, My prudent course is steadied: I scent what pays the best, and then, Go into it bald-headed. Hitt er annað mál, hvort stjómin hefir í raun og veru þefað hér uppi það sem borgar sig bezt. Það mætti í rauninni merkilegt heita, ef hún vinnur traust kjós- enda með þessum skollaleik; með því einu að ganga móður sína, það er að segja stefnuskrá sína, svona rækilega ofan í jörðina, með því að kúvenda allt í einu, og taka upp konservatívu stefnuna, eins og hún svo greinilega hefir gert með þessum fjárlögum. * * * Það er ekki þar fyrir: henni hefir tekist skollaleikurinn prýðiiega í níu ár, eða svo. Henni hefir tekist að halda snýtuklútnum margbrotnuip alla þá tíð fyrir augunum á meirihluta almennings, svo að hann hefir ekkert séð, eða að minnsta kosti ekki nægilega mikið til þess að hafa hendur í hári hennar, sem lágtollafrömuðs, er hún á hverju ári hefir skotist að honum og damlað í hann með hinum svokölluðu lág- tollafjárlögum, og hrópað: klukk, skolli, hér — og klukk! skolli, þar; hér skaltu lágtollsins leita; hann er héma, — rétt við hendina! Og vesalings skollinn — al- menningurinn—hefir fáimað og fálmað, og aldrei fundið neitt. — Nú ætti honum að fara að skiljast, að við því var aldrei að búast -— þar var aldrei neitt! t * * * Undanfarin ár hefir baráttan staðið helzt eða átt að standa um tollapólitíkina. Liberalar hafa sífellt um landið allt aépt fordæmingu að hátollsmönnunum kon- servatívu, og barið sér á brjóst sem lág- tollsmönnum. Það er satt, að konserva- tívar hafa verið hátolli fylgjandi, en þeir hafa þorað að kannast við það. Sannleik- urinn er sá, að liberalar hafa kallað sig lágtollsmenn, en helzt hvorugt þorað að vera, er til framkvæmdanna hefir komið, en þó í raun og vera sýnt fullkominn lit á sér sem hátollsmenn, eins og sést bezt á því, að tollar eru sízt lægri á því sex ára tímabili, er þeir sitja að völdum, 1923— 1928, borið saman við fimm eða sex ára tímabilið á undan, 1917—1922 eða ’23, er konservatívar fóru með völdin. • > Heimskringia hefir hvað eftir annað tekið þetta fram, og sýnt fram á það með glöggum dæmum. Enda hefir það verið hverjum óblinduðum manni deginum ljós- ara, að allt skraf liberala um lágtolls- stefnu sína hefir verið argasti hégómi; kosningabeita og ekkert annað. En hafi áður verið erfitt, að gera verulegan mun á tollastefnu flokkanna, þá er það vitan- lega ómögulegt nú, er liberalar hafa svo gersamlega svift af sér grímunni og að- hyllst flest það, er þeir áður bannsungu sem ákafast, er konservatívar í ailri hrein- skilni börðust fyrir því. Hver er t. d. munurinn, í raun og veru, á grænmetis- og ávaxtatollinum eins og Mr. Dunning hugsaði sér hann í þessu frumvarpi sínu, eða tillögum Mr. Meighen’s og fram- kvæmda.tiiratmum, árin 1925—1926? í raun og veru enginn. * * * Það hefir heyrst um töluverða kæti í herbúðum liberala og sömuleiðis töluvert á henni borið, yfir því, að konservatívar hefðu ekki að neinu* ráði getað fett fingur út í fjárlagafrumvarp Dunnings, og það hefir ekki þurft sérstak- lega þunnt eyra, né glögga eftirtekt til þess að verða þess *ar, að liberölum þyk- ir sem Mr. Dunning hafi heldpr en ekki hrifsað vopn/ úr hendi konservatíva, svona í kyrþei. Oss finnst, satt að segja, heldur lítið til um liberaikætina yfir því, að konserva- tívar hafi ekki ráðist svo ákaflega geyst í burtreiðina gegn fjárlagafrumvarpinu. Hvers vegna ættu þeir eiginlega að gera það, þegar það er í raun og veru að miklu leyti samið af þeim sjálfum á undanförn- um ámm? Það er næsta eðlilegt, að þeir fari sér fremur hægt að því leyti.. Hitt er auðskilið, og harla mannlegt, svo að ekki er láandi, að konservatívar treysti sér bet- ur til þess a$ koma í framkvæmd því, sem • þeir hafa barist fyrir árum saman, og finn- ist sjálfsagt, að þeim beri framkvæmdar- valdið, er stefna þeirra hefir gersigrað andstæðingana, og með öllu hleypt vind- inum úr orðabelg þeirra. * * * Tímijin einn leíðir það í ljós, Rvort lib- eralar hafa með þessari kúvendingu hrifs- að vopnin úr hendi andstæðinga sinna, eða hvort þeim hefir aðeins tekist að snúa egginni í sinn eigin lófa. Sjálfsagt ksSmi það mörgum ekki á óvart, þótt svo reynd- ist. Kjósendur hljóta að muna eitthvað af ummælum liberala á undanförnum ár- um, er þeir hafa sem ákafast og hástöfum fordÉémt alla tollhækkun. Ekki er lengra síðan en í fyrra, að Lapointe dómsmála- ráðherra, fór mörgum fögrum orðum um þá niðurstöðu fjárhagsálitsnefndar Al- þjóðabandalagsins, “að nú væri kominn tími til þess að binda enda á alla frekari tollhækkun og taka þveröfuga stefnu’’. Það var í fyrra. En nú er öldin önnur — í Ottawa. Eða munu liberalar græða sér- legt álit á því í augum kjósenda, að hafa séð sig tilneydda að tvöfalda og jafnvel fjórfalda tqllinn á sumum vömm, eins og t. d. smjöri; gera einmitt það, er þeir sjálf- ir hafa spyrat á móti af alefli að þessu. í hvert skifti, er konservatívar hafa viljað fá því framgengt á undanförnum árum? * * * Nei, oss lízt meira en vafasamt, að lib- eralastjórnin hafi nokkurt vopn úr hendi konservatíva slegið. Því sannast mun það að segja, að fá dæmi munu vera til þess, að nokkur stjórn hafi orðið að fara jafn- innilega í gegnum sjálfa sig eins og King- stjómin hefir orðið hér að gera. Því í raun og veru eru fjárlögin, eins og þau komu frá hennar hendi fjrrir þingið, svo fullgild og auðmjúkleg játning, sem hugs- ast getur, um það, að hún hafi hingað til vaðið í villu og svima; að hún hafi nú loksins komist að því, að með því að neita konservatívum um tollhækkun, hafi hún unnið iðnaði landsins og framleiðslu stór- tjón á undanfömum árum.* Hvort hún græðir atkvæði á því, svo um munar, ef augu kjósenda opnast fyrir þessu, kynni fyrst um sinn að minnsta kosti að vera álitamál. * * * Það er mannlegt að skifta um skoðun, og drengilegt að kannast við það. En vér verðum að,játa, að vér höfum enn ekki komið auga á nokkra yfirlýsingu í þá átt, frá Ottawastjóminni. Enda era svo bráð skoðanaskifti venju- lega talinn svo fuílkominn ósigur, að vel mætti búast við því, að sú stjóra, er hann biði, bæði um lausn í náð. Slíkt hefir nú auðvitað aldrei fyrir þessari stjóm vakað. Það er heldur ekki að furða, þótt mönn- um detti í hug, að heimfæra megi upp á hana þessar alþekktu línur úr “Biglow Papers’’: A merciful Providence fashioned them hollow, 0r töfraheimum Prá skemtiskipi sínu “Elsctra”, kveikti hugvitsmaðurinn mikli, Mar- coni, á rafmagnsljósum, á rafmagns- sýningu í Sidney í Ástralíu, en skip- ið lá á höfn í Genúa, i Italíu, 10,000 mílur enskar frá Sidney. Ennfrem- ur talaði hann í þráðlaust víðvarps- tæki á skipinu, svo að heyrðist í Sid- ney, og var tali hans endurvíðvarp- að þaðan til Genúa, svo að jafn- glöggt heyrðist þar, eins og ef Mar- coni hefði talað þangað af næstu grösum. , Slíkum hugvitsmanni hefði ver- ið ólíft fyrir 3—4 öldum. Hann hefði þá verið álitinn svo háskalega göldróttur, að kirkjan hefði um- svifalaust fengið hann brenndan á báli, með sálmasöng, djöflasæring- um og öðrum hátíðlegum athöfnum. Eins og eg skil það Eftir M. J. Trúin, Vonin, Traustið, Vissan, eru aðalöfl mannanna á þróunarleið- um heimsmenningarinnar. í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið ihin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búbum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta iná þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang&ð. On purpose they might their principles swallow. Og alveg sérstaklega hlýtur manni að detta í hug að heimfæra þessar línur upp *á Mr. Glen frá Marquette, “leiðtoga’’ Pro- gressive (!) -Liberala, er tekur til máls frá málamyndarsjónarmiði þeirra, og lýsir blessun sinni yfir þessu tollhækkunar- frumvarpi, af því að þrátt fyrir ýmsa smá- galla, séu kostirnir svo ákaflega miklu meiri. Mr. Glen hefir sungið við sama tón á hverju ári síðan hann tók á sínar herð- ar beggja-axla-kápuna, af hinum hásaela Mr. Forke. Og það virðist, úr þessu, ekki geta komið til mála, að hann klígjaði við þessari endurtekningu, hversu hátt sem tollgarðurinn væri hlaðinn, ef það aðeins væru hendur liberala, sem hlæðu hann. Væru konservatívar þar að verki, þá mundi mönnum gefast á að líta sjósótt á þurru landi, í hvert skifti er Mr. Glen virti fyrir sér tollgarðinn. — Og þá myndu þessi vísuorð hér að framan ekki síður eiga við Mr. Crerar, að því er mörgum þeim myndi virðast, er muna hann í gervi stórriddara frjálsverzlunarinnar, er henn- ar vegna og samvizku sinnar fann sig knúðan til þess að “segja sig úr lögum’’ við sameiningarstjórnina. Mr. Crerar, er nú’ svalg úlfaldann, með kryppu og öllu sam- an, ásamt mýflugunni brezku — að hálfu við Mr. Glen. * * * Sýnlega voru liberalar dauðhræddir við að tapa, dauðhræddir um að þjóðinni væri farið að finnast, að hin svokallaða lág- tollastefna þeirra hefði svo einskisnýt reynst fyrir hagsmuni almennings, að hún sæi ekki annað úrræði en að reyna, hvort stefna konservatíva bæri sér ekki betri á- vöxt. Og um liberala þessa lands verður það helzt sagt, ef maður ætti að svara til um stefnuskrá þeirra, eins og athafnir þeirra hafa borið henni vitni undanfarin ár, að hún er fyrst og síðast opportúnismi — einkahagsstefna. Þeir ætla sér, hvað sem öðru líður, að reyna að sitja við völdin, þótt þeir til þess þurfi að auðmýkja sig svo'? augum allra skynsamra manna, að taka upp meginatriðin í stefnu andstæð- ing sinna. 4 Kingstjómin er búin að sitja að völdum í samfleytt níu ár, að kalla má. Það er langur aldur þingræðisstjórna; nógur ald- ur til þess að yfir þær færist makræði, einkahagshyggja og önnur elliglöp. Svo þaulsætinni stjórn er hætt við að stirðna: verða að vélrænni, hugsjónasnauðri hags- munaklíku. Kingstjórnin ber þess mörg merki; mörg sömu merkin og Saskatche- wanstjórnin var búin að fá á sig; þau, sem í fyrra urðu henni að aldurtila. Það situr enginn Sir Wilfred Laurier við völdin núna í Ottawa. Hann rann ekki frá hugsjónum sínum, er hann hafði æfi- langt barist fyrir, þótt hann sæi að við ofurefli myndi að etja. Pann rann ekki einu sinni frá þeim, er hann sá og fann að hann var lagður rýtingi í bakið af liðs- mönnum sínum. Hann kaus að falla með hugsjónum sínum og fjfrir þær. Og einmitt með því gat hann sér enn varan. legri orðstír en nokkru sinni fyr á sinni löngu afreksbraut. En núverandi stjórn virðist helzt líta svo á, að tilviimandi sé að hætta því tll, að fá það eftirmæli, ef hún fdllur, að hafa unnið það til vonarinnar um að sitja eitt kjörtímabil lengur, að éta allar innileg- ustu staðhæfingar sínar ofan í sig; ó- hreinkað hreiðrið sitt, sem einu sinni var þó hreiður hugsjónamannsins Laurier, fyr- ir einskæra matarvonina. Trúin er hagnýting mannsins á. hinum ósönnuðu sögnum og kenning- um fortíðarinnar. Vonin er vilj/mannsins, óskir hans hans og þrár, í samtíðar- og hvers- dagslífinu. Traustið er hið skapandi persónu- afl mannsins, sem knýr hann áfram i framkvæmdalífinu, og tengir taugar, sem binda saman einstaklinga og skapa heilbrigt mannfélag. Vissan er sigur mannsandans, sem fenginn er með reynslu, þekkingu og réttum skilningi á veruleika tilver- unnar. Kveðjusamsæti að Wynyard, Sask. Miðvikudaginn 7. maí var þeim hjónum, séra Friðrik A. Friðrikssyni j og frú hans, haldið kveðjusamsæti í i kirkju Quill Lake safnaðar, í tilefni | af því að þau hjón voru að leggja af stað alfarin til Blaine Wash. Fyrir samsæti þessu stóðu Quill | Lake söfnuður, kvenfélagið, ung- mennafélag safnaðarins, sunnudaga- skólinn og Mímir söfnuður í Dafoe. KI.-8 að kvöldinu voru allir seztir til borðs. Voru heiðurshjónin leidd inn og vísað í öndvegissæti. Forseti safnaðarins, M. O. Magnússon, setti samkomuna, með því að allir sungu “ö, guð vors lands”. Þar næst tal- aði forseti, bauð alla velkomna og bað séra Friðrik að lesa borðbæn. Meðan matast var, var fólki skemt með Electric Orthophonic, er leiknar voru á islenzkar hljómplötur. Þá voru flutt stutt ávörp til heiðurs- gestanna, frá hverju af félögunum, sem fyrir samkomunni stóðu. Þess á milli var leikið á slaghörpu, ein- söngvar og þrísöngvar sungnir. Tvö kvæði, ort af byggðarmönn- um, voru heiðursgestunum flutt. — Einnig flutti séra Ragnar E. Kvar- an snjalla ræðu og söng einsörfgva. Að skemtiskránni lokinni, afhenti forseti heiðursgestunum og börnum þeirra gjafir, er hann bað þau að þiggja í minningu félaga þessara, er þau hefðu svo lengi og trúlega starf- að fyrir. Séra Friðrik talaði til samkomunn- ar. Þakkaði félagsmönnui^ og kon- um fyrir samstarfið; og benti þeim á nauðsynina á þvi, að missa aldrei sjónar á merkinu, sem orðið hefði til þess að mynda og viðhalda þess- um söfnuði og byggja þetta hús. Að loknu erindi séra Friðriks, stóðu allir upp og sungu “God Be With You Till We Meet Again”. Það er hvorki oflof né ýkjúr þó sagt sé, að söfnuðir þeir, er séra Friðrik ■hefir þjónað í Vatnabyggðum, missi afar mikils í við burtför hans. Það er ekki einungis safnaðarfólk hans, heldur ög öll byggðin, sem mun sakna hans. I þau átta og hálft ár sem hann hefir starfað hér, hafa vin- ir hans og vinsældir aukist með degi hverjum, enda getur ekki ótrauðari mann að hjálpa allri félagslegri við- leitni og andlegum áhugamálum, en hann. Svo sannfrjálslyndur er hann, að hann getur starfað með skoðana- andstæðingum sínum með svo mik- illi lipurð, að honum vex virðing hjá þeim. Gott er til þess að hugsa, hvað Blaine-búar græða menn- ingarlega við komu þeirra hjóna. Það skiljum við bezt, sem eigum á- rangurinn af starfi þeirra um margra ára skeið. Umbóta- og hugsjóna- menn eru alls ekki óþarfir iðjuleys- ingjar. Ekkert erfiði tekur meiri á- reynslu en að hugsa. Þar sem skarp- skyggnir hugsjónamenn leiðbeina þeim ungu, þar mannast fólkið. Þar sem hugsjónir deyja, þar deyr fólkið. Areiðanlega verða góðhugir héð- an séra Friðrik, konu hans og böm- um, til heilla, hvar sem þau fara. H. Þér fáið virði peninga yðar ef þér kaupið • Buckingham vindlinga. Buckingham rind- lingar eru kftldir og beztu vindlingarnir, er hægt er að fá; ávalt með sínu upprunalega töfrandi bragði. Mjúkir og ilmgóðir, svo allir dást að. Hver vindlingur vekur nýja ánægjutilfinningu hjá hverjum seqi reykir. Buckingham eru rétt búnir til og geymdir eins og þarf með frá framleiðslustaðnum til neytandans, í sérstaklega góðum umbúðum. Buckingham vindlingar eru óbrigðulir aðt efni. Tóbakið, sem þeir eru búnir til úr, er svo gott, að ofdýrt er til þess að vér getum látið nokkra miðaíeða premíur í pakkana. Þess vegna segjum vér — epgir miðar — allt efni.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.