Heimskringla - 28.05.1930, Blaðsíða 6
BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 28. MAÍ, 1930.
Hver kona kannast við að soðinn
Haframélsgrautur er hin bezta
næring fyrír unga og gamla.
__ • * •
Robin Hood
Rdpid Odts
BEZT
því það er
ofn-þurkað
✓ i
Haraldur Guðinason
l Söguleg Skáldsaga
----eftir--
SIR EDWARD BULWER LYTTON
IV. BÓK
--------■-----————-------------—
ull, og mörgum hrundu tár, og margar ekka-
stunur heyrðust frá mannfjöldanum. Og
margur þegninn, er áður hafði að hálfu trún-
að lagt á það, ai^ Guðini væri sekur um víg
Elfráðs, hvíslaði nú með ekkaþrunginni röddu
að nágranna sínum:-
“Ekki er sá maður morðsekur, er þannig
br-osir dáinn við félögum sínum lifandi!”
Síðastur allra gekk Álfrekur, hinn ríki-
láti jarl frá Mersíu, og er allir aðrir vorui á
brott gengnir, tók hann stirðnaða hendi hins
framliðna í sína, og sagði:-
“Fjendur vorum við til foma, og oft höf-
um við öndverðir klóast, á herferðum og á
mannfundum. En fáir eru þeir svo miklir vinir
mínir, að eg myndi þá svo harma, sem þig.
FYiður sé með sál þinni! Uverjar syndir sem
þú hefir drýgt, þá skyldi England kveða þér
mildan dóm, því England var í hverju þínu
hjartaslagi, og þess sómi sem þinn!’’
• Þá gekk Haraldur hljóðlega að Álfreki
jarli, og lagði honum hendur um háls og faðm-
faðmaði hann. Komst hinn ágæti, aldur-
hnigni jarl mjög við af þessu, og lagði titrandi
hendur á höfuð Haraldi og blessaði hann.
“Haraldur,” sagði hann,/“þú tekur við
ríki föður þíns; séu þá fjend'Ufr föður þíns
þínir vinir að meiri. Lát af harmi þínum, því
ættjörðin þarf þín við - hfeiður ættar þinnar,
og minning hins framliðna. Enn erú margir,
er á svikráðum sitja við þig og þína. Gakk
á konungsfund, og krefðu hann ríkis föður
þíns, og mun þá ÁJfrekur veita þér á þjóð-
þinginu.”
Haraldur tók fast í hönd jarli, og bar
hana að vörum sínum, um leið og hann sagði:-
“Sé þá friður með þínu húsi og mínu frá
þessum degi og að eilífu.”
Metnaðargirnd Tosta hafði hlaupið með
hann í gönur, er hann gerði sér í hugarlund.
að hann gæti nokkurn þann liðssafnað haft
hjá mönnum Guðina, að honum mætti styrkur
að verða tit þess að koma fram kröfum sínum
um jarldóminn gagnvart Haraldi, er allir unnu
—og ekki fóru múnkamir síður villir vegar, er
|>eir héldu, að við fráfall Guðina væri á enda
vald ættmanna hans.
Ekki voru einungis höfðingjamir á þjóð-
þinginu einhuga Haraldi fylgjandi, heldur var
það þegjandi samkomuilag allrar alþýðu á
Englandi, jafnt meðal Dana sem Saxa, að með
Haraldi einum stæði ríkið eða félli, en ekkert
reisir rönd við þjóðviljanum, er hann leggst
á eitt. Ekki var heldur Játvarður sjálfur
óvinveittur Haraldi, því hann var sá eini, sinná
ættmanna, sem Játvarður virti og elskaði, eins
-og áður hefir verið sagt.
Haraldur var þegar skipaður jarl yfir
Wessex, og er hans eigið jarlsdæmi var laust
orðið, var hann ekki augnab'.ik í vafa um það,
með hverjum hann skyldi mæla, sem eftir-
manni sínum. Hann yfirbugaði alla óvild og
afbrýðissemi í garð Algeirs, og fylgdi honum
að málum, með öllu sínu liði, svo að hann
var þangað kosinn. Þrátt fyrii; öll vandræði,
er af hvatvísi hans hafði hlotist, þá var þó
enginn annar jarl svo vel að ríkinu kominn,
hvort sem heldur var litið til hans eigin til-
verknaðar eða föður hans, enda er lítill vafi
4 því, að skipuin hans bjargaði •landinu frá
mikilli hættu, svo reiður sem hann hafði verið,
er hann hafði áður ftélag bundið við örðug-
asta fjandmann Englendinga, hetjuna Gryffið,
konung Norður-Walesmanna.
1 fljótu bragði virtist svo, er Algeir hafði
fengið jarlsdæmi þetta til forráða, seni ætt-
leggur Álfreks væri nú voldugri orðinn en
G'U'ðina, þar sem þeir feðgar réðu nú yfir
hinum miklu héruðum, Mersíu og Austur-Eng-
landi Því af Guðinasonum var Haraldur
nú hinn eini, er átti að ráða fyrir éinu hinna
meiri jarlsdæma, en Tosti og hinir bræðurnir
juku ekki á völd sín frá því sem verið hafði,
•en þau höfðu aldrei víðtæk verið. En þótt
Haraldur hefði ekkert ríki haft, þá hefði hann
þrátt fyrir það verið lang voldugastur maður
á Englandi, svo mikið traust báru allir til hans
fyrir hreysti og viturleik. Hann var sjálfur
svo að manni, að hann þurfti ekki að láta
aðra hlaða undir sig.
Sá er arf tekur eftir höfðingja mikillar
ættar, erfir meira en vald fyrirrennara síns,
ef hann kann aðeins með að fara. Því hver
kemst svo til valda, að ekki fái hann nýja
fjendur við fótmál hvert? og hver hefir
nokkurntíma hátt rísið, án þess að þungar
sakir yrðu á hann bomar? En Haraldur
komst hjá öllum fjandskap, er risið hafði gegn
föður hans, og var með öllu óflekkaður af því
ámæli og þeim rógi, er faðir hans hafði átt
við að stríða. GærdagssóHn skein aðeins í
gegnum ský; sól líðandi dags reis á heiðum
himni. Jafnvel Tosti játaði yfirburði bróður
síns, og lét undan síga með kröfur sínar, sem
fyrir föður sínum væri, þótt erfitt hefði honum
gengið að vinna bug á bældri gremju og met-
orðagirnd. Hann fann það fljótt, að með
Haraldi einum stóð og féll öll ætt Guðina,
og að aldrei myndi hann fá ágimd sína til
landa og frægðar fullsadda, nema með til-
styrk bróður síns, þrátt fyrir hreysti sína og
mægðir við ætt Karlamagnúsar og Elfráðs, er
hann giftist systur Matthildar, fjúar Nor-
mannhertogans.
vFar þú heim í ríki þitt, bróðir,’’ sagði
Haraldur við Tosta, “og set það eigi fyrir þig,
a^S Algeir var látinn ganga þér fyrir: því enda
þott krafa hans til ríkisins hefði eigi verið
jafn réttmæt og hún reyndist, þá hefði þó
verið öviturlegt að hrifsa í vorar hendur allt
ríki á Englandi. Stýr þú ríki þínu af viturleik,
og ná þú hylli liðsmanna þinna. Átt þú til
þess miklar kröfur, sakir föður vors, og mun
mildi og hófsemd aðeins styrkja málstað þinn,
til hvers sem síðar þarf. Treyst þú mér
nokkuð, en sjálfum þér mest. Er þér þess
ein þörf, að sameina stillingu og réttdæmi
við hreysti þína og kappsemi, til þess að jafn-
ast við hinn mesta jarl á Englandi. Yfir líki
föður míns faðmaði eg að mér fjandmann
hans. Ætti þá ekki ástsemd með bræðrum
að ríkja, samkvæmt síðústu ósk föðurs vors
látins?”
“Ekki skal það mín sök, ef út af bregð-
ur,” sagði Tosti auðmjúkur, þótt honum
sviði undir niðri. Og að svo mæltu kallaði
hann saman lið sitt og hélt heim í ríki sitt.
VII KAPÍTULI
Fagurt var veður og sól í heiði, undir dag-
setur, er Hildur stóð á haugnum og horfði
undir sól, vestur yf^- skóglendið. Rétt hjá
henni lá Edith í grasinu, og var sem hún
drægi myndir í loftið með fingrí sínum, af
fikti. Hún var orðin enn fölari, en þá er
fundum þeirra Haraldar bar síðast saman á
þessum stað, og var sem hún hefði eigi huga,,
á neinu, og væri með öllu yndisvana. Niður-
lút gekk hún jafnan og aldrei sást henni leika
bhos um varír.
z “Sjá þú barn mitt,’’. sagði Hildur, meðan
hún enn horfði í áttina til sólarlagsins, “hvern.
ig sólin skundar að fjarlægðum víði, þar sem
Rán og Ægir gæta sjávardjúpanna en með
morgni kemur hún aftur frá höllum Ása -
hinum gullnu hliðum í austri - og ailur fögn-
uður í fylgd með henni. Og þó hyggur þú,
hrygga barn, sem enn ert tæpast fullvaxin
kona, að sólin hverfi ekki til lífsins aftur, er
hún hefir eitt sinn til viðar gengið. En ein-
mitt nú, er við sitjum hér á tali, er skammt
til þess að ársól þín renni, og að morgunroð-
inn varpi ljóma á hin dimmu ský!”
Edith tók að sér hendurnar og lét þær
falla í kné sér; hún sneri sér við og leit óróleg
og kvíðafull til Hildar. En er hún hafði um
stund virt fyrir sér andlit völvunnar, færðist
roði í kinnar henni, og hún sagði með nokkurri
þykkju í röddinni:- ^
“Grimmúðug ert þú, Hildur!”
“Það eru skapanornirnar líka,” sagði
völvan. “En ekki kalla menn þær grimm-
úðugar, er þær brosa við óskum þeirra. Hví
kallar þú mig grimmúðuga, er eg sé í sólarlag-
inu þær rúnir, er boða hamingju þína!”
“Glaða stund sé eg eigi framar,” sagði
Edith kvíðandi. En lengi hefir mér þungt á
hjarta legið,” sagði hún, og hvessti róminn,
“það er eg nú að lokum herði upp hugann til
þess að tala um við þig. Eg ámæli þér, Hildur,
fyrir að hafa lamað lífsþrótt minn; þú hefir
villt mér sýn með draumórum og skilið mig
eina eftir með örvæntingunni.”
, “Mæl þú,” sagði Hildur rólega, eins og
fóstra við kenjótt barn.
“Hefir þú ekki sagt mér, frá því eg með
fyrstu undrun óvitans leit þenna heim, að líf
mitt og hamingja væri þáttur slunginn í—í—
örlagavef hins ágæta Haraldar? Ef þú hefðir
ekki ætíð látið svo um mælt, er orð þín voru
mér óskrifuð lög, þá hefði slíkur hégómi og
vitfirring aldrei setzt að sálu minni! Eg hefði
þá ekki haft gát á hverri svipbreytingu í and-
liti hans, ekki varðveitt, sem dýran fjársjóð
hvert orð, er féll af vöjrum hans; eg hefði
ekki lifað svo, sem væri mitt líf aðeins þáttur
af hans lífi — sála mín aðeins skuggi af ham-
ingjusól hans. Hefðir þú ekki svo um mælt,
hefði eg fagnandi gengið í frið klaustursins—
gengið leið mína til grafar, sem lygn straum-
ur líður að ægi. Og nú — nú, ó, Hildurí---”
Edith þagnaði og þögnin tjáði meira en nokkur
*orð, er hún vissi. “Og,” hélt hún áfram, eftir
nokkra þögn, “þú veizt að vonir þessar voru
draumórar einir — að landslögin myndu að
eilífu standa okbur í vegi — að syndsamlegt
var að elska hann.”
“Lögin vissi eg vel;” svaraði Hildur, “en
lög fávísra manna eru vitrum mönnum svo
auðrofinn sem kongulóarvefur, egndur til
snöru frjálsum fugli. Frændsemi er með
ykkur, í sjötta lið, og þessvegna segir öldung-
urinn í Róm að meinbugir
séu með ykkur. Þegar snoð-
skerðingarnir fara að fyrír-
mælum öldungsins í Róm, og
reka frá sér eiginkonur sínar
og frillur, afneita víni, veiði-
ferðum og róstum, þá.skal eg
virðast að líta við lögum
þeirra, án fyrirlitningar, þótt
eg myndi ef til vill ekki kjósa
mér ,þau til handa. Ekki er
syndsamlegt að elska Har-
ald; og enginn munkur og
engin lög skulu í vegi ykkar
standa, er sá dagur kemur,
að þið skulið njótast, að lík-
ama og sál.”
“Hildur! Hildur! ger
mig eigi örvita af gleði,”
hrópaði Edith, og hljóp á
fætiuir, blóðrjóð af geðshrær-
imgu, svo himinfríð í endur-
fæddri fegurð, að jafnvel
Hildur varð því nær sem
steini lostin, eins og þar sæi
hún fyrir sér Freyju sjálfa,
ástargyðju norræfla manna,
er með töfrum hefði þangað
heilluð verið úr höllum Ása.
“En langt er þess dags
að bíða,” sagði völvan.
“Hverju máli mundi það
skifta!” hrópaði þetta sak-
lausa barn; gef mér aðeins
von. Allshugar fegin.yrði eg,
þótt eg yrði honum ekki gef -
in fyr en á grafarbakkanum.”
“Sjá þá,” sagði Hildur, Sjá, þar rís ham-
ingjusól þín aftur.”
Völvan rétti út handlegginn um leið og
hún sagði þetta, og á milli- súlnaraðanna sá
Edith tröllstóran skugga af manni á grasinu.
Og skyndilega gekk ástvinur hennar, Haraldur,
inn í steinhringinn. Hann var fölur af fersk-
i um harmi, en ef til vill hafði hann aldrei verið
tíglulegri á velli né konunglegri ásyndum, því
nú fann hann, að á hans herðum einum hvíildi
hamingja Engil-Saxa. Engin konungsskrúði
býr mann slíkrii hátign, sem ábyrgðarvissa
alvarlegrar sálar.
“Þú kemur,” sagði Hildur, “á þeirri
stundu, er eg sagði fyrir, er sól tekur sér
náttstað og ný stjarna rís á himni.”
“Völva,” sagði Haraldur, þungbúinn, “ekki
vil eg etja skynsemi minni við spásagnir
þínar, því hver má dæma um þann mátt, er
hann kann engin skil á? eða virða að vettugi
þau undur, er hann eigi fær rakið. En þess
bið eg þig, að þú leyfir mér að ganga óhindruð-
um leiðar minnar í því ljósi, er eg daglega skyn-
ja alla*hluti. Hendur mínar eru til þess gerð-
ar að fást við áþreifanlega hluti, og augu mín
til þess að skynja þau fyrirbrigði, er á vegi
mínum verða. í æsku minni sneri eg mér með
viðbjóði frá orðslægð skólamanna, er hár-
toguðu til heljar Langbarða sem Frakka. Og
nú, er eg er maður fullvaxta, bið eg þig að
flækja mig ekki í þeim möskvuim, er ánetja
skynsemi mína, snúa vakandi hugsan minni
í ægidrauma sjúkar sálar. Mín er gatan bein
og markið auðsætt.”
Völvan horfði alvarlega á hann og með«
aðdáun, en þó döpur í bragði. En hún mælti
ekki, svo Haraldur hélt áfram:
“Hjölum eigi um dauða menn, Hildur.
ágæta menn, er orðstír gátu sér á jörðu, eða
skugga, er vér skynjum eigi lengur, en bíða
síns dóms á himnum. Ógnardjúp hefi eg yfir
stigið síðan við öll hittumst síðast; regindjúp,
en þó þunga gröf. — Þú grætur Edith, og
grátur þinn er sem gróðrardögg sálu minni!
Hildur! Eg elska þessa frændkomu þína, hefi
elskað hana, knúinn ómótstæðilegu afli, frá
því fyrst að hin bláu augu hennar brostu við
mér. Eg unni henni, er hún var barn að
aldri; elskaði hana í æsku hennar, útsprungna
rósina, sem blómknappinn, og hún.elskar mig.
Við skildum, af því að kirkjan \elur meinbugi
á ástum okkar, en eg finn, og hún einnig, að
ástin rénar ekki þótt vegir skllji. Engan
annan mann mun hún þýðast og eg enga konu
aðra. Því kem eg nú hingað, er hjarta mitt
er harmi lostið, og eg á einn fyrir mér að
ráða, er faðir minn er allur, og mæli svoi við
þig að hún heyrir: Leyf okkur enn að vona!
Koma kann sá dagur, að konungur gezt að
ríkjum, er eigi er svo klafa kirkjunnar bund-
inn, sem Játvarður, að við getum öðlast aflát
páfans. Má vera, að langt sé þess dags að
bíða, en við erum bæði ung að aldri, og ást j
okkar styrk og þolinmóð. Við getum beðið.”
“Ó, Haraldur,” hrópaði Edith, “við getum I
beðið.”
“Hefi eg ekki sagt þér, Guðinason,” sagði
völvan hátíðlega, “að örlagaþráður hennar
væri tvinnaður við þinn? Hyggur þú, að
kunnátta mín hafi ekki skygnst eftir örlögum
hennar, er nú er mér ein eftirskilin af ætt
minni? Vita skaltu, að það er ykkur skapað
að sameinast, og skilja aldsei síðan. Vita
skaltu, að sá dagur mun koma, þótt eigi sjái I
eg enn fyrir honum bjarma, og hulinn sé hann
þoku og fjarlægð, er dýrðlegastur verður í
lífi þínu, er þú vinnur bæði Edith og orðstír
ódauðlegan — fæðingardagur þinn, er að
þessu hefir öllu snúið þér til heilla. Árangurs-
laust prédika prestar og munkar gegn stjöim-
unum; enginn má sköpum renna. Takið þess-
vegna gleði ykkar aftur, börn líðandi stundar!
Og nú, er eg legg saman hendur ykkar, trú-
lofa eg sálir ykkar.”
Völvan lagði aðra höndina á höfuð þeirra,
en lyfti hinni til himins, er nú var alsettur
tindrandi stjömum, og sagði með djúpri og
í seiðandi röddu:-
“Verið vitni að trúlofun þessara ungu
! hjartna, ó, máttarvöld, er dragið í eitt eðli
manns og kornn, svo að engir töifrar fá rofið,
og engan leyndardóm hafið jafn máttkan
spunnið í dularvef sköpunarinnar, sem ástina,
Verið þessu vitni, musteri og altari! Verið
þessu vitni, ó, sól og loft! Megi sálir þeirra
samvista njóta, þótt líkamir þeirra séu að-
skildir — sorg blandast sorg og fögnuður
fögnuði. Og er brúður og brúðgumi að síð-
ustu eru einn maður orðin, ó, stjörnup — megi
þá þeir örðugleikar, er þér berið í skauti,
hverfa, sem dögg fyrir sólu; megi þeim engar
hættur granda, engin öfumd illt vinna. Stafið
þá friðargeislum á hjónabeð þeirra, ó stjörnur!
Máninn reia á himni. Við maísöng
næturgalans til maka síns, er ómaði frá logn-
kyrrum greinum, bundust þau festum, Haraldur
og Edith, við gröf Siðrekssonar. Og af ætt
Siðreks höfðui allir saxneskir konungar komið,
síðan á dögum Elfráðs, er með sverði og
veldissprota höfðu ríki Engil-Saxa ráðið á
Englandi.
v VI BÓK
METNAÐARGIRND
I KAPíTULI
Mikill fögnuður var um allt England.
Játvarður konungur hafði fallist á að senda
Alráð biskup til hirðar Þýzkalandskeisara,
eftir nafna sínum og frænda, Játvarði Öðling,
syni hins ágæta Játmmndar Járnsíðu. Þá er
hann var barn að aldri, hafði Knútur konung-
ur ríki fengið honum fóstur, ásamt bróður
hans Játmundi, hjá undirkonungi sínum,
Svíakonumgi, ög lék sá orðrómur á, að Knútur
hefði mælt svo fyrir, að Svíakonungur skyldi
fyrirlyma þeim svo ekki bæri á. En Svía-
konungur sendi þá til hirðar Ungverjakon-
ungs, þar sem vel var tekið við þeim og þeim
gefið ágætt uppeldi. Jámundur lézt ungur,
barnlaus. Játvarður fékk dóttur þýzkalands-
keisara, og meðan mestar óeirðir voru á Eng-
landi, hafði tilvera hans fallið mönnum þar
úr minni, og stóð sú gleymska allt fram á
daga Játvarðar góða. Mátti því kalla, að hann
hefði í*útlegð verið, unz hann var nú skyndi-
lega kallaður heim til Englands, til þess að
taka við ríki af frænda sínum, er ekki átti
barna. Kom hann þangað með Egðu, konu
sína, einn son, Játgeir, er þá var í barnæsku,
og dætur tvær, Margréti og Kristínu.
Mikill fögnraður var á Englandi. Hinn
mesti manngrúi hafði fylgt hinum konung-
legu gestum frá hinni fornu konungshöll í
Lundúnum, þar sem þeim hafði verið bú-
staður fenginn, og fyllti nú öll stræti, er
þegnar tveir, er fylgt höfðu Öðlingi frá Dofr-
um, og nýlega höfðu við hann skilið, komu
frá konungshöllinni og ruddu sér braut í gegn-
um mannþröngina með mestu erfiðleikum.