Heimskringla


Heimskringla - 30.07.1930, Qupperneq 1

Heimskringla - 30.07.1930, Qupperneq 1
Wov. K. Pétumaon x 45 Hoine St. — OITY. DTERS & CLEANERS. LTD. Sendi'ð fötin yðar með pósti. Sendingum utan af landi sýnd sömu skil og úr bænum og á sama verði. W. E. THURBER, Mgr. 324 Young Str., Winnipeg. DYERS & CLEANERS, LTD. Er tyrstir komu upp n:t| að afgreiða verkið sama daginn. Lita og hreinsa fyrir þá sem eru vandlátir. W. E. THURBER, Mgr. Sími 37061 XLIV. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN, 30. JCrLl, 1930. NírMER 45 Frá Þúsund ára há- tíðinni á Þingvöllum FYRSTI DAGtJRINN: Hátíðin fer vel fram. Gott og bjart veður fram undir kvöld. Al- « menn ánægja meðal erlendra sem inn- lendra gesta. Tjaldborgin reis um klukkan sjö í gærmorgun og þegar kl. var um átta. var fólk farið að streyma þaðan og UPP i gjána, norðan við fossinn, þar sem ræðustóll biskups hafði verið reistur, hátt uppi í hamrinum. Lögregluþjónar vísuðu mönnum veg neðan af völlunum og upp í gjána og þvert fyrir gjána héldu þeir vörð og var fólki ekki hleypt neitt suður á flatirnar hjá fossinum. Að sunnan verðu við flatirnar hjeldu Skátar vörð — höfðu skipað sjer í fylkingu þvert yfir gjána og var það á einkis færi að komast yfir þá fylkingu. A flötunum var konungi og drotn- ingu, sænsku ríkiserfingjanum, heið- ursgestunum og þingmönnunum ætl- aður staður. Ennfremur prestum landsins, sem komnir voru til Þing- valla. Þeir gengu í fylkingu upp gjána og voru saman 43, allir hempu- klæddir. Þegar klukkan var orðin átta máttí líta óslitinn straum af fólki eftir öll- um veginum frá tjaldborginni og nið- ur í gjá. Gleypti gjáin fólkið jafn- harðan, en altaf hjelst straumurinn óslitinn þangað til klukkan níu. Var það einkennileg sjón fyrir þá, sem ekki eru vanir því að sjá fjölmenn:,. enda er það vist, að siðan land bygð- Ist hefir aldrei jafn margt fólk verið saman komið á einum sta.ð og á Þing- völlum nú. Enda fór svo að rúm þraut i gjánni og stóðu menn þó svo þjett þar, sem framast var unt — maður við mann, alveg eins og á þin- málafundi. Tildraði fólk sjer upp um alla kletta þar nálægt, svo að ekki sá í þá fyrir múgnum. Klukkan rúmlega niu gekk biskup upp í ræðustólinn, meðan söngflokk urinn söng sálma. Síðan tók biskup til máls og verður ræða hans prentuð í næsta blaði. Að ræðunni lokinn var sunginn sálmur aftur og síðan streymdi fólkið upp úr gjánni og niður á völlinn. Þar áttu menn að skipa sjer í fylkingar undir sýslufána (skjaldarmerki) og hverri sýslu og bæ ákveðinn staður í skrúðgöngunni. En þetta fór alt í handaskolum. Að vísu voru fánarnir á lofti, en fólk vissi ekki hvaða fána það skildi skipa sjer, þvi að það þekti ekki merkin. Gekk því hver þar sem honum sýndist og var alt á ringlu- reið. Var nú haldið suður i Almanna- gjá að Lögbergi, og gekk það furðu greiðlega og hjálpuðu mjög til þess hinar breiðu göngubrýr, sem. gjörðar hafa verið yfir öxará þar fyrir neðan. Skipaðist fólk svo í gjána þar, alla leið frá Drekkingarhyl og langt upp fyrir Lögberg. Konungshjónin, sæn- ski rikiserfinginn höfðu sæti á palli undir Lögbergi. Sátu hinir tignu gestir á stólum gegnt ræðustólunum á Lögbergi. Til hægri handar Svia- prins sátu þeir Magnús Sigurðsson bankastjóri og Mátthías Þórðarson fornmenjavörður, en til vinstri hand- ar konungshjónunum ungfrú Sehested og Jón Sveinbjörnsson konungsritari. Á hliðarbekkjum sátu þingmenn i tvöföldum röðum. En á palli fyrir sunnan voru sæti heiðursgesta. Undir ræðustólnum voru borð forseta og skrifara, en á ræðustólnum var út- varpatæki og gjallarhorn uppi á ham- rinum í sambandi við það, og bar það gjána og mikið lengra. Nokkru norðar í gjánni en alþing- ispallurinn og undir vesturhamrinum, er söngpallurinn. —- Söngflokkurinn söng nú “Ö, guð vors lands,” og hljómaði það ekki vel til þingpallsins. — Hefði verið mikið betra að hafa söngpallinn að austanverðu í gjánni. Það mun líka hafa dregið úr söng- hljómnum, að tjald var yfir söng- pallinum. Að söngnum loknum steig Trygg\á Þórhallsson forsætisráðherra í ræðu- stólinn og mælti á þessa leið: Ræða forsætisráðherra. Þúsund ár eru liðin siðan Islend- ingar, hinir fornu, komu fyrsta sinni til fundar hjer á Þingvöllum við öxará. Þá var “Alþingi sett að ráði trlf- Ijóts og allra landsmanna.” Þá var stofnað allsherjarríki á Is- landi. Þá var lagður sá grundvöllur laga og rjettar, sem þjóðfjelag okkar hefir hvílt og búið að í tíu aldir. Þúsund árum siðar stöndum við, niðjar hinna fornu Islendinga, I hinum sömu sporum. Við komum til fundar á Þingvöll- um við öxará. Vér heyjum aftur Alþingi “þar sem hún öxará rennur ofan í Almanna- gjá.” Við viljum rifja upp og gleðjast við minningarnar í þúsund ára sögu —- bæði bjartar og daprar. Við viljum gleðjast við að á þús- und ára afmælinu fáum við ekki bet- ur sjeð, en að meiri vorhugur ríki, og að votti fyrir meiri grósku í hinu íslenska þjóðlífi, en nokkru sinni fyr. Við viljum ákalla “Guð vors lands” og fela forsjá hans hulda framtíð landsins okkar. I nafni hinnar íslensku þjóðar lýsi jeg því yfir, að þessi alþjóðarhátíð, sem haldin er til minningar um að frá stofnun Alþingis, frá stofnun hins íslenzka ríkis eru liðin þúsund ár — er sett. Mætti hamingja og farsæld hvíla yfir þessum merkilegu tímamótum í sögu Islands. Við hefjum í dag fjömennari hátið Islendinga, en nokkru sinni hefir verið háð. En við eigum jafnframt gestum að fagna. Við skuum hefja hátíð með því að heilsa á gestina. Á þúsund ára hátíð Islands bygðar (1874) kom konungur Islands fyrsta sinni út hingað. Sagan geymir góðar minningar um komu Kristjáns kon- ungs níunda og Friðriks áttunda til Islands. En það er í þriðja sinni sem núverandi konungur Islands og drotn- -ing hans sækja okkur heim og dvelja þau nú meðal okkar í þinghelginni. Ríkisarfi Svía sækir hátíð okkar og gistir prestsetur Þingvallastaðar. — Hefir aldrei fyr svo tiginn gestur. við svo frítt föruneyti kept norður hingað um “Islands ála” frá “Svi- þjóðu hinni miklu.” Stjórnarformaður sambandslands okkar og umboðsmenn hinna annara ríkisstjórna Norðurlanda allra, Finn- lands, Noregs, Svíþjóðar, eru komnir ut hingað. Það er orðið samkvæm* ósk okkar Islendinga. Þeir ætla, hjer á þessum söguhelga stað, að undir- rita samninga um sáttargerð og að friðsamleg úrslit skuli verða æfinlega um öll deilumál undantekningarlaust sem upp kunna að koma milli Islands og þessara frændþjóða okkar. Við beindum heimboð til hátíðar- innar til þeirra landa beggja megin Atlantshafs,, sem íslenska þjóðin hefir haft mest skifti við, i menningarlegu og fjármálalegu tilliti. Þing og stjórn- ir þessara landa haf tekið boði hins þúsund ára gamla Alþingis. Þau hafa sent út hingað fulltrúa hóp sinna beztu sona og dætra. Þeir munu af hálfu þessara þjóðlanda taka þátt í hátíðarfagnaði okkar Islendinga og ifæra okkur kveðjur þeirra. Frá frændþjððunum á Norður- löndum ^ru komnir út hingað margir aðrir löggjafar og þingskörungar. Þeir ætla að, heyja fund með Alþing- ismönnum Islendinga, svo sem við íiöfum áður sótt slíka fundi sem gest- ir þeirra. — Frændþjóðirnar hafa og sent út hingað, til móts á Islandi. úrvalshóp ungra mentamanna, þeirra er áður hafa boðið velkomna í sinn hóp þá ungu islensku mentamenn, sem utan hafa farið tií þeirra landa. Vestan um hið viða haf eru komn- ir, til heimsóknar, fleiri synir og dætur Islands og niðjar þeirra, en nokkru sinni hafa áður horfið heim — þeirra sem á Vínlandi hinu góða hafa gjört sínu gamla föðurlandi svo marg- vislega sæmd og á svo mörgum svið- um. Meðan hjer ríkir nú hin “nótt- lausa voraldar veröld,” fær okkar Næsti forsætisráðherra Canada Kingstjórnin fallin! Stórsigur Conservatíva! HON. R aldna sameiginlega íslenska móðir að sjá hjá sjer drykklanga stund, þessi sín “Iangförulu” börn og barnabörn. Og enn eru ótaldir fjölmargir gest- ir: synir og dætur, og röm er sú taug ættjarðarástar og vináttu, sem hefir dregið þá norður hingað. Svo mörgum og svo göfugum gest- um hefir íslenska þjóðin aldrei fyr átt að fagna — eins og nú á þúsund ára afmæli ríkisins. — Islenska þjóðin býður gestina alla hjartanlega velkomna. Mættu þessir dagar, sem þið dveljið hjá okkur, verða ykkur bjartir og ánægjulegir. Mætti svo fara, að þið flytjið með ykkur heim aftur — eftir farsæla heimkomu — bjarta mynd, af hinu þúsund ára gamla ríki, sem nú er að endurskapast með áhuga og fjöri æskumannsins. I nafni hinnar íslensku þjóðar færi eg þakkir Hans Hátígn konungi vor- um og drotningu, Hans konunglegu Tign rikiserfingja Svía og þeim ríkj- um og fylkjum, sem eiga fulltrúa i gestahópnum. Bæði hin miklu heims- riki og einnig hin sem eru okkar litla þjóðfjelagi svipaðri hafa sýnt Is- landi frábæran sóma: með því hversu þau völdu fulltrúa sína til okkar og með þvi hversu för þeirra var búin. Islenska þjóðin mun aldrei gleyma þeim sóma og þeirri vináttu, sen' bæði þjóðir og einstklingar hafa sýnt henni á þessu hátíðarári. lslendingar ! Vlð fögnum göfgum og harla kær- komnum gestum. Við biðjum að okkur megi auðnast að halda með þeim gleðilega hátíð Alþingis, hátíð hins islenska ríkis — þúsund ára hátíð. Því næst var sunginn fyrri hluti “Kantötunnar” — ljómandi fallegt tónsmíð. Konungnr setur alþingi að Lögbergi. Að því loknu gekk konungur í ræðustólinn og mælti á þessa leið: Jeg lýsi því yfir, að Alþingi, sem hefir nú verið háð i þúsund ár, hefst nú að nýju á þessum stað. Mætti starf þess jafnan blessast og verða landi og lýð til farsældar. Þá hrópaði forsætisráðherra: “Lengi lifi Hans Hátign, Konungur Islands, Kristján hinn tíundi!” Mannfjöldinn laust upp níföldu húrrahrópi hamraveggir Almannagjár endurómuðu. Þá lýsti forseti sameinaðs þings. Asgeir Asgeirsson, þingfund settan, og kvaddi Þorleif Jónsson varaforseta til þess að stjórna fundi. Því næst gekk Asgeir í ræðustól- inn, og vár ræða hans þessi: (Frh. á 2. síSuJ Jarðskjálftar á Ítalíu fallið i Hræðilegir jarðskjálftar urðu í sj. viku á Italíu; hófust á miðvikudag og voru mestir þá, en varð vart öðru hvoru allan seinni hluta vikunnar. Jarðskjálftarnir voru mestir á beltinu milli Neapel og Salerno, og þvert yfir landið og hruridu ýms þorp og borgir á því svæði algerlega í rústir, t.d. hinn fornfrægi bær Bene- vento, Ariano og auk þess hafa ýmsar fleiri borgir, alls um 83, fallið að nokkru eða miklu leyti. Enn er eigi fullrannsakað hvað margir menn hafi látið lífið, en talið er að þeir muni vera yfir fjögur þúsund, og margar þúsundir meiðst og örkuml- ast, en um miljón manna húsvilt. Er þetta einn hinn mesti jarð- skjálfti, sem gengið hefir yfir Italíu. Rokið hefir og ótrygglega úr Vesú- víus • og óttast nágrannar hans eld- gos, og hafa tekið að flytja sig burt i dauðans ofboði. Hefir þetta enn aukið á hörmungar í þessum héruð- Frá Liverpool á Englandi barst sú fregn, að þar hefði orðið svo róstu- samt á milli lúterskra manna og ka- þólskra á sunnudaginn, að lögreglu- þjónar svo hundruðum skifti urðu að ganga í það að skakka leikinn. Voru allmargir teknir fastir og settir í svartholið og leiddir fyrir dómara á mánudaginn. Safnaðist þá svo margt fólk af báðum trúflokkum saman fyrir utan dómshöllina, að til vandræða horfði og lá við að menn berðist. Að minnsta kosti urðu miklar viðsjár með mönnum og yrt- ust menn á all fjandsamlega. En inni í dómsalnum logaði upp úr, með því að nokkrar “trúaðar” konur hófu upp raust sína og tóku að vitna um hina “einu sáluhjálplegu trú”. Tóku þá börn hinnar "heilögu kirkju” einnig að steyta sig og vissu menn eigi fyr en kerlingarnar vpru rokn- ar hver í hárið á annari, svo að lög- reglan átti fullt í fangi með að skilja þær. Miklu meiri höfðu þó áflogin orðið á sunnudaginn, sérstaklega í lúterska hverfinu við Niederfield Road. Hafði það frézt að kaþólskur erkibiskup, að nafni dr. Richard Doney, ætlaði að koma í heimsókn i borgina og af því hófst hrelling og vandlæti hinna rétttrúuðu. Ekki þarf að kvarta undan trúleys- inu í þessari .borg! Kosningabard^anum ef nú lokið, og hafa flokkarnir hroðið orustuvöll- inn og hlaðið valköstum fallinna ber- serkja, kannað liðsafla vígfærra manna og raðað þeim enn á ný fylkingu. Hafa umskiftin orðið stór- um meiri, en nokkutn óraði fyrir, og conservatívar hlotið meiri kosninga- sigur en átt hefir sér stað í samfleytt undanfarandi 19 ár. Alls hafa conservativar hlotið 137 þingsæti, eða 29 sæti í hreinan meiri- hluta. Til samanburðar má geta þess að liberal stjórnin hafði á síðasta þingi 1 sæti í meirihluta ,og fékk þó sum að láni, en conservatívar höfðu þá 90 þingsæti. Hafa þeir því unnið 47 þingsæti í þessum kosningum. Til fróðleiks setjum vér hér skrá yf- ir flokkaskiftinguna 1926, til saman- burðar við nýafstaðnar kosningar: Conservatívar hlutu við nýafstaðn- ar kosningar alls 137 sæti, 1926 90. liberalar, 1930, 86: 1926, 123. Sameinaðir bændur í Alberta, 1930, 10; 1926, 12. Liberal-prógressívar og prógressív- ar, 1930, 5; 1926, 17. Verkamenn, 1930, 3; 1926, 3. óháðir, 1930, 2; 1926, ekkert. óvíst er enn um 3 sæti. I fylkjunum hafa kosningar sem hér segir: * * I Manitoba voru kosnir 11 conserva- tivar, 4 liberalar, 1 framsóknarmað- ur og 2 verkamenn. Saskatchewan: 7 conservatívar, 11 liberalar, 2 framsóknarmenn, 1 óviss. Alberta: 4 conservativar, 3 liberal- ar, 9 sameinaðir bændur. Ontario, 60 conservatívar, 21 liber- al, 1 prógressív. Quebec: 25 conservatívar, 39 liber- alar, 1 óháður. British Columbía: 6 conservatívar, 4 liberalar, 1 Öháður, 1 verkamaður, 2 óvissir. New Brunswick: 10 conservatívar, 1 liberal. Nova Scotia: 10 conservativar, 4 liberalar. 1 Prince Edward Island: 3 conserva- tivar, 1 liberal. Yukon, 1 conservatív. • • - Ýmsa mun furða á því hvað þess- um miklu umskiftum veldur. En i þegar nákvæmlega er að gætt, eru , þau ekkert undraverð. Og það er ií raun og veru meiri furða, að þau komu ekki í ljós i kosningunum 1926 alveg eins og nú. Kingstjómin var þá búin að sitja við völd í 4 ár, og I var búin að sýna að hún gat litlu sem engu nýtilegu til leiðar komið, enda mátti heita, að hún aðeins hjengi við völd á “lánuðum fjöðrum” , sem aldrei hefði átt að vera. Kjós- endur áttuðu sig nú loksins á því, hvað fráleitt það var, að menn, sem á mótl Kingstjórninni sóttu í kosn- ingum, væru gerðir að ráðherrum og senatórum hennar eftir að á þing kom. Það var ofætlun hverjum frjálsbomum þegn, að þola að svo væri á kosningarétt sínum traðkað. Það voru lengi nokkrir svo skamm- sýnir, að halda, að King væri að rétta alþýðuflokknum hendina til samvinnu með þessu. En sem bet- ur fer, er nú sú hugsanagrýla sigr- uð og það nú orðið ljóst, að refimir ivoru til þess eins skornir, að halda I Kingstjórninni við völd, þó í beru 1 trássi væri við vilja almennings. } I annan stað hefir Kingstjórnin ! með framkomu sinni í atvinnuleysis- málinu óefað unnið sér til óhelgis i hugum kjósenda. Þar kom köttur- inn svo greinilega út úr pokanum, að úti var um álla von fyrir King, að vera kallaður drottinn umkomu- lausra og bágstaddra. I þriðja lagi var stefna sú, er King stjórnin fylgdi í öllum sinum at- höfnum landinu beinlinis til hnekk- is, eins og t. d. í viðskiftum sínum við önnur lönd, eyðileggingu heima- iðnaðar, til niðurdreps atvinnu i landinu og heimamarkaðar til stór- tjóns fyrir sölu á afurðum bóndans. I fám orðum, stefna, Kings var að gera eitt auðugasta landið undir sól- inni frá náttúrunnar hálfu, að ein- jum ólífvænlegasta skekli jarðarinn- ar, sem menn vom farnir að flýja j úr, er áður höfðu þangað flúið i von um að njóta gæða þess og frelsis fyrir sig og afkomendur sína. Allt var þetta af reynslunrii svo ljóst fyr- ir kjósendum, að það hefði verið ó- hugsandi, að atkvæðagreiðslan í þessum kosningum bæri þess erigan vott. Helztu slysfarir þingmannsefna Kingstjórnarinnar, mega eflaust teljast, fall Crears í Brandon og Dunnings í Regina, hér vestra, og sumra ráðherra hans eystra. Sjálfur náði King kosningu i sinu þingsæti 1 Prince Albert, en lengi var hann með hitann í haldinu um að hann mundi tapa, því hann var annað veifið talsvert á eftir gagnsækjanda sínum. Það bezta við sigur conservatíva er, að hann er yfirleitt mjög jafn i öllu landinu. Að ná 25 þingsætum i (^yebec, þar sem þeir áður höfðu 4 og 11 í Manitoba, þar sem þeir áð- ur höfðu ekkert, 7 í Saskatchewan, en áður ekkert, sýnir að traustið á Kingstjóminni var alstaðar á þrotum. A Prince Edward eyju hafði King áður 3 þingsæti, en conservatívar eitt. Nú hafa conservatívar þar 3, en KinggHfitt. Þannig er í öllum fylkjum •fKliösins jafn og stöðugur sigur conservatíva, nema í British Columbia; þar töpuðu þeir nokkrúm sætum,\ ?r þeir áður höfðu. Margir ágætismenn í liði Kings féllu. En það geta þeir menn hugg- að sig við, að á því eiga þeir ekki sök sjálfir, heldur stefna og athafnir flokksforingja þeirra. Kosningarnar snerust ekki um annað en mismun- inn á stefnu flokkanna. Það var tæplega Uunnst á sjálfa mennina, er sóttu. Frekari fréttir verða að bíða næsta blaðs. HVAÐANÆFA Lady Conan Doyle, ekkja Sir Arthur Conan Doyle, hefir skýrt stórblaðinu Daily Herald frá því, að hún hafi nú með áreiðanlegri vissu fengið skeyti frá manni sínum dauð- um, og að mynd hafi náðst af hon- um á plötu með enska prestinum og sálarrannsóknamanninum séra Char- les L. Tweedale. Hafði Tweedale haft alla varúð við og framkallað myndina sjálfur, en hún hafði verið tekin af andaljósmyndara. Ennfrem- ur segir Lady Conan Doyle, að Pétur nokkur Powell frá Chester, hafi feng ið gegnum stjórnanda sinn boð frá Sir Conan Doyle, um að hann hafi skilið konu sinni eftir innsiglað um- slag, sem hún hafi átt að opna að sér látnum. Segir hún þetta rétt vera, en nú eigi hann aðeins eftir að segja sér hvað í bréfinu standi. Þetta hefir þeim tekist illa sumum, en þó kvað loddaranum Houdini hafa tek- ist það i fyrra, eftir þvi sem blöðin herma, og hafði hann þó ekki verið strangtrúaður á annað líf. Nú er eftir að vita, hvemig Sir Conan Doyle tekst. Segir kona hans, að fjölskyldan hafi þegar hlotið margvislega aðdáanlega reynslu, af ysamband við hann á öðrum tilveru- stigum. * * • Ein af síðustu aðferðum læknis- fræðinnar er að nota radio við ýmis- konar lækningar. Menn hafa fund- ið aðferð til þess, með stuttum radio sveiflum, að framleiða hita í líköm- um manna og dýra, og hiti, sem menn geta ráðið yfir, er hið síðasta vopn læknisvísindanna gegn ýmsum næmum sjúkdómum. Hefir þegar verið fundið upp áhald til að fram- leiða þessar stuttbylgjur. Menn hafa lengi vitað það, að hiti er ágætt meðal til að lina þjáningar og hefir hann verið notaður við lækningar sumra sjúkdóma, en al- veg nýlega hafa menn komist á snoðir um það, að hár likamshiti drepur sóttkveikjur ýmissa næmra sjúkdóma. Er álit visindamanna þvi að snúast í þá átt, að mikill sótthiti orsakist því í raun og veru ekki beint frá sjúkdóminum, heldur sé hann hluti af sjálfsvörn líkamans, gegn bakterium og slikum skaðleg- (Framh. á 8. siðu*

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.