Heimskringla - 30.07.1930, Síða 4

Heimskringla - 30.07.1930, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JtrLI, 1930. 'petntskríngla (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 8S3 og 865 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfno'l Rltstjóri. Utanáskrift til blaðsirs: Munager THE VIKING PP.dSS LTD., , 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ri'.stjórans: EDITOR HEIVSKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. "Heimskringla” is published by .'-nd printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Svrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 30. JDLI, 1930. Stofnun Alþingis á Þingvelli árið 930. Eftir Dr. M. B. Halldórsson. (Það var svo til ætlast, að höfundur þessa er- indis flytti það á Mountain, N. D., sem er í Þing- valla township, 27. júní s.l., en hann varð veikur daginn fyrir og treysti sér ekki í svo langa ferð þann dag; sendi svo erindið til þess að það yrði lesið upp á hátíðinni, en það kom of seint og varð því ekki af upplestrinum. Var það því sent til haka með beiðni um að Heimskringla prentaði það við fyrsta tækifæri. Þetta hefir dregist of mjög og biðjum vér höfundinn velvirðingar.) I allri sögu Islands mun árið 930 vera þ9ð merkasta. Þvi það ár var Alþingi stofnað við öxará, og með því stjórn alþjóðar mynduð. I þau 56 ár, sem þá voru liðin frá því að landið tók að byggjast, hafði engin stjórn átt sér stað á íslandi, nema hvað hver höfðingi út af fyrir sig stjómaði sínu héraði, hver að miklu leyti eftir sínum eigin geðþótta, en engin lög eða lög- regla var til, til að skakka leikinn milli höfð- ingjanna, ef þeim lenti saman. Það er því mesta furða, og hefir lengi verið mér mikið undrunar- efni, að ekki skyldi allt vera í uppnámi þessi 56 ár, höfðingjamir í eilífum ófriði sín á milli og allt í óreiðu; endalausir bardagar um beztu hér- uðin og mestu hlunnindin. Þegar það er athug- að hverskyns menn þessir höfðingjár voru áður en þeir komu til Islands; að þeir vom framar flestum öðrum mönnum allrar veraldarsögunn- ar, hraustir og harðvítugir; voru vanir bardög- um og blóðsúthellingum frá bamæsku; komu svo að segja úr víkingaferðunum, sem, þegar frægð- arljóminn er af þeim þveginn, voru beinlínis manndrápa- og ránsferðir; þá sýnist ófriður og óöld, hið eina eðlilega ástand, sem við hætti bú- ast í lagalausu og stjóralausu landi. En ekkert af þessu verður. Að langmestu leyti “una þeir glaðir við sitt”, eins og Jónas komst að orði; þó auðvitað séu héruðin ólík og jarðimar mjög misjafnar. Eg finn aðallega tvær ástæður til þessa frið- ar, og eru báðar trúarlegs eðlis. Heimilið, eða landið sem heimilið stóð á, var landnemanum beinlínis úthlutað af guðunum, eða í það minnsta álitu þeir það vera. I allri mannkynssögunni veit eg fá eða engin dæmi fegurri um áhrif þeirrar innri vitundar um ósýnilega .almáttuga og velviljaða stjórn á heim- inum og högum manna, sem á flestum vestræn- um málum kallast “religion”, en við köllum trú, af þvi við eigum ekki betra orð en það,*) — en það að þegar landnemarnir komu I landsýn, kost- uðu þeir útbyrðis þeim helgasta hlut, er þeir áttu, öndvegissúlunum, í því fulla trausti, að guðimir létu þær bera þar að landi, sem þeir ætluðu land- nemanum að eignast. Eða vitið þið nokkuð á- hrifameira dæmi um það, hvað þessi stjórn er nákvæm, hvað mikill sannleikur er í þessum orð- um meistaiians: “Jafnvel höfuðhár yðar eru talin”, heldur en það þegar öndvegissúlur Ing- ólfs Amarsonar reka gegn golfstraumnum, frá þvi einhversstaðar suðaustur af Homafirði og vestur fyrir Reykjanes, inn Faxaflóa og inn á litla Kollafjörð, og reka loksins einmitt þar sem höfuðstaður landsins mörgum öldum síðar átti að myndast? Getur verið að þið vitið það; eg *) Orðið trú nær aðeins yfir sannfæringuna um guðdóm, en vantar alveg það traust, se mlíka felst í orðinu "religion”, og sem landnemar Is- lands sýnd usvo aðdáanlega, með því að kasta í sjóinn öndvegissúlum sínum. En af því að með- vitundin stendur miklu dýpra en nokkur orð sýna, hefir traustið að miklu leyti haldist við allt fram á vora daga, þó litið virðist vera orðið eftir af því nú. — Höf. veit það ekki. Og mundi Ingólfur efast um það, að þetta væri bletturinn, sem honum væri ætl- aður? Víst ekki. Hann var þrjú ár að leita eftir öndvegissúlunum. Takið eftir: Þrjú ár heimilislaus með alla sina skipshöfn, að leita að þeim stað, sem guðimir höfðu ætlað honum Fór á þeim þrem árum gegnum beztu héruð landsins, og gat sezt að hvar sem hann vildi. En áfram hélt hann með allt sitt skyldulið þangað til loksins öndvegissúlurnar fundust, og settist svo að á hrauninu við Kollafjörð, byggði bæ sinn og kallaði Reykjavík. Og ekki var Ingólfur einn um þessa sterku sannfæringu. Hún var algeng meðal landnáms- mannanna . Loðmundur gamli, sem Loðmundar- fjörður — þar sem eg er fæddur og ólst upp — er við kenndur — nam þann fjörð og bjó þrú ár í Stakkahlíð, en frétti þá að öndvegissúlur- hans voru reknar á Suðurlandi. Honum datt ekki í hug að óhlýðnast þeirri vísbendingu guðanna, heldur reif sig upp aftur á næsta vori og flutti sig þangað, sem súlumar voru upp reknar, nam þar land og bjó á Sólheimum. Svona sögur gæti eg lengi haldið áfram að segja ykkur, því dæmin eru fjölda mörg. En þetta nægir til að sýna, hve föstum tökum þessi trú, þetta traust hafði náð á landnemun- um, forfeðrum okkar. Enginn stafur er til fyr- ir því, hver hafi blásið þeim þessu í brjóst, hvar þeir hafi fengið þessa hugmynd. En það sér hver maður, hve afar heillavænleg hún var þar sem eins stóð á og í landnámstíð Islands, þar sem, eins og eg áður gat um, ekkert veraldlegt vald var fyrir til þess að halda mönnum í skefj- um, eða til þess að skakka leikinn, ef í illt færi. Ekkert nema fjalíkonan ein með kópa sína og krýur, æður sínar og endur. En hún sýnist hafa verið hlutlaus í þessum málum. Aður en eg skilst við þetta mál, verð eg að geta þess, sem eg held eg fari rétt með, að það kom aldrei fyrir, að öndvegissúlur aðkomandi landnámsmanns rækju 1 annars manns landar- eign. Var það í fyrstunni eðlilegt, en því merki- legra þess meira sem strendur landsins byggð- ust. Annað trúaratriði, sem einnig varð til hinn- ar mestu blessunar á fyrstu ámm Islands, var trúin á gæfuna. Gæfan — heillin, var vera, sem fylgdi ættum og einstökum mönnum, olli þeim allskonar vel- gengni, en varði þá fyrir óhöppum. Hún var ósýnileg, en birtist stundum í draumi, og var þá ætíð í konulíki. Hve afar róttæk þessi hugmynd hefir verið, sést bezt á því, að ennþá, eftir 900 ár af kristni, sem auðvitað kastaði ölju' slíku sem bábilju, er “heillin mín” ennþá algengt gælu- nafn meðal Islendinga. En gæfan var ekki eins og gamaldags konur, sem börðust með mönnum sínum gegnum þykkt og þunnt, hvað vondir sem þeir vom við þær. Hún var líkari nútíðar konu, sem hleypur burtu og heimtar skilnað hvenær sem nokkuð á bjátar. Hver maður mátti eiga von á því, að gæfan yf- irgæfi hann hvenær sem hann ynni óhappa eða níðingsverk. Og hún gaf þeim ekkert tækifæri til að afsaka sig. Hún fór og kom ekki aftur, og þá steðjuðu óhöppin að úr öllum áttum, ekki einu sinni yfir manninn sjálfan, heldur einnig yfir afkomendur hans. Auðvitað er þessa trú byggð á hinni ævagömlu reynslu mannkynsins, að mylnur guðanna, þó þær mali seint, mala þó ofur smátt. Hver sá ' er ekkert hugsar um nema sjálfan sig, og að hafa sitt fram með illu eða góðu, kastar burtu gæfu sinni og barna sinna, endar æfina sem lán- leysingi hver sem hann er og hvar sem hann er. En hinn ,sem almenningsheillina ber fyrir brjósti, og eyðir æfi sinni í sannsýni og réttvísi, byggir upp gæfu sína og afkomenda sinna í ótal liðu. Að tapa ekki'úr augsýn þessari reynslu mann- kynsins, er hin mesta nauðsyn, jafnt þjóðum og kynflokkum ,sem einstaklingum; þeim er þá öll- um jafnt ógæfan vís. En framar öllu öðru er þessi ábyrgð einstaklingsins afar áríðandi, þar sem eins stendur á og á Islandi milli 874 og 930. En þótt furðanlega vel gengi þessi 56 stjórn- leysisár lslands, fundu menn að svo búið mátti ekki lengur standa. Fyr eða síðar mundi allt fara á ringulreið, ef ekki kæmist á föst stjórn og lög fyrir alt landið. Hin æfagömlu ger- mönsku þing vom þá enn háð í Noregi, þrátt fyr- ir einveldið, til dóma og lagabreytinga, og voru Islendingar þeim kunnugir, höfðu enda sett þing á stofn í mörgum héruðum — sérstaklega því er Gulaþing var nefnt, og háð var á vesturströnd Noregs, en þaðan voru flestir komnir. Var nú maður fenginn til, er trlfljótur hét, að fara til Noregs til að nema Gulaþingslög og breyta þeim svo sem þurfti’við hæfi Islands. Stóð svo á, að frændi Crlfljóts var lögsögumaður við þetta þing um þetta leyti, svo hægurinn var hjá fyrir hann að læra lögin. En á meðan hann var utan, .var fóstbróðir hans, er Grimur geit- skór hét, fenginn til þess að ferðast um Island fram og aftur til að velja þingstað, svo hann væri til reiðu ,þegar trlfljótur kæmi aftur. Valdi han neins og kunnugt er flötinn norðan við Þingvallavatn, milli Almannagjár að vestan og Hrafnagjár að austan. Þótti valið hið ákjós- anlegasta. Enda kom Alþingi þar saman á ári hverju í 870 ár. tJlfljótur var þrjá vetur í Noregi og nam Gulaþingslög af frænda sinum. Kom hann svo út vorið 930, og það ár var fyrsta Alþingi háð á Þingvöllum. Voru trlfljótslög þar samþykkt, með þeim breytingum Gulaþingslaga, sem við þóttu eiga eftir þörfum Islands. Og þá loksins fékk landið fasta stjóm og almenn lög. Var maður til valinn að læra lögin af trlfljóti og ger- ast lögsögumaður eftir hann. Var hann kosinn til þriggja ára og ætlast svo til, að hann skyldi hafa yfir þriðjung laganna ár hvert. Mátti kjósa hann oftar en einu sinni og var það oft gert. Hann var hinn eini launaði embættismaður lands- ins, þvi ekkert almennt framkvæmdarvald var stofnað. Goðamir héldu áfram að vera fram- kvæmdarvald hver í sínu héraði, og þar við sat. Islendingar, landnámsmennirnir höfðu beinlínis farið til Islands til þess að komast undan ein- veldi Noregskonunga, og þeim var það sízt af öllu í hug, að hafa nokkurn einn mann yfir sér. Hins vegar er það augljóst, hvaða feiknavald lögsögumaðurinn hafði, og hve afar áríðandi það var að hann væri réttsýnn og sannorður. Allt var undir honum komið, því engu var eftir að fara nema minni hans. Hvernig haldið þið að það færi, ef eins væri ástatt nú á dögum? Eng- in lög niðurskrifuð, allur réttur undir kominn minni, réttsýni og sannleiksást eins manns? Mundi það ékki vera vandi að velja lögsögu- manninn ? trlfljótslög voru aldrei skrásett, svo við vit- um sama sem ekkert um hvernig þau voru. Þó getur Ari fróði um það ,að fyrsta atriði þeirra hafi verið ,að ekki mætti sigla að landinu með gapandi drekahöfðum á skipum, heldur yrði að taka þau höfuð niður, ef þau voru á Islandsför- um, áður en skipið kæmi í landsýn, svo að þau styggðu ekki landvætti, sem álitið var að byggju í fjöllum, hálsum og steinum. Sýnir þetta hvað hin forna trú var enn áhrifamikil hjá íslending- um ,þó hún 70 ámm síðar væri orðin svo kraft- laus, að kristnin var árið 1000 viðtekin með minni mótspyrnu en nokkursstaðar annarsstað- ar á Norðurlöndum. Það sýnist vera að íslendingar á tíundu öld- inhi, hafi með vaxandi menningu og auknu víð- sýni, einmitt verið að stíga það afarstóra and- lega spor, sem Gyðingar höfðu stígið þúsundum ára áður, frá skurðgoðatrú til trúar á ósýnileg- an guðdóm. Og þeir gerðu þetta beinlínis með fastri röksemdaleiðslu. Menn eins og Þorkell Máni, sonarsonur trúmannsins Ingólfs land- námsmanns, og Þorsteinn sonur Ingimundar gamla, komu auga á það, að sá er sólina hafði skapað, hlyti afar voldugur að vera, og trúðu því og hétu á hann. Höfðu þeir án efa áhrif á aðra. Er gaman að bera þessa menn saman við suma vitringa vorra tíma, sem búnir eru að læra úr sér þá litlu vitglóru, sem þeim var af guði gefin, og setjast á rökstóla til að sanna það, að allir hlutir, andlegir og líkamlegir, séu til orðnir af tilviljun einni,, eða kannske fyrir einhvern ó- skiljanlegan, óvitandi mátt, sem enginn veit, hvaðan kominn er. Þeir gleyma þvi, að hend- ingin og blindur máttur, eru hvort fyrir sig miklu heimskara en þeir sjálfir, og er þá sann- arlega mikið sagt. Þrátt fyrir það að alþjóðar framkvæmdar- vald vantaði algerlega, enginn var landstjóri eða forseti, entist það stjórnarfyrirkomulag er sett var á stofn 930, þangað til árið 1262—64 — rúm 330 ár, eða nokkuð meira en helmingi leng- ur en Bandaríkjastjórnin hefir nú staðið. Allt gekk vel meðan jafnvægi hélst minni höfðingj- anna, svo enginn komst mjög mikið fram úr öðr- um, og meðan þeir allir létu sig það varða ,að lögunum væri hlýtt. En goðorðin mátti selja, þó þau væru ættgeng tign, og varð það til þess, að þegar fram leið á tólftu öldina, en þó sér i lagi þá þrettándu, tókst r'"kkrum mönnum að ná undir sig svo mörg:’"i goðorðum, að þeir urðu ofjarlar hinna, er minna máttu .sín. Vantaði þá almennt framkvæmdarvald til að skakka leik- inn, og varð það til þess, að fleiri og fleiri mál- um var skotið undir úrskurð útlendra höfðingja, fyrst erkibiskupsins í Niðarósi, og síðan Noregs- konunga. Þetta var það sem Nbregskonungar höfðu í fleiri aldir beðið eftir. Rem þeir nú öll- um árum að því, að ná vinfengi þessara íslenzku stórhöfðingja, og senda þá svo til Islands til þess að koma landinu undir sig. Og þetta tókst loks- ins Hákoni konungi Hákonarsyni, með brögð- um og blóðsúthellingum á árunum 1260—64. Þar með vax hinu fræga íslenzka lýðveldi lokið. En ekki minna en fimtán kynslóðir máttu líða kúg- un og allskyns böl og harðrétti fyrir syndir til- tölulega fárra ára. Auðvitað hefði öllum þeim ósköpum mátt af- stýra, hefðu menn staðið nógu eindregið með því ,að heimta að lögunum væri hlýtt. En það fór hér, eins og oftar, að menn sáu ekki tíma hættuna, sem að steðjaði. En eftir að spillt var friðnum, var miklu erfiðara og jafnvel ómögu- legt að koma aftur á friði og jafnvægi, því þá var ránum og manndrápum að mæta, hvenær sem nokkur andæfði stórlöxunum. Hin forna trú á gæfuna var fyrir löngu komin í ruslakistuna, en í stað hennar komnar skriftir og aflausnir sem hver gat fengið sem vildi hjá klerkum og biskupum. Er hörmulegt til þess að vita, að skriftimar, sem Þorlákur helgi innleiddi á Islandi í beztu meiningu, til að bæta siðferði manna ,skyldu einmitt verða til þess að spilla því. Því þegar menn fundu að með því að skriftast, gátu þeir fengið fyrirgefningu á afbrotum sín- um, fór þeim smátt og smátt að finnast minna um það, að fremja ó- dáðaverk, er þeim áður hafði hryllt við. Ábyrgðin fyrir guðs og manna lögum smá hvarf ,og með henni hvarf líka hið dýrmæta frelsi Islands, og fékkst það ekki aftur fyr en eftir 5 alda kúgun og kvalir. Væri óskandi að Islendingar á tuttugustu öldinni bæru gæfu til að fara betur með frelsi sitt en forfeður þéirra gerðu á þeirri þrettándu. En afskiftaleysi í landsmálum i frjálsu landi, er ætið afar hættulegt. Það er alveg eins hættulegt hér í Ameríku i dag, eins og það var á Is- landi á þrettándu öld. Spakmæli Roosevelts, “eternal vigilance is the price of liberty”, er ætíð jafn satt. Er mér hugljúft að minnast á þetta hér, því mér er sagt, að af öllu þessu ríki standi þessi byggð fremst i notk- un atkvæðisréttarins. Er það henni stór og mikill heiður, sem hún aldrei má tapa. Og nú víl eg Ijúka máli mínu með því ,að eg legg á og mæli um, að þessi byggð verði um aldur og æfi fyrirmynd allra bæja og byggða, hvar i heimi sem er, að hver hennar sonur og dóttir verði henni til heið- urs og prýði, að hún verði ætíð að- njótandi, þeirrar blessunar, sem ávalt fylgir löghlýðninni og skyldurækn- inni; að Þingvelli forna verði ætíð upphefð að litlu byggðinni, sem eft- ir honum er nefnd í hinni miklu Ame- ríku. Og síðast en ekki sízt, að Þing- vallabyggð komist aldrei úr þessum álögum, svo lengi sem sól skin, gras grær og menn mannast. FRÁ ALÞINGISHÁTÍÐINNI (Frh. frá 3. síðu). Þeir hafa hlotið að fara snemma á fætur á Þingvöllum í gamla daga. Þá hefir fólkið horft á myndimar i Almannagjá eins og nú er farið í bíó. Almannagjá er undrastaður. — Þar hefir forsjónin keppst við mannshönd ina í gjallarhornasmíði og lifandi myndagerð. En hvað þá um lygnur hinnar helgu öxarár, svo hreinar og tærar, að lesa má í vatninu hvert litbrigði i klett- unum. öxará segir eftir ef eitthvað er kvikt uppi í klettaskorunum. • Þegar morgunsólin hafði ljómað yfir landið í 2—3 tíma, og hitamóð- an byrjaði að gera vart við sig, þá drógu menn sig í tjöld ög feld yfir höfuð sér, og hugsuðu um þessa undraverðu nótt, þegar góðviðrið á Þingvöllum gerði eitt heimili úr öllu Islandi og það meira að segja með glaðværð og góðum heimilisbrag. Klukkan að ganga 7 um morguninn gengu menn til hvílu. 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur • verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Kveðjur erlendra gesta. Klukkan 10 i gærmorgun fluttu þessir gestir Islendingum kveðju sína að Lögbergi: Sejersted Bödtker bankastjóri Norðmaður. Hauff, frá norska bóksalafélaginu. Hjelm Hansen, lögmaður í Frosta- og Gulaþingslögum. Séra Myrwang frá fylkinu Wis- consin í Bandaríkjunum. Thor Thors (las upp heillaskeyti frá norrænum stúdentum). Séra Rossland frá ChicagQ. Joannes Patursson kóngsbóndi. Van Blankenstein, frá Niðurlönd- um. Berdal frá norska samlaginu. Dr. Alfred Dieffenbach, frá Mary- landi í Bandaríkjunum. Miss Kitty Cheatham. Frú Rennwich McAffee, New York- Oktovianus Helgason fyrir K.F.U. M. i Danmörku. Bjarna Rekdal, frá norskum ung- mennafélögum. Prófessor Clyde Fisher, New York- Mr. Ingjaldson frá Manitobafylki. Sumir þessara ræðumanna færðir Islendingum veglegar gjafir. Þinglausnir. Þá er hinir erlendu gestir höfði/ flutt kveðjur sínar, fóru fram þing- lausnir. Kom neðri deild fyrst sam- an og sleit Benedikt Sveinsson þing- fundi, og mælti um leið nokkur orð til þingheims. Asgeir Asgeirsson sagði samein- uðu þingi slitið með stuttri ræðu, og" síðan kvaddi forsætisráðherra sér hljóðs og las upp konungsbréf um að 1000. Alþingi Islendinga væri slitið. Leikfimissýningarnar i gær. Kl. 3 í gær fóru fram tvær leik- fimissýningar á Þingvöllum. Fyrst hópsýningin. I henni tóku þátt rúm- Þér fáið virði peninga yðar ef þér kaupið Buckingham vindlinga. Buckingham vind- lingar eru kaldir og beztu vindlingarnir, er hægt er að fá; ávalt með sínu upprunalega töfrandi bragði. Mjúkir og ilmgóðir, svo allir dást að. Hver vindlingur vekur nýja ánægjutilfinningu hjá hverjum sem reykir. Buckingham eru rétt búnir til og geymdir eins og þarf með frá framleiðslustaðnum tii neytandans, í sérstakfega góðum umbúðum. Buckingham vindlingar eru óbrigðulir að efni. Tóbakið, sem þeir eru búnir til úr, er svo gott, að ofdýrt er til þess að vér getum látið nokkra miða eða premíur í pakkana. Þess vegna segjum vér — engir miðar — alit efni.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.