Heimskringla - 30.07.1930, Blaðsíða 5

Heimskringla - 30.07.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 30. JtJLI, 1930. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA lega 90 manns. Stjórnaði Jón Þor- steinsson þeirri sýningu. A eftir sýndu Akureyrarstúlkurn- ar, undir stjórn Hermanns Stefáns- sonar. Hópsýningin fór mjög vel fram, að því er snerti standæfingar, en á stökkunum urðu talsverðar misfell- ur, enda ekki að undra um svo stór- an flokk sem þenna. Aldrei hafa ver- ið jafnmargir þátttakendur í nokk- urri leikfimissýningu á Islandi sem þessari. Sýning Akureyrargtúlknanna tókst ágætlega. Var leikni þeirra meiri nú en við sýningarnar í Reykjavík. Hinar fallegu söngraddir þeírra runnu eðlilega saman við yndisleik hreifinganna. A þessi flokkur hinar beztu þakkir skilið fyrir komu sína suður. Hátiðarslit. Klukkan 8 í gærkvöldi átti að slíta Alþingishátíðinni að Lögbergi. Var þá verður hhálf leiðinlegt, talsvert mikil rigning. Samt flykktist fólk- ið upp í Almannagjá, og skipaði sér þar fyrír framan þingpallinn. Þá var Einar skáld Benediktsson heiðraður með ræðu, er Kristján Al- bertsson flutti. • Því næst steig Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra í ræðustólinn, til þess að segja hátíðinni slitið. Gat hann þess í upphafi, að söngflokkur mundi að lokum ræðu sinnar syngja þjóðsönginn. Bað hann menn að klappa ekki né láta nein fagnaðar- læti í ljós, heldur hverfa stilltir og alvarlegir frá þessari merku sam- komu, eins og sæmdi alvörugefinni þjóð á hátíðarstund. Síðan mælti hann á þessa leið: Við komum saman til þess að segja slitið þeSSari 1000 ára hátið Alþingis. | Sennilega hefir enginn okkar gert sér það í hugarlund fyrirfram hversu stórfelld hún myndi verða — á okk-! ar mælikvarða. Hér hafa komið fleiri, hér hefir verið meira um að vera en nokkur gerði sér fyllilega grein fyrir fyrirfram. Og nú komum við saman hress í huga. Þúsund ára hátíðin hefir farið | fram Islandi til sóma, og okkur öll- j um til ánægju. * * * Mikil vinna hefir verið leyst af hendi við þessi hátíðahöld, og þeir j eru margir, sem að hafa unnið. Island átti mikið undir því, hversu þessi vinna væri af hendi leyst, því j að sómi Islands lá við að þessi há-1 tíð færi vel fram. ir framan þingpallinn. Hljómaði það mikið betur þar en á söngpallinum. Hinn mikli manngrúi hlýddi á söng- inn með fjálgleik, og það var eins og náttúran sjálf vildi gera þessa stund sem hátíðlegasta, því í sama bili hætti að rigna og gerði hið yndisleg- asta veður. Með því lauk þessari merkilegu þjóðhátíð. * * * Erlend ríkl færa íslandi gjafir. Gjafir Dana. Rvík 26. júní. Skömmu fyrir hádegi í gær kom Stauning forsætisráðherra upp í stjórnarráð ásamt Fontenay sendi- herra . Hafði hann meðferðis bréf, þar sem frá því er skýrt ,að danska stjórnin afhendi þjóðminjasafni Is- lands að gjöf um 170 íslenzka gripi, sem nú eru í • þjóðiminjasafni Dana. Eru þetta gripir sem Matthías Þórð- arson hefir farið fram á að hingað fengjust. Ennfremur að ríkisþing Dana hafi veitt fé til þess, að gerð yrði vönduð myndaútgáfa af Flateyj- arbók í svo mörgum eintökum að ís- lenzka stjórnin geti úthlutað mynda- útgáfu þessari til allra þingmanna, háskólarektors og nokkurra manna, svo og íslenzkum bókasöfnum. Afhenti Stauning útgáfu þessa. Forsætisráðherra þakkaði gjafirn- ar með nokkrum vel völdum orðum. Sýning verður gerð á» forngripun- um næstu daga. Hinni ljósmynduðu útgáfu Flat- eyjarbókar var úthlutað meðal allra þingmanna í gær. Gjafir Svía. Forseti 2. málstofu sænska þings- ins, Bernh. Eriksson, afhenti í gær gjafir þær, er hinir sænsku fulltrúar höfðu meðferðis til Alþingis. Bóka- gjafirnar eru alls um 800 bindi; 300 bindi af úrvalsritum sænskra bók- mennta, og 500 bindi, sem er safn af sænskum ritum, er á einhvern hátt snerta Island. Auk þess fullkomin skrá, samin með vísindalegri ná- kvæmni, yfir allt, sem komið hefir út um Island á sænska tungu og eftir Svía. Myndaútgáfu af Uppsalahandriti Snorra Eddu afhenti hann og, en for- seti sameinaðs þings, Ásgeir Ásgeirs- son, þakkaði hinar merkilegu gjafir. Hið stórmerkilega skrautker, sem hið nýstofnaða sænska Islandsviná- félag í Svíþjóð gaf hingað, var og afhent í gær. Hafði því verið valinn staður á þrepinu framan við Kringlu í Alþingishúsinu. Þeir hinir mörgu, mjög mörgu, er hafa leyst af hendi ágætt starf við þessa hátíð, hafa unnið landi sínu þarft verk . Þeir verðskulduðu allir þakklæti alþjóðar. Aðal forstöðumanninum, Magnúsi Kjaran, og hátíðanefndinni færi eg sérstakar þakkir í þjóðarinnar nafni. Svo sem lög stóðu til til forna hafa öll sverð verið í slíðrum í þinghelg- inni, Er það vel, að ekki berist ein- göngu hersögur af Islandi. Mætti það jafnan vera svo, að jafnvel hinni hörðustu orrahhríð létti þegar, þá er heiður og sómi þjóðar liggur við. Þá hefir alþjóð, heimamennirnir, hvaðanæfa af landinu sett sinn mikla svip á hátíðina. Megum við vel við una hvað séð hafa hin glöggu augu gestanna í framkomu íslenzkrar al- þýðu. Er sem fest hafi verið í hvers manns hjarta, að honum bæri að minnast sæmilega hinna sameigin- legu forfeðra, sem fyrir þúsund ár- um settu hér lög og rétt. — Og því er það ekki tilviljun ein, að okkur hefir enn verið forðað við öllum slys- um. Svo horfir við mér þessi hátíð. Fyrir þúsund árum fluttu út hing- að margir af hinu göfga og góða kyni Hrafnistumanna. Þeir áttu þá ættarfylgju, að þeir höfðu jafnan byr þangað sem leið þeirra lá.. Vér höfum notið giftu Hrafnistu- manna um þessi hátíðahöld. Um margt urðum við að tefla í tví- sýnu, um margt urðum við að leggja á tæpasta vaðið . Gifta Hrafnistumanna hefir fylgt okkur á hátiðinni. Byr — blásandi byr, fengum við jafnan, er mest á reið. Eg hygg, að þetta eigi við á enn víðtækara sviði fyrir Island, en um þúsund ára hátíðina. Eg hygg, að gifta Hrafnistumanna sé að verða mikil' meðal hinna mörgu afkomenda þeirra, sem nú, þúsund árum síðar byggja þetta land. Eg hygg, að ættarfylgja Hrafnistu manna sé að verða svo mögnuð með- al íselendinga, að íslenzka þjóðin í heild sigli til hamingju og bjartari framtíðar við byr — blásandi byr. Eg hygg, að erlendum þjóðum sé þetta ljósara en áður eftir þessa há- tíð — og við Islendingar munum og finna til meiri máttar í sjálfum okk- ur, er við nú hefjum nýja þúsund ára sögu Islands. Eg segi þessari þúsund ára hátíð Alþingis og íslenzka ríkisins slitið. Þá söng karlakór úr ýmsum fé- lögum “ö, guð vors lands”, rétt fyr- Gjöf Tjekka. Skrautker eitt mikið afhentu og fulltrúar Tjekkóslóvaka forseta Al- þingis i gær. Er það hið mesta lista- verk. Gjöf Færeyinga. Málverkið af “Islandstóftum” er og komið hingað, en var eigi afhent er Morgunblaðið vissi siðast. Norðmenn hafa gefið fjölda marga gamla 5s- j lenzka muni, sem geymdir voru á ! Bygdö-safninu. Auk þess afhentu þeir að gjöf 100,000 kr. (Þess er áður getið i Heimskringlu.) Gjafir ÞjótVverja. Sendimenn Þjóðverja hafa afhent j sem gjöf frá Þýzka ríkinu fullkomin I áhöld til vísindalegrar tilraunastofu, i sem á að rannsaka alla alidýrasjúk- dóma. Ennfremur hefir Islandi borist frá Þýzkum vísindamönnum bókagjöf, þar sem eru flestar eða allar bækur, sem gefnar hafa verið út í Þýzka- landi um Island. Rvík 6. júlí. Alþingishátíðinni lauk þannig, að allir voru á eitt sáttir með það, að heildarsvipur hennar hafi verið hinn ákjósanlegasti. Allir eru vitanlega sammála um, að ekkert hefði getað bjargað hátíðinni — og þjóðinni frá leiðindum og jafnvel vanvirðu, ef veður hefði verið slæmt á Þingvöll- um hátíðisdagana. En nú var veðrið svo gott, að góðviðrið og náttúrufeg- urðin breiddi yfir þær smávægilegu ] misfellur og mistök, sem fyrir komu. “Drottinn dró okkur að landi,” varð einum manni að orði, þegar talað var um hve veðrið var gott á Þingvöll- um. Margir höfðu spáð því, að við hefð um með þessu hátíðarhaldi reist | okkur hurðarás um öxl, að hátíðin yrði til þess að sýna erlendum mönn- um frekar en áður, íslenzka óstjórn og amlóðaskap. Og gagn það sem hátíðin gerði okkur, mundi fyrst og fremst verða á þá leíð, að við þekkt- um vanmátt okkar og vankanta bet- ur en áður. Alþingishátíðin var svo einstæð og stórfelld, að eigi varð hjá því kom- ist, að hin síðari spá yrði rétt, að þvi leyti að við þekktum sjálfa okkur betur eftir en áður. En svo giftu- HERDIS GUÐRON BENEDIKTSON Snemma í síðastliðnum júnímán- uði luku 4 ára námi við háskólann í Seattle, tvær systur, dætur Indriða Benediktssonar og konu hans Berg- þóru, sem reka rjómabú í bænum Toppenish, Wash. Báðar þessar Syst- ur luku þessu námi með heiðri, en önnur þeirra skaraði fram úr. Heit- ir hún á íslenzku Herdís Guðrún Indriðadóttir, en mynd hennar er birt hér að ofan. Var henni meðal ann- ars sýndur sá heiður, að vera tekin inn í hið alkunna félag, Phi Beta Kappa. til Lögbergs. Hvert sem litið var [ um vellina stefndu allir að sama marki, að hinum helgasta stað þjóð- arinnar. Allir gengu rólega, hljóð- ir, gripnir af hátíðablæ dagsins, er þjóðinni var stefnt saman að Lög- bergi til að minnast þúsund ára af- mælis Alþingis. 1 því augnablikí fann áreiðanlega enginn þarstaddur Islendingur til þess, að dægurþras og flokkarigur væri til í þessu landi. Það er mikils vert þegar 20—30 þús- undir landsmanna geta lifað slík augnablik. — Seinna á hátíðinni tryggðu menn þessa samkennd flokk- anna með glaðværum kvöldmótum í borginni. Og úr því að það kom fyr- ir, er óefað auðveldara en áður að endurtaka slíkt, endurvekja samhug allra flokka um þau þjóðnytjamál, er á dagskrá verða næstu árin. Þessar geta orðið afleiðingar Al- þingishátiðarinnar — og er þá vel farið. * * * Minnst hefir verið á það hér í blaðinu, að nauðsyn beri til þess að sjá svo um, að alþjóðar Þingvallamót verði haldið með vissu árabili. AUir, sem á Alþingishátíðinni voru, munu styðja það mál. Á Þingvallamótum á þjóðin að gleyma dægurþrasi og flokkadráttum. Þar á hún að bind- ast samtökum í framfara og þjóð- þrifamálum. * (Morgunblaðið.) samlega vildi til, að sú þekking varð. þegar allt kemur til alls, frekar til að auka en rýra sjálfstraust okkar. Mikilsmetinn Vestur-lslendingur tók það fram í ræðu á mánudaginn eftir hátíðina, og hann væri i engum vafa um, að eins og hátíðin 1874 hefði gert þjóðinni gagn, eins myndi þessi gera — og ekki síður. Foringi norska bændaflokksins lýsti ánægju sinni yfir hátíðinni i ræðu daginn eftir. Hann undirskrif- aði álit Vestur-Islendingsins: Hann sagði meðal annars: “Eg dáist að því, hve Islendingar hafa getað orð- ið samhentir um þessa hátíð sína, | hve fjölmenn hún gat orðið. Það sýnir ræktarsemi þjóðarinnar við i sögu sína og söguminjar. En meira dáðist hann að fram- komu mannfjöldan» á Þingvöllum. I öllum þeim manngrúa sást engin ó- Siðsemi, enginn maður, sem hafði ó- Iæti í frammi. Þar voru þrengsli og troðningur oft og einatt. En hvergi sást óánægja eða stympingar. Allir voru samtaka í að hlyðra til eftir mætti, og sýna í hvívetna fullkomna kurteisi. Og enn þótti honum merki- legt, hve lítt það kom að sök, að menn gengu frá farangri sínum i opn um tjöldum. Þannig kom þjóðin ‘ gestum fyrir sjónir. Slíkur vitnisburður er mik- ilsverður. Fjölmargir hinna erlendu gesta voru mjög hrifnir af því, hve undir- búningur hátíðarinnar hefði verið góður, og hve vel fyrir öllu séð, af því leyti sem til þeirra kom. Fram- kvæmdarstjóri hátíðanefndarinnar, Magnús Kjaran, á vitanlega mestan heiðurinn af því að svo var. En það er þjóðarinnar heiður, að héf var maður til þess starfa, sem reynd ist því margþætta vandaverki vax- inn, og að rétti maðurinn var feng- inn til framkvæmdanna. En góður árangur er vitanlega að miklu leyti því að þakka, að allir, er við hátíð- ina unnu í smáu og stóru, áttu það sameiginlega áhugamál, að allt færi sem bezt úr hendi. * * • Hressandi er það fyrir marga hér heima að hlýða á orð þeirra Vestur- Islendinga sem hér eru staddir, en farið hafa vestur fyrir 30—40 árum. Orð Gunnars B. Björnssonar ritstjóra eru rétt mynd af skoðunum þeirra á landi og þjóð, þar sem hann lýsti því í fám orðum, að óþarfi væri fyrir Is- lendinga að leita gullaldar sinnar aft- ur í söguöld, því að gullöld Islands væri einmitt nú að renna upp. • • • Frá tveim stórveldum höfum vér íslendingar í sambandi við hátíðina fengið viðurkenningu, sem seint skeflir yfir. — Með gjöf Bandaríkj- anna — mynd Leifs Eiríkssonar — hafa þeir sýnt heiminum að þeir viðurkenna, að héðan sé sprottin fyrsta vitneskjan um Vesturheim. En Marks lávarður, er hér var full- trúi Breta á hátíðinni, lét svo um mælt í ræðu ,að Alþingi Islendinga til forna væri sakir aldurs og ágætis, fyrirmynd enska parliamentSins. * * * Lögbergsgangan er einn af atburð- nm Alþingishátíðarinnar, er seint mun mönnum, sem þar voru, úr minni líða. Upphaflega var ætlast til að menn skipuðu sér þar í fylkingar undir sýslufánum. Manngrúinn kom ofan úr Almannagjá, austan öxarár- foss og dreifðist út um vellina. Sýni- legt var að um skipulega göngu gat ekki verið að ræða. Allur mannf jöld- inn lagði af stað samtímis í áttina Frá Islandi Rvik 5. júlí. Fundur Þingmannafélagsins er hald inn var hér í bænum næstu dagana eft ir Alþingishátíðina, vakti ekki þá eft- irtekt, sem ætla mætti. En ástæðan var sú, að hér var svo mikið um að vera í einu, Alþingishátiðin nýafstað- in og fólk að átta sig á þvi, sem þar gerðist, gestaös um allan bæinn. o. s. frv. Allmargir þingmenn frá Norðurlönd um sóttu fund þenna. — Gagnið af fundum þessum er fyrst og fremst það, að löggjafar þjóðanna fá per- sónuleg kynni hvorir af öðrum, frek- ar en hitt, að gagn sé af umræðum fundanna. En hér fór þetta ekki eins vel sem skyldi. Hinir erlendu þingmenn hurfu í gestaföldann, og þingmennirnir íslenzku höfðu margir hverjir lítil afskifti af þeim. En að þingmannafundur þessi var settur í sambandi við Alþingishátíðina, varð til þess, að þeir erlendu þingmenn, er fundinn sóttu, voru viðstaddir hátíð- ina, svo málsmetandi menn frá ná- grannalöndunum voru þar fleiri en annars hefði verið. • * * Sama var að nokkru leyti að segja j um hinn norræná stúdentafund, sem hér var haldinn og byrjaði fyrir há- tíðina, en var aðallega næstu daga á eftir. Sá fundur hvarf mörgum sýn í hátíðaglundroðanum, sem annars j hefði viljað sinna fundinum, og var | á honum meiri losarabragur en ann- ars hefir verið. Erindi snjöll og fróð- leg voru flutt á fundum stúdentanna. Má m. a. nefna erindi Berthel Ohlins prófessors, um samvinnu Norður- landaþjóða, þar sem hann færði rök að því ,að Norðurlandabúar mættu ekki lengur “fljóta sofandi að feigð- arósi”, yrðu að taka upp samvinnu, mynda einhvers konar bandalag, er tryggði þeim betri afkomu og meiri áhrif í heiminum, en þeir nú hafa. Fundurinn varð að ýmsu leyti lær- dómsríkur íslenzku stúdentunum Þeir kynntust þar af eigin reynd nokkrum þjóðareinkennum nágranna- þjóðanna, og að hverju leyti þeir voru sjálfir nágrönnunum frábrugðn ir. — . * * * Rvík 5. júlí. Hin almenna listsýning í sýningar- skálanum í Kirkjustræti, vakti fyrst almenna athygli eftir að Alþingishá- tiðin var úti. Sýningin var opnuð um þær mundir sem hátíðarundir- búningurinn var' sem mestur, og há- tíðardagana var hér hálfdauður bær. En þessa viku hefir verið fjöl- mennt á sýningunni, endá er hún sú mesta og merkilegasta íslenzka list- sýning er haldin hefir verið. Barnastúkur “Kendu hinum unga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar hann eld- ist mun hann ekki af honum vikja.” A síðari árum hefir það valdið tals- verðum umræðum í Winnipeg, hvort það væri tilvinnandi að mynda og viðhalda barnastúkum, innan vé- banda hinna eldri stúkna Goodtempl- arareglunnar. Hér vestan hafs er það aðallega dr. Sig. Júl. Jóhannesson, sem hefir haldið þeirri hugsjón á lofti síðan þau féllu frá, Skapti heitinn Brynj- ólfsson og Guðrún heitin Búason. En framkvæmdir í þvi efni hefir Kristj- ana Chiswell á Gimli haft á hendi ár- um saman. Hefir hún haldið saman barnastúku á Gimli, þrát fyrir marga örðugleika, sem hún hðfir átt við að striða, þar á meðal það, að engin stúka fullorðins fólks hefir verið á Gimli á síðustu árum. Á hverju ári hefir maður heyrt um verðlaun þau er veitt hafa verið meðlimum barna- stúku þeirrar, er Mrs. Chiswell hef- ir barist svo frækilega fyrir. Á sú systir reglunnar miklar þakkir skil- ið, fyir verk það, sem hún hefir unn- ið. Svo er að sjá, sem barnastúku- málið hafi dáið út um eitt skeið í Winnipeg. En síðastliðinn vetur, 1930, fóru stúkurnar Hekla og Skuld að ræða málið af alvöru. Voru nokkrir meðlimir stúknanna á móti því, að fara enn að vinna það verk, sem ómögulegt væri að vinna og eng- inn vildi sinna, eins og þeir komust að orði. Eftir allmikið þref, var skotið á opnum fundi, og talaði dr. Sig. Júl. Jóhannesson þar um málið, og fleiri. Hvatti doktorinn fé-’k til þess að mynda, eða öllu heldur að endurreisa barnastúku i Winnipeg. Leit svo út um tíma eins 15 til 20 börn myndu viljug að ganga í barnastúkuna. Svo fóru stúkumar að tala um, að nú ættu menn að hraða sér að mynda slíka stúku; því ef ekki yrði gengið að verki strax, myndi áhuginn dofna, sena dr. Jóhannesson og aðrir hefðu vakið á opna fundinum. Sömu menn- irnir gerðu litið úr þessari viðleitni á ný, að mynda barnastúku. Sögðu að slíkt væri þýðingarlaust o. s. frv. Töfðu þeir fyrir málinu og dró smátt og smátt úr áhuganum. Þó varð það úr, að G. P. Magnús- son, sem þá^var stórtemplar, mynd- aði eða endurreisti bamastúku, sem heitir Æskan, er nr. 4. Um fleiri stúkur er ekki að ræða af þes*sari tegund, svo eg viti um, í Manitoba, barnastúkur innan vébanda reglunn- ar. Á síðasta stórstúkuþingi var kos- inn sem gæzlumaður ungtemplara nýr og óreyndur maður á þessu sviði og tók hann við hinni nýju stúku með hjálp B. A. Bjarnasonar. Á fyrsta fundi voru aðeins 8 börn, og virtist það sorglega fátt, þegar tekið er tillit til barnafjölda þess, er að sjálfsögðu er í Winnipeg, og einn- ig, þegar tekið er tillit til þess, að milli 15 og 20 virtust reiðubuin að ganga i hina nýmynduðu stúku á fyrsta fundinum. Þessi nýkosni stórgæzlumaður ung- tempiara, fór nú að reyna með ýmsu móti að vekjá áhuga hjá meðlimun- um, með að fá inn nýja meðlimi. En það vill ekki ganga greitt. I lok fyrsta ársfjórðungsins voru meðlim- irnir orðnir 20. Og svo fór verkið að ganga betur; og þegar fundahöld- unum var hætt 31. maí, voru með- limirnir orðnir 30 að tölu. Höfðu 10 gengið inn á einum mánuði, nefnilega maí. Gæzlumen þeir, sem stúkurnar Hekla og Skuld höfðu valið, höfðu unnið allan tímann af alúð og þraut- seigju. Aldrei hafði orðið fundar- fall og öllu var haldið í horfinu sem bezt. Hafa þeir, sem að þessu unnu, von um að verkið muni blessast, ef vel er á haldið, og vilja ekki lengur heyra það nefnt, að þetta sé verk, sem “ó- mögulegt sé að vinna og enginn vill sinna.” Eg, sem þetta rita, og fleiri, álít- um, að myndun barnastúkna og við- hald þeirra, sé heilbrigt starf, og ein- mitt það, sem mest sé um vert, og að byrjgið sé rétt í þessu efni, þegar á að kenna fólkinu bindindissiði og hætti fyrir alla framtíð. Til er félagsskapur, sem reynir að ná I börn sem yngst þeir geta, til þess að móta þau í sínu móti. Það er rétt ályktað, að öllu öðru jöfnu, að því yngri sem einstaklingurinn er, þess móttækilegri er hann fyrir hvaða áhrif sem er, góð eða vond. Þess vegna er það, að þeir sem læra bindindishætti og siði á barnsaldri, eru ekki líklegir til að breyta hátt- um í því efni, þegar þeir vaxa upp eða eldast. Sumir hafa það á móti barnastúk- um, að börnin séu svo ung, að ógern- ingur sé að láta þau gefa, nokkur há- tíðleg loforð, sem þau skilji ekki hið minnsta í, og geti ekki haldið, þótt þau vilji. Þá er að athuga hverju bömin lofa. Það er eiginlega allt, sem þarf að athuga í þessu efni. Hið svokall- aða form skuldbindingarinnar, sem er langt of flókið, má að vísu fella úr. til þess að ofreyna ekki þolinmæði hinna ungu meðlima. Það er nú orðið opinbert leyndar- mál, hverju bömin lofa, þegar þau gerast meðlimir. Þau lofa því fyrst að drekka ekk- ert áfengi. 1 öðm lagi lofa þau þvi að brúka ekki tóbak. I þriðja lagi lofa þau því að blóta ekki, hafa ekki Ijótt orðbragð. I fjórða lagi lofa þau því að spila ekki fjárhættuspil. Vér gæzlumenn ungtemplara álit- um það hagnað fyrir hvern sem er, að fylgja þessari fjórföldu reglugerð. sem hér að framan er bent á, og von- um að bindindi í þessum efnum stuðli að bjartari og giftudrýgri framtíð hvers þess, sem því sinnir. Ekki aðeins læra böhnin að fylgja þessum reglum, í sambandi við bind- indi, heldur læra þau einnig ýms fundarsköp, sem þau geta notað hvar sem þau eru stödd. 1. Þau læra að fylgjast með málum þeim, sem rædd eru. 2. Þau læra að greiða atkvæði eftir því sem þau álíta að rétt sé. 3. Þau læra að taka þátt í umræðum, með stuttum athugasemdum. 4. Þau læra að gera tillögur með stuttum og skýrum orðatiltækjum. 5. Þau læra að vinna saman. Það er ekki svo lítill gróði i þvi að læra allt þetta snemma, og vera svo fær i flestan sjó, þegar þroski og áhugi vex. Það er fremur aumkun- arvert að sjá og heyra menn 50 ára eða eldri taka til máls á mannamót- um, ef þeir hafa ekki tamið sér slíkt í æsku. Hefir hinn tvítugi oft lært eins mikið og meira en hinn sjötugi, og sannast þá það sem skáldið sagði: “Oft hefir sjötugur eigi tvítugum um tær stígið”. Eg má til með að minnast á — aðeins minna á hornsteininn mikla. sem barnastúkustarf og allt annað starf í reglu vorri verður að hvíla á. Sá mikli stólpi er samúðin, fórnfýs- in, eða kærleikurinn til allra manna. Þeir menn og þær konur, sem eru svo ákveðin i að starfa að þessu máli, sem er að sumu leyti stærst allra mála, að þau eru reiðubúin að leggja eitthvað í sölurnar, eru máttarvið- irnir í slíku starfi og krosstrén í fé- lagsbyggingunni, eru þeir og þær, sem eru reiðubúin til að leggja allt i sölurnar: fé, fjör og frama. Já, það sannast í þessu máli sem öðrum, og má alidrei gleymast: “Varðar mestu allra orða, undirstaða rétt sé fundin.” Jóhannes Eiriksson. Daglega frá 15 maí Til 30. sept. LÁG FARGJÖLD Að fáum vikum liðnum geturðu not- ið ánægjunnar af að dvelja á hinum undurskemtilegu stöðum í Kletta- fjöllunum, á Kyrrahafströndinni, Al- aska, á vesturströnd Vancouver Is- land, Austur-Canada eða jafnvel fýr- ir handan haf. Á ÞEIM FERÐUM ER MARGT AÐ SJÁ KYRRAHAFS STRÖNDIN AUSTUR CANADA Um.. þrjár.. Ijómandi landslags- leiðir að fara yfir fjöllin. STAÐIÐ VIÐ A ÖLLUM FRÆG UM SUMARBOSTÖÐUM Engar dýrar aukaferðir nauð- synlegar. Hótel meðfram braut- unum og mjög fagurt útsýni. ALASKA Heimsækið hið dular- fulla norðurland á hinu þægilega Princess skipi QQA Frá Vancouver og til ^]) / v baka. CANADIAN PACIFIC FARBRJEF GETA VERIÐ UM VÖTNIN MIKLU Með $10.00 aukaborgun fyrir máltíðir og rúm. ÞRJAR LESTIR DAGLEGA The De Luxe Trans-Canada Limited The Imperial The Dominion VESTURSTRÖND VANCOUV- ER-EYJAR Ferð sögulega eftir- . tektarverð og mjög Vg dQ skemtileg. Frá Victoría ij)v / og til baka LÁG FARGJÖLD Komin aftur 31. okt., 1930 tíl 22. maí til 23. sept. BANDARÍKJANNA Látið Pacific Agent gefa upplýsingar. Canadían Pacific SteaniAhip Tickets to and írom Earopean Countries.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.