Heimskringla - 30.07.1930, Síða 6

Heimskringla - 30.07.1930, Síða 6
6. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 30. JtrLI, 1930. HEIMSKRINGLA Léttara að baka dúnléttar kökur og eplaskífur úr RobinHood “Peningaoa til baka,T ábyrgðin í hverjum poka Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON iv. bók : I '■ ——-—--------------------------------* Bíddu, bíddu!” hrópaði hinn guðhræddi riddari og krossaði sig. “Er hér enginn klerk- ur til þess að blessa oss? Bæn og sálm fyrst!’’ “Bæn og sálm!’’ hrópaði Saxúlfur stein- hissa. ‘‘Hefðirðu sagt öl og mjöð, þá hefði eg skilið þig.* Út! — Heilagur kross! Heilagur kross!" “Guðlausir heiðingjar!’’ nöldraði Normað- urinn um leið og hann lét berast með straumn- um. Þegar út kom, var ógurlegt um að litast. t>ótt áhlaupið hefði verið skammvinnt, hafði mannfallið samt verið ógurlegt. Með einskæru ofurefli liðs, og með þeirri hreysti, að nálega líktist æði vitfirrtra manna, eða glorhungruð- um úlfum, höfðu Bretarnir velt sér yfir velli og straum; gripið með berum höndum um spjótsoddana, er beint var á móti þeim; farið í loftköstum yfir valkesti félaga sinna, og öskr- andi af sigurvímu varpað sér á hálf-hraktar fylkingarnar, er stóðu á milli þeirra og virkis- ins. Lækurinn var bókstaflega blóðrauður; og straumurinn bylti líkunum til og frá, gegn- umstungum af spjótum og örvum; en sífelt komu nýir til áhlaupsins í stað hinna, er féllu, alls ósmeikir við forlög þeirra. í öllum hernum voru tveir menn auðkennd- ir: annar hár og þrekvaxinn gnæfði á virkis- garðinum, hjá merkinu, er ýmist drúpti yfir stöngina eða flögraði í guStinum, er stóð af bardagamönnunum, því enginn andvari bærð- ist um nóttina. Hann vó báðum höndum með mikilli öxi danskri, og stóð þar óskelfdur fram- an í hundruðum manna, og við hvert eldsnart högg féll maður dauður. Hafði hann hlaðið valköst fjandmanna sinna kringum sig sér til varnar, að segja mátti. En í miðri fylkingu þeirra, er að sóttu, gat að líta annan mann, er helzt virtist ósærandi með öllu, jafnöruggur fyrir örvaskotum sem spjóta. Því vopn þau er , hann hafði til varnar, skyldu menn hafa haldið að væru aðeins borin fyrir skarts sakir: Brjóst- verju litla hafði hann úr gulli; hálsbjörg úr gulli snúna saman af þráðum, og gullarmband dig- urt bar hann á hægri armlegg. Löðraði það í blóði, en ekki var það úr sjálfs hans æðum runnið. Hann var lágur á vöxt og grannleg- ur — minni að öllu en í meðallagi, en hann leit út sem jötunn í orustumóðnum er á honum var. Hann bar eigi hjálm, aðeins gullhlað um enni, og hár hans, er var blóðrautt á Iit og lengra en Walesmenn tíðkuðu, féll honum um herðar sem ljónsfax, er flaksaði við hverja hreyfingu. Augun leiftruðu eins og í tígris- dýri að næturlagi, og hann varpaði sér á spjóta garðinn með snöggum og hörðum köstuhi og stökkum. Umkringdur varð hann af fjand- mönnum, svo að ekkert sást af honum nema stuttsverðið er leiftraði í hendi hans, en ruddi sér og fylgjendum sínum þegar braut í gegn- um mannhringinn; ósærður en ákaflega móð- ur, en menn hans, er nú þyrptust þangað, réð- ust æpandi, höggvandi og leggjandi á virkislið- ið, þar sem hann hafði brotist í gegnum. “Pardex! Þetta er hermannlegur leikur!” hrópaði riddarinn. “Og nú, minn ágæti Sax- úlfur ,skalt þú sjá hvort Normannar eru ann- að en raupið eitt, eins og þú heldur. “Dieu nous aide! Notre Dame!” (Guð með oss! Heilaga mær!). Komið þið í bakskjöldu fjandmönn- unum!’’ En er hann sneri sér við, sá hann að Sax- úlfur hafði þegar leitt menn sína fram að merk- inu, þar sem jarlinn stóð því nær einn og í mik- illi hættu. Riddarinn, er nú var einn eftir, hik- aði ekki eitt augnablik — hann var á samri stundu kominn þangað í bardagann, þar sem Walesmenn stóðu þéttastir, undir forustu mannsins, er gullhlaðið bar um enni. Hin léttu vopn Walesmanna bitu eigi hið minnsta á hringabrynju Normannsins, og sverð hans var sem sigð dauðans, er hann geystist fram á milli þeirra. Hann hjó á báðar hendur og hafði því nær rutt brautina fram að hinum fámenna hóp Saxanna, er enn veitti viðnám í miðju fjandmannaliðinu, er höfðingi þeirra Kumranna kom auga á hann, mest fyrir óp þau og háreysti er á vegi hans varð. Og nú sneri hinn Ijónhugaði konungur þeirra Walesmanna með hálfnöktu brjósti og stuttsverði sínu á móti Normannanum í hringabrynjunni með normannska brandinn breiða og langa. Þótt hér virtist ójafn leikur háður, þá var stökkfimi Bretans með þeim afburðum og arm- ur hans svo fjaðurmagnaður og skjótur, að hinn ágæti riddari, er miklu fremur fyrir víg- fimi og snarræði, en yfirgnæfandi líkamsburði var talinn meðal hinna hraustustu riddara Vil- hjálms Normandíuhertoga, hefði heldur kos- ið að sjá fyrir framan sig Fitzosborne eða Mont* gommeri, stálklædda frá hvirfli til ilja, vopn- aða kylfu og langspjóti ,heldur en að þurfa að bera af sér þessi högg, er svo voru tíð, að varla mátti augu á festa, eða að horfast í augu við þann heiftareld, er brann undir brúnum þess. er á sótti. Tvisvar hafði hið leiftrandi stutt- sverð rofið hina ágætu brynju hans. Blæddi honum eigi alllítið, en vindhögg ein hafði hann slegið með langsverði sínu. En nú hertu sig Saxarnir, er sáu hversu nærri hjálpin var kom- in, og gerðu grimmt áhlaup þangað er þeir sáu glitra á gullhlaðið brezka, og þangað sem þeir sáu að skjáldborgin í kringum þá hafði riðlast fyrir áhlaupi riddarans. Hófst nú hin grimm- asta og blóðugasta hríð á nýjan leik, og vissu menn varla hvort högginlentu á fylgjara eða fjandmanni, né úr hverri átt banahöggið reið, og fór svo fram um hríð, unz ósjálfráð her- kænska og stjórnsemi, er Saxarnir höfðu tam- ið sér, bar sigurinn úr býtum. Svínfylkingin ruddi sér braut gegnum skjaldborgina, og þótt Saxarnir hefðu allmjög týnt tölunni, og allir væru þeir sárir, er uppi stóðu, þá náðu þeir til sinna manna við virkið og höfðu nú vegg þess að bakhjalli. Á meðan á þessu stóð, hafði Haraldi, með tilstyrk liðs þess, er til hans kom með Saxúlfi, tekist að reka af höndum sér endumýjaðar á- i rásir Walesmanna, á þá hluta víggrafanna er erfiðast var að halda. Skygdnist hann nú um, og sá með æfðu auga ,hvar helzt þurfti liðs- hjálpar við. Skipaði hann sumum hluta liðs- ins að taka aftur virkið, og senda frá hverjum skotgarði og skotglugg sem ákafasta drífu spjóta og steina, sem þá voru stórskotatæki allra víggirðinga með Söxum, er illa kunnu að sækja kastala og víggirtar borgir. 'Að þessum I skipunum gefnum, setti Saxúlf og mest af liði - hans til þess að halda víggröfunum. Síðan setti hann hönd fyrir augu og horfði til tungls- ins, er nú sást mjög ógerla sökum bjarmans frá varðeldunum, og sagði rólega: “Nú berst þolinmæðin á vora hlið. Áður en tunglið kemst yfir hæðina þarna, verður lið- ið við Aber og Caer-lén, komið í Penmaen- brekkur, og banna þá Walesmönmum flótt- ann. Berið nú merki mitt þangað, sem hörð- ust er orustan.” En jafnskjótt og jarlinn, er hafði öxi sína reidda um öxl, og með sér aðeins fáa menn um merkið .skundaði þangað er orustan var hörðust, mitt á milli virkisins og víggrafanna, kom Griffiður auga bæði á merkið og jarlinn, og gekk þar frá, sem mest var að vinna ein- mitt á því augnabliki, er honum veitti sem bezt, og einmitt á því augnabliki, sem Saxarnir myndu hafa flúið og þar með búið sér fullkom- in fjörráð, ef ekki hefði verið fyrir normannska riddarann, er enn hélt velli í fylkingarbrjósti fyrir þeim, þótt særður væri og óvanur að berjast á fæti. En mjög féllu nú Saxarnir fyr- ir spjótaskotum Walesmanna. . En það var ógæfa hinna hraustu Wales- manna, og jafnvel hinna hraustustu höfðingja þeirra, að skilja aldrei að herkænska er vís- indagrein. Og í stað þess að einbeina nú öll- um sínum liðsafla þangað ,sem mótstaðan var minnst fyrir, þá missti konungur þeirra þegar í bræði.sinni sjónar á öllu er fram fór á or- ustuvellinum, er hann kom auga á merki Har- aldar og sjálfan hann. Jarlinn sá fjandmann sinn, er hann nálg- aðist, og snerist svo snart við, sem haukur að hegra. Hann skipaði mönnum sínum í hálf- hring og lét þá hafa hina miklu skildi sína fyr- ir sér, og leggja fram spjótum á milli jæirra, en fyrir framan þá ægði Haraldur sjálfuf með exi sína. Á svipstundu var hringur um hann sleginn, og í spjótaregni því er um hann dundi, glitraði og söng sverð Griffiðs. En Haraldur, er betri skil kunni á sverðfimi þeirra Wales- manna en Mallet de Graville, og eigi hafði í- þyngt sér með neinum herklæðum nema hjálmi sömu tegundar og þeirra er Normannamir notuðu, og léttri leðurbrynju, mætti vígfimi með snarleik; varpaði skyndilega frá sér ex- inni, hljóp á fjandmann sinn, greip ium hann miðjan með vinstri armlegg og fyrir kverkar honum með hægri hendi, og hrópaði: “Gefstu upp til griða! — Gefstu upp, ef þú vilt lífi halda, Llewellynsson!’’ Römm voru þessi fangbrögð, og heljarafl í handleggjum þeim, er héldu, en þó rann Griff iður úr takimu, eins og snákur, er snýr sig úr mannshendi; eins og svipur úr útréttri hönd þess er dreymir, — svo að Haraldur hélt eftir á hálsbjörginni einni. í sama mund gall við mikið angistar og neyðaróp frá Walesmönnum, er í virkinu voru; rigndi nú á þá steinum og spjótum frá virkis- veggjunum og skotgluggunum, en fram í miðja fylkingu þeirra ruddist Normanninn og brytj- aði fólk á báðar hendur. En þó æptu Wales- mennirnir ekki undan spjótum, steinslöngvum ,né normönnskum sverðshöggum. Hinumegin víggrafanna geystust nú þeirra eigin lands- menn á móti þeim; keppinautar þeirra af öðr- um ættflokki, er aðstoð veittu útlendingnuni til þess að leggja undir sig landið; og til hægri handar skein á spjót Saxanna frá Aber, og til vinstri handar heyrðist heróp liðsins, er kom frá Caer-hén, undir forustu Guðröðs; og þeir sem sóttan höfðu heim hlé- barðann, voru nú sjálfir orðn ir honum að bráð- Óx nú Söxum hugrekki við hjálpina, er þeir sáu svo nærri. Geyst- ust þeir nú fram, svo ekki stóð við, og brast þá flótti í liði Walesmanna með hinu ógurlegasta mannfalli um all- an völlinn. Þustu þeir til ár- innar og víggrafanna; og barst Griffiður með flótta- straumnum eins og griðungur ’ fyrir kaststreng; grenjandi gegn fjandmönnum sínum háðungarorð og sneypu; öskranji á sína eigin menn að veita viðnám; hlaupandi fram og aftur til þess að að reyna að stöðva flóttann; höggvandi menn sína niður hér og þar til þess að reyna að stanza þá, en allt kom fyrir ekki. Að síðustu varp- aði hann sér aleinn gegn þeim er flóttann ráku, og af svo mikilli grimmd og hugprýði, að þá stanzaði sem snöggv- ast. Við þetta gafst honum færi á að komast til árinnar áður en þeir fengju áttað sig. Þar stöðvaðist hann augna- bUk; og ósár var hann með öllu. Hann sneri sér að fjand- mönnum sínum, hló hátt, og fleygði sér til sunds í straum- inn. Hundrað spjótum var skotið á eftir hon- um í hinn blóðsollná straum. En Haraldur jarl hljóp jafnskjótt til og hélt upp hendi sinni, ium leið og hann kallaði svo hátt, að allir máttu heyra: “Kyrrir! Skjóti enginn minna manna bleyðiskoti á jafnhraustan dreng!” Fjórði Kapítuli. Bretar, er nú flýðu sem harðast, voru varla meira en tíundi hluti liðs þess, er áhlaupið hafði gert í fyrstu. Flýðu þeir með sama snar- leika og einkennt hafði árás þeirra, enda sluppu þeir heHir á húfi undan fjandmönnum sínum, bæði Bretum og Söxum, og komust heilu og höldnu upp á Penmaen-eggjar, þótt Saxar sæktu eftirförina af kappi. Ekki var framar til svefns að hugsa í virk- inu þá nótt. Var særðum mönmum veitt hjúkrun og valurinn ruddur. En á meðan sat Haraldur á ráðstefnu með þremur helztu for- ingjum sínum og Mallet de Graville riddara, er beðist hafði að mega sitja á ráðstefnunni, og svo vasklega hafði fram gengið, að megn ókurteisi hefði verið, að neita honum um þessa bæn. Ráðguðust þeir um, hvernig enda mætti binda á herförina þegar hinn næsta dag. Tveim þegnum svall svo móður í brjósti, og hefndar- hugur, að þeir vildu sækja fjallið með öllum þeim liðsafla, er þeir áttu nú yfir að ráða, og strádrepa allt, sem fyrir yrði, griðalaust. En hinn þriðji, er gamall var og reyndur, og vanur hernaðaraðferðum Walesmanna, var á allt örðu máli. “Enginn vorra manna veit,” sagði hann, “hvern liðsstyrk þeir hafa í vígi því, er þér hyggist að taka með áhlaupi. Vér höfum enn ekki fyrirhitt einn einasta Walesmann, er sjálf ur hefir nokkru sinni komist á háfjallið, eða j rannsakað kastala þann, er þar er sagður að vera.’’*) “Sagður!” endurtók de Graville, er nú hafði tekið af sér brynjuna og fengið sár sín bundin, og lá nú á feldum og loðkápu sinni á gólfimu. “Sagður, göfugi herra! Eins og vér sjáum ekki tumana!’’ Hinn aldni þegn hristi höfuðið. “í fjarska og í þoku, sýnast steinar allir stærri og tindarnir taka á sig hinar fáránleg- ustu myndir. Það getur verið kastali, en kann líka að vera klettaborgir einar, eða jafnvel þaklausar musterisrústir frá heiðinni forn- eskju, er vér sjáum. En eg endurtek það, að enginn af oss veit, hvað varna þar er fyrir, af manna eða náttúruvöldum. Jafnvel hinir velsk- fæddu njósnarar hafa ekki komist upp á há- fjallið. í mi^jum hlíðum eru verðir Wales- konungs, og þeir sem á tindinum búa, hafa jafnt augun á flugi fuglanna sem klifri fjaJla- geitanna. Fáir af njósnunum þínum, Haraldur Guðinason, hafa lífs aftur horfið. Hafa höf- uð þeirra verið eftir skilin við fjallsræturnar, og í munn þeirra stungið bókfelli, er á er ritað: “Dic ad inferos — quid in supeWs novisti”: — Herm þú í undirdjúpunum hvað þú sást á hæð- unum.” *) Ýmsir fjallatindar í Wales, og mætti þessi vel hafa verið einn, voru helgir haldnir, svo að jafnvel engir þeirra, er á næstu grösum bjuggu, dirfðist að ganga þangað. — Höf. “Svo þeir kunna þá latínu, Vallónarnir!” sagði riddarinn; “eg ber rnestu virðingu fyrir þeim!” Þegninn varð ygldur á brún, ræskti sig og hélt áfram: “Eitt er víst, að minnsta kosti, að fjallið er því sem næst óvinnandi öllum þeim, er eigi eru nákunnugir skörðunum, og að þar er hald- inn strangur vörður dat og nótt, svo að jafn- vel velskfæddir njósnarar komast þar eigi í gegn; að þeir, sem fyrir eru til varnar, berjast af grimmd og örvæntingu; að liðsmenn vorir eru orðnir smeikir og fullir hjátrúar af velsk' um sögusögnum um það, að reimt væri á þess- um stöðvum og að kastalinn væri gerður af forynjuhöndium. Einn ósigur getur kostað oss tveggja ára sigurvinningar. Griffiður getur brotist úr hamrahreiðri sínu; unnið aftur það sem hann hefir misst; unnið aftur á sitt band hina velsku bandamenn vora, er ætíð eru ó- tryggir og viðsjálir. Því ræð eg til þess, að vér höldum áfram eins og vér höfum byrjað. —• Leggjum allt umhverfið undir oss; bönnum alla aðflutninga og látum fjandmenn vora grotna niður úr hungri, eða eyða kröftum sín- um, eins og þeir hafa gert í nótt, í árangurs- laus og mannskæð áhlaup á herbúðir vorar.” “Ráð þitt er gott,” sagði Haraldur; “en þó mætti frekara að gera til að flýta fyrir úr- slitum, og á þann hátt að ltáa sem fæsta menn. Ósigur þessi hefir mjög dregið burst úr nefi Walesmanna. Mun því heillavænlegast að víkja að þeim meðan þeir eru sem niður- dregnastir. Hefi eg því í hyggju að gera sendi- boða á fund útvarða þeirra, er bjóði þeim þessa skilmála: Grið og sættir öllum þeim til handa er leggja niður vopnin og gefast upp.” “Eftir allan þennan mannskaða, er vér höfum hlotið af þeirra völdum?” hrópaði einn þegninn. “Þeir hafa varið land sitt,” sagði jarl. “Myndum eigi vér hafa gert hið sama?” “En uppreisnarmaðurinn Gryffiður?” spurði hinn aldni þegn; “þú getur þó eigi viðurkennt hann enn sem undirkonung Játvarðar?” “Nei,” sagði jarlinn. “Gryffið einan und- anskil eg sættum, og skal hann þó lífi halda, ef hann gengur mér á hönd sem fangi; og má hann þá að vísu reiða sig á miskunn konungs.” Nú varð löng þögn. Enginn mælti á móti þessari yfirlýsingu jarls, þótt auðséð væri að yngri þegnunum tveimur féll hún ekki í geð. Loks sagði hinn elzti þegnanna: “En hefir þú þegar afráðið, hver þessi boð skuli bera? Grimmir og ótamdir eru blóð- hundar þessir, og skyldi sá maður ná skrift- um og ráðstafa eignum sínum, er á fund þeirra hyggst að sækja.” “Vís er eg þess, að öruggur muni erind- reki minn,” svaraði Haraldur, “því Gryffiður er svo stoltur sem nokkur konungur, og þótt hann þyrmi hvorki öldnum né ungum, er í or- ustu kemur, þá mun hann það í heiðri hafa, er Rómverjar kenndu forfeðrum hans að heiðra, og mun hann því láta þann mann fara óskadd- aðan, er á hans fund gengur sem boðberi milli þjóðhöfðingja.” “Kjós þú- til fararinnar hvern sem þú vilt, Haraldur,” sagði annar yngri þegninn hlæj- andi; “en hlífðu vinum þínum; og hvem sem þú kýst, þá vert þú reiðubúinn að greiða ekkju hans manngjöldin.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.