Heimskringla - 17.09.1930, Síða 2

Heimskringla - 17.09.1930, Síða 2
2. BLAÐSIÐA HE.IMSKRINGL, A WINNIPEG 17. SEPTEMBER 1930 Landbúnaður Islendinga Eftir Valtý Stefánsson “I þann tíð var Island víði vaxið milli fjalls og fjöru.” — Þessi orð Ara fróða hafa öld eftir öld hljóftað 1 eyrum Islendinga. Þau hafa opnað mönnum fagurt útsýni yfir landið, eins og það var, en menn komu hér að landi og reistu bú. Stundum hefir það komið fyrir, að þessi orð Ara hafa verið misskilin, og menn hafa litið svo á, að hann hafi átt við, að um landið gjörvalt hafi verið stórvaxinn skógur. Margt bendir til þess, sen> hér verð- ur ekki rakið, að á stórum svæðum hafi aðeins verið um lágvaxið fjall- drapakjarr að ræða. En eyðing kjarrsins hefir snemma orðið víðtæk. I orðum Ara felst söknuður enda þót.t þau séu rituð á öndverðri 12, öld. En þó við höfum ekki þessa vís- bendingu Ara fróða okkur til leið- beiningar eða aðrar fornar heimildir, getum við nútímamenn gert okkur æði glögga grein fyrir því, hve land- kostir hér hafa verið miklir er landið bygðist. Einstakir friðaðir reitir í skjóli, eða mýrarblettir er nýlega hafa þomað, benda mönnum enn í dag á gróðurmagn íslenskrar moldar, skýra alveg greeinilega frá því, að land vort hafi verið ekki einasta “viði vaxið” heldur ennig grasi vafið er það var tekið til ábúðar. trtbeitarbúskapur landnámsmanna. Búnaður íslenskra landnámsmanna bygðist að mestu leyti á útbeit. Stofnað var hér til útbeitarbúskapar um land alt, í mjög stórum stíl. — Fénaðurinn gekk sjálfala í gróður- högum og skjóli viðarkjarrs og skóga enda þótt hann einstaka ár gæti fall- ið úr hor, þegar vorharðindi urðu mikil, — vegna þess hve heyskapur hefir verið lítill 1 samanburð við skepnufjölda. Landnám og bygð Is- lendinga í Grænlandi gefur manni glögga hugmynd um heyskaparhætti og fóðurásetning á fyrstu tímum Is- iandsbygðar. Þar vestra hleypaGs- lendingar upp stórbúum, enda þótt heyskapur hafi aldrei getað verið þar nema lítill, jörð öll grýtt og slægju- löndin ekki nema skæklar. -— En verklegar minjar til þessa tímabils munu vera garðalög þau sem víða sjást um úthaga. Meðan eigi var samvinna um smalamensku og fjall- göngur urðu bændur að leggja miklu stund á garðahleðslur, til þess að geta haft nokkurn hemil á fénaði sínum. Garðarnir hrundu vitanlega fljótt og þurftu geysimikið viðhald. — Þegar bolmagn manna þvarr til hins mikla viðhalds, hafa vandræði bænda kent þeim að byggja upp hið merkilega samstarf sem verið hefir í íslenskum sveitum með fjallskil. foma menning og manndómur feðra vorra. Þá þurfti hér lítið fyrir lífinu að hafa. Hér var tími til langferða, til íþrótta, til fræðiiðkana og bóka- gerðar. — Og hin íslensku stórbú gáfu svo góðan arð, að bændur gátu kostað syni sína til langdvala erlend- is, og gert þá höfðinglega úr garði. I hinn íslenska menningarjarðveg gátu borist áhrif úr öllum átturp utan úr heimi. — Á útbeitar-búskapnum reis menning sú, sem varpar ljósi yfir sögu vora, alt fram á þennan dag. Meðan ágangur búfjársins, viðar rif og skógarhögg settu engin merki eyðingar og skemda á land vort, er enginn efi á því, að Island hefir ver- ið mestu búsældarland Norðurlanda. Fyrirh^narlaust hafa menn hér get- að komið upp arðvænlegum stórbú- um og lifað ríkmannlegu lífi. Víst má kenna óstjóminni um margt, sem aflaga hefir farið, á undanförnum árum, og allskonar utankomandi óáran. En saga ís- lenskrar hnignunar og hörmunga- tíma er fyrst og fremst sagan um hnignun íslensjfra ^landgæða, sagan um landnema, er fundu svo frítt og frjósamt land, að þeir vöndust á að reisa bú sín, byggja velgengni sína á ránbúskap, útbeit, vöndust á hjarð- mensku fremur en jarðrækt, vöndust á, að landið gæfi þeim arð, án þess þeir legðu aðra vinnu fram en þá, að taka við því, sem náttúran rétti þéim úr skauti sínu. Sagan um hnignunartímabil hinn- ar íslensku þjóðar verður ekki skrif- uð til fulls, fyrri en ritaðar verða þær síður, er lúta að uppblæstri landsins, útbeit, ágangi búfjár og hnignun Is- lenskra landgæða. Á grundvelli hins fyrirhafnarlausa útbeitar-búskapar blómgaðist hin En búsæld sú, sem á útbeit var bygð reyndist á völtum fótum reist, sem eðlilegt er. — Þegar á dögum Ara fróða voru hörmuð hogfin landgæði. Hvað þá siðar. I sögunum er sagt frá kornyrkju. Vegna þess að hún hvarf með öllu, hafa menn hneigsV til þeirrar skoð- unar, að fornmenn hafi verið jarð- ræktarmenn miklir. En þótt þeir að vísu legðu stund á akurgerð, einkum sunnanlands, verður ekkert ráðið um athafnir þeirra til túnræktar. I hinni frjóu, óspiltu mold nýbygða landsins var tiltölulega auðvelt að fá kom uppskeru. Og miklar eru likur til þess, að víða hafi sá áburður, sem til félst, getað að mestu leyti farið til kornræktarinnar, því túnræktin hafi verið lítil. Nafnið “tún” út af fyrir sig bendir til þess, að ræktar-jörð in umhverfis bæina hafi ekki verið víðáttumikil á fyrstu öldum Islands- bygðar, þvi merking orðsins í Noregi er áþekk og í orðinu hlaðvarpi hér nú. Og hvergi er þess getið, eftir þvi sem eg veit til, að forfeður vorir hafi borið það við, að nota sér af akur- yrkjuverkfærum sínum til túnrækt- arinnar, enda þekking á því sviði af skornum skamti. TJtbeit var svo mikil fyrir allan búfénað hér á landi fyrst í stað, og slægjur góðar á óræktuðu valllendi, að grasrækt var hér mjög lítilfjörleg, af þeirri einföldu ástæðu, að hennar þurfti lítið með, meðan landið var í upprunalegum blóma sínum. Landkostum hnignar Sagnfræðingar vorir hafa lýst hörm- ungarástandi þjóðarinnar er búskap hnignaði, fénaði fækkaði, og fólk dó úr hungri og harðrétti. Oftlega eru ástæður til þessa raktar til óstjómar, eldgosa og allskonar utanaðkomandt áhrifa. — En minna hefir verið um að skeytt að leysa úr og ráða þær rúnir, sem ágangur manna og fénað- ar hefir með feiknstöfum rist á land- ið, þar sem áður var “viði vaxið milli fjalls og fjöru”. Islenskur jarðvegur hefir ýms sér- kenni. Viðrun bergtegundanna er hér ör. Mikið af rykfínni mold feykist af hálendinu niður í dah og á láglendá alt efni í þykk jarðlög, sem blandast í eldfjallahéruðunum þykkum lögum af ösku og vikri. Yfir öllu harðvelli landsins hefir á landnámsöld verið þykt lag af frjó- um jarðvegi, vöxnum birki og fjall- drapa, en fjalldrapinn einn hefir hulið deiglendi. Einkenni eru það rokmoldar, að hún er þétt mjög í sér, svo veikbygðar jurtarætur fá eigi náð næringu úr djúpum lögum hennar. Nokkm öðru máli gegnir vitanlega með trjá- og kjarrgróður. Hann sækir næringu langt niður í hina eðlisfrjóu rokmold og skilar næringarefnum þaðan með laufalli til hins lágvaxnari og veik bygðari jurtagróðurs á skógsverðin- um. Þannig gerir runna- og trjá- gróðurinn grasgróðrinum tvöfalt gagn með því að auðga efsta jarðlagið af næringarefnum og veita skjól hinum lágvaxnari gróðri. Er skógargróðurinn hverfur miss- ir grassvörðurinn þessi tvennskonar hlunnindi. Frjómagn notast síðan að jafnaði ekki, nema aðeins úr hinum allra efstu lögum jarðvegsins. Verð- ur því bráð hætta á því, að næring- arefnaforðinn, sem gróðurinn nær til, gangi til þurðar. En hver blettur, sem þannig tæmist að næringarefn- um, verður graslaus skella, flag, þa^ sem harðvindi getur náð að feykja á burt hinni sallafínu mold. — Þegar í jarðveginum eru lög af eldfjalla- vikri, er sópast með vindinum úr graslausu skellunum, rífur vikurinn oft á fáym dögum allan grassvörð af stórum svæðum. Skiftir þá eng- um togum, ef náttúran er einráð blómlegar sveitir breytast í auðn og eyðimörk. Verkin sýna merkin í Rangárvallasýslu og víðar. En þar sem uppblásturinn hefir ekki vikurinn að vopni, fer alt hægar. Þó næringarefnin tæmist þar úr yfir- borði graslendsins, nær annar gróður stundum að ná þeim tökum, að eigi bregður til fullrar auðnar. Lágvax- inn lynggróður, sem skýtur rótum alllangt niður, og jurtir veikbygðari, sem gera hinar lægstu kröfur til nær- ingar, nema þar land. írr graslend- inu sem áður var, verður lélegur lynggróður. Upp á þessa eyðileggingu hafa Islendingar horft, kynslóð eftir kyn- slóð. alt fram á vora daga, án þess að aðhafast nokkuð, sem heitið get- ur, til þess að bæta syndir feðranna, og koma í veg fyrir, að landið spiltist meira og meira í meðferð þeirra. Bygðin hefir víða breyst, bæir verið fluttir og lagst í eyði, jafnvel heilar sveitir eyðst af völdum Appblásturs go eyðileggingar. f Þar sem enn er bygð, hefir breytingin i stuttu máli verið sú að mikill hluti harðvellisins, sem i upp- hafi var skógi eða kjarri klætt og grasi vafið, er nú annaðhvort lélegir skógar eða auðnin ber. En land- nytjar bænda utan túnskæklanna hafa nú um langt skeið að miklu leyti verið af mýrlendi, þ. e. af því landi, sem jarðrakinn hefir varið fyrir uppblæstrinum. Fóður búpenings, það sem ekki fæst af túnunum, hefir því mest verið mýrargróður, hálf- grasagróður, í stað hins hollara, kjarnmeira, harðvellisgróðurs fyrr á tímum. SAFNIÐ POKER HANDS Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. SKEGGBURSTI VEKJARA KLUKKA Fimm setti af Poker Hands BLYSLJÖS Átta setti af Poker Hands Fyrir þær getið þér fengið dýrmæta muni POKER HANDS Eru einnig í eftirfarandi alþekktum tóbakstegundum: Tusrret Sig'aretHar MillbanR Sigaretttxr "WiincHester Si^aretttsr Rex Sig^aretHar Olci CSMsm tofealí O^dens plötw. reylítobalt Dixie plöt^s reyKtobaR Big Ben mtsnntoIbaR Stonewall jackson Vindlar (í vasa pökkum fimm í hverjum) AXLABÖND Tvö setti af Poker Hands Tvö setti af Poker Hands KETILL Tíu setti af Poker Hands SPIL PIAYING CARD5 't' ^Eitt setti af Poker Hands Af sögu bygginganna í íslenskum sveitum má læra um afkomu búnað- arins, blómaöld og hnignun. Á fyrstu öldum Islandsbygðar mun búskapur- inn hafa getað borið stórvel húsaða bæi, svo myndarlega að frágangi, að samsvaraði hibýlum höfðingja er- lendis, þó aldrei væru þeir gerðir úr haldgóðu efni. En er stundir líða, dregst alt sam- an, byggingamar falla og landsfólk- ið hniprast niður í baðstofukitrum- ar. Af túnbleðlunum fékst töðuhárið handa mjólkurkúnum. En hin lífefna ríka nýmjólk hélt liftórunni í sveita- fólkinu. I Grænlandi, þar sem túnin komust aldrei í rækt, og kýr féllu því með öðrum fénaði, er útbeit brást þar úrkynjaðist fólkið og dó Drottni sínum. Þrjú tímabil, trtbeit, útengjasláttur, jarðræktaröld. Þriskift verður saga íslensks land- búnaðar. Fyrst er útbeitaröldin, með- an landsmenn jusu af nægtum hinna upprunalegu landgæða. Er útbeitin rýrnaði og búfénaður varð fóðurfrek- ari, rennur upp eymdatiminn. Þótt túnin kunni að hafa færst eitthvað út um það leyti, sem menn hættu að beita nautpeningi að ráði, þá voru ræktunarframfarir smástígar sam- anborið við afturför útbeitarinnar. Landinu hnignaði því, sem búnaðar- landi, og afkoma fólks fór versnandi. En út yfir tekur, þegar verslunar- höftin gerðu landsmönnum ókleift að fá sanngjarnt verð fyrir hina illu og lélegu framleiðslu sína. Þriðja tímabilið er að renna upp, jarðræktaröldin, þegar alt fóður er tekið af ræktuðu landi. Um það leyti sem þjóðin fékk inn- lenda fjárstjóm og varð að nokkru leyti húsbóndi á sínu heimili, var sauðaeignin kjaminn í bústofni bænda og búskaparrekstri. — Sauðirnir héldu lengst velli í útbeitarlöndum þeim, sem eftir vom, með þeim var hægt að koma útbeitargróðri í pen- inga. Fyrir sauðina fékst þá enskt gull, sem ýtti undir að búnaðarfram- farir byrjuðu. En þegar nokkurt fé fékkst milli handa, strönduðu framkvæmdir á vanþekkinp-u, kunnáttuleysi við jarð- ræktarstörfin. Byrjað var með þak- sléttu ræktun, er hefir þá kosti, að við hana þarf óbrotnust verkfæri, minsta kunnáttu og engin aðkeypt efni nema verkfærin. En gallamir em þeir, að aðferðin er vinnufrek, og að ekkert vald er fengið á þvi, að breyta að verulegum mun gróðri þeim sem fyrir var á hinu óræktaða landi. Jarðræktin gekk því seint mjög, túnbætumar bættu' ekki af- stöðu búnaðarins til annara atvinnu- vega, að sama skapi sem kröfurnar jukust, kröfurnar til meiri lífsþæg- inda, kröfurnar til að auka búin. En nokkur kunnátta og verkhygni, beitri sláttuverkfæri (skosku Ijáirnir) ger- ðu bændum mögulegt, að urga upp meira úthey en áður. Alt fram á síðustu daga hefir útiheyskapurinn aukist. Gengið hefir verið mjög nærri engjagróðri landsins. Slegnar eru ár eftir ár graslitlar mýrar, með léleg- um gróðri, sem erfitt á uppdráttar, erfitt með að fá nauðsynleg viðhalds- efni úr jarðveginum. Eftir því sem þessu er haldið lengur áfram, eftir því verður hey það, sem af mýmn- um fæst, lélegra, óhollara fóður, og skepnurnar, sem á því em fóðraðar. verða kvillasjúkar. aðallega verið notaðar til vökunar. Á- veitur á mýrlendi, er að því miða, að fá betri slægur af starargróðri, hafa færst í vöxt á síðari árum. A, stöku stað fæst svo mikið af frjóefnamiklu áveituvatni, að jarðveginum flytst á- líka efnaforði og tekinn er með hey- inu, svo frjómagni áveitulandsins hnignar ekki. En víðar er grasauk- inn á því bygður, að áveitan losar um frjómagn það sem fyrir er í jarð- veginum. Gefur áveitan þá góða raun meðan sá forði endist, en'skilur mýr- ina eftir, eftir mismunandi langt ára- bil, ófrjóa og graslausna — uns önn- ur aðferð er tekin, mýrin ræst fram og gerð að túni. En jafnframt því sem gróður land- sins leyfir ekki lengur útengja bú- skapinn, koma utanaðkomandi áhrif til greina, er taka fyrir kverkar hon- um 1 mörgum sveitum. -— Samkeppn- in við sjávarútveginn. Kaupgjaldið skapast að mestu við sjóinn. Eft- ir því sem kaupið hækkar, eftir því þarf meira að liggja eftir hvern sláttumanninn, hverja rakstrar- konuna, svo heyskapurinn borgi sig. Nú munu víða sjást þess merki að arðurinn af túnunum, ræktuðu jarð- mýra-áveitumar til söguimar. Á- lega útengja hey ér bóndunum dýrt. Þegar þannig kreppir að frá báð- um hliðum, að landgæði og búnaðar- skilyrði þverra, með því að halda við það búskaparlag, sem verið hefir, og samkeppnin utanað gerir á hinn bóginn umbætur nauðsynlegar, þá er framtíð landbúnaðarins í raun og veru undir því komin hvort takast má, að breyta búskaparháttunum, auka rækt- unina stórkostlega á tiltölulega skömmum tíma. Það má blátt á- fram ekki líða á löngu, uns heyfeng ur bænda fæst allur af ræktuðum tún- um, og áveituengjum, sem fá nægi- legt frjómagn með áveitunni og eru túns ígildi að heyfeng og heygæðum. Með ljósum skilningi á þessari þörf, voru hin svonefndu Jarðræktarlög samin fyrir nokkrum árum. Þar er ákveðið, að bændur skuli fá ríflegan styrk úr ríkissjóði fyrir jarðbætur. Kyrstaða í jarðrækt, eða hægfara kák, hafði ríkt svo lengi í þessum efnum, að stefndá til fullkomins ó- farnaðar fyrir atvinnuveg þennan. Með skírskotun til þess, að sveit- irnar mættu ekki leggjast i auðn, og sá menningargrundvöllur, sem þær eru þjóð vorri, verða örtröð ein, fékst einróma fylgi með því, að þjóðin ætti nú að leggja á sig talsverða byrði, til þess að jarðræktaröldin rynni skjótt yfir íslenskar sveitir. Með fulla reynslu fyrir nothæfi hins tilbúna á- burðar, og nokkurri þekkingu á ræktunar aðferðum við okkar hæfi ættu skjótar jarðræktarframfarir að vera öruggar. Reynslan hefir sýnt, að vonir manna í þessu efni hafa ræst. Framtíðin “Fátt er svo ilt, að engum dugi,” segir máltækið. Meðan landssvæði hafa eyðilagst af uppblæstri um allar sveitir, hefir að sjálfsögðu mikið fok- ið á land það, sem enn er gróið. Þann- ig hefir steinefnarík mold hálandis og harðvellis fokið yfir mýrlendi land sins. Meðan mýramar eru síblautar og óframæstar, gætir þess lítið, að þær hafi þarna fengið drjúgan nær- ingarefna forða fyrir nytjajurtir. En þegar hinn steinefnaríki mýrajarð- vegur er framræstur vel, svo hann geti notið sumarhita og eðlilegrar loftrásar og hann verður að gróður beði túngrasa, kemur það í ljós, að hér er um að ræða jarðveg, sem á- gætur reynist til ræktunar í framtíð- inni. Má ganga út frá því vísu, að alt mýrlendi landsins, sem ekki er of hátt til fjalla, reynist að vera fyrir- taks ræktarjörð framræst, áþekk að frjómagni eins og hið gróskumikla harðvelli, er fyrstu íbúar landsins höfðu best og mest not af til útbeit- ar sinnar. plægt og óhreyft í 20 — 30 ár. Þykir bændum í suðlægari löndum lítið haft fyrir kýrfóðrinu, ef ekki er meira fyrir haft. Víðáttumiklar biða íslenskar mýrar eftir framræslu og ræktun. Svo viðáttumiklar eru þær, að ísiensk búnaðarframleiðsla getur tugfaldast. Fyrar sakir víðáttu graslendis geta flest kot á Islandi enn orðið stórbýli- Til þess að lagður verði öruggur grundvöllur undir stórstígar búnað- arfarmfarir á næstu árum, þurfa stjórnendur búnaðarmála vorra að sýna einbeitni og festu. Það sem tilfinnanlegast vantar nú, eru hagfræðilegar leiðbeiningar í sem flestum greinum landbúnaðarins, leiðbeiningar, sem með öruggum rökum geti leiðbeint hverjum búanda, hvort svo sem hann hefir mikið eða lítið undir höndum. Það stoðar litt til lengdar, að ráðleggja mönnum þeirra sjálfra, ef leiðbeiningunum fylgja ekki augljós hagfræðilegar skýrslur, er sanna réttmæti leiðbein- inganna. Þegar teknar verða upp almenn- ar, nákvæmar hagfræðilegar athug- anir á búrekstri manna, liggur beint við að stiga það skref, sem ekki verð- ur umflúið, að athuga gaumgæfilega hvaða sveitir lands vors séu í reynd- inni bestar til búsældar á hinni upp- rennandi jarðræktaröld, og hvaða af- skektar sveitir séu betur til þess fall- na.r, að vera notaðar sem beitilönd einvörðungu. Dreifibygð landsins er ' víða úrelt jafnskjótt og jarðræktin er komin í viðunandi horf. Hún er til þess eins, að gera mönnum ó- eðlilega erfiðleika. Kveinstafir manna yfir því, að af- dalir legist í eyði, og fólk flýi fjalla- kot, eru algjörlega óréttmætir, og bera vott um lítinn skilning á kröf- um og stefnu tímanna. Eins og borgir sem ört vaxa, þurfa á skipulagi að halda, sem farið er eftir um langa framtíð, eins þarf sem fyrst að gera sér grein fyrir, hvern- ig bygð sveitanna verði sem best fyrir komið í fratiðinni, hvar leggja skuli mesta stund á stofnun nýbýla og með hverjum hætti, og hvar sé minna um vert þþ bygð þverri. Jafn- framt þarf að gera sér grein fyrir þvi, hvemig búskapnum sé best hagað í sveit hverri, hvar leggja eigi mesta stund á mjólkurafurðir til út- flutnings, og hvar og hvernig kjöt- framleiðslan eigi að vera aðal tekju- greinin. I lokaþætti ránbúskaparins koma mýra-áveituhnar til sögunnar. Á- veitur hafa þekst hér á landi lengi, jafnvel frá, fyrstu tíð, en þær hafa Þvi hefir verið fleygt, og um það heyrast raddir enn í dag, að land- búnaður vor geti enga blómaöld átt, vegna hnattstöðu landsins og veðr- áttu, þó jarðvegsefni séu hér góð. En þetta er mesti misskilningur. Islenskur búskapur byggist ávalt á grasrækt, og framtíð hans á því. hvemig framleiðsluvörur hans reyn- ast samkppnishæfar, við framleiðslu þá, sem á boðstólum er, á nálægum markaði. Styrkur hins islenska landbún- aðar í þeirri samkeppni, er í því fólginn, að islenskt heyfóður er svo kjamgott, að minni þörf er hér á kjarnfóðurgjöf en í nálægum löndum. Ennfremur, að landrými er hér svo mikið, og víðáttumiklir bithagar, er notast vel með töðugjöf, betur en áður, þegar útheysgjöfin er úr sög- unni, engjalöndin verða bithagi, og aldrei er gefið lélegra fóður en taða með útbeitinni. Hér er víða hægt að fóðra góðan fjárhóp með töðu af einum túnhekt- ara, og fá upp úr hektaranum, < kjötafurðum, nokkra tugi af dilk- um. Kýrfóður fæst af einum hekt- ara, og það enda þótt túnið liggi ó- I allri forgöngu búnaðarmálanna verða menn að hafa það hugfast, að þjóðin hefir að mestu fram til þessa alið hér aldur sinn, án þess að leggja hönd á plóg. Að búskapur lands manna hefir verið ránbúskapur. Að bændur hafa mann fram af manni nytkað jarðir sinar án vemlegrar ræktunar. Að menning hefir frá fomu fari verið á þeim villigötum, að hún hefir alið upp þann hug, að “bókvit,” þekking, “verði ekki látin í askana,” komi bóndanum ekki að notum i atvinnurekstri hans. Forgöngumenn íslenskra búnaðar- mála verði á næstu árum að sameina jarðræktarmenningu við ísl. sveita- menningu, gera jarðræktarstörfin, nýyrkjuna, að órjúfanlegum þætti í lifi hvers bónda. Og þeir verða að fá í þjónustu sina íslenska vísinda- menn, sem alúð leggja við að rann- saka skilyrði og framfaramöguleika ísl. landbúnaðar. Með aðstöð vísind^- legrar sérþekkingar geta ísl. bændur lært að notfæra sér gæði lands síns til fulls, Með vísindalega sérþekk- ingu sér við hlið, nema þeir landið að nýju. Kína Orsakir borgarastyrjaldanna Áratugum saman hefir kínverska ríkið staðið í óslökkvandi báli innan- landsstyrjalda. Hefir lærður Kín- verji, Wen-Ying-peng, ritað merkilega ritgerð um orsakir þessara stöðug’i innanlandsóeirða, einkum út af upp- reisn "kristna hershöfðingjans” Feng- Yu-hsiang gegn stjórn þjóðemissinna og forseta þeirra, Chiang-Kaishek. Er minnst dálítið á þá uppreisn í Stefni 1,2, og er svo að sjá, sem ekki sé alveg búið að bíta úr þeirri nál eins og út leit um tíma. Wen bendir á kyrstöðu þá, seem verið hefir í Kína, er geri það að verkum, að allt fer á fleygiferð þegar losið keqfist á á annað borð. Nefnir Wen-Ying-peng •fimm atriði, er komi til greina, ef leitast sé við að skilja borgarastyrjaldirnar í Kína. 1..Samgönguleysið. Kínverska ríkið er þvilíkt óra-flæmi, að erfitt er að gera sér það í hugarlund. Það er að víðáttu eins og öll Norðurálfan, og þó heldur stærra, en járnbrautir eru fáar og þjóðvegir mjög óviða. Það er því nálega ómögulegt að koma her um landið nema á óra tíma, eða hafa hemil á því, sem gerist í fjár- lægari hlutum ríkisins. Enginn einn her getur náð til, að láta til sin taka v

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.