Heimskringla - 17.09.1930, Side 4

Heimskringla - 17.09.1930, Side 4
«. BLAÐSIÐA WINNIPEG 17. SEPTEMBER 1930 Hehnskringlst (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 653 og 8S5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGP0& HALLDÓRS frá Höfnuil Ritstjóri. Vtanáskrift til blaðsins: Uanager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ri'stf&rans: EDITOR HEIUSKRINGLA 853 Sargent A je„ Winnipeg. “Heimskringla” is published by tnd printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Svrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 17. SEPTEMBER 1930 Afleiðingarnar Um afleiðingarnar af því, að viðskifta- samningurinn við Nýja Sjáland var nunr inn úr lögum, hefir ýmsum blöðum liber- ala orðið tíðrætt, og um leið og þau hafa haldið því fram, að það geti orðið dýrt spaug fyrir Canada, að samningurinn var upphafinn, hafa þau reynt að skella skuldinni af því á Bennett og flokk hans. Það er satt, að Nýja Sjáland tók það ó- sinnt upp, að nokkur breyting var gerð á þessum samningi. Að vísu má færa því það til afsökunar, að hagur þess var að nokkru rýrður við það. En að hinu leyt- inu stendur gerólíkt á með vörur þær, er héðan flytjast, samkvæmt samnirignum, til Nýja Sjálands, og vörur þær, sem það- an fluttust hingað. Af Can^da keypti Nýja Sjáland meðal annars að miklu leyti bíla, sem þar eru ekki búnir til, og ekk- ert hnekkir því iðnaði landsins. En var- an, sem Canada keypti frá Nýja Sjálandi, er aftur á móti bændavara, sem hér er framleidd, og af því stóð þeim iðnaði hér stór hætta. En hvernig sem Nýja Sjáland bregst við þessu, er til framkvæmdanna kem- ur, og hvort sem að það hættir Viðskift- um sínum við Canada eða ekki, á Bennett eða conservatíva flokkurinn ekki neina sök á því. Það var Kingstjórndn, sem samninginn gerði árið 1926, og þegar ihún sá hvílíkt glappaskot hún hafði með hon- um gert, nam hún riann sjálf úr lögum aftur á síðasta þingi. Tap Canada af þessum óheillasamningi er auðsætt, þegar litið er á það, að árið 1925, sem var árið áður en samningurinn varð að lögum, nam innflutt vara frá Nýja Sjáiandi hingað $1,189,028, en útflutt vara héðan til Nýja Sjálands $15,079,166. Síðastliðið fjárhagsár nam innflutta var- an orðið $16,282,719, en útflutta varan ekki nema $19,166,000. Með samningun- um jókst innflutta varan því frá Nýja Sjá- ^landi um fjórtán miljónir dollara, en út- fltta varan ihéðan jókst á sama tíma að- aðeins um rúmar fjórar miljónir dala. Og Nýja Sjálands varan var að mestu eða öllu leyti smjör, er Canada hafði aldrei áður sótt til annara landa, heldur fram- leitti það sjálft, og hafði meira að segja afgang tii að selja til Englands og annara landa með miklum hagnaði. En þau við- skifti fóru öll út um þúfur, eins og liberal stjórnin hefði átt að geta farið nærri um, án þess að leiða stórtjón fyrst yfir landið með þvf. Viðvíkjandi tapi bílaiðnaðarins hér, af því að samningur þessi var uppleystur. er það ef til viU færrum ljóst, að Nýja Sjáland keypti meira af bílum frá Can- ada áður en þessi samningur var gerður, en það gerði eftir að hann varð að lög- um. Ef á það eitt væri litið, ætti það því hvorki að gera tU né frá, þótt samningur þessi væri upphafinn. En hængurinn er þessi, að Nýja Sjáland lítur ekki þeim augum nú á málið, sem það hefði gert, ef samningurinn hefði aldrei verið gerður. Og sem stendur er líkiegt, að Canada tapi bílaviðskiftum sínum við Nýja Sjáland, nema því aðeins að núverandi forsætisráð- herra, Hon. R. B. Bennett, geti jafnað sakirnar við Nýja Sjáland á ríkisráðstefn- unni, sem haldin verður innan skamms í Lundúnum. Og sem betur fer gerir hann sér vonir um það, þó óárennilegt virðist, eins og á Ný-Sjálendingum liggur út af þessu. Afleiðingarnar af þvi geta oft orðið nógu alvarlegar, þegar stjórnir gera sh'k glappaskot sem þau er Kingstjórnin gerði * HEIMSKRINGLA með Nýja Sjálands samningunum. Það var ekki aðeins, að hann væri stórhnekk- ir einni grein frumiðnaðarins, meðan hann var í gildi, heldur einnig hitt, að hann kippti fótunum lundan þeim hagkvæmu viðskiftum, sem Canada naut áður en samningurinn var gerður. Og í svipað horf eru viðskiftin við Frakkland, og í raun og veru við flest önnur lönd komin, vegna frámunalegs fyrirhyggjuleysis Kingstjórnarinnar. Canadiska þjóðin hefir sjaldan stígið heillavænlegra spor, en hún gerði með því að binda enda á stjórnarfargan Kings og liberala í kosningunum í síðastliðnum júlímánuði. Stjórnmálavizka dr. Sigurðar Eftirmáli. Dr. Sigurður Júl. Jóhannesson heldur áfram með sitt “evangelíum” í síðasita Lögbergi, og tekur það naumast því að eyða mikið meira púðri á hann, en vér höfum þegar gert. Þegar hann er að . skrifa um jafn viðkvæmt mál og brott- rekstur sinn frá Lögbergi, höfum vér ekki brjóst í oss til að vera vondir við hann. Enda er hann nú bljúgur og auð- mjúkur eins og barn, og játar ýmsa sorg- lega skapsbresti sína. T. d. segjst hann ekki treysta sér til að segja sögu Þjóð- ræknisfélagsins, af því að sér sé ekki “það geðslag gefið, að geta sagt hana rétta með hógværð og stillingu.’’ Þetta vissum vér nú reyndar fyrir löpgu og margir fleiri, að hvorki hefir hann getað sagt þá sögu rétta né með hógværð — en nú þeg- ar hann er búinn að finna þetta sjálfur og viðurkenna það, þá getum vér ekki ann að en vottað honum hluttekningu vora, og vænst þess, að honum veitist náð til þess að sjá að sér. * * * Hins vegar sýnist doktorinn ennþá ekki eiga sér neinnar viðreisnarvon í flokks- ofstæki sínu og pólitískri hjátrú. Hann segir að í conservatíva flokknum eigi ekíki með réttu heima nema einungis svartir sauðir, og hann hafi æfinlega leitt ógæfu yfir land og lýð o. s. frv. Öllum er það kunmugt, að sá flokkur var það, sem lagði grundvöllinn að stjórnarskipun Can- ada, og sá flokkur er það, sem nú er í geysilegum meirihluta í landinu. Frá- munalegir flokksratar hljóta þeir menn að vera, sem þannig tala og rita, enda þótt þeir séu að monta af sínum eigin ó- Ieigðu Skoðunum. Enda hefir áður ver- ið bent á það hér í blaðinu, að skoðanir Sigurðar hafi fyrir þá einu, sök verið ó- leigðar, að flokkurinn hefir ekki viljað leigja þær, sbr. brottrekstur hans frá Lögbergi og afneitun Lögbergs á honum í kosningunum 1921. * * * Hvað þessum leiguskoðunum annars viðvíkur, sem doktorinn er sí og æ að reyna að hreinsa sig af í sambandi við Lög- bergsritstjórmna, þá sýnir hann í því máli vanstillingu sína og óðs manns æði, sem í öðru. Sú fjarstæða hefir verið bláisin upp af grunnhyggnum mönnum, að það sé vansæmd að því fyrir ritstjóra, að stjórna því blaði, sem ekki fer nákvæm- lega og í öllum atriðum saman við hans eigin persónulegu skoðanir. Þetta nær auðvitað engri átt. Það eru eigendur blaðanna og útgefendur, sem stefnu blaðs- ins eiga að ráða, en ritstjóranum kemur hún ekki við frekar en skipstjóra á Ev- rópufari kemur við að fara upp á sitt ein- dæmi að snúa við skipi, sem væri á leið til Evrópu, og sigla því til Asíu, enda þótt hann kysi það heldur persónulega. Segj- um að skipstjórinn væri einnig persónu- lega sannfærður um það, að það væri landi og lýð affarasælla að sigla skipinu til Asíu — þrátt fyrir það nær það engri átt, að hann hafi nokkra heimild eða á- stæðu til að breyta stefnu skipsins, enda mundi enginn óbrjálaður skipstjóri fara þannig að ráði sínu. En einmitt þetta er það, sem Sigurður er að monta af að hann hafi gert í blaðamennsku sinni. Þegar hann má ekki stjórna blaðinu öldungis eftir isínum eigin dutlungum og í öfuga átt við vilja eigenda og útgefenda, þá mis- skilur hann svo sína stöðu, að hann tel- ur sér misboðið og neitar að taka kröfur eigendanna til greina. Uar þá auðvitað ekki um annað að gera en reka hann, því að engin von er til að nokkurt fyrirtæki geti þolað svo ósæmilega framkomu af þjónum sínum. ' Við getum tekið annað dæmi, ef held- ur væri von til að doktorinn mundi skilja það. Segjum t. d. að Hjálmar Bergmann eða einhver lögfræðingur taki að sér mái, til vamar eða sóknar, sem hann sér á auga lifandi bili að er rangt. Slíkt gera lögmenn oft og tíðum, sökum atvinnu- greinar sinnar, og draga fram öll þau rök, sem hlutlaus skynsemi getur fundið hlutaðeigandi málstað til stuðn- ings, alveg án tillits til sinna persónulegu skoðana. Engum dettur í hug að leggja þessum mönnum slíkt út til lasts. Auð- vitað getur slík málafærsla verið mann- skemmandi, en hún þarf ekki að vera það, ef gengið er að henni með hreinum og hlutlausum hug. Eiula skipar réttvísi ; flestra landa opinberan verjanda, jafnvel I í hrylliiegustu glæpamálum. Sýnir þetta að lögvísir menn og réttlátir telja öllum sanneika betur borgið með því, að ítrustu röksemda sé leitað í öllum málum til sókn- ar og varnar. Og samkvæmt þeirri grund- vallarhugmynd eru mikið rneiri líkur til, að þeir ritstjórar geti orðið þjónar sann- leikans á einhverju sviði, sem þannig geta sótt og varið mál af hlutlausri skynsemi, en hinir, sem svo eru fullir af persónuleg- um hroka og flokksofstæki, að þeir sjá hvergi handaskil í sínum eigin moldar- austri. Hyggjum vér því, að Lögberg hafi farið hárrétt að ráði sínu, er það rak Sigurð. * * * Enn er dr. Sig. Júl. Jóhannesson ekki búinn að átta sig á því, að engin þjóð- rækni kemur í Ijós í því til eða frá, hverj- um stjórnmálaflokki menn tilheyra hér- lendum, liberölum eða conservatívum, enda snertir það mál algerlega þetta land en ekki ísland. Búumst vér naumast við því, að doktorinn verði allt í einu svo gáf- aður hér á eftir, að hann geti látið sér skiljast þetta, þó að sennilega veitist flestum öðrum tiltölulega auðvelt að koma því inn í höfuðið, og nennum vér því ekki að f-ara að útskýra það nánar fyrir hon- um. Vér höfum margsinnis tekið það fram, að vér teljum að margt sé vel um Joseph Thorson, þótt vér gætum ekki stutt hann, þar sem hann fyllti þann flokk, senf vér höfum svipaða afstöðu til og Sig- urður til conservatíva flokksins. Sann- leikurinn mun þó vera sá, að Joseph Thor- son hefir ef til vill fyrirgert mest trausti sín.u meðal íslendinga hér í borg, á því hversu slælega hann reyndist heimferð- arnefndinni og á daðri sínu við sjálfboða. Einhver von hefði verið til þess, að Heims kringla hefði stutt hann til þings, ef hann hefði reynst betri íslendingur i því máli. En þegar hún hafði hvorki við hann að virða þjóðræknina eða stjórnmálastefn- una, hvernig gat þá nokkur sanngimi ætl- ast til þess að hún styddi hann? Rök semdir dr. Sigurðar fara hér á sínu venju- lega hundavaði. * * * Enda þótt vesalings doktorinn reyni að látast vera borginmannlegur yfir því, að hafa átt sæti í sjálfboðanefndinni, þá vita allir, að það eru ekki nema hreysti- yrði, og aumka menn hann nú yfirleitt og alla þá, er að því flani stóðu. Sérstaklega er Sigurður brjóstumkennianlegur fyrir, að hafa átt því láni að fagna að vera kos- inn í heimferðarnefnd Þjóðræknisfélags- ins, með öörum góðum mönnum, en fyrir-' gera svo því trausti, með því að gerast liðhlaupi að áeggjan sér verri manna, og lenda í slagtogi með þessum slettireku- lýð, sem hugðist að sundra Þjóðræknis- félaginu og ganga með því yfir höfuðið á öllu því, sem íslenzkt er hér í Vestur- heimi. Sagan hefir nú talað nógu greini lega til þess að sýna, hvílíkt vindhögg þessara manna varð. Hefir þó líklegast aldrei ódrengilegar verið farið aftan að heiðri íslendinga í þessu landi, en með tilræði þeirra, og er þá langt -til jafnað, enda mun seint fyrnast minkunn þeima. í einlægni hefðum vér kosið það dr. Sig. Júl. Jóhannessyni til handa, að hann hefði aldrei verið svo ógæfusamur að láta ginna sig yfir í slettirekuliðið, því að vér viljum svo gjarna ímynda oss, að honum hafi orðið sú slysni á meira af meðfæddri fljótfærni og hringlandahætti, en slæmu hjartalagi. Jón Runólfsson, skáld A laugardaginn andaðist á Almenna sjúkra- húsinu hér í bænum, Jón Runólfsson skáld. — Hann var fæddur að Gilsárteigi í Suður-Múlasýslu á Islandi 31. ágúst 1855, sonur Runólfs ^bónda Jónssonar og konu hans Margrétar Bjarnadótt- ur. Fluttist hann til Ameríku árið 1879, og hef • ir síðan dvalið lengstaf víðsvegar í Minnesota ; og Manitoba. Var hann sjálfmenntaður mað- ur og stundaði lengst af kennslustörf og ýmis- lega vinnu aðra. Jón var skáld gott, vandvirk- ur á ljóð sín og tilfinningamaður. Eftir hann hefir komið út ljóðabókin “Þögul leiftur”, prent- úð í Wmnipeg 1924. Leif Ericsson American League Samkvæmt. bréfi frá hr. Carl C. Peterson, dags. 9. sept., er félag þetta þegar stofnsett fyrir sunnan, en að- eins ólöggilt enn. Hér fer á eftir kafli úr bréfi hans, sem gefur frek- ari skýringar á því, sem hann hefir áður ritað um málið hér í blaðinu: Ritstj. Heimskringlu, 853 Sargent Ave., Winnipeg. Kæri herra! ---:---I bréfi mínu frá 17. júli s. l. er sumstaðar eigi sem greinileg- ast til orða tekið, sökum þess að bréfið var skrifað i flýti og ekki ná- kvæmlega yfirfarið. Viljið þér gera svo vel og leyfa mér að útskýra nokkur atriði þess ofurlítið nánar fyrir lesendum yðar. 1. Sú áherzla, sem lögð er á stofn- un ræðismannsembættis á Islandi, er að sumu leyti villandi. Fulltrúar þeir, sem Bandaríkin sendu heim í sumar, gengu í raun og veru lengra í tillögum sínum en að ræðismanns- embætti væri stofnað. Þeir voru ein- dregið fylgjandi því, að komið væri á fullkomnu beinu stjórnmálasam- í bandi, sem er í því fólgið að skift- ast á sendiherrum. Að ræðismanns- embætti verði stofnað í sambandi við það, leiðir af sjálfu sér, og er eigi annað en þáttur af þesskonar stjórn- málasambandi. Ætti sérhver lesari yðar, sem kynni að hafa löngun t'l að skrifa forsetanum eða einhverjum þingmanni, að gera glöggan greinar- mun á þessu tvennu, og fara fram á það, að hafið verði beint stjórnmála- | samband við íslenzku stjórnina með því að skipaður verði í Reykjavík I amerískur legáti með fullu sendi- herravaldi og íslenzka stjórnin eigi sér samskonar fulltrúa í Washington,- Að fara fram á stofnun ræðismanns- embættis í Reykjavík fyrir hönd Bandarikjanna, er því ekki nema einn þáttur þessa víðtækara stjórn- málasambands, er hlyti að verða því samfara. En slíkt samband sem þetta hlyti auðvitað að brjóta í bág við sumar mótsagnir sambandslag- anna frá 1918, sem gera hvortveggja í einu, að viðurkenna og takmarka fullveldi Islands. Verður hvort sem er að slíta þeim samningi frá Islands hálfu, svo að Island fái fullkomið svigrúm til að auglýsa öllum heirni fullveldi sitt, og í þessum tilgangi er beint stjórnmálasamband milli Is- lands og Ameríku betra en nokkuð annað. Þetta verða menn að skilja til hlítar. 2. Enda þótt nokkrir pápískif þingmenn hafi gert tilraun til að fá kongressið til að samþykkja lög uro að koma á “Kólumbusardegi”, sem almennum frídegi í ríkinu, þá hafa allar þessar tilraunir orðið að engu og hljóta framvegis að verða að engu af því að þær eru andstæðar stjórn- arskipuninni. Er það eigi á valdi kongressins heldur hinna sérstöku ríkja að setja lög um slíka, hluti. En Kólumbusarsinnar hafa troðið í gegn lögum í þó nokkrum aðalríkjum Bandarikjanna um Kólumbusardag, sem almennan löggiltan frídag, og þar á meðal New York. Er það til- gangurinn fyrir þessum dátum, að þrýsta samskonar löggjöf i gegn í öllum hinum rikjunum, unz “Kólum- busardagur” verður orðinn að al- mennum frídegi þjóðarinnar, eins og t. d. 4. júlí, þakklætishátiðin og af- mælisdagar Washingtons og Lincolns. En tæplega mun Ameríka hirða um að leggja nafn Kólumbusar að jöfnu við nöfn þeirra Washingtons og Lin- colns, eftir þær upplýsingar og fræðslu, sem félagið “Leif Ericsson Amercian League” mun bráðlega gera alþjóð heyrinkunna, og er eg þá kom- inn að þriðja atriðinu er eg vildi út- skýra nánar. 3. The Leif Ericsson American Lea- gue, eða “L. E. A. L.” eins og það er nefnt til styttingar, verður bráð- lega löggilt í New York ríki sem fræðslufélag, án tillits til nokkurs á- góða. Verða settar á stofn félags- deildir í ýmsum öðrum fylkjum Bandaríkjanna, og sömuleiðis í fylkj- um Canada,- ef málefnið fær byr þar. Verða aðalstöðvar félagsins í New York, og einnig verða settar skrif- stofur í hverju ríki eða fylki, til að hafa eftirlit með félagsmálum á hverjum stað. Auglýsingar verða gefnar út um þessi efni, undireins og félagið er formlega löggilt og sett á laggirnar. Þessi bráðabyrgðar greinargerð til lesenda Heimskringlu getur eigi gef- ið upp nöfn félagsstofnendanna að sinni. Verða þau eigi birt fyr en fullkomin löggilding hefir farið fram. Þangað til verður þetta að nægja, en hins vegar býð eg ölum hér með, sem unna þessari félagshugmynd og á- huga hafa fyrir “L. E. A. L.”, að skrifast á við mig um málið og fá frekari upplýsingar viðvikjandi stofn- un félagsins og fjármálum og mynd- un félagsdeilda. Verður hverjum félaga látið í té 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. smekklegt merki til að sýna á sam- kvæmisstöðum og skrifstofum fé- lagsins, stofnað verður til funda, fyr- i irlestra og samkvæma, en ekkert leynibrugg verður þar viðhaft, helgi- I siðir, svardagar eða annað írafár. Þetta er í stuttu máli hugmyndin I fyrir þeim, sem ásamt mér hafa bor- ið L. E. A. L. hugmyndina fyrir brjósti. Og meðal þeirra eru merkir öldungaráðsmenn í Bandaríkjunum. forseti eins háskólans hér fyrir sunn•• an og víðkunnur lögfræðingur í New York. Stefnuskrá “L. E. A. L.”, hefir þá aðallega þessi atriði inni að halda: • (a) Að vinna að því, að koma þegar í stað á beinu stjómmálasambandi milli Ameríku og Islands, landinii I sem fyrst uppgötvaði Ameríku. (b) að breiða út “L. E. A. L.” félagsskap inn og (c) að efla þekkingu á íslenzk- um og norrænum bókmenntum og menningu við amerískar mennta- stofnanir, og vekja skilning á því, að það geti orðið amerískri menn- ing öflugar stoðir, og er þetta megin viðfangsefni og tilgang- ur félagsins. Yðar einlægur, Carl C. Peterson. Musterishreinsunin / Ræða flutt af séra Benjamín Kristj- ánssyni, í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg, sunnudaginn 7. sept. 1930 Textar: Matt. 23; Mk. 11, 15-17. Þessar tvær frásögur úr lífi Jesú, sem eg hefi lesið fyrir yður í kvöld, heyra bersýnilega saman, þótt arf- sögnin slíti þær sundur. Ekki er ó- sennilegt, að Jesús hafi haldið hina snörpu ávítunarræðu sína yfir fari- seunum í sama mund og hann rak okrarana út úr musterinu, og vildi þannig hreinsa til í húsi föður síns. Geðblærinn er hinn sami yfir báðum sögunum. I stað hins venjulega sól- skins og sumarblíðu, sem hvílir yfir frásögninni um Jesú, er hér skollið á ofsaveður, sviftibyljir þeirrar mátt- ugu lundar, sem enginn fékk staðist, manns sem talar eins og sá, sem vald hefir. Fyrir þessi sérstöku og óvenjulegu einkenni, sem í þessum frásögnum koma í ljós á skapgerð Jesú, hafa sumir viljað neita því, að þessi saga geti verið af hinum sama Jesú frá Nazaret og guðspjöllin skýra annars frá. Sé þetta svo ólíkt hinu ríka kær- leikseðli hans, hógværð og lítillæti, þolinmæði og langlundargeði, að eigi fái það staðist hvað við hliðina á öðru, og hefir þess verið getið til, að þessi frásögn um ávítunarræðu Jesú til fariseanna og musterishreinsun- ina, stafi frá einhverjum öðrum pré- dikara, sem hafi verið ofsatrúarmað- ur og lítt sést fyrir í orðum og at- höfnum. Þessi tilgáta þykir mér ekki senni- leg, og held eg fáum, sem þessi efni hafa grandgæfilega hugleitt og rann- sakað. Areksturinn milli Jesú og fariseanna, sem voru fulltrúar hinna rikjandi trúarbragða á Gyðingalandi, er meginefni allrar frásögunnar um Jesú og hinna sorglegu æfiloka hans. I þessum frásögnum skerst greini- legast í odda, afmarkar Jesús greini- legast muninn á sínum skoðunum og hinum gamla átrúnaði. Flest ann- að vildi eg fremur missa úr Nýja testamentinu en þessa óviðjafnanlegu ræðu og þessa óviðjafnanlegu' at- höfn. Hún fræðir oss ef til vill meira um hina skörulegu og hreinmannlegu skapgerð Jesú, en öll hin frásagan til samans. Jesú var sjálfum sér samkvæmur allt í gegn. En eins og til allra manna, gerði lífið og atvikin til hans

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.